Blackburn 1 – Liverpool 3

Fyrir leikinn í dag var talsverð pressa á okkar mönnum, eftir tvö markalaus heimajafntefli. Ekki var pressan minni á okkar fyrrum fyrirliða, Paul Ince, þar sem mörg blöðin töldu að með Liverpoolsigri yrði sá ágæti maður kvaddur og jafnvel þótti klárt að Graeme Souness væri klár í að taka við liðinu. Semsagt mikilvægur leikur fyrir bæði lið.

Rafa kom á óvart í liðsvali sínu. Byrjunarliðið var:

Reina

Arbeloa – Carragher – Hyypia – Insua

Alonso- Mascherano
Benayoun – Gerrard – Babel

Kuyt

Á bekknum voru; Cavalieri, Keane, Dossena, Agger, Riera, Lucas og El Zhar.

Agger semsagt geymdur áfram á bekknum. Dossena, Keane og Riera út fyrir Insua, Mascherano og Babel.

Held svei mér að ástæðulaust sé að ræða um fyrri hálfleikinn, enda verð ég að viðurkenna það að ég var bara orðinn spenntur fyrir því að standa upp og fara inn í eldhús til að aðgæta jólabaksturinn hjá konunni. Þar var þó eitthvað að gerast! Reina reyndar sýndi stórkostlega markvörslu einu sinni en að öðru leyti, ekki orð meir!!!

Í hálfleik kom lukkudýrið mitt í sófann til mín. Samstarfsmaður sem yfirleitt sér sigurleiki í mínum húsum og því var aukin von hjá karlinum! Seinni hálfleikur byrjaði rólega en á 57.mínútu skapaðist loks hætta við mark heimamanna þegar Robinson varði vel frá Alonso og fimm mínútum seinna lagði Babel upp flott skotfæri fyrir Gerrard en aftur varði vel.

Við skulum orða það þannig að sófinn gladdist mjög lítið tveim mínútum seinna þegar Babel var kallaður af velli fyrir El Zhar. Ryan karlinn var ekkert að spila neitt hrikalega vel en mér fannst þó hann vera að vaxa og því var ég mjög ósáttur og bölvaði bara, svei mér þá!

En á 69.mínútu brotnaði svo ísinn. Gerrard komst í góða stöðu á hægri kant, sendi boltann inní og þar hrökk hann af Kuyt út fyrir teiginn þar sem Xabi Alonso kom aðvífandi og kláraði færið gríðalega vel, sett’ann neðst í hægra hornið. 0-1 og mikið var liðinu, og mér, létt!

Áfram var frekar rólegur leikur málið en á 79.mínútu átti Dirk Kuyt langa sendingu út til hægri á ísraelska landsliðsfyrirliðann, sem hefur verið umræddur á þessu spjalli, sem var einn gegn einum á Warnock vin okkar. Í stuttu máli fintaði Yossi Benayoun sig framhjá vinstri bakverðinum sem við ólum upp eins og að drekka Carlsberg og klíndi boltann svo í fjærhornið niðri, óverjandi fyrir Robinson. 0-2 og öruggt er það ekki?

Masch karlinn fór útaf stuttu seinna og virtist haltra, Lucas kom inná og maður beið bara eftir lokaflautinu og öruggu efsta sæti. Því miður sofnuðu okkar drengir á 86.mínútu í hornspyrnu og Santa Cruz minnkaði muninn í 1-2. Game on aftur, Riera var hent inn fyrir Benayoun og smá líf kviknaði í heimaáhorfendunum.

Lítil hætta var þó af þeim bláhvítu og djúpt í uppbótartíma var stungið inn fyrir vörn heimamanna, El Zhar elti boltann, Robinson markmaður kom út fyrir teiginn og varð á undan en hreinsaði illa, beint á Riera. Sá varð var við fyrirliðann sinn við hlið sér, sendi óeigingjarnt á hann og með síðasti sparki leiksins skoraði Steven Gerrard þriðja mark okkar og tryggði áframhaldandi veru í efsta sæti, 1-3 sigur á Ewood Park og mér finnst líklegt að Paul Ince hafi þarmeð stýrt sínum síðasta leik í PL í bili, ekki það að aðalmálið er auðvitað áframhaldandi efsta sætið í okkar höndum!

Fyrstu 65 mínútur leiksins líktust mjög síðustu tveimur leikjum okkar, héldum boltanum algerlega, um 60%, en sköpuðum lítið. Eftir fyrsta mark okkar varð mun léttara um allt og mér fannst síðustu 25 mínúturnar fínar. Vissulega var heimaliðið með lítið sjálfstraust, en mér fannst okkar lið afar stressað lengst af og erfitt að taka einstaklinga út úr því. Á sama hátt fannst mér liðið allt stíga upp í lokin og þá var allt annað flæði og sigurinn verðskuldaður. Vonandi hjálpar það verulega upp á sjálfstraustið að skora þrjú mörk í dag!

Ég ætla bara að tala jákvætt um leikmenn í dag. Mér fannst markvörður og vörn spila verulega vel. Reina ER besti markmaður deildarinnar og sérstaklega skemmtilegt var að sjá gamla manninn Hyypia leika feykivel og Insua er orðinn alvöru valkostur fyrir þetta lið held ég bara! Mascherano vann sig verulega vel inní leikinn og lék í lokin eins og við sáum í fyrra. Babel var að reyna, Gerrard var duglegur þó hann hafi oft leikið betur og við skulum ekki vanmeta það að Dirk Kuyt átti tvær stoðsendingar í dag! Varamennirnir komu fínt inná og skiptu máli í lokin.

Mitt val á manni leiksins var á milli tveggja leikmanna. Yossi Benayoun fannst mér áberandi skeinuhættastur í fjögurra manna sóknarlínu okkar og skoraði frábært mark. Ég fer ekki ofan af því að þennan leikmann getum við notað talsvert, hann er ekki kantmaður og ekki senter, en svona “milli lína leikmaður” sem oft er erfitt að eiga við. En einu sinni enn vel ég Xabi Alonso sem mann leiksins. Stjórnaði öllu spili okkar og skoraði virkilega fallegt mark. Frábær vetur Spánverjans heldur áfram!

Að lokum varð dagurinn ánægjulegur eftir erfiða fæðingu og við verðum efstir a.m.k. til 13.desember. Man ekki hvenær við vorum síðast á toppnum tvær umferðir í röð en það er flott tilfinning!

Næst spilum við í Meistaradeildinni í Eindhoven á þriðjudagskvöld, í leik sem ég spái að einhverjir lyklar verða hvíldir fyrir átök desembermánaðar!

75 Comments

  1. Kuyt með tvær stoðsendingar!!
    Insúa er betri en bæði Dossena og Aurelio!!
    Keane á bekknum allan tíman!!
    Liverpool áfram í efsta sæti!!

    Þetta bjargaði deginum 🙂

  2. Sælir félagar.
    Fyrri hálfleikur ömurlegur og Babel sannaði í þessum leik að hann á ekkert erindi í þetta lið. Annars voru allir nema Reina og vörnin að spila illa í fyrri. Seinni hálfleikur skárri og Alonso braut að lokum ísinn. Hann var að vísu sæmilegur í fyrri en sá hálfleikur er með því slakara sem maður hefur séð til liðsins. Það vekur ákveðnar áhyggjur hvað liðið virtist áhuglaust og seinfært í þeim hálfleik.
    En niðurstaðan góð og því skylduverki lokið að vinna Blackburn sem á að vera mörgum klössum neðar en okkar menn.
    Það er nú þannig

    YNWA

  3. Ég var ánægður með Insua og hann setur pressu á Aurelio og Dossena.
    3 stig eftir slakan fyrrihálfleik nái liðið loksins að sýna eitthvað.

  4. Er ekki allt í lagi, að babel eigi ekki erindi í þetta lið? Hann á alveg erindi í þetta lið eins og aðrir leikmenn liðsins. Hann er langt fra þvi að vera yfirburða léilegastur í liðinu, þannig að þetta orðaval þitt að hann eigi ekki erindi í liðið finnst mér fáranlegt. Hann er til að mynda mun betri leikmaður en dossena.

  5. Flott mark hjá Benayoum, einstakalega vel gert. Alonso sýndi líka snilldartakta í markinu, það myndu ekki allir “setja” hann bara svona rólega í hornið með tvo menn fyrir framan sig.

    Vonum bara að Sunderland fullkomni helgina. PLEASEEEEEEE¨!

  6. Fyrri hálfleikur ein öflugasta svefnpilla sem ég hef tekið …. en dæmið klárað í seinni hálfleik.

    Held að ég hafi aldrei verið eins feginn og þegar Alonso rúllaði boltanum í netið.

    Góður skyldusigur þegar upp var staðið og 3 fáránlega mikilvæg stig í hús.

  7. Já langar að hrósa Insúa sem var mjög öflugur að mínu mati. Ég myndi taka hann framyfir Dossena nánast any day of the week.

  8. jæja, seinni hálfleikur miklu betri og 3 stig í hús sem er jákvætt. Annað jákvætt:
    1) Benayoun að spila ágætlega og skorar í þokkabótt.
    2) Babel bara nokkuð sprækur. Vonandi fær hann að spila meira, því það býr mikið í þessu dreng.

    neikvætt:
    1) Kuyt einn frammi virkar ekki. Maðurinn er ekki með neitt touch til að halda boltanum uppi og spila aðra með inní leikinn. Einnig vantar honum allan hraða til að stinga sér inn fyrir ala Torres.
    2)Skiftingarnar skrítnar að mínu mati. El Zhar á vinstri kantinn??? Hefði viljað sjá Kean inná fyrir Kuyt í lokinn. Meiddist Babel?
    3) Halda ekki hreinu og skapa þessa óþarfa pressu undir lokinn.

    En við erum á toppnum, nice!

  9. Sindri: Er það assist að hitta ekki boltann og hann skoppar til alonso 🙂

    Mér fannst Benayoun ekki góður hins vegar, hann átti einn sprett þar sem hann skoraði, flott mark algjörlega, en fannst hann annars vera einn slakasti maður vallarins.

    Stevie G var alls ekki góður nánast allann leikinn og sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst Insúa mjög sterkur sem og Hyppia sem ég myndi velja mann leiksins.

    Annars góður sigur, erfitt að ná inn marki en þau komu að lokum. Nú er bara vona að Sunderland taki þetta af krafti á eftir.

  10. Veit ekki hvernig þeir meta það.. þetta var aðeins spurning hjá mér þar sem ég sá ekki leikinn og sá markið bara með öðru auganu hérna í tölvunni. Veit hann var með eina assist í Benayoum markinu, spurning með hitt.

  11. BABEL skapaði fyrsta markið – og var því lykilmaður enda getur hann breytt leikjum á eigin spítur, því miður virðist hann meiddur eftir ljóta tæklingu Warnock en vonum að það sé ekki alvarlegt. BABEL þarf að fá að komast í leikæfingu til að komast aftur í besta form.

    Áfram LFC

  12. Mér fannst okkar menn bara hræddir við Blackburn í fyrri hálfleik, enda spila þeir mjög fast svo ekki sé meira sagt. Þó Benayoun hafi skorað mark í þessum leik þá finnst mér hann slakur, hann hefur verið að tapa boltanum hvað eftir annað í undanförnum leikjum.
    Hyypia og Alonso fannst mér koma best út úr þessum leik. Gamli jálkurinn les leikinn betur en nokkur annar í öftustu línunni.

  13. Þótt að menn skori mark eftir flott sóló run, þá eru þeir einhvern veginn samt slakir að mati sumra. Fínt, þá vil ég gjarnan að fleiri séu slakir en skori samt, þá verðum við kannski meistarar í vor.
    Kuyt var ekki með neina stoðsendingu í þessum leik. Hann átti misheppnað skot sem féll til Alonso sem skoraði og lagði svo boltann út á kantinn til Benayoun sem bjó til þetta mark einn. Kuyt vann ágætleg, ekki misskilja mig, en mér finnst hann bara ekki virka vel einn uppi á toppnum. Allt í lagi tilraun samt, þar sem Kean er ekki enn kominn í neitt stuð, sem hlýtur nú samt að fara gerast einhvern daginn.

  14. sammála með Insúa, virkilega gaman að sjá hann fá tækifæri og spila vel. Eigum við ekki bara að taka það jákvæða út úr þessum leik. 3 mörk og tvö af þeim frá mönnum sem eiga að vera búnir að skora meira, nokkrir kjúlar fá tækifæri og voru heilt yfir að standa sig ágættlega.

    Hafði það á tilfinningunni í hálfleik að einhverjir spjallarar væru að undir búa aftöku hér á síðunni eftir leik, en svo kom höggið á 70 mín þegar Alonso læddi ínn einu. En menn geta kannski dúndað sér við að afskrifa hina og þessa í staðinn.

  15. Mér fannst Hyypia vera langbesti leikmaður liðsins í dag og einnig var Reina, Insúa og Alonso að standa sig vel. El Zhar átti fína innkomu í dag en aðrir voru að spila undir getur.

    Mín vegna má leikmaður spila hörmulega í 90 mínútur ef hann skorar mark og bara það gerir það að verkum að frammistaðan hans var góð. Það er dauðasök að fara að misstíga okkur því Chelsea vélin er smurð með Mobil en við bara ódýrustu Shell smurolíunni. Þegar líður á fer gæðamunurinn að sjást svo við verðum að halda haus.

  16. Sælir félagar
    Insúa komst vel frá þessum leik, Alonso mjög góður sérstaklega í seinni, Benayoun var eins og hann á að sér, mistækur en átti góða spretti, Reina frábær og vörnin góð nema ein mistök í markini sem Blackburn skoraði, Gerrard átti einn sinn slakasta leik en markið gott hjá honum. Aðrir svona nokkurnveginn á pari svona heilt yfir. Nema Babel sem mér fannst ótrúlega slappur miðað við að hann ætti að vera að reyna að spila sig inn í liðið.
    Sigurinn frábær og afskaplega notalegt að verma efsta sætið það er orðið notalega volgt og þægilegt að sitja þar. 😉
    Það er nú þannig

    YNWA

  17. Alveg sammála Nafna mínum nr. 11, Benaoyun var enganveginn góður i dag einsog allir sóknarmennirnir okkar i leiknum, en skoraði gott mark og fær stig i kladdann fyir það. Kuyt virkar ekkert einn frammi, best settur á hægri kant. Skil ekkert í Benitez að henda ekki Keane inná á 70. min, sást vel að Kuyt var alveg að deyja úr þreyttu, Kuyt leitar ALLTOF mikið til baka. Annars flottur sigur en léleg spilamennska og virkilega leiðinlegan fótbolta. Vantar fleiri einstaklingsframtök.

  18. BABEL skapaði fyrsta markið – og var því lykilmaður enda getur hann breytt leikjum á eigin spítur, því miður virðist hann meiddur eftir ljóta tæklingu Warnock en vonum að það sé ekki alvarlegt. BABEL þarf að fá að komast í leikæfingu til að komast aftur í besta form.

    Arnbjörn (nr. 13), hvernig færðu það út að Babel hafi skapað fyrsta markið? Hann var farinn út af þegar fyrsta markið var skorað. Hann fór út af á 63. mínútu en markið kom á 69. mínútu 🙂

  19. Benayoun getur ekki blautann skít, hann á ekkert með að vera í þetta stóru liði, hann á bara að vera í west ham eða eh svoleiðis, Babel er hins vegar Mjög góður og þarf Nauðsinlega fleiri tækifæri, klassa leikmaður.

    Við förum hinsvegar að vinna alla leiki 4 – 0 eða meira þegar Torres kemur aftur 😀

  20. Verð að viðurkenna að ég er afar undrandi á ummælum manna hér um Yossi Benayoun. Er sannfærður um að ef að Ryan Babel hefði gert svona mark væri ansi öðruvísi umræðan. Finnst ómaklega að honum vegið, hann á skilið neikvæðni ef hann spilar illa, en í dag skipti hann verulegu máli krakkar mínir.

  21. sammála öllu í skýrslunni nema manni leiksins. mér fannst sami hyypia bera af á vellinum í dag, stórkostlegur varnarmaður. öryggið í leik hans er svo mikið að maður er aldrei áhyggjufullur þegar hann er á vettvangi.

    annars fínn sigur og gott að halda toppsætinu og leiða þetta. ótímabært að tala um endurkomu torres, vitum EKKERT í sambandi við það, gæti verið 3vikur gæti verið 6 vikur, maður hugsar ekki um hann núna, kuyt sæmilegur frammi, en vill sjá babel fá sénsinn frammi fljótlega. okkur skortir klárlega hraða og tækni hjá fremsta manni í fjarveru torres og því held ég að babel væri besti kosturinn í stöðunni, finnst kuyt bestur á hægri kanitnum.

  22. Ætli maður ropi ekki sínum 2 centum í umræðuna

    Þetta var á endanum góður sigur á útivelli og 1-3 lítur bara ansi hreint vel út. Þvílík blekking sem þessi lokaúrslit eru samt úff. Við vorum vægast sagt ömurlegir á síðasta þriðjungi vallarins í fyrri hálfleik og lengi vel í þeim seinni. Persónulega þá held ég að Rafa hafi verið að gefa Paul Ince forgjöf í leiknum með að hafa Kuyt einan upp á toppi og Benayoun að skokka í grend við hann, þeir meira að segja að fengu að spila allann leikinn og Benayoun skoraði meira að segja gott mark áður en yfir lauk…….. eftir sendingu frá Kuyt. Eftir þetta sé ég ekki að Ince fái að stjórna liðinu í fleiri leikjum.

    Það sannaðist samt í dag að fyrsta markið er ALGJÖRLEGA CRUSIAL, eftir það opnaðist þetta töluvert meira ásamt því að gamli góði tyrkinn á miðjunni hjá Blackburn fór að þreytast. Fram að markinu var ekkert mikið búið að gerast gáfulegt hjá okkur og ég trúi ekki öðru en að fleiri en ég hafi verið farnir að reyta hár sitt.

    En það kom í dag sem ekki hafðist gegn Fulham, Stoke, Spurs og ?, þetta féll með okkur. Miklir yfirburðir skiluðu sigri, því þrátt fyrir allt vorum við mun betri en Blackburn í dag og erum ljósárum betri en þeir. Staða vinar míns í framlínunni er að því er virðist þannig hjá okkur að margir koma til með að rembast við að sjá þetta sem góða stoðsendngu í fyrsta markinu, en boltinn barst allavega til Alonso eftir vandræðalega tilraun hjá Kuyt , og hann kláraði þetta með style, loksins loksins kom mark.

    Seinna markið var svo mjög vel gert hjá Benayoun í alla staði og Fowler minn góður hvað maðurinn mátti við því, það er óskandi að þetta gefi honum smá meira sjálfstraust því hann hefur alls ekki verið góður undanfarið, stundum er hann svo lengi að klappa boltanum og dunda sér með hann í rólegheitum að ég yrði ekki hissa ef hann tæki upp á því einhverndaginn að klappa fyrir boltanum.

    En byrjunarliðið var ansi áhugavert í dag, Reina óvænt í markinu og stóð sig mjög vel flestum að óvörum, Arbeloa var ágætur, ekki meira en það. Carra var Carra og Hyypia var bara líklega aftur maður leiksins. Svo var stórgaman að sjá Insua loksins fá sénsinn á kostnað ítalans og það var ekki síður skemmtilegt að sjá hann nýta þennan séns sinn vel. Insua getur örugglega mun betur en þetta lofaði góðu og ég hef trú á þessum strák.

    Miðjan var í dag skipuð okkar sterkustu mönnum, mið miðjan það er. Mascherano stóð fyrir sínu og vann eins og Nilfisk ryksuga fyrir aftan miðjuna. Hann er vita vonlaus sóknarlega og því verður hann seint maður leiksins gegn liði eins og Blackburn en hann átti ágætan dag. Alonso var svo eins og hann hefur verið á þessu tímabili, einn af okkar bestu mönnum i dag. Í fyrri hálfleik hafði hann reyndar leiðinlega fáa möguleika opna fyrir sendingarnar sínar en honum óx ásmegin þegar leið á og braut svo að lokum ísinn með góðu marki. Gerrard átti svo að því er mér fannst ansi hreint dapran dag. Virtist aðeins hengja haus þegar þetta var ekki að ganga og það þarf engan vísindamann til að átta sig á því að ef hann á að virka í holunni þarf hann að hafa eitthvað gáfulegra fyrir framan sig heldur en Dirk Kuyt.
    Ryan Babel var svo ágætur á vinstri kanntinum, gaman að sjá hann fá byrjunarliðssæti, en afar pirrandi að sjá hann fá það a kostnað Riera og eins að sjá hann fara lang fyrstan útaf. (líklega meiddur eftir keppnis tæklingu frá Warnock). Hann getur auðvitað mikið betur og þarf að fá mikið meira traust. Helst frammi og með Riera líka inná vellinum.
    Hinumegin var svo Benayoun ekki að gera gott mót. Kom lítið sem ekkert út úr því sem hann var að reyna og missti boltann ansi oft klaufalega frá sér. Markið var hinsvegar afar gott, mætti sýna mun meira af þessu því hann er mikið betri en hann hefur sýnt undanfarið.
    Val á lone striker fannst mér síðan hræðilegt, ótraust vörn Blackburn virkaði bara nokkuð góð á löngum köflum í leiknum, þetta var sá Kuyt sem ég var hvað mest pirraður á síðasta tímabil. Fín stoðsending samt hjá honum í seinna markinu, hin var vandræðaleg.

    En þrátt fyrir allt og þegar öllu er á botnin hvolft þá er mér nokkurnvegin slétt sama um gang þessa leiks og hvernig við unnum 1-3, við allavega unnum. Toppsætið allavega okkar ennþá og þrjú mörk í dag ágætis grunnur inn í næsta leik.

  23. Flottur sigur … en eins og fram hefur komið hér, þá voru fyrstu 65 mínúturnar eða svo eitt besta svefnmeðalið. Vinur minn hringdi einmitt í mig og sagðist hafa sofnað við leiðindin en vaknað við markið.

    Fín skýrsla og þótt ég sé ekki hundrað prósent sammála með mann leiksins, þá var Alonso annar tveggja bestu mannanna á vellinum. Hinn var alls ekki Benayoun (sem átti slakan leik framan af en gerði frábært mark)… að mínu mati var Hyypia algjör kóngur. Frábær leikur hjá honum í dag og ég er sammála Olla með hann sem mann leiksins.

    Við erum að spila la la þessa dagana og vonandi verður desember okkur góður. Ég held ennþá í þá von að við verðum mun betri eftir áramót eins og við höfum verið síðustu keppnistímabil. En pælið í því … við spilum illa í rúmlega hálfleik, sorglega illa á köflum, en frábær fótbolti sem kom í ljós í síðari hluta síðari hálfleiks. Ótrúlega ljúft að vera á toppnum!!

    Við erum bestir í dag … það segir staðan! Eitthvað sem maður vissi alltaf …

  24. Sigur og gaman að vera á toppnum en ömurleg framistaða, úrslitin í leiknum gefa ekki rétta mynd af honum. Steven Gerrard, Dirk Kuyt, Yossy Benayoun og Javier Mascherano voru algjörlega skelfilegir í þessum leik. Ég get þó fyrirgefið Gerrard og Mascherano, enda eiga þeir smá inni hjá okkur stuðningsmönnunum en Benayoun og Dirk kuyt eiga ekkert inni og voru skelfilegir. Vil þá báða á bekkinn í næstu leiki…eða bara út úr hópnum!

    Babel fékk sénsinn en því miður á kosnað Rieira sem þýddi að honum var enn og aftur troðið útá kannt. Hann sýndi vilja og maður sá að það er stöðug ógn af honum en hann gerði svo sem ekkert mikið. Það var þó alveg grátlegt að sjá hann fara fyrstan útaf(að því gefnu að hann hafi ekki meiðst) en Dirk Kuyt og Yossy Benayoun klára leikinn þrátt fyrir að vera herfilega slakir…Benayoun fær þó auðvitað stórt prik fyrir markið, það var mjög vel gert hjá honum, en hversu oft tapaði hann boltanum klaufalega??? Tók Dirk Kuyt einhverntíman á móti boltanum í þessum leik? Hversu oft var hann kominn langt aftur og enginn frammi??? Ömurleg framistaða hjá Hollendingnum síhlaupandi.

    Eftir enn og einn leikinn þar sem við erum ráðlausir sóknarlega hlítur maður að spyrja sjálfan sig hvað fari fram í kollinum á Rafa. Það er eitthvað mikið að fyrst liðið spilar svona hugmyndalausan sóknarleik leik eftir leik, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð. Þó Rafa hafi sett saman hóp af mjög góðum leikmönnum virðist sem ekkert skipulag sé af hans hendi í sóknarleik liðsins. Þetta er virkilegt áhyggjuefni og ekki í fyrsta skipti í haust sem ég kem inná þetta…vonandi þó í það síðasta þó ég stórlega efi það.

  25. Ég nenni varla að ræða um spilamensku einstraka manna, en Hyypia var að mínu mati sá besti. Benni Jón er stundun slæmur og stundum frábær, en Gerrard var alls ekki góður í fyrri hálfleik, hann átti mjög slæmar sendingar en skánaði í seinni hálfleik. mér líst vel á nýja mennina se voru að spila í dag. JÁ við erum á toppppppppppnum og verðum þar fram á sumar, eða þar til að bikarinn verður afhenntur

    • JÁ við erum á toppppppppppnum og verðum þar fram á sumar, eða þar til að bikarinn verður afhenntur

    Allt of snemmt að fara út í svona spádóma, en vil þó benda á að við yrðum mjög líklega ennþá á toppnum eftir að bikarinn hefur verið afhentur 😉

  26. Já, þetta var ekki nógu sannfærandi í dag. En slökum samt aðeins á dramatíkinni. Þetta var ekki “ömurleg” frammistaða. Ömurleg frammistaða hefði að öllum líkindum endað með tapi. En það var aldrei hætta á því í þessum leik.

    Ég er alveg sammála mörgum í því að bitið í sóknarleiknum er alls ekki nóg. Sérstaklega þegar að liðin pakka með 10 menn í vörn einsog hefur gerst í síðustu þremur leikjum.

    Tvennt, sem ég vil setja útá varðandi leikskipulagið. Það fyrsta er að Hyypia er kominn í vörnina og það er ekki jákvætt að mínu mati. Um leið og það gerist þá er einsog að menn tapi trúnni á miðjuna og spilið okkar byggist á því að senda háar þversendingar frá vörninni og á framherjana. Þannig að allavegana 10-15 sinnum í leiknum fékk Kuyt háan bolta með varnarmann í bakinu, sem hann náði ekki að gera mikið úr. Móttaka og fyrsta snerting er án efa veikasti hlekkurinn í leik Dirk Kuyt og því er það fáránlegt að byggja spilið upp á þann hátt sem að það var gert í dag.

    Ég skil ekki alveg af hverju Agger er á bekknum. Liðið var ekki að spila illa varnarlega þannig séð og þegar hann er inná er spilið fram á við svo miklu betra. Ég skal vel kvitta undir það að Skrtel sé tekinn fram fyrir Agger, en Hyppia á alls ekki að vera það.

    Mér fannst það líka með ólíkindum að Kuyt skuli hafa spilað 90 mínútur. Ég veit að menn hafa gagnrýnt Robbie Keane, en ég skil ekki að Kuyt sé tekinn fram fyrir hann í þessu Lone striker hlutverki.

    FOKK! Vidiv skoraði á 90. mínútu fyrir United. Andskotans djöfulsins helvíti.

    En allavegana, gott að ná sigri en þetta var alls ekki nógu góð frammistaða.

  27. Hyypia hefur verið okkar besti maður síðustu tvo leiki. Þó get ég alveg kvittað undir valið á Alonso sem manni leiksins, aðallega vegna þess að braut ísinn.

  28. Gaman að sjá að menn moka yfir Kuyt, jájá hann átti tvær stoðsendingar, hann er maður leiksins hjá liverpoolfc.tv en hann átti ömurlegan leik? Mér fannst hann fínn. Og auðvitað er hann fram yfir Keane.. Maður sem hefur skorað í 2 leikjum á tímabilinu er ekki fram yfir Kuyt.

    Babel fór meiddur útaf þannig ekki tuða ykkur svarta yfir hvað það var ömurleg skipting.

    Grátum frekar að við unnum 3-1 og erum á toppnum, afleit staða.

  29. Góður útisigur en ég kastaði upp laufabrauðinu þegar sunderland klúðraði jafntefli sínu áðan.

  30. 3-1 sigur eru fín úrslit á Ewood Park en leikur Liverpool var lengst af slakur. Það er greinilegt að Fernando Torres er okkur alltof mikilvægur sóknarlega séð og spilið virkar hægt og hugmyndasnautt þegar hans nýtur ekki við. Áberandi finnst mér að spilamennska Gerrard er ekki svipur hjá sjón þegar Torres er ekki í liðinu þar sem enginn gerir sig líklegan til að hlaupa í eyður og fá sendingar frá kónginum. Sóknarleikurinn er fyrirsjáanlegur, hægur og hreinlega leiðinlegur.

    En liðið er enn í efsta sæti, það hlýtur nú að teljast svolítið jákvætt. Ég skil menn vel að hafa áhyggjur af sóknarleiknum því hann er ekki burðugur. Torres mikið meiddur, Keane ekki að standa sig og aðrir í sóknarlínunni ekki líklegir til að standa sig almennilega. En ég er allavega sáttur við töfluna eins og hún lítur út núna.

  31. Ég held ég hætti bara að kommenta hér. Ég er undantekningarlaust algjörlega sammála Babu. Merkilegur fjandi.

  32. Les á aðalsíðunni að Babel var tekinn útaf vegna tæklingarinnar og ákvörðunin að setja El Zhar inná en ekki Keane hafi verið því Rafa var ánægður með frammistöðu Kuyt uppi á toppnum og það vantaði vængmann á vellinum.
    Svo er það víst rétt að lfc.tv valdi Dirk Kuyt mann leiksins. Segir kannski margt um það hve ólíkt við upplifum fótbolta.
    En við getum öll verið sátt við úrslit og núverandi stöðu, sem er auðvitað frábært!

  33. Mér finnst Kuyt fá smá ósanngjarna gagnrýni hérna. Hann jú var kannski ekki í færunum, en hann bjó þó til nokkur góð færi, t.d markið hjá benayoun, hann átti þátt í markinu hjá alonso (var í klafsi og boltinn hrökk til alonso) og það má heldur ekki gleyma því að hann laggði benayoun í gegn í fyrri hálfleik en warnock bjargaði með glæsilegri tæklingu. Svo hann átti flottar sendingar í leiknum.

  34. 30 , þú ert ekki sáttur að Hyypia hafið verið í vörn og að allar þessar hásendingar sé vegna hans, en þú talar ekki um það hversu lélegur hann Gerrard var og þú talar ekki um það að Babel var ekki mjög góður. Hyypia var mjög sterkur og þú ert sá eini sem setur út á hann, þeir sem við getum gagnrýnt eru þeir sem eiga að skora… Við unnum og erum á toppnum. Og af hverju er Kuyt tekinn fram fyrir Keane? Vegna þess að Kuyt skorar en það gerir Keane ekki, TVÖ MÖRK HJÁ KEANE í sama leiknum!!!!!!!!!!HALLÓ HALLó

  35. Mikið grunar mig nú að það séu eingöngu hópur innan okkar raða sem sjái þennan stjörnuleik hjá Kuyt. Efa allavega stórlega að það komi margir fleiri miðlar til með að velja hann MOM.
    Má svosem alveg vera, ekki kem ég til með að taka undir það, fannst hann ekki skapa nokkra einustu ógn og minnti mig mjög á kappann sem var hjá okkur á svipuðum tíma í fyrra, hann sjálfan. Vil Keane í þessu hlutverki mun frekar, jafnvel þó hann hafi bara skorað tvö mörk í þessum ca.16 leikjum sem honum hefur verið skipt útaf í.

    Að El Zhar hafi komið inná fyrir Babel er svolítið athyglivert, ég hefði sett Riera inná í þessari stöðu. Það er samt áhugavert og eitthvað sem margir hafa nú verið að biðja um að þessir ungu pungar virðast vera á traust hjá Rafa. N´gog er að fá að reyna sig á mikilvægum tímapunkti (sbr. síðasta leik), Insua fær 90.mín í dag sem hann skilar vel og El Zhar hefur komið nokkum sinnum við sögu og gert fátt af sér. Plessis var að fá séns þrátt fyrir að við eigum mjög sterka menn í hans stöðu.

    Uppbyggingastarf Rafa undanfarin ár ætti að fara skila af sér stöku leikmanni úr unglingastarfinu á næstunni og hann virðist allavega vera að reyna að gefa þeim séns, sem er jákvætt.

  36. Maður getur alveg slakað á öllum spám um toppsætið í vor.
    En í dag er fjandi gott að vera á toppnum og þessir heiðursmenn sem höluðu inn stigin eiga hrós skilið. Þó þeir hafi ekki allir spilað eins og Zidane.
    Sem og þjálfarinn sem ég er búinn að skíta yfir áður. Vel gert Rafa!

  37. Kuyt var trúlega einn af skárri leikmönnum LFC í dag. Hann var í erfiðri stöðu einn uppá topp, með hugmyndasnauða menn að skapa í kringum sig. Babel var að mínu mati sérstaklega lélegur í dag og ég verð hrikalega pirraður að sjá viðtöl við þennan mann heimta meiri spilatíma á næstunni. Hann hefur kannski fengið fá tækifæri á leiktímabilinu en hann hefur líka nýtt þau hrikalega illa.

  38. það er oft erfitt að standa sig vel þegar maður fær bara að koma inná af og til og kannski byrja 3-4 leiki yfir leiktíðina fyrir jól, ég hef meirasegja verið í þeim sporum sjálfur, bara með liði á íslandi, en þannig er það, getur verið mjög erfitt, og það er þannig hjá babel, hann er alls ekki einn af þeim slakari í Liverpool liðinu, ef hann fengi fleiri byrjunarliðsleiki frammi þá kæmist hann í gang og reddaði málunum á meðan Torres er meiddur.
    Kuyt á hins vegar ekkert með að vera fremstur, og með Benayoun fyrir aftan sig á kantinum, það er bara bull þar sem benayoun er t.d einn slakasti maður liðsins að mínu mati, þótt hann hafi staðið sig ágætlega í þessum leik, hann missir boltann aaallt of oft og klárar ekki færin nógu vel.
    Að mínu mati var Xabi Alonso allra besti maður liðsins og Hyypia þar á eftir.
    En ég vona innilega að Torres nái að spila með á móti everton 19. janúar því ég er með sæti í kop á leiknum 😀 .

  39. Það má ekki bara einblína á það að Benayoun hafi misst boltann, þeir hafa átt það til sumir góðir og gert mann gráhærðann ( Garcia anyone? ). Benayoun kom sér í 3 góð færi í leiknum og skoraði 1 mark, ekki sá ég hina sóknarþenkjandi mennina komast í svona mörg færi.
    Ég bölva leikmönnunum örugglega jafn mikið og þið sem eruð að gagnrýna þá mest hér, eða meira. En er ekki um að gera að endurskoða það aðeins m.t.t. leiksins í heild og niðurstöðunnar, þegar hingað er komið. 🙂

    • Ég bölva leikmönnunum örugglega jafn mikið og þið sem eruð að gagnrýna þá mest hér, eða meira. En er ekki um að gera að endurskoða það aðeins m.t.t. leiksins í heild og niðurstöðunnar, þegar hingað er komið

    Why? Sé ekki hvað er að því að ræða leikinn, bæði jákvætt og neikvætt og fá þannig einhverskonar útrás fyrir sinni skoðun. Ef við værum að vinna dolluna eftir þennan leik, eða einhvern úrslitaleik þá væri ég að öllum líkindum sammála því að öll gagnrýni sé óþörf og njóta ætti stundarinnar í staðin. En núna er tímabilið ekki hálfnað og við vorum að vinna Blackburn með nervy hætti (skv. blöðunum). Það er alveg eðlilegt að ræða það og jafnvel án þess að svífa á bleiku skýi yfir því einu að hafa unnið. Við erum með mjög gott lið núna og í þeirri stöðu sem við viljum vera, en óneitanlega er maður smá stressaður þegar maður sér hvern leikinn á fætur öðrum sem er svipaður og þessi.

    Ekki misskilja samt sem svo að ég hafi ekki notið þess að við sigruðum Blackburn og að við séum á toppnum 😉

    P.s. annars var ég að enda við að horfa á kennslumyndband í fótbolta sem var í beinni útsendingu frá Barcelona. Jesús minn, þetta lið er bara rugl þegar það er í stuði.

  40. Ánægðastur með að Rafa skuli loksins setja Insua í liðið í stað Dossena. Gerði engin stór mistök og fær vonandi nokkra leiki til að sýna sig og sanna. Vona að Rafa haldi áfram að gefa ungum leikmönnum tækifæri, sérstaklega þegar aðrir eru ekki að gera gott mót. Fannst Benayoun standa sig fínt og vera hvað hættulegastur fram á við. Reina stóð sig vel að venju.
    Finnst samt síðustu leikir minna á mjög marga leiki á síðasta tímabili þar sem hugmyndaauðgin í sóknarleiknum er ekki mikil. Skoruðum þó þrjú í dag sem er bara ansi gott fyrir ekki svo frábæran leik.

  41. voru okkar menn nokkuð manni eða mönnum færri í fyrri hálfleik…. díses þetta var frekar strekkjandi að horfa á en 3 stig engu að síður…
    en hvenær hættir maður að segja ,, jæja 3 stig eru það sem skiptir máli” maður vill fá að sjá yfirburði hjá þessu liði en ekki hrútleiðinlegan fótbolta eins og liðið spilaði í fyrrihálfleik… það er mín skoðun

    áfram LFC

  42. Vantaði þarna að ég bölvaði þeim.. á meðan leik stendur. 🙂
    Hugsanlega líka eftir á, er ekkert að útiloka slíkt neitt eða að slíkt eigi ekki rétt á sér. Bölvaði t.d. Alonso í fyrri og sagði að það ætti að taka hann út af og setja engann inná í staðinn, bara út af einni sendingu eða eitthvað ( hugsanlega þessi ruglaða sending aftur á Reina ). Finnst stundum eins og það séu að koma álíka málefnaleg hróp hingað inn, þ.e. ósanngjörn gagnrýni. Í þessu tilfelli Benayoun.
    Það var nú ekki heldur til að bæta skap mitt að sport 2 datt út hjá mér í seinni og kom ekki aftur inn fyrr en svona 10 sek eftir að fyrsta markið var skorað, rændur þeirri ánægju. >:@

  43. Fínt að vinna svona leik og halda toppsætinu.

    En það var eitt sem vakti furðu mína í dag en það voru hornspyrnurnar. Við fengum nokkrar slíkar en völdum alltaf að taka þær stutt og þær hálf partin runnu útí sandinn. Ég man ekki betur en í síðasta leik hafi okkar lang hættulegustu færi einmitt komið úr hornspyrnum!!!!

    Já svona getur þetta vera stórfurðulegt og stundum eins og Rafa geri bara í því að stríða okkur 🙂

  44. Já okei.

    Eru menn að tala um frammistöðuna sem ömurlega?
    Að vinna á útivelli eftir 2 markalaus jafntefli 3-1 þar sem hitt liðið á ekki færi fyrir utan markið sitt og ótrúlegt langskot. Við vorum clinical í okkar leik og verðskuldaður sigur.

    Við vorum allan tímann með boltann og ég hafði allan tímann jafntefli á tilfinningunni ólíkt til dæmis í West Ham leiknum.

    Það er eins og leikmenn séu afslappaðri á útivelli á þessu tímabili. Ég veit ekki hvort andrúmsloftið sé eitthvað þrúgandi á Anfield þessa dagana?

    Allavega við erum í fínni stöðu í deildinni án þess að vera með einn besta framherja í heimi að spila meirihlutann af tímabilinu og einhvern veginn finnst manni eins og liðið eigi nokkra gíra inni þrátt fyrir allt.

    Öll ár Rafa höfum við verið brilliant seinni hlutann á tímabilinu en við höfum hinsvegar verið búnir að kasta frá okkur tímabilinu fyrir jól. Núna erum við efstir og þótt við værum örfáum stigum á eftir toppliðinu þegar nýja árið hefst þá er samt mikil ástæða til bjartýni.

    Liverpool er alltaf betra eftir jól undir stjórn Benitez og núna gæti actually orðið um eitthvað að keppa.

    Spennandi tímar.

  45. Vona að menn fyrirgefi það að ég ætla að sleppa frekari umræðu um einstaklinga.
    Núna daginn eftir sitja í mér tveir hlutir. Það fyrra er að það er morgunljóst að liðið okkar er í splunkunýrri stöðu. Það er toppliðið og fer með slíka pressu inn í leikina. Allir ellefu leikmennirnir í gær áttu það sammerkt að hafa ekki verið nálægt þeirri stöðu áður á Englandi. Mér vitanlega voru í byrjunarliði gærdagsins þó meistarar, Benayoun í Ísrael og Masch í Argentínu!!! Mér fannst fögnuður liðsins í fyrsta markinu sýna það að þeim var GRÍÐARLEGA létt og að því marki komnu var allt annað yfirbragð. Þessi barátta á að þroska liðið verulega, enda ljóst að það er komið ljósárum framar en bara fyrir tveimur árum í getu. Auðvitað skiptir svona pressa máli og það á örugglega þátt í þyngri leik á köflum. Svo bætist við að þessi tími hefur oftar en ekki eyðilagt tímabilið og allir tengdir liðinu ræða mikið um þá staðreynd og þannig jafnvel auka pressuna.
    Hitt er svo pæling um leikkerfið. Kerfið 4231 var sett upp í fyrra og svínvirkaði með Gerrard og Torres. Gekk með Gerrard og Crouch. Það þó við værum ekki með kláran vinstri kantmann í liðinu. Spánverjar urðu svo EM-meistarar með þessu kerfi og Torres og Villa á toppnum. Nú erum við án Torres og eigum mjög erfitt með að fylla hans skarð. Þar sem stillt er upp einum senter þarf sá að vera það öflugur að hann dragi mikið til sín fyrir kantmennina og “second striker” til að fá almennilegt pláss til að vinna í. Því miður virðist enginn sá sem tekið hefur við hlutverki Nando komast nálægt honum í því að draga til sín leikmenn og því gerist það nú oftar að við höldum boltanum 55 – 60% án þess að skapa mörg tækifæri. Ég hugsaði í hálfleik í gær að við yrðum bara að fara að spila 4-4-2, setja Gerrard á annan kantinn og Benayoun á hinn og setja Babel upp með Kuyt. Minnka það aðeins að halda boltanum og reyna að verða beittari. Ég er þó bara á því að við eigum að gera slíkt móti hinum slakari liðum sem liggja aftur og að sama skapi getum við breytt um brag þegar Torres kemur til baka.
    En svo sem betur fer kom markið og öruggur sigur staðreynd á útivelli sem stundum hefur pirrað Rafa.
    Og gærdagurinn var nú ekki stórkostlegur hjá öllum liðum. Chelsea unnu leikinn á fyrsta hálftímanum og skiptu svo niður í 1.gír. Arsenal spiluðu hörmulega en mörðu Wigan 1-0 þar sem baulað var á einn leikmann þeirra þangað til honum var skipt útaf! United vann Sunderland í uppbótartíma. Þessi lið ásamt okkur eru klárlega þau sterkustu en eru líka að hiksta reglulega og það gefur okkur góða von!
    Svo finnst mér frábært að sjá þessa ungu menn sem hafa verið að fá sénsinn í vetur. Insua er bara 19 ára og verður hörkuleikmaður. Það held ég að sé enginn vafi. El Zhar er svei mér þá að fá hlutverk og Plessis hefur sýnt ágæta hluti í vetur. Verulega jákvætt ef að þetta er framtíðin, fyrir utan hvað það sparar okkur af peningum!
    Margt jákvætt og ég er búinn að fara oft að skoða stöðuna frá kl. 17 í gær!

  46. Sælir félagar
    Núna þegar aðeins er farið að snjóa yfir fyrri hálfleikinn frá í gær er ágætt að gera eins og Maggi að hætta að rífast útaf einstökum leikmönnum.
    Hitt væri skynsamlegra að reyna að átta sig á hvað plagar liðið og sóknaleik þess.

    Fyrsta og stærsta ástæðan er auðvitað Torresskorturinn og það er verulegt áhyggjuefni hvað missir hans breytir miklu og að RB hafi ekki svar við því.

    Annað sem Maggi bendir á er andlegt ástand liðsins. Léttirinn eftir fyrsta markið var greinilega ofboðslegur og leikur liðsins gjörbreyttist eftir það. Fram að því var liðið afar ósannfærandi í aðgerðum sínum, andlaust, seinfært og enginn þorði í raun að taka af skarið og skapa eitthvað upp á eigin spítur.

    Leikurinn einkenndist af stuttu spili og öruggum sendingum á eigin vallarhelmingi, menn hlupu lítt inn í eyður enda fengu menn ekki boltann þangað heldur var hann sendur þvert milli varnarmanna eða aftur á Reina.

    Það sem ég er að reyna að segja er að þor liðsins og þrek fram á við var lítið sem ekkert. Hvað veldur því að efsta liðið í deildinni spilar svona passivt. Hvað er það í mótiveringu liðsins sem gerir það að verkum að menn kjósa frekar að gefa boltann til baka og halda honum frekar en vera agressivir fram á við taka einhverja áhættu og spila hraðan og kraftmikinn bolta.

    Á móti liði sem er klössum neðar en L’pool eiga menn að raða inn mörkum spila agressivt og mylja andstæðinginn niður. Það getur auðvitað kostað að fá á sig eitt og eitt mark en það á ekki að breyta neinu, við eigum bara að skora fleiri. Við eigum að skora 4 -5 mörk lágmark á móti svona slöku liði sem þar að auki er afar slappt varnarlega.

    Sem sagt er það mótivering leikmanna eða leikskipulag, liðsuppstilling eða þetta allt. Spyr sá sem ekki veit.
    Það er nú þannig

    YNWA

  47. ég skil það ekki í rafa í sumar sagði hann ad Benayon færi ekki fet að mínum mati á hann ad vera farinn

  48. Ég skil ekki alveg svona comment Böddi. Sérstaklega daginn eftir að sá hinn sami klárar leik fyrir okkur og spilaði bara mjög fínt. Ef Benayon hefði farið í sumar, þá hefði Babel líklega spilað á hægri kantinum í gær, Rieira á vinstri og þá hefðum við aðeins El Zhar sem er ungur og reynslulaus en samt sem áður efnilegur til að skipta inn. Benayoun er ekki besti maður í heimi en hann er fínn squad player til að nota þegar liðið er í meiðslum eða til að skipta inn á til að brjóta upp leiki.

  49. Benayoun er bara alls ekki að margra mati, nógu góður og stabíll leikmaður fyrir lið eins og Liverpool, þannig er það bara.
    Þetta var ágætur leikur hjá honum, en svo er hann ömurlegur í næsta. Að mínu mati ætti að selja hann og fá einhvern annan betri í hans stað.

  50. Jæja, gleðilegan sunnudag. Ég sá þennan leik ekki þar sem ég var upptekinn við að gifta mig og skíra dóttur mína í gær, en ég er búinn að sjá mörkin á netinu og hef eiginlega bara eitt um þau (og umræðuna hérna) að segja.

    Ég hef alltaf haldið því fram, allt frá því áður en Yossi Benayoun skrifaði undir hjá Liverpool, að mér þætti frábært að fá hann til liðsins. Ekki af því að hann væri nógu góður til að vera fastamaður í byrjunarliðinu eða e-r lykilmaður, ég vissi það áður en hann kom til okkar að hann væri ekki nógu góður til þess, en ég vissi jafnframt að betri kost væri vart hægt að hugsa sér á varamannabekkinn. Hann getur leikið allar stöður á miðjunni og í holunni fyrir aftan fremsta mann og þótt hann eigi misjafna daga er hann aldrei svo slæmur að maður súpi hveljur. Hann er mjög stabíll leikmaður sem getur, einstaka sinnum, boðið upp á eitthvað óvænt.

    Markið sem hann skoraði í gær var dæmi um slíkt. Luis García gat þetta hjá okkur og Benayoun var keyptur í hans stað. Verið hreinskilin; hvenær sáuð þið Ryan Babel, Albert Riera, Dirk Kuyt eða Jermaine Pennant síðast búa sér til marktækifæri með því að sóla bakvörð andstæðinganna upp úr skónum eins og Benayoun gerir í þessu marki, og klára það svo svona með stæl? Við tölum og tölum um hraða og leikni Babel og leikni Riera en hvorugur þeirra hefur gert eitt einasta svona mark fyrir Liverpool ennþá. Kuyt er duglegur að skora en þá yfirleitt sem sá maður sem mætir inn í teiginn fyrir aftan fremsta mann, ekki með því að taka menn á og búa sér til færin sjálfur.

    Markið í gær var einfaldlega skýrasta dæmi í heimi um það hversu mikilvægur Benayoun er. Hann er ekki lykilmaður, ekki fastamaður í byrjunarliðinu en hann skilar alltaf góðu dagsverki og einstöku sinnum, þegar liðið þarf á því að halda, kemur hann með eitthvað óvænt. Dæmi: sigurmarkið á útivelli gegn Wigan í deildinni í fyrra, frábær einleikur og stungusending á Torres í langþráðu jöfnunarmarki gegn Chelsea á Stamford Bridge í Meistaradeildinni í vor, og svo markið í gær. Yossi skorar svona mörk, hinir vængmennirnir okkar ekki.

    Annars, góður sigur í ljósi þess að hin toppliðin áttu öll auðveldari leiki á pappírnum og unnu öll. Vonandi geta okkar menn haldið áfram á beinu brautinni í deildinni fram að leiknum við Arsenal rétt fyrir jól.

  51. Til hamingju med greinilega frábæran dag Kristján Atli, erfitt ad toppa svona dag:)

  52. Góður sigur og mér finnst þetta Liverpool lið heilsteypt lið og ég þori varla að segja það en geri það samt, þetta er sigurvegaralið með leikmenn sem sætta sig ekki við annað en sigur.
    Mér var svo áðan bent á að það væri komin kreppa og þess vegna sé Liverpool komið á toppinn og ef það er rétt þá er engin spurning um það hvaða lið vinnur þessa deild í vor, því að kreppan er rétt að byrja.

  53. Ég vil sjá menn eins og Pacheco, Nemeth og Darby í næsta leik gegn PSV.. Erum öruggir áfram, leyfum þeim að spreyta sig

  54. Fan, það er ágætt að þekkja aðeins reglurnar í UEFA CL áður menn koma með svona yfirlýsingar..

    Pacheco & Nemeth eru ekki skráðir í CL hópinn mun því ekki verða með.

    Darby, Jay Spearing, N’Gog eru t.d. þeir sem gætu fengið að spreyta sig.

    Hópurinn í CL

  55. Ritskoðað – Hvenær ætla menn að þroskast upp úr því að gera grín að útliti ákveðinna leikmanna? – KAR

  56. Súri: Og Rooney lýtur ut einsog shrek ? samt góður knattspyrnumaðurinn þrátt fyrir það, geta ekki allir vera svaka pretty boys einsog Ronaldo og Torres 😉

  57. Þar sem umræðan er komin niður í þetta plan langar mér að koma með skemmtilegt innskot.

  58. Til hamingju með daginn Kristján.

    Varðandi útlit leikmanna þá finnst mér Ronaldo ekker sætur:)

    En glæsilegt myndskeið Andri

  59. Jæja, er það ekki jákvætt að í 67. kommenti um leikskýrslu þá séu menn farnir að deila um útlitið á Cristiano Ronaldo. Þá getur nú leikurinn í gær ekki hafa verið svo slæmur. 🙂

  60. Ég veit ekki hvað menn hafa svona mikið á móti Yossi enda ágætis squad player.
    United er með Fetcher og O’shea og við erum með Yossi, þetta eru ekkert frábærir leikmenn en þeir eru mikið á bekknum og geta komið inn og leyst margar stöður og hvílt leikmenn.
    Það er ekki hægt að fylla varamannabekkinn af leikmönnum eins og Gerrard og Torres.
    Mér finnst Yossi vera ágætisleikmaður en ekki byrjunarliðsmaður samt.

  61. Haha já umræðan komin úti útlit leikmanna, en eitt sem eg væri mjög til í að sjá er hvernig aðsókn síðunar er buin að aukast. Man þegar ég var nýbyrjaður að skoða þessa frábæru síðu voru mestalagi 5-10 comment á hverja leikfærslu, en nuna eru þau yfirleitt yfir 80. Mjög forvitinn yfir þessu, eruði ekki með eitthvern teljara eða svoleiðis til að sjá þetta ?

  62. Góður punktur Birgirþór, þessi síða hefur oxið rosalega, eins og maðurinn sagði 🙂

  63. Víst að menn eru að spá í þessu, þá er þetta fjöldi innlita í nóvember síðustu ár:

    Nóvember 2005: 28.716
    Nóvember 2006: 39.094
    Nóvember 2007: 53.296
    Nóvember 2008: 59.441

  64. Víst að? Er þetta ekki eitthvað unglingamál rétt eins og nýja þolmyndin?

Blackburn á morgun

Gerrard: ég hafði rangt fyrir mér!