Samkeppnin

Það styttist heldur betur í að enski boltinn fari að rúlla að nýju og í næstu viku setjum við líklega inn spá fyrir tímabilið og opnum umræðu á það. En þó það sé alls ekki búið að loka leikmannaglugganum og búist sé við því að öll liðin eigi eftir að bæta hópinn fyrir 31.ágúst langar mig að renna lauslega yfir okkar helstu keppinauta næsta tímabil og sjá hvað hefur gengið á hjá þeim. Hjá okkur virðist bjartsýnin hafa aukist töluvert undanfarið þó hún sé bara sýnishorn af því sem oft hefur verið á þessum árstíma, en er það eins hjá stuðningsmönnum andstæðinganna? (gaman væri að fá þeirra sjónarmið hérna líka).

Við erum að velta fyrir okkur hugsanlegri sölu á klúbbnum í öðrum þræði og höldum henni bara að mestu þar.

Arsenal

Ég er á því að Arsenal hafi alla burði til að fara ansi nærri því í ár að landa titlinum, þeir hafa verið að byggja upp lið undanfarin ár sem er komið á fínan aldur núna. Ljóst er þó að liðið þarf að bæta við sig fyrir tímabilið og líklega verður það nú gert.

Það hefur verið mikið fjallað um það að Liverpool hafi landað stærsta bitanum á free transfer markaðnum en ég er ekki ennþá sannfærður um að Cole toppi Marouane Chamakh sem Wenger landaði í lok síðasta tímabils. Þar er á ferðinni leikmaður sem gæti orðið skuggalegur undir stjórn Wenger og er klárlega mjög mikil bæting á Eduardo sem fór til Úkraínu á dögunum. Eins eiga þeir Robin Van Persie alveg inni og ef hann helst heill er þar á ferðinni einn besti sóknarmaður deildarinnar. Bendtner er síðan enn einn meiðslapésinn sem getur nýst ágætlega ef hann helst heill. Þannig að sóknin er flott hjá Arsenal, betri en í fyrra vil ég meina. Þeir eiga síðan líklega einhverja unga pjakka sem geta spilað sókn en ég þekki það ekki nógu vel utan Theo Walcott sem er bæði kanntur og sóknarmaður.

Aðal fréttaefni þessa árs hefur verið miðjan hjá Arsenal, eða n.t.t. Cesc Fabregas sem virðist ætla að vera áfram hjá liðinu sökum þrjósku Wenger og stjórnar Arsenal sem einfaldlega vill ekki selja hann. Mjög aðdáunarvert hjá þeim að gefa Barca puttann og segja Fabregas að standa við sinn samning enda hafa Barca sett ný viðmið í skítlegum aðferðum við að setja pressu á Fabregas, ég held að allir leikmenn Barca hafi talað um hann í sumar. En Fabregas er klárlega hjartað í þessu liði og einn allra besti leikmaður deildarinnar og mjög mikilvægur liðinu. Ef hann er heill og með hausinn í lagi er Arsenal að fara spila flottann bolta. Fyrir framan hann getum við sett Arshavin sem er frábær leikmaður (besti í heiminum ef hann myndi bara spila við Liverpool). Hann telst auðvitað eiginlega sem sóknarmaður en hvar svo sem þið plantið honum niður þá er þetta leikmaður á heimsmælikvarða. Eins er Nasri fínn leikmaður og sama á við um Vela og þeir eru a.m.k. mjög góðir squad leikmenn.

Ótrúlegt en satt þá virðast þeir ennþá sakna Flamini á miðjunni, Alex Song, Diaby eða Denilson hafa aldrei fyllt þetta skarð ýmist vegna meiðsla eða getuleysis og eru enn á ný spurningarmerki fyrir þetta tímabil, held þó að þetta sé staða sem þeir eru farnir að hafa minni áhyggjur af núna. Eins gæti þetta tímabil orðið stórt fyrir Ramsey en það er leikmaður sem ég tel vera í hárréttu liði fyrir sig, enda Wenger óhræddur að gefa svona ungum pjökkum tækifæri. Þetta er ennþá mjög efnilegur leikmaður ef lappirnar á honum verða ekki kubbaðar niður, aftur.

Bakvarðastöðurnar hjá Arsenal eru í fínu lagi þrátt fyrir að Eboue eitt takmarkaðasta eintak Englands sé back up-ið hægra megin.

En mark og miðverðir gætu orðið aðal vandamál nallara í ár. Úr vörninni skilst mér að Campell og Silvestre séu farnir á braut sem kannski er ekki mesta áfall í sögunni. Eins held ég að Gallas sé farinn og er það öllu verra mál fyrir Wenger að fylla. Að lokum er síðan Senderos loksins farinn. Eftir standa Vermalen sem var mjög góður í fyrra, Djourou sem er alltaf meiddur og Laurent Koscielny sem nýr leikmaður og afar típískur fyrir Wenger. Þ.e.a.s. óþekktur frakki með ágætt profile.

Í markinu er Almunia ótúlegt en satt ennþá málið og Fabianski veitir honum keppni. Klárlega veik staða hjá nöllurum sama hvað þið reynið að tala Almunia upp og hefur t.a.m. Mark Schwarzer verið orðaður við liðið.

Þannig að þetta Arsenal lið er ekki mjög ósvipað og í fyrra, þá lentu þeir í miklu meiðslaveseni en gætu orðið mjög sterkir í ár. Þurfa samt klárlega að versla og það stendur víst til.

Aston Villa

Villa hefur verið klúbbur sem selur leikmenn áður en þeir kaupa og eftir að hafa endaði í topp 6 þrjú ár í röð án þess að vera nógu nálægt meistaradeildarsæti virðist þetta ætla að verða erfitt sumar fyrir þá. Milner sem fyllti skarð Gareth Barry frábærlega í fyrra virðist vera að fara sömu leið nema hvað Milner færi líklega bara á bekkinn hjá City. Eins er Ashley Young orðaður frá klúbbnum og því óljóst hvernig hópurinn verður og þ.a.l. hvað þarf að kaupa mikið í staðin. Þetta eru tveir leikmenn sem báðir teljast sem byrjunarliðsmenn hjá Villa og þar er mun minna róterað með leikmenn heldur en hjá mörgum öðrum liðum.

Þetta er annars alveg sterkur hópur og stjórinn hefur náð að kreista gríðarlega mikið út úr þessu liði. Þeim vantar samt alltaf sóknarmann sem skorar meira en 15 mörk á tímabili og ég á erfitt með að sjá þá bæta sig á þessu tímabili.

Chelsea

Ensku meistararnir hafa styrkt liðið sitt gríðarlega það sem af er þessum leikmannaglugga, Joe Cole er farinn á frjálsri sölu og í staðin hafa þeir keypt Yossi Benayoun!!!! En þetta rándýra lið er auðvitað ennþá fáránlega gott og stjórinn sannaði það strax í fyrstu tilraun á Englandi að hann kann þetta alveg. Þeir hafa losað sig við gamlar kempur eins og Ballack og ekki er vitað með menn eins og Deco en þarna erum við að tala um leikmenn sem voru að komast á aldur.

Vörnin hjá Chelsea hefur verið fáránlega sterk og virðist ekkert breytast mikið í ár, Terry og Carvalho eru ennþá með bestu miðvörðum í heiminum. Alex er sæmilegasta back up alveg. Cashley Cole er einn besti bakvörður í heimi í dag og Ivanovic og Boswinga eru mjög góðir hægramegin. Já svo eiga þeir Yuri Zhirkov uppá að hlaupa.

Á miðjunni eru þeir líklega búnir að endurheimta Essien sem er besti leikmaður í heimi í sinni stöðu þegar hann er heill, án vafa. Lampard við hliðina á honum er mikilvægasti leikmaður liðsins. Malouda og Kalou hafa verið að aðlagast betur í enska boltanum undanfarin ár og eru klárlega góðir leikmenn. Svo verður nokkuð spennandi að sjá hvernig Benayoun passar inn i þetta.

Frammi eru ennþá þeir Drogba og Anelka og báðir eru þeir að komast á aldur. Þeir hafa verið orðaðir við Torres í allt sumar og líklega eigum við eftir að fá ein risakaup frá Chelski núna í ágúst.

Ennþá sama lið og þeir voru í fyrra, að lang mestu leiti. Cole og Ballack væru stórt blow fyrir flest öll lið í heiminum en ég efa að þetta setji Chelsea of mikið út af sporinu.

Everton

Það er í raun nokkuð magnað hvað nágrannar okkar hafa haldist sterkir undanfarin ár og fyrir þetta tímabil eru þeir með nokkuð ágætt lið sem ætti a.m.k. að haldast á svipuðum slóðum og þeir hafa verið undanfarin ár. Helstu fréttir það sem af er þessu ári af leikmannamálum hjá þeim eru þær að þeir misstu Dan Gosling mjög klaufalega frá sér til Newcastle og eins þá keyptu þeir sóknarmanninn Jermaine Beckford sem hefur verið helsta hetja Leeds undanfarin ár og gæti orðið spennandi leikmaður hjá Everton.

Mér finnst margt vera líkt með Aston Villa og Everton og eftir þetta tímabil held ég að Everton verði ofar en Villa.

Howard er reyndur markmaður í EPL og hefur verið góður hjá Everton. Þeir eiga fjóra góða miðverði í Jagielka, Yobo, Heitinga og Distin sem er nýkominn til þeirra. Hibbert hefur síðan verið öflugur hægra megin og Baines vinstra megin.

Fyrir utan fyrirliðann (Neville systirin) þá er miðjan bara mjög öflug hjá þeim, Bilyaletdinov á vinstri kanntinum er góður leikmaður og Osman á hægri er ágætur uppalinn leikmaður (minnir mig). Fellaini, Arteta og Cahill jafnast síðan á við bestu miðjumenn deildarinnar og Pienaar er gott uppfyllingarefni.

Frammi hafa þeir slatta af svona B klassa sóknarmönnum eins og Saha, Beckford, Yakubu og Anichebe sem allir geta verið frábærir þegar sá gallinn er á þeim.

Þeir hafa síðan mjög góðan stjóra og þessir hópur lítur satt best að segja betur út hjá þeim en ég hélt.

Man City

Fyrir ekki svo mörgum árum var City í bullandi fjárhagsvandræðum og fallbaráttu. Þeir höfðu góð not fyrir útbrenda Liverpool leikmenn eins og McManaman og Fowler og voru bara svona temmilega þægilegur nágranni. Núna án  þess að þeir hafi gert nokkurn skapaðan hlut eða getað rassgat í yfir hálfa öld eða svo er verið að orða þá við Torres og Gerrard og því er ekki einu sinni tekið sem gríni. Ég er svosem ekki að saka þá um neitt og staða City er eitthvað sem ég vill sjá Liverpool vera nær því að vera í heldur en við erum núna. En þeir unnu klárlega í lottóinu og þeir, rétt eins og aðrir nýríkir fjárglæframenn eiga allt bögg skilið sem á þá kemur.

Ég nenni ekki einu sinni að fara út í hópinn hjá þeim, hann má sjá hér. Í sumar hafa bæst við óþekktir leikmenn eins og Jerome Boateng leikmaður í HM liði Þjóðverja, Alexander Kolorov vinstri bakvörður sem var á ítalíu sem kom fyrir um 19 millur enda vantar Bridge samkeppni. Að auki kom David Silva einhver heitasti bitinn á markaðnum í mörg ár frá Valencia og Yaya Toure sem var hjá einu besta liði sögunnar. Í fyrra kom bróðir hans fyrir engu minni pening. Þetta er einfaldlega bara bull og ég efa að þetta sé eitthvað sem við púllarar viljum sjá hjá okkar klúbbi, þó við viljum sjá núverandi stöðu stórbætta.

En burtséð frá því þá er ekki hægt að líta framhjá City í ár, þeir bara hljóta að gera helvíti sterka atlögu í ár og ég er nokkuð pottþéttur á að þeir  verða a.m.k. í topp 4 í ár.

Því miður.

Manchester United

Það er ekki mjög gott að sjá fyrir hvernig staðan er á United liðinu í dag, þeir eru í ekkert mikið betri fjárhagsstöðu en Liverpool virðist vera og lítið hefur verið talað um líkleg ofurkaup á þeim bænum þó það sé auðvitað ekkert útilokað. Fyrir þetta tímabil hafa þeir fengið hinn spennandi Hernandez frá Mexíkó og eins hefur Chris Smalling loksins gengið til liðs við liðið og mun hann keppa við Ferdinand, Evans og Vidic um miðvarðarstöðuna. Á móti er Tosic farinn frá félaginu.

Í markinu verður Van Der Sar líklega áfram fyrsti kostur þó hann sé alveg við það að detta inn á Hrafnistu. Vörnin er annars eins og í fyrra nema hvað Smalling og Da Silva bræður koma líklega til með að spila mikið í ár. Neville er orðinn 35 ára og því líklega ekki að fara spila mjög mikið. Það hefur reyndar ekki verið alveg ljóst hvort Vidic verði áfram hjá klúbbnum og líklega fer hann fram á sölu núna fyrst Torres er ekkert að fara frá Englandi.

Ferguson hefur sagt að á þessu tímabili ætli hann að nota mikið af ungum leikmönnum og af þeim er nóg hjá United. Frammi er síðan ennþá Rooney og núna fær hann þennan Hernandez líka ásamt því að Berbatov er þarna ennþá….já og hann Júdas litli.

Maður vanmetur ALDREI United og þetta er klárlega ennþá afar sterkt lið. En það er erfitt að sjá það eins og staðan er í dag að þeir hafi bætt sig mikið það sem af er fyrir þetta tímabil. En þeir hafa haldið stöðugleika hjá klúbbnum og allir leikmenn sem þar eru vita að hverju þeir ganga, kannski dugar það. Giggs og Shcoles verða líklega í minna hlutverki í ár og því spennandi að sjá hvort ungdómurinn geti tekið við keflinu.

Tottenham

Loksins tókst Spurs að stíga skrefið og ná í meistaradeildina, við bara gátum ekki gefið þeim betri séns og þeir nýttu hann vel. Augljóslega er þetta mjög gott lið og með góðan stjóra en þeir hafa ennþá ekki svo ég viti bætt neinu merkilegu við hópinn, ekki frekar en þeir hafa selt frá sér leikmenn.

Í markinu verður Gomes sem er frábær markmaður þegar hann er með sjálfstraustið í lagi, stórkostlegur þegar það er ekki í lagi btw.

Í vörninni hafa þeir tvo góða í hverja stöðu þó óneitanlega sé erfitt að treysta á leikmenn eins og Woodgate og King, sérstaklega á CL tímabili.

Miðjan er afar öflug og ef Modric helst heill eru þeir þar með einn besta leikmann deildarinnar. Tímabilið gæti líka verið mikilvægt fyrir Huddelstone, Jenas, Lennon og Bentley. Svo voru Palacios og Kranjcar báðir stórir póstar á síðasta timabili og ættu að vera það í ár líka. Það var t.d. bara glæpur hvað þeir fengu Kranjcar ódýrt.

Hvað sóknina varðar þá skil ég ekki alveg hvað þeir eru að spá. Peter Crouch er sterklega orðaður í burtu og Keane var nú á láni í fyrra þannig að þá eru bara Defoe og Pavlyuchenko eftir. Persónulega myndi  ég ekki hrófla mikið til þarna, Eiður Smári fyrir Keane kannski en ég sé ekki mikla þörf á að bæta við.

Spurs verða allavega klárlega sterkir þó ég geri sterklega ráð fyrir því að þeir komi til með að finna fyrir því að þeir eru í meistaradeildinni í ár. Þeir eiga afar líklega eftir að bæta eitthvað við hópinn á næstu dögum.

Sum up:

Arsenal ætti að vera nokkuð sterkara í ár, Villa gæti átt erfiðara ár framundan, Chelsea verða svipaðir og er klárlega ekki búnir að segja sitt síðasta á markaðnum í ár. Everton gætu bætt sig frá síðasta tímabili á meðan City er bara bull og verður klárlega mun sterkara í ár. United er á svipuðum stað og gætu orðið spennandi með þessa ungu pjakka sem verið hafa hjá þeim undanfarin ár og eru að verða tilbúnir skv. Rauðnef. Spurs gætu síðan lent í smá veseni vegna álags og aukinnar pressu en hafa alla burði til að verða mjög sterkir áfram.

Vonandi verður þetta bara ekki þannig aftur að við óskum þess heitast að tímabilið verði flautað af eftir 9 mánaða þrautargöngu.

Þetta er auðvitað alls ekki tæmandi upptalning og vafalaust gleymi ég einhverju, en það er ljóst að baráttan er orðin alveg svakalega hörð og Liverpool þarf breytast mikið til að detta ekki afturúr.

Babú

30 Comments

 1. Shit hvað þetta er góður pistill, skemmtilegur, fræðandi og hlutlaus,
  Takk

 2. Skemmtilegar vangaveltur Babu og hver veit nema að eitthvert eitt lið eigi eftir að koma á óvart sem er ekki upptalið hér. Ég er allavega sammála öllu þarna. Mín spá er sú að Chelsea, Man City og United muni vera þau lið sem muni berjast um titilinn í seinustu umferðum næsta vor. Þar á eftir munu Liverpool og Arsenal koma til með að berjast um 4. sætið. Tottenham má vissulega aldrei afskrifa í öllu þessu en en eins og þú bendir réttilega á þá eru þeir að fara að fá það í bakið að vera í CL einfaldlega þar sem hópurinn aftar á vellinum með meðslahrjáða Woddy og King er ekki nægilega góður. Þeir eiga kannski eftir að kaupa þar en ekki hefur maður lesið mikið um að Tottenham sé að kaupa varnarmann. Í þokkabót hafa fæstir í þessu liði spilað á þessu leveli sem þeir eru að fara að gera núna og það mun einnig hafa áhrif. Þannig að ég spái þeim svona rétt fyrir ofan miðja deild og að þeir muni berjast um evrópusæti við Everton, Aston Villa og Sunderland. Svo til að loka minni spá þá er ég viss um að Blackpool muni falla !

 3. Verður ekki ríkur á að spá þeim falli held ég 😉

  Annars tæklum við spánna í næstu viku undir handleiðslu Magga og það verður ansi erfitt að smíða í ár.

 4. “Man City í topp 4”
  Arsenal sterkara en í fyrra.
  United alltaf sterkt.
  Chelsea er mið svipað lið og í fyrra þegar það vann dolluna

  Ég sé því miður ekki að það sé pláss fyrir Liverpool í topp fjórum. Fimmta sætið er raunhæft markmið, ef allt gengur upp.

 5. Ég sé að menn halda að Liverpool endi í topp fjórum sætunum. Ég er ósammála því. Hvernig komst ég að þessari niðurstöðu? Jú með því að lesa þennan þrusu góða pistill.

  Manutd, Mancity, Arsenal og Chelsea. Þetta eru liðin sem eru líklegust til að sætum 1 -4. Tottenham var í fjórða sæti í fyrra en mun ekki ná því vegna meistaradeildarinnar.

 6. snildar grein ég held að arsenal verði ekki sterkir í ár, vörninn er ekki góð hjá þeim Van persie spilar aldrei meira en 15 leiki á tímabili og hópurinn er ekkert svo stór hjá þeim.

 7. 2 þumlar upp 🙂

  Alveg snilldar samantekt hjá þér, takk fyrir.

 8. @Zero var einhver hérna að spá Liverpool 4 sætinu ?? Ég sagði að þeir kæmu til að berjast um það við Arsenal en hvort þeir muni verða undir í þeirri baráttu verður bara að koma í ljós. Ég myndi ekki halda að leikmannahópur Liverpool sé samt eitthvað mikið síðri en þessara liða ef að frátöldu Man City kannski. Svo þar að auki er það ekkert óraunhæft að spá Liverpool í topp 4 !

 9. Sælir félagar

  Takk fyrir góðan pistil Babu og flest held ég að sé rétt metið nema ef til vill Arsenal. Ég held að í því liði séu brotalamir sem gera það að verkum að þeir verða í 5. til 6. sæti. Nenni ekki að rökstyðja það nánar.

  Ég er sammála um Tottarana, þeir munu ekki rísa undir álaginu. Ég held að Liverpool eigi því góðan séns á 4. sætinu ef allt gengur upp. Látum þó allar væntingar um gengi okkar manna liggja á milli hluta uns eigenda – og leikmannamál klárast fyrir næstu mánaðarmót.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 10. Flottur Babu!

  Ég er hins vegar hróplega ósammála um það að við séum ekki í góðum séns á topp fjórum. Við erum reyndar í dag með minni breidd en Chelsea og fjárveldið Man. City en ef að okkur tekst að halda lykilmönnum eins og Reina, Agger, Johnson, Gerrard, Cole og Torres heilum er ég sannfærður um að við verðum í fínum málum og klárlega í topp fjórum.

  Arsenal, Tottenham og Villa verða neðan við okkur í vetur held ég….

 11. Ef menn haldast heilir og sértaklega Torres, þá á Liverpool góða mögurleika að vera í topp 4. Einhver ástæða er fyrir því að menn eru að hætta við að hætta og eru komnir til baka. Vonandi setur stjórinn ekki menn á bekkinn, eftir að þeir hafa skorað og staðið sig vel.

 12. Við erum að tala um spennandi keppni framundan.
  Svona spái ég þessu
  1. Chelsea
  2. Man utd
  3. Arsenal
  4. Liverpool
  5. Man City
  6. Tottenham
  7. Aston Villa
  Ég segji að Everon muni ekki gera góða hluti í ár og verði fyrir neðan top 10.

 13. Mín spá: 1. Chelsea 2. Arsenal 3. Manchester United 4. Liverpool 5. Man City 6. Everton 7. Tottenham

  Ein pæling strákar, off-topic. Er að spá í að skella mér á e-season ticket fyrir þetta tímabil og var að vona að einhver gæti deilt reynslu sinni með mér… Kostar það sama og treyja… Er þetta þess virði? Eru einhverjir leikir aðalliðsleikir streamaðir?

  kv. Ghukha

 14. Eitt sem tengist ekki umræðunni. Til lukku með nýja síðu, kemur mjög vel út, það er samt eitt sem ég sakna, þ.e að commentin séu númeruð. Er oft að lesa spjallið á mismunandi tímum og þá var voða gott að hafa númerin á commentonum svo maður þyrfti ekki að leita aftur hvar maður var síðast. Er þetta eitthvað sem er hægt að laga?

 15. Maður er býsna hræddur við ManU verð ég að segja. Þeir komu mér virkilega á óvart í fyrra en ég bjóst ekki við þeim í baráttunni þá fram á síðasta dag. Þeir ættu að verða enn sterkari í ár miðað við hópinn hjá sér og með marga öfluga unga drengi.

  Arsenal einnig sterkari en ég er sammála mörgum hérna að maður einhvernveginn reiknar ekki alveg með þeim í titilbaráttu en við gætum vel verið að berjast við þá um 4 sætið.

  Spái þessu svona: ManU, (of ferguson hættir svo) City, Chelsea, Liverpool, Arsenal, Tottenham

  Annars skrítið að tala um að við eigum engan séns á topp fjórum eins og sumir hafa sagt. Veit ekki betur en við séum ekki með verri hóp en lenti í öðru sæti í þarsíðast og því allt opið í þessu held ég þó maður sé nú ekkert að drepast úr bjartsýni. KLárlega er markmiðið í ár að vera í topp 4 og helst að berjast um titilinn eitthvað fram á vor helst.

 16. Ghukha.

  Að mínu mati er ekki spurning að peningum er vel varið í e-season ticket.

  Unglinga- og varaliðsleikir í beinni, viðtöl og þættir sem vert er að fylgjast með. Allir leikir LFC þarna inná svo maður missir ekki af neinu.

 17. Sagan segir á visir.is að Flamini sé arftaki Mascherano. Ég veit eiginlega ekki hvort ég á að hlægja því ef svo myndi reynast þá væri ansi skondið að koma með hann 14 ágúst í leik á móti Arsenal. Hann er einmitt maðurinn sem ég tel að Arsenal hafi saknað mest seinustu tvö tímabil !

 18. Maggi.

  Takk fyrir þetta, ég skelli mér á kvikindið. Verð þá að sætta mig við að kaupa bara 3 treyjur. Kuyt á aðalbúningnum, Kuyt á varabúningnum og Kuyt á Evrópubúningnum. Sleppi Kuyt á markmannsbúningnum…

 19. Ég er að horfa á fréttirnar á TV2 í Danmörk og þar voru þeir að segja frá því að Christian Poulsen væri kominn til Englands til að fara í læknisskoðun.

 20. Ég held að margir leikmenn hafi spilað undir getu vegna óánægju á síðasta tímabili en séu nú ansi kátir og verði betri nú á komandi tímabili. Held að Liv, komi bara á óvart og massi þetta, eða þannig.

 21. Hvers vegna eru allir hræddir við ManUtd? Þeir keyptu ekkert af viti í fyrra og hafa sama og ekkert fengið í ár. Giggs og Scholes eru formlega orðnir eldgamlir og arftakar eins og Anderson og Hargreaves eru í ruglinu. Ég get séð þá floppa í ár.

 22. Ekki að það skipti öllu máli en Chelsea og City að hiksta í æfingaleikjunum sínum á meðan ManU er að rúlla sínum leikjum upp. Kannski ekki sambærilegir leikir og þetta segir nú yfirleitt ekki mikið en hlýtur alltaf að hafa áhrif. Við áttum nú ömurlegt æfingatímabil í fyrra og ekki fór það árið vel.

 23. Flottur en ótímabær pistill! (Sama og konan þín segir Babu) 🙂 Sérstakelga í ljósi þess að það er tæpar fjórar vikur eftir af glugganum.

 24. Flottur pistill, nokkuð sammála þessu. Gæti þó séð ManU detta neðar á þessu tímabili þó maður afskrifi þá aldrei úr toppbaráttunni.
  Svo virðast þeir hjá Daily Mail vera vissir um að Poulsen sé að koma til Liverpool fyrir 5.5mp. http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-1300389/Roy-Hodgson-I-wont-allow-Liverpool-stars-play-blame-game.html
  Smá brot úr þessu: “Meanwhile, Hodgson confirmed Christian Poulsen’s imminent £5.5million arrival in a move that should clear the way for Javier Mascherano’s departure to Inter Milan.”

 25. Sæl öll, “smá” þráðrán hérna hjá mér.
  Ég veit ekki hvort margir viti af því en Vegiterian, heimavöllur okkar (á Akureyri) síðasta vetur, lokaði núna í sumar.
  Við sem höfum séð um utanumhald klúbbsins hér á Akureyri vorum að vakna upp við þann vonda draum að við værum orðnir frekar svifaseinir í því að leyta að nýjum stað fyrir komandi leiktíð. Við erum þó farnir af stað og erum að kanna nokkra möguleika. Mig langar engu að síður að nefna þetta hér ef svo skemmtilega vildi til að einhver lumaði á góðri hugmynd að nýjum heimavelli fyrir okkur. Ef svo er þá endilega verið ófeimin að setja þær hér inn og ef þær eru öflugar þá er jafnvel ekkert mál að hringja bara í mig.

  s: 8989355 Gunni

 26. Bryggjan, Kaffi Ak og Cafe Amor eru held ég einu þrír staðirnir sem eru eitthvað að standa í því að sýna leiki. Myndi hafa samband við þá staði ! Svo er það spurning með Golfskálann !

 27. Gunnar “precious”, þú gætir líka athugað með Mongo. Þar ætti að vera nóg pláss fyrir góðan hóp og aldrei að vita nema hægt væri að gera díl við Árna og fá tilboð á bjór.

 28. Ágætis samantekt fyrir utan nokkrar staðreyndavillur, spurning samt hvort þetta sé ekki aðeins of snemmt?
  Hvað varðar Arsenal þá myndi ég halda að Wilshere eigi eftir að spila stærra hlutverk en Ramsey. Ef þeir halda lykilmönnum frá meiðslum þá verða þeir í eða við toppbaráttu.
  Hjá Chelsea gleymist Ramires sem gæti vel fyllt upp í skarðið sem Ballack skilur eftir sig. Svo held ég að þið megið ekki alveg gleyma ykkur í Benayoon vs. Cole umræðunni. Joe Cole hefur einfaldlega átt erfitt uppdráttar hjá Chelsea seinustu ár og t.d. skorað færri mörk en Yossi t.d. 2007-08 tímabilið og svo tímabilið í fyrra þrátt fyrir að spila jafnmarga eða fleiri leiki (2008-09 tímabilið spilaði Cole ekki nema 19 leiki í öllum keppnum þannig að samanburður þar er til lítils). Chelsea verða klárlega með eitt sterkasta liðið í ár.
  Lítið um Everton að segja nema að Distin er ekki nýkominn:)

  Um umfjöllunina um liðið sem ég styð (Man Utd) þá vil ég nú bara byrja á að benda á að það eru ekki liðnar tvær vikur síðan Vidic skrifaði undir framlengingu á sínum samning þannig að það er einmitt ekki líklegt að hann sé að fara. Liðið hefur vissulega ekki bætt mörgum mönnum við sig (en það er nú alveg mánuður til stefnu enn) en ungir strákar eins og Gibson og Macheda fá núna tækifæri til að sanna sig og ef að Carrick á eðlilegt tímabil miðað við hans getu þá er það eins og að fá nýjan leikmann miðað við hvernig hann spilaði í fyrra. Ég hef trú á liðinu í ár.

Liverpool láta Úrvalsdeildina vita af mögulegri sölu!

Rabotnicki á morgun