Byrjunarliðið gegn Crystal Palace

Klopp gerir ýmsar breytingar á liðinu frá því á miðvikudaginn gegn AC Milan. Thiago kemur inn fyrir Keita, Milner kemur inn fyrir Trent sem er veikur, Tsimikas kemur inn fyrir Robertson, Van Dijk fyrir Matip og Mane kemur inn fyrir Origi.

Byrjunarlið Liverpool: Alisson, Fabinho, Van Dijk, Konate, Thiago, Milner, Mane, Salah, Henderson, Jota, Tsimikas.

Varamenn: Kelleher, Keita, Gomez, Oxlade-Chamberlain, Jones, Minamino, Robertson, Origi, Phillips.

Patrick Vieira teflir fram sama byrjunarliði og hann gerði með árangursfullum hætti gegn Tottenham síðustu helgi

Byrjunarlið Crystal Palace: Guaita, Ward, Mitchell, Guehi, Kouyate, Ayew, Zaha, Anderson, McArthur, Benteke, Gallagher.

Varamenn: Butland, Milivojevic, Tomkins, Olise, Hughes, Clyne, Edouard, Kelly, Riedewald.

Hörkuleikur framundan, ógnarsterkt lið Liverpool gegn fersku liði Crystal Palace.

33 Comments

 1. Verið að hvíla Robertson en bakvarðastaðan hægra meigin æpir á mann ég elska Milner en hraðinn hjá honum eykst ekki með árunum!

  3
 2. Þetta er rosalega mikil breyting á varnarlínunni, það hefði verið flott ef að Trent hefði getað átt við Zaha í dag en ekki Milner.
  En spennandi að sjá Konate með Van Dijk í vörninni

  4
 3. Afhverju er ekki bara Gomes í hægri bakverðinum. Mér líst ekkert á að hafa Milner þarna. Annars sterkt lið

  2
 4. Sjitt hvað það verður gaman að fylgjast með Konaté og Virgil í vörninni.
  En ekki er nú mikill sóknarkraftur á bekknum?

 5. Mikill hraði og greinilegt að Paalace eru ekki komnir á Anfield til að leggja rútunni

  1
 6. En Matip – af hverju ætli hann sé ekki í hóp? Ekki segja mér að hann sé meiddur.

  2
 7. Jota þarf mark. Eins og Mane þurfti mark í síðasta deildarleik. Koma svo!!!

  3
 8. Jota!!! Svona á ekki að vera hægt…. Maður gerir kröfu á að nýta svona færi, þetta er ekki Huginn Seyðisfirði.

  1
 9. bakverðirnir nògu sprækir, en smá deyfð yfir miðjunni eins og það sé þreyta í Hendo og Fabinho…

  2
 10. Hjartað slær ört í þessum fyrri hálfleik! Bíð eftir 2-0 svo hægt sé að huga að framtíð lífsins.

  2
 11. Mér lýst vel á þennan leik. Nýta breiddina er nauðsyn. Leikurinn byrjaði brösulega en okkar mönnum óx ásmeginn. Raunar ættum við að vera tveimur mörkum yfir að minnsta kosti. Reyndar fékk Palace eitt dauðafæri í byrjun leiks en það er ekki að ástæðulausu að Alison sé álitin einn allra besti markvörður í veröldinni.

  Mér finnst Kostkas vera maður þessa hálfleiks. Ótrúlegt að þetta skuli okkar næst besti vinnstri bakvörður.

  4
 12. Tsimikas er virkilega flottur bakvörður sem berst um alla bolta og með flottar sendingar og hann mun svo sannarlega fá marga leiki í vetur sem mun hjálpa Robbo að halda sér ferskum. Hinum megin er Milner alveg að standa sig með ágætum en það þarf samt betri gæði til að leysa Trent af.
  Konate að spila þokkalega við hlið turnsins í miðverðinum en það er samt óþægilegt að sjá svona mikla breytingu á vörninni.
  En flott mark hjá Mane og hann er vonandi kominn í gang, Jota aftur á móti hefur verið virkilega slakur en hann hefur 45 mín til að rífa sig í gang.

  4
 13. Sælir félagar

  Þetta er búið að vera mjög erfitt en Mané og Salah líflegir en Jota heldur áfram að vera frekar slakur eins og undanfarið. Það er alger nauðsyn að geta skipt nhonum útaf fyrir amk. eins góðan leikmann eða betri. Því miður er ekki völ á því en Firmino fer vonandi að koma til baka. Nú er bara að fylgja marki Mané eftir í fyrri hálfleik og að Jota sýni einbeitingu og nenni að hlaupa af þeim krafti sem hann þarf að sýna.

  Það er nú þannig

  YNWA

  4
 14. Ef þetta heldur svona áfram þá er bara að koma jöfnunarmark!!!!!

  2
 15. Allt annað að sjá Konaté í vörninni en Joe Gomez, þrátt fyrir að hann hafi mögulega átt að fá á sig í víti eftir aukaspyrnu Ayew, þá var ekki við hann að sakast.

  2
 16. Er Salah ekki bara einfaldlega besti framherji í heimi? Gjörsamlega geggjaður.

  3

Upphitun: Crystal Palace mætir á Anfield

Liverpool 3 – 0 Crystal Palace