Atletico 2-3 Liverpool

Það var nú heldur betur líf og fjör á Wanda Metropolitano vellinum, heimavelli sjötta Evrópumeistaratitils Liverpool, í kvöld þegar Liverpool heimsótti Atletico Madrid í þriðja leiknum í riðlakeppninni og situr nú ansi þægilega með fullt hús stiga og fimm stiga forskot á næstu lið eftir tvo ansi mikilvæga sigra á útivelli.

Leikurinn endaði 3-2 fyrir Liverpool og var nú alveg af nógu að taka í leiknum sem var alls ekki sá besti sem við höfum séð Liverpool spila og gerir það þennan sigur bara enn flottari þar sem Atletico Madrid voru bara nokkuð góðir í kvöld.

Þetta byrjaði nú eins og í sögu fyrir Liverpool. Mo Salah… nei, James Milner… nei, það var víst Mo Salah skoraði mark eftir að hafa komið boltanum framhjá nokkrum varnarmönnum Atletico og átti skot við enda vítateigsins, það virtist nú sem boltinn hafi haft viðkomu í annað hvort James Milner eða varnarmann Atletico og í upphafi var það skráð á Milner en svo fært yfir á Salah. Gott mark sama hvor skoraði það en öflugt fyrir Salah að fá fjórða markið sitt í Meistaradeildinni í ár.

Skömmu seinna barst boltinn til Naby Keita rétt utan vítateigs og hann hamraði hann viðstöðulaust í netið og Liverpool komið í 2-0 eftir þrettán mínútna leik. Kannski frekar óvænt en þarna leit þetta nú ansi vel út. Hins vegar náði Atletico að minnka muninn nokkrum mínútum síðar þegar nokkuð góð útfærsla úr hornspyrnu endaði með því að Griezmann skaut boltanum í netið. Það var stoppað og skoðað í VAR þar sem leikmaður Atletico var í rangstöðunni og hefði getað haft áhrif á það að Matip gæti komist í boltann, dómararnir leyfðu því að standa sem var kannski sanngjarnt og kannski ekki.

Þá fékk Atletico smá byr undir báða vængi og lét heldur betur reyna á vörn Liverpool og náðu að taka miðjuna alveg út úr leiknum. Þeir jöfnuðu svo leikinn eftir rúmlega hálftíma leik en þá klikkaði varnarleikur Liverpool all svakalega og Griezmann skoraði sitt annað mark. Það var svo Atletico sem tók stjórnina og komust í álitlegar skyndisóknir en Alisson bjargaði til að mynda frábærlega þegar Griezmann eða Felix komust í einn á einn á móti honum. Það var afar kærkomið þegar flautað var til hálfleiks og Liverpool fékk tækifæri á að ná aðeins áttum aftur.

Á 52. mínútu dró til tíðinda þegar markaskorari Atletico fékk að líta beint rautt spjald fyrir að fara með sólann alltof hátt og í andlitið á Firmino. Klárt rautt spjald og kom smá hiti í leikinn í kjölfarið. James Milner og Trent fengu frekar ódýr gul spjöld fljótlega eftir. Í kringum 75. mínútu missti varnarmaður Atletico vitið í smá stund og ákvað eiginlega bara upp úr þurru að strauja Diogo Jota inn í vítateig sínum og fékk á sig ansi verðskuldaða vítaspyrnu. Mo Salah þekkir ágætlega hvernig það er að skora úr vítaspyrnum á þessum velli og spyrna hans sendi Oblak í vitlaust horn og boltinn söng í netinu. Liverpool, sem hafði ekki verið nægilega gott fram að þessu, var komið yfir aftur og manni fleiri. Þetta ætti nú að vera smooth sailing eftir það, ekki satt? Heldur betur ekki!

Örfáum mínútum síðar dæmir dómari leiksins vítaspyrnu á Liverpool þegar Jota braut á sóknarmanni Atletico. Það virtist nú samt strax að dómarinn og félagar hans voru ekki alveg sannfærðir um þessa ákvörðun sína og tóku þeir eflaust einhverjar 3-4 mínútur í það að skoða þetta en sem betur fer því við nánari athugun þá kom í ljós að sóknarmaður Atletico dýfði sér og dómnum var snúið við. Atletico til mikillar ánægju, elsku greyin…

Liverpool náði þó heilt yfir ágætis tökum á aðstæðunum eftir þetta og náðu að drepa þetta niður, alveg þannig að Luis Suarez fékk gult spjald fyrir tuð eftir að Alisson var ekki að drífa sig að taka markspyrnu og svona. Leiknum lauk því með 3-2 sigri Liverpool sem vann þennan geggjaða sigur og Diego Simeone hljóp í einhverju reiðiskasti beint inn í klefa eftir að leiknum lauk og tók ekki í hendina á Klopp. Allt þetta gerir sigurinn bara enn sætari!

Vörnin og miðjan hefur átt betri leiki. Mér fannst miðverðirnir eiga sín moment en þeir hafa spilað marga betri leiki en þann sem þeir spiluðu í kvöld bæði sem einstaklingar og sem par. Robertson fannst mér ekki rosalega góður og Trent var bara fínn. Henderson og Milner voru fínir en líka átt marga betri leiki heilt yfir, Keita skoraði geggjað mark en átti pínu sök í báðum mörkum Atletico. Hann fór út af í hálfleik og Fabinho kom inn og átti hann ansi góða innkomu og sýndi hvað vantaði svolítið í varnarleikinn í kvöld.

Mane, Firmino og Salah hafa klárlega átt betri leiki en þeir gerðu ágætlega og sérstaklega Salah sem skoraði tvö mörk. Jota kom inn á og vann vítaspyrnuna sem er flott en hafði annars ekki mikil áhrif á leikinn, Oxlade-Chamberlain kom sömuleiðis inn á og mér fannst hann eiga mjög góða innkomu. Akkúratt leikur sem hentar honum og var flott að sjá hann í kvöld.

Maður leiksins er þó klárlega Alisson sem var frábær. Gat kannski lítið gert í þessum tveimur mörkum en hann bjargaði Liverpool ansi oft þegar Atletico komust í gegnum vörn Liverpool og í góð færi, og það var alveg merkilega oft!

Þá er það ágætis pása hjá Liverpool þar til á sunnudaginn þegar Liverpool heimsækir Old Trafford og væri ansi gott að sækja þrjú stigin þar!

28 Comments

  1. Frábær leikur. Betri skemmtun og meiri spenna en Squid Game..!

    Á ekki orð yfir spennunni og því hvað þetta var í mikill hættu. Ef Griesman hefði ekki látið reka sig út af þá hefðum við m.v. tempóið á þeim tíma, mátt prísa okkur sæl með eitt stig.

    Svakalegt lið þetta AM það er ekki hægt að líta framhjá því. Og það eru brotalamir í okkar leik. Sé ekki í alvörunni hvernig Keita ætlar að passa inn í þennan hóp, jafn flottur og hann er á sumum sviðum. Hélt hann hefði verið keyptur fyrir hápressuna en þeir gengu framhjá honum í báðum mörkunum. Virgillinn var líka hálfsofandi í seinna markinu.

    Salah kóngurinn okkar var auðvitað MOM. Hversu stórbrotinn..?

    Jæja, en þetta var aldrei víti á Jota og ég sé ekki af hverju AM gaurinn var ekki dæmdur rangstæður í fyrra markinu. Hann hafði þau áhrif að markmaður komst ekki í boltann og Matip ekki heldur. Tek að ofan fyrir dómaranum að láta skrílinn ekki hafa áhrif á sig. Og þessi Simeone… þvílíkur pappakassi.

    16
    • Sá ágætis punkt hjá Peter Walton fyrrverandi dómara að það er vegna þess hvernig lögin eru skrifuð. Til að Lemar geti verið rangstæður þarf hann að A) Snerta boltann eða B) Gera tilraun til þess og þar sem þetta stendur fyrir eða skyggir sjón eitthvers á bara við um markmennina þá er þetta eiginlega bara svona loophole á lögunum.

      4
  2. Er Simeone algjör aumingi? Hljóp hann í alvörunni á milljón niður í klefa til að þess að sleppa við að taka í hendina á Klopp eftir leik?

    9
    • Mjög tapsár keppnismaður ! Hlýtur að hafa farið að gráta og því ekki þorað að láta það sjást ? Annars kann ég ágætlega við kauða búinn að gera ótrúlega hluti með Am og er eins og hann sé kóki þarna á hliðarlínunni kanski þurfti hann að fá sér línu hver veit ? Hann fær þetta í andlitið þegar hann mætir á okkar ástkjæra völl svo mikið er víst okkar stuðningsmenn finna eitthvað sniðug skilaboð til hans. En mikið er maður sáttur við sigurinn sem skipti öllu máli þegar upp er staðið.

      YNWA.

      9
      • Einmitt. Mikið er góð tilfinning að sjá þennan ,,mann” tapa á móti okkur. Ég efast ekkert um að hann er hæfur þjálfari en ekki er hann stór af manni.

        10
  3. Þetta eru frábær úrslit á mjög svo erfiðum útivelli.
    Þetta var ekki alltaf falleg en við tökum stigin 3 á móti þessu (ljót orð að eigin vali) liði.

    Fyrir mér er bara einn maður sem á skilið maður leiksins en það er Alisson sem varði nokkrum sinnum stórkostlega.

    YNWA – 9 stig eftir 3 leiki í meistaradeildinni 🙂

    17
  4. Mikið er þetta AM lið á ýmsan hátt leiðinlegt fótboltalið með alls kyns kvartsára leikara innanborðs. Mann einhvern veginn klæjar undan þeim.

    20
  5. Þvílík svín þetta Atletico-lið. Með súper-svínið Simeone á hliðarlínunni.

    Þurfum að vinna með varnarleikinn. Og þurfum að vinna með eiginleikan að stýra tempói leikja.

    En frábær sigur. ELSKA að vinna Atletico Madrid.

    Áfram Liverpool YNWA!

    10
  6. Mér til mikillrar furðu hélt einhver snillingurinn því fram að Mendy markvörður Chelsea væri besti markvörður í heimi og síðan Edeson,varamarkvörður Brasilíska landsliðsins. Það steingleymdist einn markvörður en hann heitir Alison aðalmarkvörður Brasilíu og Liverpool. Ef ég man rétt þá varði hann þrisvar einn gegn manni í þessum leik og er að mínu mati lang besti maður leiksins. Fyrir mér er Alison einn af bestu markvörðum í heimi. Mendy er örugglega toppmarkvörður en Liverpool fór fyrst að verða alvöru stórlið þegar Alison gekk til liðsins. Hann var síðasta stóra púslið sem Klopp þurfti og í þessum leik var það hann sem gerði gæfumuninn.

    Mér fannst dómgæslan mjög góð í þessum leik. Þetta var hættuspark hjá Griezmann og það er rautt samkvæmt reglum og allavega í enska boltanum er búið að taka fyrir litlar snertingar og þvi var þetta ekki víti enda með öllu fáranlegt að það megi ekki einu sinni koma við leikmenn inn í teig öðruvísi en það kosti vítaspyrnu.

    Mér finnst Madrid vera undarlegt lið. Þeir eru gott varnarlið og geta spilað góðan sóknarbolta og líka það sem ég kalla drullusokkafótbolta. Þá á ég við að detta niður út af engu og nöldra yfir öllu til að tefja leikin ef það er þeim í hag.

    Mér fannst Liverpool heppið í þessum leik. Jafntefli hefði verið sanngjarnari úrslit. Griezmann er hrikalega góður fótbolta maður. Rosalega snöggur á fyrstu 10 metrunum og finna svæði, rétt til getið að búa þau til með hraða sínum. Ég hafði aldrei séð almennilega hversu góður hann var þegar ég hafði séð hann spila – en það eru ekki margir leikmenn í veröldinni sem geta látið leikmenn eins og Van Dijk líta illa út.

    Frábær þrjú stig hjá okkar mönnum.

    17
    • Mér fannst einmitt Alison mjög góður í þessum leik. stoppaði margt og hindraði fleira.

      Eftir að horfa á seinni hálfleik Chelsea um helgina þá er ég samt ekki hissa á tillögum (t.d. Mane) um að Mandy sé “mjög góður / virkilega góður” eitthvað, hann stóð sig mikið meira en vel í síðasta PL leik og bjargaði 3 stigum. Gallinn við samanburðinn á milli Alison og Mandy (m.v. það sem ég sá í þessum hálfleik) er að Alison þarf ekkert rosalega oft að taka á stóra sínum hjá Liverpool, og fær enn sjaldnar stór kredit fyrir. Ég hef t.d. oft verið þokkalega semi-hissa á því að hversu oft “player ratings” gefa honum alltof hlutlaust “kredit” með einkunni 7 fyrir leik og lítið meira þó hann taki þau augnablik þar sem vörnin gefur færi á honum.

      Player ratings hjá TIA gaf honum t.d. núna jú MOTM en samt bara 7 í einkunn, eftir öll inngripin þar sem mark gat legið undir???

      4
  7. ATM gott lið en með því grófara sem ég hef séð og ekki batnaði það þegar Suarez kom inná, hann hefði réttilega átt að fá rautt spjald og ekki bara hann.
    Það sem Kjartan Henrý sagði eftir að Firmino fékk spark í andlitið frá Griezmann, segir mér að annaðhvort er hann manu maður eða hefur ekkert vit.
    Okkar menn voru kannski ekkert að spila sinn besta bolta, en lái þeim það á móti svona grófu liði. Við þurfum að taka vel á móti þeim þann 3.11.
    YNWA

    9
    • Þegar Kjartan Henrý sagði eitthvað um að Klopp ætti að hætta að vera svona bitur og leiðinlegur, þá varð ég nokkuð viss um að hann væri man united maður

      9
      • Hver er Kjartan Henrý ? Ég les það hér að það er ekki þess virði að vita það ?
        Ég ætla vona að þið sem hèr séuð þroskaðri en svo að vera horfa á CL á Stöð ( rusl) 2 sport anskotinn hafi það ?.

        YNWA

        3
  8. Djufull er simone mikil rotta þoli ekki þennan gaur.
    Sore loser sem tók ekki í höndina á Klopp.

    Gaman að vinna þennan leik en auðvitað hefði maður viljað sjá meira statement frá okkar mönnum þegar þeir voru 1 fleiri.

    Erfitt að velja mann leiksins mér fannst Alisson frábær og bjargaði marg oft í þessum leik sem hefðu átt að vera mörk.

    5
  9. Hvað er að því að Simone tók ekki hendina á Klopp ? Jú vissulega hefði það verið æskilegra og viss virðing í því en ég skil vel að hann sé tapsár eftir svona jafnan leik.
    Í samanburði við Morinho er Simone Erkiengill. T.d þegar Morinho var framkvæmdarstjóri Tottenham- reyndi hann að fara í stimpingar við Klopp eftir leik, sagði að “betra liðið hafi tapað” (Tottenham tapaði mjög verðskuldað gegn Liverpool, eftir sigurmark Firmino) og drullaði síðan yfir Liverpool í viðtali eftir leikinn. Mér finnst þá miklu skárra að menn drífi sig bara í burtu í stað þess að segja einhverja vitleysu eða koma sér í klandur.

    5
  10. Sælir félagar

    Sigur liðsheildar að mínu mati og svo svona einstaklingsgeta eins og hjá Alisson og Salah. AM er eitthvert leiðuinlegasta lið sem Liverpool spilar við og leikstíll þeirra og leiðindakarekter liðsins sem er endurspeglun á rotnu sálarlífi Simeone hentar liðinu okkar mjög illa. Liverpool liðið spilar fyrst og fremst fótbolta og reynir alltaf að gera það. Ég ætla að taka undir með að láta Alisson hafa sæmdarheitið maður leisnins en liðsheildin, baráttuþrekið og andinn í liðinu fer anzi nærri því að ná þessu heiti líka.

    Það er nú þannig

    YNWA

    17
  11. Líklega skemmtilegasti leikur sem ég hef séð í háa herrans tíð, mörk, hasar, spjöld, víti og ekki víti og svo toppurinn á tilveruni, einn leiðindar fílupokk sem hljóp beint inn í klefa og varð sér til skammar.
    Taugarnar búnar en þrjú stig í hús.
    YNWA

    7
  12. Gef ekkert fyrir það þó að Simone hafi ekki rifið í spaðann á Klopp , án þess að hafa hugmynd um hvort ég hefði gert það sama eftir sárt tap þar sem ég hef og verð aldrei í þessari stöðu. Kannski var hann hræddur um að segja eða gera eitthvað sem hann sæi eftir. Mér fannst leikurinn þ.e það sem ég sá af honum hin besta skemmtun en tel að við höfum verið frekar heppnir með að sleppa með sigur úr þessum leik en er ekki sagt að meistarar skapi sér sína heppni sjálfir ? Fannst Allison vera frábær í þessum leik og lítið geta gert í mörkunum þeirra en varði frábærlega þegar svo bar undir og átti frábært úthlaup út úr teignum þegar sending kom inn fyrir vörnina og skallaði boltann á samherja. Bring on United og það verður vonandi skemmtun en ég vara menn við að halda að það verði walk in the park. United menn munu væntanlega selja sig ansi dýrt en sjáum hvað setur.

    1
  13. Sá lang besti í heimi skoraði í sínum 9 leik í röð þetta er Kóngurinn Mo Salah.
    Standardinn sem Mo Salah hefur sett síðustu 5 tímabil er ótrúlegur þessi gæi sko og sem betur fer spilar hann í rauðu treyjunni.

    YNWA

    2
    • kannski kominn tími til að kæla þessa umræðu um að Salah sé bestur í heimi.

      Fyrir þetta tímabil var Salah tæplega á top 5 í heiminum þrátt fyrir margra ára frábæra frammistöðu með LFC.

      Á sama tíma í fyrra var mál manna að Harry Kane væri bestur í deildinni.

      Vissulega hefur Salah hækkað standardinn á þessu tímabili og jafnvel hörðustu United menn viðurkenna að enginn sé betri þessar vikurnar.

      En það er munur á vera sá heitasti í dag og bestur í heimi. T.d. er Salah ólíklegur til að hljóta Ballon D’or vegna þess að hann var ekki eins frammúrskarandi fyrr á árinu og vann enga titla. Til þess að standa undir þvi að vera bestur í heimi þarf Salah að halda þessum standard út tímabilið og draga að landi amk aðra af stóru dollunum.

      5
      • Ég held að þú sért að misskilja “bestur í heimi”. Það snýst um að vera bestur í heimi í því hlutverki sem hann fær og er meira afgerandi í því heldur en aðrir leikmenn í sínum hlutverkum. Hvort liðið sem einstaklingurinn sem hann spilar vann e-h með á ekki að skipta þar máli.
        Þessi verðlaun eru ekki “hver var bestur í besta liðinu”

        4
      • Salah var alveg á pari og betri en Harry Kane þó að umræðan væri ekki á þeim nótum. Það á við alveg frá því hann kom. Salah frá vængnum og gerir miklu meira en bara skora og leggja upp mörk á meðan Kane er nía (og reyndar einnig mjög drjúgur alhliða).

        Stóri munurinn er að núna er Salah loksins að fá athyglina utan Liverpool sem hann hefur átt skilið síðan hann kom. Það þarf engan vísindamann annars til að finna út afhverju Kane og Salah fá svona rosalega ólíka umfjöllun. T.a.m. þegar kemur að dirty tricks og dýfum…

        Svona var þetta 5.okt, Salah hefur skorað enn meira síðan og lagt enn meira upp:

  14. Hefði verið betra að mæta særðu liði um helgina, en heldur betur frábært að sjá ManUtd fagna 3-2 sigri á heimavelli á móti miðlungs ítölsku liði eins og þeir hafi unnið titil. Kaupir Ole lengri tíma á hjólinu og viðheldur Söööör Alex nostalgíunni með marki frá Ronaldo. Come Sunday they go poop.

    5
  15. Er ekki málið núna að stuðningsmenn okkar í stúkunni fari að sýna Salah hversu mikið við viljum hafa hann með TD stórum fánum og það væri hægt að breyta söngnum Mo Salah running down the wing I Mo Salah writing new contract, bara svona hugmynd. Mætti helst henda í mósaík mynd þar sem er sagt hvað við elskum hann og viljum ekkert meira en nýjan samning. Ef hann TD tekur 3-4 season í viðbót og heldur áfram að spila eins og hann er að gera verður hann í sögubókum Liverpool á sama stalli og Dalglish og Gerrard. Hann hefur val um þetta eða fara og jú klárlega komin í sögubækurnar en 3-4 season I viðbót eða meira þá erum við að tala um hæðsta stall sem hann gæti komist á í bókum Liverpool..að missa hann næsta sumar fyrir kannski 50-60 milljónir með bara ár eftir af samningi er klárt að í fyrsta lagi er ekki hægt að fylla hans skarð þótt Klopp hafi gert ótrúlega hluti með marga leikmenn þá er ekki hægt að fylla þetta skarð að fullu og myndi auk þess kosta sennilega nær 100 kúlum að fá eitthvað í áttina að Salah sem samt yrði aldrei jafn góður leikmaður. Ég vill frekar sleppa að kaupa leikmann enda hvað sem þarf til að halda honum.það yrði allt annað að missa Mane þótt frábær sé því ég tel að það skarð sé vel hægt að fylla en auðvitað vill maður ekki missa hann á alls ekki við það.

    Klopp hlýtur að setja alla pressu sem hægt er a eigendurna að semja við manninn og er væntanlega að því núna, standa ekki annars viðræður yfir akkurat núna ? Maður las fyrir nokkrum dögum hvort rétt sé eða ekki að umbinn hans hefði flogið til Englands allavega. Það er nefnilega djofullegt að Mbabbe semur sennilega við Real í janúar og þá er mjög líklegt að PSG myndi vilja Salah og þeir geta borgað honum 5-700 þús a viku og hann og umbinn hans vita vel að þeir geta fengið slík laun annarsstaðar og spurning hvort það myndi heilla Salah að spila með Messi og Neymar. Bara að sjá PSG hafna 180 kúlum í Mbabbe núna í haust vitandi að missa hann frítt segir allt sem segja þarf um hvað þeim er drullusama um fjarhagsreglurnar, þeim er sama að missa hann frítt enda bara fyrir eigandann eins og okkur venjulega fólkið að fara og kaupa okkur einn hamborgara slíkir eru 180 kúlur smápeningar í þeirra augum. Okkar menn myndu held ég aldrei sleppa því að selja hann næsta sumar og missa svo frítt árið á eftir.

    Ég held að Salah hafi aldrei sagt eða ýjað að því að vilja fara og maður treystir á að hann elski félagið og eins og Steini segir í podcastinu kannski fínt að gefa honum símanúmerið hjá Coutinho bara. Það er langt frá því öruggt að hann yrði jafn góður í öðru liði.

    Auðvitað er hann að biðja um há laun en launin í dag eru bara svona og hann er 17 hæstlaunaði leikmaður deildarinnar en er besti leikmaður deildarinnar. Bara De Gea er með 350 þús sem dæmi sem er reyndar stjörnu galið eins og Steini myndi orða það. Menn hljóta að reikna það út að allan daginn borgar sig að borga honum þessi 350-400 þús a viku. Alveg til I að losa einhvern annann ef það þarf, TD Mane og kaupa eitthvað ungstirni á helmingi lægri launum sem Klopp getur gert stjörnu úr, TD þennan ismaila Sarr hjá Watford eða eitthvað álíka. Ekki má gleyma að Salah selur treyjur og varning sennilega fyrir þessum launum. Ég hugsa að það yrði gersamlega allt vitlaust ef okkar menn semja ekki við hann og mér væri sama ef svo fer ef einhverjir fara og kveikja í húsum eigendanna. Klopp gerði nýlega nýjan samning til 24 og ætlar sér eflaust að vinna fleiri titla og þá verðum við að halda okkar bestu leikmönnum.

    Skulum ekki gleyma því að síðan við unnum meistaradeildina og svo deildina hofum við farið í gegnum hvern felagaskipta gluggann á fætur öðrum án þess að eyða nánast neinu og ekki er mjög langt síðan maður las um methagnað hjá félaginu. Það var fyrir Covid en mér skilst nú að í Covid hafi Liverpool ekki tapað nema 6-8 prósent af tekjum sínum sem sennilega eru bara leikdagstekjurnar.

    Hvað segið þið hinir um þetta, þarf ekki sma umræðu um þetta ??

    2
    • Góðar pælingar hjá þér og fengir læk frá mér ef þú hefðir ekki mælt með því að brenna hús eigenda okkar klúbbs ef þeir semdu ekki við Salah…..

      5
      • Já auðvitað vill ég ekki sjá að kveikt yrði í húsum eigendanna en átti og var meira að hugsa að það yrði gersamlega allt vitlaust 🙂

Byrjunarliðið gegn Atletico Madrid

Spennandi þróun á miðsvæðinu