Porto í 8 liða úrslitum

Það var verið að draga í átta liða úrslit og undanúrslit Meistaradeildar Evrópu nú rétt í þessu og dróst Liverpool á móti Porto. Liðin mættust í sextán liða úrslitunum í fyrra þar sem Liverpool flaug í gegn eftir 5-0 útisigur í fyrri leiknum.

Takist Liverpool að slá út Porto mun liðið mæta Barcelona eða Manchester United í undanúrslitunum. Fyrri leikurinn verður á Anfield 9. eða 10.apríl og seinni leikurinn viku seinna. Undanúrslitin eru svo 30.apríl eða 1.maí, takist Liverpool að komast áfram í þá umferð verður seinni leikurinn á Anfield.

Hér er drátturinn í heild sinni:
Ajax – Juventus
Liverpool – Porto
Tottenham – Man City
Man Utd – Barcelona

Undanúrslitin munu svo raðast svona:
Man Utd/Barcelona – Liverpool/Porto
Tottenham/ Man City – Ajax/Juventus.

Það er erfitt að kvarta mikið eftir þennan drátt, Liverpool fékk einn “slakasta” mótherjann í pottinum ef svo mætti að orði komast og allt í lagi hugsanlega undanúrslitarimmu. Man City fá erfiðasta bikardrátt sinn í allan vetur og takist þeim að komast í gegnum Tottenham fá þeir Juventus, tvær hugsanlegar hörku rimmur í þéttum og erfiðum mánuði fyrir þá.

Næsta verkefni er leikur gegn Fulham á sunnudaginn, nú vitum við hverjir mótherjar okkar í næstu umferð verður og þá fer fókusinn á deildina næstu vikurnar.

23 Comments

  1. Portúgal hann teigaði, þekkir einhver lagið sem þessi texti kemur fyrir, og flytjandann? Annars nokkuð sáttur, þó svo við vitum öll að það eru engir leikir auðveldir í 8 liða. Það eru engin lið þarna just because. En núna vitum við þetta. Eini munurinn frá síðustu rimmu liðana er sá, að nú á LFC heimaleik á undan útileik, sem við unnum 5-0 sællar minningar, heimaleikurinn var í raun formsatriði.

    YNWA

    1
  2. Sælir félagar

    Ég er sáttur og hlakka bara til þeirrar skemmtunar sem Meistaradeildin færir mér og mínu liði.

    Það er nú þannig

    YNWA

    6
  3. Miðað við stöðuna í deildunum heima fyrir þá fékk Barka slakasta mótherjann. 😉

    15
  4. Skulum ekki láta okkur detta það í hug að þetta verði eitthvað auðvelt.
    Ef leikmenn mæta með því hugarfari í þessa leiki þá fer þetta illa.
    Það besta við þennan drátt er að hin ensku liðin fengu erfiða mótherja. 🙂

    6
  5. The Reds will play host to the Portuguese side at Anfield on Tuesday April 9, with kick-off set for 8pm BST.

    The return meeting at the Estadio do Dragao will be played the following week on Wednesday April 17, also getting under way at 8pm BST.

    2
  6. Þýðir ekkert vanmat. Þetta eru 8 liða úrslit í CL ! Við þurfum að mæta til leiks í þennan leik til þess að vinna hann. Þetta hefði getað verið verra 🙂 Næst er deildin á sunnudag, eigum þá möguleika á að komast á toppinn, og vonandi nýtum við það

    3
  7. Mér var svosem alveg sama hvaða lið kom. Að vísu alltaf gott að losna við Juve á þessu stigi. Í 8 liða úrslitum CL eru allir leikir erfiðir og Porto eru sko engir bjálfar enda væri þeir bara alls ekki þarna ef svo væri. Verður drulluerfitt en ef okkar lið spilar eins og í seinni leiknum á móti BM þá þarf ekki að spyrja að leikslokum.

    4
  8. Láti menn sér detta í hug að Porto séu komnir svona langt í keppninni útaf heppni þá skjátlast mönnum hrapalega. Meðalgóð lið detta ekki inn í 8 liða úrslit i CL svo auðveldlega. Verðugur andstæðingur sem ber að taka alvarlega en sammála að þetta hafi örugglega verið illskársti kosturinn. Ef Liverpool mætir þeim af svipaðri ákefð og seinustu 45 mín á móti Bayern í einvíginu hef ég ekki minnstu áhyggjur af útkomunni. Y.N.W.A

    2
  9. Portúgal hann teigaði

    Þetta er minning um mann eftir Gylfa Ægis.

    Að leiknum sjálfum að þá ætti þetta að vera góðar fréttir fyrir okkur en ekki gott að detta í eitthvað vanmat.

    9
  10. Bíddu er Meistaradeildin ennþá í gangi? hverju voru þá United aðdáendur að fagna svona rosalega í síðustu viku?

    15
  11. Ef við förum áfram í undanúrslit og mætum United þar þurfum við að spila seinni leikinn úti ef City fer áfram líka.

  12. Það var ekki hægt að biðja um mikið meira, það er eins og Abu Dhabi hafi gleymt að borga að þessu sinni. Númer eitt tvö og þrjú er geggjað að losna við ensku liðin í þessari umferð enda miklu skemmtilegra þegar liðið er loksins komið í Evrópu að spila við lið frá Evrópu, ekki sömu lið og verið er að spila við í deild og tveimur bikarkeppnum ár eftir ár.

    Aðalatriði fyrir þá sem ætla á útileikinn var samt að sleppa við Juventus og frábært að vera með þessu alveg lausir við ferðalag þangað. Eins og við sáum í einvíginu gegn Roma og mjög mörgum öðrum Evrópuleikjum ítalskra liða er mikið vandamál með ítalska stuðningsmenn og ekki nægjalega harkalega tekið á þeim.

    Persónulega held ég að ef Liverpool fer í gegnum Porto verði það United í undanúrslitum. Það finnst mér skárra en City en hvorugt er heillandi. Hinn sénsinn er Barcelona.

    Ferðalög sem eftir eru fari Liverpool alla leið eru því til Porto, Barcelona og Madríd, það er ekki hægt að teikna þetta betur upp.

    Porto verða hinsvegar langt í frá auðveld bráð, þessi 5-0 sigur á Dragao í fyrra var kjaftshögg fyrir þá og ekki eitthvað sem er sjálfgefið. Þeir hentu Roma úr leik í 16-liða úrslitum t.a.m.

    9
  13. held það sé alveg auðséð að barcelona valtar yfir united þannig að ef við förum áframm þá er það barcelona í 4 liða.

    3
  14. Frábær dráttur á allan hátt. Förum bara alla leið og vinna þetta he”$%…

    3
  15. Þetta er frábær dráttur upp á skemmtanagildið. Ég var engan veginn að nenna enn einum “stalemate” leiknum á móti ensku liði sem pakkar í vörn á móti okkur.

    3
  16. Mjög fín greining á afhverju við unnum Bayern Munchen. Liði sem fór í leikinn gegn okkur með bullandi sjálfstraust. Klopp fær stundum ekki nógu mikið hrós fyrir sína taktísku getu, hann er þekktur í Evrópu fyrir að greina andstæðinga hárrétt og geta slökkt í hvaða toppliði sem er og hvar. Einfaldlega algjört masterclass hjá okkar frábæra þjálfara, hvernig hann kæfði Bayern á þeirra eigin heimavelli. https://totalfootballanalysis.com/match-analysis/liverpool-bayern-munich-champions-league-tactical-analysis

    Varðandi Porto dráttinn þá er hann það besta sem gat gerst þannig séð. Liverpool er eina liðið sem Porto hafði fullkomlega engan áhuga á að mæta eftir niðurlæginguna í fyrra. Porto er þó sterkara í ár og verða mótiveraðir. Liverpool er líka öðruvísi skipað í ár og með öðruvísi leikstíl. Í fyrra höfðum við Oxlade Chamberlain í toppformi og sóknarmennina 3 alla á fullu. Í ár erum við með Van Dijk, Alisson, varnarsinnaðri taktík og gæðunum dreift mikið meira á liðið. Þetta verður liklega allt öðruvísi leikur. En draumurinn auðvitað að ná afgerandi úrslitum í fyrri leiknum svo hægt sé að hvíla eitthvað fyrir deildina.

    Ég trúi enn. Áfram Liverpool.

    16
  17. Ef eitthvað lið mætir alveg dýr dýr dýr dýr vitlaust á móti okkur, þá eru það Porto eftir útreiðina í fyrra, svo það þarf að mæta grimmir á móti á þeim.

    1
  18. Stumdum er maður alveg bit á umfjöllum fjölmiðla. Í leiknum ÍLpool-BM eru margir hissa á hvað BM voru daprir í leiknum. Ég er bara alls ekki sammála, lið geta litið út fyrir að vera döpur af því að andstæðingurinn leyfir þeim ekki að gera neitt. Lið spila nefnilega ekki betur en andstæðingurnn leyfir, það er heila málið en oft er umfjöllun fjölmiðla svo gjörsamlega út úr korti. Oft eru bæði liðin frábær þó annað tapi. Ég er ekki að segja að BM hafi verið neitt rosalega góðir en með því að segja að tapliðið sé alltaf lélegt þá er verið að draga úr frammistöðu sigurvegararans. Í þessum leik hélt skipulag Lpool 99% og held ég að ekkert lið í heiminum hefði getað brotið það skipulag upp. Svo gengur það kamnnski ekki í næsta leik, það er bara allt önnur ella.

    7
  19. Blendnar tilfingingar að horfa á Swansea 2-0 yfir gegn Man City.
    Já það er gaman að læka rostan í þeim en á móti kemur þá vill maður að leikjaprógramið þeira verði sem þéttast.

Dregið í 8-liða úrslitum

Upphitun: Fulham á útivelli