Van Dijk velur Liverpool!

Við erum aðeins seinir með þessa frétt sem slapp út síðdegis í dag, en allir miðlar birtu samtímis þá frétt að Virgil Van Dijk á að hafa tilkynnt Southampton og sínu fólki að hann vilji spila fyrir Liverpool og Jürgen Klopp á næstu leiktíð.

Þetta eru klárlega frábærar fréttir. Ekki aðeins af því að Van Dijk er frábær leikmaður heldur einnig af því að félagið virðist hafa sýnt mikinn metnað í að semja við hann. Um helgina bárust óstaðfestar fréttir af því að hann hefði valið Man City frekar þar sem þeir væru að bjóða laun upp á 180-200þ pund á viku á meðan okkar menn buðu „aðeins“ 120þ pund á viku. Sagan segir að Liverpool hafi einfaldlega brugðist við þessu með því að hækka sitt tilboð og jafna það sem City buðu og það, auk sannfæringarkrafts Jürgen Klopp, og eflaust góðrar umsagnar frá vini hans og landsliðsfélaga Gini Wijnaldum, hafi haft úrslitaáhrif á ákvörðun Van Dijk.

Það er langur vegur eftir enn, samt. Liverpool á eftir að ná samkomulagi um kaupverð og tegund afborgana við Southampton. Það hefur gengið vel síðustu þrjú ár og ætti því alveg að ganga í þetta sinn en á meðan þeir hafa ekki tekið tilboði er alltaf séns að þetta klikki, annað hvort að okkar menn gangi frá borðinu (ólíklegt) eða að lið eins og City komi með eitthvað stjörnuhátt tilboð sem Liverpool getur ekki jafnað (líklegra, en vonandi ólíklegt líka úr þessu).

Allavega, stórt skref stigið í dag til að landa leikmanni sem allir blaðamenn hafa kallað forgang #1 hjá Klopp í sumar. Við vonum að þetta klárist á næstu dögum án mikilla tafa. Hvað mig varðar, þá ítreka ég bara mína skoðun að ég er hæstánægður ef Klopp er að setja stóran hluta af buddunni í sumar í að styrkja varnarhryggsúluna. Þetta lið okkar skorar nóg mörk, og yfirvofandi innkoma Mohamed Salah minnkar ógnina þeim megin ekki. Miðjumann og vinstri bakvörð og þá er ég bara ansi nálægt því að vera dansandi, hérna. Varnarstyrkur vinnur dollur.


Að lokum: Hvíl í friði Cheick Tiote. Ganíski landsliðsmaðurinn Tiote, fyrrum leikmaður Newcastle Utd, hné niður á æfingu hjá kínverska félaginu Beijing Enterprises í dag og lést úr hjartaáfalli. Hann var aðeins þrítugur. Tiote var skemmtilegur leikmaður, hann kom eins og þruma inn í ensku deildina og var frábær í svona eitt og hálft ár hjá Newcastle áður en honum fataðist flugið og náði ferlinum aldrei á strik eftir það. En litríkur leikmaður var hann og verður alltaf í hávegum hafður hjá Newcastle-stuðningsmönnum fyrir eina markið sem hann skoraði fyrir Newcastle.

Sviplegt fráfall. YNWA

102 Comments

 1. sorglegt með Tiote..

  En já kaupum Virgil Van dijk, múhammed Salah , alvoru miðjumann og alvoru vinstri bakvörð þá er eg sáttur 🙂

 2. Maður hefur það í vana að fagna ekki of snemma því undanfarinn ár hafa leikmenn verið nánast komnir til liverpool en enda annarstaðar.
  Svo að ef við fáum Van Dijk og Salah þá er það helvíti góð byrjun en maður fagnar þeim þegar þetta er staðfest á heimasíðuklúbbsins.

  P.s Solanke (sem við vorum að stela af Chelsea) var að skora sigurmark fyrir England í dag 🙂

 3. Svo má ekki gleyma því að það eru líka að detta inn fréttir um að félagið ætli að reyna við lacazette…. það væri rosalegt!!

 4. Það er ótrúlega spennandi að sjá Liverpool vera að eltast við alvöru nöfn loksins og að berjast við City og chelsea um leikmenn.
  Ef við löndum Salah og Virgil Van Dijk þá er félagið loksins farið að sýna metnað að ný.
  En þetta er langt frá því að vera klárt þannig að vonandi klárast þetta í vikunni.

 5. Þetta eru ansi mögnuð tíðindi ef að þau reynast sönn og allt gengur eftir. Sem yfirlýsing þá er þetta með þeim stærstu í afar langan tíma ef LFC tekst að landa svona stórlaxi í samkeppni við ríkustu hákarlana í deildinni. Bæði fyrir Liverpool og líka fyrir Klopp. Sannkölluð stríðsyfirlýsing um metnað og sigurvilja!

  Fyrir það fyrsta þá tel ég van Dijk vera ansi nálægt heimsklassa ef hann er ekki kominn á þann stall nú þegar. Góðvinur minn er harður Saints-maður og því hef ég horft mjög mikið með honum á VVVD síðustu tvö árin og sjálfur er ég Celtic-maður og sá hann brillera þar líka. Þetta er algert topp topp eintak og þvílíkur Rolls Royce leikmaður. Les leikinn frábærlega, stýrir vörninni með yfirvegun, með sendingargetu Xabi Alonso og grjótharður í tæklingum. Ég skil í rauninni ekki af hverju Barcelona eru ekki mættir til að kaupa VVD. Mér finnst hann það öflugur að hann myndi labba auðveldlega inn í byrjunarliðið á Nou Camp.

  Svo finnst mér einnig magnað að við séum yfir höfuð tilbúnir til að leggja í svona rosalega fjárfestingu fyrir hafsent. Að það sé Liverpool sem sé að kaupa dýrasta varnarmann í heimi!?! Þetta er það óvænt að maður trúir því alls ekki fyrr en VVD heldur á nýju blóðrauðu treyjunni okkar og hallar sér að innviðum Melwood. Ótrúlegt! FSG verða ekki sakaðir um metnaðarleysi eða nísku ef að þetta gengur eftir.

  Það verður ofnot á F5-takkanum næstu daga til að fylgjast með hvort að þessi dýri draumur verði að veruleika og báðar hendur ónothæfar útaf krossuðum fingrum.

  YNWA

 6. Ákvað að betta 10 pundum á VVD til city, fór svo á fotbolti.net og um leið var komin frétt að hann væru nánast kominn til Liverpool. Hvern á ég að jinxa næst?

 7. Tiote er reyndar frá Fílabeinsströndinni, ekki að það skiptir miklu máli hræðilegt mál með hann.

  En að Virgil þá eru þetta geggjaðar fréttir og einmitt fréttir til að ýta vinnu vikunni vel af stað fyrir mann. Djöfull sem ég vona að þetta takist og hann verði geggjaður fyrir okkar lið.

 8. Sammála öllu að ofan, stórkostlegt ef tekst að landa Virgil og Salah + vinstri bak og auka miðjumanni. En ég myndi allavega vilja annan sóknarmann. Hreinræktaður stræker hlýtur að vera á innkaupalistanum ekki er hægt að treysta á að Firmino spili 60 leiki. Ég treysti ekki Sturridge og á von á að hann verði seldur til að fjármagna nýjan framherja. Ings og Origi eru fínir squad leikmenn en eru þeir nógu góðir? Ég myndi gjarnan vilja sjá Vardy í okkar liði. Hleypur og berst eins og ljón og getur skorað.

 9. Maður er eiginlega að farast úr spenningi hver niðurstaðan verði. Eins og er, þá er einn kominn, kannski nýr Sturridge, sem kom til okkar frá Chelsea eins og sá sem er í húsi, who knows.

 10. Viktor Fagerström? @ViktorFagerLFC 1m1 minute ago
  More
  #LFC are refusing to pay over the odds for #Salah, and are considering alternative players should a deal not materialise. (Echo)

 11. Viktor Fagerström? @ViktorFagerLFC 11m11 minutes ago
  More
  Southampton ask the Premier League to investigate an ‘illegal’ approach from #LFC for Virgil van Dijk

  Já það væri nú eitthvað ef þeir myndu ekki tíma að borga 5-10m meira fyrir salah og að þeir fái ekki að kaupa VVD útaf því þeir klúðruðu því á því að tala ólöglega við hann.

 12. Ég tek undir með mörgum hér að ofan og held í mér fagninu þar til viðkomandi leikmaður er myndaður í LFC búning haldandi á LFC fána með Klopp glottandi við hliðina. Fram að því eru allir þessi leikmenn á leið til Tottenham.

 13. Mjög skritið mal og líklegast eru soton bara svekktir að það varð ekki bidding war a milli city og chelsea. Borga og ganga fra NUNA!!

 14. Klopp segir að Liverpool hafi verið að leita að vængmanni síðasta janúar til að fylla skarð Mane og Coutinho sem var meiddur. Liverpool gat ekki unnið leik á þessum tímapunkti..en Klopp fann engan raunhæfan kost.
  Á sama tíma var Markovic að koma úr láni frá Portúgal og að fara til Hull á láni. Frekar einkennilegt að eyða 20 milljónum í ungan og efnilegan leikmann ári áður sem var kannski ekki að slá í gegn en heldur ekkert ömurlegur og geta bara á engan hátt notað manninn. Er strákurinn ekki annars vængmaður?

 15. Jæja það lítur út fyrir að Liverpool ætli að taka Liverpool á þetta og klúðra þessum Salah kaupum. Prútta prútta prútta

 16. Maður hefur nú lært það eftir að FSG fóru að semja um leikmannakaup fyrir Liverpool að það eru meiri líkur en minni að þeir klúðri því og treysta því engu fyrr en opinbera síðan er búin að staðfesta. Ætli þetta verði ekki 3 choice for the win ár. Nú þurfum við bara að sjá hvernig þeir klúðra VVD.

 17. Van Dæk er á yfirsprengdu verði og þar að auki meiddur. 60 millur og Salla á 35 plús þýðir tæplega 100 kúlur fyrir 2 tappa sem eru algjör spurningamerki….ekki gekk vel hjá Salla hjá Chelsea,en ég væri alveg til í Keita.

  Þetta er samt sem áður eitthvað seinlegt og vandræðaleg vinna á bak við tjöldin – eins og svo oft áður hjá FSG- inu.

 18. Aldrei að fagna fyrr en (staðfest) er komið.
  Greinilegt að eins og venjulega þá er alltaf fjör í kring um þetta hjá Liverpool en…. Ég vona og sýnist FSG vera að hysja upp um sig

 19. Það var verið að reka Claude Puel þjálfara Southampton núna rétt í þessu. Spurning hvaða áhrif þetta hefur á Liverpool og Virgil

 20. Já,ég er bara bærilegur,en kannski óþolinmóður að eðlisfari.

  Skal gera mitt besta í að vera jákvæðari í næsta innslagi,herr Tryggvi ?

 21. einhver komment á ólöglegar viðræður milli lfc og saints eða eru þeir bara að kvarta yfir twitterfærslum?

 22. Ég held hestunum mínum þar til ég sé staðfest og treyjumynd.

  En menn eru greinilega að reyna að vinna vinnuna sína. Vonandi dugar það.

  YNWA

 23. #21, hvar sérðu þetta með Puel, finn þetta ekki á bbc eða neinum miðli

 24. Van Dijk á £70m. Ég vona þessi upphæð hafi ekki of mikil áhrif á önnur sumar kaup Liverpool. Vona þetta klárist sem allra fyrst.

  Ég verð að segja að þessir sem eru sterklega orðaðir við klúbbinn eru að mínu mati mjög spennandi kostir. Væri svo til í að sjá Milner fá samkeppni í bakverðinum.

  En FSG hafa valdið mér vonbrigðum trekk í trekk. Sumar eftir sumar. Sé ekki hvað á að hafa breyst. Held í vonina.

 25. REDS IN TALKS FOR MARTINS

  SSNHQ understands that Liverpool are in talks with Sporting Lisbon over the signing of winger Gelson Martins.

  Jurgen Klopp is known to be exploring other options, with fears behind the scenes at Liverpool they’re being priced out of a move for Roma’s Mohamed Salah.

  Reports in Portugal suggest that Sporting are willing to do business for £50m – but we understand that Liverpool hope to get him for less, with the Portuguese club under more financial pressure to sell given their failure to qualify for the Champions League group stages.

 26. #27 Jess maður, gaur með 6 mörk og reyndar 9 assist í portugölsku deildini. Ég nenni ekki svona kaupum eina ferðina enn. Hvað er talað um að Roma vilji fyrir Salah? Miklu meira en 35mp?

 27. Þessi Martins er bara 22 ára og gætu verið góð kaup en þetta verð ? ekki séns.

 28. Já frekar skrítið að vilja ekki borga 40m fyrir Salah en ætla að fara eyða sama pening eða meiri í þenna gæja Martins. Talað um 50m fyrir Martins. Það er sagt að klásúlan sé um 48m

 29. Ég elska þegar það kemur eitthvað nafn sem menn þekkja ekki (Gelson Martins) og þá er þetta bara léleg kaup og vitleysa.
  Eigum við ekki bara að treysta Klopp? Mér finnst hann hafa unnið sér inn traust hjá okkur stuðningsmönnum og ef hann telur að Martins gæti hjálpað okkur þá bara frábært.

  Fyrir utan að við vitum ekkert hvað er að gerast bakvið tjöldinn nema það að Klopp er með ákvörðunarvald um hverjir koma inn og hverjir fara út. Það er allavega það sem var talað um að sé í hans samning.

 30. @35

  Af hverju nei takk?

  Er þetta ekki leikmaður sem mundi stórbæta vörn Liverpool? Er þetta ekki mögulega skotmark nr.1 hjá Klopp? Er þetta ekki bara verðmiðinn á leikmanninum. David Luiz fór á 50m síðasta sumar. Peningarnir eru bara meiri og meiri í ensku deildinni. Viltu frekar að Liverppol kaupi tvo miðverði fyrir sama pening + auka launapakka?

  Þetta er náttúrulega rugl peningur og allt það. En liðið þarf virkilega að bæta þessa stöðu og það eru ekki margir frambærilegir leikmenn “á lausu”. Þessi hefur verið orðaður við flest stóru liðin á Englandi. 50m eða 70m, skiptir ekki máli.

 31. Myndi alla daga að kaupa hann á 75m ef Liverpool vill borga það og það kemur ekki niður á öðrum kaupum.
  Skill ekki þessa nísku í mönnum.
  Ef Liverpool vill borga uppsett verð fyrir leikmann sem stórbætir liðið hlítur það að vera gott mál ekki satt?
  75m í dag er á við 30-40m fyrir nokkrum árum. Þessar upphæðir hækka og hækka ár frá ári.

 32. #36

  David Luiz kostaði reyndar 30m. Þó að verð á leikmönnum hafi hækkað töluvert er þetta fáránlegt verð.

 33. #38

  Takk, rétt skal vera rétt. Þetta var lélegt dæmi hjá mér. Og auðvitað er ég sammála með að þetta sé fáránlegt verð fyrir miðvörð. En, það breytir því ekki að ég vona kaupin gangi í gegn. Þó svo þetta endi í 75m. Ég stórefa þetta hafi mikil áhrif á leikmannakaup sumarsins. Gæti hjálpað til þegar aðrir leikmenn sjá Liverpool sé alvara undir stjórn Klopp. Liðið ættlar sér eitthvað… loksins!

 34. Bara gengisfall GBP miðað við EUR er c.a. 20% síðan 2016 og á alþjóðlegum leikmannamarkaði skiptir það máli. Bara það myndi gera 15m af þessum 75m. Í ofanálag er bullandi innstreymi peninga í fótboltann (t.d. frá Kína) sem veldur verðbólgu á markaðnum.

 35. Skiljanlegt að borga 75m ef þetta væri besti miðvörður heims sem myndi negla fyrir öll göt í vörninni. Hollendingurinn hinsvegar með einungis tvö tímabil undir beltinu í PL og mikið frá vegna meiðsla. Þá er hann ekki einu sinni fastamaður í landsliðinu sem er með hripleka vörn. Þeir myndu hafa okkur að fífli með að fá 50-75m.

 36. Viktor Fagerström? @ViktorFagerLFC 7m7 minutes ago
  More
  #LFC made a €20m [£17.3m] bid for Stefan de Vrij, but it was rejected by Lazio. (Sky Italia)

  Allt að verða crazy hjá innkaupadeildinni.

 37. Liverpool Football Club would like to put on record our regret over recent media speculation regarding Southampton Football Club and player transfers between the two clubs.

  We apologise to the owner, board of directors and fans of Southampton for any misunderstanding regarding Virgil van Dijk.

  We respect Southampton’s position and can confirm we have ended any interest in the player.

 38. Og Salah að renna út í sandinn líka….þetta verður langt sumar 🙁

 39. Líka spurning hvort þeir hafi gert eitthvað ólöglegt í nálgun við VVD og geri þetta svona í samvinnu við Southampton til að fá ekki ban eða annað.

  Finnst voðalega skrítið að koma með einhverja svona yfirlýsingu og biðjast afsökunar á fréttum og fleiru.

 40. Sælir félagar

  Það er ekkert nýtt aðLFC skíti í brækurnar þegar á að fara að kaupa leikmenn. Þetta hefur verið fastur liður á hverju sumri undanfarin ár og þetta sumar er síðasti séns fyrir eigendur til að sanna að þeir ætli með liðið upp á næsta stig. Ég hefi ekk tjáð mig um kaupin á Salah né VvD hefi enda reynslu undanfarins áratugar í þessum málum. Aumingjaskapur LFC í að landa alvöru nöfnum er enn einu sinni sannaður og maður kominn með æluna upp í kok.

  Það er nú þannig

  YNWA

 41. WD er þá úr söguni 🙁
  1. Liverpool orðað við WD
  2. WD er sagður hafa viljað fara til Liverpool
  3. Saints ekki sáttir og tala um að liverpool hafi nálagast leikmanninn ólöglega
  4. Liverpool biðst afsökunar og eru hættir að reyna að kaupa leikmanninn.

  jæja glugginn opnar ekki strax og fullt af frambærulegum leikmönum til og óþarfi að setja allar okkar vonir við einn leikman.
  Klopp finnur einhvera gimsteina þarna úti.

 42. #fsgout! Ég er kominn með upp í kok með þessa eigendur. Þeir eru svo langt frá því að vera hæfir til að stjórna né eiga Liverpool.

 43. Það er þá augljóst að Liverpool fór einhverjar skítaleiðir í þessu máli, meiru pappakassarnir!

 44. Algerlega ótengt því hvort að þetta væru réttu kaupin fyrir okkur eða ekki að þá er klúbburinn búinn að gera sig að algeru athlægi í fótboltaheiminum. Hvernig er hægt að taka þennan klúbb alvarlega eftir þetta fíaskó!! Ef ég væri með betri sjálfsstjórn að þá myndi ég ekki skoða fótboltafréttir aftur fyrr en í ágúst.

 45. Sælir félagar

  Réttmæt athugasemd Sölvi. Það er búið að sýna sig undanfarin ár að fréttir af því að LFC sé að kaupa markverða leikmenn eru bull – alltaf. Ef það virðist vera alvara á bak við þá klúðrar LFC því með einhverjum hálfvitahætti eins og byrjendur. Sjálfum sér og öðrum til skammar.

  Það er nú þannig

  YNWA

 46. Pirrandi… en glugginn er ekki einu sinni búinn að opna þannig að ég er mátulega stressaður fyrir sumrinu.

  Ég hef fulla trú á Klopp og er mjög vongóður. Fyrst að planið var nokkuð augljóslega að reyna við VVD þá sér maður að það er klár vilji til að setja pening í gæðaleikmenn.

  Þess fyrir utan þá var ég pínu stressaður með VVD að hann er rétt nýkominn úr meiðslum og að setja 60+ millur í leikmann sem er nýkominn úr langtíma meiðslum getur komið í bakið á manni.

  Ég ætla bara að bíða spenntur eftir (Staðfest) á einhverjum stjörnum í sumar og ekki gráta VVD eða Salah ef það fjarar út, þó að ég myndi tárast aðeins með Salah, er mjöög spenntur fyrir honum.

 47. Týpiskir Liverpool aðdáendur á twitter að segja að það hafi hvort sem er alltaf verið risky að kaupa hann meiddan og blabla á þennan pening: Besti miðvörður deildarinar, algjört naut og með ruglaðar sendingar. Að auki að detta í 26 ára aldurinn þannig hann ætti að eiga sín bestu ár eftir. Þvílikt klúður bara frá a-ö. Ég nenni ekki að fylgjast með þessu fíaskó lengur.

 48. Eigum við nokkuð að henda inn handklæðinu strax? Southampton greinilega argir og vilja ekki selja Van Dijk. Hvorki til Liverpool né annars liðs og því skrúfast m.a. umræðan um kaupverðið í fáránlegar hæðir. Southampton er einfaldlega að gera allt sem þeir geta til að stoppa að hann fari og fóru því þessa kæruleið. En það er ekki víst að kappinn sé mjög hress með þetta og ekki auðvelt að geirnegla menn sem vilja fara. Ég spái því að sá hollenski sé brjálaður og þegar hann leggur inn transfer request þegar glugginn opnar lætur Southampton undan og þá getur Klopp boðið honum í hveitibjór og þeir geta lagt saman á ráðin….

 49. Og hvað svo draga Southampton kvörtun sína til baka eða fer FA í málið og Liverpool verður sett í félagaskiptabann eða verður sektaðir, þetta allavega hljómar rosalega mikið eins og þeir séu að viðurkenna að hafa ekki farið rétt að hlutunum…

 50. Motherfucker!!! Má segja það hér? Alveg sama… Ég er sjóðandi brjálaður…..

 51. LFC þurfa vera með meiri pung en þetta , segja Soton að snarhaldakjafti og kaupa manninn hvað gengur eginlega af þeim leggjast alltaf eins og eitthverjar sultur við minnsta mótlæti.

 52. Sama skitan hjá þessum sem stjórna hjá þessu liði okkar. Mætti halda að þeir væra að byrja í þessum brasa.

 53. Þetta er í ANNAÐ sinn á stuttum tíma sem þeir eru að tala ólöglega við leikmenn seinast fekk LFC bann í sambandi við unglingastarfið og svo þetta helvítis bull hvar endar þetta ?

 54. Jæja, þá er bara að hætta að fantasera þennan nagla í vörninni okkar. Hefði verið geggjað að hafa hann við hliðina á Matip!

  Á móti kemur að hann var og er ALLTOF dýr! Ef við erum að fara að púnga út ca.70m fyrir einn leikmann þá vil ég bara Suarez til baka og ekkert annað.

  Getum keypt 2-3 mjög sterka leikmenn fyrir þessa upphæð.

  Ég vona að Soton sitji uppi með VVD óseldan í haust enda alltof dýr leikmaður.

  Hlakka til að sjá hvað Klopp dregur upp úr strigapokanum núna…

 55. Vááá, hvað er eiginlega hægt að segja.

  Algert klúður og svo aulalegt að þetta mun sennilega gera það enn erfiðara að landa öðrum skotmörkum sumarsins. Þeir kappar fylgjast með þessum algera aulahætti og hljóta að staldra við og hugsa hvort það sé ekki bara best að forðast þennan cirkus.

  Þvílík vonbrigði, VVD hefði verið þvílikt statement og gefið öðrum skotmörkum trú á að við ætluðum að standa í lappirnar.

  Ætla nú ekki að detta alveg í vælið en þetta er eiginlega to much.

 56. Púra damage management hér á ferðinni.

  Liverpool fór vitlaust að dílnum og reynir að stöðva atburðarrás sem gæti farið úr böndunum. Samkvæmt reglum FIFA er óheimilt að ræða við samningsbundinn leikmann án samþykkis félagsins sem á samninginn við leikmanninn. Liverpool hefði fyrst að ræða við Southampton en síðan við leikmanninn og umboðsmann hans. Punktur!

  Þannig eru reglurnar og worst case scenario er að Liverpool fái sekt og jafnvel eitthvað miklu verra. Félagið er því að forða meira skaða fyrir minni eins og blasir við með því að biðjast afsökunar opinberlega.

  Virkilega ófaglegt og neyðarlegt í alla staði finnst manni.

  Hitt er svo annað mál að engin með fullu viti greiðir 60-70m fyrir þennan ágæta leikmann. Það væri vægast sagtr ó-Kloppslegt hljóta allir að sjá. Svona eins að sjá Sollu í Gló í kjötborðinu í Nóatúni að kaupa kjötfars á tilboði. Klopp hefur aldrei eytt neinu nálægt þessu í venjulegan leikmann og það hefði ekki heldur gerst með VvD að mínum dómi.

  Ég er að minnsta kosti ekki að missa svefn yfir þessu klúðri þó að pirrandi sé. Miklu meira vit væri í leikmönnum eins og Jonathan Tah, Antonio Rüdiger eða jafnvel Benedikt Hövedes. Þá er hinn gjótharði Baski Aymeric Laporte ekki slæmur kostur í vörnina. Just saying.

 57. Verður spennandi að fylgjast með hvernig VVD muni bregðast við þessari þróun sem leikmanni hjá Soton. Bara verst að hann er nánast með lífstíðarsamning hjá þeim.

  Annars finnst mér finnst þessi hugsanlegu kaup miklu heilbrigðari…
  https://www.thisisanfield.com/2017/06/liverpool-see-bid-stefan-de-vrij-rejected-lazio-reports/

  Nautsterkur í loftinu, frábærar sendingar og les leikinn mjög vel en auðvitað er hann búinn að fara í hnéaðgerð, hver er ekki búinn að fara í eina slíka núorðið?

 58. Alveg ljóst að þetta er klúður hjá Liverpool og veruleg vonbrigði, virkilega veruleg!

  Veit alveg upp á hár að við vorum EKKI að fara að borga 60-70 miljónir punda fyrir leikmanninn en hvort hann fari fram á sölu er langsótt þar sem hann á 5 ár eftir af nýjum samning sínum. Kannski er þetta flétta í stærri skák en efa það að Kloppinn sé kátur á Dalvík núna.

  Næsta mál …fáum þennan gutta í staðinn, bara 17 ára og bestur Ajax manna í úrslum EUFA um daginn..https://nl.wikipedia.org/wiki/Matthijs_de_Ligt
  YNWA

 59. 60-70 milljónir pund fyrir varnarmann er bull upphæð. Þetta er öflugur leikmaður en hann er aldrei nálægt því virði sem um er rætt.

  Það er ekki alveg sama ástand á leikmannanarkaðnum og á íslenska húsnæðismarkaðnum. Það er ágætis framboð á góðum varnarmönnum í heiminum.

 60. Jæja, vonandi verður þetta sjálfsmark í glugganum ekki til þess að Liverpool tapi leiknum.

 61. Jájá dýr og allt það en það verður “gaman” að sjá hann halda á City treyjuni þegar glugginn opnar.

 62. jédúddamía..

  allir að flippa hérna yfir að við keyptum ekki meidann varnarmann á 75m punda. já sæll.
  nei takk.. vera sáttur ef við kaupum einhvern fáránlega góðann sóknarmann á þessu verði en varnarmann frá southhampton,, drepið mig ekki úr hlátri.

 63. Er þetta ekki soldil hræsni hjá FSG að segja að Salah sé of dýr(30-40m) og vilja svo eitthvað svipað fyrir Sakho?
  En það er aþgetur verið alveg jafn erfitt að halda með þessu liði á sumrin sem og veturnar með svona klaufabárða og nískupúka um borð :/

 64. er þetta ekki bara “smokescreen” hjá LFC. Þeir ætla sér svo annan leikmann. Ég trúi ekki að Klopp skelli sér bara á skíði til Dalvíkur og setji öll kaup bara á “auto play” Ég trúi því að við fáum einhvern annan varnarmann ódýrari , og svo ódýrari menn en Salah.

 65. Höddi b #87
  Ódýrari menn segirðu, er það sem menn vilja, núna loksins þegar alvöru kaup og alvöru upphæðir eru í spilunum og liðið að berjast um sömu menn og city og chelsea og hafa betur en klúðra málunum.
  Ég tek fram að ég hef fulla trú á Klopp en þessi vandráðagangur er ótrúlega niðurlægjandi fyrir klúbbinb og gæti orðið til þess að Liverpool fengju sekt og þess vegna settir í leikmannakaupsbann.

  Vonandi fer þetta vel og við fáum alvöru leikmenn til liðsins sem fyrst.

 66. Jæja Kop drengir.
  Mesti skandall seinni ára hjá Liverpool og þið ennþá með fréttina “Van Djik velur Liverpool”

  Step it up 🙂

 67. Ok Van Dike hefur sagt óbeint við fjölmiðla að hann vilji fara til LFC. Southampton vill fá sem mest fyrir leikmanninn og spilar hard ball til að skrúfa verðið upp í rugl hæðir. Vandamálið fyrir þá er samt sem áður að Van Dike vill fara til LFC. Spurningin núna er hvernig bregst Van Dike við þessu?? Transfer request?

 68. Þögnin frá Kop mönnum er ærandi. Vona að það komi podcast í kvöld 🙂

 69. Ein spurning, hvað mynduð þið segja ef þið hittuð Klopp á Dalvík eða Akureyri eða hvar sem hann nú er?

  Eina sem ég myndi gera og það væri að fá mynd af okkur saman, myndi engan vegin treysta mér í að hrauna yfir hann fyrir þessi litlu mistök hans.

  Það gera allir stjórar mistök á leikmannamarkaðinum. Verum rólegir og tökum gríninu frá MAN UTD mönnum og höldum áfram uppbyggingunni á liðinu, hún er búin að vera jákvæð frá því að Klopp tók við.

 70. Er ekki bara málið að halda í sér. Og sjá hvað gerist.

  Eitt er þó á hreinu ef liverpool á í eitthverri hættu á félagskaupabanni útaf þessu þá verð ég fyrst brjálaður því það væri algjört klúður. Og þá fyrst þurfa menn að svara fyrir sig.

  En fékk ekki fylkir sekt um árið eftir að hafa talað við íbv leikmann 🙂
  Ég reyndar held að flest skipti gerist með þessum hætti að menn séu tékkaðir áður en farið er í eitthvað en afhverju þetta er að leka út hjá lfc ? Var dijk of spenntur og saints hafi lesið þetta út frá hans hegðun?

  Þetta slúður fer í endalausa hringi þrátt fyrir þessa yfirlýsingu lfc í kvöld þá efast ég um að menn hafi bara kastað úr spilunum og sýnt þau og gengið út af félagaskipta glugganum sjáum til hver hlær síðast í þessu öllu.

 71. Ha ha ha ha ha þessir FSG jólasveinar eru svo gjörsamnlega vanhæfir í öllu sem við kemur leikmannakaupum að kemur manni ekki einu sinni á óvart að þeir séu búnir að klúðra 2 af first choice kaupunum á fyrstu 2 vikum silly season. Þessir dúddar eru svo hrikalega glataðir í þessu að það hálfa væri nóg. Ég veit ekki með ykkur en ég er farin að sakna Damien Comoli hann má allavegana eiga það að hann kláraði sín kaup þokkalega hratt og vel eftir að hann fór hefur þetta verið eins og að fylgjast handalausum og fótalausum manni að reyna að klifra upp stiga eða nei það er móðgun við handalausa mannin. Ég held að FSG gætu ekki keypt first choice leikmann þó við værum enir að keppast um hann á free transfer og leikmaður til í að spila launalaust. Þvílíkir apaheilar sem eiga að sjá um þessi leikmannamál okkar. Nýji Ayre hefði kannski átt að klappa sér aðeins betur á bakið fyrir það að vera klár og klókur bissness maður brandari.

 72. Strákar og stelpur!!

  Anda inn anda út … anda inn anda út …

  Það eru mjög góðar líkur á að þetta sé gameplay. Verðmiðinn 50m sem maður var farinn að venjast varð allt í einu 75m!!!

  Ef Man City eða Arsenal koma núna og ná honum fyrir 55m, þá eigum við að froðufella!

  #88 er nkl það sem ég held að sé í gangi.

  BTW. Ekki sýna Klopp þá óvirðingu að halda því fram að LFC klúðri öllum transferum. Þetta er hans annar sumar gluggi og Guð hjálpi ykkur ef ykkur finnst sá fyrsti hafa misheppnast!

  Make no mistake about it, Klopp er in charge I transferum. Ekki FSG, ekki transfer committee, heldur Klopp!!!!

 73. #99 Þetta er alveg pottþétt ekki gameplay það myndi engum klúbbi í veröldinni detta það í hug að fremja orðspors sjálfsmorð með svona yfirlýsingu nema þeir vissu upp á sig sökina komin með skítinn upp á hnakka. Ef þetta er gameplay er þetta heimskulegasta gameplay sem hefur nokkurntíman verið gert.

 74. Sumarkaupin verða þá Andrew Robertson, Calum Chanbers, Fabian Delph og Nathan Redmond eða í þeim anda.

Tilboði í Salah hafnað

Enn ein skitan!