Sevilla – leikþráður

Næsti æfingaleikur takk.

Mótherjinn er Sevilla og hefst leikurinn kl. 22:00 stundvíslega. Liðið okkar er klárt og má sjá hér:

Forvitnilegast er að Andy Lonergan fær hér mínútur í markinu. Hann er 35 ára samningslaus markmaður sem lék nokkra leiki með Rochdale í fyrra! Annað forvitnilegt er að líklega fær Harry Wilson aftur 60 mínútur í kvöld og að Nat Phillips fær mínútur með Van Dijk í hafsentinum.

Bekkurinn: Mignolet, Atherton, Fabinho, Lovren, Milner, Gomez, Brewster, Matip, Kent, Lewis, Jones, Hoever, Duncan, Larouci.

Sjáum hvað skemmtilegt skeður í kvöld!

17 Comments

  1. Sýnist að þjálfarateymið sé það ánægt með Lonergan á æfingum að honum verði gefnar mínútur í leik og ef það fer vel að þá gætum við séð hann fá eins árs samning sem þriðji kostur á meðan kjúklingarnir klára lánssamninga og smá meiðsli

  2. Dómarinn ekki með nokkur tök á þessum fyrrihálfleik…búinn að vera alltof grófur leikur miða við æfingaleik að vera….

    8
    • Ox heppinn að vera ekki kominn aftur á sjúkralistann, djöfull eru þeir grófir þessir ansk…

      YNWA.

      2
  3. Þvílíkur skítaleikur hjá Sevilla. Gera ekki annað en að reyna að slasa Liverpool spilarana.

    5
  4. Lélegur fyrihálfleikur hjá okkar mönnum. Vörnin skelfileg, miðjan nær ekki að stjórna leiknum og sóknarleikurinn bitlaus. Ég veit að Origi skoraði eftir hornið en ég vona að hann þurfi ekki að byrja marga leiki í vetur.

    Annars er það að frétta að leikurinn er alltof grófur og ættu tveir Sevilla leikmenn að hafa fengið rautt spjald og er Klopp orðinn mjög pirraður því að þetta endar með meiðslum ef dómarinn fer ekki að taka á þessu.

    2
  5. Af hverju fékk ekki mannfílan raut spjald fyrir olbogan beint í augað á Vilson

    3
  6. Er bannað að sýna rauða spjaldið í þessum helvítis æfingaleikjum?

    4
  7. Viðbjóðsleg tækling! Sevilla á ekki að vera boðið að taka þátt í þessum stóru æfingaleikjum hér eftir! Liverpool á allavega ekki að spila við þetta lið framar í pre season.

    1
  8. Sevilla fékk ekki fleiri stuðningsmenn eftir þessa drullu. Vona að við tökum ekki aftur æfingaleik við þetta ógeðslega lið.
    Hefði verið gott að hafa Sounes,Smith eða Carragher í þessum leik og láta vita að svona látum við ekki berja á okkur án þess láta finna fyrir sér líka( án ruddabrota).

    Annars var þetta lélegur leikur hjá okkur í kvöld en gott að það var æfingar leikur

    2
  9. Hefði Var verið í þessum leik hefðu í það minnsta 2 verið búnir að fá rautt ef ekki 3 og hefðum við verið með okkar bestu menn frammi væru þeir líklega allir á spítala núna svona á bara ekki að sjást í æfingaleikjum.

    1

Sunnudagsslúðrið & Bale

Liverpool 1 – 2 Sevilla