Skiptir leikjadagskráin máli?

Leikjadagskráin kemur út á morgun.
Skiptir hún máli?
Jafnast þetta ekki alltaf bara út, allir spila við alla tvisvar sinnum heima og úti svo að allir fá jafna dagskrá.
RANGT!!!
Það er rétt að allir spila við alla heima og úti en það skiptir máli í hvaða röð þetta kemur. Það má segja að þetta séu fjórir þættir sem skipta máli.

1. Fyrstu leikirnir
Mótið er ekki að fara að ráðast á fyrstu 5-7 leikjunum en það gefur samt mikinn tón um framhaldið. Það er því ágæt að fá svona þokkalega byrjun sem keyrir þetta í gang.
Nýliðar verða æstir að sanna sig og flest stór liðin þurfa nokkra leiki til að komast í gang og því ekki verra að hafa frekar þægilega byrjun.

2. Jólatörn
Ótrúlega margir leikir á fáum dögum. Það þarf að rótera og nota aukaleikara mikið og þetta er versti tíminn til að missa menn í meiðsli því að meiðast í 2 vikur gæti þýtt að viðkomandi missir af 3-5 deildarleikjum. Þarna er því ekki verra að fá leik á heimavelli gegn minni spámönnum til þess að næla í þrjú dýrmæt stig en leyfa sér að rótera án þess að það kosti stig.

3. Lokakaflinn
Alltaf þegar maður sér umferð 30 byrstast þá sér maður endamarkið. Þarna ráðast oftar en ekki baráttan um titilinn eða fallið. Þarna vill maður helst ekki eiga marga stórleiki eftir og helst að eiga heimaleik í síðustu umferð gegn liði sem hefur að litlu sem engu að keppa.

4. Leikir eftir Evrópuleiki.
Að spila útileik lengst út í rassgati á Fimmtudegi og fá svo kannski úti leik gegn Newcastle á sunnudeginum(lengst út í rassgati) væri helvíti strembið og því best að fá heimaleiki eftir löng ferðalög eða ekki stórleik gegn liði sem hefur heila viku til að undirbúa sig.
Já, þetta jafnast allt út en leikjadagskrá skiptir máli.

4 Comments

  1. Tippa á að við fáum nýliða úr Championship deildinni í fyrstu umferð! City fær “gott prógram” og Liverpool – Everton heima eða úti í október.

    1
  2. Gæti alveg verið gott að mæta Chelsea snemma því að hans bíður erfitt verkefni að slípa þetta chelsea lið saman og ég held að þeir verði erfiðari eftir því sem líður á tímabilið.
    En desember törnin hjá okkur er rosaleg

    Saturday 16th, 3pm – Manchester United (H)
    Saturday 23rd, 3pm – Arsenal (H)
    Tuesday 26th, 3pm – Burnley (A)
    Saturday 30th, 3pm – Newcastle United (H)

    En djöfull er mig farið að hlakka til að byrja þetta aftur 🙂

    1

Alisson Becker leikmaður ársins

Leikjaplanið klárt – Chelsea úti í fyrsta leik