Hvar verðum við eftir jólavertíðina?

Ég hef farið varlega í því að vera með yfirlýsingar lengi gagnvart Liverpool (alla vega í ensku deildinni) enda gefur gengi liðsins síðustu tvo áratuga ekki ástæðu til annars. Undanfarin ár hef ég sagt að ég geri lágmarkskröfur um að liðið sé ennþá í raunhæfum séns að vera meistari eftir jólavertíðina og það hefur ekki gerst ennþá nema… vonandi verður það staðreynd í janúar 2009!

Framundan í deildinni eru:
56.des Blackburn úti, 13.des Hull heima, 21.des Arsenal úti, 26.des Bolton heima og 28.des Newcastle úti.

Raunhæft á litið þá sætti ég mig við 12 stig út úr þessum viðureignum og helst myndi ég vilja að við myndum þá ekki tapa fyrir Arsenal en sjáum til. Ég sé þetta svona:

Blackburn: Eru í tómum vandræðum og stuðningsmenn liðsins vilja Ince burt eftir stórtap gegn Man U í deildarbikarnum. Þeir ættu að liggja vel við höggi. 3 stig.
Hull: Líkt og Stoke, Fulham og West Ham þá er þetta leikur sem við eigum að vinna og einfaldlega höfum ekki efni á að misstíga okkur meira. 1-0 sigur er nóg fyrir mig, ég vil bara 3 stig hérna.
Arsenal: Þetta er erfiðasti leikurinn og verður án efa mikil skemmtun. Ég sé þennan leik fara í allar áttir en ef við vinnum á Emirates þá yrðu það stór skilaboð til Man U og Chelsea. Jafntefli eru fín úrslit.
Bolton: Undanfarið er afar týpískt að við gerum jafntefli við þá en Big Sam er farinn og þetta er ekki sama liðið. Sigur og ekkert annað. 3 stig.
Newcastle: Hafa verið að spila illa á þessu tímabili sem og lent í miklum meiðslum. Núna er stjórinn hjá liðinu Joe Kinnear og er hann ráðinn í mánuð í senn. Ég hef ekki hugmynd hvar þetta lið verður þegar við mætum því og gæti þetta því verið hættuleg viðureign en eigum við ekki að segja 4-3 sigur okkar manna væri skemmtileg í tilefni jólanna.

Gleðilegan föstudag.

6 Comments

  1. Vonandi enn á toppnum eftir jólatörnninna. næstu 2 leikir eiga að vera léttir á pappírnum en þetta er einmitt leikirnir sem liverpool er að ströggla með á þessari leiktíð. er eiginlega ekkert smeykur við Arsenal eða Bolton. Kinner er reyndar komin með samning til 6 mánaða núna en það skiptir ekki máli Newcastle er í tómu rugli núna. ég væri sáttur með 10 stig eftir þessa törn.

    En ef það fer ekki að koma meira líf eða sköpun í þennan sóknarleik hjá okkur þá er ég að fara sjá okkur missa dampinn og brotlenda aðeins, og leyfa okkur að kynnast liðinnu sem var á góðri leið með að gera okkur að Englandsmeistrum í jafntefli á síðustu leiktíð.

  2. Eins og staðan er í dag þá getur Liverpool unnið öll lið og tapað stigum á móti öllum liðum. Síðastu leikir gegn Fulham og West Ham áttu að vera unnir á pappírnum en báðir klúðruðust.
    Verð að játa að ég fer nokkuð smeykur inní jólatörnina, ekki síst í ljósi þess að liðið verður án Torres.

  3. Ég reikna með 11 stigum.

    Sigur gegn Blackburn, Hull og Newcastle.
    Jafntefli gegn Arsenal og Bolton.

Og Torres lengur frá!

Blackburn á morgun