Kvennaliðið fær Brighton í heimsókn

Þá er jólafríinu hjá stelpunum lokið, og þær hefja leik á Prenton Park í dag og taka á móti Brighton.

Krafan er mjög einföld: Brighton eru í 10. sæti af 11 í deildinni, á meðan Liverpool eru í 7. sæti, svo þetta er algjör skyldusigur, jafnvel þó svo að leikurinn verði auðvitað ekkert auðveldur.

Svona verður stillt upp í dag:

Preuss

S.Murray – Bradley-Auckland – Little – Robe

Rodgers – Coombs – C.Murray

Clarke – Sweetman-Kirk – Linnett

Bekkur: Kitching, Thomas, Jhamat, Daniels

Fámennt á bekknum af einhverjum orsökum, Leandra Little er að byrja sinn fyrsta deildarleik í égveitekkihvað mörgum leikjum. Vonum að fámennið komi ekki að sök.

Við uppfærum svo færsluna síðar í dag með úrslitum leiksins.


Leiknum lauk með sigri Brighton, 0-2. Fyrra markið kom á 33. mínútu og það seinna í upphafi síðari hálfleiks. Greinilegt að stelpurnar okkar eru að ströggla, vonum að leiðin fari að liggja upp á við. Þá er ljóst að það eru meiðsli að plaga hópinn, a.m.k. minntist Vicky Jepson sérstaklega á það í tvíti eftir leikinn.

Þá var dregið í bikarkeppninni í gær, og andstæðingar Liverpool Women verða MK Dons. Sá leikur fer væntanlega fram þann 3. febrúar.

9 Comments

Leave a Reply
 1. 1

  Jesús kristur hverjum er ekki drullu sama. Akkuru eruð þið að eyða tíma í svona bull..???

  (15)
 2. 2
  Lúðvík Sverriz

  Sæl og blessuð.

  Preuss í markinu? Eruð þið að grínast?

  (1)
 3. 3
  Hörður Ingi

  Frábært framtak að halda áfram þessari umfjöllun en ég væri til í að fá úrslitin!
  Ein uppástunga líka til að bæta aðeins samhengi við umfjöllunina fyrir amatöra eins og mig þá væri frábært ef að stöðutaflan úr deildinni fengi að fljóta með svo að maður sæi að hverju væri að keppa.
  Annars bara allt frábært!
  YNWA

  (14)
 4. 4
  Daníel Sigurgeirsson

  Búinn að uppfæra með úrslitum. Skal henda inn töflunni í færslunni fyrir næsta leik, annars má líka sjá hana á heimasíðu Liverpool Women: http://women.liverpoolfc.com/index.html

  (14)
 5. 5
  Geiri

  #1 elideli

  Við erum Liverpool og mér er sama. Frábært að pennar hér inni bjóða upp á fjölbreyta umfjöllun að öllu því sem snýr að Liverpool FC. Þetta er stór klúbbur með allskonar starfsemi.

  Ég hef lítið sem ekkert fylgst með kvennaliðinu okkar og þakka ég Kop pennum fyrir að víkka sjóndeildarhring minn.

  (21)
 6. 6
  Sigkarl

  Sælir félagar

  Mér finnst þakkarvert að fá að fylgjast með öllum liðum Liverpool hvort sem er kvennaliðið, unglingaliðin eða annað. Takk fyrir það. Það er leiðinlegt að sjá gengi kvennaliðsins nú um stundir. Kvennalið Liverpool hafa átt betri daga en hvað um það. Ekkert er í boði annað en halda áfram.

  Það er nú þannig

  YNWA

  (10)
 7. 7
  Styrmir

  Það sorglegasta við færslu eitt er að hún hefur fengið 9 like.

  (8)
 8. 8
  Viðar ENSKI skjoldal

  Það Truflar mig ekkert að menn seu að skrifa um þetta og eg fletti oftast bara framhja, en ber að hrósa þeim sem nenna þessu en fyrir mig persónulega myndi eg frekar vilja sjá meiri umfjollun um U23 ara liðið og hverjir eru að standa sig þar og banka a dyr aðalliðsins.. en eins og eg segi vel gert hja Daniel að nenna þessu og allt það en gerir nkl ekkert fyrir mig persónulega..

  (1)
 9. 9

  Þetta er alveg arfaslakur hálfleikur og ótrúlegt að atvinnumenn skuli vera að gera ítrekað grundvallarmistök sem eru frekar auðsjáanleg. Boltinn er ítrekað búinn að glatast á miðsvæðinu og á hættusvæðum sem orsakast af því að Wolves bíða í skotgröfunum og eru snöggir að hlaupa í tæklingar. til að láta þetta líta enn verra eru sendar aftur og aftur sendingar inn á miðsvæðið sem Wolves éta upp á augabragði.
  Bakverðirnir eru annað hvort of aftarlega og framarlega vængurinn er ítrekað að opnast. Framherjar eru ekki í neinni tengingu við leikinn og fá engu úr að moða. Þar að auki er jarðafararandleysi yfir liðinu.

  Þetta er langléglegasti hálfleikur sem ég hef séð undir stjórn Klopps. Kjúklingarnir eru stressaðir sem er skiljanlegt þar sem þeir eru ekki vanir stóra sviðinu en það var löngu orðið ljóst áður en markið kom að Wolves væri líklegt til að skora.

  Það eru þó bjartir punktar. Fabinho er búinn að vera fínn í miðverðinum og Mignolet er að gera hvað hann getur til að spila boltanum sem er augljóslega eftir fyrirmælum Klopp en vandinn er sá að það er verið að senda allt of mikið á hann og koma honum þannig í vandræði.

  (0)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Til að bæta við myndum í athugasemd smelltu þá hérna.