Dejan Lovren á leiðinni til Ítalíu?

Dejan Lovren er sterklega orðaður við brottför frá félaginu núna í sumar, annaðhvort til Roma eða AC Milan.

Verulega áhugavert í ljósi þess að á köflum í fyrra var ekki nóg að eiga fjóra góða miðverði og því undarlegt að fækka ennfrekar í þeim hópi. Klopp er auðvitað ekki að taka svona ákvarðanir óundirbúinn og verður spennandi að sjá hvort hann ætli að færa miðjumenn neðar á völlinn eða treysta á unglinga eins og Berg og Hoever þegar reynir á hópinn.

Erfitt að sjá hvernig sala á Lovren styrkir Liverpool á þessu tímabili samt.

17 Comments

 1. Rosalega furðuleg ákvörðun að ætla að selja hann núna, vissulega komst hann ekki í 18 manna hóp í fyrsta leik en að ætla að losa sig við hann núna finnst mér galið.
  Eru það eigendur liðsins sem eru að pressa á Klopp að skera niður ?

  3
 2. lovren er góður backup.

  en hann verður farinn fyrir lok ágúst, þetta virðist komið á það stig að þetta er bara spurning hvaða dag hann fer ekki hvort hann fari.

  16 ára gutta og matip sem backup í vetur fyrir gomez og van djik.. líst ekki vel á þetta sökum þess hversu mikið leikjaálag við höfum sérstaklega í desember

  1
 3. Held að Klopp sé að hugsa um að nota Fabinho þarna ef að það fer allt í hnút í miðverðinum.
  En ég sé bara ekki tilganginn samt, af hverju þarf Liverpool að selja. Varla er Lovren svona rosalega spenntur að fara í burtu í staðinn fyrir að vera í liðinu sem er núverandi evrópumeistari og erum vonandi að fara að berjast um titilinn aftur.

  1
 4. Þetta væri óskiljanlegt ,liðið í mörgum keppnum og breydd lykilinn að árangri. Að færa Fabinho niður er neyðarlausn en með því væri auðvita verið að taka hann af miðjunni sem er slæmt.
  Ég skil stefnuna að það þurfi ekki að kaupa en ég myndi ekki skilja að selja mann eins og Lovren.

  2
 5. Algjörlega galið, maðurinn byrjaði 15 leiki á síðasta tímabili (í öllum keppnum) og kom 3 inn af bekk. Hefði spilað meira ef að hann hefði ekki sjálfur verið meiddur á sama tíma og Gomez og Matip voru meiddir. Er þetta LFC að leika góða gæjan aftur og leyfa hinum að fara af því hann vill það (eins og með lánið á Clyne á síðasta tímabili þegar að við þurftum á honum að halda) eða erum við að fara að sjá meira af Fabinho í miðverði (sem hann leysti vel á síðasta tímabili) sem að veikir aftur á móti miðjuna, Fab er lang lang lang besta sexan sem LFC á til. Erum við þá að fara að sjá Lallana í sexunni ? Guð forði okkar mönnum frámeiðslum og þá sérstaklega miðvörðunum og ég er ekki einu sinni trúaður. Menn ætla greinilega að treysta á guð og lukku a. Persónulega finnst mér þetta galið, halda honum og ef hann er mjög óánægður selja í janúar og fá inn ódýran en brúkhæfan miðvörð. Erfitt að horfa uppá city styrkja hópinn og LFC veikja hópinn á sama tíma. Galið.

  8
 6. Að þynna hópinn enn meira yrði einfaldlega galin ákvörðun.

  Lovren er ekki bestur í fótbolta. En hann er ágætis backup og leiðtogi innan sem utan vallar.

  Og besti vinur hans Mo. Bara það ætti að vera nóg til að gefa honum jafn langan samning og Mo.

  3
 7. Sæl og blessuð.

  Æ. ég græt óheillakrákuna Lovrén þurrum tárum. Er betra er að veifa röngu tréi en öngvu? Held við séum betur sett með að ala upp yngri leikmenn eða grípa þá til miðjumanna í hlutverkið.

  Lovrén átti vissulega sín móment á löngum feril og hæfileikana hafði hann. En köflóttur var hann, blessaður. Stundum emjaði maður yfir ákvarðanatökunni hjá honum og seinheppninni. Besti leikurinn hans var á móti Real Madrid en ólukkan var þá auðvitað enn aftar á vellinum eins og allir muna. Annars vissi maður aldrei hverju var von á með hann á vellinum. Fínt að selja hann meðan einhverjir aurar fást.

  Takk fyrir allt og ekkert, Lovren og vegni þér vel suðrá Ítalíu!

  2
 8. Skil þetta ekki.
  Skíthræddur um að þetta eigi eftir að koma í bakið á okkur.

  5
 9. Bestu fréttir sem ég hef heyrt í langan tíma. Vill frekar sjá unglinga gera mistök og geta lært af þeim en Lovren sem lærir ekki af þeim. Hann er trúður í vörn okkar. Hann mundi deyja fyrir klúbbinn og virðist vera skemmtilegur náunga sem leikmenn elska að grínast í. Nú er bara einn leikmaður eftir af Rodgers tímanum sem fer vonandi bráðlega. Þeir eru á háum launum alltaf meiddir og ekki nógu góðir. Ég held við munum kaupa unga spennandi leikmenn næsta sumar. Koma svo við erum Liverpool

  2
 10. Alltaf þegar við erum einu skrefi frá titli þá stingur næsti félagsskiptagluggi okkur í bakið. Sumarið 2009, 2014 of aftur núna. Vitið til!

  Er mjög ánægður með FSG til þessa en finnst þetta metnaðarleysi að hafa ekki styrkt liðið um tvær kanónur eins og City hafa gert. Þeir styrktu veikustu stöðurnar sínar og óska ég þeim til hamingju með titilinn 2019-2020. Einfaldlega langbesta liðið í deildinni í dag, sérstaklega ef Rodri og Cancelo ná að finna sig. Ef 7-8 byrjunarliðsmenn meiðast þá væru liðin á sama stað. Við höfum geggjaðan 11-12 manna hóp en óttast mjög meiðsli og leikbönn og aukið álag.

  Eina sem kemur í veg fyrir City bikar er ef FFP stingur þá í bakið en FIFA er aldrei að fara að girða upp um sig. Félögum sem rekin eru af fólkinu eins og Bolton er refsað með mínus stigum en olíufurstar sem skemma samkeppnisgrundvöll allra félaga er ekki refsað þrátt fyrir að augljóslega falla á FFP reglunum (sér hver sem er að tekjur City og PSG er tilkomin vegna tengsla styrtkaraðila við eigenda).

  2
 11. Ég get ekki skilið þetta öðru vísi en Sepp Van Der Berg er að standa sig vel mjög vel á æfingum. Hann hlýtur að líta sem svo á að Hollendingurinn ungi sé nógu góður til að vera fjórði valkostur.

  Ég gat skilið leikmanngluggann hingað til en þetta er ég ekki að fatta. Bókhaldið hlýtur að vera eitthvað í mínus fyrst þeir eru svona svakalega rólegir í glugganum að þeir leyfa leikmanni eins og Lovren að fara.

  3
 12. Muniði félagar, greiningardeildin okkar er á fullu. Þannig slöppum aðeins af, ef þessi verður niðurstaðan, þá so be it, þ.e. ef Klopp samþykkir.

  YNWA

  4
 13. Ég fer að halda að Liverpool hafi ráðið verðandi seðlabankastjóra í greiningardeildina hjá sér. Þynna og þynna hópinn þrátt fyrir væntanlega miklu meira leikjaálag, nema greiningardeildin sé búin að gera ráð fyrir lækkandi stýrivöxtum og bara einum leik í hvorri bikarkeppni fyrir sig.

  1
 14. Klopp hefur greinilega meiri tru a Hoever og van Der Berg til ad fylla i thessa stodu heldur en Lovren sem backup a eftir van Dijk/Gomez/Matip/Fabinho, og thad er bara gott mal. Eg veit ekki hvort thad veiki lidid eitthvad serstaklega, ad fa unga grada menn sem backup vs. mann sem er kominn med hausinn a annan stad eftir ad hafa dottid all hressilega ut ur lidinu. Klopp mun miklu frekar vilja throa ungu mennina heldur en ad thurfa ad treysta a og vinna med Lovren. Hann tok botninn alveg ur thessu thegar hann tognadi gegn Wolves i januar eftir 5 sekundubrot af leiknum og Klopp vard alveg brjaladur.

  2
  • Úff gott að við styrktum hópinn fyrir tímabilið……Oh wait já alveg rétt

   1
 15. Sumar ákvarðanir þarf að taka í stærra samhengi, eitthvað sem heillar mig einstaklega mikið við Liverpool eins og er. Við höldum aldrei öflugum varaskeifum í framtíðinni eða fáum unga efnilega menn til okkar ef þeim verður haldið í gíslingu þangað til samningi lýkur, eða fá ekkert að spila.

  Eins vel og mér líkar við Lovren, og reyndar alla króatíska leikmenn, þá er þetta einfaldlega eins og það á að vera. Hann vill spila við getum ekki lofað honum því. Betra að láta hann fara og senda skilaboð til annara leikmanna í hans styrkleika flokki að Liverpool sé vinalegur staður sem hlekkjar þig ekki með samningum ef það gengur ekki nógu vel. Á sama tíma að senda unglingunum traustsyfirlýsingu.

  Vill frekar hafa klúbbinn svona en reka hans eins og chelsea, sem borga mönnum of há laun til þess eins að vera á samningi og í láni hjá örðum félögum.

  Nota frekar hörkuna til að halda mönnum sem eru í raun og veru mikilvægir til að byrja með.

Alisson frá í nokkrar vikur

Ofurbikarinn á morgun