Blackburn á morgun

Nú eru 4 dagar liðnir frá vonbrigðunum miklu gegn West Ham á Anfield. Næst er það útileikur og það er eiginlega hálf skrítið til þess að hugsa að maður er orðinn talsvert meira “confident” fyrir útileikina en heimaleikina. Það sem við höfum átt í mestum erfiðleikum með er að spila gegn liðum sem gjörsamlega pakka í vörn og það gera þau flest þegar þau koma á okkar heimavöll. Þegar þessi lið eru fyrir framan alla sína stuðningsmenn þá virðast þau reyna meira að sækja og opna þar með meiri svæði fyrir okkar menn að vinna á. Ég vona svo sannarlega að það verði raunin á morgun, því það er ekkert sem heitir, við hreinlega verðum að vinna þennan leik til að sýna fram á það að við ætlum okkur að vera í baráttunni um titilinn og þessi þrjú stig sem í boði eru á morgun, þurfa að komast í hús.

Lið Blackburn er heldur betur í sárum þessa dagana. Sjóðheitt er undir Paul Ince og stuðningsmenn brjálaðir yfir gengi liðsins. Eins og fyrr þegar svoleiðis aðstæður eru í gangi þá getur þetta virkað á tvo vegu. Annars vegar að liðið sé algjörlega rúið öllu sjálfstrausti og bjóða mótherjunum upp á að labba yfir sig, eða þá að þetta virki eins og um sært dýr sé að ræða. Menn þá tilbúnir að fórna sér algjörlega fyrir málsstaðinn og stjórann sinn. Hvernig sem þeir mæta til leiks, þá eigum við að sigra þá, simple as that. Við eigum að vera með það mikið öflugri mannskap en þeir að við eigum hreinlega að geta ætlast til þess af liðinu okkar að þeir hristi af sér slenið og mæti til leiks sem toppliðið í deildinni. Ef menn fá ekki sjálfstraust af því að vera einir á toppnum, hvenær þá?

Lið Blackburn hefur nokkra fína fótboltamenn innan sinna raða og eru að mínum dómi ekki að sýna sitt rétta potential þessa stundina. Þeir hafa á að skipa fínum framherjum í þeim Santa Cruz og McCarthy (Cruz reyndar sagður tæpur fyrir leikinn) og svo eru þeir með nagla eins og Warnock, sem við könnumst vel við. Það má heldur ekki gleyma því að Robbie nokkur Fowler er innan þeirra raða og væri ekki leiðinlegt að sjá kappann rölta inn á völlinn og fá gott klapp fyrir frá stuðningsmönnum Liverpool. En þrátt fyrir ágætis leikmenn inn á milli hjá þeim, þá kæmust þeir fæstir í hóp hjá okkur og því eigum við ekki að þurfa að spá í einstaka leikmenn þeirra ef við spilum sjálfir eins og menn.

Hvað okkar lið varðar þá er Torres blessaður enn og aftur meiddur. Þetta fer að verða ansi hreint pirrandi að vera án hans svona langtímum saman og hefur hann hreinlega ekkert náð að komast af stað á þessu tímabili. Skrtel, Degen og Aurelio eru svo allir á sjúkralistanum fræga (sakna Degen alveg gríðarlega). Að öðru leiti þá skilst mér að allir séu heilir heilsu og klárir í slaginn. Ég reikna með nokkrum breytingum á liðinu frá West Ham leiknum. Agger kemur inn fyrir Hyypia og Mascherano inn fyrir Benayoun. Ég á ekki von á frekari breytingum á liðinu. Dossena spilaði ágætisleik síðast og heldur sínu sæti en sjálfur væri ég svo sannarlega til í að sjá Babel byrja uppi á topp á kostnað Robbie Keane. Ég er þó handviss um að svo verði ekki. Ég ætla því að spá liðinu svona:

Reina

Arbeloa – Carragher – Agger – Dossena

Mascherano – Alonso
Kuyt – Gerrard – Riera
Keane

Bekkurinn: Cavalieri, Hyypia, Insúa, Lucas, Benayoun, Babel og NGog.

Eins og áður sagði þá VERÐUM við að hirða 3 stig úr þessum leik, gjörsamlega verðum. Þetta er ekki flókið, við verðum að nýta þessi helv… færi sem við erum að fá í leikjum. Skora snemma, fá þá fram á völlinn og kála þeim síðan. Er þetta ekki einfalt? Það verða nokkrar kanónur að stíga upp og fara að sýna sitt rétta andlit. Ef Robbie Keane ætlar ekki að fara að takast big time á við flopp nafngiftina, þá þarf hann að fara að sýna hvað í honum býr, við borguðum fullt af pundum fyrir hann og það vita allir að þetta er hæfileikaríkur leikmaður, en hann þarf að fara að sýna okkur meira af því. Einfalt ekki satt? Er einhver til í að læða þessu að honum? Eins vil ég fara að sjá meira af Stevie G. Hann hefur kannski ekki verið slakur, en hann hefur lítið verið að eiga af toppleikjum sem við höfum svo oft séð frá honum. Ég ætla mér að vera bjartsýnn fyrir þennan leik og spá því að við klárum hann 1-3. Stevie mun koma sér á blað, sem og Robbie. Eigum við svo ekki að segja að Xabi setji þriðja markið. Óraunhæft? Kannski. Óskhyggja? Kannski, en þetta getur vel orðið að veruleika ef menn rífa sig nú upp á rasshárunum og fara að sýna okkur virkilega fram á hvað í þeim býr. Koma svo.

45 Comments

 1. mér myndi ekki bregða ef keane væri ekki liðinu í þetta skipti. Hann var hræðilegur í síðasta leik og á ekki skilið byrjunarliðssæti í þessum leik. Mér fannst N´Gog betri í síðasta leik og hann ætti það meira skilið að byrja þennan leik en keane. Babel á inni leik og gæti komið inn fyrir Riera, sem var frekar slakkur síðast eða bara keane.

 2. Sælir félagar
  Góð upphitun hjá SSteini og svo sem ekki miklu við hana að bæta. Liðskipan er líklega rétt og ekki ástæða til að halda að hún verði öðruvísi en hann ætlar. Það eina sem gæti verið á annan veg eru hugsanlegir markaskorarar. Ég á ekki von á að Keane geri mikið meira en hlaupa í vitlausar eyður eins og í undanförnum leikjum. Því veðja ág á að Gerrard setji fyrsta markið en Babel setji svo eitt þegar honum verður skipt inná fyrir Keane eftir 60 mín. og Carra rekur svo smiðshöggið í 0 – 3 sigri okkar manna. 😉
  Það er nú þannig.

  YNWA

 3. Sælir.
  Góð upphitun með meiru. Samála um að mig langi að sjá Babel inn fyrir Keane, hann var arfaslakur í seinasta leik, ekki samála um að Ngog eigi skilið byrjunarsæti þarna, hann á enn dálítið í land með það.
  Kæmi mér ekki á óvart þó þessi leikur færi 1-3 og Alonso og Kuyt skori mörk okkar manna, Alonso með 1 og Hollenski Smalahundurinn með 2.

  Vont að missa Torres þegar að hann var að hitna aftur, helv….en maður breytir því ekki úr þessu, er það nokkuð!
  Gerrard verður að fara að taka skrefið fyrir okkar menn og ég held að hann geri það í þessum leik. Hann kemur vitlaus inní leikinn og á skot í Tréverkið og svo byrjar ballið!

  Takk fyrir mig 😉

  YNWAL – ManUManU kiss my ass – Robbie Fowler 😉

 4. Miðað við ömurlega takta í okkar sóknarleik undanfarið og að vð höfum verið að spila 4-4-2 myndi ég vilja sjá liðið svona á morgun….

  Reina

  Arbeloa – Carragher – Agger – Dossena

  Gerrard – Alonso – Mascherano – Riera

  Babel – Keane

  Keane hefur sannarlega ekki sýnt mikið og hann hefur fengið úr ákaflega litlu að moða sem einmanna striker.

  Hinsvegar held ég að liðsuppstillingin hjá Steina sé rétt fyrir morgundaginn og hef þrátt fyrir allt bara þó nokkra trú á því að þetta lið geti skorað mörk. Það breytir mjög miklu að hafa Gerrard í holunni, Kuyt hefur ekki opnað neina vörn í þeirri stöðu og Keane þarf einhvern með sér fram sem dregur til sín skapar pláss.
  Hljóma kannski eins og anti-Kuyt enn eina ferðina, málið er bara að ég hef mikið meiri trú á Keane og finnst hann betri en Kuyt. Í stöðu framherja eða í holunni ekki á hægri kannti. Eins og Steini stillir upp liðinu er Kuyt alveg nothæfur að mínu mati og oft vel rúmlega það, sem framherji í 4-4-2 á móti liði sem pakkar, not so much.

  Vinnum 1-2 sigur (7-9-13) og Kuyt skorar bæði mörkin (það er alveg gefið).

 5. Algjörlega sammála þessari uppstillingu hjá þér Babu. Er einmitt buin að láta mig dreyma um hana fyrir síðustu 2 leiki en ég er einmitt hræddur um að það verði bara áfram draumur…

 6. Ég vil sjá Kuyt frammi , hann hefur verið að skora og getur skallað, sem Keane virðist ekki geta (og yfirleitt ekki skorað), ég væri líka til í að sjá Babel frammi og Keane á bekknum. En eflaust er þettað rétt uppstilling hjá S Steina, en ég vona að hann verði ekki allveg með þettað rétt. Aðal atriðið er að vinna þennan leik og mér er alveg sama hver skorar……

 7. Sammála Babu. Ættum að nota Babel frammi með Keane. Þess virði að sjá hvort það virkar. Keane verður að fara að sýna eitthvað. Næga sénsa er hann amk að fá. Annars held ég að það sé alveg ljóst að við þurfum að fá framherja í janúar. Torres er það mikið meiddur og næstu menn á eftir Keane eru menn eins og Ngog. Það gengur ekki ef við ætlum okkur að vera áfram í baráttu um dolluna. Klárum þetta á morgun. Keane og Babel hljóta að vakna.

 8. Held að Benitez verði að hrista meira upp í liðinu á morgun varðandi uppstillingu. Babel á að byrja og svo væri gaman að sjá plessis eða spearing svona til að láta þessa kónga á miðjunni finna að spilamennska síðustu vikna er ekki boðleg liverpool, ef þeir ætla þá að stefna á toppinn. Held að blaðran hjá okkur sé við það að springa og því held ég að nauðsynlegt sé að hrista aðeins upp í byrjunarliðinu

 9. Er ég sá eini hérna inni, sem vill bara að við höldum uppteknum hætti verðum í efsta sæti eftir þessa umferð.
  Ég hef gefist upp á því að spá því að liðið flengi andstæðinga okkar, enda hefur það kostað mig að öllum líkindum æruna, þegar Sigursteinn og félgagar halda norður yfir heiðar, til þess að taka þátt í fánadegi okkar norðanmanna.
  Í sjálfu sér, og meginatriðum, þá skiptir það mig ekki öllu máli hvort það verður Kyut,Keane eða Carra sem skora mörkin/markið. Ég er sáttur við gengi liðsins, á meðan við erum á toppnum og vona að ég verði sáttur eftir leiki helgarinnar einnig.
  Er ég sáttur við spilamennsku liðsins hingað til ? Já og nei. Ég hef séð fallegri fótbolta , og fleiri mörk, það viðurkennist. En þessi spilamennska hefur dugað okkur til þess að tróna á toppi erfiðustu deildar í heiminum. Við erum búnir að bíða lengi eftir því að vera í þeim sporum sem við erum í núna. Núna finnst mér ekki rétti tíminn til þess að gagnrýna eitt né neitt. Á meðan við erum efstir, þá hlýt ég að vera sáttur við spilamennsku liðsins. Af þeirri einföldu ástæðu, að það virkar. Meðan við erum efstir, þá erum við að gera vel.

  það sem ég á við (til þess að gera langa sögu ennþá lengri) er einfaldlega það, að þó svo að ég geri kröfu um sigur í hverjum einasta leik, þá hlýt ég að vera sáttur á meðan við erum efstir.
  Segjum sem svo, að við gætum stærðfræðilega gert 0-0 jafntefli í öllum þeim leikjum sem eftir væru, en hinir leikirnir æxluðust allir þannig, að við værum samt ennþá á toppnum. Þá væri nú þingheimur búinn að aflífa stjórann og allmarga leikmenn í millitíðinni. En að lokum væri hægt að spyrja; bíddu.. höfðu menn eitthvað efni á því að ybba gogg ? Við urðum jú meistarar, og stóðum okkur best af öllum þeim liðum sem keppa í þessari deild.
  Nú veit ég vel að deildin er ekki búin. En staðan er engu að síður sú, að við erum það lið, sem höfum staðið okkur best það sem af er. það er langt síðan ég horfði á dagsetninguna 5.des og sá okkur í þessari stöðu. Þó svo að hin liðin hafi verið að hiksta, þá má ekki gleyma því, að við eigum stóran þátt í því að hin liðin hafa verið að hiksta. Við höfum einfaldlega staðið okkur best allra liða, það sem af er.

  Mér finnst því rétt að við leyfum þeim aðilum að klúðra málunum fyrst, áður en við hengjum þá. Mér finnst eðlilegt að ég leyfi syni mínum að gera eitthvað af sér, áður en ég rasskelli hann, þó svo að ég búist fastlega við því að hann geri eitthvað af sér í framtíðinni. !!!
  Eru menn að fatta hvert ég er að fara hérna ?

  Ég geri kröfu um sigur á morgun. Ég geri kröfu um sigur í næsta leik þar á eftir.. og þar á eftir..en fyrst og fremst verð ég ánægður, ef við spilum þannig úr spilunum, að við verðum í sömu stöðu eftir hverja einustu umferð, sem við erum í þessa stundina. Því það er akkúrat það sem ég vil: EFSTA SÆTIÐ Í LOKIN.
  Ég ætla að mæta með Liverpoolfánann minn á Allann á morgun, fullur tilhlökkunnar og stoltari en nokkru sinni fyrr, og ég vona að ég fari jafn keikur til baka.
  Ég treysti Rafa til þess að stilla liðinu þannig upp, að við verðum áfram í efsta sæti eftir þessa umferð. Því hvað sem hver segir, þá er hann í efsta sætinu, og hefur þar með sýnt okkur að hann sé traustsins verður nú um stundir. .. við spyrjum að leikslokum.

  Við erum efstir drengir.. njótum þess eins lengi og við getum..við erum búnir að bíða nógu lengi !!!!!!!!!

  ÁFRAM LIVERPOOL……!!!!!!!!!

  Kveðjur að norðan…. Carl Berg

  p.s: það væri ákaflega jákvætt ef leikmenn Blackburn gætu sleppt því svo sem eins og eitt síson að fótbrjóta einhvern leikmanna okkar. Það eitt og sér, yrði ákveðinn sigur fyrir okkar menn.

 10. Mikið lifandis skelfing er ég farinn að hlakka til norðanferðar þar sem veðmál og önnur mál verða gerð upp 🙂

  Já, það að vera stuðningsmaður Liverpool FC er sérlega skemmtilegt nú sem endranær og finnst mér þetta flott innlegg frá félaga Carl(s) Berg. Líf mitt snýst að sumu leiti um þetta félag okkar og eins og margir aðrir þá eyði ég gríðarlega miklum tíma í að lesa, hugsa um, tala um og starfa fyrir þetta fótboltalið í fjarska. Ef ég gæti ekki glaðst yfir því að tróna í efsta sæti deildarinnar, þá gæti ég hreinlega pakkað saman og farið að hugsa um og gera eitthvað allt annað. Spennan og ánægjan rekur mann á pöbbann, á völlinn og hingað og þangað.

  Þess vegna tek ég svo sannarlega undir jákvæð orð Carl Berg hér að ofan. Hvað sem mönnum finnst um einstaka leikmenn og einstaka uppstillingar, hvað sem mönnum finnst um einstaka úrslit og einstaka frammistöður, þá er það tóm gleði að fylgjast með og styðja þetta lið. Ef gleðin og spenningurinn færi, þá væri þetta tíma illa varið. Ég myndi fylgja liðinu niður í utandeild ef svo bæri undir og myndi samt finna jákvæðar hliðar á málunum og hafa gaman að þessu laaaang stærsta áhugamáli mínu. En við erum ekki í utandeildinni, við erum á toppnum á Úrvalsdeildinni. Kannski fer það sæti á morgun, hver veit? Ég veit það allavega að ég ætla að njóta þess á meðan því varir, svo mikið er víst. Ég mun líka njóta þess þó við séum í öðru sæti og halda svo innilega í vonina um að við náum því fyrsta. Svona er þetta bara. Insúajalla 😉

 11. Spái 2-0 tapi, ekki það að ég vona innilega að ég hafi rangt fyrir mér. En mér finnst einhvern veginn við alltaf eiga í vandræðum með Blackburn og hvað þá á útivelli, og við erum nú ekki heldur að spila besta boltann þessa dagana.
  En mikið væri nú gaman ef að Keane og fleirri kæmu til baka og sýndu í eitt skipti fyrir öll úr hverju þeir eru gerðir. Koma svo Liverpool þaggiði niðrí mér því ég er illa svartur fyrir þennan leik.

  ÁFRAM LIVERPOOL……………………………………………………………………..

 12. 0-4 fyrir Liverpool.
  Liverpool eiga eftir að leggja allt í að skora snemma og útiloka 0-0 jafntefli. Ég ættla að spá því það takist og þar með verður allt opið því Blackburn verður að sækja eftir það til að fá eitthvað út úr þessum leik.

  Keane
  Gerrard
  Benayoun
  Kuyt

 13. Ég held að við tökum þennan nokkuð auðveldlega. Maður er eiginlega bjartsýnni á útivallagengi en heima þessa daganna. Það tel ég vera því heimaliðin mega hreinlega ekki bara pakka í vörn eins og þau myndu gera á Anfield.

  2-0 Agger og Babel með mörkin.

 14. Hvernig er það, svaf Babel hjá konu Benitez?

  Manni finnst það allavega skrýtið að stjóri sem hefur allatíð skipt leikjatíma á milli leikmanna nokkuð mikið að hann frysti nánast 11 milljóna punda leikmann.

  Auðvitað hefur hann róterað minna í vetur en samt vekur þetta upp spurningar. Er hann fúll yfir að Babel hafi farið á ólympíuleikana? Það er farinn að læðast í mér illur grunur um framtíð Babel.

  En að leiknum. Ég held við vinnum nokkuð sannfærandi 0-2. Útivellirnir virðast henta okkur betur í ár og ég sé okkur ekki án deildarsigurs 3 leiki í röð 🙂

 15. Undanfarin ár hefði ég kviðið þessum leik en Blackburn er bara svo grútlélegt lið þessa stundina að ef við vinnum ekki þennan leik fæ ég ákveðinn hnút í magann.

 16. 1-1 og Babel jafnar á 78. mínútu eftir að hafa komið inn á átta mínútum áður.

 17. Var að horfa á Liv-ManU á Sport2, væntanlega síson ’97, við töpuðum þeim leik, að hluta til þar sem Matteo og Kvarme voru í vörninni, vil helst sem minnst ræða um þá félaga en frekar um Owen og Fowler sem voru í framlínunni. Þvílík ógn sem þeir voru að skapa og náðu saman. Ok við nýttum ekki færin í þessum leik, en það var gaman að sjá að þeir voru virkilega lifandi og sköpuðu fullt af dauðafærum. Mér finnst einhvernveginn ekki hægt að bera þetta saman við Kuyt-Keane partnershippið í dag, ok Torres vantar, en það vantar samt einhvern neista í þennan sóknarleik sem var þá. Bar ef við gætum haft þann sóknarleik og varnarvinnuna sem við erum með í dag, við værum að taka flesta leiki með lágmark 3ja marka mun.

 18. Er bjartsýnn sem aldrei fyrr. Babel byrjar og skorar í 0-3 sigurleik…..
  Agger skorar einnig og Gerrard úr víti………..
  Koma svo !!! Höldum efsta sætinu !

 19. Keane keane keane!

  Þetta sagði Benítez um Keane í gær: “He is working hard as always in training and practicing in every training session but I cannot guarantee a position to anyone, we have to win,”

  Það er einmitt málið…..hann getur ekki gefið þessum manni meiri sénsa eða leiki til að ná upp sjálfstrausti. Við þurfum einfaldlega að vinna leikina….liðið er mikilvægara en einn rándýr en hræðilega lélegur leikmaður.

  Það liggur við að maður vilji sjá Gerrard frammi með Kuyt eða Babel (4-4-2). Xabi og Masch væru þá á miðjunni.

  En þetta er ekki auðvelt val hjá Benna!

 20. Hver sá samt fyrir þessi vandræði með Keane? Enginn. Þetta er alveg ótrúlega óvænt. Ég man þegar margir voru að rökstyðja það á þessari síðu að þeir vildu hann frekar en einhvern annan af því hann þekkti deildina svo vel og þyrfti ekki að aðlagast enska boltanum. Svo gerist þetta.
  En…. það er meira en nóg eftir af tímabilinu fyrir kallgreyið að vakna.

 21. 16 Elli, ekki veit ég hvað Babel er ad gera þegar hann er ekki ad æfa eða spila ENDA kemur mér það ekkert við meðan hann skaðar ekki Liverpool eða sjálfan sig . 0 Herra Benitzes tilkynnti(ef mig minnir rèttir) ad með komu Riera yrði Babel valinn í lið sem sóknarmaður? Keane finnst manni líða einsog fjallgöngumanni kominn uppi á topp en einmanna. Keane var með Öðrum liðum meira skapandi leikmaður en hreinRæktaður sóknarmaður, svo þeir eiga eftir skapa mikið saman Írinn(geta aðlagast öllu, dæmi usa-Færeyjar)

 22. The Liverpool team in full: Reina, Arbeloa, Carragher, Hyypia, Insua, Benayoun, Mascherano, Alonso, Babel, Gerrard, Kuyt.

  Subs: Cavalieri, Keane, Dossena, Agger, Riera, Lucas, El Zhar.

  Athyglisvert lið svo ekki sé meira sagt. Hyypia heldur sæti sínu og INSUA kemur í vinstri bakvörðinn. Gaman af því. Robbie Keane fær sæti á bekknum, að mínu viti á hann það skilið enda hefur frammistaðan ekki verið upp á marga fiska að undanförnu. Síðan held ég að Benitez sé ekki að fíla þetta svekkelsis attitude í honum þegar hann er tekinn út af. Riera sest við hliðina á Keane á bekkinn, sama á við um hann og Keane. Hefur ekki verið upp á sitt besta að undanförnu. Spurning hvort Babel nýti loksins sénsinn, hann þarf virkilega á því að halda.

 23. Síðan að stríða okkur, kem ekki nýrri færslu inn. Set þetta inn hér fyrst.

  Stærsta frétt dagsins er án efa sú að Emiliano Insua er vinstri bakvörður í dag og Dossena á bekknum. Keane og Riera eru settir á bekkinn, Babel og Mascherano koma inn. Ég myndi halda að þessu væri stillt svona upp…

  Reina
  Arbeloa – Carragher – Hyypia – Insua
  Alonso – Mascherano
  Benayoun – Gerrard – Babel
  Kuyt

  Bekkurinn: Cavalieri, Keane, Dossena, Agger, Riera, Lucas, El Zhar.

  Agger semsagt hafður á feykisterkum bekk!

  KOMA SVO!!!!!!!!!!!!!!!

 24. Kuyt gæti líka verið hægra megin, Benayoun vinstra megin og Ryan Babel frammi.

 25. Sælir félagar
  Lýst vel á uppstillingu Rafa. Loksins hefur hann böll í að gera eitthvað rótækt og sýna mönnum sem ekki hafa staðið sig vel undanfarið (Keane, Riera) að þeir verða að vinna fyrir sæti sínu í byrjunarliði. Vona bara að Babel og Insua standi fyrir sínu. Spá mín óbreytt 3 – 0, Babel, Gerrard og Carra setjann.
  Það er nú þannig.

  YNWA

 26. væri til í að sjá þá allar 3 rótera doldið mikið! En maður veit ek alveg hvernig benitez hugsar þetta

 27. Eftir að hafa verið nokkuð brugðið við uppstillingu dagsins þá líst mér vel á þetta. Ef menn standa sig ekki trekk í trekk þá á verðmiðinn á þeim ekki að hjálpa til við að halda þeim í liðinu, þannig að þetta er jákvætt rotation myndi ég segja. Ef þetta gengur síðan alls ekki þá er bekkurinn feykisterkur og nóg af möguleikum sem við höfum þar.

  Tökum þetta 0-1, fyrst Þorgeir er meiddur er mér nokkur sama hver setur boltann í markið.

 28. Tek skýrt fram að ég vona að þetta verði svona….

  Kuyt – Gerrard – Benayoun
  Babel…..

 29. Vá hvað þetta er hrútleiðinlegt.
  Tilhvers í ósköpunum er Mascherano þarna inná? Er hann búinn að koma við boltann?

  Vil fá Riera inn sem fyrst í síðari hálfleiknum og svo fljótlega Keane ef ekkert gerist. Taka Benayoun út og Babel yfir á hægri þó hann sé búinn að vera langt frá því sem hann getur.

 30. Vá hvað þessi leikur er slappur! Ekki eitt skot á markið í fyrri hálfleik og ekki hægt að segja að menn séu á tánum!….come on fyrsta sætið í hættu…

 31. Þessi brandari með Kuyt sem lone striker getur nú bara ekki enst allann leikinn!!! Sama á við um Benayoun, það er skandall að hafa hann þarna hlaupandi í hringi á meðan við höfum t.d. Riera á bekknum og staðan er bara 0-0.

  Gerrard er alls ekki í sínum rétta gír og Alonso virðist bara ekki hafa neinn til að senda á þegar hann horfir fram á völlinn.

  Ég tel að Rafa hafi “refsað” röngum tveim af þeim fremstu 4 hjá okkur sem ekkert hafa geta undanfarið, inná með Keane og Riera fyrir Kuyt og Benayoun.

  Eða þá að skipta á Fowler og Kuyt 😉

 32. Svakalega beitt sókn hjá okkar mönnum eða þannig. Þetta er alveg ótrúlega sorglegt. Þrátt fyrir breytingar er engin breyting frammi. Babel er alveg jafn bitlaus og hinir.

 33. Robison hefur ekki þurft að verja eitt skot! Segir allt sem segja þarf um þennan getulausa fyrrihálfleik. Það virðist ganga illa að moka okkur uppúr þessum markaleysisskafl. Hvernær skildi nú rofa til?

 34. Þetta er til skammar, spilamennskan hæfir ekki liðinu sem er á toppnum. Það er bara Hyypia “sá gamli” sem er að standa sína plikt þarna inn á og auðvitað Reina. Aðrir eru ekki að gera nokkurn skapaðan hlut. Gerrard, Masch, Alonso, Kyut, Babel, Benayoun…hvernig væri allavegana að reyna? og sýna smá áhuga?

  Þrumuræða í hálfleik og nýtt lið inn á í seinni hálfleik, annars er von á enn einu 0 – 0 jafnteflinu gegn lélegu liði.

 35. Við skulum rétt vona að þetta sé ekki einn annar kaflinn sem við dettum úr toppsætinu rétt fyrir jól með leiðinlegri spilamennsku…

 36. Ég get ekki skilið afhverju flestir ykkar vilja fá Babel til að spila meira, Benayoun hefur gert mun meira en Babel sem er búinn að vera skelfilegur og lítur út fyrir að vera áhugalaus á að vera áfram í LFC búning, enda loksins þegar hann fær tækifærðið gegn vörn sem fékk 5 mörk á sig fyrir 3 dögum sýnir hann nákvæmlega ekkert sem réttlætir að hann fái að vera í leikmannahópnum.

  Ekki ætla ég að hrauna yfir Babel því Kuyt og Gerrard eru búnir að vera vægast sagt skelfilegir og sé ég ekki tilgang í að hafa Mascherano í liðinu.

  En ætla að vona að seinni hálfleikur innihaldi hið minnsta skot á mark, ætla ekki að vera það kröfuharður að biðja um mark.

 37. Jæja strákar. Besti maður Liverpool á tímabilinu er að bjarga þessari viku..vonandi 🙂

 38. Þú ert svona hress, Lolli. Vonandi verður þú það líka þegar þú skoðar stigatöfluna eftir leik. Sem og allir rauðliðar.

 39. Benayoun in da house!

  Af hverju er ekki löngu búið að selja þennan mann?

Hvar verðum við eftir jólavertíðina?

Blackburn 1 – Liverpool 3