Suarez segir sorrý

Það eru sjö dagar síðan Luis Suarez beit Giorgio Chiellini, fimm dagar síðan hann var dæmdur í leikbann sem fokkar áætlunum Liverpool fyrir næsta tímabil upp á stóran hátt og þrír dagar síðan hann var fjarlægður með herlögreglufylgd frá HM í Brasilíu og fluttur nauðugur heim til Úrúgvæ með næsta flugi.

Það tók hann allan þennan tíma að gera það sem átti augljóslega að gerast kortéri eftir leik. Í dag bað hann Chiellini loksins afsökunar:

Chiellini og „knattspyrnufjölskylduna“, hvað sem það nú þýðir.

Chiellini var ekki lengi að sýna okkur hvers lags herramaður hann er og þáði afsökunarbeiðni Luis. Um leið sagðist hann vona að bannið yrði stytt enda hefur hann áður tjáð þá skoðun sína (og flestra) að Suarez hafi fengið of harða refsingu:

Málinu ætti því að vera lokið þeirra á milli. Suarez þarf núna bara að afplána bannið og mæta ferskur í leik gegn Newcastle í byrjun nóvember. Ekki satt?

Mmmmm … ekki alveg. Eftir situr spurningin, hvers vegna tók það svona langan tíma að biðjast afsökunar? Svarið er nokkuð fyrirsjáanlegt: Luis er að reyna að koma í gegn félagaskiptum til Barcelona í sumar.

Hvernig veit ég það? Með því að leggja saman einn plús einn. Í morgun birtu flestir spænsku miðlarnir tíst og fréttir þess efnis að Barcelona vildu að Suarez gerði hreint fyrir sínum dyrum og bæðist afsökunar ef af kaupum á honum ætti að verða.

Það var því ekki laust við að maður ranghvolfdi augunum þegar afsökunarbeiðnin kom sama dag. Eins og fréttin sem ég vísa í hér að ofan staðfestir svo vissu forráðamenn Liverpool nákvæmlega ekkert um málið í dag, né úrúgvæska knattspyrnusambandið. Hér var Luis Suarez einn að verki, sennilega ásamt fjölskyldu sinni og umboðsmanni:

“Liverpool had no involvement in the apology, and no prior warning it was coming. It is understood Suarez also acted independently of AUF [Uruguay]. It would appear that Suarez and his agent Pere Guardiola were the driving force behind it with a move to Barcelona their primary target this summer.”

Andvarp.

Ég skrifaði harðorðan pistil um Suarez í fyrrasumar og ég stend enn við hvert orð. Auðvitað hefur hann spilað stórkostlega knattspyrnu frá því að hann sneri úr því banni og glatt okkur mikið, en það breytir því ekki að traust mitt á því að hann myndi ekki senda Liverpool aftur í aðra sápuóperu við fyrsta tækifæri hefur ekkert aukist.

Það hefur nú komið á daginn. Í ár er það ekki Real heldur Barcelona, aftur hefur hann bitið leikmann og neyðir Liverpool því til að annað hvort hefja leiktímabilið án hans eða selja hann á lægra verði en ella í sumar.

Ég er orðinn svo þreyttur á þessu að það nær ekki nokkurri átt. Ef um einhvern annan en einn þriggja bestu knattspyrnumanna heims væri að ræða væri þetta ekki neitt sem þyrfti að skoða. Haldið þið að Jon Flanagan hefði komist upp með þetta og væri enn í leikmannahópi Liverpool? Eða Jose Enrique? Brad Jones? Joe Allen?

En Luis er Luis og hann er magnaður knattspyrnumaður. Við vitum að hann er týpan sem hugsar bara um sjálfan sig og skortir andlega getu til að sleppa því að bíta andstæðinga reglulega og við vitum að í hvert einasta skipti sem hann flýgur yfir til Úrúgvæ fer hann að hlusta á misgáfulegar raddir sem ráðleggja honum hitt og þetta sem flýgur nær alltaf drulluskítugt í andlitið á Liverpool-mönnum okkar megin hafsins.

Stóra spurningin í þessu er bara hvað FSG og Brendan Rodgers eru að hugsa. Eru þeir til í að þrífa drulluna úr andlitinu einu sinni enn og reyna að gera gott úr þessu, einu sinni enn, án nokkurrar fullvissu um að þetta verði síðasta sápuóperan? Er það þess virði af því að um heimsklassaleikmann er að ræða?

Eða er kannski kominn tími á að fá besta verð og góða leikmenn í staðinn, og segja svo skilið við þessa drulluköku með öllu?

Ég veit ekkert hvað ég á að halda. Ég er orðinn endalaust þreyttur á Suarez og ef hann yrði seldur á morgun yrði ég að stórum hluta feginn. En svo man maður hversu ótrúlegur og mikilvægur hann er fyrir leik liðsins og þá panikkar maður við tilhugsunina um að spila heila leiktíð án hans.

Þessu lýkur samt einhvern tímann. Í sumar, eða á næsta ári, eða þarnæsta. Og þá verð ég feginn. Og sorgmæddur. En samt líka feginn.

Skiljið þið hvað ég meina?

51 Comments

  1. Nýtt sumar, sama sagan, sápuóperan heldur áfram. Luis fer væntanlega í sumar, ég meina Balbi fjölskyldan býr þar og hann vil vera nálagt henni. Reynum að vera sniðugir og fá leikmenn frá Barca og pening og láta þá borga allt í einni greiðslu. Ekki gera sömu mistök og Arsenal með Fabregas, Hleb og fleiri þar sem Barca skuldar þeim ennþá fyrir þá.

  2. Svo gæti vel verið að hann hafið ákveðið að biðjast afsökunnar því að þá er líklegra að áfrýjun hans yrði tekin til greina og bannið stytt/eða fengji þá allavega að æfa og mæta á völlinn.

    þetta er ekki eins djúsí og samsæriskenninginn ykkar/independent um Barcelona. en ég er heldur ekki að reyna selja blöð eða fá heimsóknir á heimasíðuna mína.

  3. Hahaha, hversu reiður ætli forseti Úrugvæ sé samt núna? Búinn að verja sinn mann og afneita þessu biti og avo kemur þetta frá “hans” manni. 🙂

    Pínu Suarez í hnotskurn…

  4. Bölvað væl er þetta úti Suarez. Hann er okkar lang lang besti maður. Enginn einn leikmaður í heiminum getur leyst hann af og ekki heldur einhverjar milljónir.

    Vaknið kæru félagar!

    Þetta bit var skráma en okkur er sagt að bíta ekki og þess vegna er þessi hegðun verra en fótbrot, pungspark eða bara allt…eða hvað?
    FIFA hefur farið algjörru offari gegn honum ég trúi ekki að okkur stuðningsmenn vilji/þori ekki að hafa besta(knattspyrnugeta + sigurvilji) leikmann heims í lið sínu er ekki allt í lagi með ykkur?

  5. gerði hann ekki 5 ára samning í vetur ? ef að samsæriskenningarnar eru réttar þá á hann að fá að æfa með varaliðinu næstu 5 ár og aldrei spila með liverpool aftur.

  6. Vel mælt Kristján Atli! Hérna megin: Suarez …………. ógleði! Fifa……….. ógleði. Enska pressan……….. ógleði! Heilt yfir vil ég losna við kallinn, Liverpool FC á ekki að þurfa standa í svona vitleysu ár eftir ár! Punktur!

  7. Mér dettur oft í hug hot/crazy hlutfallið sem Barny Stinson notar og er útskýrt í The Bro Code. Skv. reglunni má þá á örlítið staðfærðri reglu, Suarez okkar vera eins klikkaður og honum sýnist, ef hann er jafn góður eða betri í fótbolta, svo lengi sem hlutfalli er hærra en 1.
    Hingað til hefur hann Sússi okkar dansað á línunni, en ég er ansi hræddur um að hann sé kominn undir hana svo um munar.

    Erum við að nenna þessu mikið lengur? Hvað þá eigendurnir?

  8. mer finnst eins og eg sagði i þræðinum fyrir neðan allt benda til að suarez se a förum, mjog skrýtið að engin fra Liverpool hafi lýst yfir stuðningi við hann sem dæmi..

    nu er bara að vona að okkar menn lati hann frekar rotna i varaliðinu en að selja hann a afslætti..

    eg vil 80 milljónir punda lágmark .

    væri meira en til i að fa Sanches eða Pedro uppí kaupin eða jafnvel báða.

    það var alltaf ljóst að þessi drengur yrði ekki hja okkur ut ferillinn sinn, eg held að það se bara komin tími a að leyfa honum að fara.. það kemur alltaf maður i manns stað.

    ekki misskilja mig þvi eg elska þennan dreng en að hafa hann jafnvel óánægðan i banni 25 prósent af timabilinu og eiga Hvenær sem er von a að hann bíti aftur þa held eg bara að það se komin timi a að sleppa honum EN BARA FYRIR TOPP PRÍS 🙂

  9. Til að rýna sem betur í yfirlýsingu hans þá get ég ekki séð að hann játi það að hafa bitið. Hann biðst afsökunar á árekstri sem varð þess valdandi að Chiellini var bitinn…

    Skil nákvæmlega hvað KAR á við í lokaorðum sínum…. :/

  10. Ég er komin með nóg – Suarez má gjarnan fara mín vegna ef við fáum fullt verð fyrir hann.

    Lítum yfir síðustu 12-14 mánuði í lífi Liverpool og Suarez:
    Hann reynir eins og hann getur að komast frá Liverpool síðasta sumar.
    Byrjar tímabilið í banni.
    Skrifar undir nýjan langtímasamning við félagið.
    Gefur til kynna að hann vilji og ætli að spila með Liverpool á næsta tímabil.
    Nú er hann kominn aftur í bann og margt bendir til þess að hann vilji fara í annað félag.

    Er ég eigingjörn eða hefði ekki verið fallegt að Suarez að kasta nafni Liverpool inn í þessa afsökunarbeiðni? Það að Liverpool viti ekkert um þessa afsökunarbeiðni og að hann minnist ekkert á félagið sem hann má ekki spila með fyrr en í lok október/byrjun nóvember – finnst mér gefa til kynna að það sé honum ekki ofarlega í huga að snúa aftur á Anfield.

    Adios Suarez, it has been an adventure!

  11. Einfalt : ég skil Kristján mjög vel og tek undir hvert einasta orð sem hann skrifar hér.

  12. Ég verð bara að segja að mér finnst annsi margir Liverpool menn setja Suarez á hærri hest en liðið sjálft. Það er enginn maður stærri en liðið alveg sama hvort hann heitir Suarez, ronaldo eða Messi. Öll lið missa sinn besta (á þeim tíma) mann á einhverjum tíma punkti og lifa ágætlega eftir það.
    Liverpool FC mun lifa það af að Suarez fari.
    Liverpool FC mun halda áfram að rísa þó svo að Suarez fari.
    Liverpool FC er stærra en Suarez.

    Ronaldo einn af bestu leikmönnum heims.. í hvaða sæti lenti liðið hans í sinni deild?
    Messi einn af bestu leikmönnum heims.. í hvaða sæti lenti liðið hans í sinni deild?

    Framtíðin hjá Liverpool FC er björt alveg sama hvort Suarez verði einn af mörgum leikmönnum þess eða ekki.

    Hættið þessu helv. svartsýnis rausi og drulla yfir aðra Liverpool aðdáendur sem er orðið alveg sama þó svo Suarez fari.

  13. Öll spilin eru í okkar höndum með þennan 5 ára samning, sjáum hvað gerist, ef við seljum þá fáum við 80-100m ef hann verður ekki seldur þá er það enþá betra. Vill helst að hann taki annað tímabil eins og í fyrra í rauðu treyjunni því skemmtanagildið frá þessum leikmanni er ómetanlegt.

  14. Ég er kominn með drullu leið á persónunni Suarez, elska samt knattspyrnumanninn Suarez, hafandi sagt það leiðist mér meira núna og væri alveg til í að sjá 80 mills + sölu helst vildi ég fá Sanchez uppí og kaupa svo einhvern ungan graðan og virkilega spennandi framherja og í mínum viltustu draumum keyptum við Shaqiri líka.

    BLESS BLESS SUAREZ, ÞETTA VAR FRÁBÆRT Á MEÐAN ÞETTA ENTIST EN ÉG ER BARA KOMINN MEÐ UPPÍ KOK AF F!”#ING BULLINU Í ÞÉR.

  15. ég er fyrst og fremst sorgmæddur og leiður. Eftir allt hið frábæra og góða sem við upplifðum á síðasta tímabili þá finnst mér ömurlegt hvernig málin með Suarez hafa þróast. Keypti nýja Liverpool-treyju á son minn undir lok síðasta tímabils. Giskið á hvaða númer og nafn hann valdi aftan á treyjuna.

    Því miður þá er Kristján Atli að lesa rétt í spilin.

  16. Sælir félagar

    Eruð þið orðnir leiðir á Suarez. Hvað er að ykkur eiginlega. Ég verð aldrei leiður á þessum manni. Hann er eins og einhver sagði “náttúruafl”. Það ræður engin við náttúruöflin – þau fara sínu fram. Þess vegna er það tóm steypa að vera reiður við Suarez, fara í fýlu út í hann eða skammast út í hann. Maður rífst ekki út í veðrið eða flóð og fjöru enda þjónar það nákvæmlega engum tilgangi.

    Það er samt ef til vill betra fyrir félagið að hann fari. Ef það fæst rétt verð fyrir hann og maður eins og Alexis Sánches í dílnum þá erum við í býsna góðum málum. Þessi Alexis er nefnilega líka náttúruafl og á eftir að verða ævintýralega góður fótboltamaður og er hann þó ærið góður fyrir. 80 kúlur og Alexis er díll sem ég væri til í.

    Það er nú þannig

    YNWA

  17. Leikmaðurinn LS er frábær og getur gert ótrúlega hluti. Persónan LS virðist hins vegar vera skíthæll sem gerir ótrúlega hluti ef hann hagnast á því með einhverju móti. Hann nýtur enn ótrúlegs stuðnings margra fylgismanna Liverpool en hann verðskuldar ekki Liverpool FC. Hann bað í dag “fótboltafjölskylduna” afsökunar, hvað sem það þýðir. En hvernig væri að biðja Liverpool FC og Liverpool fjölskylduna afsökunar. Nei það gerir hann ekki þar sem hann græðir ekkert á því. Hann vill til Barca og þegar þeir segja “Hoppaðu” gerir hann það því það er honum í hag. Farðu Luis, þú verðskuldar ekki LFC og það sem meira er, Liverpool verðskuldar þig ekki heldur því við eigum svo miklu betra skilið. Þín verður ekki saknað.

  18. Ég skal hundur heita ef FIFA kemst upp með þetta fáranlega bann! Lagalega nær það ekki nokkurri átt!! BR tekur svo aftur í hnakkadrambið á Suarez og hristir ærlega… og málið dautt. Hann er ekkert að fara og getur bara hunskast til að virða gerða samninga. En auðvitað ef það er kaupklásúla í samningingum sem hægt er að virkja með einhverju súpertilboði þá er ekkert við því að gera ef það gerist!!

    Á samt hrikalega erfitt með að trúa því fyrr en skellur almennilega í tönnum (-_-) að Suarez sé svo arfavitlaus að láta leiða sig út í enn einn mýrardrullusölusirkusinn. Svona miðað við allar yfirlýsingarnar í vetur um hvar hjartað slær!!

    YNWA

  19. Maðurinn gerði 5 ára samnign, segist vera ánægður hjá Liverpool og að fjölskyldu sinni líði vel í borginni, vill spila í Maeistara deildinni, færa 200 þús pund í laun á viku…. Og nú er samningur klár hjá Barasa upp á 160 þús pund á viku…. Við birjuðum án hans á síðustu leik tíð og verðum ána hanns stóran hluta af næstu leiktíð. Maðurinn hefur ekki bein í nefinu til að koma hreint fram og biðja um sölu, heldur þarf hann að setja allt á annan endan eina ferðina enn, það er algjört bull að þurfa vera eiða orku í svona lagað…. Seljum hann til Barcs ef þeir eru tilbúnir að borga 80 millur +, annars bara láta hann virða samningin sinn og ef hann er eitthvað full yfir því þá bara í varaliðið með hann…

    Áfram LIVERPOOL… YNWA…

  20. Bara til að blanda mér í málin hans Suarez: þið eigið í höggi við mann sem er jafn geggjað góður í fótbolta og hann er klikkaður. Ég myndi persónulega elska að hafa svona mann í liðinu mínu, en það segir kannski meira um mig en annað.

    Þið fáið aldrei 80 millur fyrir mann sem byrjar hvert leiktímabil í banni útaf geðveiki. Ég gæti trúað að miðað við “moneyball” regluna að 65 millur væri nóg. En að sama skapi held ég að liverpool ætti að reyna við 25 millur cash, Sanches og Pedro díl.

    Alveg eins og það var öruggt að við myndum missa Ronaldo, þá er það öruggt að Liverpool á ekkert í aðdráttarafl Barcelona. Bara svona ef þið pælið í því sjálfir og berið borgirnar saman; maturinn, veðrið, stelpurnar, liðið.

    En ég man líka hvað það getur verið ömurlegt að missa svona snilling úr sínum röðum, en hann er bara eins og Cantona: jafn geðveikur í hausnum eins og í fótbolta.

  21. Einu sinni beit Suarez Ivanovic. Hann fór í bann. Stuðningsmenn Liverpool vildu margir hverjir fá hann frá félaginu – þeir voru alveg gjörsamlega búnir að fá nóg af þessum leikmanni og töluðu ekki um annað. Eitt stærsta fótboltafélag í heimi var á eftir honum, Real Madrid, sem voru góð tíðindi fyrir þessa fyrrnefndu stuðningsmenn. Þegar Suarez var búinn að afplána bannið skoraði hann mörk í regnbogans litum,varð markakóngur,lagði upp dassa, besti leikmaður úrvalsdeildarinnar og ekki síst lyfti öllu liðinu á allt annað stig en Liverpool hefur verið á í mörg ár. Hann sýndi öllum heiminum að hann er winner og hann gerir aðra í kringum sig að winnerum. Hann sýndi öllum að hann myndi gera hvaða lið sem er að betra liði. Ekki einn einasti stuðningsmaður vildi fá hann frá félaginu. Bitið var bara of lítill biti miðað við þá risaköku sem Suarez hafði upp á að bjóða – það var öllum ljóst.

    Einu sinni beit Suarez Chiellini. Hann fór í bann. Stuðningsmenn Liverpool vildu margir hverjir fá hann frá félaginu – þeir voru alveg gjörsamlega búnir að fá nóg af þessum leikmanni og töluðu ekki um annað. Eitt stærsta fótboltafélag í heimi var á eftir honum, Barcelona, sem voru góð tíðindi fyrir þessa fyrrnefndu stuðningsmenn. Þegar Suarez var búinn að afplána bannið….. ég veit ekki hvernig þessi saga endar en ég bið þig góði Guð: Leyfðu syni þínum Suarez að spila með Liverpool!

  22. Hvaða drama er í gangi hérna. Auðvitað viljum við halda Suarez, ekki nokkur spurning. Þetta er maðurinn sem stuðningsmenn annara liða elska að hata, þetta er maðurinn sem hver einasti varnarmaður í deildinni hræðist, þetta er einfaldlega besti maðurinn í ensku deildinni og menn vilja losna við hann því hann er stundum í banni og bítur fólk við og við.

    Ætli hann sé nokkuð meira frá en Agger td. Hvar var Enrique allt síðasta ár, Lucas missti út fleiri mánuði og hefur enn ekki náð sér á strik osfr Ef að Luiz getur spilað á fullum krafti hjá okkur 75% af leikjunum þá er það 100% þess virði og ég myndi ekki skipta á því og nokkru öðru.

    Og svo þegar hann fer frá okkur, ætla ég að vona að hann fái ekki Torres meðferðina. Hættið að vera bitrir út í leikmenn sem fara frá okkur, það er ástæða fyrir því að menn fara og við ættum því frekar að líta í eiginn barm.

  23. Myndi helst vilja halda honum í Liverpool liðinu en ef það kemur ásættanlegt tilboð frá Barselóna og við fáum mann í staðinn þá er það líka í góðu 🙂

  24. Æjji eigum við ekki bara allir að róa okkur , Liverpool eru aldrei að fara að fá eins góðann frammherja og Luis Suarez sama hvað magn af pappír við fáum fyrir hann. Þessi maður þarf bara á eithveri andlegri hjálp að halda, hann er maðurinn sem á eftir að hjálpa okkur að vinna titla og með hann í liðinu þá getur Liverpool orðið stærra aðdráttarafl heldur en Barcelona og hann er alveg jafn mikilvægur núna og hann var áður en hann nartaði í eithvern ítala! Ef hann vill frekar skora fullt af mörkum fyrir Barcelona þá verðum við bara að sætta okkur við það , en ef hann vill halda áframm að skora fullt af mörkum fyrir okkur þá FKN LEYFUM VIÐ HONUM ÞAÐ!!!!!

    Áframm Liverpool fuck you fifa
    Luis Suarez YNWA

  25. Hvað er svona spennandi við að fá Alexis Sánches? Hann lætur sig detta við minnstu snertingu og er alltaf að kvarta í dómaranum. Nei takk. Frekar vil ég hafa Suarez áfram og vona að hann sé endalega búinn að læra af þessum mistökum.

  26. Hvaða hvaða, í raun er mér alveg sama um þetta. Við erum með fullt af leikmönnum til að fylla hans skarð og svo kemur hann inn með pompi og prakt.
    Þetta verður magnað tímabil!

  27. Djöfull finnst mér þetta allt verða skrítnara og skrítnara með hverjum deginum sem líður.

    Afhverju heyrist ekki píp frá neinum um neitt. Reglan segir að ef Barcelona ætlar sér að kaupa leikmann þá gala þeir alltaf eins og hanar til að þvinga klúbba til að selja en það kemur ekkert “official” frá þeim.
    Það er algert lykilatriði til þess að fá besta verðið að segja að einhver sé ekki til sölu en LFC virðast bara hafa lokað skrifstofunni og opnað lítið útibú hjá félagi málleysingja.

    Ég veit að glugginn var að opna en það hefur engu breytt hingað til, við erum búnir að kaupa tvo leikmenn þó þeir hafi ekki látið mynda sig með trefilinn ennþá.

    Úrúgvæ sagðist ætla að áfrýja, heyrist ekki píp núna hvorki frá þeim né FIFA.

    Suarez hefur samt sem áður ákveðið að nýta tíman í að blogga og tísta, hann verður að fá að eiga það.

    Ég heimta svör!!!!!!!

  28. EKKI SELJA SUAREZ!

    Maðurinn biðst afsökunar og menn missa sig í samsæriskenninngum.

    Auðvitað er spennandi að fara til Barca eða Madrid. Málið er bara að það er í höndum forráðamanna Liverpool hvort það gerist.

    Vona svo innilega að eigendur Liverpool séu ekki að búa til leikrit til að geta réttlætt sölu á leikmanninum.

    EKKI SELJA SUAREZ!

    Áfram Liverpool!

  29. Ég ætla að trúa því að þessi “afsökunarbeiðni” sé til þess fallin að ryðja vegin fyrir áfríuninni og að Suarez verði áfram hjá Liverpool næsta vetur. Ég ætla að halda mig við það að hann verði hér þar til ég sé official yfirlýsingu um annað og hundsa allt slúður og “fréttir” sem segja annað.

  30. Sæl og blessuð.

    Já, nafni er náttúruafl en hvorki illmenni né sjúklingur (góð ummæli í kommentakerfi á fyrri slóð um þá áráttu að kalla þá sjúka sem gera stór mistök). Náttúran er fallegust þegar hún er óbeisluð en þá er hún líka hættuleg og ófyrirsjáanleg. Við eigum ekki að láta okkur detta það í hug að selja þessa auðlind, hvorki úr landi né hreppi. Nafni á heima í Liverpool og hann á að sýna það og staðfesta hversu mikil sál er í þessu félagi. Slík dýpt er á kúltúrnum í okkar liði að við sjáum lengra en aðrir og hugsum fleiri skref fram í tímann. Nafni er okkar maður, á okkar samningi og mun halda áfram að skora mörk, breyta leikjum og aftur munum við heyja úrslitarimmu um sjálfan titilinn. Þá finnum við hversu djúpt er á reynslunni og hve fast hjartað rauða mun slá.

    Við getum gleymt því að ná stórgóðum árangri án nafna. Stórstjörnurnar sitja í þröng í innkaupakerrum hinna stórliðanna. Næsta tímabil verður erfitt með rauðu skrattana í allt annarri stöðu en forðum og púðrið í vopnabúri arsenal mun vafalítið haldast þurrt ólíkt því sem var í fyrra. Miðbæjarstrumparnir fölbláu verða skæðir sem fyrr og ræðum þá ekki Stafnfurðubrúargengið, úff.

    Ekki mætum við til leiks með einhverja hálfdrættinga í þá rimmu. Liðnir eru dagar Downings og Carrols. Nú þarf eitthvað ennþá stærra og hættulegra og enginn toppar nafna í þeim efnum – a.m.k. eru þeir teljandi á tveimur fingrum annarrar handar.

    Hef þar að auki áhyggjur af því að enskir gefist upp á slettirekunni Hodgson og fari að bjóða Þrándi okkar Hreggviðssyni þjálfarastöðuna. Illa litist mér á þann díl. Án nafna og án hins sigursæla þjálfara endum við sem hið nýja Tottenhamlið: Ofmetnir og oflaunaðir málaliðar án hryggjarsúlu og sálar, lafandi í efri hlutanum í dáðleysi, sjálfum sér og stuðningsmönnum til ævarandi háðungar og skammar.

    Má ég þá frekar biðja um forsíður á slúðurblöðum í nokkra mánuði áður en nafni vor sparkar sér inn virðingu að nýju og við höldum upp á áramótin fyrsta nóvember. Fram að því þarf hver að manna sína stöðu og leika af þeirri gleði og innlifun sem hæfir því hlutverki að vera liðsmaður Liverpool.

  31. Ef svo fer að Suarez verði seldur þá er það á mikinn pening. Við megum alls ekki gera eins og spurs gerðu með Bale, kaupa fullt af meðalleikmönnum. Við eigum að nota peningana til að kaupa einn Heimsklassa leikmann. Helst væri ég til í Engilinn í Real madrid (di maría). Því ekki getum við keypt betri mann í stað suarez.

  32. Hvernig dettur ykkur í hug (sigkarl t.d.) að við fáum 80 milljónir plus Alexis Sanchez fyrir Suarez sem á yfir höfði sér 4 mánuði af banni og er með vægast sagt mikla persónubresti. Suarez fyrst í sumar hefði farið á 60-70 milljónir punda (Liverpool hefði ekki sagt já) og sú upphæð hefur ekki hækkað og frekar lækkað. Eini munurinn er sá að núna segir Liverpool hugsanlega já.

    Og já Sancez er maður sem ætti undir eðlilegum kringumstæðum að vera til sölu á svona 30 milljón pund og ef eitthvað af ríku liðunum tæki þátt þá alveg 40-45.

  33. Snilld að Lallana sé kominn frábær leikmaður á ferð og ég efast ekkert um að Rodgers kunni að nota hann rétt.

  34. Það sem þú skrifar í þessum pistli er eins og talað út úr mínu hjarta!
    Annað sem ég get bætt við. Þegar ég panikka yfir því að spila heila leiktíð án Sússa hugsa ég ,,en við kaupum fult af heimsklassaleikmönnum eins og shaqiri, sanchez, Lallana ofl” …. þá kemur næsta panikk kast!!!! – What if we pull a Tottenham?!?!? … Seljum okkar stjörnumann og kaupum fullt af leikmönnum sem eiga að styrkja liðið alhliða á pappír en hvað gerist svo ?????

    Þetta er ekki auðveld staða sem er verið að setja okkur púllara í , en við erum svosem ekki vanir öðru undanfarin ár.

    Þið labbið eigi ein gott fólk, Yfir og út.

  35. Er ekki rétt a? leyfa þessu a? ganga yfir og láta kallinn standa vi? samninginn sinn. Selja hann svo á fullu ver?i í janúar e?a næsta vor.

  36. Skemmtilega vel skrifaður pistill hjá Kristjáni Atla. Lýsir vel þessum blönduðu tilfinningum sem maður ber til Suarez. Ég er reyndar svo skrítinn skrúfa að ég vil halda honum hjá Lilverpool enda gjörsamlega ótrúlegur leikmaður. Mér finnst samt erfitt að taka endanlega afstöðu í þessu máli fyrr en það kemur betur í ljós hvað er í gangi. Það þarf enginn að segja mér annað en að BR og félagar séu ekki að fara yfir þetta mál frá a til ö. Ef liðsheildin og mórallinn er hinsvegar í hættu út af Suarez þá er betra að hann fari.

    Ætla mér að anda rólega næstu dagana og sjá hvað gerist. Þessa stundina er ég hinsvegar all Suarez.

  37. Sælir félagar

    Ceres#38 vertu alveg rólegur. Ég hefi aldrei sagt að við fáum 80 kúlur og Sánches fyrir Súares. Ég sagði einfaldlega að ég væri til í þann díl. Þar fyrir utan hefi ég engan áhuga á að selja náttúruaflið Suarez. En það er allt önnur Ella.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  38. Við fáum aldrei 80 millz plús Sanchez. Það er fásinna að halda það. Við erum eflaust að fá u.þ.b 55 milljónir plús hann. Ef fleiri leikmenn fylgja með lækkar talan enn frekar.

  39. Ég held að flestir í Suarez klappliðinu séu að gleyma einu, tilhvers að hafa mann sem vill augljóslega ekki vera áfram?

  40. Við eigum frábærar minningar um Suarez sem tilheyra þátíðinni. Ef við ætlum að halda honum eftir þetta síðasta útspil hans (fréttatilkynning án aðkomu vinnuveitandans, Liverpool fc, sem er rugl framkoma eftir allt sem á undan er gengið og stuðning Rodgers, Gerrard og Liverpool í heild við hann eftir síðustu skandala) þá er hann orðinn stærri en félagið. Ég held að allar okkar helstu goðsagnir séu orðnir langþreyttir á bítvarginum. Hann fer til Barca og við náum eins miklu úr honum til að byggja upp heildstætt og gott lið. Ok við fáum aldrei annan Suarez en nógu góða framherja til að vera áfram með hrikalega framlínu.

    Það verður aldrei neinn stærri en Liverpool. Aldrei. Þetta er komið gott.

  41. Nennir einhver stjórnandi að kippa út þessum ómerkilega leiriburði #43 hér fyrir ofan? Verulega ósmekklegt og fordómafullt kjaftæði sem á ekkert erindi á (ofast) málefnalega síðu.

  42. Ég tek undir með Bassa hér fyrir ofan. Burt með þennan ömurlega leirburð og leiðindi.

Kop.is Podcast #63

Lallana kominn til Liverpool (staðfest)