Leikjaplanið klárt – Chelsea úti í fyrsta leik

Ótrúlegt en satt, þá fékk Liverpool aldrei þessu vant ekki andstæðinga í fyrsta leik sem voru að koma upp um deild. Hins vegar verður ekki sagt að í staðinn komi neitt sérstaklega léttur andstæðingur… þeir eru það svosem fæstir sem eru í úrvalsdeildinni á annað borð. En sumsé, Pochettino fær þann heiður að vera fyrsti andstæðingur Liverpool í sínum fyrsta opinbera leik sem stjóri Chelsea.

Það var vitað að fyrsti leikur yrði útileikur, enda Liverpool búið að panta það til að fá aðeins meiri tíma til að klára stúkuna.

Fyrsti heimaleikurinn verður gegn Bournemouth í 2. umferð, en svo er það útileikur gegn Newcastle.

Leikirnir gegn Everton og United bíða aðeins, reyndar er fyrri leikurinn gegn United ekki fyrr en í desember.

Svo er endað á Úlfunum í lokaleik.

Líka athyglisvert að liðið fær heimaleiki eftir 5 af 6 leikjunum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Það er þó jákvætt.

Annars er þetta leikjaplanið:

13. ágúst 2023 16:30 Chelsea (úti)
19. ágúst 2023 15:00 A.F.C. Bournemouth (heima)
26. ágúst 2023 15:00 Newcastle United (úti)
02. sept. 2023 15:00 Aston Villa (heima)
16. sept. 2023 15:00 Wolverhampton (úti)
23. sept. 2023 15:00 West Ham United (heima)
30. sept. 2023 15:00 Tottenham Hotspur (úti)
07. okt. 2023 15:00 Brighton (úti)
21. okt. 2023 15:00 Everton (heima)
28. okt. 2023 15:00 Nottingham Forest (heima)
04. nóv. 2023 15:00 Luton Town (úti)
11. nóv. 2023 15:00 Brentford (heima)
25. nóv. 2023 15:00 Manchester City (úti)
02. des. 2023 15:00 Fulham (heima)
05. des. 2023 19:45 Sheffield United (úti)
09. des. 2023 15:00 Crystal Palace (úti)
16. des. 2023 15:00 Manchester United (heima)
23. des. 2023 15:00 Arsenal (heima)
26. des. 2023 15:00 Burnley (úti)
30. des. 2023 15:00 Newcastle United (heima)
13. jan. 2024 15:00 A.F.C. Bournemouth (úti)
31. jan. 2024 20:00 Chelsea (heima)
03. feb. 2024 15:00 Arsenal (úti)
10. feb. 2024 15:00 Burnley (heima)
17. feb. 2024 15:00 Brentford (úti)
24. feb. 2024 15:00 Luton Town (heima)
02. mar. 2024 15:00 Nottingham Forest (úti)
09. mar. 2024 15:00 Manchester City (heima)
16. mar. 2024 15:00 Everton (úti)
30. mar. 2024 15:00 Brighton (heima)
03. apr. 2024 20:00 Sheffield United (heima)
06. apr. 2024 15:00 Manchester United (úti)
13. apr. 2024 15:00 Crystal Palace (heima)
20. apr. 2024 15:00 Fulham (úti)
27. apr. 2024 15:00 West Ham United (úti)
04. maí 2024 15:00 Tottenham Hotspur (heima)
11. maí 2024 15:00 Aston Villa (úti)
19. maí 2024 16:00 Wolverhampton (heima)

Þessum dagsetningum – og þá sérstaklega tímasetningum – ber að taka með fyrirvara, því þetta gæti allt hliðrast til út af sjónvarpsútsendingarmálum, leikjum í Evrópukeppninni, bikarleikjum og þess háttar.

Hvernig leggst þetta í ykkur?

24 Comments

  1. Frekar erfitt prógram verð ég nú að segja. Fyrstu tveir útileikirnir gegn che og new. Eins gott að mæta klárir til leiks.

    5
  2. Gæti verið verra, gæti verið betra en það þarf víst að spila við öll þessi lið! Gott að eiga 6 síðustu leikina við andstæðinga sem við eigum öllu jöfnu að klára á pappírum.

    En ræðst þetta ekki allt eftir því hvernig fer á leikmannamarkaðnum í sumar?!

    4
      • Kannski………. vonandi í 7unda himni eftir 7unda síðasta leikinn sem verður byrjunin að 7 leikja sigurhrynu! :O)

        4
  3. Sælir félagar

    Þetta leggst bara vel í mig, byrjunin verður líklega jafntefli eins og vanalega gegn Chelsea og jolatörnin virðist í lagi.

    Það er nú þannig

    YNWA

    5
  4. Ég veit ekki hversu áreiðanlegur þessi Craig Houlden er. Allvega segist hann hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að félagsskipti Thurams til Liverpool séu nánast frágengin. Vissulega eru einhverjar líkur að þetta þurfi að bíða út af landsliðsverkefnum.

    4
  5. Héðan af Tröllaskaga þá líst mér afar vel á þetta leikjaplan. Ég segi eins og seðlabankastjóri: 100 punktar eru lágmark..

    7
  6. Meiri djö þvælan þessi transfer gluggi. Rice, Caicedo og Guardiol fara til keppinauta. Auk þess að Bellingham fór til Madrid. Ekki einn af þessum gæjum kemur til LFC. Andskotans getuleysi og níska í þessum eigendum.

    5
    • Já og nú halda enskir ekki vatni yfir frammistöðu Trent með landsliðinu þar sem hann fór á kostum á miðjunni á móti Möltu. Má leiða að því líkum að við séum komnir með framtíðar miðjumann þannig að nú verður slakað á leikmannamarkaðnum í sumar okkar megin, fundinn hægri bakvörður, ákveðið að stóla á ungu strákana sem fyrir eru og til að friða okkur stuðningsmennina verslað úr þessum margfrægu hillum þar sem búið verður að tæma hillu eitt, tvö og þrjú!

      • Við vitum hverju búast má við frá fsg. Thuram verður keyptur á sirka 40 og líklkega einn í viðbót. Þetta verða sirka 120 millur í mínus sem réttætt verður með minni launakostnaði.

        Það verður þrjóskast áfram með Elliott og Jones fram í rauðan dauðann.

        5
  7. Sælir félagar

    Já það væri gaman að fá einhvern marktækan slúður þátt því það virðist ekkert vera að gerast hjá Liverpool eftir Mac Allister. Það er eins og menn hafi sprengt sig á honum. Gríðarlegt slúður um öll hin “stórliðin” en nánast ekkert um Liverpool. Það hefur að vísu gerst áður og svo hefur liðið dúkkað upp með einhvern alvöru mann. En hitt er lika í dæminu að ekkert er að frétta og svo gerist ekkert.

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
    • ekkert vera að gerast? Maður veltir því fyrir sér hvaða síður þú ert að lesa.

      4
  8. Mig minnir að Liverpool hafi líka gert þetta eftir síðasta tímabil. Liðið nældi sér í Konate mjög snemma og svo voru Liverpool stuðningsmenn pirraðir þegar önnur lið voru á fullu að reyna að næla sér í sinn fyrsta leikmann á markaðinum og það tók nokkur lið nokkrar vikur.

    Það sem mun gerast 100%
    Eitthvað af Man City, Man utd, Arsenal, Chelsea, Tottenham eða Newcastle munu kaupa sterka leikmenn og viti menn margir stuðningsmenn Liverpool fara að tala um afhverju nældum við ekki í þennan leikmann?
    Þetta gerist á hverju einasta ári.

    Málið er samt að þetta gerist líka fyrir hin liðin. Fullt af stuðningsmönnum hinna liðana skilja ekki afhverju þau nældu ekki í Mac Allister á 35 m punda.

    8
    • Konate kom fyrir 21-22 tímabilið. Sem btw var tímabili of seint f. nýjann miðvörð. Núna er Al-Macca kominn, btw tímabili of seint fyrir nýjann miðjumann. Einhverjir 4 miðjumenn amk farnir og Thiago og Hendo ættu að vera næstir út auk þess átti Fab einungis tvo góða mánuði á tímabilinu.

      Er alveg spenntur fyrir K. Thuram og vona að hann verði keyptur en ef það verði bara einn miðjumaður í viðbót keyptur, sem ég held að verði raunin, tæki ég Rice, Caicedo, Valverde eða Barella allan daginn framyfir ungan Frakka úr Ligue1. Ofantaldir leikmenn eru ekki að fara enda á Spáni, Ítalíu eða Þýskalandi, nei nei, þeir enda hjá keppinautum sem flestir enduðu fyrir ofan okkur á síðasta tímabili.

      En það er bara 17.júní hæ hó og óþarfi að fara á taugum. Slaka á og njóta sumarsins og sjá svo hvað Klopp og co. hafa gert 1.sept áður en mar flippar út.

      4
  9. Já endilega henda í slúðurþráð svo við félagarnir getum haldið áfram að tuða, pirrast og hamra á F5 takkanum! :O)

    Segi enn og aftur að ég vil ekki franska miðjumenn sem eru rétt búnir að slíta barnsskónum! Vil jaxla með reynslu og karakter eins og Mac Allister virðist vera……… jaxla sem jarða andstæðingana á miðjunni……. eins og minn uppáhalds hér í den…… Souness! :O)

    Eru ekki einhverjir efnilegir Skotar þarna úti??

    7
  10. Stóra spurningin er auðvitað hvort Mac Allister verður EINI alvöru maðurinn sem Liverpool kaupir í sumar. Miðað við spælinguna hrottalegu í fyrra (engir miðjumenn) þá býst ég ekkert endilega við neinum góðum fréttum í viðbót. Er fólk almennt bjartsýnt á að Liverpool geri allskonar innkaup í glugganum?

    2
    • Miðað við hvað klopp hefur klárað allt snemma síðustu ár er ég ekki bjartsýnn á meira.

      2
    • já, þið trúið því að við séum hættir á markaðnum?

      Að kaupa leimenn snemma er að fá þá fyrir undirbúningtímabil og það eru enn 3 vikur í að það hefjist.

      Núna eru flestir leikmenn í verkefnum með landsliðum og yfirleitt gerist ekki mikið á meðan þeim stendur.

      það eru 6 farnir og verða amk 7 með Carvalho og mögulega bætist í þann hóp.

      Þar af eru 4 miðjumenn farnir.

      Sjálfur hef ég ekki mikla trú á FSG en það væri harakiri af þeirra hálfu ef þeir ætla ekki að styrkja liðið meira.

      Sögusagnir um K. Thuram virðast ekki úr lausu lofti gripnar.

      6
  11. Það eru a.m.k.6-7 leikmenn að fra úr hópi sem var frekar þunnur orðinn. Bobby, Arthur, Ox, Keita, Milner, Carvalho og svo Ramsay út á láni. Einn kominn inn í Alexis. Er óeðlilegt að það komi 5 menn í viðbót?? Dr, Dc, DMc, AMc, AMr/l og svo alvóöru markaskorari sem getur skorað með skalla??? Mér er alveg sama hvaða menn koma, það er nóg til af leikmönnum út um allt og Liverpool með stórt net útsendara sem eiga að geta fundið handa okkur eins og einn Bruno Guimares, einn Caicedo, einn Sven Botman, einn Ivan Toney o.s.frv. Vinna sína vinnu. Koma með klók kaup á góðum ungum hungruðum leikmönnum.

    6
  12. Ég bara trúi ekki að LFC sé hætt á leikmannamarkaðnum. 1 inn og svo 6-7 út meikar ekki sens. Ég held að það sé allt á fullu hjá Klopp og þessum nýja Þjóðverja sem er yfir leikmannamálum. Slæmt að misst af Ugarte, vonandi krækjum við í þennan spánverja. Okkur vantar líka hægri bakvörð eftir að Trent er orðinn besti miðjumaður í Evrópu. 🙂

    1
  13. Reyni að missa ekki svefn yfir þessu en það þarf einbeytingu til. Trentinn að gleðja okkur allann daginn. Smá þráðrán er einhver haustferð einhversstaðar á leiðinni og þá helst ágúst sept.

    • Sigkarl, þetta Portugalska lið er bara nokkuð gott lið, þeir eru allavega með langbesta liðið í riðlinum.

      Ísland á smá séns á næst neðsta sætinu.

Skiptir leikjadagskráin máli?

Gullkastið – Kop.is hópferðir 2023/24