Gullkastið – BIKARMEISTARAR

Líflína í deildinni líka

Liverpool eru bikarmeistarar 2022 eftir annan sigur gegn Chelsea á Anfield South eftir vítaspyrnukeppni. West Ham gaf Liverpool svo líflínu í deildinni með því að taka stig af City en dauðþreytt Liverpool liðið á næsta leik, Southampton úti á þriðjudaginn.
Sigur þar gerir næstu helgi spennandi, Liverpool fær Úlfana á Anfield á meðan Steven Gerrard og félagar fara á Etihad…

Okkar allra besta Hanna Símonardóttir var með okkur að þessu sinni og fræddi okkur m.a. um Liverpool skólann sem verður í tíunda skipti hér á landi í sumar.
1.mín – Bikarmeistarar
17.mín Liverpool skóli Afureldingar
25.mín – BOSS Night á Íslandi 19.maí
29.mín – Líflína í deildinni

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti:
Egils Gull (léttöl)
Húsasmiðjan
Sólon Bistro Bar
Ögurverk ehf

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Hanna Símonardóttir

MP3: Þáttur 381

3 Comments

  1. Eitt tips… ef það er ekki til míkrófónn á hvern mann/konu, sitjið þið þá þétt hlið við hlið með hljóðnemann beint fyrir framan ykkur (Steini og Hanna). Stundum fæ ég bara maðka í magann yfir hljóðinu á hinum annars stórfenglegu Gullköstum. Sorrí með mig.

    4
  2. Önnur ábending og bara sorrý með það líka en á myndinni er Boli og Egils kristall en annars bara góður.

    YNWA.

BIKARMEISTARAR!!!! (Skýrsla uppfærð)

Southampton á þriðjudaginn