Suarez og Barca – Més que un club

Ég vil ekki færa Lallana efst af síðunni, en ég bara verð.

Einu sinni hélt ég með Barcelona. Ég hafði viss tengsl við borgina og þennan magnaða klúbb. En síðustu ár hefur ljóminn farið af þessu liði. Þeir eru núna með auglýsingar á bolunum sínum fyrir Quatar (af öllum löndum!), þeir brjóta lög til að lokka til sín stráka sem eru varla orðnir kynþroska og þeir ljúga til um kaupverð á sínum skærustu stjörnum.

Einnig tala þeir af slíkri vanvirðingu um leikmenn annarra liða að manni verður nánast óglatt. Ég hafði alltaf talsverða samúð með Arsenal mönnum útaf Cesc Fabregas og þeirra besti bloggari skrifaði frábæran pistil þegar að Barca losuðu sig við Cesc fyrr í sumar eftir allt vesenið sem þeir stóðu fyrir þegar hann var á launaskrá hjá Arsenal:

Speaking of Barcelona though, they’ve hardly covered themselves in glory over this whole thing. Institutionally, between executives and players, they ran an orchestrated campaign for around two years to unsettle Cesc at Arsenal. How often did we hear about his ‘Barca DNA’? He had a Barcelona shirt foisted on him at a celebration for Spain winning the World Cup for goodness sake.

That it was a former Barcelona player, Pepe Reina, cloaked with Liverpool neutrality, who did it was no coincidence, I’m sure, and in the end they got what they wanted. I suspect some of their motivation was to show Arsenal they could do it and take back a player we’d ‘pinched’ from them at an early age. The reality was that he was given a chance at Arsenal that he would never have had there, but it still rankled with them, and their smug, graceless manner was evident in every conversation, and every mention of him before and after the deal had been done.

Three years later they don’t care about his DNA and discarded him with a statement so lacking in class and basic manners it’s a wonder why this club is lauded worldwide. We’re all used to clubs wishing former players well as they sell them on, but check this out from the official Barcelona website yesterday. Amidst the usual goodbye waffle, they posted:

But despite glowing starts to each campaign, Cesc’s contributions to the cause gradually decreased as each season drew to a close. From being someone who joined in with the attack, supplying and scoring goals, the magic tended to fade later on in each season. He only scored one, six and one goals in the last 24 games of each season. For some reason, he was never as good in the second half of a season as in the first.

That has since been deleted – and rightly so – but that it was there in the first place is an appalling indictment of how they think and operate. And you know what? The very first thought I had after reading it was that somehow all the other Barcelona players had more energy in the second half of seasons for some reason and Cesc didn’t. I wonder what that might have been. Maybe we could get Lance Armstrong PI to investigate. Could that also be part of why they’re happy to let him go?

Þetta lýsir ágætlega þessu liði. Liði sem telur sig vera á einhverju öðru level-i en önnur lið – Mes que un club – en eru í raun með allra verstu liðum í Evrópu, styrkt af Quatar þar sem fólk deyr núna við að reisa velli fyrir HM sem var fært því landi með mútum.

Núna vill Barcelona fá Luis Suarez. Ég verð að játa að eftir allt sem hefur gengið á að undanförnu með Suarez þá er ég sæmilega sáttur við það. Ég elska Suarez en það er svo augljóst að hann vill fara til Barcelona og ég treysti Brendan Rodgers alveg til þess að búa til frábært lið án hans. Það er nokkuð klárt að þegar Suarez skrifaði undir samning í desember þá var sett inn buy-out klásúla í samninginn. Suarez veit hversu há sú klásúla er og ég myndi segja að það væru 99,99% líkur á því að Barcelona og Real Madrid vita nákvæmlega hver hún er líka. Eins og Chris Bascombe skrifar í Telegraph í flottri grein:

Theoretically, Luis Suárez leaving Liverpool should be one of the most amicable transactions in Anfield history. Barcelona know how much it will cost, Suarez’s representatives know how much Barcelona need to pay and Liverpool know if their valuation is met and the striker wants to leave there is nothing they can do to prevent it.

Pretty straightforward you would think, and even before Suarez’s redefinition of the phrase ‘going for an Italian’ at the World Cup, there was a growing sense of ‘que sera’ on Merseyside.

Þetta er einfalt; allir vita hvað Suarez kostar og til þess að hann fari til Barca eða Real þá þurfa þeir að borga uppsett verð.

The misconception here is it is Liverpool facing a ‘dilemma’ with Suarez, when really they do not. If the clause is triggered – or valuation met with the inclusion of a top class player such as Alexis Sanchez – they will sell. It is Suarez and his advisors who have the strategic problems. Either they get Barcelona to embrace the reality, or they consider fresh ways of making it seem their striker can’t stay in England and should be released for a fee less than Fenway Sports Group and Suarez agreed prior to him becoming double player of the year.

If he pursues the latter route, not only will he not be sold, he will isolate himself from some of the only supporters in the world who still adore him and will tolerate his persistent indiscretions.

Good luck with that, Luis.

Málið er að Luis Suarez verður að gera sér grein fyrir að eina fólkið í þessum heimi sem styður hann eru stuðningsmenn Liverpool og Úrúgvæ. Allir aðrir, þar á meðal stuðningsmenn Barca, hata hann. Barcelona menn vita þetta og því er sett af stað atburðarrás sem virðist eiga að skila tvennu. Númer eitt að fá stuðningsmenn Barca til að sjá Suarez sem góðan gæja. Og númer 2 að lækka verðið. Ég skal alveg samþykkja númer 1, en númer 2 mun ekki virka. John Henry kaupir ekki svona fokking kjaftæði.

Fyrst byrjar Rakitic, nýjasti meðlimur þessa merka klúbbs, að segja að Suarez sé “noble man”

“To have the character and strength to apologise in front of the world shows what a noble person he is,” he said.

“Not every person has that strength to admit they have done something stupid. I rarely say that I am wrong so this says a lot about him, he has shown the character and strength he has so he should be commended for that.

Bíðið aðeins á meðan ég æli…

Og svo í dag kemur Andoni Zubizarreta fram og setur Barcelona smjaðurvélina í fluggírinn.

“He has been humble enough to apologise to those he has affected, because it happened in the middle of a festival of football. In this case it’s the best thing a person can do.”

Þetta er vel þekkt hjá Barcelona og menn grínuðust með það á Twitter fyrir örfáum dögum hver yrði fystur hjá Barca að tjá sig og það virðast vera Rakitic og Zubizarreta. Aðrir munu eflaust fylgja í kjölfarið.


Málið er einfalt. Barcelona vita hvað Suarez kostar og Suarez mun að öllum líkindum vilja fara frá Liverpool ef að Barca hefur áhuga (þetta vissum við öll). Einnig á Barcelona einhverja leikmenn sem að Liverpool hefur áhuga á (sennilega einna helst Alexis Sanchez).

Barcelona getur haldið þessu áfram í allt sumar, en Liverpool mun ekki selja fyrr en að Barca borgar uppsett verð (annað hvort bara í pening eða með toppleikmönnum). Suarez er besti og markahæsti leikmaður ensku Úrvalsdeildarinnar og menn verða að gjörasvovel að borga uppsett verð fyrir hann. Annars geta Barcelona menn tekið þetta innihaldslausa smjaður, dýft því í sangríu, vafið með Iberico skinku og stungið því uppí rassgatið á sér.

89 Comments

 1. Þetta heitir að skrifa beint frá hjartanu! Gæti ekki orðað þetta betur.

 2. Algerlega spot on Einar.

  Barcelona hefur tekið verulega niður undanfarin ár eins og þú svo réttilega lýsir. Pepe vinur okkar Reina og sagan í kringum markmannsstöðuna sem hann “átti að fá” er eiginlega bara grátbrosleg og annað dæmi um það þegar Barca búa til einhvern sirkus, svo reyndar bara spilaði Pepe ekki nógu vel fyrir þá og endaði hjá Rafa, sem er ekki tilbúinn að borga launatékkann hans.

  Ég sé alveg fyrir mér að það gerist eins núna, John W. Henry sýndi okkur í fyrra að hann hugsar bara um eitt knattspyrnulið og þess þarfir. Liverpool FC. Luis Suarez verður ekki seldur fyrir minna en klásúlan hans segir. Um það er ég fullviss.

  En Barcelona virðist vera sálarlaus stofnun og slíkar stofnanir eiga það til að hningna. Mér fannst maður sjá fyrstu merki þess í fyrra og það kæmi mér bara ekkert á óvart ef að sú hningnun héldi áfram.

  Aftur, flott grein Einar og staðfesting þess að hinn hallærislegi reykur sem settur var í gang á Spáni í dag er götóttur og gegnsær. Við látum ekki slá neinu ryki í augu okkar, en það verður bara gaman að sjá hvernig fram vindur.

  Ég mun treysta LFC fyrir þessu máli, þeir vita hvað á að gera.

 3. “Annars geta Barcelona menn tekið þetta innihaldslausa smjaður, dýft því í sangríu, vafið með Iberico skinku og stungið því uppí rassgatið á sér.”

  LOL!

 4. Frábær pistill og ég tek undir hvert orð, sérstaklega Barcelona partinn. Fyrst og fremst held ég með Liverpool og annað skiptir ekki máli, ég hélt samt alltaf með Barcelona á Spáni en það hefur nánast snúist við, mér er þó fyrst og fremst alveg sama. Ég hélt t.a.m. mikið með A.Madríd í vor á Camp Nou.

  Spænsku risarnir eru virkilega hataðir meðal stuðningsmanna annarra liða á Spáni enda hirða þeir bróðurpartinn af öllum tekjum og virðast geta hagað sér eins og þau vilja á leikmannamarkaðnum. Rekstur Real Madríd hefur alltaf verið vafasamur og nú fyrir stuttu var Barca dæmt í FIFA bann á leikmannamarkaðnum eins og Einar Örn kemur inná sem var dregið til baka jafnóðum strax og breytt í “svei´attan, skammastu þín” frá FIFA.

  Einn möguleikinn í þessu er þó að mögulega er búið að ganga frá sölu á Suarez og Barcelona menn eru að reyna milda þau rándýru kaup sín megin með því að tala um hann líkt og þeir gera núna. Líklega er þetta þó bara óraunhæf “óskhyggja” hjá mér og Barcelona eru ennþá með sínar viðbjóðslegu aðferðir á leikmannamarkaðnum. Samkjafta ekki um leikmann annarra liða.

  Ég hef lesið Arseblogger lengi (með hléum) og fylgdist ágætlega með Fabregas sögunni frá þeim sjónarhóli. Sammála EÖE þar, aðferðir Barca í þeim eltingaleik voru fáránlega ósvífnar. Real Madríd og Ronaldo var mjög svipað.

 5. Flott grein. Virkilega flott. Ég er eins og fleiri hér að ofan fyrrverandi aðdáandi Barcelona. Ég á bara svo ofboðslega bágt að halda með svona syndsamlega forríku liði.

 6. Flottur pistill Einar Örn. Hjartanlega sammála! Ef þeir borga uppsett verð og hann vill fara þá er það bara sjálfsagður hlutur. Ég treysti BR fullkomlega til að búa til öflugt, bitlaust Liverpool lið.

 7. Þetta er bara Barcelona í hnotskurn, þeir eru ekkert skárri en R.Madrid.
  Ég sjálfur hætti að halda með Barca eftir að við mættum þeim í evrópukeppni 01/02 að mig minnir. Hrokinn og stælarnir sem þeir sýndu þá gekk alveg fram af manni, sem og þegar við mættum þeim 07.

 8. Tek undir með flestum hér að ofan.

  Ég hélt alltaf með Barca á spáni en undanfarin ár hef ég ekki haft mikinn áhuga á þeirra velferð. Margir skítakarakterar þarna hafa farið massívt í taugarnar á mér og endalaust væl í dómurum í öllum leikjum þoli ég ekki heldur.

  Einhvern veginn hefur klassinn svolítið farið af klúbbnum og maggi kemst ágætlega að orði þegar hann lýsir þeim sem “sálarlausri stofnun”. Alltént verða þeir vissulega alltaf topplið í heiminum en manni vanta neista hjá þeim þessi síðustu misseri.

 9. Mér finnst þetta mjög ósmekklegt niðurlag. Sangría og jamón ibérico eru klárlega einkenni Spánar sunnan Katalóniu. Betra væri að dýfa því í crema catalana, setja á pan amb tomate og svo upp í rassgat.

 10. Guillem Balague ?@GuillemBalague 9m
  Negotiations between clubs have started (in Spanish) RT @mundodeportivo Barça y Liverpool ya negocian por Luis Suárez http://ow.ly/yEVvk

 11. Ekkert að þessu barcelona liði og þeira framkomu. Þetta er stórlið að eltast við besta leikmann heims sem hægt er að kaupa(eiga messi og ronaldo er ekki að koma). Þetta gerist á hverju ári, viti þið hvaða félag styrkir mest til góðgerðamála í heiminum? Er ekki allt í lagi að styrktariðilarnir koma frá quatar? Sáuð þið fabregas á síðustu leiktíð hann var skelfilegur og ekkert að því að barca losar sig við hann.
  Mér finnst þetta algjör norna veiði gegn barcelona. Öll bestu lið heims reyna að ná í bestu leikmennina, þau lísa hrifningu í fjölmiðlum, kanna viðbrögð leikmanns, félags liðs eða umboðsmanns og reyna eins og þeir geta að klófesta leikmenn. Þetta er vel þekkt dæmi og hafa stórlið gert þetta í tugi ára og ef markmaður má heimildarmyndina um sögu fótboltans sem fifa gaf út 2002 þá hafa svona Viðskipti alltaf verið til staðar.þar sem menn stálu leikmönnum á lestarstöðum.
  nú vill barcelona suarez mjög skiljanleg og suarez vill fara til barcelona mjög skiljanlega. Svo að ég skil ekkert í þessari gagríni. Liverpool á samt allan rétt á að neita tilboði.

 12. Það verður svindl að hafa Messi, Suarez og Neymar þarna alla…

  En að öllu gamni slepptu þá er þetta bara leiðin sem þessir klúbbar (Real og Barca) fara. Sé ekki að það sé mikill munur á þessu og þegar við vorum að kaupa Emre Can um daginn eða Lallana þess vegna. Erum stærri klúbbur en Leverkusen og Southampton og nýttum okkur það til að laða að okkur leikmenn þeirra.

  Vissulega á þó klúbburinn ekki að sætta sig við neitt tombóluverð. Annað hvort borga þeir toppverð eða halda bara áfram að gutla í rauðvíninu…

 13. Sigueina- Fabregas var með 13 mörk og 16 stoðsendingar… Hvernig færðu það út að það sé skelfilegt???

 14. Sigueina hefur greinilega ekki fylgst vel með hjá Barca, Fabregas var alveg frábær í vetur hjá þeim. En allavega þá heyrði ég það líka að þeir skuldi Arsenal ennþá fyrir Cesc og líka Hleb þannig ég skil ekki hvernig þeir eiga peninga fyrir þessu.
  En ef Suarez vil fara til Barca og þeir geta borgað uppsett verð í einni greiðslu ekkert að leyfa þeim að dreifa þessu. Þannig fær Liverpool starx pening og Barca getur eflaust ekkert borgað mikið meira.

 15. Sá flesta barcelona leiki í vetur og tölfræðin er fín hjá fabregas en frammistaðan var ekki eins góð og þegar hann var að fara á kostum með arsenal. Ég held líka að flestir sem fá fullt af mín hjá barca skora eða leggja upp eitthvað að mörkum. Ég er liverpool maður en ég er ekki blindur á það að við eigum suarez sem er einn besti fótbolta maður heims og ég veit að önnur lið munu gera allt til þess að ná í hann. Þannig hefur þetta alltaf verið. Væri þessi pistill að koma um hvað barcelona eru óheiðarlegir ef þeir væru að eltast við assaidi.
  ég held nefnilega ekki.
  mín skoðun er sú að barcelona séu ekkert verra félag en önnur stórlið hvað leikmannakaup varðar en þar sem þau eru að reyna að ná í suarez er það sem menn eru ekki sáttir við.

  p.s afhverju var ekki hægt að leyfa lallana fá einn dag sem aðal efnið á síðunni, þessi póstur hefði getað komið á morgun eða jafnvel eftir viku, því að þetta mun dragast lengi á meðan verið er að vinna í málum suarez.

 16. svona i fyrsta lagi, eru menn ekki að grínast um að einhver klásúla se i nyja samningnum ? hvaða rugl er það ?

  eitthvað sluður segir að Barca vilji borga 60 milljonir evra sem eru hvað 50 milljonir punda, hvað eru menn að reykja þar ..

  mer langar að vita hver klasulan er ef hun er.. ef hun er minna en 100 milljónir evra þa hafa okkar menn verið neyta einhvers sterkara eiturlyfs en að reykja þegar samningurinn var gerður það er a hreinu …

 17. #19
  Las einhversstaðar 60 mill GBP utan Englands og 80 mill GBP ef innan Englands. En það er líklegast slúður sem hægt er að henda með sangríu marineruðu skinkunni uppí rahúið á Barcelona.

 18. Það er endalaust vælið sem er í gangi á þessari síðu að það er alveg með ólíkindum!
  Fyrst var það Chiellini sem að var vondi karlinn af því að hann á að vera “dirty” leikmaður, svo var það Fifa fyrir að vera svona vondir við Suarez og núna er Barcelona orðinn vondi karlinn en aldrei Suarez sjálfur sem að meirihluti manna á kop.is varði með kjafti og klóm.
  Þeir eru nú meiru glæpamennirnir fyrir að auglýsa Qatar Airways á búningunum sínum en hvað með Standard Chartered, sem er banki by the way, eru þeir alveg tandurhreinir sem sponsor hjá okkar mönnum? Svo sé ég að margir eru að segja að þeir séu fyrrverandi stuðningsmenn Barca fyrir allskonar skrítnar ástæður sem lætur mann hugsa hvort að maður ætti að gera það sama með Liverpool vegna Heysel 1985, Luis Suarez málanna allra eða vegna vafasamra aðgerða John Henry síðasta sumar. En ég hef haldið með Liverpool síðan ég man eftir mér því að þetta snýst um, þegar allt kemur til alls, liðið inná vellinum og þess vegna er ég, ekki eins og einhverjar bitrar smásálir á þessari síðu, stoltur stuðningsmaður míns liðs!
  Þessi grein hjá Einari Erni er honum ekki né þessari síðu til framdráttar og lætur Liverpool áðdáendur líta út fyrir að vera bitrir bjánar sem kenni öllu öðru um þetta Suarez dæmi nema Suarez sjálfum!

  ps: ég er ekki Barcelona maður svona áður en að menn fara að skjóta því á mig.

 19. Fyrir utan Íslandstrendur held ég bara með Liverpool. Yfir og út.

 20. Ég held að þeir séu bara hræddir því við erum á leið í CL og með Suarez og Sturridge on top. Þá annað hvort að þeir ætla í raun ekkert að kaupa hann, bara fokka upp hugarfari hans, eða þá að þeir vilja bara losa sig við stærstu ógn okkar.

  Ég vona svo innilega að þetta sé bara paranoja hjá okkur og að það sé ekkert til í þessu, því miður held ég að það sé mikið til í þessu, en ætla að leyfa Suarez að njóta vafans þangað til það kemur annað í ljós.
  Ef þetta er hinsvegar satt, þá vill ég að þetta klárist á næstu 2 vikum og auðvitað að við förum ekki undir 80m.
  Og auðvitað verð ég fyrstur til að segja hversu mikill fokking skíthæll hann er ef þetta er rétt. Gerðum allt fyrir drenginn, ekki bara einu sinni eða tvisvar, heldur öruglega 10 sinnum. Hversu oft höfum við fyrirgefið honum og staðið með honum? Meina komm on, meira segja konan hans getur ekki hafað staðið svona við bakið á honum.

 21. Bjarni nr 20

  okei ef okkar menn settu klásulu i nýja samninginn i desember uppa 60 milljónir punda fyrir lið utan Englands þa eru þeir einstaklingar vanhæfir með öllu..

  okei við erum með mann sem er metin a 90 -100 milljónir, bjóðum honum 200 þus a viku og setjum klásúlu um 60 milljonir utan Englands..

  ÞETTA BARA GETUR EKKI VERIÐ SATT.

  ef okkar menn fa minna en 80 milljónir PUNDA fyrir Suarez þa erum við rændir að minu mati..

  allt tal um 50 -60 milljonir punda finnst mer GALIÐ..

 22. Mig minnir að Liverpool hafi í þrígang unnið hin eftirsóttu Fair Trade verðlaun. Verðlaunin hlutu okkar menn fyrir einstakan heiðarleika og drengskap í eltingarleik sínum við Gareth Barry, Robbie Keane og Clint Dempsey.

 23. Fabregas skoraði 9 mörk í deildinni á síðasta tímabili og lagði upp 16, ef þið horfðuð hinsvegar á spænska boltan í hverri viku þá sáuð þið að hann hvarf nánast alltaf í stóru leikjunum, þessi 9 mörk komu flest gegn slakari liðum. 4-0 sigur gegn Rayo Vallecano, gott sigurmark gegn Celtic í Meistaradeildinni, mark í 3-0 sigri á Celta Vigo, 2 í 4-1 sigri gegn Real Betis, eitt í 4-0 sigri gegn Granada, tvö í 5-2 sigri gegn Getafe, tvö aftur gegn Getafe, í þetta sinn 4-0, eitt gegn Levante í 5-1 sigri og að lokum eitt í 4-1 sigri gegn Sevilla, það var síðasta mark hans á tímabilinu og kom í byrjun febrúar.

  En Cesc er ekki framherji og því fásinna að dæma hann frá markaskorun sem var þó virkilega góð fyrir miðjumann, en 14 af 15 stoðsendingunum komu fyrir 16. febrúar, hann bætti svo einni við gegn Villarreal þann 27. apríl, en þegar öllu er á botnin hvolft þá bað Fabregas sjálfur um sölu og forráðamenn Barcelona reyndu að sannfæra hann um að vera áfram, þegar það gekk ekki stóðu þeir ekki í vegi fyrir honum heldur leyfðu honum að fara á næstum því fjórum milljónum minna en hann var keyptur á. Á sínum fyrsta blaðamannafundi hjá Chelsea sagðist hann gera sér grein fyrir því að mörk hans og stoðsendingar hafi oftar en ekki komið gegn minni liðum og að hann hefði getað gert betur.

  Hvað þessa yfirlýsingu á heimasíðu Barcelona varðar, er þá í alvöru ekki möguleiki að greinarhöfundur hafi gert mistök og látið eigin tilfinningar gagnvart tíma Fabregas hafa áhrif á skrif sín, greinin var síðar tekin niður og mörg svipuð dæmi hafa skotið upp kollinum hjá stórliðum undanfarin ár, ég meina heimasíða Liverpool staðfesti sein í ágúst 2012 að Clint Dempsey væri búinn að skrifa undir til dæmis.

  Að flestir leikmenn Barcelona nema Fabregas hafi haft nýfundna orku á seinni hluta tímabils eins og þessi besti bloggari Arsenalmanna heldur fram er einfaldlega rangt, Barcelona tapaði aðeins einum leik og gerðu tvö jafntefli í fyrstu 19 leikjunum á tímabilinu, spilaði oft á tíðum flottan bolta og fólk fór að tala um Tata Martino sem bjargvætt sem væri búinn að blása nýju lífi í ansi þreitt Barcelona lið, í seinni 19 leikjunum tapaði liðið fjórum leikjum og gerði fjögur jafntefli, talað var að Martino væri ekki nægilega góður fyrir svona stórt lið og leikmenn virkuðu þreyttir og áhugalausir.

  Eins leiðinlegt og það er þá nota stórlið alltaf fjölmiðla í eltingaleik sínum við bestu leikmenn heims og skiptir þá engu máli hvort liðið heitir Barcelona, Ac Milan, Bayern Munchen eða Manchester United, meira að segja Liverpool notaði fjölmiðla til að unsettla Lallana sem endaði með því að hann bað um sölu þrátt fyrir að Southampton ætlaði alls ekki að selja.

  Ég segi ekki að FC Barcelona sé fullkomið og eru ansi margir ljótir blettir búnir að hrannast á klúbbin sem ég elska en ég sný ekki bakinu við klúbbnum þó ég fyrirlíti forseta hans og stjórn, það var hægt að kalla Laporta ýmislegt en hann hafði allavega ýmind og hag FC Barcelona alltaf efst í forgangsröðinni, en þrátt fyrir galla núverandi stjórnar og reksturs klúbbsins að mörgu leiti þá þykir mér fjölmiðlaumfjöllunin í kringum liðið vera farin út fyrir öll velsæmismörk og tek undir að þetta jaðrar við nornaveiðar, verst þykir mér þó að knattspyrnu unnendur og sérstaklega þeir sem kalla sig eða kölluðu sig aðdáendur Barca skuli gleypa við allri þessari umfjöllun.

 24. Hefur suarez einhvern timan gefi? þa? út opinberlega a? hann vilji fara til Barcelona ?

 25. Sælir félagar

  Mér finnst þetta ansi góður pistill hjá Einari og samþykki allt sem hann segir það. Þetta er mitt hlutlausa mat þó ég haldi með RM og hefi gert síðan de Stefano og Pusgas voru þar á dögum.

  Ég er annars bara góður hefi mjög gaman af Suarez og öllu fjaðrafokinu í kringum hann og sölu eða ekki sölu á honum. Ég vil halda honum ef þess er kostur en selja hann ella. Svo einfalt er nú það. Eru ekki annars allir góðir þó Argentina og Holland vinni hvern leikinn á fætur öðrum óverðskuldað 😉 Brasílía rúlar.

  Það er nú þannig

  YNWA

 26. Nú virðast LFC menn hafa samþykkt að ræða við Barca ef eitthvað er að marka Twitter orðróm.

 27. Burt sé frá öllu þessu drama held ég að það væri fótboltalega séð “bad move” fyrir Suarez að fara til Barcelona. Sjáið þið fyrir ykkur Suarez þrífast í tiki taka fótbolta? Maðurinn lifir fyrir að þvælast með boltan og kloppa mann og annan ásamt því að fá góðar stungur. Síðan er hann vanur að vera nr 1 hjá Liverpool og það gæti farið í tennurnar á honum að allir séu að hygla Messi og hinar stjörnurnar umfram hann.

  Fótboltalega séð tel ég þetta vera rangt move hjá honum en fjölskyldulega hentar þetta kannski honum fínt.

 28. Sæl og blessuð.

  Takk fyrir pistilinn sem er öldungis áhugaverður. Víst er að svona ferlíki eins og Barcelona hefur nokkrar hliðar, sumar dökkar og aðrar ljósar, eins og gengur. Engin ástæða til að sjá ofsjónum yfir þeim ljótari þótt áhugavert sé að lesa þessa samantekt. Auðvitað vilja þeir fá nafna í raðir sínar. Ætli þeir myndu ekki kassa inn slatta af kaupverðinu á treyjunum einum saman eins og raunin var með Beckham hjá Real? Þá hefur sárlega vantað neistann þrátt fyrir einvalalið sóknarmanna og ég sé fyrir mér að þeir þrír Messi, Neymar og nafni gætu orðið baneitruð þrenning hverjum andstæðingi sem er, og myndu þeir vafalítið negla niður hálfan féndskapinn inni í eigin vítateig.

  Að því sögðu þá fer um mig kuldahrollur þegar ég horfi til komandi leiktíðar. Mér þykja þeir óttalegir meðaljónar þessir vel greiddu piltar sem nú eru komnir í liðið. Horfði á hinn kurteisa markvörð belganna í kvöld og frétti að sá væri á leið til sinna heimaslóða á Stafnufurðubrú. Sá hann Mignólett okkar tilsýndar á varamannabekknum, eins og kórdreng . Hvert stórstirnið á fætur öðru mun ganga til liðs við toppana í deildinni en við erum á engan hátt að halda í við þá með þessum hálfvelgjukaupum.

  Verðum við ekki að halda dauðahaldi í nafna í þeirri von að hann komi grenjandi til leiks í vetrarbyrjun og verði sá herslumunur sem ella mun vanta? Ég sé ekki annað framundan en þanghaf meðalmennskunnar ef við ekki höldum í þriðja besta leikmann í heimi og ætlum að fylla í raðirnar með þessum mannskap.

  Hver á annars þennan rauðhærða sem skoraði fyrra mark Belganna? Hann virðist ekki kominn langt fram yfir fermingaraldur. Er þetta ekki eitthvað fyrir okkur? Og svo sárvantar einhverja griðunga í vörnina. Hefði viljað sjanghæja alla mexíkósku varnarmennina á Anfield.

 29. Echo segir að Barca fai hann ekki ódýrt og liklega ekki nema Barca borgi klásuluna sem likleg er 70 -80 milljonir punda ..

  vonandi er hún 80 milljonir punda.. eg get sæst a að lata hann fara fyrir 80 milljonir en allt undir þvi finnst mer ósanngjarnt .

  En ja hann er að fara og auðvitað er það leiðinlegt en eg held að það se fyrir bestu eftir
  þetta bit i siðustu viku.

  Þa er bara að fara spa hverjir koma í staðinn.

  sanches vill víst ekki koma svo minn draumur er Lukaku og Shakiri fyrir Suarez ásamt topp miðverði og topp vinstri bakverði til að hjalpa Enrique þar .

 30. Persónulega finnst mér að fólk sé að gera allt of mikið úr þessu Suarez máli. Það eru mjög margir leikmenn sem geta fyllt skarð hans í þessu liði.

  Byrjunarlið á næsta seasoni:
  Reina
  J. Henderson – Skrtle – Flanagan – Enrique
  L. Leiva
  S. Gerrard J. Allen
  Sterling
  Lambert Sturridge
  Reina – Mingolet er mjög ofmetinn, back to Reina
  – G. Johnson er að mínu mati lélagasti leikmaður í sögunni seem kemst samt sem ááður í öll byrjunarlið. Set Henderson í þessa stöðu og læt hann crossa fyrir í drasl(Lambert skallar hann inn)
  – Skrtle skallar hann inn
  – Flanagan búinn að sanna að hann sé með frábæran leikskylning held að hann geti verið solid í hjarta varnarinnar
  – Enrique er vanmetinn
  – Lucas Leiva er frábær ball winning midfielder
  – Gerrard getur verið öflugur þarna hægrameginn crossar, tæklingar og mörk
  – Joe Allen þræðir boltann á Sturridge
  – Sterling er góður
  – Sturridge er góður 20 mörk+
  – Lambert er besti sóknarmaður Englands og hann fékk félagsskap til Liverpool sem á eftir að hjálpa honum(Lallana) 25 mörk+

 31. Fyrirgefðu Friðrik en þetta er ein mesta vitleysa sem ég hef lesið hér á kop.is.

 32. Friðrik það verður erfitt fyrir Lallana að hjalpa Lambert fra bekknum, ma Lallana ekki vera inni a kostnað Allen ?

  kannski Sakho inni fyrir Flanagan líka .

  Henderson myndi örugglega leysa hægri bakvörðinn mjog vel rett eins og Gerrard gerði frabærlega i leik gegn Everton a anfield haustið arið 2000 ..

 33. Suarez út- Lambert, Can og Lallana inn??? Erum við að bæta liðið??? Origi??? Lukaku??? Ég myndi allan daginn frekar kjósa Lukaku. EF Suarez fer hvern á að fá í staðinn??? Það er sama hvernig á það er litið-ÞAÐ YRÐI GRÍÐARLEGT ÁFALL FYRIR LIVERPOOL AÐ MISSA SUAREZ en staða Henry og co er gríðarlega erfið líka. Er ekki hægt að fá hægri bakverðina frá USA??? Þeir eru miklu hraðari, með betri sendingar og betri leikmenn sýnist manni en GJ???

 34. Suarez skrifaði undir langtíma (sem einnig var kallaður risa) samning fyrir rúmu hálfu ári síðan. Í framhaldinu kom yfirlýsing frá honum, þar sem hann sagðist vera ánægður hjá liðinu og að framtíð hans væri tryggð. Nú veltir maður fyrir sér hvort hann hafi í raun verið að meina að klásúlan væri einhver trygging fyrir framtíðina. Nei – ég er orðin rugluð og farin að búa til samsæriskenngar um leið og ég skrifa þetta komment! Suarez talaði líka um stuðninginn frá stuðningsmönnum og minntist eitthvað á að vera stoltur af því að spila fyrir Liverpool!

  Æji má maður ekki bara vera pínu fúll???

  Ég vil alls ekki missa Suarez, enda óumdeilanlega frábær leikmaður!

  Ég vil hafa Suarez hjá Liverpool.

  Skiljanlega vilja suðningsmenn annarra liða sjá Suarez fara. Líklega vilja flestir hlutlausir sem horfa á ensku deildina hafa Suarez hjá Liverpool – það er unun að horfa á manninn spila fótbolta.

  En vil ég leikmann hjá Liverpool, jafnvel þó hann sé Suarez, ef hann vill fara? Og það annað sumarið í röð? Nei takk.

  En eftir allt, þá er ég bara hálf svekkt! Kannski of tilfinningalegt en það er samt bara þannig!

  Ef Suarez verður leikmaður Liverpool á næstu leiktíð mun ég að sjálfsögðu styðja við besta leikmann liðsins og þakka fyrir að hafa heimsklassa leikmann í liðinu. Ég mun njóta, allavega fram að næsta leikmannaglugga þegar ballið byrjar aftur.

  Góða nótt 🙂

 35. Viðar, það er talað um að klásúlan sé 80 milljónir punda. Barca vilji borga 50 og setja Sanchez á milli. Hann er verðmetinn á ca 30 milljónir punda, sérstaklega eftir flotta frammistöðu á HM. Þannig ég held að það verði díllinn, nema Alexis Sanchez vilji ekki koma, þá gætu Barca verið í vanda enda borguðu þeir líklegast eitthvað um 80 milljónir punda fyrir Neymar í fyrra. Ég held að Barca eigi ekkert endalaust af pening til að staðgreiða svo þeir þurfa að semja. Þetta gæti tekið tíma og verður eflaust ekkert klárað á morgun.

 36. örn ( fuglinn )

  ja nkl eg er sáttur við 80 milljónir PUNDA eða 50 og sanchez ..

  en allt tal um 30 plús sanches eða bara 60 -70 milljónir EVRA er kjaftæði ..

  en ja okkar vegna vona eg að þetta klárist sem fyrst bara svo okkar menn geti fundið menn i staðinn sem fyrst og hafið undirbúning að nyju tímabili.

  stóra spurningin er bara hvaða senter a að leysa suarez af ? Lukaku ? varla þessi Origi? jakson Martinez kannski ?

  væri ekki jafnvel malið að bjóða Monaco bara 50 -60 kúlur fyrir james rodriguez þo hann se ekki senter, það er frabær leikmaður .

 37. Finn það á mér að Barca nái að troða Pedro inn í þennan Suarez díl í stað Sanchez. Það væri hræðilegt fyrir okkur í alla staði enda einn sá leiðinlegasti í bransanum og þá aðallega hvað dýfur varðar. Megum a.m.k. ekki við neinu klúðri í þetta skiptið. Ættum að læra af þeim mistökum sem Spurs gerðu í fyrra fyrir Bale peninginn ógurlega.

  YNWA!

 38. Vonandi kemur maður í manns stað.

  Ef við seljum Suarez á 80 milljónir þá erum við búnir að selja framherja fyrir 130 milljónir. Það er ágætt ef við hugsum til þess að þeir kostuðu c.a. 50 milljónir.

  Suarez varð ekki svona góður í einhverju tómarúmi. Hann beit sig ekkert á toppinn. Setupið er gott hjá Liverpool og það eru líkur á því að nýr framherji komi og geri jafnvel eða betur.

  Liverpool er flott lið og fótbolti er liðsíþrótt, ekki einstaklingsíþrótt eins og Suarez og stuðningsmenn hans virðast halda.

  Við höfum flotta blöndu af liði, þjálfara og eigendum sem virðast stefna í rétta átt. Með eða án Suarez.

 39. Hafði gaman af pistlinum, skildi hann og er mörgu sammála. Fannst hann líka fyndinn. Er líka sammála þeim sem eru ósammála Einari þótt þeir séu ekkert fyndnir. Aðallega vona ég þó að Barcelona kaupi Skepnuna ef hún þarf endilega að fara því þar á bæ eru allmargir leikmenn sem myndu henta okkur vel, plús slatta af reiðufé náttúrulega. Nú ætla ég hinsvegar að lesa Lallana pistilinn og gleðjast yfir þeim kaupum.

 40. Okkar menn eru ekki ad ihuga sölu a besta fotboltamanni sögunnar. Hef enga tru a tvi og treysti a tad!!

 41. Eitt sem mig langaði að koma inn á varðandi það að missa Suarez.

  Skynsemin segir manni að það sé aldrei gott að missa besta manninn sinn og engin spurning að liðið er alltaf sterkara með hann innanborðs og við vitum það öll að við náum ekki að replaca slíkan leikmann fullkomlega.

  Ég get þó ekki annað en hugsað til Atl.Madrid í þessu samhengi en þeir misstu Falcao í fyrra en engu að síður náðu þeir að blómstra og vinna deildina og þeirra næstbesti maður fram á við hann Costa tók sig til og hífði sig upp á næsta level og varð World Class (kannski var hann þegar orðin það).

  Stjórinn hefur gríðarlega trú á Sturridge og hefur ítrekað sagt að hann hafi allt sem til þarf til þess að verða World Class. Sterling er einn sá mest spennandi sem maður hefur séð, líklegast síðan Gerrard kom fram. Ég væri mikið til í að sjá hann prófa að spila meira sem fremsti maður eða í nokkuð frjálsri stöðu. Lambert mun vonandi geta nýst af bekknum.

  Ef suarez fer þá þurfum við klárlega auka striker en það er engin ávísun að við séum endilega að missa af toppliðunum.

 42. Hressileg grein og gaman þegar menn skrifa svona frá hjartanu. Þarna eru margir beittir punktar sem mikið er til í. Sjálfur á ég fjölskyldu í Katalóníu og ég hugsa að margir Katalónar tækju undir grein Einars og myndu jafnvel vilja bæta í hana fleiri fúkyrðum um hvert félagið stefnir.

  Barca er orðið meira og meira commercial með hverju árinu og í staðinn fyrir að vera tákn um sjálfstæðisbaráttu héraðsins og stolt Katalónans er félagið fyrst og fremst bísniss módel sem einskis svífst.

  Það eru allar líkur á að Suarez hafi spilað sinn síðasta leik fyrir LFC. En það hlýtur að vera líf eftir Suarez og satt að segja vil ég frekar líta til þeirra tækifæra sem 80 m punda sala færir félaginu. Ég mun sakna leikmannsins Suarez en ég held að þetta sé óttalegur kjáni að öðru leyti og til eilífra vandræða. Lífið er spurning um jafnvægi og Suarez er einn af þeim sem rugga bátnum of mikið fyrir minn smekk.

 43. Tómas Héðinn, þetta eru engar nornaveiðar gegn Barcelona. Barcelona er einhver mesti skítaklúbbur sem um getur og það að benda á að hugsanlega geri aðrir klúbbar eitthvað svipað gerir þá ekki betri. Þeir grafa undan leikmönnum annarra félaga með úthugsuðum yfirlýsingum og fráleitri hegðun eins og að troða Fabregas í Barcelona treyju. Innan liðs þeirra eru margir af leiðinlegustu og óheiðarlegustu leikmönnum samtímans (Busquets, Pedro, Dani Alves, Alba, Pinto) og yfirmáta hrokafullir leikmenn (Xavi, Messi o.s.frv.).

  Ég nenni ekki að hlusta á að Xavi og Messi eigi að vera einhverjir toppgaurar, það er ekki þannig og ef þú lest t.d. viðtöl við Xavi þar sem hann talar eins og Barcelona boltinn (þetta ömurlega tiki taka) sé æðra annarri knattspurnu. Það er ekki þannig tiki taka gegn liði sem kann að verjast er drep leiðinlegt og ef Messi er ekki í sínum allra besta gír þá er það beinlínis léleg leikaðferð.

  Svo er ég nokkuð viss um að Quatar sé að gera miklu verri hluti en venjulegur banki, þeir eru með þrælastætt og skeyta engu um líf þeirra eins og virðist raunin í Quatar. Ekki bera saman virðulegar fjármálastofnanir og þriðja heims ríki þar sem framin eru mannréttindabrot oft á dag.

  Ég held að Barcelona verði án vafa hataðasta lið heims ef þeir signa Suarez. Ef þeir borga uppsett verð þá eru þeir að grafa sína eigin gröf.

  Ég er nokkuð viss um að við fáum ekki Sanchez þannig við þurfum að leita annað að góðum vængmanni (setjum Sturridge bara upp á topp). Di Maria væri draumur en kannski raunhæft að skoða unga og efnilega vængmenn annarra liða eins og Insigne.

 44. Ég get ekki sagt að ég sé neitt yfir mig hrifinn af þessum pistli. Bara það að níða niður andstæðingana í orði er að mínu mati óviðeigandi, þó svo andstæðingarnir geri það af miklum krafti. Það er einmitt svona orðræða sem gerir lítið úr þeim sem svo skrifa og ekki hvað síst þeim er af hrífast.

 45. En bara það að birta umdeildan pistil skapar umræðu þar sem menn eru ýmist með eða á móti, það er lítið gaman ef allir eru alltaf sammála. Svo framarlega sem menn færa rök fyrir sínum skoðunum á málefnalegan hátt.

 46. Suarez fer til Barca og dómnum verður svo breytt þannig að gildi bara með landsliðin og hann getur spilað alla aðra leiki. Kæmi mér allavega ekki á óvart.

 47. Stuðningsmenn Liverpool eru upp til hópa orðnir svo fáránlega meðvirkir gagnvart hegðun Suarez að það er hætt að vera fyndið. Tek það fram að ég er langt frá því að vera saklaus í þessum málum.

  Suarez bítur fólk ítrekað, Suarez reynir að komast frá Liverpool ítrekað, Suarez sendir frá sér augljóslega innantómar afsökunarbeiðnir ítrekað.

  Ég get alveg unað við það að vera meðvirkur á meðan hann skorar 30 mörk í deildinni en á hvaða tímapunkti er kominn tími á að sparka honum út og hætta að afsaka þessa fáránlegu hegðun?

  Ég er ekki frá því að við munum sakna snilli hans í einhvern tíma en ég bara nenni ekki að þurfa að vera í vörn gagnvart þessari hegðun mikið lengur.

 48. Ég verð að koma inn á eitt.

  Stjáni #21, Jökull ofl. – Hvar og hvenær hafa Liverpool menn varið Suarez með kjafti og klóm í þessu Chiellini máli? Allavega ekki á kop.is nema þá í mesta lagi 1-2 ummæli í 200 ummæla þráðum.

  Chiellini vondi kallinn? Hvar? Ekki einu sinni í þessari ömurlegu afsökunarbeiðni Suarez eða þegar hann var að spila þetta atvik niður í byrjun var hann málaður sem vondi kallinn í þessu máli. Hvar nákvæmlega hefur sökinni verið komið yfir á fórnarlambið, eða það reynt?

  FIFA voru vissulega gagnrýndir vegna þess hve hart Suarez var dæmdur, en um leið var tekið undir það að hann átti harða refsingu skilið, í rituðu og mæltu máli á þessari síðu, en mönnum (þ.m.t. fórnarlambinu) fannst þetta fullmikið. Held ég fari rétt með þegar ég segi að harðasta refsing í ofbeldismáli sem FIFA hafði gefið fyrir þetta atvik voru 8 landsleikir, þetta er talsvert harðari refsing – og ef menn telja gagnrýni Liverpool stuðningsmanna á það hve harður dómurinn er (má ekki einu sinni vera með á liðsmynd eða æfa með liðinu – en má skipta um lið, skothelt!) vera merki um biturleika þá tel ég að þeir verði að kynna sér merkingu orðsins betur.

  Svo kemur þetta lélega leikrit:

  1) Blöð á Spáni birta sögu um að LS verði að biðjast afsökunar ef þeir ætli að bjóða í hann.

  2) Suarez biðst afsökunar.

  3) Sporting Directors hjá Barca hrósar Suarez.

  4) Glænýr leikmaður Barca finnst að hann verði að tala um Suarez í viðtali sínu við félagið, því hann er nú einu sinni landi hans, já eða ekki.

  5) Echo (ofl) greina frá því að Barca sendi mann til UK í dag til að ræða við LFC.

  Að Liverpool aðdáendur skuli koma út sem “bitrir bjánar” er ofar mínum skilningi. Þeir sem halda úti þessari síðu hafa gagnrýnt Suarez harðlega hér á síðunni, twitter, FB, podköstum ofl. Hvergi hafa þeir varið hann né þeir sem skrifa reglulega inn á þessari síðu (að mér vitandi). Það sem mönnum greinir aðalega á um er hvort að klúbburinn eigi að styðja við bakið á honum í hans stríði við sína innri djöfla eða hvort þeir eigi að gefast upp á honum og selja.

  Að hjálpa mönnum að glíma við sína erfiðleika er á engan hátt blessun yfir þeirra gjörðum. Ekki heldur það að gagnrýna hörðustu refsingu FIFA frá upphafi (í svipuðum málum). Því spyr ég, getur Liverpool og þeirra stuðningsmenn ekki komið vel frá þessu máli nema að hann verði seldur með skömm og að þeir taki þessari refsingu án þess að setja út á hana? Er það í alvöru eini möguleikinn? Eru þeir bitrir bjánar ef þeir viðurkenna að maðurinn hefur hegðað sér fáránlega, eigi skilið sína refsingu en vilja frekar að klúbburinn hjálpi honum í gegnum sína erfiðleika og reyni að haldi sínum langbesta fótboltamanni?

  Að menn skuli ekki geta greint á milli þess að verja menn eða styðja við bakið á þeim er ofar mínum skilningi – ef það eru í alvöru menn þarna úti sem eru þeirrar skoðunar þá verðum við bara að vera sammála um að vera ósammála.

  Og “vafasamar aðgerðir JWH” síðasta sumar. Að standa á sínu og selja ekki LS til Arsenal á 40mp (rétt yfir verði Shaw – þeir eru einmitt í sama verðklassa) þegar orðalag klásúlunar var ekki skýrt? Lögmenn leikmannasamtakanna lásu það yfir og sögðu að orðalagið væri á þann veg að erfitt væri að segja að Liverpool bæri að taka því. Það er ekki á neinn hátt JWH að kenna að það batterí sem er í kringum LS vinni ekki sína vinnu og lesi samninginn yfir áður en hann krotar á hann, og láti þá breyta orðalagi sé það óljóst. Ég gef mér það að þetta séu sömu menn og ráðlögðu honum að koma með söguna um að hann hefði dottið á Chiellini – sem auðvitað getur bara verið hann sjálfur.

  Suarez gerði yfirgengilega heimskulegan hlut, aftur. Þetta er honum að kenna, hann kom sér í þessa aðstöðu, ekki Chiellini, FIFA, Liverpool, enska pressan eða framsóknarflokkurinn. Hann á skilið harða refsingu. Mér fannst refsing FIFA samt sem áður of hörð og vinnubrögð þeirra óvönduð.

  Kv. einn mjög bitur Liverpool stuðningsmaður.

 49. Gaman að heyra að menn séu farnir að tala um “Tiki Taka” sem ömurlegan fótbolta,mér finnst ég muna eftir því að menn hérna inni héldu ekki vatni yfir lýsingum sínum á því hvernig BR ætlaði að ná heimsyfirráðum með Liverpool og Tiki Taka.

 50. Gætum við verið að sjá einhverja hressilega leikmannafléttu á næstu dögum?

  Suarez í Barcelona
  Sanchez í Liverpool
  Falcao í Real Madrid
  Benzema í Liverpool

  Yrðu menn sáttir með eitthvað svoleiðis? Real og Barca enda á því að borga brúsann? Spánverjar eiga alltaf svo mikið af aurum…

 51. Einhver tíman sagði einhver sniðugur þetta: “Einstaklingar geta unnið leiki en lið vinna keppnir/deildir”

  Það er engin leikmaður, starfsmaður eða stuðningsmaður stærri en Liverpool. Það er “við erum Liverpool” heildin/hugarfarið sem gerir Liverpool að þeim frábæra klúbbi/fyrirbæri sem það/við erum.

  Elsku besti Luis Suarez ef þú hefur ekki áhuga á að vera memm okkur í við erum Liverpool gleðinni þá “farðu bara ég þoli ekki svona barnaskóladrama”

  Ef þú hins vegar velur að vera áfram þá veit ég að Liverpool fjölskyldan mun standa við bakið á þér og veita þér þá hjálp sem þú augljósa þarft.

 52. Balotelli orðaður við okkur i slúðrinu, rett vona að það se ekkert til i því.
  ofmetnari leikmann er ekki hægt að finna burtseð fra þvi að hann er töluvert veikari í höfðinu en Suarez .

 53. Eyþór #59: Ég er alveg sammála þér í flestu ef ekki öllu, auðvitað eru þetta skítaviðskipti af hálfu Barcelona, en ég verð að leiðrétta eitt, Ivan Rakitic var spurður útí Suarez á blaðamannafundinum í gær og svaraði þeirri spurningu, hann byrjaði aldrei að tala um Luis og hefði sennilega látið það kjurrt hefði hann ekki verið spurður, en blaðamenn á Spáni eru ekki þekktir fyrir að láta svona fréttir liggja kjurrar og fjalla blaðamannafundir oft um eitthvað allt annað en ástæðuna fyrir því að þeir voru haldnir í fyrsta lagi, maður sá það alveg á Rakitic hvað hann var orðinn þreittur á því að blaðamenn spurðu útí allt nema hann 70% af fundinum, meðal annars hvort hann hefði heyrt eitthvað með framtíð Pedro og Alexis.

  Ég skil vel bæði pirring sem Liverpool menn finna fyrir enda hafa þeir staðið þétt við bakið á sínum manni í gegnum ýmislegt, eina sem ég set spurningarmerki við er að margir svokallaðir stuðningsmenn Barcelona snúa bakinu við klúbbnum þegar stjórnin og síðustu tveir forsetar hans hafa snúið baki við öllu sem hann átti að standa fyrir, en forsetar og stjórnir koma og fara og eru aldrei stærri en klúbburinn, næsti forseti á allavega virkilega stórt verkefni fyrir höndum til að bæta ímynd klúbbsin (Gæti orðið erfitt) og unnið til baka traust stuðningsmanna félagsins sem er og hafa lengi verið mjög reiðir yfir stjórnum Barca.

 54. Ég elska Suarez, en mér finnst hann allavega skulda LIVERPOOL eitt tímabil í CL. LIVERPOOL er búið að styðja við bakið á honum í gegnum súrt og sætt, og ég bara trúi því ekki að hann fari núna.

  Nýbúin að endurnýja samninginn við okkur. Fari barca til fjandans, ef við seljum þá ætti það að vera fyrir 80 mill punda plús Sanchez. Svona leikmaður eins og SUAREZ finnum við bara once in a blue moon.

  HALDA HONUM OG STYRKJA HÓPINN ! !

 55. Suarez er að fara til Barcelona, það er ekkert flóknara en það og við verðum bara að sætta okkur við það. Nýta þá peninga vel í leikmannakaup og þá erum við í góðum málum.

 56. Held það sé nokkuð ljóst að Suarez heftur alltaf litið á það sem stökk uppávið að fara til Barcelona eða Real, hann hefur stefnt að því nánast síðan hann kom til Liverpool. Aðferðir Barcelona breyta þar litlu um.

  Ég sem Liverpool aðdáandi sætti mig við það að klúbbar eins og Barcelona og Real hafa þetta aðdráttaralf, stórborgir, sögufrægir klúbbar sem borga há laun og eru lið mönnuð heimsklassa leikmönnum. Lið sem keppa um alla titla sem í boði eru. Alltaf.

  Við höfum misst marga góða menn til Real á undanförnum árum. Mér hefur fundist mestu afrek Liverpool á leikmannamarkaðinum að halda mönnum eins og Gerrard og Suarez. Það eitt að halda Suarez í fyrra kom okkur ekki bara í Meistaradeildinna heldur í toppbaráttu út tímabilið.

  Ég vil halda í Suarez eins lengi og hægt er, því betur mannað sem Liverpool er því líklegri erum við til afreka. Ég er ekki mikið að svekkja mig á bitum Suarez eða leikbönnum, fannst sárt hann vildi yfirgefa Liverpool fyrir Arsenal en ég gleymi þessu öllu þegar ég sé hann spila fyrir Liverpool.

  Auðvitað reyna Barcelona allt sem þeir geta til að lokka og klófesta Suarez, hann er á topp 5 yfir bestu menn í heimi. Ég er bara hissa að samkeppnin er ekki meiri.

  Áfram Liverpool !!!

 57. Þetta mál er bara alveg eins og í fyrra með Real og Arsenal. Suarez vill fara og við viljum helst ekki selja og alls ekki fyrir eitthvað útsöluverð.

  Ég var á því í fyrra að við ættum að selja fyrst að Suarez vildi fara en miðað við spilamennsku hans í vetur væri það út í hött. Hann augljóslega getur sett hausinn í að spila fyrir Liverpool jafnvel þótt hann hafi verið að reyna að fara og við meinað honum það.

  Þar með vona ég að hann verði ekki seldur, hvort sem það væri fyrir 100 eða 200 millur þar sem það mun alltaf veikja liðið og ég væri til í Sanchez og fleiri en ekki í skiptum fyrir besta striker heims!

 58. Ég hef alltaf verið klár á því að Suarez myndi yfirgefa Liverpool á eitthverjum tímapúnkti á sínum ferli.
  Menn frá þessum löndum dreyma allir um að spila fyrir Barca eða Madrid. þarna eru þeir í umhverfi og með tungumál sem er líkara þeirra lífstíl.

  Í fyrra sögðu menn að Suarez skuldaði okkur 1 ár til viðbótar og hjálpa okkur að komast í CL. núna hefur hann gert það og þá segja menn að hann skuldi Liverpool allavega 1 ár í Cl.

  Hvenar hættir hann að skulda Liverpool eitthvað? eða gerir hann það yfir höfuð???

  Það er alveg klárt að hann sé á förum, Það eina sem gæti komið í veg fyrir það er að Barcelona og Liverpool nái ekki samkomulagi.
  Og þar er ég hræddur að okkar menn nái að klúðra því, en samt um leið treysti ég þessum eigendum til þess að standa harðir á sínu.

  áðan skrifaði einhver um setupið á liðinu það er nkl það sem skiptir öllu.

  C.Ronaldo fór frá Manutd.
  Falcao fer frá A.Madrid

  Það eru alltaf stór nöfn að fara frá félögum til annara liða. Það er ekkert nýtt að gerast.

  Torres/Gerrard og svo Gerrard/Suarez.
  voru menn ekki brjálaðir þegar Torres fór var ekki allt búið bara? M.Owen fór McManaman og I.Rush það er hægt að telja svo marga upp.

  Jájá Suarez er bestur í heiminum og það er ekki hægt að fylla hans stöðu.
  En Liverpool er líka að berjast við of þunnan hóp og ef við fáum 2-3 sterk nöfn inn fyrir hann þá er það líka styrkur.

  Svo er spurning er Suarez svona frábær útaf kerfinu sem Liverpool spilar eða er Liverpool svona frábært útaf honum? Liverpool spilaði 5 fyrstu leiki sína ánn hans á síðasta tímabili fjöldi tapa voru 0. sigrar voru 4.

  Ég er ekki að segja að Suarez skipti þetta félag engu máli, En hann er svo langt frá því að vera endalok fyrir það.

  Það getur vel verið að það komi smá bakslag á næsta tímabili en það verður líka breyting á hópnum og Gerrard tíminn er að líða undir lok og yngri menn að koma framm.

  Ég hef allavega engar brjálaðar áhyggjur ef hann fer í sumar. hann mun fara á endanum það er skrifað í skýin.
  En setupið á liðinu er það sem mun skila því árangri á endanum ekki Suarez eða annar leikmaður.

 59. Er nokkud viss um ad Standard Chartered voru dæmdir eda eru a leid fyrir dóm fyrir stórfellt peningatvætti m.a fyrir glæpa og hrydjuverkasamtök. Fyrir utan tad hafa risabankar aldrei verid eitthvad venjulegir eda samfélagslega “gódir” heldur tvert a moti. Fyrir utan tad. Ynwa!

 60. Hæ, ég er með spurningu.

  Ég er Chelsea maður og er að mínu mati mjög málefnalegur náungi sem er heiðarlegur og lít yfirleitt á báðar hliðar a hverju máli. En mín spurning er: Megum við hinir vera með í umræðunni þó svo að við styðjum ekki Liverpool eða er þetta bara síða fyrir stuðningsmenn Liverpool?

  Með bestu kveðjum Guðfinnur

 61. Sturridge skoraði fleiri “sigurmörk” á tímabilinu, Suarez vissulega raðaði inn mörkum en hann átti færri krúsjal mörk en Sturridge.

  Liðinu gekk líka ekkert sérstaklega ílla án hans í upphafi tímabils, við erum ekki eins og Tottenham sem var bara Bale út og í gegn. Enginn er ómissandi.

 62. Guðfinnur 71

  Eg held að þer se velkomið að vera með i umræðunni serstaklega ef þu ert malefnalegur og skemmtilegur 🙂

 63. Guðfinnur menn hljóta að þola það að heyra aðrar hliðar á málefnum Liverpool.
  Og sérstaklega ef þú ert málefnalegur þá ættu menn bara að bjóða þig velkominn!

 64. Ef Liverpool selur þa verð eg fyrir vonb3igðum. Kallinn buinn ad bidjast afsokunar. Sennilega einhver sem hefur oskrað hressilega a hann ad gera þad. Nu vill madur sja Fifa minnka bannid og Liverpooo vinna titilinn. Þarf liðið samt ekki að treysta vornina?

 65. Guillem Balague ?@GuillemBalague 11m
  Message from the FCB camp is that negotiations for Suárez are advanced and going well. Alexis has other offers on the table he’s considering

  Guillem Balague ?@GuillemBalague 7m
  More
  I heard Arsenal have a personal agreement with Alexis but offer less to FCB than Liverpool. Juve also interested.

  Guillem Balague ?@GuillemBalague 2m
  More
  Suarez: When a side says its advanced it means agreement in place. LFC might want 2 keep it quiet 2 close other deals but seems pretty close

 66. Takk fyrir þetta Einar Örn! Þú ættir að skrifa oftar svona pistla, alltaf jafn hrikalega góðir.

 67. Ef við ætlum að eiga möguleika á að vinna deildina eða meistaradeildina þurfum við Suarez. Lið sem eru að keppa um topp sætin þurfa stjörnuleikmann og hann er sá eini í liverpool sem kemst í þann flokk. Hann er leikmaður sem getur breytt meðalliði í frábært lið. Við eigum að keppa um fyrsta sæti alltaf, ekkert uppbyggingar blabla lengur.

  Að selja Suarez er skref til baka hvernig sem á það er litið.
  Ef hann fer er búið að draga tennurnar úr sóknarþunga Liverpool.

 68. Sammála #82 Suarez er maðurinn sem hefur þetta edge yfir aðra. Fyrir City á síðasta ári var það Yaja og Chelsea var það Hazard.
  Hvaða leikmaður gæti tekið við keflinu. Sturidge gæti sprungið út og skorað yfir 28 mörk í deildinni….ef hann helst heill. Sanches er góður en hann er ekki Suarez.

  Aftur á móti er mikilvægt að selja Suarez núna. Við þurfum breiðari hóp til að takast á við CL. Svo kemur í ljós hvort einhver af ungu leikmönnunum verði okkar Suarez í framtíðinni. Kannski verður Sterling orðinn heimsklassa eftir 2-3 ár og sá leikmaður sem við þurfum til að klára deildina.

  En nú er það uppbygging og stækka hópinn.

 69. Sanchez buinn að segja að hann vilji ekki koma til okkar, heldur vilji hann fara til arsenal 🙁
  mér sýnist allt stefna i miðlungs tímabil hja okkur, og suarez á leið burt :O

 70. Eitt skil ég ekki… Suarez náði að sanna sig á Englandi með Liverpool en hann er bara búin að skilja eftir sig einstaklingsverðlaun og 1 deildarbikar. Ef ég væri hann myndi ég vilja skilja eftir mig alvöru bikara eins og Ronaldo gerði og sérstaklega þann stóra áður en ég færi í Barcelona.

  Sérstaklega í ljósi þess að Liverpool var svo grátlega nálægt því í ár þá hlyti það að vera meira motivation. En það eru ekki allir toppíþróttamenn með sama hugarfar en ég myndi allavega sjá það sem meiria áskorun að vinna deildina með liverpool sama hvað áður en ég færi!

 71. Suarez er að fara til Barcelona þar sem fjölskylda konunar hans býr. Þau hafa alltaf viljað vera þar.

 72. Og hópurinn styrkist, bara jákvætt

  We are delighted to announce that Emre Can is officially an ?#?LFC? player after completing his move from Bayer Leverkusen,

  Emre Can: “I am proud to be part of the family and I will give it my best. I believe #LFC can be on a similar level to Bayern Munich next season. I see myself as a central midfielder but I can also play a variety of positions” ?#?LFCCan?

 73. já þvílík styrking,,,það var talað um hann sem veika hlekkinn i liði leverkusen á seinasta tímabili

 74. Hmm Suarez má æfa með Liverpool í banninu, skrýtið að þetta komi um leið og Barca eru komnir í málið?

Lallana kominn til Liverpool (staðfest)

Emre Can mættur