Sunderland – Liverpool 1-0

Liverpool mætti á Stadium Of Light í Sunderland í dag og atti kappi við heimamenn á kartöflugarðinum þeirra í hræðilegum leik.

Fyrirliðin var ekki ennþá búinn að ná sér af meiðslum en gat þó verið á bekknum í dag en stærstu fréttirnar voru þær að Coates sló Jamie Carragher úr liðinu sem merkir að hann er orðinn 4. Kostur í miðverðinum hjá Liverpool eins og staðan er í dag.

Liðið var svona:

Reina

Kelly – Skrtel – Coates – Enrique

Henderson – Spearing – Adam

Kuyt – Suarez – Bellamy

Bekkur: Doni, Gerrard, Carragher, Carroll, Maxi, Downing, Flanagan

Líklega er best að hafa sem fæst orð um fyrrihálfleik, hann var með öllu hörmuleg skemmtun og ég punktaði ekkert hjá mér yfir atvik sem vöktu áhuga. Sebastian Coates var gríðarlega óöruggur og ótraustvekjandi sem olli manni þónokkrum áhyggjum en Sunderland var svosem ekkert að ná að skapa sér nein færi og staðan því alls ekki óvænt 0-0 í hálfleik, steindautt.

Eins og vanalega sá þjálfarateymi Liverpool enga ástæðu til að hrista upp í hlutunum í leikhléi og lagt var upp með sama leikplan í seinni hálfleik. Það gekk nákvæmlega jafnvel og í fyrri hálfleiknum og það kom eiginlega ekkert á óvart þegar Sunderland setti án vafa mesta heppnismark ársins þegar Frazer Campell skaut lausu skoti í stöng þaðan sem boltinn hafnaði í Pepe Reina, þaðan aftur í stöng áður en hann féll vel fyrir Bendtner sem skoraði auðveldlega. Ótrúlega týpískt mark engu að síður miðið við hvað stangarskot hafa verið að gera fyrir okkur í vetur.

Staðan því 1-0 en þrátt fyrir það fannst þjálfarateyminu réttast að fara yfir stöðuna í 10-15 mínútur í viðbót áður en LOKSINS LOKSINS að þeir gerðu skiptingu. Allir leikmenn Liverpool komu til greina þegar kom að því að taka menn af velli en þeir sem áttu það mest skilið fengu hvíldina. Charlie Adam sem hreinlega gæti hafa spilað sig úr plönum Liverpool fyrir næsta tímabil kom út fyrir Gerrard og Bellamy sem sást ekki í leiknum fékk að víkja fyrir Andy Carroll.

Gerrard kom eins og skot með töluvert meiri gæði inn á miðjuna en við vorum aldrei að fara skora gegn þessum týpíska O´Neill varnarmúr sem átti í engum vandræðum með að verjast sóknartilburðum Liverpool í dag. Martin O´Neill er dýrari týpan af Roy Hodgson og elskar hreinlega þessa stöðu og tapar sjaldan niður svona stöðu, hvað þá gegn ekki betri mótstöðu.

Þessi leikur átti að fara steindautt jafntefli en okkur tókst meira að segja að klúðra því líka.
Ótrúlega svekkjandi og þetta tímabil er endanlega búið og liðið nær því að blanda sér í botnbaráttuna heldur en toppbaráttuna. Einn skitinn sigur á hræðilegu liði Wolves á þessu ári, einn sigur í 8 leikjum. Þetta er ekki nógu gott.

Eins og ég segi Charlie Adam gæti vel hafa spilað sig úr Liverpool í dag (auðvitað ekki bara í þessum leik). Völlurinn var svosem ekki skemmtilegur til að spila á en það er ekki eins og hann hafi verið betri hjá Blackpool í fyrra og ekki var vesen fyrir hann að spila hjá þeim. Vandamál Adam eins og allt of margra leikmanna er í hausnum á honum og það verður að laga, strax.

Vörnin var mjög óörugg eins og gerist jafnan þegar hróflað er við miðvarðaparinu en þó klárlega batamerki á liðinu í seinni hálfleik. Reina var auðvitað óheppinn í þessu marki en hafði andskotann ekkert að gera fyrir utan það, ekki í fyrsta skipti sem þetta er þannig.

Miðjan hjá okkur í dag var ömurleg, ætla ekkert að reyna að fegra það neitt. Við erum með þeirra besta miðjumann frá síðasta tímabili á miðjunni hjá okkur, þar fyrir utan eru tveir bestu miðjumenn Sunderland í banni í dag, annar þeirra fyrirliðinn og samt sáum við aldrei til sólar á miðsvæðinu í dag og tengingin við sóknarleikinn var nákvæmlega engin.

Spearing var svosem ekki að gera mikið af sér en hann bara hefur ekki þau gæði sem þarf í þessa stöðu hjá toppliði á Englandi, svekkjandi en þannig er það bara. Henderson og Adam voru síðan átakanlega slappir.

Kuyt og Bellamy sáust varla í þessum leik og persónulega vill sé líkt og margir sjá Sterling fá séns í næsta leik. Ekki til að gefa honum séns eða eitthvað þannig, ég held að hann sé betri en þessir kappar m.v. það sem ég sá í dag.

Suarez var gjörsamlega einn uppi á toppi í dag og náði lítið sem ekkert að ógna. Augljóslega samt eini maðurinn sem bauð upp á einhver gæði framávið þar til Gerrard kom inná. Við verðum að hafa mikið fleiri menn nær Suarez ef við ætlum að fá það útúr honum sem hægt er að fá út úr honum.
Bakverðirnir voru allt of lítið að ógna framávið í dag, miðjan var átakanlega fyrirsjáanleg og ekkert mál að loka á sóknina.

Andy Carroll verður síðan að fara horfa í spegilinn því hann kemst ekki einu sinni í þetta lið. Þó held ég að hann hefði mátt byrja þennan leik og við getað átt Bellamy ferskan á bekknum til að koma inn í lokin, ekki öfugt.

Enn á ný hundlélegt og þetta ár fer bara hræðilega af stað í deildinni. Þessi leikur held ég að hafi töluvert að segja um það hverjir eru í plönunum fyrir næsta ár. Þetta var það lélegt.

Ég er ekki ennþá farinn að panikka hvað framtíðina varðar en síðustu vikur hafa verið gríðarleg vonbrigði.

155 Comments

 1. Þar sem ég vil ekki særa tilfinningar “góðu stuðningsmannanna” sem sjá ekkert slæmt við hvernig liðið okkar spilar, mun ég ekki tjá mig um leikinn.

 2. Skilaboðin um að sækja komu á 89. mínútu af hliðarlínunni. Aðeins of seint…

 3. það verður ekkert rosalega erfitt að gera highlights myndband fyrir þennan leik.

  Áttum við færi??

 4. Hvað er King Kenny eiginlega að segja við menn á æfingasvæðinu? Djöfull er þetta lélegt og ekkert annað. Ömurlegur leikur

 5. Já maður þorir ekki að segja neitt slæmt um þetta léttleikandi og skemmtilega Liverpool lið, þá er maður bara sk´tastuðningsmaður og að drullast til að skipta um lið…

 6. að vera poolari í dag er örugglega svipað og vera riðið í ra$$gatið…
  Bæði sárt….

 7. hvað hafa já menn að segja eftir þennan leik ? geta þeir varið frammistöðurnar þar til þeir enda á kleppi eða

 8. Sælir félagar

  Það er ekkert við þessu tapi að gera. Betra liðið vann og KK gerði í raun allt rétt nema ef til vill að hafa Coates inná í stað Carra. Það eru margir sem valda manni vombrigðum í þessu liði. En þó er liðið í heild, sendingageta, hraði, stjórnun á leiknum inni á vellinum og svo auðvitað hinn algjöri skortur á sköpun sem hrjáir þetta lið.

  Við höfum verið að tala um að það vanti tvo til þrjá leikmenn af efsta gæðaklassa inn í þetta lið. Eftir þennan leik sýnist manni að það þurfi töluvert meira en það. Menn sem ekki virðast ná máli í liðinu eru fleiri en þeir sem maður vill halda. Því miður.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 9. Hefði frekar átt að fara út í skúr og sortera og þrífa golfbolta. Það hefði verið einhver árangur eftir tveggja tíma vinnu en að horfa á þetta ógeð.
  King Kenny vildi vera með breskt lið og þetta er þá niðurstaðan. Gott að vita það.

  Fyrir ykkur pollýönnu stuðningsmennina, óheppni að fá á sig þetta mark og gengur bara betur næst.

 10. Mér er slétt sama þó við höfum unnið einhverja smá dollu um daginn og að Kenny sé goðsögn hjá félaginu. Liðið er ekki að gera neitt rétt og 3 tapleikurinn í röð staðreynd 3 tapleikurinn. Ég er svo langt frá því að vera sáttur með stöðu mála að ég er farinn að vonast til þess að Kenny einfaldlega segi af sér því ég myndi helst ekki að sá maður yrði rekinn.
  Það er skömm hvernig liðið er að spila og taflan er niðurdrepandi.

  Hvað er svo málið með að nota ekki Maxi ?
  Skorar hann of mikið af mörkum að það er ákveðið að nota hann bara aldrei aftur.

 11. Kobbi #10
  Já hann er á lausu og ég væri svo sannarlega til í að fá hann til þess að stjórna liðinu út þetta tímabil.

 12. Liverpool er búið að vinna 1 leik í síðustu 8 deildarlekjum. 2 af síðustu 11. Ef ég er ekki að rugla hérna þá er þetta bara eifaldlega ekki nógu gott.

 13. Er þetta eitthvað grín með Henderson og hvers vegna tekur Adam allar aukaspyrnur liðsins, er Kenny ekki að sjá það að hann er eini leikmaðurinn í liðinu sem getur einmitt ekki tekið aukaspyrnur.

 14. ÞETTA VAR SVAKALEGT.. mann sárnar bara yfir spilamennsku okkar manna. Ég var samt ekkert svo svekktur þar sem það er nánast að engu að keppa í deildinni lengur… CL-sætið fór á móti Arsenal.

  Ef við vinnum FA-Cup myndi það toppa allt og í raun bjarga þessu tímabili gersamlega úr því sem komið er.. En hitt er aftur á móti klárt mál að það eru allt of margir farþegar hér og stefnan um að kaupa unga enska leikmenn er ekki að gera sig. Spurning hvort eigendurnir séu tilbúnir að láta Kenny hafa meiri pening til að versla í sumar þegar það liggur fyrir núna hvað þessum 110 milljónum punda sem hann hefur nú þegar fengið var rosalega illa varið.. efast um það.

 15. Þrjú töp og jafntefli í síðustu fjórum deildarleikjum. Liðið búið að ná í 5 stig af 24 mögulegum í 8 umferðum frá áramótum (1 sigur, 2 jafntefli, 5 töp). Nánast hver einustu kaup ársins 2011 að skíta á sig fyrir félagið.

  Höfum það alveg á hreinu að ef það væri einhver annar en King Kenny við stjórnvölinn væri sá hinn sami undir ótrúlega mikilli pressu núna og menn byrjaðir að ræða um hvenær kornið fylli mælinn.

  Við verðum að líta Dalglish sömu augum, eins vænt og okkur þykir um hann. Þetta er langt því frá nógu gott, þessi deildarkeppni í vetur er algjör hörmung og það verður að taka stórar ákvarðanir fyrir sumarið. Ekki bara varðandi núverandi leikmenn (og þjálfara) liðsins heldur líka hverjir eiga að fá að stýra innkaupunum sumarið 2012. Er sjálfgefið að sömu menn fái að ráða því og réðu í fyrra, þegar kaupin þeirra í fyrra hafa ekki reynst betur en þetta?

  Dalglish, Comolli, Suarez, Carroll, Henderson, Adam, Downing, Coates, Enrique, Bellamy. Við heimtum betra en þetta frá ykkur … ef þið getið ekki betur heimtum við einhverja aðra í ykkar stað. Það er bara þannig, sama hvað menn heita. Það er enginn stærri en klúbburinn.

 16. Síðast árið 2003 sem Liverpool tapaði 3 deildarleikjum í röð. Er þetta væri Hogdson væri hann farinn.

 17. Mamma mía,,,,hvað er eiginlega í gangi, mikið var þetta hörmulegt allt saman,enn einu sinni þegar Kenny kemur með skiptingu þá hristir maður hausinn,hann tekur eina kantmanninn sem var á vellinum út af,mann sem gat ógnað og skapað hættu,hann átti alls ekki að taka Bellamy út af, þegar við erum ekkert að pressa þá verðum við að bæta í og auka pressuna, við vitum allir að ef við erum með Caroll inná þá verðum við að hafa menn á köntunum sem geta matað hann og Suarez,,,,nei nei hann setur Kuyt á vinstri og þar með var allt búið þeim meginn, ef Kuyt á að gagnast okkur þá verður hann að vera í boxinu !,þar sem við vorum með drulluna þá var bara sanngjart að Sunderland sem átti ekki góðan dag færi með sigur,þetta er allt að verða eins og ég óttaðist og hef sagt ykkur áður,ég hef haft áhyggjur hvernig þjálfari KK er og minni ég enn á hvernig hann eyðilagði skemmtilegt Newcastla lið og gerði það að leiðinlegt varnarlið á einni leiktíð.KK virðist vera allt og passitífur,eins virðist hann skorta áræðni og kjark allt of oft.

 18. Sælir félagar

  Það getur verið rétt að KK eigi að segja af sér og ég gæti alveg séð Rafa Benitez taka við strax. Það væri gaman að sjá hvað hann gæti gert með alvöru eigendum.

  Hitt er annað að liðið sem KK er með í höndunum er slakt miðlungslið eins og það er í dag. Hann á að vísu sinn þátt í því með kaupum síðasta sumars (og vetrar). Það er blóðugt að horfa uppá að bekkurinn er líklega dýrari en byrjunarliðið og þó kvartar enginn undan því að fuglarnir á prikinu séu ekki inná.

  Þetta segir ef til vill meira um liðið, árangur innkaupa og væntingar stuðningmanna en flest annað. Það er ljóst að árangur KK eftir áramót, og já bara í vetur er ekki ásættanlegur. Við getum verið í pollýönnuleik endalaust en þetta er því miður staðreynd. Æsingarlaust getum við metið það svo að öll kaup stjórans séu flopp. Ég er ósammála þeim sem telja kaupin á Enrique góð. Mér finnst hann ekki góður leikmaður og ætti alls ekki að vera byrjunarliðsmaður. Hann væri ásættanlegur sem fyrsti varamaður en ekkert meira. Um fleiri nenni ég ekki að tala. Þeir gera það sjálfir með frammistöðu sinni.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 19. Það þýðir kannski bara ekkert að vera að svekkja sig of mikið á þessu.

  Við erum komnir með eina dollu, eigum ágætis möguleika á að fara aftur á Wembley í úrslit FA Cup og við erum komnir í evrópudeild félagsliða. Hvort við lendum í 5 eða 8 sæti skiptir kannski ekki öllu máli og eftir einhvern tíma man engin eftir því.

  Hinsvegar verður ákaflega fróðlegt að sjá hvað okkar ágætu eigendur gera í þessu í sumar. Trúi ekki öðru en þeir séu mjög ósáttir og maður fær það á tilfinninguna að þetta séu no nonsence menn og sætta sig ekki við þetta til lengdar.

 20. Hvað leikmenn voru eiginlega keyptir þessa liðs. Hreinasta skömm að horfa á þetta lið. Svo hefur hann mann á bekknum sem myndi gera allt til að vinna Sunderland. ” Kóngurinn fyrrverandi” þarf að hugsa sinn gang.

 21. Fokk. Þetta er komið á það stig að bráðum fara menn að vonast eftir lélegum árangri út tímabilið til að hafa ástæðu til að reka Dalglish og kaupa almennilega í sumar. Þetta var sorglegur leikur.

 22. Afleitur leikur en verst þykir mér að liðið virðist bara ekkert vita hvernig það á að leika. Hvaða taktík var í gangi í dag? Ég get engan veginn áttað mig á því. Skipulagið var ekki gott og enginn leiðtogi til að rífa liðið áfram. Ég vil gjarnan fara að sjá Shelvey spila meira. Hann var kallaður heim úr láni og hefur svo ekkert sést. Hef mun meiri trú á honum öðum miðjumönnum LIverpool því hann horfir þó í átt að marki andstæðinganna. Getur þetta eitthvað versnað??’

 23. Hef lítið að segja en Liv spilar ver og ver eftir því sem líður á sisonið og ekkert virðist vera að gera í því, horn og víti eru gjörsamlega út í hött og Suarez er ekki svipur hjá sjón, spái að hann fari í sumar en bara nenni ekki þessu kjaftæði lengur í dag……

 24. Þegar ég las fréttina þegar Gerrard sagði að Liverpool gæti ennþá náð 4 sætinu þá hristi ég bara hausinn, ég hafði enga trú á því og horfði ekki einu sinni á leikinn í dag, og þegar ég sá hvernig leikurinn fór kom það mér ekkert á óvart.

  Maður þyrfti að gerast masokisti til þess að fá sig til að horfa á Liverpool spila.

  Það er augljóslega eitthvað að á æfingasvæðinu, Babel sagði að æfingarnar hjá Hoffinheim væru miklu meiri þ.e.a.s. hann væri í miklu betra formi hjá þeim en Liverpool. Ég er viss um að ef Liverpool myndi kaupa “heimsklassaleikmann” þá myndi hann bara kvoðna niður í meðalmennsku á æfingarsvæði Liverpool.

 25. orð fá því ekki lýst hvað liðið var lélegt í dag…

  hvenær í andskotanum fá ungir menn eins og sterling, suso og fleiri einhvern séns….menn sem myndu sýna einhvern áhuga á að gera eitthvað inn á vellinum….

  liðið er lélegt og Kenny er ekki alveg með á nótunum….það er menn þarna sem fyrir löngu eru komnir fram yfir á síðasta söludegi…

  dj$%%/&%/RdwfDWGEHRERHEFHS….

 26. Skil ekki þá sem skrifa hérna og segja að FA bikarinn mundi bjarga þessu tímabili. Ég er ekki að sjá þetta lið vinna Stoke. Og jafnvel þótt að það gerist, þá sem við mætum á eftir Stoke.

  En við erum búnir að vinna bikar sem gefur okkur rétt á að spila í Evrópu. komumst þanngað með sama hætti og Fulham og Stoke og önnur undirmálslið. Ef við ætlum ekki að fara að bera okkur saman við þau og keppa við þau um 7. sætið og fagna þeim áfanga eins og við höfum unnið deildina, þá þarf að breyta ótrúlega miklu.

  Ef þetta verður niðurstaðan í sumar, bikar úr Tiger og sjöunda sæti, þá getum við gleymt því að reyna að eltast við einhverja heita bita á markaðnum í sumar, nema ef það skildu vera sagnfræðingar sem vilja koma á Anfield til þess að sjá hvernig enski bikarinn leit út á síðustu öld.

  Ég held að LFC þurfi mann eins og Brendan Rogers. Gaur sem er frjór og tilbúinn til þess að leggja allt í sölurnar til að ná hagstæðum úrslitum. En auðvitað eru það landráð að gagnrýna Kenny. Best að kenna bara Ferguson og FA um slæmt gengi okkar. Þeir eru vakandi og sofandi að reyna að halda okkur niðri.

 27. þetta tal með Rafa afhverju ætti comebackið hjá Rafa vera betra en King Kenny, ég væri alveg til skoða aðra þjálfara sem eru lausir t.d. Capello eða boas.

 28. Liverpool eru bara einfaldlega með eitt slakasta liðið í deildinni, alveg með ólíkindum lélegir. Hvað þarf til svo hægt sé að gefa ungum og hungruðum leikmönnum sens í tessumliði. Það skortir alla leikgleði og sendingageta liðsins og barátta um lausa bolta með ólíkindum léleg, nú er maður bara búin að sætta sig við að þetta tímabil er búið hjá okkur. Þeir leikmenn sem við keyptum fyrir þetta tímabil hafa engu skilað og alveg með ólíkindum að þetta skuli vera atvinnumenn á svimandi háum launum, manni sýnist sem þessir leikmenn séu bara að þiggja en gefa lítið sem ekkert til baka…. Nú er bara að fara að huga að næsta tímabili, þetta er búið svo einfalt er það…

  Áfram LIVERPOOL…YNWA….

 29. Jæja, svona fór nú þessi vegferð. Ég hef nú reynt að horfa jákvætt á liðið í vetur og vissulega er margt gott þar að finna. Hinsvegar þarf maður stundum að viðurkenna hlutina eins og þeir eru, þ.e.: erum ekki að uppskera rassgat upp við mark andstæðinganna. Ég er hinsvegar Suarez “fan” og neita að útskýra þetta út frá honum. Sé litið til annarra liða sem hann hefur verið hluti af (landslið/félagslið) þá er ekki spurning að maðurinn er með þetta. Hljótum að geta unnið eitthvað í kringum hann.

  Segi bara svo aftur eins og síðast og sem sannur púlari í vorfíling 🙂 : Rosalega verður gaman á næsta tímbili

 30. Ég ætla bíða með að heyra viðtöl við Kenny Dalglish áður en ég tjái mig hér um þennan leik.
  Þetta er ekki lengur spurning um að bjarga þessu tímabili og ná einhverju x-sæti í deildinni eða FA-bikarinn. Hvernig allir stjórar Liverpool taka á þessari frammistöðu og andanum í liðinu er orðin spursmál um sjálfsvirðingu og framtíð okkar sem fótboltaklúbbs.

 31. Ok viðbrögð Dalglish komin í hús. http://www.lfconline.com/feat/ed11/dalglish_we_were_unlucky_733842/index.shtml?

  “Liverpool boss Kenny Dalglish believes that his side matched Sunderland but were unlucky in the 1-0 defeat at the Stadium of Light.
  “I don’t think it was a great game,” he said. “I think we more than matched them. Sometimes you come away with something, sometimes you don’t.
  “Today they got a little bit of good fortune for the goal and that was the difference between the two teams.
  “We never really got too close to getting an equaliser, maybe right at the death, but the reaction was good to going behind. They were competitive throughout the whole game. For all the attributes Sunderland have, I think we matched them but they got the little bit of luck that got them the three points.”

  Er þetta staðfest? Sagði Dalglish þetta í alvörunni eftir þessa frammistöðu?

 32. Sá ekki leikinn í dag en skilst að hann hafi verið slæmur svo ekki sé meira sagt.
  Eins og ég sé hlutina þá eum við ekki að verða lélegir skyndilega núna eða í síðustu vikueða í síðasta mánuði.

  Þetta er búið að vera að þróast í mörg,mörg ár og er að hluta til okkur stuðningsmönnunum að kenna,kanski ekki þeim sem eru að horfa á leiki hér á klakanum,frekar þeim sem koma á völlinn reglulega en samt við erum flest með því marki brennd að það hefur aldrei mátt gagnrýna,sá sem hefur gert það hefur verið kallaður niðurrifsmaður og blindur á alla góðu hlutina sem eru í gangi hjá liðinu.
  Ég hins vegar segi að með því að taka öllum fjandanum gagrýnislaust og syngja jafnvel einkennislagið í leikslok á tapleikjum þá er búið að gjaldfella liðið alveg svakalega.
  Við fögnum núna sigrum á móti stók og norwich eins og við hefðum fagnað sigrum á móti júnæted og everton hérna í gamla daga,við fögnum núna sigri í deildarbikarnum eins og sigri í Evrópukeppni áður fyrr(og ekki misskilja mig,það Á að fagna sigri í keppnum,hvað sem hún heitir).

  Sem sagt mín skoðun er sú að við verðum að þola það að einhverjir sem koma hér á síðun gagnrýni þegar liðið er að spila jafn hörmulega og raun ber vitni.

  Með Liverpool kveðju.

 33. þetta er alveg hrikalegt…. liðið hefur átt góða spretti í vetur og það virðist vera þannig að þegar þeir eru í stuði og momentið er með þeim þá eru þeir alveg svakalega góðir…. svo koma leikir þar sem það skín úr andlitum hvers og eins að þeir nenna þessu ekki fyrir fimmaura…. skítsama þótt að þeir séu að tapa!!!….

  það var ekkert smá áberandi í þessum leik í dag að þeir nenntu ekki einusinni að berjast um boltann við leikmenn sunderland… í alvöru!!! þetta er gjörsamlega fáránlegt að menn komast upp með það að dröslast inná velli og bíða eftir að boltinn komi í lappirnar á þeim…

  og sköpunargáfa fram á við…. dísus kræst… þeir halda ábyggilega að það sé eitthvað álegg ofan á brauð!!!!!

  hvernig í andskotanum stendur á því að hinn mikli marahrókur, 7 hrikalega í hinu ósigrandi liverpool liði á árum áður , geti ekki fyrir sitt litla líf útskýrt það fyrir þessum kleinum hvernig á að skora mörk!!!

  það er ömurlegt að hugsa til þess að kenny dalglish er bara alls ekki með þetta….

 34. Menn voru að tala um að dæma ekki neinn/ neitt fyrr en fljótlega eftir áramót, þegar línurnar færu að skýrast aðeins. Fyrir mér eru línurnar kristalskýrar.
  Ég veit þetta á eftir að fara fyrir brjóstið á einhverjum og einhverjir eiga eftir að efna til ”múgæsingar” og heimta hausinn minn í gapastokk fyrir þessi ummæli…. en ég vill að Kenny síni sóma sinn og segi starfi sínu lausu. Kaupin í sumar hafa verið gríðarleg vonbrigði,allir þessir ensku leikmenn hafa verið hræðilegir og frekar hefði ég viljað einhverja suðuameríska/spænska titti sem hétu aldo eða aldinho og hefðu viljað fara heim eftir 5 ár eins og einhverjir voru að hæðast með…….

  Þetta er ólíðandli og ég vill Kenny burt!

 35. Sælir félagar

  Það sem mér finnst merkilegast við athugasemdir KK er að hann telur ekkert skilja á milli Liverpool og Sunderland nema heppni. Það virðist svo að KK telji það ásættanlegt að vera í sama klassa og Sunderland. Ja maður, eitthvað verður maður að endurskoða kröfurnar sem maður er að gera á liðið sitt. Samkvæmt stjóranum er það ásættanlegt að vera miðlungslið. Er nema von að liði sé statt þar sem það er statt. Töluvert nær botninum en toppnum í stigum talið.

  Magnað verð ég að segja.

  YNWA

 36. Það er hlýtur einhver að vera að hella helvítis Kryptonite í vatnsleiðslurnar á Melwood tvisvar í viku!! Því vandinn er einfaldlega þessi; Sunderland voru að berjast um allan völl, um alla bolta, á meðan leikmenn Liverpool biðu eftir að hlutirnir gerðurst af sjálfum sér. Þetta lið er ekki þetta slæmt, var að vinna bikar. Andleysi og baráttuleysi er hins vegar að valda því að liðið sveiflast fram og til baka getulega, eitthvað sem menn leyfa sér ekki hjá erkifjendunum t.d. Þetta er vandamál sem Benitez náði ekki utan um, og Kenny er ekki að ná því heldur. Það er enginn að fara að ná árangri með Fc Liverpool fyrr en þetta vandamál hefur verið leyst.

 37. Síðan má hann taka Javi Martinez, Iker Muniain og Fernando Llorente með sér

 38. Ef við reynum að líta hlutlaust á okkar ástkæra Liverpool lið, þá er ekki hægt að segja annað en að þetta er miðjudeildar lið. Við erum 10 stigum frá Arsenal í 4. sætinu, en aðeins 6 stigum á undan Swansea sem að eru í 15. sæti. Eina sárabótin við tímabilið væri að vina FA bikarinn. Deildarbikarsigurinn var svo sem ágætur en hann gefur ekki af sér neinn Evrópubolta á nætu leiktíð. Það er erfitt að fylgjast með liðinu þessa dagana en svona er bara lífið, það gengur í bylgjum og við erum bara ennþá í þessum erfiða og sorglega dal. Við skulum samt ekki missa trúna, árangurinn sem að við viljum sjá mun koma – við verðum bara að vera þólinmóð(ir), standa við bakið á öllum sem að viðkoma Liverpool FC og ekki gefast upp og styðja þá í einu og öllu. Koma svo, áfram Liverpool!

 39. Við erum ekki með í Europaleaqe og Championsleaqe, þar af leiðandi með lítið leikja álag og nægan tíma á milli leikja til að safna kröftum , undirbúa leikmenn og reyna að vinna í því sem þarf að lagfæra, búnir að eyða 110 millj. punda í leikmenn.

  Samt sem áður erum við í þessu líka hvílíka ruglinu, spilandi einn lélegasta bolta sem ég hef séð í háa herrans tíð, við erum nær 10. sæti í deildinni en því 4. og með sama áframhaldi gætum við alveg dregist þangað niður. Þetta er algjör skandall og ég vil bara ítreka mína skoðun enn og aftur að Kenny eigi ekkert erindi lengur sem stjóri í Liverpool og vona ég að hann láti sjálfviljugur af störfum sem fyrst og fari aftur í gamla starfið sitt hjá klúbbnum.

 40. Menn geta snúið óæðri endanum upp í sólina eins lengi og menn geta en það breytir ekki þeirri staðreynd að það verður alltaf mykrur þar. Ekkert ljós framundan hjá þessu liðið,slakt lið fer sí versnandi, ömurlegt, skammarlegt, hugmyndasnautt, lélegt. Skil ekki hvað stjórinn er að hugsa eða hvernig hann hugsar þetta, hvað þá leikmenn sem virðast ekki nenna þessu. Það þarf umtalsverðar breytingar á þessu lið fyrir næsta tímabil og það er óskhyggja að halda því fram að við séum 2-3 leikmönnum frá því að vera góðir, ætli það sé ekki nær 7-8 og nýtt þjálfarateymi. 1 sigur í deild á þessu ári er ekki viðunandi og ekki láta blekkjast á sigri gegn 1. deildarliði í deildarbikarnum, það var undantekningin sem sannar regluna, þettta lið getur ekki neitt, akkúrat ekki neitt og við skulum bara þakka guði fyrir,þeir sem trúa á hann, að við erum ekki að fara í meistaradeildina næsta vetur því þangað hefur þetta lið nákvæmlega ekkert að gera. Enn ein ömurlega frammistaðan, enn eitt tapið og það sem versta er, mér er nákvæmlega sama.

 41. Ætla ekki að pirra mig á þessum leik. Það er sama vandamálið í gangi og hefur verið síðustu 8-10 ár. Okkur vantar hraða í liðið og þá sérstaklega hraða kantmenn.

  Eini hraði kantmaðurinn sem við eigum er Bellamy….sem er ekki einu sinni að spila í sinni stöðu. Allir hinir eru annað hvort mjög hægir eða algjörlega geldir og huglausir.

  Grunnstoðirnar eru til staðar; góð vörn, góður markmaður og þétt miðja með Lucas sem drifmótor. Suarez og Carroll yrðu nothæfir með hröðum köntum en alveg geldir með Kuyt og Downing. Núna fá þeir bara þjónustu frá Skrtel og Kelly….hversu líklegt er það til árangurs!

 42. Ok miðað við commentin hér inni er engu líkara en flestir spili of mikið football manager og haldi að það sé raunveruleikinn.!!!

 43. Tek undir orðið KAR hér að ofan. Ég viðurkenni það persónulega að vera ekki mikill aðdáandi KKD sem (langtíma)stjóra Liverpool og aðallega fyrir þá staðreynd að hann er hvorki að skila þeim sigrum sem maður væntir af stjóra liðs eins og Liverpool né er hann að ná nægjanlega góðri spilamennsku úr þeim hóp sem hann hefur úr að moða.

  Algjörlega sammála því að ef þetta væri einhver annar en KKD væru menn alvarlega að íhuga að reka hann. Mér finnst að KKD verði eins og aðrir að taka þessari gagnrýni sem að mínu mati hann á verðskuldaða. Það pirrar mig alveg óstjórnlega að í meirihluta leikja Liverpool er eins og það sé ekkert set up sóknarlega, eins og enginn leikmaður viti nákvæmlega hvað hann á að gera sóknarlega og allir sóknartilburðir virðast einkennast af tilviljanlegakenndum ákvörðunum. Menn er að hlaupa langt útúr stöðum og staðsetja sig rangt trekk í trekk, þá sem leikmenn eru alltof oft hreinlega að taka rangar ákvarðanir í sóknarleik liðsins. Þetta er eitthvað sem knattspyrnustjóri á að sjá og laga en þetta virðist hreinlega bara vera að versna.

  Maður sér ekki lengur Liverpool sundurspila varnir andstæðinganna né nýta sér veikleika þeirra að að neinu leyti. Á þessu finnst mér KKD bera ábyrgð og það á að vera hans hlutverk að stjórna liðinu með slíkum strategiskum hætti að sóknarleikurinn sé miklu betri en það sem hann býður uppá. Það gerði Rafa jafnvel með talsvert lélegri hóp og mikið hef oft viljað hafa hann á hliðarlínunni í vetur frekar en KKD. Meðan KKD virðist ekki geta þetta með stopulum hætti (einn og einn leikur er ekki svona) þá efast ég enn meira um það að KKD sé rétti knattspyrnustjóri Liverpool.

  Á móti, vissulega sigur í Carling Cup en fyrir mitt leyti var það afar neðarlega á þeim lista sem ég vonaðist til fyrir þetta tímabil, önnur (mikilvægari) markmið virðast ekki vera að nást.

 44. Líklega lélegasta miðja Liverpool sem ég man eftir byrjaði þennan leik. Því miður sé ég ekki hvernig Adam og Spearing eigi að vera nógu góðir til þess að vera á bekknum, hvað þá í byrjunarliði. Er ekki mikill aðdáandi þess að vera skiptandi um stjóra, hvað þá þegar leikmennirnir eru bara ekki betri en þetta.

 45. Kenny er bara búinn að því
  Burt með hann og helst strax. Breytir samt líklega litlu úr þessu. Við skulum bara einbeita okkur að því að vinna FA cup og reyna vera í fyrir ofan 6 sæti.
  Þið sem eru alltaf að verja kenny ég nenni ekki að hlusta þetta hann á eftir að slípa það saman blablabla búinn að vera svo stutt stjórin. Mér er alveg sama Liðið er á hraðri niðurleið en ætti að vera uppleið. Já okei ein dolla sem við fegnum en ég nenni þessu ekki hann nær bara engu útúr þessu liðið.
  Segir svo í janúar að við þurfum ekki leikmenn. Hvaða ofurtúr hefur hann á mönnum.
  Hann átti segja eftir leik að menn hefði verið lélegir og hrauna yfir helst alla. Hvað er með þetta þjáfara lið. Hvað er verið að gera á æfingum?
  Eg er orðin nett pirraður á þessu

 46. þegar Suarez fór í 9 leikja bann unnum við 6 leiki, 2 jafntefli og 1 tap, skoruðum 20 mörk og fengum á okkur 6 mörk…. 3-1 sigur á newcasle, 3-0 sigur á man c, 5-1 sigur á oldham, 0-1 sigur á man c 2-1 sigur á man u, 0-3 sigur á wolfes—— 0-0 jafntefli við stoke, 2-2 jafntefli við man c, og eina tapið var 3-1 við bolton, sem sagt 9 leikir = 6 sigrar, 2 jafntefli, 1 tap, og 20 mörk skoruð eða RÚMLEGA 2 mörk í leik og fengum á okkur 6 mörk —— en eftir að suarez kom til baka höfum við unnið 1 leik, 2 jafntefli og 3 töp, skoruðum 9 mörk og fengum á okkur 7 mörk….. 6-1 sigur á brighton, 0-0 jafntefli við tottenham, 1-1 jafntefli við cardiff og svo 2-1 tap fyrir man u, 1-2 tap fyrir arsenal, 1-0 tap fyrir sunderland, sem sagt 6 leikir = 1 sigur, 2 jafntefli, 3 töp, skoruðum 9 mörk og fengum á okkur 7 mörk…….Við vorum sem sagt að spila mikið betur án suarez en með honum, 3 af 6 sigrum voru við manchester liðin og annað jafnteflið var 2-2 jafntefli við man u á þeirra heimavelli sem þeir tapa ekki á….. er þetta ekki eitthvað sem má skoða ?

 47. og annað jafnteflið var 2-2 jafntefli við (man C) á þeirra heimavelli sem þeir tapa ekki á….. er þetta ekki eitthvað sem má skoða ? svona átti þetta að enda

 48. er ekki bara málið að liðið er búið að gefa 4ja sætið uppá bátinn eftir tapið gegn arsenal. Það er ekki spurning að okkar menn hafa á spilað vel á löngum köflum í vetur, yfirspilað öll topp liðin en verið alveg svakalega óheppnir, eða í það minnsta vanta betri slúttara í liðið. Núna er liðið komið með evrópudeildarsæti á næsta seasoni og mig grunar að deildin héðan af verði ekki skemmtileg fyrir okkur, svona bara ” get it over with” fílingur… Fa cup er eina sem eftir er að keppa.
  Þessi sorglega staðreynd sýnir að það á ekki að gefa evrópudeildarsæti fyrir sigur í league cup, heldur hafa þetta bara stöðu í deild alla leið auk siguvegara FA cup, sem er haldinn í lok tímabils.

 49. Ætla að vona að Dalglish segi sjálfur upp í sumar og bjóði Rafa Benitez aftur velkominn sem stjóra Liverpool. Held að Benitez gæti gert ótrúlega hluti með þennan mannskap og peninginn sem hann hefur. Ef við gátum unnið meistaradeildina með Djimi Traore í vinstri bak . Afhverju ekki deildina með Charlie Adam á miðjunni?

  YNWA JFT 96

 50. Þessi Rafa kór minnir óneitanlega á þegar náhirð Davíð Oddssonar byrja kirja Davíðssálma. Af hverju ætti að fá mann sem tilbaka sem var búinn að missa klefann fyrir tveimur árum síðan. Það var nú ekki lítill hópur sem heimtaði höfuð hans eftir síðustu leiktíðina og ekki var fótboltinn sem liðið spilaði undir hans stjórn að uppfylla kröfur um skemmtanagildi. Rafa skilaði sínu til klúbbsins og hans verður ávallt hlýlega minnst. Ef menn eru að velta fyrir sér arftaka KK þá finnst mér meira spennandi kostir RB á markaðnum.

  Þessi leikur var skelfilegur og framistaðan frá áramótum algjörlega óásættanleg. Þetta tímabil er búið í deildinni og nú ætti einfaldlega að stilla upp restinni af tímabilinu sem try out. Nú á að gefa kjúklingum úr ungliliðinu tækifæri og meta hverjir eru tilbúnir aðalliðið. Þeir leikmenn sem eru í aðalliðinu í dag eiga að fá tækifæri til þess að sýna hvað í þeim býr ef þeim tekst ekki að standa undir væntingum á að láta þá fara í sumar. Einfalt mál. Eins og margir leikmenn eru að spila um þessar mundir þá eiga þeir enganveginn þá eru þeir klárlega ekki leikmenn sem eiga eftir að skila þeim árangri sem óskað er eftir.

  Málið er einfalt, nú á að hefja undirbúning fyrir næsta tímabil.

 51. Eru menn að átta sig á því að eftir að everton vann tottenham áðan þá fara þeir uppfyrir okkur með sigri á þriðjudaginn og miðað við tímabilið hingað til þá gerist það örugglega!!!

 52. Er ekki búinn að lesa commentin hérna fyrir ofan – gef mér tíma í það í kvöld

  Ég hef þungar áhyggjur yfir því hvernig KK commentar eftir leikinn.
  http://fotbolti.net/fullStory.php?id=122804

  Þeir voru heppnari – you make your own luck sir! Svo segir hann að við höfum verið betri í leiknum! Í besta falli vorum við bara minna lélegir en Sunderland. Þessi spilamennska var til háborinnar skammar og ég er farinn að efast um hvort margir af þessum leikmönnum eigi skilið að spila í okkar rauðu treyjum!

  Úrslit leiksins voru bara sanngjörn – ekki miðað við hvernig Sunderland spilaði heldur vegna þess að lið sem spilar eins og við spiluðum í dag á aldrei skilið að fá stig út úr leik. Sama hversu lélegur mótherjinn er. Sanngjörn úrslit hefðu verið 0 stig á bæði lið!

  Kveðja – pirraði náunginn.

 53. #63 einare komdu með einhver raunhæf nöfn sem er möguleiki á að fá !!

 54. trúinn á blessaða stjóranum er farinn gjörsamlega, hann má fara og fleiri menn lika (Adam , Henderson, og.fl.)

 55. Hvernig getur þetta sama lið og spilaði á móti Arsenal GÓÐAN LEIK leikið eins og 4. deildarlið. Djöf………er maður orðinn þreyttur á þessum mentaðarfulla mannsskap. Og skipulagsleysið hjá stjóranum er ekki boðlegt fyrir stórklúbb eins of Liverpool.
  Það verður að fara að birta til!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 56. Slaka slaka …

  Drengir það er eitt ár síðan KK tók við, jú kaupin so far eru gríðarleg vonbrigði en KK er því miður ekki inn á vellinum ólíkt þeim, að spila fótbolta er ekki geimvísindi og þessir menn vita hvað er ætlast af þeim.
  Come on … Rome wasn´t build in a day !
  Ef einhver þekkir leikinn þá er það maður eins og KK.

 57. Sælir félagar

  Það er náttúrulega bull að KK fari neitt á næstunni. Það er lágmarkið að hann klári þessa leiktíð og þá skulum við ræða framtíð hans og annarra hjá LFC. Fyrr ekki. það er ekki háttur Liverpool að reka menn á miðju tímabili þá sú staða hafi komið upp þegar nausyn bar til að losna við restarnar af arfi G&H.

  Nú er ekkert annað eftir fyrir þetta lið en sanna sig. Þá á ég við að hver og einn í hópnum kringum liðið og hver og einn einasti leikmaður verður að sanna að hann sé þess verður að spila fyrir Liverpool. Stjórinn þarf að gera það líka. Nú er stund sannleikans að renna upp og það mun koma í ljós hverjir eru verðugir og hverjir ekki. Allt frá vatnsstráknum upp í eigendur liðsins.

  Við högum okkur ekki þannig að þegar á móti blæs að við heimtum líf stjórans okkar og leikmanna. Við bara krefjumst þess aftur á móti að menn sanni sig frá hinum hæsta til hins lægsta. Þeir sem geta það ekki mega fara og verða að fara.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 58. Það er ljótt,en ég held að við verðum að taka Ferguson á þetta og kaupa Robbí Fowler á þetta.

 59. #63 – Í guðanna bænum ekki fara að blanda íslenskri pólitík inn í þessa umræðu. Þetta er fótboltasíða og ekki umræðuvettvangur fyrir asnaleg stjórnmál. (og ég biðst afsökunar á því að hafa sagt “í guðanna bænum”)!

  OK. Ég gef Daglish þennan leik skuldlaust. Nú skal hann einfaldlega fá að taka út sína gagnrýni, og verður einfaldlega að sitja undir því – þó hann sé Daglish og kóngurinn.

  Byrjunarliðið í þessum leik var – eins og í allt of mörgum leikjum tímabilsins – út úr öllu korti. Hvaða hafa Henderson, Adam og Spearing gert til þess að réttlæta að þeir eigi yfir höfuð að vera í hóp, hvað þá í byrjunarliðinu? Ekki neitt. Allir hafa þeir átt vonda leiki undanfarið, og ég man hreinlega ekki hvenær þeir áttu síðast góðan leik.

  Skiptingarnar hjá Daglish eru efni í sérstaka rannsókn. Hann vildi ekki skipta mönnum inn á gegn Arsenal, því liðið var að spila svo vel og hann vildi ekki eyðileggja það – þó liðið væri ekki að vinna. Menn gagnrýndu Rafa oft fyrir að þora ekki að klára leiki, vera of varkár, en Daglish er að taka þetta á annað level.

  Leikskipulagið er afar sérstakt. Liðið getur gert lítið úr stóru liðunum úti á vellinum, en svo getur það spilað verr en 8. flokkur telpna í Hetti á Egilsstöðum. Liðið gerði oft á tíðum lítið úr Arsenal, og ManCIty, og ManUtd, en svo mætir liðið Bolton og setti heimsmet í ömurlegri spilamennsku. Mætti svo Stoke og sló fyrra met. Þeir gerðu heiðarlega tilraun til þess að slá það met svo í dag, en tókst það reyndar ekki (með naumindum þó).

  Daglish er einfaldlega að falla á þessu prófi. Fær massa prik fyrir sigurinn gegn Cardiff, en deildin er alltaf #1.

  Og ég ætla ekki einu sinni að ræða það að allir leikmenn liðsins með tölu – að frátöldum Gerrard – eru líka annaðhvort fallnir eða að falla á prófinu.

  Ég er bara hundsvekktur, bæði eftir þennan leik og bara eftir tímabilið í heild. Vekið mig aftur næsta haust! 🙂

  Homer

 60. #70 Sigkarl

  Í dag eru ekki nema 4 stig sem skilja að “restarnar af arfi G&H” og Kónginn sjálfan. Báðir með jafn marga sigra í deildinni. 10 stykki í 27 leikjum.

 61. Einhvertíman hef ég sagt þetta allt saman áður, en hendum þessu aftur..

  Mér finnst sorglegt hvað menn sem eru á sínu fyrsta seasoni hjá klúbbnum eru lítið að berjast fyrir klúbbinn. Sbr. Adam, Downing, Henderson og má fara að henda Enrique inn í þetta líka, því hann finnst mér hafa verið að dala að undanförnu.

  Mikið frekar myndi ég vilja hafa menn eins og litla hobbitann hann Spearing heldur en menn sem leggja sig ekki fram, sem tækla ekki.. We’d all love a team full of Carragers! Ég segi frekar We’d worship a team full of Bellamy! Maðurinn er pínulítill sóknarmaður, en hann er sennilega(fyrir utan Skrtel og Spearing) sá sem lætur mest finna fyrir sér á vellinum.. Fer alltaf á fullum krafti í allt, og lætur menn heyra það ef þeir eru ekki að gera hlutina rétt..

  Unglingarnir okkar eru kannski ekki tilbúnir fyrir klúbbinn, en mér finnst sorglegt að sjá hvað önnur lið treysta sínum kjúllum mikið betur en Liverpool, samt er alltaf verið að stæra Akademíuna, og að við séum að raða inn til okkar ungum og efnilegum leikmönnum utan úr heimi.. If you’re good enough, you’re old enough!

  Varðandi Kenny sem stjóra, þá veit ég ekki.. Vissulega kaupir hann mennina til liðsins, og setur upp það skipulag sem virðist ekki vera til staðar. En hann segir mönnum ekki að tækla, hann getur ekki látið menn berjast sem nenna því ekki.. Allt skipulag og allt hugmyndaflæði í heimi sigrar ekki leiki fyrir okkur ef menn berjast ekki fyrir merkið framan á búningnum, allt til síðasta blóðdropa!

  Varðandi kaup í sumar, þá er ég ekkert bjartsýnn, ekki afþví að ég veit að klúbburinn mun ekki draga nein stórnöfn að sér, heldur afþví að ég hef enga trú á að eigendurnir taki annað sumar í að eyða svona pening, þegar þeir sem þeir keyptu í stað fyrir “dead-wood” leikmennina frá fyrri eigendum/stjórum eru orðnir þeir sem flokkast undir “dead-wood” leikmenn núverandi hóps..

 62. Drengir!, ég er sjokkeraður….. á tveimur hlutum.

  Í fyrsta lagi þá er ég sjokkeraður á liðinu í dag. Hausinn á leikmönnunum var á e-h allt öðrum stað en að gefa sig allan fyrir verkefni dagsins. Að spila fyrir Liverpool á að vera mikils virði og flestir leikmennirnir okkar í dag voru ekki treyjunni hæfir.punktur.

  í annan stað, þá megið þið sem talið um endarlok Kenny Dalglish sem stjóra fara í sturtu og skola sandinn úr pík$#$% á ykkur. Þetta er Kenny Dalglish. Maðurinn er vissulega á erfiðum stað sem stjóri en við verðum að standa saman og styðja legend eins og Kenny Dalglish.

 63. Ég lít á þetta svona: Ef Kenny Dalglish velur leikmenn í liðið sem bregðast liðinu leik eftir leik, þá er Kenny Dalglish að bregðast liðinu leik eftir leik?

  Þetta Charlie Adam ævintýri, ætlar enginn að segja fokkin djók?!?! (afsakið frönskuna)

  Er Jonjo virkilega svona lélegur æfingum að Charlie Adam er skárri kostur en hann? Og fyrir þá sem ekki sjá sólina fyrir Kenny Dalglish, leikmennirnir sem eru að bregðast okkur leik eftir leik eru menn SEM HANN KEYPTI og hann ákvað að myndu bæta liðið.

  Aldrei datt mér í hug að ég ætti eftir að gagnrýna kónginn það harkalega að það sé hægt að lesa á milli línana hjá mér að hans tími sé kominn (í mínum augum í það minnsta) en hvenær er komið nóg? Við erum ekki Fullham, Everton eða Sunderland, við erum LIVERPOOL og þessi frammistaða er bara ekki ásættanleg!

  Kv. Einn brjálaður, þrátt fyrir nokkra kalda og nokkur rauðvínsglös.

 64. Maður hraunar nú ekki yfir Legend, en það er alveg kominn tími á Dalglish að fara finna leiðina í markið. Liverpool er með eina lélegustu sóknina í deildinni. Samt er liðið með einn besta framherja í heimi????
  Gjörsamlega ekkert skipulag þarna inná vellinum.

 65. Comment 1:
  Hafliði says:
  10.03.2012 at 16:52

  “Þar sem ég vil ekki særa tilfinningar “góðu stuðningsmannanna” sem sjá ekkert slæmt við hvernig liðið okkar spilar, mun ég ekki tjá mig um leikinn.”

  Er við hæfi að þetta hafi verið fyrsta innskotið eftir þennan leik og er ég því hjartanlega sammála. Ég ætla samt að gera eina undantekningu og segja eina setningu: “Ágætu Liverpool aðdáendur, þetta er það sem við getum búist við fram á sumar. Ég er farinn í sumarfrí”.

 66. Það eru svakaleg vonbrigði að heyra í Kenny eftir leikinn. Maður bjóst við honum froðufellandi út í frammistöðu leikmanna lfc!! Þetta var á engan hátt viðunandi frammistaða. Auðvitað getur maður alltaf tapað leikjum en að reyna ekki í 90 min að skora eða allavegana spila með hjartanu er skelfilegt. Það eru ansi margir þarna sem eiga ekki skilið að klæðast treyjunni. Adam, Downing, Carroll,Henderson hafa ekki svo mikið svitnað síðan þeir komu til félagsins og Kuyt greyjið er því miður búinn. Verðum bara einfaldlega að sjá unga hungraða leikmenn koma inn í liðið. Það er engu að tapa úr þessu.

 67. Charlie Adam = Christian Poulsen ???
  Jordan Henderson = Anthony Le Tallec ???
  Jose Enrique = Paul Konchesky ???
  Steward Downing = Harry Kewell ???

  Ég spyr ykkur ágætu herramenn, er ekki bara sama ruglið í gangi í dag og var hér áður fyrr?

 68. Hvaða hvaða væl er í ykkur útaf kónginum Kenny Daglish???? Við verðum að átta okkur á því að maðurinn hafði ekki þjálfað í heil 11 ár. Langur tími frá fótboltanum og tímarnir hafa svo sannarlega breyst frá því hann var að gera það gott og hvernig fótboltinn í dag er orðinn. Enn reynslan sem þessi karl býr yfir á sko eftir að fleyta okkur langt. ég hef trú á því. Hann tók við liðinnu í ruslflokki og er hægt og rólega að móta þetta lið þrátt fyrir arfaslök kaup þá held ég að hjólin fara snúast okkar meginn fljótlega (reyndar búinn að lifa í þeirri von síðan í oktober)

  Bottom line…… Maðurinn er koma til baka í fótboltan eftir rúmlega 11 ára fjarveru tekur sinn tíma að komast í hlutinna. gefum honum séns alla vega þetta ár. hef trú að það muni vera jákvæðir mánuðir framundan eftir hressilega skitu í ár. trúi ekki öðru enn menn drullist til að fara sýna framistöðu sem hæfir þessum launum sem þeir fá.

 69. Þrátt fyrir lélega spilamennsku undanfarið held ég að það sé alls ekki raunsætt að reka Dalglish eins og staðan er núna. Það væri amk. helvíti hart, nýbúinn að vinna fyrsta titil liðsins í mörg ár, búinn að tryggja evrópukeppni á næsta tímabili, kominn í 8 liða úrslit bikarsins og er með liðið á nokkurnveginn sama stað í deildinni og það hefur verið síðastliðin tvö tímabil. Menn skulu vera alveg rólegir á einhverjum Hogdson samanburði.

  Það er hinsvegar annað mál að sóknarleikur liðsins hefur verið mjög slakur og nýjir leikmenn hafa margir hverjir ekki skilað sínu. Ef að hann fer er líklegra að það verði í sumar, það væri ekki skynsamlegt að bæta þjálfarakrísu við núverandi ástand liðsins. Samanburður við t.d. Chelsea og þeirra stöðu er fáránlegur, fyrir tveimur tímabilum unnu þeir tvennuna á meðan við lentum í nákvæmlega sama sæti og núna. Vandamál Liverpool ná töluvert lengra en til Dalglish.

 70. Ekki gleyma því að það var næstum búið að reka Ferguson eftir slæmt gengi á hans fyrstu árum hjá United. Vissulega hefur Kenny byrjað illa og átt skelfileg kaup. En er það alltaf lausnin að skipta sktrax um þjálfara. Ef Benitez hefði fengið að vera áfram þá væri hann sjálfsagt búinn að skila inn enskum meistaratitli, þó maður viti það ekki. Allavega held ég að ef Kenny er svona klár eins og menn sega, að þá eigi hann að fá góðan tíma itl að byggja upp liðið.

 71. Ég hef í sjálfu sér lítið um þennan leik að segja.

  Ég vil þó nota tækifærið og rifja upp þá stórkostlegu staðreynd að okkar eini og sanni, Andy Carroll, er 9undi dýrasti knattspyrnumaður sögunnar.

 72. Þetta var ömurlegt frá A til Ö! Sorglegt að sjá hvernig þessi kaup eru að drulla uppá bak, kannski er það Kenny að kenna! en allir þessir leikmenn sem komu voru að standa sig mun betur en þeir gera í liverpool skyrtum.
  Því geta fáir neitað en svo kemur spurningin af hverju eru þeir svona miklu lélegri með liverpool en sínum gömlu klúbbum? Ég hef klárlega ekki svar við þessu, en allavega tel ég pressu, vilja og sjálfstraust koma til greina.

  Klárlega vil ég sjá Kenny halda áfram með þetta lið en hann fær samt falleinkunn í mörgum leikjum. Samt eru margir leikir í vetur sem það vantaði bara herslumuninn og staðan hefði verið allt önnur. Þetta er bara svo ömurlegt en Y.N.W.A , ég mun standa þétt við bakið á mínum mönnum og Kenny líka.

  Eina sem ég vill er að þetta blessaða tímabil klárist og með heppnis sigri í FA bikar og stórkaup keypt í sumar. Edinson Cavani, Javi Martinez og Edin Hazzard á minn disk.

 73. Þó að við séum margir að hrauna yfir Kenny þá erum við margir hér ekki að segja að hann eigi að hætta strax , við erum sumir að sagja að þó Kenny sé lifandi goðsögn og hafi verið frábær leikmaður þá gæti verið að hann sé NÚNA orðin gamall kall sem hefur tekið sér of mikið í fang ( vonandi er það ekki reyndin), eitt er að vera gamall þjálfari sem hefur stýrt liði sínu árum saman og annað að koma eftir 11 ár og halda að allt sé eins og það var þá,,,enn eitt er alveg á hreinu leikskipulag og ákefð leikmanna er alfarið þjálfarans,td dæmis var Bellamy mjög góður í um 3 leikjum í röð þá tók hann Bellamy úr liðinu í næstu leikjum og kældi hann , Caroll var að koma til og spilaði ágætlega í ci 3 leikjum sama þar tók hann úr í næstu leikjum og kældi hann, munið þig þegar margir hér voru að tala um að loksins væri Downing að komast í gang sama þar hann var hvíldur í síðustu leikjum,það verður að hamra járnið meðan það er heitt gæti verið að leikmenn séu of óöryggir um stöðu sína í liðinu,ég hef viljað taka Adam úr þessu liði í ansi marga leiki en KK hefur haft trú á honum,þannig að kannski er KK að veðja á vitlausa leikmenn , leikmenn sem voru að komast í gang ( að mínu mati) voru kældir og leikmenn sem voru lélegir leik eftir leik voru spilandi og spilandi ( Adam/Henderson) , veit ekki enn samt kannski einkvað til í þessu.

 74. Með eindæmum hlægilegt að sjá suma einstaklinga tjá sig um liðið og KD þessa dagana. Ég skal viðurkenna það að ég er alveg brjálaður yfir úrslitum dagsins enda aldrei ásættanlegt að tapa fyrir Sunderland þegar þú spilar fyrir Liverpool. Ég hef alltaf haft mikla trú á Charlie Adam frá því hann fór að blómstra með Blackpool en upp á síðkastið hefur hann ollið mér vonbrigðum aftur og aftur með spilamennsku sinni. Við þurfum að átta okkur á því að við erum ekki topp 6 klúbbur þegar við erum að spila með Adam, Henderson og Spearing á miðjunni. Ég vil nú ekki ganga svo langt að segja að ég vilji losna við þá úr klúbbnum en þeir þurfa menn eins og Lucas og Gerrard til að losa um ábyrgð fyrir sig. Nú er bara að anda með nefinu, það er stutt í næsta leik gegn Everton og ef ég þekki þennan klúbb rétt þá verður boðið upp á flottan fótboltaleik. Erum vanir því að koma til baka eftir að hafa drullað á móti minni spámönnum, þannig er það bara.

 75. ég skil ekki alveg að nr.81 sé að bera saman Enrique og Konchesky ? Enrique er bara búin að vera bestur af öllum sumarkaupunum!

  Charlie Adam þarf að fara æfa sig í föstum leikatriðum aftur og líka að læra að ná boltanum af mönnum án þess að brjóta mjög augljóslega á þeim.

  En verst þykir mér þó að ég, og margir aðrir, hélt að engin evrópubolti myndi þýða það að við myndum standa okkur betur í deildinni sökum færri leikja en það virðist ekki skipta nokkru máli!

 76. Þessi leikur var ömurlegur í alla staði
  En það sem mér finnst vera vandamálið hjá þessu liði er að KK setur alltaf menn útúr liðinu ef þeir hafa náð 2-3 góðum leikjum og setur einhverju sem hafa verið á skíta upp á bak inná i staðinn, ég skil ekki alveg hvernig sú taktík á að skila árangri.
  YNWA.

 77. #87

  ,,Eina sem ég vill er að þetta blessaða tímabil klárist og með heppnis sigri í FA bikar og stórkaup keypt í sumar. Edinson Cavani, Javi Martinez og Edin Hazzard á minn disk.”

  Jamm þeir vilja koma. Allir. Þeir hafa metnað fyrir því að keppa við Sunderland og Fulham um sjöunda sætið og vinna undir stjórn stjóra sem mun fara sömu höndum um þá og Carroll og Suarez – breyta þeim í varnasinnaða sóknarmenn.

  Sumir hér ættu að hætta að spila CM og reyna að átta sig á því að með hverjum ósigrinum, með hverju jafnteflinu, fjarlægist Liverppol mögurleikana á því að kaupa alvöru menn. Sumarkaupin verða: Junior Hoilett, Steven Fletcher (pottþétt hann er Skoti) og stórstjarnan Charles N´Zogbia.

 78. Ég er nett ósáttur með það þessi orð Kenny Dalglish eftir leikinn. “Æi, við vorum bara óheppnir. Grísamark, vindurinn…etc.” Ég vildi sjá eitthvað í líkingu við það sem hann gerði eftir tapið gegn Bolton, kom fram í fjölmiðlum og gagnrýndi nokkra leikmenn liðsins og gaf í skyn að þeir gætu verið á síðasta sénsi sínum hjá Liverpool ef þeir myndu ekki spýta í lófana.

  Ég myndi vilja sjá Dalglish senda aðra og sterkari áminningu með þetta þar sem vissir leikmenn liðsins virðast ekki hafa tekið þetta neitt rosalega til sín.

  Það er margt jákvætt sem hefur mátt líta til á þessari leiktíð sem hægt er að byggja á en það er líka margt mjög slæmt sem þarf að laga.

 79. #89 Sigmundur Davíð Reyndu að átta þig á því að það er tímabilið í heild sinni sem er gjörsamlega að gera útaf við fólk, ekki einstaka leikur góður eða slæmur!

  Tímabilið í heild hefur gjörsamlega verið fyrir neðan allar hellur og þessi blessaða dolla sem við unnum er ekki nema smá plástur á svöðusár.

  Á endanum mæli ég með því að þú lítir aðeins yfir úrslit vetrarins, ég er ekki að sjá merki þess að við komum til baka sterkari eftir að hafa drullað uppá bak í allflestum tilvikum. En það er svosem gott að vita að einhverjir eru sáttir með þróunina í vetur og ég óska þér til lukku með það.

 80. Halló vakna allir !!!!!!ef svarez og carroll væru búnir að skora um 20 mörk hver væri allt í lagi hjá okkur…. plís hættið að kenna vörninni eða miðjunni um og byrjið að kenna sókninni um……í fúllustu, það er ekki hægt að eiga stoðsendingu ef sóknarmennirnir geta ekki skorað…Liðið er að gera allt rétt nema að koma boltanum yfir línuna…. það er ekki kk að kenna…..hann er ekki inná vellinum…. Sóknarmennirnir verða að taka sig á eða láta þá fara……Suarez og carroll……..Við hreinlega virðumst ekki geta skorað með suarez inná vellinum og alls ekki unnið leiki…..en bellamy er að standa sig sem varasóknarmaður og skorar meira en hinir sem er ósættanlegt….

 81. Fór að spá í það að Liverpool vinnur sjaldan tvisvar í röð og aldrei á þessu ári, svo að ef við náum stórleik á móti Everton og vinnum þá töpum við örugglga á móti Stoke og þar með verður bikardraumurinn búinn. Hvort er verra?

 82. Ef þið skoðið greinina sem Jónas H innlegg, 97 bendir á þá má þar sjá graf sem sýnir stigasöfnun liðsins undir stjórum Liverpool nokkra áratugi aftur í tímann. Það er búið að aðlaga stiginn svo allir sitji við sama borð. ( eins langt og það nær )

  Þar má sjá að Benitez á tvö bestu tímabil Liverpool liðsins frá tíma Bill Shankly. Aðeins tímabilið 78 79 undir Paisley náðum við fleiri stigum hlutfallslega í hús en undir Benitez.

  Miðað við aðstæður hjá Klúbbnum undir stjórn Benitez og strókostlegum árangri hans í evrópukeppninni þá…………( þori ekki að segja meira )

 83. Gott og vel, liðið lék illa og Dalglish stóð sig ekki vel, hvort sem er í uppstillingu, innáskiptingum, né viðbrögðum opinberlega eftir leik. Og á þá bara að reka hann? Erum við að breytast í eitthvað Chelsea apparat?

  Ef ég man rétt þá sagði Guðjón Þórðarson “þolinmæði er dyggð”. Og nei, ég er ekki að mæla með því að fá Guðjón í staðinn.

 84. Fyrir það fyrsta, viljiði öll í alvöru hætta að draga hvert annað í dilka. Þessi umræða um “pollýönnur” eða “meiri eða minni stuðningsmenn” er orðið notað sem brandari í samræðum aðdáenda annarra liða og er ekki nokkrum manni til sóma finnst mér.

  Því í gær leið okkur auðvitað öllum illa með ömurlega frammistöðu. Hins vegar þá kom hún mér ekki alveg 100% á óvart því ég held að kjaftshöggið hans van Persie í lok Arsenalleiksins hafi verið mönnum mikið áfall og sama hvað Gerrard segir þá er engin trú í hópnum að ná 4.sæti. Það er bara svoleiðis að Chelsea og Arsenal munu ekki tapa fleiri stigum en við fram á vor og það þurfum við öll að fara að sætta okkur við.

  Þess vegna var ég mjög ósáttur við þetta liðsval í gær. Menn tala hér um Charlie Adam dæmið, sem vissulega hefur súrnað töluvert þegar á tímabilið hefur liðið og pressan aukist. Ég pirraði mig meira á því að sjá Dirk Kuyt inni frá byrjun og Bellamy og Suarez saman. Þetta einfaldlega virkar ekki að mínu mati – við höfum beðið um það sum að sjá litlu mennina saman en þeirra leikur hefur aldrei smollið saman. Það að Kuyt haldi sér í liðinu bara skil ég ekki, alls ekki. Hann hlýtur að vera hugmynd stjóranna um karakterinn sem leita á til inni á vellinum þegar Carra og Gerrard eru þar ekki. Ef það var hugmyndin þá mistókst það.

  Í leik gærdagsins fannst mér nefnilega enginn sá karakterinn inná sem hefur sýnt alvöru “drive” í kollinum, nema Reina karlinn. Jafn góður og hann er þá er hann aftarlega á vellinum. Á undanförnum árum þegar ég hef horft á leiki, sérstaklega þá sem eru “live” þá hef ég tekið eftir Carra, Gerrard og Agger – þar eru á ferð leikmenn sem hafa mikinn “taktíkhaus” og krefjast 1000% einbeitingar af samherjum sínum. Bellamy er öðruvísi held ég. Í leiknum sem ég sá á Anfield í vetur þá fór Agger svona tíu sinnum að hliðarlínunni í pásum til að fara yfir málin, hann og Reina voru mikið í samskiptum og hann lét menn hiklaust heyra það.

  Í gær voru fannst mér allir með hausinn oní bringu frá mínútu eitt. Coates er vorkunn að vera settur inn í svona leik, sem allir léku illa í. Hann var náttúrulega gríðarlega óöruggur og ég allavega tel hann ekki tilbúinni í Merseyside-derby á þriðjudag. Því ég vill vinna þann leik – hata það að tapa gegn Everton og ekkert afsakar það. Ég hélt að það að lenda undir myndi kveikja í mönnum en aftur fannst mér karakterleysið skína í gegn. Sama hvort það var vörnin, miðjan eða sóknin – það gerðist ekki fyrr en skiptingarnar, sem komu allt of seint, komu að menn virtust ná smá kolli í þetta dæmi allt.

  Það sem þarf í þetta lið okkar eru karakterar með drive og helst þekkja það að vinna titla. Með allri virðingu fyrir nöfnum eins og Hoilett og eðaldrengnum Gylfa Sig (sem ég reyndar held að myndi ekki spila fyrir Liverpool, hann er það mikilli Unitedkall) þá vona ég að menn eigi upp í ásinni pening og motivationræðu til að kaupa menn sem eru vanir gæðaliðum og toppslag.

  2-3 gæðaleikmenn í sköpun með drive er að mínu mati ennþá það sem vantar – ég held ennþá að varnarlega eigum við marga góða kosti og þegar við höfum endurheimt Lucas sé sá hluti leiksins í góðu lagi. En það er bara ég og í guðs bænum bendlið það ekki við blindu á eitt eða neitt. Ég gerði mér grein fyrir því eftir gærdaginn að það stefndi í versta deildarárangur okkar síðan við komumst í efstu deild undir Shankly, verri en hjá meistara Souness. Það er engin ástæða til að fegra það – en liðið er heldur ekki handónýtt.

  Þá að þjálfaranum og þætti hans. Sá er mikill. EN. Það er bara í Football Manager og FIFA þar sem þjálfari snýr liði á haus á einu tímabili. Sérstaklega ef maður “restartar” leiknum þegar maður tapar. Kenny Dalglish gerði taktíska feila í gær og pirraði mig aftur 1000 sinnumfalt með að skipta of seint. Eins og Rauðnefur gerði á fimmtudag gegn Bilbao, þar sem hann augljóslega vanmat andstæðinginn og ofmat sitt lið, brást alltof seint við.

  Þjálfarastarfið er ömurlega ósanngjarnt. Það er eina starfið í heiminum þar sem að 99% þeirra sem starfið snertir sjá afrakstur ca. 50 klukkustunda vinnuviku þinnar á 90 mínútna kafla á leikdegi. José Mourinho talaði t.d. um “motivationræður” þjálfara sem mestu mýtu fótboltans. Hann lét leikmenn sína yfirleitt eiga síðustu ræðu fyrir leikinn, einmitt til að reyna að búa til úr þeim leiðtoga. Gott lið spilar 60 – 70 gæðaleiki á vetri og þar er lykilatriðið að vera með gæðaleikmenn sem einmitt geta haldið einbeitingu í gegnum stanslausa rútínu. Atvinnufótboltamenn sem ég hef rætt við tala einmitt um þetta, við áttum okkur ekki á því hvað það er mikil rútína að fara á hótel daginn fyrir leik með fullan flakkara af videomyndum, PSP-tölvuna eða góða bók. Vakna í morgunmat, fundur og lúr áður en farið er inná leikvöll þar sem stundum þú ert með “kerfisbók” í höndunum sem fer yfir hlutverk þitt. Rómansinn sem við höfum fyrir boltanum er mun meiri en þeirra sem upplifa starfið, það held ég.

  Kenny Dalglish hefur ekki náð árangri í deildinni að undanförnu. Alls ekki – það er alveg ljóst. Mér finnst líka verulega umhugsunarvert hversu mikið klúbburinn beygði niður þegar Suarez kom til baka – það er ekki ástæða til að fela það heldur. Erum við að reyna of mikið að koma honum í gang t.d.? Gerrard sagði í meiðslapásunni sinni að þessi leikmannahópur væri betri en þeir hópar sem hann hefur leikið með áður hjá klúbbnum og Johnson minntist á það í viðtalinu. Því miður hafa þeir ekki náð í þau stig sem ættu að sanna ummælin, en þar liggur eins og áður hefur verið rætt skaðinn í vondri klárun á færum. Dauðafærum. Við höfum að undirlagi Kenny stjórnað leikjum í drep og yfirspilað mörg lið úti á vellinum til þess að klúðra á lokaþriðjungnum sem pirrar magann á manni í þá átt að skiptast í þrennt bara!

  En Kenny er óumdeildur á meðal þeirra sem vinna með honum. Hann er vinnualki sem er stanslaust í kringum öll lið félagsins, vinnur mikið með PR-deildinni og er dáður af öllum leikmönnum sínum. Fyrir 14 dögum sögðu eigendurnir hann “vera einstakan að hafa snúið klúbbnum við á svo stuttum tíma” – eftir að hann hafði unnið fyrsta bikar félagsins í 6 ár. Þó sumir, m.a. hér, telji það ekki vera merkilegan árangur – hef áður lýst því að ég skil þá hugsun ekki.

  Kenny Dalglish verður stjóri liðsins í vetur og hann ásamt Comolli munu vinna áfram að sínu “Projecti”. Það er algerlega óháð minni skoðun á því – heldur morgunljóst út frá því sem kemur frá klúbbnum ef maður horfir á viðtölin eftir Wembley og les Liverpoolblöðin sem eru með puttann á púlsinum. Hann mun líka stjórna félaginu næsta vetur, en þá er alveg morgunljóst að þar verður gerð krafa á mun, mun, mun meiri deildarárangur en nú. Það veit hann örugglega betur en allir aðrir, enda algerlega ljóst að ENGUM í heiminum líður verr en honum með deildarstöðuna. Hugsa að Gerrard og Carra líði jafn illa, en engum verr.

  Menn hér kalla á gæðadrenginn Rafa Benitez, sem var þó svo umdeildur að við hér sem vörðum hann og hans gjörðir fengum á okkur orð eins og “Spánverjasleikjur”, “Veruleikafirrtir”, “Fótboltamorðingjar” og jú – “Pollýönnur”. Ekki einu sinni, heldur ótal, ótal sinnum. Ég er alveg sannfærður um það að Rafa er einn af fimm bestu stjórum í heimi. Með alvöru stuðningi sumarið 2009 hefðum við náð lengra undir hans stjórn. Hans “Project” er enda það sem Kenny tók ákvörðun um að endurvekja og setja í forgrunninn. Ef Kenny stígur frá er hann auðvitað besti kosturinn.

  En ef hann á að fá sömu þolinmæði og hér birtist blasir við honum vonlaust verkefni. Rafa Benitez líður best að spila 4-2-3-1 kerfisbundinn fótbolta, hann er stórskrýtinn þegar kemur að skiptingum og karakter hans gengur út á yfirvegun og “kulda” í nálgun á leikmenn sína og viðfangsefnið. Dalglish og þeir sem vinna með honum eru eins langt frá því og hægt er í karakter og lykilmenn í félaginu, bæði leikmenn og aðrir, brugðust honum sumarið 2010 vegna þess að þeir höfðu tapað tiltrúnni á honum. Ég held að það sé algerlega vonlaust að reikna með því að þó að Kenny hætti muni Ian Ayre (sem var í stjórn félagsins sem rak hann) og Gerrard (sem var fyrirliðinn sem taldi það rétta ákvörðun að reka hann) skrifa upp á endurráðningu Rafa. Hans tími á Anfield kemur hugsanlega aftur (vonandi í mínum huga) en ég held að lengri tími þurfi að líða til að félagið líti til hans.

  Brendan Rogers, Capello og Vilas-Boas? Give me a break please! Þetta finnst mér desperation, Rogers er efnilegur, eins og Coyle var í fyrra. Capello mun ekki stjórna aftur félagsliði og við skulum átta okkur á því að Vilas-Boas náði ekki að ráða við stórklúbb í London og þarf að sanna sig á ný áður en hann fer til stórliðs aftur.

  Eftir í heiminum eru tveir menn sem ég myndi telja framför frá því teymi sem við höfum. Carlo Ancelotti er að mínu mati besti stjóri heims en hann hefur nú fengið skemmtilegt verkefni, sem ég tel að verði eitt bestu liða veraldarinnar undir hans stjórn. Hinn er maður sem ég vill ekki sjá á Anfield, því hans project ganga út á að moka peningum í nokkar stjörnur en liðið nær árangri í stuttan tíma á meðan hann er þar en hrynur niður um leið og hann fer, því hann hefur ekki áhuga á langtímaárangri félagsins, en meira um sinn eiginn. Sá heitir auðvitað Mourinho og verður á lausu í sumar held ég. Sem gæti þýtt margt en ég vona þó ekki.

  Veturinn er bömmer í deildinni, nú treysti ég því að menn gíri sig upp fyrir Merseyside derby því héðan af er eina keppikeflið í Premier League að vera ofan við Blánasirnar og síðan slá út Stoke á laugardaginn og bóka aðra ferð á Wembley – sem skiptir máli í uppbyggingu félagsins.

  Nýr vetur – nýjar væntingar. Höfum við sagt það áður?

 85. Um Rafa: “Af hverju ætti að fá mann sem tilbaka sem var búinn að missa klefann fyrir tveimur árum síðan.”

  Er Liverpool klúbbur sem lætur “klefann” ráða stjóra? Eigum við ekki að láta Chelsea um slíkt? Þegar Rafa missti klefann átti að hreinsa til í klefanum – og það hefði þýtt að bæði Carragher og Gerrard hefðu þurft að yfirgefa klúbbinn. Því miður var það Rafa sem var látinn fara og við sjáum hvernig það hefur virkað.

 86. Ég verð alveg gríðarlega, gríðaralega sormæddur þegar ég hugsa hvað við hefðum geta gert við þessar 80 millj. punda sem fóru í tjallana fjóra 🙁

 87. stjórinn er ekki að ráða við þetta, búinn að fá heilt tímabil til að laga hlutina en það gengur ekki,, geta bara ekki skorað. og afhverju má ekki skipta fyrr inná, máttu koma skiptingar í fyrrihálfleik.. adam er sorglega lélegur og vonandi verður hann látinn fara. svo til að toppa þetta kemur stjórinn fram og talar um heppni….eina skýringin sem hann getur komið með og er rétt er sú að hann geti ekki lagað þetta og menn séu skítlélegir og eiga ekki skilið að spila fyrir þennan klúbb….Suaerz er ekki að gera góða hluti og því má ekki setja hann á bekkinn? kuyt og adam mega fara í frí það sem eftir er…..fá stjóra með hroka sem þorir t.d. að taka menn útaf eftir 20 m í fyrrihálfleik ef menn eru að drulla á sig…..

 88. Ég er nokkuð viss um að í dag verður símafundur með KK og fleirum úr framkvæmdastjórninni og síðan Boston. Þar verða ræddar þrjár spurningar:

  Hvað hefur farið úrskeiðis?
  Af hverju?
  Hvað ætlið þið að gera til að laga ástandið?

  KK heldur starfinu, geri ég ráð fyrir, nema að hann kjósi sjálfur að víkja fyrir manni sem hann telur að valdi starfinu betur. Þannig er Kenny. Hann mun alltaf setja félagið fyrst og sjálfan þar á eftir.

  Stóru mistökin hjá Kenny voru augljóslega þessir bresku leikmenn sem hann keypti. Kvóti eða ekki kvóti, það hefði mátt leysa þau mál. Vandamál bresku leikmannanna er ekki skortur á hæfileikum heldur finnst mér vandinn vera hugarfarið. Vinnslan, baráttuþrekið og sigurviljinn er ekki til staðar.

  Ég þreytist seint á að benda á uppáhaldsliðið mitt á Spáni, Athletic Bilbao, sem er næstum eingöngu byggt á heimamönnum. Þú þarft að vera Baski í báða ættliði til að spila með Athletic. Í dag er liðið frábært knattspyrnulið en svo hefur ekki alltaf verið. Þessi gildi Baskanna gerir að verkum að úrvalið er takmarkað og stundum hefur liðið verið nokkuð stórkarlalegt miðað við sum önnur lið. En Baskarnir mæta alltaf inn á völlinn til að deyja fyrir félagið. Menn hlaupa eins og dýrvitlausir allan tímann og baráttuþrekið er ótakmarkað. Þeir sem sáu Athletic rústa ManU á fimmtudagskvöldið vita hvað ég á við.

  Það vantar ekki að nýju leikmennirnir geti ekki spilað fótbolta. En hvenær sér maður t.d. Downing taka menn á? Af hverju er aldrei LFC maður inni í helvítis boxinu? Af hverju er aldrei nein seinni bylgja? Þetta er ekki skortur á hæfileikum heldur skortur á vinnusemi sérstaklega hjá Bretunum. Suarez, sem er lúsiðinn, leikmaður á yfirleitt enga valkosti aðra en reyna að komast framhjá og koma sér í færi nú eða þá að láta sig detta til að fá þó allavega fríspark. Sárasjaldan er einhver mættur til að bjóða sig eða vinna einhver skítverk fyrir Suarez. Carroll er sterkur og stór en that´s about it og hlaup hans fram og tilbaka í algjöru tilgangsleysi eru jafnvel leiðinlegri á að horfa en detturnar í Suarez.

  LFC er gott fótboltalið þegar hugarfarið er rétt. Að horfa á liðið spila sitt með hangandi haus af algjöru áhuga- og metnaðarleysi,eins og í gær, er þyngra en tárum taki. Þarna liggur rót vandans. Hugarfar leikmannanna er afleitt og því verður að breyta strax.

 89. Það er nátturulega lögreglumál út af fyrir sig að kaupa leikmann eins og Carroll á 35 milljónir punda og láta hann svo verma bekkinn í allan vetur…

 90. Þetta líkar mér að sjá. Vil gefa ykkur öllum virtual high-five fyrir flottar umræður. Allt undir brot og slit hjá liðinu í deildinni en menn koma hér inn og ræða hlutina af yfirvegun og rökfestu í stað þess að tapa sér í yfirdrullun. Vel gert, lesendur Kop.is!

  Annars vil ég bæta tvennu við umræðuna að svo stöddu:

  Í fyrsta lagi, þá verða menn að gæta þess að fara milliveginn þegar Dalglish er ræddur. Hann er ekki ósnertanlegur eða hafinn yfir gagnrýni þótt hann sé King Kenny og hafi unnið bikar um daginn. En að sama skapi er hann ekki handónýtur bjáni sem ætti að kasta á haugana þótt honum gangi illa þessar vikunar í deildinni.

  Allur samanburður við Roy Hodgson verður líka að miðast við það að Hodgson var ekki bara lélegur í deildinni heldur einnig vonlaus í Deildarbikarnum. Dalglish hefur unnið mikið starf sl. ár við að hreinsa til í leikmannahópnum, bæta móralinn í kringum liðið, höndla mjög erfitt Suarez vs. Evra mál sem hafði klárlega áhrif á deildarkeppnina hjá okkur, ekki síst vegna þess að fyrir vikið er okkar besti maður búinn að vera í löngu leikbanni og almennt að spila frekar illa síðan í októberbyrjun. Dalglish er búinn að glíma við þetta allt og gera það vel að mínu mati.

  Þar á ofan er framganga liðsins í Deildarbikarnum og FA bikarnum frábær það sem af er tímabili. Það er vissulega svekkjandi að horfa upp á getuleysið í deildinni þegar svona vel gengur í bikarkeppnum og það er klárlega eitthvað sem verður að laga, en það er ekki svo að það sé allt slæmt hjá þessu liði. Ein dolla komin í hús á þessu tímabili og alvöru séns á annarri, geri aðrir betur.

  Þetta þýðir að Dalglish er að sjálfsögðu stjórinn áfram og er ekki í hættu … ennþá. En að sama skapi má ekki bara benda á þessa jákvæðu hluti í starfi hans síðasta árið og láta svo eins og menn eigi ekki að voga sér að gagnrýna hann.

  Svarið liggur þarna mitt á milli. Dalglish hefur unnið frábært starf að mörgu leyti en við erum að sjá betur og betur hvað það er sem hann þarf að bæta sig í. Innáskiptingar eru klárlega akkilesarhæll hjá honum, og það virðist sem hann eigi erfitt með að ákveða hvernig bolta liðið á að spila. Eina stundina leggur hann upp mikið vængspil með Carroll frammi, þá næstu á að spila 4-3-3 með litlu, fljótu karlana inná. Eins og í gær finnst mér þetta stundum skila sér í ákveðnu reiðileysi inná vellinum, þ.e. að leikmennirnir séu ekki með taktíkina á hreinu og endi á að spila 90 mínútur án þess að eiga svo mikið sem eina vel spilaða sókn.

  Þetta þarf að laga, klárlega, sem og leikmannakaupin sem hafa ekki skilað því sem við ætluðumst til. Það er bara þannig. Það getur vel verið þegar fram líða stundir að Henderson, Adam, Carroll og co. verði dæmdir sem mjög góðir og gildir leikmenn í aðalliðshópi en ég er ansi langt kominn með þá ályktun að enginn þeirra sé nógu góður til að vera fastamaður í byrjunarliði. Það er einna helst Henderson sem ég ber vonir til en með hina finnst mér ég alltaf vera að sjá ranga hluti frá þeim. Sérstaklega Adam, sem ég bar einna mestar vonir til og var hvað ánægðastur með á fyrstu vikum tímabilsins.

  Mín skoðun er sú í rauninni að við eigum að gera sem minnstar leikmannabreytingar í sumar. Halda kaupum síðasta árs öllum, leyfa kannski t.d. Maxi og Aurelio að fara frítt en helst ekki meira en það, og leggja svo allt kapp á að kaupa 2-4 háklassa leikmenn sem styrkja byrjunarliðið okkar samstundis. Hvort þeir eru frá Englandi eða erlendis frá skiptir mig ekki máli, bara að stefnan sé klárlega sú að þeir sem eru keyptir séu betri en Carroll, Downing, Adam og Henderson. Það eru fínir leikmenn en þeir virðast ekki geta borið þetta lið uppi og aðeins með því að stefna á að kaupa enn betri leikmenn næst munum við bæta byrjunarliðið og breiddina í leikmannahópnum.

  Sem fæstar leikmannasölur og ekki of margir leikmenn keyptir, frekar 2-3 hágæða nöfn en 5-8 miðjumoðara. Sumarið í fyrra var mikilvægt, leikmannabyltingin þá var gríðarlega nauðsynleg en nú er ekki þörf á annarri byltingu, síst af öllu ef Dalglish heldur áfram með liðið sem ég tel 99% líkur á. Hann þarf að bæta við það sem hann þarf, ekki skipta um lið.

  Þetta var sem sagt annar punkturinn minn, leikmannakaupin. 🙂

 91. Maggi, hvaða eitur byrluðu þeir þér þarna úti eiginlega?

  Ég dáist að bjartsýni þinni og þú ert stórskemmtilegur penni en stundum ganga hlutirnir bara ekki upp.

  Dalglish er bara ekki að ganga upp.

  Henry og co. eru ekki hræddir við breytingar, þeir sýndu það með Francona og Epstein hjá Red Sox, vona að þeir geri slíkt hið sama hjá Liverpool.

 92. Mjög athyglisvert hjá Kristjáni Atla vangavelturnar um leikkerfið sem við spilum. Sérstaklega þegar maður skoðar hvaða leikmenn hafa verið keyptir.

  Það er alveg augljóst að Dalglish ætlaði sér að spila 4-4-2 með Suarez og Carroll frammi enda er kallinn þekktur fyrir það leikkerfi.

  Hitt er svo annað og verra mál að liðið hefur spilar lélegan fótbolta (svo ekki sé nú meira sagt) í þau skipti sem hann hefur sett upp í 4-4-2.

  Fyrir mér blasir þetta nokkuð augljóst við. Í raun er ekkert alvöru-lið í dag sem spilar hitt eiginlega 4-4-2 leikkerfi. Flest liðin eru komin í eitthvað afbrigði af 4-2-3-1, 4-4-1-1 eða hreinlega 4-3-2-1. Ef menn ætla að fara að benda á Scum þá spila þeir 4-4-2 þegar að Rooney er með, enda er hann yfirleitt fremsti maður að sækja og oftar en ekki aftasti maður að verjast (vona að menn fatti mig).

  Þegar maður skoðar þau skipti sem kallinn hefur sett upp í nútímalegra leikkerfi hefur mér yfirleitt fundist að okkur gangi betur að sprengja varnir andstæðinganna og dóminera miðjuspilið (að gærdeginum frádregnum þar sem menn höfðu engan áhuga á einu né neinu).

  Fyrir mér er s.s. 4-4-2 yesterday’s news. Þannig mætti alveg nota Suarez sem kanntmann ef við höfum hinn getulausa Carroll á toppnum, enda er það yfirleitt sú staða sem hann spilar hjá Úrúgvæ, þ.e. svona svoldið eins og David Villa er hjá Barca (án þess þó að bera það saman við Liverpool).

  Mér fynnst allavega að umræðan ætti að snúast meira um það hvernig kallinn setur liðið upp. Því eins og Kristján Atli bendir réttilega á þá er aldrei sama leikkerfið hjá okkur tvo leiki í röð.

  Aldrei sér maður nú United, Arsenal eða Chelsea breyta um leikkerfi eftir mótherjum…

 93. Ég er bjartsýnismaður og því vill ég losna við King Kenny og Suarez…

 94. Ég hef nú trú á því að við tökum þetta á næsta ári!!,,,,,,,,,,,,,,,,,,uuuuu nei það er ekki að fara að gerast nema að við kaupum 11 toppklassa leikmenn fyrir næsta tímabil.

  Það er ekki að fara að gerast og við verðum bara að sætta okkur við meðalmennsku næstu ári, við verðum að keppa um sæti 11.-7.

 95. Ég var að lesa komment þess efnis að Enrigue væri í sama klassa og konchesky……… Og mig er ekkert að dreyma.

 96. Mikið rosalega er ég feginn að konan dró mig í sumarbústað yfir helgina þar sem var ekkert sjónvarp og ekkert net. Gat því hreinlega ekki séð neitt af þessum arfaslaka leik og er ég feginn. En ég segi það fyrir mitt leiti að þetta tímabil var ákveðinn tilraunastarfsemi fyrir Dalglish. Þetta er tímabilið til þess að meta styrkleika hópsins, fylla upp í göt og svo koma gæðin næsta sumar sem eiga að lyfta Liverpool í hæðstu hæðir. Semsagt 2-4 gæða leikmenn sem munu mata sóknarmenn af boltum og eða sækja upp kantana eða hvað það er sem vantar í Liverpool liðið. Þannig ég ætla ekki að öskra eftir því að Dalglish sé rekinn en það er ekki vegna einhverrar aðdáunnar á honum heldur þeirri einföldu ástæðu að góðir hlutir gerast hægt og þolinmæði er dyggð. Vissulega ættu 100 milljónir punda í nýja leikmenn að tryggja Liverpool meistaradeildar sæti en þegar við tökum saman forskotið sem liðin fyrir ofan Liverpool höfðu fyrir þá var gatið ábyggilega nær 200 milljónum punda. Það semsagt er ennþá bil þrátt fyrir mikla eyðslu. Þess vegna tel ég að menn verði einfaldlega að gefa þessu meiri tíma. Meistaradeild er úr sögunni að þessu sinni en framtíðin er björt með þessum eigendum hef ég trú á. Hvort að Dalglish sé svo rétti maðurinn í stjórastarfið skal ég segja ykkur eftir næsta tímabil 🙂

 97. Manicini að skipta grútlélegum Barry útaf á 36 mín, Barry brjálaður, maður myndi aldrei aldrei sjá þetta gerast hjá Liverpool enda vantar punginn á menn þar !

 98. Sælir félagar

  Þessi þráður er að þróast að mestu yfir í mjög góða umræðu. Menn eru sammála um að það má gagnrýna KK og sumt sem hann gerir er gagnrýni vert. Um hitt deila fæstir að KK er ekkert að fara og að flestra áliti á hann ekki að fara, hvorki í vor né næsta vetur. Ég hallast að hinu síðast nefnda að hann verði með liðið alla vega út næstu leiktíð. Þá vona ég að staðan verði sú að engum detti í hug að hann fari. Hvorki af eigin hvötum né annarra

  En hvað er það sem gerir það að verkum að einhverjir vilja að KK fari en aðrir gagnrýna hann harkalega. Þá á ég við fyrir utan árangur þessrrar leiktíðar sem er ef til vill aðeins það sem búast mátti við ef menn eru raunsæir. Lítum aðeins á það.

  Fyrir það fyrsta; leikmannakaup; flestir eru á því að þau hafi alls ekki gengið upp en einhverjir telja það ekki fullreynt ennþá. Ég segi fyrir mig að ég bind enn vonir við Carroll, Henderson og Downing. Sjáum til

  Í öðru lagi stjórnun og uppstilling; sem margir gagnrýna að leik loknum en færri fyrir leik. Af hverju er Kuyt alltaf(?) í liðinu. Af hverju detta Downing og Carroll út þegar þeir virðast vera að ná einhverju? Af hverju eru skiptingar svona seint og oftast rangar(?), það er að segja hann tekur rangann mann útaf of seint og setur svo vitlausann(?) mann inná?

  Í þriðja lagi leikskipulag; gamaldags(?) úrelt og ekki í samræmi við leikmannahópinn(?). Nú er það svo að fótbolti er í reynd einfaldur leikur. Uppstillingar eins og 4-4-2, 4-2-3-1, 4-4-1-1 o.s.frv. eru ef grannt er skoðað allar eins. Mismunurinn snýst um áherslur í hreyfingum leikmanna á þessu takmarkaða svæði sem völlurinn er. Því er ef til vill spurningin ekki um leikkerfi(?) heldur um hlutverk og svæði og svo dugnað og yfirferð leikmanna innan þess. Og svo sköpunarhæfni leikmanna og frelsi þeirra til að brjóta upp hlutverk sitt og annarra.

  Að síðustu má minnast á mótiveringu; virðingu leikmanna fyrir stjórnanum og samband þeirra við hann og klúbbinn ásamt áhuga leikmanna fyrir því að leggja sig fram og gera kröfur til félaga sinna um það sama. Þetta er spurning um stjórnunarstíl og aga, launa mönnum vel unnin verk og láta þá vita ef þeir skila ekki því sem af þeim er krafist og hvernig tekið er á því.

  Þessi samantekt mín er gerð hér til að marksetja umræðuna frekar en sem einhver dómur eða ofvitaháttur. Því er spurningin; hver þessarra þátta hefur klikkað hjá KK og er hægt að laga það Er komin næg reynsla til að hægt sé að dæma í þessum þáttum, sumum eða öllum? Ég spyr en veit ekki.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 99. @110 Kristján Atli
  geri aðrir betur ?

  Utd komnir með 1 bikar á þessu tímabili og í alvöru séns á 2 í viðbót.

 100. Villi – drífa sig á United spjall bara…

  Ég veit nú ekki alveg hvers vegna minn pistill á allt í einu að lýsa einhverri ofurbjartsýni. Ég er bara að lýsa þeirri skoðun minni að Kenny Dalglish sé alls ekki að hætta. Gengið í deildinni í vetur hefur gengið illa, en lesið bara einhverja grein eftir einhvern innanbúðarmann eða vel tengdan Liverpool FC og finnið einhverja vísbendingu um annað en það að fyrirtækið LFC sé eitthvað óánægt, eitt prósent, um þjálfarann.

  Ég auglýsi líka eftir því hvað menn telja raunhæft fyrir þjálfara að þurfa mikinn tíma til að byggja upp lið? Á það að verða lenskan hjá okkur að reka þjálfara ef hann nær ekki 4.sæti? Óháð því hvernig gengur í bikarkeppnum. Beguristain sagði að Barcelona hafi þurft 10 ár til að búa til sinn hóp og við skulum ekkert ræða eitthvað um Rauðnef eða þann tíma sem tók fyrir Spurs að búa sitt lið til.

  Ef Dalglish hættir í sumar, er það þá þannig að nýr maður fái bara sumarið til að versla sína menn og síðan rekinn sumarið 2013 ef við náum ekki CL-sæti? Ég hef bara satt að segja enga trú á svoleiðis fótboltahugsun og treysti okkar eigendum til að horfa til langtímans og út frá því dæmi þeir stjórann.

  En pistli Kristjáns hér rétt að ofan er ég ALGERLEGA sammála, þetta er bara mitt á milli og við verðum að þreyja þorrann og góann í þessu. Næst er Everton og ég heimta sigur og síðan treysti ég á það að við sláum Stoke út og náum undanúrslitasæti í FA cup í fyrsta sinn síðan 2006. Það strax.lítur allt öðruvísi út finnst mér.

  Þetta lið okkar hefur sýnt af sér góðan standard í mörgum leikjum vetrarins en það vantar stór púsl í sóknarleikinn og karakterana almennt til að halda út heilt tímabil.

  Reina – Johnson – Agger – Skrtel – Enrique – Lucas. Þessir sex einstaklingar eru þeir sem treyst eru fyrir varnarleiknum og ég leyfi mér að lýsa yfir ánægju minni með þá og ef það er ofurbjartsýni, þá það. En vissulega, vissulega þarf að gera mikla bragarbót í deildinni og Tomkins er með þetta.

  Kenny Dalglish hefur klárlega rétt fyrirtækið Liverpool FC við í samvinnu við þá sem þar eru nú við stjórn og þess vegna ætla eigendurnir honum hlutverk. Það er mitt kalda mat á stöðunni, líkt og Kristjáns Atla. En það þýðir að sjálfsögðu ekki það að við getum gefið honum endalausan séns þó þar fari mikilvægasti einstaklingurinn í sögu félagsins frá 1977.

 101. Deildin er löngu búin hjá okkur og við megum sáttir sitja við 6 sæti með heppni, þá er bara um að gera að gefa öllum þessum táningum séns og gá hvort að þeir geti ekki blásið lífi í þetta furðulega andlausa lið. Það eitt að fá tækifæri í aðalliðinu í fyrsta skipti er nógu mikið adrenalínkick fyrir þessa gutta að þeir gætu alveg gert einhvern skaða.. ekki eins og það sé margt annað að gerast hjá okkur.

  Til gamans má geta að ég renndi yfir töfluna í deildinni.. og 4 lið hafa skorað færri mörk en Liverpool á þessu tímabili.

 102. Svona til að leggja eitthvað meira gáfulegt í bleg hérna, þá trúi ég því ekki að leikmennirnir okkar séu sáttir með þessa frammistöðu frekar en við aðdáendurnir. Það er ótrúlegt að þetta lið hafi í raun tætt Arsenal í sundur fyrir viku síðan ….
  Ég held að menn viti alveg að það er kúkur í brókinni sinni og hver og einn verður að sjá um að þrfía sína skitu. Menn eru nú ekkert blindir og ég ætla rétt að vona að þessi niðurgangur sem liðið er á, hætti nú fljótlega. Ef menn vilja komast “frá” klúbbnum af því þeir eru ekki að fara í CL eins og kannski sumir hugsa, þá ná þeir því ekki með því að spila áhuga- og metnaðarlausir.

  Nokkrir áhugaverðir punktar sem kannski skipta máli:
  – eftir að Gerrard kom til baka hefur liðinu gengið verr en án hans.
  – Liðinu gengur verr eftir að Lucas meiddist en áður en hann meiddist, og voru þeir þá án Gerrards.
  – Eftir Evra/Suarez skandalinn allann hefur Suarez lítið getað og eiginlega gert illt verra.
  – Liðið nýtir minna en 8% af færunum sínum.
  – Liði hefur skotið 21 sinni í tréverkið.
  – Liðið er með næst bestu vörnina í deildinni.
  – Gerrard er búinn að skora jafn mörg mörk og Maxi …
  – Downing hefur enn ekki gefið stoðsendingu.

  Semsagt: Gerrard og Suarez eru þá ekki þessir matchwinnerar ef maður horfir í tölfræðina og Lucas er þá mikilvægasti leikmaðurinn. Og ef við tölum um hvernig þetta var í fyrra var það jú Gerrard og Agger sem voru meiddir meir og minna frá áramótum, Carrol kom lítið við liðið og þetta var bara alveg bærilegt hjá þeim. Hver var þá mótorinn í liðinu: Lucas. Menn eins og Maxi voru að setja þrennu en nei hann fær ekki sjens núna.

  Breski kjarninn hans Kenny er ekki að “delivera” og alveg umhugsunarvert hvort að hann þurfi ekki að endurskoða bæði leikmannahópinn og kjarnann í honum með mjög gagnrýnum augum, og e.t.v. finna bók sem útskýrir eitthvað annað kerfi en 4.4.2. Adam og Downing voru kannski “bestu menn” Blackpool (sem féll) og Aston Villa (sem er að falla).

  Allavega, ég er ekki vanur að sjá svona slakt LFC lið sem og fleiri hérna og ætla sko aldeilis að vera stuðningsmaður áfram, en ég ætla að leyfa mér að gagnrýna þá í ræmur ef mér sýnist svo.

 103. The honeymoon is over. Síðustu leifarnar af teflon-húðinni skröpuðust af skrápnum á King Kenny með þessum hroðbjóð sem liðið bauð upp á í gær. Héðan í frá mun gagnrýnin festast á honum, sérstaklega þegar innistæða er fyrir henni eins og augljóst er. The heat is on.

  Ég held að þeir gallar sem maður óttaðist að myndu hrjá karlinn sé ekki bara komnir í ljós heldur núna staðfestir sem alvöru vandamál. Úrelt sóknartaktík, ofurvarfærnar innáskiptingar og klúðursleg fjölmiðlahöndlun. Þetta minnir óneitanlega á þau sömu vandamál og voru að hrjá hann síðast er hann stýrði úrvalsdeildarliðið (Newcastle). Þetta voru frekar fyrirsjáanlegir vanktantar en glæsileg byrjun á seinni hluta síðasta tímabils ásamt mikilli stemmningu fékk mann til að gleyma göllunum sem maður óttaðist.

  Auðvitað hefur hann líka sína styrkleika enda ekki goðsögn að ósekju. Þeir eru man-management, frábær varnarvinna (Clarke á líka stóran þátt í því) ásamt feitri inneign af virðingu og velvilja hjá leikmönnum og áhangendum. Maður hélt þó að leikmannakaup væru einn af hans styrkleikum og gott mat á getu leikmanna en það sem af er þá er það hans veikleiki. Hugsanlega þar sem hann kaupir leikmenn til að passa inn í gamaldags taktík en einnig þar sem þeir leikmenn sem hann keypti og valdi eru mest megnis að spila undir getu.

  Ég er ánægður með að hafa landað bikar og sú sigurvíma gæti skilað sér vel til lengri tíma þó að núna sé það akkúrat að vinna gegn okkur í núinu. Þ.e.a.s. miðað við leikinn í gær sást að leikmenn virðast hættir í deildinni enda langt í 4.sætið og Eurotrash-deildin örugg á næsta ári. Liðið virkar þreytt og uppgefið. Það má heldur ekki vanmeta það hversu illa þetta Negrito-gate mál lék okkur og sérstaklega okkar besta mann sem einnig hefur ekki fengið sumarfrí í 2 ár. Það ásamt ákveðinni óheppni/aulaskap með stangarskotum og vítanýtingu hefur dregið mjög úr jákvæðri stemmningu og vindum í seglin. 30 mörk í 27 leikjum er svo ömurlegt að maður fær aulahroll við að hugsa um það. Pælið í þessi: af liðum í 7.sæti eða ofar í sterkust deildum Evrópu (Spánn, Þýskaland, Ítalía, Frans og Holland) er bara eitt lið með færri mörk skoruð per leik (Toulouse í 5.sæti í Frans með 29 mörk í 27 leikjum). Skörum frammúr í ömurlegheitum á alþjóðlegum mælikvarða.

  Bömmerinn er þó helst að það var alvöru tækifæri til að vera í baráttu um 4.sæti verandi með Chelskí og Arsenal í tilvistarkreppu og engin Evrópukeppni til að taka orku frá okkur. Málið er bara að gegn miðlungsliðum og verri þá eigum við í bölvuðum vandræðum með að spila okkur í gegnum varnarmúrinn hjá vinnusömu og skipulögðum mótherja. Þetta er þróun sem Kenny hefur misst af síðasta áratuginn og þau gæði sem þarf á síðasta þriðjunginum til að brjóta þetta á bak aftur. Flest toppliðin leysa þetta með “leikstjórnanda” eða skapandi tæknitrölli sem spilar á milli varnar og miðju líkt og Modric, Mata, Silva, Scholes o.fl. Við höfum engan slíkan og slæmt að Kenny eða Comolli hafi ekki reynt að leysa málið og treyst á að skrokkurinn á Gerrard gamla haldi út. Nokkrir hafa verið orðaðir við okkur sem hefði verið hægt að landa með metnaði: Eriksen hjá Ajax, M.Marin hjá W.Bremen, X. Shaqiri hjá Basel, Marco Reus hjá B.Mönchengladbach eða jafnvel Diego hjá Wolfsburg (láni hjá A.Madrid). Með einhvern slíkan hefði verið meiri sköpun og hugsun í sókninni frekar en bara að hlaupa upp kantinn og krossa á ENGAN inni í teignum eða að treysta á föst leikatriði (hvað kom fyrir spyrnugetu Charlie Adam??).

  Enn verra þótti mér að við notuðum ekki tækifærið til styrkinga í janúar. Það hefði sýnt metnað til að gera alvöru atlögu að 4.sætinu. Hefði t.d. ekki verið sniðugt að fá Gylfa Þór eða Djibril Cisse að láni út tímabilið? Sköpun og hraða í sóknina? Tja, eða að fá M. Diarra ókeypis líkt og Fulham gerði í febrúar? Væri þrítugur Diarra sem var hjá Lyon og Real Madrid í samtals áratug ekki betri lausn sem varnarsinnaður miðjumaður heldur en Jay Spearing? Menn hafa ekki viðurkennt gallana né séð ástæðu til að reyna að bæta liðið og það eru stór mistök sem eru að reynast okkur dýrkeypt.

  Úr því sem komið er þá væri helst hægt að vonast til velgengni í FA Cup og ég verð mjög svekktur ef að við lendum NEÐAR en 7.sætið. Það væri óhugsandi lélegt. Einnig þá heimta ég að ungir strákar eins og Coady, Sterling, Morgan o.fl. fá séns af bekknum og Shelvey fái að byrja nokkra leiki. KK hefur verið mun ragari með að nota ungu strákana núna heldur en í fyrra. Ég vil frekar leyfa þeim að fá séns heldur en að verðlauna menn sem eru að spila illa með fastamennsku í byrjunarliðinu. Kuyt og Maxi eru búnir og ég vil ekki sjá þá byrja leik aftur.

  Ég sé ekki fyrir mér annað en að KK stýri liðinu á næsta ári þó að mér finnist sjálfum sem að einhver annar gæti unnið betra starf. Þá hugsa ég helst til Deschamps og Rijkaard sem ætti að vera auðvelt að fá. Menn sem hafa gert frábæra hluti sem leikmenn og þjálfarar og af því kaliberi að geta stýrt stórliði til sigurs. Kenny verður að gera betur á næsta ári í deildinni en hann hefur gert núna. Alveg dagljóst að engar afsakanir duga lengur. Hann verður að koma með lausnir á helstu vanköntum liðsins og sjálfs síns annars á hann ekkert erindi í að stýra Liverpool nútímans. Ég held að hann viti þetta sjálfur og myndi alltaf gera það sem best þætti fyrir Liverpool ef á það reyndi. En það er fátt annað í stöðunni en að gefa honum séns á að bæta sig enda á hann það alveg inni hjá okkur. Hver veit, kannski myndu tveir sigrar í næstu viku gerbreyta andrúmsloftinu og við gætum endað tímabilið með sæmd í deildinni og jafnvel öðrum degi á Wembley.

  Come on you Reds.

 104. Svakalega er eg feginn ad hafa ekki tima ne orku til ad fylgjast med thessu øllu saman. Mæli med tveimur vinnum og fjarnami til ad dreifa huganum fra Liverpool i deildinni i thad amk!

  Eg vil ad menn komi med lausnir og hugmyndir ef their vilja reka KD og felaga.

  Kannski er hann ekki med ,,thad” lengur eftir allan thennan tima en hann hefur vissulega hjartad a rettum stad og ordsporid. Eg vil ekki taka panik akvardanir nuna enda finnst mer ekki vera panik astand. 7.sætid er hins vegar ekki vidunandi hja Liverpool en thad er ekki allt kolsvart.

  Mig dreymir um Liverpool – neverton i urslitum FA Cup. Mig dreymir um storar hredjar eigandanna okkar og thjalfara lidsins. Mig dreymir um hugarfarsbreytingu leikmannana okkar og thar af leidandi betri arangur.

  Thetta er allt hægt og ef thad er einhver klubbur sem getur rifid sig upp og byggt a hefdinni tha er tad klarlega Liverpool.

 105. Hér eru ýmsir sem tala um hve langan tíma Kenny eigi að fá, og ég er með nokkra punkta um það.

  1 – Þegar menn eru farnir að benda á hvað aðrir hafa fengið langan tíma til að byggja upp sitt lið, þá eru menn farnir að grípa í ansi mögur hálmstrá. Hvað Sörinn fékk langan tíma fyrir 20 árum síðan, skiptir bara engu máli. Nýjir tímar, annað lið, og allt það. Þetta bara á ekkert við í dag.

  2 – Við erum að ganga í gegnum uppbyggingartímabil, á því leikur enginn vafi. Vandamálið er, ágætu vopnabræður, að Liverpool hefur meira og minna verið í uppbyggingarstarfi síðan liðið vann síðast Englandsmeistaratitilinn. Og hvað er eiginlega langt síðan það var?! 🙂

  Málið er að við erum orðin býsna vön því að horfa á hvert uppbyggingartímabilið á fætur öðru, og þekkjum það eflaust betur en flestir aðrir þau merki þegar umrætt uppbyggingartímabil er ekki að ganga upp.

  3 – Liðið er núna með fjársterka eigendur – að því virðist – að baki sér og því er ekkert því til fyrirstöðu að gera alvöru kröfu á að menn geti gert alvöru atlögu að efstu 4 sætunum. Eftir eyðslu upp á 100 milljónir punda á einu ári þá á liðið bara að vera betra en sem nemur 7. sæti.

  Ég þreytist seint á þessari margumtöluðu tölfræði hjá Liverpool, en alltaf slær það mig niður í smá þunglyndi:

  Liverpool: 27 leikir – 30 mörk
  Van Persie: 26 (1) leikir – 25 mörk

  Með góðum vilja (!) getum við gert þessa tölfræði enn verri, en mér skilst að andstæðingar Liverpool hafi skorað 4 sjálfsmörk á þessari leiktíð, þannig faktískt hefur þá Liverpool aðeins “skorað” 26 mörk í 30 leikjum.

  Ég kalla sjálfur ekki eftir því að Kenny verði rekinn, enda er hann eini maðurinn í heiminum sem er stærri en klúbburinn. Hann verður ALDREI rekinn. Hann missir ALDREI búningsklefann – og ef það gerist þá verða eflaust allir leikmenn seldir áður en menn fara að ræða stöðu Kenny. Hann er hinsvegar ekki undanskilinn gagnrýni og hann á skilið mikla gagnrýni fyrir kjánalegar liðsuppstillingar, skringilegt val á leikmönnum í byrjunarliðið, mjög skrítin leikmannakaup, og vangetu í að lesa í leiki og breyta þegar breytinga er virkilega þörf.

  Ég vil svo ítreka það að ég get ekki hugsað til sumarsins með neinni eftirvæntingu. Það er augljóst að liðið þarf meira en 2-3 alvöru leikmenn í sumar til að gera eitthvað á næsta tímabili – og reynsla nýju eigendanna á leikmannamarkaðnum síðastliðið ár veitir ekki vísbendingar til þess að slíkir leikmenn muni koma til félagsins næsta sumar.

  Homer

 106. Vil fá Gylfa í Liverpool,verst að hann er stuðningsmaður manu.Hans eini galli rosalega gaman að sjá hvernig hann tætir þetta swansea lið áfram með þessum boltum fram á við.Væri gaman að sjá Gylfa og Gerrard saman á miðjunni,tala nú ekki um þegar Leiva verður kominn aftur í liðið.Nú er bara að landa þessari F.A dollu og gera flott kaup núna í sumar Y.N.W.A

 107. Sælir aftur félagar,

  Auðvitað væri sexy að fá Gylfa í Liverpool en maðurinn er united stuðningsmaður og því ætti þessi umræða að stoppa hér.

  Annars verð ég bara að viðurkenna að ég er alls ekki sannfærður með þessa eigendur. Bara alls ekki. Þeir vissulega gerðu vel þegar Torres fór og við keyptum dýra leikmenn í sumar en það er ekki nóg að mínu mati.

  Lítum á staðreyndir (rafa!):

  Okkur hefur gengið gríðarlega ílla að skora mörk í vetur. Vandræðalega ílla. Það var ekki keyptur sóknarmaður í janúar. Það vita allir að ef við hefðum “heitan striker,, í liðinu í dag værum við í mun betri stöðu í deildinni og King Kenny væri Jesú. Mætti alveg kalla það “panic buy”, kaupi það alveg, en við erum í sóknarkrísu, í raun Risa sóknarkrísu.

  Liverpool kom ömurlega út úr þessu Suarez/Evra máli. Eigendurnir gerðu svo mikið að mistökum að minu mati(eins og margir aðrir) að það gróf undan credability klúbbsins.(i.e. við styðjum hann, við styðjum hann ekki osfrv). Fann fnykinn að pólitískri rétthugsun þeirra alla leið hingað til íslands

  Þeir voru gríðarlega lengi að reka ugluna. Það böggaði mig.

  Þeir voru gríðarlega lengi að ráða King Kenny. Það böggaði mig

  Þeir virðast ekkert geta fundið út hvað þeir ætla að gera í sambandi við Anfield. Það er risa hneyksli, að mínu mati, að það sé ekki búið að ákveða að stækka eða færa völlinn. Eftir hverju er verið að bíða?

  Að lokum spyr ég svo, hvað nákvæmlega hafa þeir eytt í leikmenn? Hvað út og hvað inn?

  ….reyndar fá þeir prik í kladdann fyrir hana Lindu. Hún er glæsileg. Hún böggar mig ekkert.

 108. Af öllum toppliðunum, af hverju í fjandanum þurfti það að vera Liverpool sem hrundi? Hvað er að gerast? Þeir voru jú bestir þegar ég var lítill og það hentar afar illa að þeir séu ekki nálægt því að vera það núna í dag og síðustu 20+ árin… Ég nenni ekki að standa í svona vonbrigðum, vonleysi og pirring næstu daga, vikur, mánuði eða ár, það þarf að fara að breyta þessu til baka. Af hverju verða leikmenn sem hafa slegið í gegn í öðrum liðum svona slakir þegar þeir klæða sig í rauðu treyjuna? Þetta hljóta bara að vera einhver álög sem verður að aflétta. Ég legg til að við verðum fúlir þar til liðið verður gott aftur, díll? 😉

 109. Vá, maður er orðinn svo ruglaður á þessu gengi(kenni því um margt í lífi mínu)að maður talar í þversögn við sjálfan sig… “Ég nenni ekki að standa í svona vonbrigðum, vonleysi og pirring næstu daga, vikur, mánuði eða ár” og svo segi ég… “Ég legg til að við verðum fúlir þar til liðið verður gott aftur, díll? ;)” bulli bull… ZZZzzz

 110. Það versta við að ná ekki í CL er að þá þurfum við væntanlega að upplifa annað sumar þar sem toppleikmenn velja önnur lið umfram okkur. Það er hundfúlt. Ef Liverpool tekst að vinna FA Cup og enda í 6.sæti þá er þetta tímabil ekki alslæmt. Mér finnst Peter Beardsley #124 koma með góða punkta. Það hefði verið sterkur leikur að fá einhverja lánaða í janúar held ég. Síðan er maður hissa á því að loksins þegar menn eins og Downing og Carroll virðast vera að koma til þá séu þeir frystir á bekknum. Skil það ekki. Á meðan við skorum ekki meira er ekki von á góðu. Sennilega getum við þakkað vörninni okkar það að við séum ekki þónokkuð neðar á töflunni. Hef enga trú á að Kenny sé á förum enda sé ég ekki lausn í því núna.

 111. “Auðvitað væri sexy að fá Gylfa í Liverpool en maðurinn er united stuðningsmaður og því ætti þessi umræða að stoppa hér.”

  Get ekki séð að þetta hafi eitthvað með málið að gera… trúi ekki að allir sem hafi verið keyptir til Liverpool í gegnum tíðina hafi verið stuðningsmenn liðsins. Þetta eru atvinnumenn og þeirra persónulegu skoðanir eiga ekki að koma í veg fyrir að þeir vinni vinnuna sína. Það að mér finnist Cheerios betra en Kornflakes þýði ekki að ég geti ekki unnið fyrir það síðarnefnda???

 112. Svona án gríns, það lið sem kaupir Gylfa er að fara að gera besta díl í heimi. Gæinn er svo professional að það hálfa væri nóg. Svo er fólk að gleyma því að hann er ekki nema hvað 22? Skemmtilegast fyrir hann líklega að fara í Arsenal en ekki spurning að Liverpool hefur helling með hann að gera.

 113. “Af hverju verða leikmenn sem hafa slegið í gegn í öðrum liðum svona slakir þegar þeir klæða sig í rauðu treyjuna?”

  Þetta hef ég verið að hugsa mikið síðustu ár… sérstaklega varðandi sóknarsinnaða menn. Af hverju nær nánast enginn sóknarmaður nema FT sín 2 fyrstu tímabil að meika það í treyju Liverpool sama hvað þeir hafa gert með fyrri liðum?

 114. Þessar Suarez-“fréttir” eru slúður af verstu sort. Blaðamaðurinn spurði hann hvort hann væri til í að spila með Diego Lugano (fyrirliða Úrúgvæ) hjá PSG og hann svaraði kurteisislega að það yrði draumur að spila með Lugano, félaga sínum. Blaðamaðurinn innti hann þá aftur eftir PSG-hluta spurningarinnar og þá svaraði hann já, alveg eins, eins og mörgum öðrum stórliðum.

  Hann var að reyna að vera kurteis, tala fallega um félaga sinn og liðið hans en blaðamaðurinn fékk það sem hann vildi og sló upp stórri fyrirsögn í Frakklandi – “Suarez vill PSG!”

  Við ræddum svona leiðandi spurningar í Kop.is Podcasti #15 og þetta er aleg klassískt dæmi um slíkt. Hafið engar áhyggjur, hann meinti ekkert með þessu.

  Annars verð ég að setja smá pásu við umræðu um Gylfa Sigurðsson. Ég var hrifinn af Gylfja hjá Reading og skil ómögulega þá meðferð sem hann fékk hjá Hoffenheim, þannig að framganga hans hjá Swansea síðustu tvo mánuði hefur ekkert komið mér á óvart. En þetta eru samt bara tveir mánuðir.

  Að mínu mati er hægt að setja stórt spurningarmerki við leikmannakaup síðasta árs af því að flestir þeirra sem voru keyptir höfðu bara verið góðir í mjög stuttan tíma í Úrvalsdeildinni. Adam – eitt tímabil. Henderson – eitt tímabil. Carroll – hálft tímabil og svo Championship-deildin. Downing – meðalleikmaður í 5-6 tímabil en svo allt í einu miklu betri í eitt tímabil og keyptur. Bara Bellamy og Enrique höfðu sýnt sig og sannað í fleiri en eitt tímabil í efstu deild.

  Við leysum ekki það vandamál að kaupa óáreiðanlega menn með því að kaupa aðra leikmenn sem hafa leikið enn skemur í efstu deild. Þess vegna finnst mér allt tal um t.d. Swansea-mennina Gylfa Sig og Jo Allen vera fullótímabært.

  Í sumar vil ég sjá gæði sem ég get treyst. Ef við erum að tala um leikmenn úr Úrvalsdeildinni þá vil ég sjá leikmenn sem hafa sýnt sig aftur og aftur þar, nú eða leikmenn sem hafa sannað sig vel í svipað stórum deildum erlendis.

  Það versta er að ég hef ekki hugmynd um hvað þessir leikmenn eiga að heita. En til þess var Comolli ráðinn og ef stærstu bitarnir – Hazard, Götze og co. – munu neita okkur af því að við erum ekki í Meistaradeildinni er komið að því að Comolli sýni hvað í sér býr og finni sambærilega leikmenn sem almenningur veit kannski ekki jafn vel af.

 115. Ef það á að auka hraðann í liðinu, þá er Gylfi Þór Sigurðsson klárlega ekki málið.

  En góður spilari er hann.

 116. “Stuart litli Downing 1836 mínútur í PL með Liverpool. 0 mörk og 0 stoðsendingar. Ætli þetta sé met hjá kantmanni í topp 6 liði í PL?”

 117. Myndu menn e-ð gráta það ef Suarez fer frá Liverpool?

  Þessi leikmaður er stöðugt í fréttunum af röngum ástæðum, kom sér í 8 leikja bann, er sífellt að fleygja sér í grasið og kvarta undan illri meðferð. Fyrir mér er þetta leiðinlegur leikmaður. Hann sínir mikinn klassa oft, en það er fljótt að detta niður. Svo horfir maður á menn eins og Bellamy sem er ekki að spila eins mikið en er að skila miklu meira framlagi.

  Ég yrði virkilega sáttur ef hann yrði seldur. Hann er svona leikmaður eins og Drogba eða Ronaldo þegar þeir voru uppá sitt besta í að fleygja sér í grasið. Nema þeir gátu báðir skorað.

 118. Við eigum að skoða það alvarlega að selja Suarez til PSG ef gott tilboð berst frá þeim. Suarez er búinn að valda vonbrigðum. 6 mörk í deildinni er langt frá því að vera ásættanlegt. Þessi “markaskorun” frá 60 milljóna punda framlínunni okkar er aðalástæða þess að það eru 6 stig niður í 15 sætið. Þetta eru menn sem áttu að bera sóknarleik liðsins uppi en þeir hafa algjörlega brugðist og gætu ekki skorað þó þær stæðu inni í markinu. Fyrir vikið hefur hver leikurinn á fætur öðrum klúðrast þrátt fyrir að Liverpool hafi gjörsamlega dóminerað frá frá fyrstu til síðustu mínútu.

  Þetta hefur verið aðalvandamálið í vetur. Ekki Charlie Adam, Stewart Downing, Jordan Henderson eða Luis Enrique. Þetta er menn sem hafa heilt yfir staðið sig vel. Downing væri t.d. kominn um 10 stoðsendingar ef það væri afgreiðsla þó ekki nema í meðalklassa inni í tegnum. En þegar illa gengur byrja menn að leita uppi sökudólga og kastljósið virðist yfirleitt beinast að öllum öðrum nema Luis Suarez. Það finnst mér með ævintýralegum ólíkindum. Suarez átti að vera lykilmaður og match winner fyrir okkur en hann hefur gjörsamlega brugðist.

 119. Ekki verið málefnalegri umræður hér í langan tíma. Þetta var svekkjandi tap, en enn meira svekkjandi frammistaða. Á móti Arsenal vorum við miklu betri og spiluðum eins og lið sem á skilið að spila í CL. Á móti Sunderland var ekki annað að sjá að menn væru búnir að missa trúna á að ná 4 sætinu þrátt fyrir ýmsar yfirlýsingar. Það kom á óvart. Tel að vandamálið sé ekki 2-3 leikmenn sem hafa spilað illa, það þarf að skoða heildarmyndina og það gera reyndar margir pennar hér. Halda kjarnanum…bæta við 2-3 klassamönnum…og Lucas til baka! Liðið hefur bara ekki verið í lagi í deildinni síðan hann meiddist.

  Það þarf svo enginn að segja að negrito málið hafi ekki skaðað klúbbinn og haft neikvæð áhrif á flinka framherjann okkar frá Úrúgvæ. Hann verður annar leikmaður þegar hann kemst yfir þetta.

 120. Það er bara löngu kominn tími núna á að Sterling fái sinn séns. Maðurinn hefur verið að standa sig vel með unglinga- og varaliðinu. Sáum að tilraunin hans Wenger með Chamberlain hefur heldur betur borgið sig og afhverju ekki með Sterling? Lítill, öskufljótur, teknískur og graður í að spila á meðal þeirra bestu. Hvernig vita menn að hann sé ekki tilbúinn ef hann fær ekki sénsinn?

  Liðið á lítinn sem engan séns að ná 4.sætinu, búnir að tryggja okkur evrópudeildarbolta á næsta tímabili svo núna er sénsinn.

 121. Flott umræða og öllum til sóma.

  Mikið óskaplega sem ég varð pirraður að sjá stóru miðlana stökkva til og elta svör Suarez og búa til fyrirsagnir. Kann ekki nóg í frönsku svosem og leyfi mér líka að pirra mig pínulítið á að hann hafi ekki bara sagt, “ég er á löngum samningi hjá Liverpool og því engin ástæða til að ræða þetta”, en auðvitað er dregið út úr þessum línum eitthvað til að búa til fyrirsagnir.

  Hins vegar er alveg ljóst í mínum huga að það eru allir leikmenn okkar undir leitarljósinu (spotlight) til vors, þar er ekki bara verið að tala um Carra, Adam og Downing. Luis Suarez hefur ekki verið skugginn af sjálfum sér eftir að hann kom úr þessu langa banni og hann verður, eins og allir sem klæðast treyjunni, að skipta um gír fram til tímabilsloka og búa til fyrirsagnir um fótboltahæfileika og snilld. Byrja annað kvöld gegn Everton bara takk.

  Það er óvanaleg pressa að fara inn í Merseyside derby eftir þrjá tapleiki í röð og þeir bláu á blússandi ferð. Mitt mat er það að við verðum að sjá karakter þeirra leikmanna sem hefja þá viðureign – því ekkert svíður meir en að fara illa út úr viðureign þeirri á Anfield. Við þurfum að sjá A-frammistöðuna hjá drengjunum…

 122. Flott spjall um Liverpool og sennilega hafa skrifin ekki verið “málefnalegri” eftir tapleik (því þá hefur fúkyrðaflaumurinn fengið að fljóta hindrunarlaust). Að öllum líkindum eru menn líka að átta sig á því að liðið er ekki meistaradeildarhæft.
  Og satt að segja fannst mér menn setja markið of hátt í byrjun þessa tímabils. Fjórða sætið var óraunhæft. Það eru fjögur önnur lið sem eru með massívan leikmannahóp, sem hefur spilað lengi saman og eru því erfiðari viðureignar. Arsenal er klárlega að koma mest á óvart hvað þetta varðar en þeir geta jú þakkað Robin Van Persie fyrir að hafa tekið á sig leiðtogahlutverkið og passað uppá skrokkinn.
  Nýjum manni fylgja nýjar áherslur og menn eru enn að finna sig í skipulaginu. Varnarleikurinn og sóknarleikurinn ber þess greinileg merki. KK fær næsta tímabil til að koma liðinu á þann stall sem það á að vera og takist honum það ekki, verður honum sparkað. Punktur. Þá eiga leikmenn liðsins að vera meðvitaðir um sín hlutverk, hver þeirra staða sé og til hvers er ætlast.
  Stuðningsmenn LFC eru stundum fljótir að gleyma; 2005 er auðvitað æðislegt ár í huga margra en þá endaði Liverpool fyrir neðan Everton í deildinni, fékk jafnmörg stig og Bolton, tapaði meðal annars báðum leikjunum við Birmingham en fékk Meistaradeildarsæti vegna sigursins Istanbul. Þetta var mjög frústrerandi tímabil, liðið gat ekki neitt í deildinni og markahæsti leikmaður liðsins hét Milan Baros, hann skoraði níu mörk. Rafa Benitez var þar á fyrsta árinu sínu. Og var sem betur fer ekki rekinn, hann vann bikar. KK gæti unnið tvo án þess að skila liðinu í meistaradeildarsæti.
  Liverpool verður þó ekki sakað um að hafa spilað “leiðinlegan” fótbolta í vetur, það hefur skapað sér urmul marktækifæra. Nýtingin hefur hins vegar ekki verið uppá marga fiska og þar er einfaldlega skorti á sjálfstrausti um að ræða. Negrito-málið setti skelfilegt strik í reikninginn, meiðsl lykilmanna eins og Lucas og Gerrard gerðu ekki mikið fyrir liðið og Henderson, sem er náttúrlega kornungur, og Adam, sem hafði fengið að leika lausum hala hjá Blackpool, hafa ekki getað staðið undir því að bera upp liðið. Enda held ég að engin á Melwood hafi hugsað dæmið þannig að þessir tveir yrðu í lykilhlutverkum hjá liðinu. Hvað þá Spearing?! Henderson átti að fá tíma til að aðlagast og Adam átti að detta inn þegar Gerry væri þreyttur eða ætti við einhver smávægileg meiðsl að stríða. Stóru mistökin hjá KK var að kaupa ekki almennilega varnar-miðjumenn sem hefði getað fyllt skarð Lucasar.
  Ég vil hins vegar ekki selja neinn í sumar, síður en svo. Ég vil bæta við hópinn þremur gæðaleikmönnum, eyða sextíu til áttatíu milljónum. Og ég vil að Raheem Sterling fá tækifæri. Sá hann með varaliðinu gegn ógnarsterku varaliði Everton og það var ekki að sjá að drengurinn væri smeykur við “the big boys”. Af hverju ætti hann ekki að fá sjénsinn?

 123. @ Kristján Atli (#138)

  Málið er ekki endilega hvort að það sé nákvæmlega Gylfi eða einhver annar heldur það að augljóslega er hægt að styrkja sig í janúar og þarf ekki endilega að eyða fúlgum fjár í það. Hægt að fá menn að láni og ef þeir standa sig þá er hægt að kaupa þá. Fullt af dílum sem bjóðast en LFC kaus að gera ekki neitt.

  Það er líkt og KK hafi verið í afneitun varðandi gæði leikmanna eða þeirra frammistöðu. Talið það mikla dyggð að standa við bakið á þeim með því að kaupa engan. Stuðningsyfirlýsing við hópinn með því að styrkja ekki liðið. Ekki viljað rugga bátnum eða móðga viðkvæm sálartetur þeirra sem voru ekki að standa sig.

  Það er eins og það hafi farið framhjá KK að í 8 deildarleikjum í nóvember og desember skoraði liðið bara 7 mörk sem er minna en mark í leik! Rétt fyrir lok ársins þá duttu inn 3 mörk gegn Newcastle og kannski blekkti það KK og veitti falska von um að nú væri stíflan brostin. En sá leikur var klárlega undantekning þar sem að á þessu ári höfum við skorað 6 mörk í 8 deildarleikjum og haldið áfram í vangetunni í að skapa GÆÐA færi og að nýta þau. Ég lít ekki á mikið magn skota eða fyrirgjafa sem dæmi um góðan sóknarleik ef að gæðin eru af skornum skammti.

  En á þeim tímapunkti er markaðir opnuðu í janúar þá blasir við að besti strækerinn okkar er á leið í langt bann, eini alvöru varnarsinnaði miðjumaðurinn er meiddur út tímabilið og að eini gæða sóknarsinnaði miðjumaðurinn okkar hefur verið heilsutæpur á tímabilinu og síðustu ár. Það er í raun vítavert kæruleysi að gera ekkert i málunum og halda bara að þetta reddist.

  Það eru fleiri dæmi um góð kaup í janúar en Gylfi (3 mörk, 3 stoð í 7 leikjum), Cisse (2 mörk í 3 leikjum) og Diarra. Louis Saha setti þrennu í sínum fyrsta leik fyrir Spurs, Gibson skoraði í fyrsta leik sínum fyrir Everton og hefur verið öflugur, Pavel Pogrebnyak hefur skorað 5 mörk í 3 leikjum fyrir Fulham, Cisse hjá Newcastle hefur skorað 2 í 4 leikjum og Bobby Zamora hefur sett 2 mörk í 5 leikjum. Já, og Jelavic var að setja sitt fyrsta mark fyrir Everton um helgina. Við keyptum Suarez í janúar í fyrra og hann var í blússandi formi fram á vor og mikil innspýting fyrir liðið.

  Stjórar þessara liða sá þörfina fyrir styrkingu og að bæta sitt lið og hefur greinilega tekist að uppskera eins og þeir sáðu. En það gerði KK og Comolli ekki og það veldur mér verulegum vonbrigðum og áhyggjum. Ef þeir luma á einhverjum ásum í erminni næsta sumar þá má kannski fyrirgefa þetta en mér þykir þetta mjög slappt. “Ekki gera ekki neitt” hefði átt að vera þeirra mottó. Þetta er sjálskaparvíti….. og við klikkuðum á vítinu að vanda 🙂

 124. Eftir svona helgar er gott að minna sig á hvernig liðið var að spila fyrir c.a. ári síðan: http://www.youtube.com/watch?v=D-QiUtIcfaM , http://www.youtube.com/watch?feature=endscreen&NR=1&v=bU1oq8kdHW8 , http://www.youtube.com/watch?v=8Ls-wcDW85s

  Þarna sést vel hvað leikskipulagið hefur breyst mikið á þessu tímabili. Maxi og Meireles eru þarna á sitthvorumegin á miðjunni og halda sig innarlega á meðan framherjarnir Kuyt og Suárez skiptast á að droppa aftur. Kerfið byggir á stuttu spili milli manna gegnum miðjan völlinn og bakverðirnir halda breiddinni. Þegar þeir fá boltann úti á kanti koma miðjumennirnir á ferðinni í boxið. Það er líka athyglisvert að rifja upp hversu ákveðinn sóknarleikurinn var en í síðasta vídjóinu koma þrjú markanna eftir langar sendingar frá markmanni eða úr vörninni inn á miðsvæðið eða út á vængina til Suárez.

  Ekkert hangs á miðjunni, engar vonlausar fyrirgjafir af endalínunni með tvo menn í boxinu, engin vonlaus skot lengst fyrir utan eða neglur upp á stóra manninn frammi. Það er hreinlega ótrúlegt hvað sóknarleikurinn hefur breyst til hins verra á ekki lengri tíma og ég skil ekki hversvegna Dalglish reyndi ekki að kaupa fleiri menn sem að henta í þetta kerfi (Bellamy er eiginlega sá eini enda hefur hann spilað frábærlega).

 125. Menn verða bara að viðurkenna mistök sem gerð hafa verið við að kaupa menn losa bara þetta drasl sem kom og byrja upp á nytt og tékka á xabi alonso eða álíka manni gargar alveg á leikstjórnanda í liverpool

 126. Hjalti #50

  Tókstu eftir því að í nánast öllum mörkunum var suarez að skapa og gat sent á einhvern inní teignum?
  Finnst líka sjá hvað það vantar Meireles soldið þegar það miðjumennirnir okkar drífa ekki inní teig.

 127. það tekur tíma að byggja upp lið strákar…. liðið var brotið þið verðið að ná því.. ég er mjög sáttur,, bikar komin í hús, þótt hann sé nú ekki stærsti bikarinn 🙂 ég mæli með að fólk tjáir sig ekki beint eftir leik..hahahaha.. þetta er einn stór brandari herna á síðunni eftir tapleiki… þurfum að stirkja miðjuna og fá ferska kanntmenn og 1 súper klárara.. þá erum við séttir… ég vill nú gefa þessu nýju mönnum 1 tímabil í viðbót því við fáum ekkert fyrir þá núna. þeir gætu smollið í gang á næsta tímabili.og það er leiðinlegt að tapa peningum..;) áfram liverpool….

 128. það er 1 ár síðan við byrjuðum upp á nýtt….meltið það aðeins….:)

Liðið gegn Sunderland

Everton á morgun