Liðið komið

Þá er byrjunarlið fyrir leik kvöldsins komið.

Það hljómar svona:

Cavalieri

Kelly – Skrtel – Carragher – Johnson

Lucas – Gerrard
Cole – Pacheco – Jovanovic
Ngog

Bekkurinn: Gulacsi, Aquilani, Kyrgiakos, Maxi, Wilson, Spearing og Eccleston.

Semsagt, öflugt lið sem á að klára þetta, verður virkilega gaman að sjá Pacheco, Jovanovic og Cole saman!!!

Koma svo…..

41 Comments

  1. Djöfull er ég sáttur við Hodgson að gefa Pacheco tækifæri í kvöld.

  2. Er hægt að horfa á leikinn í sjónvarpi eða þarf maður að horfa á netinu, vita menn það?

  3. Ég hlakka mikið til að sja þá N’gog og Pacheco saman frammi – þessi leikur fer 3-0, ekki spurning

  4. Er nokkur hérna sem getur sagt mér kl hvað leikurinn byrjar??…Lýst bara vel á þetta allt saman og er að fýla nýja “lookið” á síðunni.

  5. Eru þið vissir um að hann sé sýndur á stöð2sport3?? Sé það hvergi nema í fréttablaðinu og veit fyrir víst að það hefur bullað slíku rugli áður.

  6. Ég hef þetta bara frá einum á Liverpool.is

    Ef það skyldi hafa farið framhjá einhverjum hvort leikurinn yrði sýndur þá hringdi ég í 365 miðla og þeir sögðu að leikurinn yrði sýndur á Stöð 2 Sport 3.

  7. Mér finnst þetta sniðugt upp stillt. Svona trade-off milli þess að gefa lykilmönnum spiltíma í form og leyfa mest spennandi ungu leikmönnunum að afgreiða verkefni.

  8. Johnson í vinstri bakverði? Kann hann það? :o) Líst vel á og vona að maður sjái eitthvað til að kynda enn frekar uppí tilhlökkuninni fyrir þessu tímabili.

    YNWA

  9. Roy er greinilega sammála stuðningsmönnunum um að Pacheco skuli byrja leikinn. Ég held að flestir hafi a.m.k. viljað sjá hann koma inn á. Án þess að vera með e-ð diss á Rafa, þá held ég að það verði bara betra þegar stjórinn og stuðningsmennirnir eru nokkurn vegin sammála um hvernig lið þeir vilja sjá.

    Einnig, að setja Johnson í vinstri bak og leyfa þannig bæði besta bakverðinum okkar og Kelly, helstu vonarstjörnunni okkar, að spila er flott move. Þó var hann auðvitað í vandræðum með vinstri bakvarðarstöðuna en hann hefði getað sett Carra þar, ég er feginn að hann gerði það ekki. Kannski virkar þetta ekki, en ég fíla það að hann skuli reyna svona hluti. Lucas verður væntanlega í meira sóknarhlutverki en venjulega og það verður spennandi að sjá, hann virðist vera á undan Aquilani í liðið.

    Liverpool vinnur þetta ef þeir nenna og ættu að geta sett nokkur mörk.

  10. Klassa spil hjá Gerrard og Cole en Ngog klaufi þarna. Flott sókn samt!

  11. 1-0, N’gog eftir frábæra fyrirgjöf Cole frá vinstri. Skalli í slána og inn. Eigum við eitthvað að ræða það hvað N’gog lítur vel út eftir sumarið? Bætt svolitlu kjöti á sig, ári reyndari og hrikalega góðar staðsetningar sem senter. Helsáttur við hann.

  12. Ef Rafa væri ennþá að stjórna þessu liði værum við í erfiðleikum með að skora, pottþett.

  13. Það er ekki hægt að saka N’gog um að vera eigingjarn….en þarna hefði hann mátt klára færið bara, klárlega í stöðu til þess.

  14. Jæja verð að segja að ég er bara nokkuð sáttur með liðið í hálfleik. Joe Cole er klárlega að gera skemmtilega hluti og ég er ekki frá því að hann sé besti leikmaðurinn sem liverpool hefur náð í síðan Torres kom. Annarrs er ég sáttur með Jovonovic hann virkar Fighter og er að berjast á fullu.

    Enn það sem ég er mest ánægður með þennan fyrri hálfleik er hvað Roy Hogdson sýnir svipbrigði og er óhræddur að sýna tilfiningar 😉 og nátturlega stórt skref þegar þjálfarinn fagnar marki 😉 ekki bara einhver vélmenni sem þykist vera sýna andstæðingnum virðingu..

  15. OK, 3-0 samanlagt á móti Rabotnicki og N’Gog með þau öll. Ef þetta væri Torres þá væri sko búið að dásama hann alveg hægri vinstri, enda ætti hann það að sjálfsögðu skilið (Torres er minn uppáhalds leikmaður).

    Það sem ég er að reyna að segja er að mér finnst N’Gog stundum ekki njóta sanngjarnar gagnrýni hérna (og annarsstaðar). Hann leynir á sér og getur þetta alveg.

  16. Haukur misstiru af Gerrard? veist að við erum að vinna 4-0 samanlagt 😉 Annarrs er Ngog með fínan leik gleymum ekki að hann er með frábært markahlutfall miðað við spilaða leiki og er ekki nema rétt orðin tvítugur 😀

  17. Beggi, hehe nei reyndar ekki .. hef líklega verið búinn að ákveða þennan texta í huganum áður en að Gerrard skoraði, þó að ég hafi svo skrifað þetta eftir að markið hans kom. Margt skrítið í mannshausnum 🙂

    Já, rétt er það. Hann spilar ekki mjög mikið en skorar mjög reglulega þrátt fyrir það.

  18. Ég er rosalega ánægður með þetta lið, maður vill næstum því að salan á LFC fari fram á síðustu stundu svo að þessir drengir fái tækifæri 🙂

  19. Ekkert út á þennan leik að setja nema kannski að menn mega nýta færin aðeins betur, og svo er hárgreiðslan á Joe Cole fáránleg 😉

  20. Liverpool að leika frábærlega í byrjun síðari hálfleiks. Fyrstu 10 mínúturnar sem ég sé af Liverpool á þessu tímabili og þær lofa svo sannarlega góðu. Hraður fótbolti, fáar snertingar og enskt yfirbragð á þessu (sem ég held að sé eitthvað sem Liverpool hefur vantað). Ég er spenntur fyrir tímabilinu! 🙂

  21. Áhugavert ad sja hvernig RH stillir upp. Gerrard ad spila sem djúpt liggjandi playmaker í línu vid Lucas. ?Cole er kominn í stoduna hans Gerrard og lýtur vel út. Pacheco, sem hefur týnst soldid i tessum leik, virdist einnig vera ad spila tarna fyrir aftan Ngog.

  22. Það er miklu skynsamlegra að hafa Cole í holunni fyrir aftan senterinn. Fyrsta snerting hans er miklu betri en hjá Gerrard, þú hefur ekki mikið pláss þegar þú spilar í þessari holu þannig að fyrsta snertingin skiptir öllu máli. Varðandi Pacheco þá er hann að gera fína hluti, taka boltann vel niður og gerir einfalda hluti og kemur svo með einn og einn killer bolta. Held hann eigi eftir að gera kröfu á byrjunarliðssæti, þetta er jú fyrsti leikur hans með liðinu á þessu seasoni.

  23. Yossi Benayoun who?? Ef Joe Cole heldur sig frá meiðslum í vetur er ljóst að topp fjögur lítur dagsins ljós. Einnig ánægjulegt að sjá Pacheco og Kelly fá séns en þetta er bara Hodgson í hnotskurn. Gefur strákum séns og kann að peppa þá upp sem gefur þeim aukið sjálfstraust osfrv.
    Ngog er leikmaður sem ég vil að Liverpool haldi áfram í Liverpool treyju fyrir alla muni. Hann er virkilega teknískur og snöggur en það sem honum vantar upp á er að klára færin sín. I staðinn fyrir að ætla að leika á markvörðinn er betra að taka skotið og reyna á markvörðinn. Góð frammistaða gegn frekar slöku liði.

  24. aahhhhhh hvað var Pacheco að gera þarna, Cole algjörlega aleinn við hliðina á honum. Jæja ágætis leikur og Cole að koma mjög sterkur inn í þessum leik. Ngog lofar líka góðu en hefði nú átt að setja eitt tvö í viðbót í dag.

  25. Það er ljóst að við vorum ekki að spila við neitt klassa lið en mér er alveg sama því ég hef ekki séð jafn skemmtilegan Liverpool leik í háa herrans tíð.
    Virkilega flott spil í 90 mínútur og það höfum við ekki séð lengi.

    Cole var gríðarlega góður í dag og óheppinn að skora ekki.
    Kelly, bara vá, þvílíkt efni þessi drengur og átti mjög góðan dag, sóknarlega sem og varnarlega í þessi fáu skipti sem þurfti á að halda.
    N´gog hefur tekið framförum og er ég gríðarlega spenntur.
    Gerrard, nú spyr ég bara hvar var þessi maður á síðustu leiktíð? Átti góðan dag, flottar sendingar og virtist njóta þess að spila knattspyrnu.
    Svo fannst mér Johnson líka mjög góður sem og reyndar restin af liðinu og eiga menn og stjóri hrós skilið fyrir að skemmta okkur stuðningsmönnum í dag.

    YNWA.

Rabotnicki á morgun

Liverpool 2 – Rabotnicki 0