Tilboði í Salah hafnað

Uppfært: Í kvöld eru allir áreiðanlegu Liverpool tengdu miðlarnir að greina frá því að Liverpool muni að öllum líkindum snúa aftur til Roma með tilboð upp á rúmlega 35 milljónir punda í Salah og er mjög líklegt að því yrði tekið.

Það virðist því margt benda til að Mohamed Salah gæti orðið leikmaður Liverpool á næstu dögum og líklega hrint þar af leiðandi Andy Carroll af stalli sem dýrustu kaup félagsins – en ekki í langan tíma ef marka má sömu fréttir því Liverpool mun reyna að klára kaup á leikmönnum sem gætu reynst dýrari en Salah.

Frábært ef satt reynist og vonandi verður Salah orðinn leikmaður Liverpool á þessum tíma í næstu viku.

Boltinn er byrjaður að rúlla hjá okkar mönnum á leikmannamarkaðnum í sumar en í síðstu viku staðfesti Liverpool kaup sín á Dominick Solanke frá Chelsea og nú hafa allir helstu miðlar sem hafa einhver tengsl við Liverpool greint frá því að félagið hafi lagt fram 28 milljóna punda tilboð í Mohamed Salah, kantmann Roma, en því hafi verið hafnað.

Um er að ræða fyrsta alvöru boð Liverpool í leikmanninn og er sagt að Roma vilji fá einhvers staðar í kringum 35-40 milljónir punda fyrir leikmanninn. Bilið er því alls ekki mikið og er greint frá því að félögin eru enn í viðræðum og nokkuð líklegt þykir að liðin muni ná samkomulagi fyrr en varir.

Seinni part dags var svo greint frá því að Liverpool hafi náð samkomulagi um launapakka Salah sem mun þá líklega hátt í tvöfalda laun sín hjá Roma sem eru þó ekki sérlega há. Jurgen Klopp hafi sömuleiðis fengið tækifæri á að ræða við Salah og á að hafa sannfært hann um hve mikilvægur hlekkur hann yrði fyrir liðið ef hann kæmi.

Þetta eru vægast sagt spennandi fréttir og vonandi gengur þetta upp og hann verður fyrstu stóru kaup félagsins í sumar. Þetta er virkilega spennandi og góður leikmaður sem að mínu mati gæti hentað fullkomlega inn í þennan hóp.

Árið 2014 var hann næstum genginn í raðir Liverpool á miðju tímabili en frekar slök vinnubrögð Liverpool í kringum kaupin gáfu Chelsea tækifæri á að troða sér framfyrir Liverpool með betra tilboð og fengu hann frá Basel. Hann náði ekki að festa sig í sessi hjá Chelsea og var lánaður til Fiorentina þar sem hann gerði gott mót og var svo lánaður til Roma leiktíðina eftir og í kjölfarið keyptur þangað.

Þessi 24 ára gamli egypski kantmaður skoraði nítján mörk fyrir Roma á síðustu leiktíð og lagði upp fimmtán í 41 leik. Hann er örvfættur og spilar mest úti á hægri vængnum. Hann býr yfir flottri tækni, auga fyrir marki og er mjög duglegur við að komast í hlaup bakvið varnir og að mæta fyrstur í fráköst inni í teig. Ég er svo ekki frá því að hann sé alveg örugglega aðeins hraðari en Mane og ekki er hann nú hægur!

Mane og Salah á sitthvorum kantinum á næstu leiktíð? Já, takk! Elsku Liverpool, please klárið þessi kaup!

70 Comments

 1. Þetta verður engin útSalah.
  Roma kreista þetta upp en sættir nást.
  Salah er held ég leikmaður sem gæti hentað, ekki alveg stórstjarna en til í að leggja sig fram þess þá heldur.
  Kúturinn inn á miðjuna og aldrei aftur út á hægri. Sweet.
  YNWA

 2. Ég held að þetta séu alveg frábær kaup. Það er hægt að nota hann vinstra og hægra megin á miðjunni og svo aftan við framherja. Mjög skapandi fljótur og hefur einhverja reynslu af enska boltanum og á frábærum aldri. Sá einhverstaðar verðið sem er verið að ræða um sé 32milj. sem er vel ásættanlegt. Svo mega koma fréttir um að Douglas Costa sé á leiðinni þá verð ég extra glaður. 😀

 3. Hversu spennandi er að hugsa um hann á hægri kantinum með baneitraðan vinstri fót og Mane á vinstri kantinum.
  Coutinho á miðjunni að mata þá með sinni snilld.

 4. Flott kaup. Knattækni og klokindi er hans styrkur. Hann er líka fljótur en samt ekki nálægt eins fljótur og Mane

 5. Ég vona bara að Liverpool fari ekki í þetta fáránlega prútt rugl sitt endalaust þangað til einhver kemur inn og stingur undan okkur á sólarhring.

 6. Ef af þessum kaupum verður þá er Salah frábær viðbót við hópinn. Það eina sem er í raun neikvætt er að hann er væntanlega alltaf fjarverandi ásamt Mané þegar Afrikukeppnin fer fram.
  TAW piltar með ágætis pistil um Salah.

  https://www.theanfieldwrap.com/2017/06/moha
  med-salah-liverpool-story-far-reds-chase-roma-star/

 7. Eins gífurlega spenntur of ég er fyrir þessum kaupum, þá velti ég því fyrir mér hvernig Klopp ætlar að spila þeim Mané saman. Mané sem var okkar besti leikmaður í vetur, spilaði alla leiktíðina á hægri kantinum, og Salah hefur spilað sömu stöðu síðustu ár (með nokkrum undantekningum). Er Salah hugsaður fyrir aftan sóknarmann, og þá hvaða sóknarmann? Eða á vinstri kanti, þaðan sem engin stoðsending kom í vetur?

 8. Maður spyr sig hvort þetta sé undirbúningur fyrir brottför Coutinho?

 9. Var Mane ekki bara á hægri kantinum því að kúturinn var á vinstri með sinn baneitraða hægri fót.

  Ef Coutinho fer á miðjuna þá gæti Mane orðið hættulegri á vinstri.

 10. Ég vill hann ekki hann er ekki góður að klára sóknirnar ég sá það gegn real ég vill frekkar lifa í draumi um að james frá real madrid komi frékkar.

 11. Mér finnst þetta vera of hátt verð, við erum að tala um 30+ m punda fyrir leikmann sem á alveg eftir að sanna sig í enska boltanum. Síðasta dvöl hans hjá Chelsea vekur ekki bjartsýni hjá manni um að Salah verði púslið sem kemur okkur í baráttu um toppsætið.

  Hvar var Liverpool í ágúst 2016 þegar Roma keypti Salah á 11-12 milljónir punda? já það eru 10 mánuðir síðan þeir keyptu hann á 3 sinnum lægra verði en Liverpool ætlar að borga fyrir hann núna.

  Er nema von að maður spyrji sig hvort hjá Liverpool sé starfandi njósnateymi. Hvernig er staðan á njósnateyminu, eru þeir á launum við að finna leikmenn eða bíða þeir bara þar til leikmaður slær í gegn hjá Southampton. Er leikmannaráð Liverpool líka vandmálið?

  Hvað voru menn að gera í sept 2014 þega Southampton keypti Mane á 12 m punda, jú að bíða eftir því að geta keypt hann 2 árum síðar á 34 m punda. Svo er Van Dijk sem uppeldisfélag okkar keypti á 13 m. punda í sept 2015 og 2 árum síðar erum við mættir með tékka upp á 50 m punda.

  Fyrir félag sem getur ekki keppt við manu,mancity, Chelskí á markaðnum, skiptir sköpum að finna leikmenn áður en þeir slá í gegn hjá Southampton. Vonandi dettur liðið niður á einn slíkan leikmann í sumar það er löngu kominn tími á það að njósnateymi liðsins skili einum gullmola.

 12. Var ekki verið að fá leikmann frá Chelsea sem er ungur og efnilegur en ég sá fólk líka drulla yfir það.
  Suma er bara ekki hægt að gleðja.

 13. Hvernig átti Salah að sanna sig undir stjórn rutubilstjoranum honum móraínó fúla? Þessi gaurur mun springa ut hja okkur, þegar eg hugsa um Salah og Mané a sott hvorum kantinum og Coutinho að fóðra þá… það er alveg hægt að hugsa fallegt um það!

 14. #12 Oddi, vera kann að Salah hafi ekki klárað vel sóknir gegn Real, en tölfræðin hjá honum í vetur er 31 leikur í deildinni og 15 mörk og tímabilið á undan skoraði hann 14 mörk í 34 deildarleikjum. Þetta er tölfræði sem hvaða striker sem er væri sáttur við, hvað þá kantmaður eins og Salah.

  Sjálfur var ég ekkert að missa mig yfir fyrstu fréttum um áhuga Liverpool minnugur að hann hafði “floppað” hjá Chelski en auðvitað er ekki rétt að láta það trufla sig of mikið.

  Kappar eins og Kevin de Bruyne og Lukaku slógu ekki heldur í gegn hjá Chelski. Líka rétt að muna að Salah var bara 22 ára þegar hann kemur til Chelski og eins og við vitum þá er hópurinn þar fáranlega stór (sem dæmi þá var Chelski með 27 leikmenn í láni víða um Evrópu s.l. leiktíð) og ekki auðvelt að komast í liðið.

  Ég er viss um að Klopp hefur vitað og þekkt til Salah þegar hann var að spila með Basel 2012 – 2014 og þetta er ekki nýtilkominn áhugi. Hefur örugglega verið í Exelskjalinu hjá Klopp s.l. 6-8 ár.

  Treysti Klopp fullkomlega til að meta hvaða leikmenn hann telur vanta og hvaða menn hann vill kaupa.

 15. Sælir félagar

  Salah er örugglega ghóða viðbót við liðið og 30 – 33 millur er eðlilegt verð fyrir leikmann sem hefur sannað sig í Evrópuboltanum þó hann hafi ekki náð árangri hjá Chelsea. Það lið hefur eyðilegt fleiri leikmenn en þeir hafa búið til. Má nefna Glen Johnson í því sambandi sem var einn af efnilegri leikmönnum Englands hjá WH en Móri fór langt með að eyðileggja hann.

  Markaðurinn er orðinn svo geggjaður að það er vonlaust að fá gæðaleikmann sem hefur skilað einhverju fyrir minna en 30 mill. Hvernig hann stóð sig á móti RM er ekki mælikvarði. Það lið og leikmenn þess hafa jarðað sterkari leikmenn en Salah.

  Enn og aftur bið ég menn um að vera ekki að drulla yfir allt og alla sem LFC er að fást við á leikmannamarkaðnum. Sjáum niðurstöðurnar og rökræðum svo hvernig hefur til tekist áður en við förum á límingunum.

  Það er nú þannig

  YNWA

 16. Ekki nógu góður að klára sóknirnar haha skorar í öðrum hverjum leik sirka og búin að gera það 2 tímabil í röð

 17. Ég er tfir mig spenntur yfir að ná í Salah! Svipuð tilfinning og ég hafði fyrir Mané í fyrra. Ég var mjög svekktur yfir því þegar Liverpool missti af honum á sínum tíma og tölfræði hans á Ítalíu sýnir hvað í hann er spunnið.
  Menn tala um áhyggjur yfir því að honum gekk ekki vel hjá Chelsea á sínum tíma en á móti kemur að það er erfitt að finna tvo leikstíla sem er meiri munur á en þeim hjá Móra og Klopp. Ég er handviss um að ef Liverpool kaupir Salah á 30-35 millur þá mun okkur finnast það gjöf en ekki gjald eftir næsta tímabil!

 18. Gaurinn er með 19 mörk og 15 assist fyrir næst besta liðið á Ítalíu. Bjóða bara 35m í hann og þá kemur hann. Við viljum fá 30m fyrir Sakho og settum 30m á Benteke þá er Salah alveg 35m punda virði. Koma svo LFC klára þetta og ekki vera að reyna að prútta um einhverja tíkalla!

 19. Spennan magnast varðandi kaup sumarsins. Klopparinn mun sýna okkur eithvað verulega spennandi, öndum rólega. Eftir allt, þá er leikmannamarkaðurinn orðin ein geggjun, við þurfum solid gæja, ekki tyggjó!

 20. Þsð besta við þessi kaup ef af verður er að væntanlega þýðir þetta endalok daga Coutinho sem kantmanns. Inn á miðjuna með þann gimstein og þetta er skref þangað.

 21. Ég horfði á einhverja leiki þar sem hann fékk tækifæri með Chelsea og mér fannst hann ekki fá það kredit sem hann átti skilið fyrir sínar framistöður. Mourinho gagnrýndi hann opinberlega og sú gagnrýni var meira til þess fallin að brjóta hann niður en byggja hann upp og mér fannst sú gagnrýni ekki sanngjörn miðað við þá hæfileika sem hann sýndi inn á vellinum þegar að hann fékk tækifæri. Maður fékk það á tilfinninguna að Mourinho hafi aðallega keypt hann svo hann færi ekki til Liverpool!

 22. Það eru nátturlega allir góðir á youtube en…
  https://www.youtube.com/watch?v=Fe4S-YiO-EE
  Mér líst þokkalega vel á hann, Hann og Mané á köntunum hljómar mjög vel.
  Salah virðist líka oft miðað við mörg mörkin hans vera svona réttur maður á réttum stað mörk sem oft sárvantar finnst mér í Liverpool liðið.
  Vonandi klárar þeir þessi kaup bara fljótt, verðið á honum svolítið hátt en það virðist bara vera þannig í dag. Allir leikmenn á háu verði.

 23. Ég er samt með eina vangaveltu hérna. Ef að Liverpool kaupir Salah á segjum 33 mills núna í sumar er það ekki ákveðin áfellisdómur yfir því hvernig Liverpool undir FSG hafa hagað sér á leikmannamarkaðinum. Þegar við vorum í viðræðum við Basel um kaupin á honum vorum við búnir að vera að reyna að prútta við þá í 2 mánuði og hann sjálfur mjög spenntur að koma til okkar. Svo koma Chel$ki borga uppsett verð og klára þetta á 24 tímum og við sitjum eftir með sárt ennið. Ég skil hann vel að hafa farið til Chel$ki enda búin að bíða eftir okkur í 2 mánuði og við ekki að koma með alvöru tilboð. Er nokkuð viss um að hann væri en hjá okkur hefði hann komið enda hefði hann fengið miklu fleiri tækifæri hjá okkur. Það versta við þetta allt saman er að Chel$ki borgaði hvað 12 mills fyrir hann um hvað vorum við eigilega að prútta. Skrifast þetta ekki bara sem 20mills í tap ef við svo kaupum hann á 32 mills?

 24. Ég er alveg spenntur fyrir Salah en það er kannski rétt að taka það fram að ítalska deildin er ekki svipur hjá sjón. Hún er kannski ekki komin á hollenskt level en menn ættu að taka tölfræði þaðan með fyrirvara.

 25. auðvitað væri best að ljúka öllum dílum strax eins og maður vill að þeir fari en þvi miður hafa FSG stundum verið full hægir. Eg vil Salah og mer er alveg sama þótt hann kosti þetta nuna. Það er ekki eins og þetta seu mínus 88 mill. díll sbr Pogba.

 26. Þetta líst mér hrikalega vel á. Nautsterkur Pólverji á lítinn pening, það er Klopp sin veg, hele vegen.

  Ef þessi gaur væri enskur og að spila með Soton og hefði skilað svipuðu tímabili af sér að þá myndi hann kosta minnst 25 mill.

  Lukasz Teodorczyk.
  https://www.youtube.com/watch?v=unNVAr7lntE

  Ég er mjög ánægður með hvað Klopp virðist horfa í leikmenn sem eru hærri en 160cm. Liðið okkar hefur nefnilega verið dálítið lágvaxið, undanfarin ár, það horfir til betri vegar.

 27. Segjum sem svo að Van Dijk fari til City, auðvitað eltir hann launin giska ég á. Er samt ekki málið að við þurfum Keita meira? Binda meira svæðið milli varnar og miðju? Þetta er ekki biturt comment að við séum mögulega af missa af Van Dijk! En ég meina 60mp fyrir varnarmann er alveg slatti. Góðar fréttir að við eigum víst að fara hitta umboðsmann Lacazette í vikunni 🙂

 28. Talandi um góða tölfræði hjá Roma, afhverju kaupir Liverpool ekki Edin Dzeko sem skorari 39 mörk fyrir Roma á tímabilinu sem var að klárast. Eða Balotelli sem skoraði 17 mörk í frönsku 1. deildinni (kaldhæðni).

  Eitt er öruggt að þeir leikmenn sem Liverpool kaupir í sumar munu kosta 3-5 sinnu meira en þeir kostuðu fyrir 1-2 árum síðan. Flott vinna hjá njósnateymi LFC.

 29. Ég held að Dzeko gætu vel verið stórgóð kaup ef hann væri aðeins yngri (ekki kaldhæðni). Málið með Salah er að fyrir nokkrum árum þegar við misstum af honum þá var hann ekki búinn að spila í neinni af stærri deildunum og var því upp að vissu marki óþekkt stærð (þó að ég hafi verið og sé enn svekktur yfir að hafa klúðrað því máli). Núna er þetta hvað 24 ára leiknaður með gott record sem ætti að passa vel inn í liðið og þrátt fyrir að Liverpool geri ekki jafngóðan díl og stóð til boða fyrir nokkrum árum þá held ég samt að 35 millur fyrir þennan leikmann á markaðinum í dag sé mjög góður díll.

 30. Hafa þeir sem eru í góðu sambandi í Liverpool heyrt þá gróusögu að það hafi verið búið að ganga frá öllu varðandi VVD og hann vildi koma enn svo hefði komið skipun frá USA um að breyta launapakkanum í árangurstengdar greiðslu og spiltíma?

 31. haukur Ef hann kémur þá vona ég að hann troði sokk upp í mig en ég treisti klopp að velja rétt því öll kaupin hans hingað til hefur verið góð nema klavan

 32. Hefur ekkert komið um að Tottemham séu að spá í honum, eins og öllum leikmönnum sem Liverpool ætla að kaupa

 33. Hann er að auka breiddina með því að fá stráka úr Pepsídeildini.

 34. Ef þetta er satt, þá eru þetta fagnaðarfréttir. Þetta er leikmaður sem svipar til Mane og Coutinho. Hann er snöggur sem elding og teknískur og miklu meiri vængmaður heldur en Coutinho og gefur það tækifæri að setja Coutnho inn á miðjuna.

  Ég gæti td séð okkar sterkasta byrjunarlið fyrir mér einhvenveginn svona ef hann bættist í hóp Liverpoolmanna.

  Salah – Firmino- Mane –
  Coutinho – Henderson -Lallana
  Milner – Lovren -Matip- Clyne

  Það má vissulega deila um hvernig byrjunarliðsuppstillingin á að vera en ég fullyrði að þessi leikmaður kemur til með að styrkja liðið, meira heldur an að auka endilega bara breiddina. Hann gæti verið svipuð innspýting fyrir liðið og Mane í fyrra.

 35. leikmönnum sem gætu verið dýrari en Salah? VVD, Keita… gæti jafnvel verið að liðið sé á eftir leikmönnum sem hafa ekki verið mikið orðaðir við klúbbinn?

 36. Það virðist vera að margir séu spenntir fyrir kaupum á leikmönnum í sumar, en ég er ekki einn af þeim. Ég er spenntur fyrir komandi tímabil vegna þess að ungir leikmenn munu koma upp úr uppeldinu. Ég spyr mig oft: Til hvers að hafa akademíu ef enginn er árangurinn? Ég hef fyllst með leikjum unglingana og er gríðalega spenntur fyrir nokkrum leikmönnum en ef þeir fá engin tækifæri þá gefast þeir upp á baslinu. Ég held að um 10 leikmenn bíði hendan við hornið eftir tækifæri sem mun koma, því Klopp hefur á sínum stjóraferli alltaf gefið ungum leikmönnum tækifæri. Til hvers að kaupa miðvörð á 60 millur þegar tveir ungir leikmenn bíða handan við hornið eftir tækifæri til að sanna sig í deild þeirra bestu. Stemmingin á Anfeld virðist vera að dvína og hún mun koma ef við gefur uppeldinu tækifæri.

 37. Gaman ad segja fra ad ungi D. Solanke var ad skora fyrir enska U-20 landslidid.

 38. Ein vangavelta er Liverpool alltaf alveg brjálæðislega lengi að ganga frá öllum kaupum? Mér finnst alltaf þegar að Liverpool fer að eltast við einhvern leikmann þá virðist það vera komið í fjölmiðla áður en fyrst boð er er gert af klúbbnum. Þetta hjakkast svo í fjölmiðlum í einhverjar 2-6 vikur og endar oftar en ekki að einhver annar kaupir leikmannin og oftast kemur það eins og þruma úr heiðskýru lofti. Þ.e. maður heyrir yfirleitt ekki af áhuga liðsins sem kemur og stingur undan okkur fyrr en svona sólarhring áður en það er búið að ganga frá öllu. Ég velti fyrir mér hvað það er sem að veldur þessu . Er Liverpool bara svona rosalega svifaseint í allri ákvarðanatöku og getulausir i samningarviðræðum eða snýst þetta um einhvern leka innanbúðar hjá Liverpool sem að veldur því að það fer allt í fjölmiðla strax en að önnur lið ná að halda spilunum nær sér og eru ekki að kljást við svona leka? Ég veit ekki hvað það er sem gerir öll high caliber leikmanna kaup hjá Liverpool svona svakalega erfið en mikið væri það hressandi ef maður myndi svona einu sinni heyra af einhverjum high caliber leikmanni sem Liverpool hefði áhuga á og svo væri hann bara tilkynntur sem leikmaður daginn eftir. Því með track record Liverpool á leikmannamarkaðinum undanfarin ár þá er það bara þannig að maður þorir ekki einu sinni að leyfa sér að vona að einhver leikmaður komi fyrr en það er búið að tilkynna hann til leiks á opinberu heimasíðunni þangað til bíður maður alltaf eftir því að einhver komi inn og stingi undan okkur.

 39. #47 Fylgistu ekki bara með því betur hvað er að gerast útaf þú heldur með Liverpool?

 40. #48 Jú það getur svo sem vel verið. En það er nú samt þannig að þegar einhver leikmaður er orðaður við Liverpool eða við greinilega í einhverjum viðræðum um viðkomandi þá er nú minnst á önnur lið í þessum sömu fréttum sem maður er að lesa. En mér finnst oftar en ekki þegar við höfum misst af leikmönnum á lokametrunum eins og að önnur lið hafi ekkert verið í þessum fréttum fyrr en bara rétt áður en þeir ganga frá kaupum.

 41. Það er búið að loka veðmálabankanum um að það megji veðja á að Virgil van Dijk kemur til Liverpool.

  Það gefur til kynna að einhvern veit eitthvað.

 42. Liverpool er alls ekki eina liðið sem getur verið lengi að ganga frá kaupum. Bara í þessum glugga er hægt að nefna:

  De Gea til Real
  Griezmann til United
  Van Dijk til Chelsea/City
  Lacazette til Atletico/Arsenal
  Sessegnon til Spurs
  o.s.fr.

 43. Margir miðlar að koma með að Van Dijk hafi valið okkur! Þvílíkar hreðjar í Klopp að vinna bæði City og Chelsea í baráttunni um hann. Djöfull hvað það skiptir máli að hafa alvöru stjóra!

 44. Verum róleg 🙂 en las að veðbanki eitthver er ekki nógu vel inn í þeim heimi en sá hefur stoppað að hægt sé að veðja á að dijk til liverpool.

  Ef salah og dijk koma er liðið að kaupa nöfn og það viljum við sjá .

  En mér er slétt sama hvað önnur lið eru að fara kaupa þau eru alltaf að fara kaupa menn til þess að geta keypt um að vinna titla það er ekkert óvænt í gangi þar.

  Liverpool er það eina sem skiptir mig máli og þess vil ég sjá þá gera stóra hluti sem fær mann til að trúa á liðið það er svo mikið skemmtilegra að fara inn í tímabilið þannig hvernig sem allt endar er annað mál.

 45. Allir hellstu twitterar að koma með að VVD hafi valið Liverpool

  Kaveh Solhekol?Verified account @SkyKaveh 2m2 minutes ago
  More
  Liverpool fully committed to signing Virgil Van Dijk from Southampton. Reports he wants Liverpool despite Man City/Man Utd/Chelsea interest

 46. 44m + 8m add ef Liverpool vinnur EPL meðal annars. Ótrúlegt ef þetta er að fara gerast.

 47. Verum róleg…Roman Abramovich gæti hent inn einni snekkju og einkaþotu í samninginn á síðustu stundu.

 48. Annars segir sagan að Liverpool hafi verið mjög nálægt því að landa Salah, en fattað að landasala væri bönnuð, og því hætt við.

  Ég rata út…

 49. Vona að VVD kaupin gangi í gegn til LFC og jafnframt vona ég að þetta slái Lovren smá stund út af laginu og hann eigi slæman næsta landsleik ?? áður en hann nær áttum og sér að Klopp er e.t.v að hugsa möguleikann 3-4-3 leikkerfi í einhverjum leikjum í vetur ? Ég persónulega sé allavega tækifæri í því með Matip, VVD og Lovren aftast EF þessi kaup ganga okkar veg. Spennandi ?

 50. Ef satt reynist þá er þetta magnað. Það eru eflaust margir sem myndu velja að vinna með Klopp umfram það að vinna með hinum stjórunum. Þegar peningarnir eru orðnir svona miklir í spilinu þá fer þetta aftur að snúast meira um hvað leikmaðurinn vill heldur en bara hver getur borgað best. Munurinn á GBP25k á viku og 50k á viku er miklu meiri en GBP125k og 200k. Í fyrra tilfellinu þarf hann að hugsa um sína framtíð og hann hafi nóg að bíta og brenna næstu áratugi, í seinna dæminu er það ekki lengur spurning.

 51. Ef Virgill vinur minn dettur inn þá missi ég smá þvag af spenningi fyrir framtíðinni, það er þá í fyrsta skipti í langan tíma sem Liverpool nær stóru bita sem lið eins og Man City og Chelasea eru á fullu á eftir.

  Undanfarin ár hafa verið nauðvörn í að halda okkar bestu mönnum og svekkelsi í leikmannaviðskiptum þegar skotmörk okkar kjósa önnur lið fremur en okkur.

  Klopp factorinn að kikka inn og eigendurnir að bakka sinn mann.
  Það er einhver feel good factor í kringum Liverpool núna sem Virgill vinur minn finnur greininlega með mér, hver veit kannski styttist bara í dolluna á Anfield.

 52. Ef þetta gengur eftir þá eigum góða möguleika að skora mark hjá Southampton á næstu leiktíð.

 53. #65

  Hann verður þá að skora þar sem það gekk ekkert rosalega vel að skora gegn þeim þegar hann var meiddur.

 54. Las á twitter að Lyon hefur áhuga á Sakho. Er ekki Lyon einmitt með einn ágætan framherja.. nota þetta einhvernveginn. Getum ekki hætt að spreða núna:)

 55. Í fyrra þegar Mane kom frá Southampton voru margir bugaðir. Ekki ófáir sem skrifuðu og enn fleiri sem hugsuðu, enn einn Southampton maðurinn. Nú virðist vera komin mun meiri sátt um að fá bestu menn Southampton ár eftir ár og er það vel.

Punktar varðandi sumarið

Van Dijk velur Liverpool!