Everton á morgun

Förum ekkert í felur með það, þetta tímabil er búið hvað deildina varðar og það eru þó nokkur vonbrigði og þrjú töp í röð er óásættanlegt. Raunar held ég að flestar tölfræði tölur tengdar Liverpool þetta árið séu merktar með rauðum lit. Síðustu tveir leikir hafa verið fín sýnidæmi á okkar tímabil í heild, Arsenal var yfirspilað og öllum mögulegum tegundum af færum klúðrað áður en leikurinn svo á endanum tapaðist og liðið var eins og sprungin blaðra í næsta leik á eftir og allir leikmenn liðsins virtust vera með lóð um ökklann.

Það var vel vitað fyrir þetta mót að tímabilið færi í að móta nýtt lið og staða okkar í deildinni þarf kannski ekki að koma neitt gríðarlega á óvart þó vissulega sjái maður mjög fljótlega nokkur stig sem hreinlega er ótrúlegt að hafi farið í súginn. Liðið er mjög óstöðugt og minnsta breyting á byrjunarliði getur sett allt úr skorðum. Enn eina ferðina erum við að byggja upp nýtt lið og enn á ný er krafist þolinmæði frá stuðningsmönnum Liverpool. Þetta er sjúklega pirrandi en eftir Hicks og Gillett óhákvæmilegt.

Staðan í deildinni virkar bara hreint ansi dökk og gengi liðsins eftir áramót er mjög langt frá því að vera ásættanlegt, engu að síður finnst mér sjást merki um að þetta lið geti mikið betur og ég er kannski svona blindur en mér finnst alls ekki þörf á eins rosalegri yfirhalningu á hópnum á næsta tímabili og þurfti fyrir þetta tímabil. Orðum þetta svona, mér líður töluvert betur í ár heldur en í fyrra þrátt fyrir að liðið hafi ekki verið að afla mikið fleiri stiga. Færri miðlungsgóðir leikmenn á risasaming sem erfitt er að losna við og mun yngri leikmenn á launaskrá sem gætu komið mikið sterkari til leiks á sínu öðru tímabili. Það er oft talað um að leikmenn þurfi 6-18 mánuði til að aðlagast nýjum klúbbi og við höfum oft séð þetta hjá Liverpool. Ef við erum eð tala um 5-7 nýja leikmenn inn og annað eins út líkt og fyrir þetta tímabil er öruggt að einhverjir þeirra lendi í basli og sumir koma aldrei til með að vinna sig inn í liðið, ekkert óvanalegt við það.

Þegar gengið er svona er eðlilegt að þjálfarinn lendi í pressu og Kenny Dalglish er alls ekkert undantekning þar, hann þarf að ná mikið betri árangri á næsta tímabili heldur en þessu ári en ég held að flestir hafi nú mikla trú á að það verði raunin, svo lengi sem FSG haldi áfram á þeirri braut að styrkja liðið í leikmannaglugganum, ekki veikja það. Eins er Damien Comolli ekkert hafin yfir gagnrýni og manni finnst Liverpool núna vera svolítið í svipaðri stöðu og Tottenham var áður en hann var rekinn þaðan (utan þess að liðið er ekki næst neðst í deildinni). Hann fékk ekki að klára það verkefni sem hann hóf hjá Spurs og fékk gríðarlega gagnrýni fyrir undarleg kaup og eyðslu á pening í „vonlausa” leikmenn sem margir hverjir hafa verið máttarstólpar í einu besta Spurs liði seinni ára. Vonum að hanni fái meiri tíma hjá Liverpool og að hann hafi ekki misst touch-ið alveg þegar kemur að leikmannakaupum. ATH. það er auðvitað ekki alveg vitað hversu mikið einræðisvald hann hafði hjá Spurs eða hefur hjá Liverpool þegar kemur að leikmannakaupum en það eru a.m.k. gerðar miklar væntingar til hans.

En hvað gerum við þá í þessum deildarleikjum sem eftir eru fyrst tímabilið er „búið“ ? Ef að mórallinn í liðinu er ekki alveg í molum er maður nú að vonast til þess að sjá þetta lið spila pressulaust það sem eftir lifir af þessu móti og raunar var ég að vonast til að sjá það í síðasta leik. Svo var ekki og okkar menn virtust vera með allar heimsins áhyggjur á herðum sér. Einhverjir leikmanna hljóta að vera að spila fyrir framtíð sinni hjá klúbbnum næstu vikurnar og svo er alltaf smá krafa um að nota ungu leikmennina meira. Robinsons og Flanagan hafa mjög lítið fengið að spila t.a.m. enda stöðugir leikmenn í þeirra stöðum, Coates fékk síðasta leik og verður aldrei góður sem leikmaður Liverpool nema fá fleiri leiki. Sama á við um Jonjo Shelvey sem ég trúi að komi aðeins meira inn í þetta núna í lokin. Svo er kominn slatti af gríðarlegum efnum í unglingaliðunum sem miklar vonir eru bundnar við í náinni framtíð. Sé þó engan þar tilbúinn að koma inn í liðið núna nema Raheem Sterling og vonast til að sjá hann á bekknum strax í næsta leik.

Meiðslalistinn hefur oft verið verri hjá Liverpool heldur en í ár og þó meiðsli Lucas og leikbann Suarez hafi skaðað tímabilið töluvert þá er það ekki nóg til að réttlæta óstöðugleikann, lið sem eru fyrir ofan okkur hafa haft lengri meiðslalista og meira leikjaálag. Núna eru þeir Lucas og Agger á meiðslalistanum og Glen Johnson er einnig tæpur fyrir leikinn gegn Everton.

Ég er nokkuð viss um að Coates fái ekki tvo leiki með svona stuttu millibili og Carragher komi aftur inn og taki þátt í þessum uppáhaldsleik sínum. Eins held ég að Charlie Adam og Craig Bellamy hafi spilað sig út úr byrjunarliði í síðasta leik og gott ef Kuyt gerði það ekki líka. A.m.k. spái ég því að Dalglish stilli þessu svona upp annað kvöld:

Reina

Kelly – Skrtel – Carragher – Enrique

Henderson – Gerrard – Spearing – Downing

Carroll – Suarez

Ekkert draumalið ef þú spyrð mig með Henderson á kantinum og Spering á miðjunni en ekkert vonlaust heldur. Downing og Carroll voru farnir að sýna framfarir fyrir stuttu og ættu að fá séns á kostnað Bellamy og Kuyt m.v. síðasta leik sem var fyrir aðeins nokkrum dögum. Charlie Adam þarf síðan líka smá hvíld því ef hann byrjar þennan leik fær hann rautt spjald í leiknum, ég er að segja ykkur það.

Liverpool hefur litlu að tapa úr þessu nema enn meiru af virðingunni og þurfa því heldur betur að girða sig í brók í lokaleikjum tímabilsins. Tap gegn Everton myndi ekki aðeins þýða fjórða tapið í deildinni í röð heldur líka það að Everton færi uppfyrir okkur.

Eins og ég sagði hér að ofan, ég er alls ekkert búinn að missa trúnna á Dalglish og co. Eins vonast ég til þess að þetta sem Comolli er að reyna byggja upp með FSG sé spennandi hvað framtíðina varðar, en engu að síður held ég að tap gegn Everton myndi setja alvöru pressu á Dalglish og eigendur Liverpool. Kannski ekki frá meirihlutanum en klárlega hjá stórum hópi stuðningsmanna sem hafa ekki allir þá þolinmæði sem óskað er eftir. Sigur á Stoke í bikar myndi ekki losa hana að mínu mati.

Spá: Auðvitað vinnum við þennan leik, 1-0 og Andy Carroll skorar.

64 Comments

  1. Ef allt væri eðlilegt, þá myndum við ekki sjá Adam, Spearing, Henderson, Downing, Carroll, Kelly eða Carra í liðinu gegn Everton. Eeeeeen … ég á nú samt von á því að þeir muni allir spila leikinn – og sýna okkur þar með fram á tvennt: Í fyrsta lagi þá er leikmannahópurinn ekki það góður að hægt sé að henda mönnum úr liðinu ef þeir standa sig ekki. Og í öðru lagi mun það sýna okkur að Kenny þorir ekki að veðja á ungu leikmennina.

    Ég er eiginlega 100% sammála liðinu hans Babú, nema ef vera skyldi Adam í stað Carroll. Af því Adam er Skoti og and…Skoti (aha… sáu þið hvað ég gerði þarna?!) hafi það, þá fær hann að spila sama hversu illa hann stendur sig.

    Ég horfði á Swansea vs. ManCity um helgina og sá Mancini taka Barry út af í fyrri hálfleik, því hann átti ömurlegan leik og var ekki að sýna neitt. Það þarf stórar kúlur til að gera slíkt, og enn stærri til þess að setja framherja inn í stað varnarsinnaðs miðjumanns.

    Fokkit, sagði Mancini. Vertu bara fúll yfir skiptingunni, Barry, en þú færð ekkert að komast upp með að spila illa hjá mér.

    Mancini – eins mikið og ég þoli ekki manninn, þó ég sé afar ítalskur í mér – fékk stóran plús hjá mér fyrir þetta. Tók skref upp á við í virðingarstiganum.

    En ég er bara að þvæla eitthvað út í loftið – og alls ekki (!) að benda á að minn ástkæri Kenny myndi aldrei þora svona löguðu … 🙂

    Eitt samt sem ég má til með að setja út á hjá Babú:

    “Það er oft talað um að leikmenn þurfi 6-18 mánuði til að aðlagast nýjum klúbbi og við höfum oft séð þetta hjá Liverpool.”

    Aguero er annar eða þriðji markahæsti leikmaðurinn í deildinni, á sínu fyrsta ári. The Ox hjá Arsenal er í fyrsta lagi smákrakki og í öðru lagi kom úr 1. deildinni, en er samt búinn að slá í gegn hjá Arsenal. Suarez spilaði síðasta tímabil eins og hann hefði aldrei spilað fyrir annað lið en Liverpool. Ég gæti svo sem haldið áfram, en punkturinn er sá að það þurfa ekki allir leikmenn eitthvað aðlögunartímabil.

    Gullreglan er einföld – Ef þú ert nógu góður, þá ertu nógu góður.

    Sumir, vissulega, þurfa tíma til að koma sér fyrir, bæði í deildinni og í liðinu, en það á til dæmis ekki við um leikmenn sem hafa mikla reynslu bæði úr PL og hreinlega bara reynslu frá Englandi.

    Allavega, þessi leikur endar 1-0 fyrir Liverpool. Herra áreiðanlegur = Gerrard klárar þetta fyrir okkur.

    Homer

  2. Ég er persónulega orðinn ansi þreyttur eftir rúmlega 20 ára uppbyggingarstarf og hef engan vegin þá þolinmæði sem sumir hér virðast búa yfir og verð að segja að ég er orðinn ansi hreint pirraður svo ekki sé meira sagt!!!!

  3. Homer
    Auðvitað alls ekkert algild regla, langt í frá en því meiri breytingar sem gerðar eru í einu þeim mun líklegra er að það taki tíma að slípa liðið saman. Það er a.m.k. mín tilfinning. Getum alveg horft til Newcastle í ár sem undantekningu frá þessu.

  4. Var einmitt að pæla í þessum punkti með kaupin sem tottenham gerðu á meðan Comolli var þar, það tók Bale tvær til þrjár leiktíðir að verða þessi frábæri leikmaður sem öll stórlið horfa nú til, man ekki betur en gert væri grin af því að alltaf þegar hann var í byrjunarliði tottenham tapaði liðið, þess vegna tel ég nauðsynlegt að carroll og henderson fái tíma kannski ekki alltaf í byrjunarliði frekar en t,d teður bale var en tíma til að þróast ég held alls ekki að það sé fullreynt með þá.
    Hvað Adam varðar er hann aðeins eldri og var ekki hrifinn af þeim kaupum í sumar (var svo sem ekkert að missa mig yfir kaupunum í sumar) hann hefur alls ekki heillað mig, og það virðist ekki vera neitt sérstakt markmið hjá honum að heilla mig:)

  5. Það virðist ekki skipta máli hverjir eru notaðir það eru engin mörk skoruð þannig hversvegna ekki leyfa Carroll að byrja inná Dalglish?

  6. Mig klæjar í fingurna að rita eitthvað ljótt um Spearing.
    En þið náið þessu…er það ekki? Vona bara að Kristján
    sjái þetta ekki og lesi of mikið í þetta og eyði þessu.

  7. Sælir félagar

    Ég verð að viðurkenna að ég hefi engar væntingar til þessa leiks. Everton hefur verið að bæta sig jafnt og þétt, hægt og sígandi. Það er dálítið annað en hægt er að segja um okkar lið. Mér finnst tillaga Babu að uppstillingu ekkert verri né betri en einhver önnur. Þetta er í raun allt sem ég hefi að segja. Upphitunin fín, veðrið gott og spáin rysjótt eins og undanfarnar vikur.

    Það er nú þannig

    YNWA

  8. Ég vill sá breytingar hjá okkar mönnum, henda Suarez á hægri kannt og láta hann gera litla varnarvinnu. Spering, Henderson, Gerrard á miðjunni og sjá um varnarvinnu sem Suarez skilur eftir. Carroll uppá topp með Downing á vinstri. Vörnin er svo Enrique, Skertel, Carra og Johnson(ef hann er heill).
    Þetta er drauma byrjunarliðið mitt.

  9. Veit einhver hvað er í gangi með orðróminn um suárez ??…
    Sagðist vilja fara til psg og eitthvað !! er þetta bara slúður eða meinti hann þetta ?

  10. Ég ætla ekki að veðja neitt á þennan leik.Þeir verða nú fara læra að skora mörk!!!Þetta er ekki ásættanlegt að LIVERPOOL sé búnir að skora næst fæst mörk!!!Þessi mannskapur getur ekki skorað mörk!!!Hvaða rugl er þetta í þessu liði???!!!

  11. DJÖFULLINN HAFI ÞETTA !!! hvaða bölvun er þetta á okkur Liverpool mönnum ??
    Af hverju í FJANDANUM gengur ekkert upp !!…. Eini maðurinn sem ég er sáttur með er Suárez þó hann hafi ekki getað skít síðan hann fór í bann !!… Liverpool búið að skemma hann ?? eða hvað ?? miklu betri þegar hann var “einspilari” og gerði hlutina sjálfur… þ.e.a.s. áður en hann var skikkaður í liðspil !!…

  12. Ég er með eina ábendingu varðandi síðuna.

    Þið megið vera duglegri að uppfæra “Næsti leikur” en samkvæmt forsíðunni er Sunderland næsti leikur
    Spurning um að hafa þennan lið ofar svo þið sjáið það fyrr

  13. Við VERÐUM að vinna þennan leik! Ég get ekki fleiri svona leiki og sérstaklega ekki að sjá Everton fara uppfyrir okkur, það er bara of mikið!
    Svo ég segi 1-0, og Suarez setur hann.

  14. Er alveg kominn tími á að Dalglish hætti að verja þessi kaup sín og má alveg stilla upp liði með engum sem var keyptur í sumar og sjá hvað gerist, getur varla versnað.

  15. Það er tvennt sem er algjörlega öruggt: 1. Við vinnum ekki þennan leik. 2. Luis Suarez skorar ekki í þessum leik.

    Svona er þetta bara. Auðvitað vonar maður samt það besta. Það eru 11 leikir eftir og það er hægt að laga stöðuna svo svakalega mikið að það er ekki fyndið. Takið nú vel eftir hvað er að gerast hjá Arsenal. Fyrir örskömmu síðan voru þeir niðurlægðir af AC Milan 4-0, voru 10 stigum á eftir erkifjendunum í Spurs og fengu á sig gagnrýni úr öllum áttum. Þarna hefði verið svakalega létt að brotna, en þeir einfaldega hysjuðu upp um sig og svöruðu þessu á vellinum eins og menn. Núna þjóta þeir upp töflununa og munu pottþétt enda fyrir ofan Spurs. Nú munar aðeins einu stigi á þessum liðum

    Þetta er það sem okkar menn þurfa að gera, en miðað við hvernig þeir brugðust við þessu svekkjandi tapi gegn Arsenal þá eru bara hræðilega litlar líkur á því. Okkar menn munu að öllum líkindum leggjast niður og bjóða Everton að æða uppfyrir töflunni á töflunni.

    Til að eiga fræðilegan möguleika gegn baráttuglöðu liði Everton verður að stilla þessu einhvernveginn svona upp:

    ———————-Reina————————–
    Kelly——-Carra———–Skrtel——–Robinson
    ——————–Spearing—————————
    Kuyt——-Shelvey——-Gerrard——–Bellamy
    ———————–Carroll————————–

    Í þessu liði ætti að vera nóg að leikmönnum fæddum í Liverpool sem svíður það sárt að tapa fyrir Everton að það ætti að geta smitað einhverjum baráttuanda í restina af mannskapnum. Dirk Kuyt og Craig Bellamy munu pottþétt gefa allt sem þeir eiga og það er kominn tími á að Shelvey fái sénsinn. Downing, Adam, Henderson og Enrique eru einfaldega of litlir strákar í svona leik. 6 marka stormsenterinn má svo bara sitja á bekknum fram á vor fyrir mér. Ef við stillum þessu svona upp þá náum við mögulega að knýja fram 1-1 jafntefli.

  16. Homer segir:
    “Ef allt væri eðlilegt, þá myndum við ekki sjá Adam, Spearing, Henderson, Downing, Carroll, Kelly eða Carra í liðinu gegn Everton. Eeeeeen … ég á nú samt von á því að þeir muni allir spila leikinn – og sýna okkur þar með fram á tvennt: Í fyrsta lagi þá er leikmannahópurinn ekki það góður að hægt sé að henda mönnum úr liðinu ef þeir standa sig ekki. Og í öðru lagi mun það sýna okkur að Kenny þorir ekki að veðja á ungu leikmennina.”

    Er ekki bullandi þversögn í þessu? Segir að hann treysti ekki á ungu leikmennina og telur svo upp þrjá ef ekki fjóra kjúklinga sem þér finnst að ættu ekki að byrja. Þú ert sennilega að tala um Sterling og Shelvey en það er þá frekar hægt að segja að hann sé hræddur við að spila þeim tveimur frekar en ungum leikmönnum per se. Gömul brýni eins og Maxi og Carra hafa svo sem ekki heldur fengið að spila eins mikið og þeir hefður viljað.

    Ég vona að Kelly fái að spila, hann þarf fleiri leiki og hefur gott af því að spila svona leiki og eins vil ég sjá Carrol byrja. Auðvitað vil ég líka sjá Sterling eins og allir aðrir en ég er ekki viss um að þetta sé rétti leikurinn fyrir hann að byrja.

  17. Næ ekki leiknum í kvöld, “sem betur fer” hugsar maður eiginlega og skammast sín fyrir. Síðasti leikur var gríðarlega svekkjandi, úrslita og fótboltalega séð og ég þoli ekki mikið fleiri frammistöður af þessu tagi. Ég ætla að leyfa mér að dreyma og vona að Dalglish stilli upp eftirfarandi liði… þó leikurinn tapaðist þá væri allavega gaman að sjá hvernig þessir menn standa sig!

    ————-Doni————
    Kelly–Skrtel–Coates–Enrique
    ——Spearing—Gerrard——
    Sterling—–Shelvey—-Suarez
    ————-Carroll————

    Nú er bara að loka augunum í kvöld og vona það besta… verð reyndar á æfingu á þessum tíma þannig að loka augunum endar kannski ekki farsællega fyrir mig! En sjáum til.

    Ps. Er einnig orðinn þreyttur á að sjá Reina ekki vera matchwinner í einum einasta leik í vetur og það má vel sýna honum að hann sé ekki heilagur frekar en aðrir í liðinu. Gefa Doni þennan leik!

    Go newsters + Gerrard!

  18. Væri alveg sáttur við að fá þrjú stig í afmælisgjöf frá okkar mönnum í kvöld.

  19. Má ekki fara að taka inn eitthvað að þessum gaurum úr varaliðinu eins og Sterling og Suso. Get ekki séð að sóknarleikurinn geti versnað mikið og það er ekki eins og þessir strákar séu 15 lengur. Var ekki Owen 17 þegar hann byrjaði? Eftir hverju er verið að bíða? …ég hef haft mikið langlundargeð gagnvart Liverpool á þessu tímabili en það breyttist eiginlega í ógeð eftir að hafa horft á Sunderland leikinn um síðustu helgi sem hlýtur að vera ein geldasta frammistaða hjá Liverpool liði síðan Roy Hodgson var og hét og líklega jafnleiðinlegasti leikur sem maður hefur séð lengi. Hins vegar átti Liverpool aldrei að tapa þeim leik því Sundarland fékk ekki færi í leiknum fyrir utan markið sem var skrautlegt.

    En svo við tökum Pollýönnu á þetta þá voru meira og minna allir leikir undir stjórn Roy Hodgsson svona leiðinlegir og það sem meira var við vorum yfirspilaðir í þeim flestum sem er ekki raunin á þessu tímabili.

    En fyrir alla muni nú verða menn að sætta sig við að meistardeildarsætið er farið og leyfa ungu strákunum og fá reynslu og Adam sem er klárlega ekki lengur í paradís – setja kallinn í varaliðið – virðist ekki hafa neinn áhuga á þessu.

  20. Ætla rétt að vona að Raheem Sterling fái sénsss þar sem Tottenham er víst að reyna að ná í hann , hann vill fá tækifæri og á það líka skilið .

  21. Djísús kræst hvað menn eru svartsýnir. Fyrir það fyrsta þá á Liverpool eftir að yfirspila Everton í kvöld eins og gegn öðrum liðum sem hafa sótt liðið heim. Liðið á eftir að skapa fullt af færum, fá fullt af hornspyrnum og svo framvegis. Nú er stóra spurningin: tekst Liverpool að skora? Ég á fastlega von á því. Það er vegna þess að ég er alltaf bjartsýnn fyrir leiki sem Liverpool er að fara að spila og mér er nokk sama hvort liðinu hefur gengið illa í undanförnum leikjum. Ég ætla að skemmta mér í kvöld fyrir framan viðtækið.

    Ímyndið ykkur að þið séuð að fara á þennan leik á Anfield. Er líklegt að þið mynduð undirbúa ykkur fyrir kvöldið með svarstýni og neikvæðni, öskra svo á vellinum: þið getið ekki rassgat, burt með Kenny, léleg kaup? Eigið þið von á því að áhorfendur hegði sér svona í kvöld? Nei, ég á fastlega von á að þeir hvetji sína menn áfram. Prófið að gera það líka.

    Liverpool vinnur þennan leik í kvöld.

  22. Fer í rauða treyju, flaggið verður komið upp kl. 16:35 (fimm mínútum eftir að ég er kominn heim úr vinnu) og síðan er að finna sér stað til að horfa á og gera leikskýrslu.

    Vona heitt og innilega að leikmennirnir hysji upp um sig buxurnar í þessum leik og sýni svipaða frammistöðu og á heimavelli gegn United, Arsenal og City eða úti gegn Everton, Arsenal og Chelsea í vetur. Ef þeir gera það förum við ákaflega létt með Blánefina FC. Gerrard sagði nákvæmlega það sem þurfti að segja eftir viðbjóð helgarinnar, það eru leikmennirnir sem hafa verið valdir sem hafa brugðist.

    Því í þessum sex leikjum sem ég nefni hér að ofan er ljóst að í liðinu býr standard sem þeir ná ekki að framkalla að staðaldri. En það tekst í kvöld…

    YNWA!!!

  23. Ég horfi á nánast alla leiki með Liverpool og mér finnst ótrúlega ósanngjarnt að andstæðingar okkar fá alltaf að vera með fleiri leikmenn á vellinum en Liverpool. Þetta er ekkert annað en samsæri og ég skil ekki af hverju klúbburinn er ekki búinn að kæra þetta til enska knattspyrnusambandsins: Dalglish, Camolli, Henry……??!!

    Þegar hin stóru liðin spila þá fá þeir alltaf miklu meira pláss til að spila boltanum og skora mörk. Taflan sýnir þetta svart á hvítu…við erum að skora miklu færri mörk en öll hin liðin. Kantmennirnir okkar fá ekkert pláss til að gefa fyrir og bakverðirnir þurfa alltaf að snúa til baka þegar þeir fara yfir miðju. Það eru alltaf tveir til þrír varnarmenn til að dekka sóknarmennina okkar og þeir fá ekki einu sinni að snúa þegar þeir fá boltann.

    Nú þarf að bregðast við og fara með máið til Haag, Brussel eða í landsdóm. Þetta gengur ekki lengur!

  24. 4-0 þar sem ekki á að þurfa að gíra menn upp fyrir þennan leik , ekki séns að þeir sem spila gefi everton tækifæri að komast uppfyrir okkur . Þeir leikmenn sem gefa ekki ALLT í þennan leik eiga ekki mikla framtíð hjá LIVERPOOL .

  25. Sælir vinir.
    Ekki vill svo til að einhver höfðinginn hérna viti um góðan stað til að horfa á leikinn í kvöld hér í Boston (við erum staddir í Back Bay Area)?

    Mig grunar að einhver fagmaðurinn hér sé með þetta á hreinu.

    Kv. Jói

  26. Maður er óneytanlega ekki eins spenntur og áður. Með örlítilli heppni hefðum við svo auðveldlega getað verið í þessari baráttu við Chelsea og Arsenal um 4 sætið. Þó við hefðum svo ekki náð fjórða þá hefði það þó sýnt fram á að við hefðum bætt okkur eitthvað. Arsenal er búið að ná í 6 stig í uppbótartíma undanfarið. Við höfum tapað 2 í uppbótartíma, einmitt á mót þeim. Þarna liggur nánast munurinn á gengi liðanna í ár og því má sjá að þetta er örfín lína.

    En maður býr til sýna eiginn heppni og trú. Við höfum því miður aldrei komist á eitthvað smá run í deildinni og því er þetta endalaus brekka, og það er bæði erfitt og þreytandi til lengdar. Held að hópurinn sé alveg ágætur, nógu góður allavegana til að vera að berjast um 3-4 sætið í ár. Með smá áherslubreytingu, góðri viðbót í sumar og dass af lukku þá gætum við verið að horfa á allt annað tímabil næsta vetur.

    Maður verður að reyna að halda í vonina, því ef maður missir hana þá getur maður einfaldlega farið að snúa sér að einhverju öðru.

  27. ÆI veit ekki hvort ég nenni að sjá leikinn, og svo spá menn að Carrol skori, veit ekki hvað er að honum en auðvita vonar maður að hann skori þegar að hann er inna en það bara gerist varla, svo mætti hann alveg skora þótt hann sé ekki inná. Get ekki spáð, þeir eru hættir að hitta markið en hafa fengið fleiri innköst í staðinn. Fokking fokk. 🙂

  28. Heil og sæl, öll sömul.

    Motivering á ekki að vera erfið fyrir þennan leik fyrir menn eins og Gerrard, Carra, Bellamy, Reina, Kuyt, Kelly og Spearing (mætti telja Skrtel upp þarna líka) en fyrir menn eins og Downing, Adam, Enrique og Henderson er hugsunin kannski önnur, en maður veit aldrei.
    Ég sá – sem betur fer – ekki leikinn gegn Sunderland en af því sem maður hefur heyrt hefðu okkar menn alveg eins getað gefið þennan leik.

    Ég sé að menn vilja smá rotation í þennan leik, nota mennina með Liverpool hjartað og svo framvegis….mikið and***** er ég sammála því. Sú uppstilling sem ég myndi vilja sá er svona:

    Reina; Kelly, Carra, Skrtel, Johnson; Spearing, Gerrard; Bellamy, Henderson, Maxi; Carroll.

    Bekkur: Doni, Enrique, Coates, Adam, Stearling, Kuyt, Suarez.

    En eins og flestir geta gefið sér þá eru Suarez, Enrique og Adam allir að fara að byrja þennan leik en mikið vona ég að Maxi fái þennan leik! Hann hlítur að vera orðinn alveg spólandi viltaus í það að fá að spila og miðað við áhugaleysið í seinasta leik á hann það alveg inni!

    Ég ætla nú ekki að vera eitthvað rosalega bjartsýnn fyrir þennan leik en ég ætla samt að giska á að okkar menn vinni undir lokinn eftir að allavega eitt rautt spjald kemur í leikinn.
    2-1 fyrir okkar mönnum og Carroll setur bæði. Hann á það nú alveg skilið lurkurinn.

    YNWA – King Kenny we trust!

  29. Suzo, Sterling og Ngoo í liðið og málið dautt. Svo lengi sem “AndSkotinn”(góður homer) er ekki inná 😉

  30. Ég er nokkuð viss um að Gerrard smelli honum í stöngina á 88 min!

    En það á ekki eftir að koma að sök þar sem við verðum að vinna 3-0 þá.

  31. Búin að missa trú á því að Liverpool skori mark .. bara svona yfir höfuð. Mjög sorglegt….. ég Spái því 2-0 tapi í kvöld.

    Varðandi móteveringu fyrir leiki… þá ætti það að vera næg mótivering að vera atvinnumaður í fótbolta með nokkur þúsund pund á viku í laun…. sama hver mótherjinn er..

  32. Ef það þarf að mótivera einhvern leikmann fyrir leikinn í kvöld, þá hlýtur sá hinn sami að vera Everton maður.

    Anda inn, anda út. Leggjum svo í þennan leik og tökum hann örugglega.

  33. Ef að Kenny ætlar að brjóta þetta eitthvað upp sem nauðsynlegt er þá verður hann að setja Maxi markaskorara í byrjunarliðið og ekkert kjaftæði. Hann skorar alltaf þegar hann byrjar leikina, hann er virkilega klár fótboltamaður sem staðsetur sig fáranlega vel. Einnig væri ég til í að sjá Shelvey í byrjunarliðinu á kostnað Adam sem hefur vægast sagt verið skelfilegur undanfarið.
    Menn mega ekki komast upp með að spila illa 80-90% af tímabilinu en hanga svo alltaf í byrjunarliðinu á kostnað annara.

  34. Ég hef ekki tjáð mig inná þessari síðu áður og langaði að leggja nokkur orð í umræðuna.

    Hvað varðar mannskapinn hjá okkar ástsæla liði þá tel ég hann alveg geta haldið í við efri liðin í deildinni eins og þeir hafa margoft sýnt í vetur. Við þurfum ekki að styrkja liðið varnarlega. Við þurfum að fara að fá creative miðjumann og “graðann” senter og þá 35 mills plús. Það er enginn spurning í mínum huga að þeir sem fyrir eru eigi eftir að vaxa sem leikmenn. Carroll og Suarez og ég tala nú ekki um Gerrard fara að setja hann á ný og þessir tveir nýju líklega líka. Það vantar ekki og ég man eftir fáum leikjum þar sem boltinn er ekki sífellt inní teig andstæðinganna það er bara svo auðvelt fyrir varnarmenn andstæðinganna að annar stígur senterinn út eða truflar hann og hinn hreinsar. Downing, Adam, Bellamy, Enrique, Gerrard og Johnson eru sífellt að koma boltanum inní teiginn. Torres (R.I.P.) væri kominn með 30 stykki í ef hann væri nú ennþá þarna.

    King Kenny er kannski ekki maðurinn til að koma liðinu alla leið en hann er sá sem kemur okkur á rétta leið og í réttann farveg að betri framtíð. Svo verður þjálfari ráðinn til að vinna úr því sem fyrir er. En eitt er klárt að til að sitja ekki eftir og hætta að vera í baráttu við Stoke, Fulham, Newcastle, Everton og þess þá heldur Norwich og Swansea þá verður að eiða meira í færri “stóra”. Það er ekki lengur þannig að við höfum nafnið til að fá þá bestu menn eru hættir að spá í það. Það eina sem skiptir þá máli er launatékkinn. Fótbolti í dag er 95% viðskiptalegs eðlis sama hvernig á það er litið.

    Móri sagði að bikarinn sem við unnum um daginn hafi verið mjög mikilvægur fyrir hann á sínum tíma til að eigandinn fengi trú á því sem hann væri að gera og mun hann einnig verða það fyrir okkur og ég tala nú ekki um ef FA bikarinn vinnst. Þá fá Henry og co miklu meiri trú á verkefninu sem framundan er og hef ég lesið um hann sérstaklega að hann nánast gengur á metnaði og sigurvilja.

    Við höfum ekki efni á því að vera með þann hroka að líta ekki í kringum okkur og sjá hvað gengur upp hjá hinum liðunum og hvað ekki og mikil ósköp er ljótur sigur mikið skárri en fallegt tap hvernig sem það kemur. Eftirá er öllum sama á meðan þrjú stig eru í húsi.

    Ég persónulega ætla að horfa björtum augum fram á veginn og horfa á alla leiki okkar liðs með það í huga að við erum LIVERPOOL og að við verðum aftur bestir.

    Takk fyrir góða síðu og í flestum tilfellum góða og málefnalega umræðu

  35. Það opnast allar flóðgáttir í þessum leik, Downing kemur með 2 assist og Suarez kemur með þrennuna! Gerrard setur hann úr víti og Carroll kemur með eitt stk mark með skalla eftir fallega sendingu frá Downing! Við eigum eftir að sjá gott miðjuspil í fyrsta skiptið í vetur og Reina mun verja eins og berserkur í markinu! Carra kemur sterkur inní liðið og stjórnar vörninni eins og honum einum er lagið og Skrtle mun að öllum líkindum fá beint rautt í lok leiksins og gefa víti en Reina ver það!
    KK mun hoppa og skoppa á hliðarlínunni og brosa út að eyrum í lok leiksins!
    Þessi leikur fer í sögubækurnar! þetta er 6 stiga leikur því everton geta komist í 7 sæti í deildinni með sigri og í leiðinni að henda Liverpool í það 8. en það verður ekki raunin!
    5-0 og nú sjáum við Liverpool rétta úr kútnum! 🙂
    YNWA

  36. eða við töpum aftur og þetta verður leiðinlegasti derby leikur sem við höfum séð í tugi ára þar sem adam og henderson verða með og geta ekki neitt… skíthræddur um það því miður.

  37. Rosalega sáttur við pistil Marra hér að ofan, nokkrir þumlar upp.

    Tvennt annars. Annars vegar held ég að Glen Johnson sé meiddur og því ekki með í kvöld. Hitt er mítan um Maxi Rodriguez.

    Staðreyndirnar um hann í vetur…
    14 leikir – 4 mörk og 2 stoðsendingar.

    2010 – 2011
    33 leikir – 9 mörk og 1 stoðsending (mörkin skoruð í 5 leikjum af 33).

    Maxi Rodriguez er fínn “rotation” leikmaður en enginn bjargvættur held ég.

    Svo held ég reyndar að Bellamy hafi meiðst lítillega um helgina og sé ekki í hóp, en finn engan link um það í dag. Ein spurningin verður hvort Kenny spilar Gerrard tæpum í þessum leik eða geymir hann fram að helgi.

    Ég spái því að Gerrard verði á bekknum og Adam verði inni á miðju, þó ég sé því ALLS EKKI sammála og myndi vilja sjá Jonjo þar. Að öðru leyti er ég sammála greinarhöfundi um líklegt byrjunarlið…

  38. Ég yrði fyrir miklum vonbrigðum með Dalglish minn ef hann tekur Coates út úr liðinu, ef það er séns á því að láta hann venjast enska boltanum þá er það núna. Auk þess er 4. sætið farið út um veður og vind og svo er Carrager GAME OVER. Og að lokum heiti ég því að éta sjónvarpið ef við fáum mark á okkur eftir að það kemur hár bolti inn í teiginn. Ég held að Coates geti leyst þetta vandamál og svo vil ég að Carroll spili líka alla leikina sem eftir er af tímabilinu til að koma honum í gírinn.

  39. Maður er orðinn verulega þreyttur á þessu.. Þetta er einn af fáum tækifærum liðsins til að gleðja okkur, geeefið okkur sigur gegn everton!

    Vonandi verða breytingar á liðinu það sem eftir er tímabilsinsþ S.s. að gefa þeim sem fá lítinn spilatíma meiri séns, og þeir sem fá endalausa sénsa en drulla bara meira upp á bak út úr liðinu.

    Ég vill að liðið verði svona:
    http://this11.com/topics/add/abChB7FahE
    Og bekkinn svona:
    Doni, Maxi, Suso, Flanagan, Coates, Bellamy og Coady

    Og að Kóngurinn verði ekki feiminn við að skipta inn á ungumönnunum ef það er ekkert í gangi, sakar ekki að prufa, allavega betra en það sem er búið að gerast að undanförnu. Svo auðvitað líka að þeir sem koma inn á fá meira en 8-5 min séns..

    Mín spá: 2-1 í mjög í grófum og spennandi leik, skjótum 4x í stöng/slá.. Shelvey og Suso sem kemur inn á fyrir Carroll á 75min skorar svo sigurmarkið á 85min.
    2 rauð spjöld og 7 gul…

    COME ON U REDS!! YNWA!

  40. Glen Johnson á twitter:

    Wish i was playing tonight!!! Be back in a few weeks #FingersCrossed”

  41. Sælir drengir og stúlkur.

    Núna erum við (eða öllu heldur LFC) búnir að tapa 3 leikjum í röð. Og í kvöld mætum við Everton sem eins og oftast kemst aldrei á skrið fyrr en eftir áramót en verður eftir það alltaf sterkt og hættulegt. Lið sem ekki má vanmeta.

    Þetta er leikur sem má ekki tapast. Bæði af því að þetta er derbyleikur og líka að það kann að verða erfitt fyrir Kenny að fara í leikinn gegn Stoke með 4 töp á bakinu. Það yrði fjandanum erfiðara að ætla að spila gegn liði sem spilar einhverskonar 5-3-1-1 kerfi (með þrjá varnarsinnaða miðjumenn til að verja vörnina) eftir 4 töp.

    En auðvitað vita allir þetta mannabest í Liverpoolborg. Þessvegna ætla ég að leyfa mér að tippa á að lagt verði upp með það að verja stigið í kvöld. Okkar besta vörn byrjar og miðjan verða Gerrard (Henderson ef Gerrard er tæpur ), Adam og Spearing. Kuyt og Downing og Suarez einn frami. Svo á 70plús mínútu koma Carroll og Bellamy inná til að freista þess að knýja fram sigur (að því gefnu að við séum enn að halda 0-0) eða ná jöfnunarmarki sé staðan okkur í óhag.

    Ég ætla að verða sáttur með jafntefli. Held að það sé það besta í stöðunni, sigur gegn Stoke og menn fara að fá aftur smá sjálfstraust og verða enn með í FA-cup og ná kannski að laga aðeins stöðunna í deildinni.

    Tapist leikurinn í kvöld fer ég að horfa á LFC – Stoke með kvíðahnút í maganum því að það leggst einhvernveginn í mig eins og allt hefur fallið með okkur í vetur, að þá séum við ekkert að fara að rjúfa þetta ógæfukarma sem við erum búnir að vera að skapa okkur á þessu ári.

  42. Ég ætla að bæta við einu hérna:

    Er það bara ég eða hefur umræðan hérna batnað síðustu 2-3 vikur?

    Það kom tímabil í vetur að ég hreinlega nennti ekki að líta á kommentin (nema til að leita eftir innleggjum frá fáeinum útvöldum) því að mér fannst eins og fólk væri 80% að tapa sig og óhæft til þess að tjá sig nema með hástöfum og upphrópunum. Og ef maður var ekki sammála síðasta ræðumanni, þá var maður lakari stuðningsmaður ef ekki beinlínis stórhættulegur umhverfinu með sínar skoðanir.

    Jafnvel þótt að hlutirnir hafi ekki beint fallið með Liverpool, þá hafi fólk haldið ró sinni og verið mun málefnalegra en oft áður, jafnvel þótt að fæstir séu á sömu skoðun.

    Mér finnst það frábært. Því að aðdráttarafl síðunnar er ekki bara fólgið í fræbærum pistlum og leikskýrslum, heldur líka skemmtilegri og vel ígrundaðri umræðu.

  43. Hvernig er það, á ekkert að fara að spila þessum Sterling gæja??? Eru strækerarnir okkar virkilega það góðir að þeir haldi einum ungum og efnilegum alveg úti??

  44. Reina
    Johnson Kelly Skrtel Robinson
    Spearing Gerrard
    Sterling Maxi Downing
    Suarez

  45. HeyJoe270,
    Einhver spurði um nákvæmlega þetta í upphitunarþráðnum fyrir Sunderland leikinn og Babu kom með eftirfarandi upplýsingar:

    Hólmar
    Ég veit ekkert um Boston en ég er að fylgja einhverjum á twitter sem er alltaf á þessum
    http://www.yelp.com/biz/phoenix-landing-cambridge
    First off, the Phoenix Landing is the bar of the official Liverpool Supporters Club in Boston. They will show all Liverpool matches, even those that start really early in the morning.

  46. Skiljanlega er maður svekktur eftir að við féllum svona hratt frá þeim möguleika að ná fjórða sæti. Finn einnig pínulítið fyrir leiðindahugsunum gagnvart kvöldinu: “Á maður að nenna að horfa” eða “Verða þetta ekki bara enn ein vonbrigðin”. Enn eftir að hafa lesið mig í gegnum umræðuna hér að ofan er hugsun mín orðin önnur. Auðvitað ætla ég að horfa! Og, ég ætla ekki bara að horfa, ég ætla að njóta. Þetta er jú liðið mitt og skal ég hundur heita ef ég get ekki staðið með því þegar á móti blæs. Tel einnig að mikilvægi leiksins sé þó nokkuð. Nú þarf að ná svekkelsinu úr liðinu og koma mönnum andlega í gírinn fyrir FA cup. Hugsanlega má nota leikinn einnig, sem og aðra leiki í deildinni, til þess að koma nýjum mönnum að og styrkja hópinn fyrir komandi tímabil. Það að gefast upp er hinsvegar ekki “option”.

  47. Held að Sterling sé aldrei að fara að byrja þennan leik.

    En hann ætti að fá sénsinn í þessum eða næstu leikjum.

  48. Melur #21 segir:

    Er ekki bullandi þversögn í þessu? Segir að hann treysti ekki á ungu leikmennina og telur svo upp þrjá ef ekki fjóra kjúklinga sem þér finnst að ættu ekki að byrja.

    Hvaða kjúklinga taldi ég upp? Adam, Spearing, Henderson, Downing, Carroll, Kelly og Carra – enginn af þessum leikmönnum er í mínum kokkabókum kjúklingur, enda allir meira og minna viðloðandi aðaliðið og hafa spilað þónokkra leiki þar.

    Ég var augljóslega að ræða um unglingaliðið – Sterling, Suso, Coady og þá spaða. Shelvey gæti hugsanlega fallið hér inn í líka. Ég sé það bara ekki gerast að þeir fái nokkurn tímann sénsinn hjá Liverpool, því það er sama hversu illa aðalliðsmennirnir spila, þeir halda alltaf sínu sæti.

    Mótsögnin hjá mér er hinsvegar sú, að ef menn eru nógu góðir þá eru þeir nógu góðir. Það hlýtur að vera ástæða fyrir því að Kenny gefur þeim ekki sénsinn. Ástæðan hlýtur að vera að þeir séu ekki nógu góðir!

    Aftur á móti má segja, að þegar Kenny kemur fram í fjölmiðlum og talar svo vel um Akademíuna og kjúklingana, og það sé merki þess að liðið sé á réttri leið, þá er hann sömuleiðis í hrópandi mótsögn við sjálfan sig þegar hann gefur ekki einum leikmanni þaðan sénsinn – þó það sé meira en tilefni til þess 🙂

    Homer

  49. Hey joe…… Ég hef allavegana horft á liverpool leik à the black rose downtown bostn, nàlægt quincy market

  50. Var einmitt að lessa grein af BBC þar sem talað er um unglingaliðið. Þar kemur fram að Kenny og Commolli horfi á hvern einasta leik í þessari Next Gen móti þar sem við erum að fara að spila undanúrslita leik við Ajax á morgun. Þeir ræða síðan saman eftir hvern leik ásamt þjálfaranum um leikmennina osfr

    Samkv þessu er vel fylgst með málum, hinsvegar eru það vonbrigði líkt og Homer bendir á að þessir drengir skulu ekki fá meiri spilatíma.

    http://www.bbc.co.uk/sport/0/football/17321840

  51. Ég vona eiginlega að hann stilli liðinu upp svona:

    Reina
    Kelly Carra Skrtel Enrique
    Spearing
    Kuyt Gerrard Suarez
    Carrol

    Ég er eins og svo margir alltaf að bíða að sjá hvað sá stóri gerir í svona leikjum. Tel Suarez vera á seinustu dropunum hjá mínu heit elskaða Liverpool (bara tilfining sem ég hef) og því vil ég fara nota Carroll reglulega núna í deildinni. Ég meina, hvað höfum við að tapa úr þessu?

    Ég vill gefa Kuyt annan séns eftir slæman seinasta leik.

    Í sambandi við sterling þá hef ég séð hann spila nokkrum sinnum með varaliðinu og hef alltaf fundist hann vera nokkuð frá því að vera tilbúinn alveg strax. Finnst hann vera cirka 10 kílóum frá því að geta keppt við trukkana í úrvalsdeildinni. Er meira hrifinn af Suso og kantmanninum sem ég man ekki hvað heitir:)

    Spennandi leikur í kvöld! Áfram Liverpool.

  52. 7 englendingar í byrjunarliðinu í kvöld!

    Reina. Kelly. Carragher. Sktel. Enrique. Henderson. Gerrard. Spearing. Downing. Suarez. Carroll

  53. Ekki amalegt að leika sinn 400sta deildarleik fyrir Liverpool á Anfield gegn Everton. 🙂 Má alveg fagna því með einu marki eða tvem. 🙂

Sunderland – Liverpool 1-0

Byrjunarliðið komið í Mersey-derby!