Dregið í 8-liða úrslitum

Við félagarnir eru komnir heim frá München og er óhætt að fullyrða að sú borg stóðst allar væntingar og vel það. Algjörlega frábært partý innan sem utan vallar og þjóðverjarnir flottir gestgjafar. Fyrir leik var ljóst að þeir voru alls ekkert að fara tapa þessu einvígi og voru nokkuð vel cocky enda á heimavelli og eru alls ekkert vanir að tapa þar. Allur banter var engu að síður á léttu nótunum og sem dæmi var nákvæmlega ekkert skilið stuðningsmenn liðanna að fyrir eða eftir leik.

Við ræðum þennan leik og ferðina út betur í Gullkastþætti í næstu viku, það er dregið á morgun klukkan ca 11:30 og fylgjumst við að sjálfsögðu með því. Byrjum samt á því að taka stöðuna á því hvaða liði menn vilja mæta?

Hvaða liði viltu að Liverpool mæti í 8-liða úrslitum?

Skoða niðurstöður.

Loading ... Loading ...

21 Comments

 1. Grinilega verið frábær ferð. Liverpool fer nú sjaldnast auðveldustu leiðina svo það eru ekki miklar líkur á Porto eða Ajax en maður veit aldrei.

  5
 2. 1. Porto auðveldast fyrir fram
  2. Man utd við erum betri en þeir og væri gaman að slá þá út
  3. Ajax næst slakasta liðið á pappír og ekkert vanmat eftir síðustu úrslit
  4. Tottenham stutt ferðalag og okkur hefur gengið vel með þá
  5. Man City mjög sterkir en ef þeir ætla að skemma titilinn sem okkur draumir um þá gerum við það bara sama við þá
  6. Juventus slæmar minningar og hætta utan vallar en tel að þetta væri 50/50 einvígi
  7. Barcelona ef það er eitthvað lið í heiminum sem myndi geta spilað sig þægilega úr hápressuni okkar þá er það þetta lið en við gætum gert þeim lífið leit.

  Djöfull er gaman að vera kominn á þann stað að velta svona fyrir sér og vitandi að ekkert lið þarna myndi óska sér að mæta okkur útaf varnarleik okkar og hlaupa getu.

  YNWA

  6
 3. Sælir félagar

  Ég vil sjá okkar menn slá Barca út núna, MU svo og MC síðast. Það er nefnilega öruggt að MU fær Porto, MC fær Ajax, T’ham Júve og öll ensku liðin áfram því T’ham hefnir gamalla harma gegn Juve

  að er nú þannig

  YNWA

  5
 4. Mér gæti ekki verið sama hvað við fáum. Sé þetta þannig að við séum sigurstranglegri á móti öllum í heima- og heimanleikjum enda segir tölfræðin okkur það. Klopp er með frábæran árangur í þessum einvígum og megi það halda sem lengst áfram.

  Ég kaus spurs af því þeir eru brothættir og hafa misst formið. Stutt ferðlag og gott rekord á móti þeim.

  1
 5. Ég kaus Barcelona, ég vil sjá okkur fá erfiða andstæðinga sem við mætum sjaldan. Ég held að við gætum vel slegið þá út í 2 leikja einvígi.

  1
 6. Ég kaus Ajax því ég vill að De Light komi á Anfield á alvöru evrópukvöld og í kjölfarið komi hann yfir í sumar í hjartað með VVD

  10
 7. Ekki það að það skipti máli hver mótherjinn verði, en valdi þó Porto af 6 öðrum möguleikum. Ajax væri heldur ekki slæmur kostur, bara fyrir það að sýna vonandi verðandi samstarfsaðila VvD hvernig alvöru evrópukvöld er á Anfield. En drátturinn í dag segjir bara allt hver mótherjinn er. En það eru forréttindi að fá að spá og spekulera um hvaða lið fólk vilji að okkar lið mæti í 8 liða úrslitum annað árið í röð.

  YNWA

  2
 8. þetta kemur bara í ljós þegar dregið er, kjósa þetta og vona hitt!!!

  það er nú þannig

  2
 9. Þegar komið er í 8-liða úrslit eru öll verkefnin krefjandi og erfið á ólíkan hátt. Í ljósi sögunnar er Juve eina liðið sem ég myndi vilja forðast.

  Man City hefur verið einstaklega heppið með drætti í öllum útsláttarkeppnum og það heldur áfram. Þeir fá Man Utd. Tottenham fær Ajax. Liverpool-Barcelona og Juve-Porto.

  1
 10. Liverpool – Ajax
  Tottenham- Porto
  Man U – Juve
  City – Barca

  Held ég sé búinn að skipta um drauma andstæðing 10 sinnum. Skiptir ekki máli ef við ætlum að gera eitthvað í þessari keppni.

 11. Mætum svo Barca eða United í 4 liða ef við vinnum Porto sem maður er bjartsýnn að hafist þetta er nú eitthvað það eru öll lið þarna góð og geta unnið hvort annað á góðum degi það er bara þannig en ég er mjög spenntur fyrir Porto !!

  2
 12. Sæl og blessuð.

  Auðvitað er það ákveðinn léttir að fá Porto en augun beinast alltaf að erkikeppinautunum. Þeir gátu ekki sloppið betur. Það er ekki einleikið hvað lánið leikur við þá í öllum dráttum, ef svo má að orði komast. Fengu Tottenham svo það er ekkert ferðalag og þeir ættu að geta klárað meðaljónana hvítklæddu með fremur lítilli fyrirhöfn. Ætli megi ekki gera ráð fyrir einum stórsigrinum enn hjá þeim? Var að vona að þeir þyrftu að leggja á sig lengra og erfiðara ferðalag.

  Sýnist nokkuð líklegt að við etjum kappi við Börsunga í næstu umferð – eða hvað?

 13. Porto – Barca – City, auðveld leið, þarf varla að spila þetta!!!

  4
 14. Ætla að vera 100% ósamála því að Man City gat ekki sloppið betur. Því að Tottenham er mjög verðugur andstæðingur í svona úrslitakeppni. Þetta verður alls ekki auðvelt fyrir Man City.
  Mér finnst við sleppa betur með Porto og ferðalagið þangað er mjög stutt.

  Það þarf samt að spila þessa leiki og ekket vanmat má vera í gangi.

  YNWA

  3
 15. Fyrst förum við til Portúgals, síðan Spán og að lokum leikum við til úrslita við hollenskt lið. 🙂

  1

Bayern 1-3 Liverpool

Porto í 8 liða úrslitum