Rabotnicki á morgun

Fyrsta upphitun mín á þessu nýja tímabili, og hefur nú ansi margt breyst síðan maður hitaði upp síðast. Ég horfði á fyrri leik þessara liða í Makedóníu og málið er einfalt, þessir mótherjar okkar eru hreinlega með mjög slakt lið. Ég hef eiginlega mestar áhyggjur af því fyrir leikinn á morgun, þ.e. að menn taki þetta ekkert of alvarlega. Ég hefði hreinlega viljað byrja með ýmsa fringe leikmenn í þessum leik, kannski ekki ósvipað lið og í síðasta leik gegn þeim. En það verður líklegast ekki, allavega ekki ef maður tekur mið af þeim leikmönnum sem spiluðu gegn Tranmere í gær. Það er kannski ágætt að nota tækifærið og fjalla aðeins um þann leik.

Ég sem sagt horfði á hann allann í beinni útsendingu á Liverpoolfc.tv. Við unnum þetta neðri deildar lið 2-0 á útivelli og það með alveg hreint korn ungt lið. Bouzanis var í markinu allan leikinn, Flanagan í hægri bakk og Robinson í þeim vinstri. Allir þessir þrír komust mjög vel frá leiknum og sér í lagi Robinson. Í miðvörðunum voru svo þeir Wisdom (fyrirliði) og Ayala. Ayala var frábær og spilaði allann leikinn, Wisdom virkaði líka rosalega vel á mig, sem og Coady sem leysti hann af í þeim seinni. Ayala verður því væntanlega alls ekki með á morgun. Á miðri miðjunni voru svo Guðlaugur Victor og Irwin. Guðlaugur átti flottan leik, almennt rólegur á boltanum og stýrði liðinu, en ég var ekki jafn hrifinn af Irwin. Ince var úti vinstra megin og Amoo hægra megin. Báðir voru hrikalega sprækir. Það toppar þó enginn hann Suso litla sem spilaði í holunni, þvílíkur leikur hjá þeim 16 ára strák. Hann er svo líkur Pacheco á velli að ég myndi halda að þeir gætu hreinlega ruglast á sjálfum sér. Þvílíkt efni sem þessi strákur er og klárlega maður leiksins. Frammi var svo Saric sem ég var langt frá því að heillast af. Cooper, Bruna og Silva komu svo inná og náðu ekki að heilla mig, en inná kom einnig Ngoo og hann náði aftur á móti að heilla mig hreinlega upp úr skónum. Stór og sterkur framherji sem er með fullt af tækni og hraða líka. En hvað um það, sjálfsmark og Amoo sáu um að staðan í lokin var 0-2 og Suso er nafn sem við eigum eftir að sjá oft á næstu árum.

En að morgundeginum aftur, ég reikna því engan veginn með því að Amoo verði heldur með þar sem hann spilaði 77 mínútur í gær, og Ince spilaði 70. Það munu því væntanlega bætast við nokkrar kanónur í hópinn frá fyrri leik liðanna. Leikurinn kemur þó of fljótt fyrir Pepe, Fernando, Babel og Dirk. En það var stór hópur sem æfði á Melwood í morgun, í rauninni allir leikmenn liðsins í dag fyrir utan Torres (og varaliðið sem spilaði í gær). Spearing, Darby, Eccleston, Pacheco og Kelly spiluðu ekki með varaliðinu og verða því nánast pottþétt einhverjir í hóp á morgun. Meira að segja Degen var á æfingu í morgun, þrátt fyrir að hann sé nánast búinn að skrifa undir hjá Stuttgart. Ég reikna nú heldur ekki með að Javier Mascherano spili þennan leik , þrátt fyrir að hafa æft á fullu með liðinu undanfarna daga, og Hodgson hefur hreinlega staðfest að hvorki hann né Maxi spili.

Ég nenni ekki að spá neitt frekar í mótherjum okkar, það þarf að klára þennan leik og nota hann vel til að ná sér í leikæfingu. Það yrði algjört stórslys að vinna þetta lið ekki örugglega á Anfield, sér í lagi þegar horft er til fyrri leiksins. Eins og ég sagði í upphafi upphitunar, þá eru þessir mótherjar einfaldlega mjög slakir og er ég ekkert hræddur við að segja það hér.

Það er ferlega erfitt að spá fyrir um það hvernig liðinu verður stillt upp, en það hjálpar þó að Roy er búinn að staðfesta 5 þeirra. Það eru einungis þrjá skiptingar leyfðar og því var ég að vonast eftir að menn eins og Stevie og fleiri yrðu ekki í byrjunarliðinu, frekar að þeir kæmu inná þegar á leikinn liði. En þessir menn þurfa jú leikæfingu líka og ég veit að Roy Hodgson sé ekki sammála mér og stillir þeim því upp strax frá byrjun. Ég ætla að giska á að liðið verði svona:

Cavalieri

Johnson – Skrtel – Carragher – Insúa

Lucas – Gerrard
Cole – Aquilani – Jovanovic
Ngog

Bekkurinn: Gulacsi, Kelly, Kyrgiakos, Spearing, Shelvey, Pacheco og Eccleston.

Ég set Insúa í bakvörðinn, þar sem ég held að Aurelio sé ekki kominn í alvöru form og menn ætli sér ekki að taka stóra sénsa með líkamann á honum fyrir mót. Það gæti svo sem alveg verið að það yrði reynt að setja Kelly inn hægra megin og Glen yfir til vinstri, eða þá Kyrgiakos inn í miðvörðinn og Carra í vinstri bakvörðinn. En ég ætla samt að spá þessu svona.

Ég vonast bara til þess að þetta verði fjörlegur leikur hjá okkur og að menn verði svo algjörlega tilbúnir í slaginn þegar flautað verður til leiks gegn Arsenal þann 15. ágúst. Tímabilið er jú byrjað, en í hausnum á mér byrjar það fyrir fúlustu alvöru þegar baunabyssurnar koma í heimsókn. Ég ætla að spá þessum leik 3-0 og að það verði Ngog, Jovanovic og Joe Cole sem sjái um markaskorunina fyrir okkar menn.

Game on

34 Comments

  1. Sælir félagar.

    Fín upphitun SSteinn og þú heldur tötsinu ennþá og átt bara eftir að batna 😉 Ég hefi engu við þ.essa byrjunarupphitun að bæta en reikna ekki með að sjá þennan leik sem verður þó sýndur Liverpool-rásinni að ég held.

    Það er nú þannig

    YNWA

  2. Fínasta upphitun.

    Ég spái þessum leik 3-0 og ég held að einhverjir leikmenn sem við sjáum ekki svo oft í aðalliðinu spili þennan leik.
    Treysti Roy algjörlega fyrir þessu og er viss um að hann fær það besta útúr mönnum.

  3. Ok, ok, Benaoyun er njósnari hjá Liverpool Chelsea. Eða einhvers konar inside man sem á að ná Chelsea niður innan frá..

    Hann hefði betur sleppa því að koma upp um sig með að kyrkja You never Walk alone í liðsrútunni hjá Chelsea.

  4. Vinalegt að lesa aftur upphitun SSteins, voðalega 🙂

    Sammála flestu þarna, treysti þó því að stóru kanónurnar taki þessum leik alvarlega sem síðasta leiks fyrir mót, hlýtur að gefa þeim eitthvað að spila á Anfield fyrir töluverðum hópi fólks og Hodgson í fyrsta sinn á heimavelli.

    Stend með 3-0 tölunum samt í fjörugum leik…

  5. leikurinn er sýndur klukkan 18:50 á stöð 2 sport 3.

    Annars spái ég 5-0 sigri þar sem Cole og Jova komast á blað.

  6. Þetta er öruggt! Vonandi sér maður Pachero í byrjunarliðinu. 4-0 fyrir okkar mönnum.

  7. Fín upphitun.
    Svo er ég sammála Guðmundi Inga, ef Pacheco fær ekki að spila slatta í dag verð ég svekktur því að er að mínu mati algerlega nauðsynlegt að halda þeim pilti ánægðum. En að sama skapi verður Ngog að fá sinn tíma eftir fína frammistöðu í síðasta leik.
    50/50 bara.

  8. Liverpool vinnur þennan leik örugglega held ég. Mér finnst óþafi að vera að stilla upp svona sterku liði eins og SSteinn gerir. Leyfa frekar Shelvey, Kelly og Pacheco að byrja þennan leik.

    Martin Kelly var valinn í U-21 landsliðið Englendinga núna í fyrsta sinn. Að mínu mati er þetta efnilegasti leikmaðurinn sem hefur komið upp í gegnum unglingastarfið í mörg ár. Ég verð brjálaður ef það verður keyptur einhver meðalmaður sem backup fyrir Johnson fyrir tímabilið. Kelly á að fá helling af spilatíma á komandi tímabili.

  9. Flott upphitun hjá þér, ég vil sjá Kelly og Johnson í bakvörðunum og Pacheco og N’Gog saman frammi. Ég er ekki viss um að Hodgson vilji láta Insua spila í UEFA því það gæti dregið úr sölunni á honum.

  10. Alveg sammála þér Halli, enda eins og ég sagði í upphituninni, þá hefði ég viljað sjá fleiri unga fá tækifærið, en Roy hefur staðfest 5 “kanónur” í leikinn. Einnig hjartanlega sammála um Kelly, hann á bara að vera backup fyrir Johnson og því var ég afar feginn þegar Luke Young kaupin gengu ekki upp. Hef smá áhyggjur af því hvernig menn Roy virðist vera að eltast við, Luke Young og núna Christian Poulsen. Persónulega hef ég akkúrat engan áhuga á þeim danska, maður sem kemst ekki í sitt lið (sem er í lægð) út af Momo Sissoko, og er orðinn 30 í ofan á lag, ég botna þau kaup ekki alveg ef ég á að segja eins og er.

    Ég vil miklu frekar gefa ungum strákum sénsinn og treysta á t.d. Lucas og Kelly, heldur en að kaupa leikmenn sem eru “over the hill”.

  11. Flott quote frá RH á skysports fyrir leikinn… “Players are only world class if they play to the best of their ability. If not, they are only world-class names.” RH að segja leikmönnum að ekki nota eigandaskiptin sem afsökun fyrir lélega frammistöðu. Mikið er ég að fíla RH alltaf meira og meira…

  12. Guðmundur Ingi

    Ég var að skoða vefsíðuna hjá Stöð2 og þar er ekki talað um að leikurinn sé sýndur. Hvar sást þú þetta?

  13. Leikurinn er sýndur á Ölver.

    Ég held að þetta verði skemmtilegur leikur. Mótstaðan er lítil og menn eru að spila fyrsta leik tímabilsins á Anfield. Þess vegna held ég að við vinnum stórt, 4-0 eða 5-0, og ég ætla að spá því að annar hvor debutantinn okkar komist á blað, ef ekki báðir.

  14. ég sá þetta í fréttablaðinu í morgun. Ekki nema mig hafi dreymt þetta.

  15. var að double checka, Fréttablaðið auglýsir leikinn klukkan 18:40 í kvöld á stöð2 soprt3.

  16. Já það er staðfest að hann er sýndur á Sport 3. Hansi sagði frá því í hádegisfréttum á Bylgjunni.

  17. Lýst vel á þetta, spái auðveldum 4-0 sigri. Cole og Gerrard báðir á blaði.
    En eins og ég er nú ánægður með flest allt sem R. Hodgson segir þá böggar þetta mig dálítið. Finnst eiginlega eins og hann sé að biðja um svona tilboð. http://www.liverpool.is/News/Item/13704

  18. Flott að leikurinn sé sýndur ! En á maður að taka eitthvað mark á því að Liverpool sé að kaupa Christian Poulsen og Brad Jones. Ég segi eins og menn hér að ofan að þá vil ég frekar nota menn eins og Lucas og Palson en að fá Poulsen. Og hvað með þennan Jones ? Erum við ekki með tvo helvíti öfluga varamarkmenn ?? Ég er ekki alveg að átta mig á þessu og hvert menn eru að stefna hérna í leikmannamálum ! Hvar eru peningarnir sem að var lofað til leikmannakaupa ??

  19. Held að málið sé bara að komast í þægilega stöðu í fyrri hálfleik ca. 2 til 3-0 og leyfa svo kanónunum að hvíla sig í seinni og láta kjúklingana klára þetta.

  20. ég giska á 4-0 ætla að vera smá bjartsýnn á að cole skori 2 mörk og ngog og gerrard með sitthvort 🙂
    lýst vel á að hann sé sýndur á sport3 🙂
    en ég veit ekki með þennan poulsen er alveg búinn að skoða hann vel… hann algjör baráttu hundur
    en samt smá geðveikur í skapinu !
    set inn ágætis myndband af honum hérna þar sem hann er með Kaka í vasanum !http://www.youtube.com/watch?v=ZU4pLJ80oVU

  21. “Carlito” held að þetta sé tekið úr samhengi með Torres.. er búinn að sjá blaðamannafundinn þá er hann nýbyrjaður að tala um torres og fer svo strax yfir í mascherano “hann masc. er liverpool maður eins og staðan er í dag en ef við fáum eitthvað gott tilboð frá félagi sem hann vill fara til er erfitt að segja nei”

  22. Diego
    Johnson
    Carra
    Skrtel
    Kelly
    Pacheco
    Gerrard
    Lucas
    Jovanovic
    Cole
    Ngog

    Pacheco byrjar! (skv. áreiðanlegum “insider” á RAWK)

  23. mjög skemmtilegt byrjunarlið að mínu mati!! kelly í vörninni þó reyndar í vinstri bak sínist mer.. og pacheco og ngog í sókninni

Samkeppnin

Liðið komið