West Ham 0- Liverpool 4

LEIK LOKIÐ Algerlega mögnuð frammistaða með bakið upp við vegginn…eitt skref eftir sem við eigum auðvitað að klára…við bíðum auðvitað með fagnaðarlætin þar til allt er klárt, en þessi dagur búinn að vera magnaður.

Skýrslan stutt undan…

0-4 – 76 mín Origi eftir frábæran undirbúning Sturridge sem hefur verið magnaður í þessum leik. Origi vantar upp á ýmislegt en hann er heldur betur flottur klárari þegar hann þarf að negla hann eins og þarna. Veisla í Austur London ennþá!

0-3 – 61 mín COUTINHO! Við þökkum dómaranum fyrir það að dæma ekki víti á hendi frá Wijnaldum upp úr horni, við sækjum hratt upp völlinn en okkar maður þarf að halda yfirvegun í teignum sem hann svo sannarlega gerir. Vel gert, en hér er hasar framundan. Hamrarnir brjálaðir í dómarann…með réttu, en mér er FULLKOMLEGA SAMA!!!

0-2 – 57 mín COUTINHO! Frábær byrjun á síðari hálfleik, við alveg með öll völd, heimamenn búnir að breyta um leikkerfi en það gefur okkar manni bara meira svæði til að vinna í og Brazzinn neglir í netið utan teigs. Frábært…og andrýmið sem við vildum…enn 30 mín eftir samt.

hálfleikur Við erum 1-0 yfir og það er sanngjarnt en West Ham klúðruðu sem betur fer mesta dauðafæri leiksins – TVISVAR!!! – auðvitað upp úr horni á 44.mínútu. Við vitum auðvitað að þetta er Liverpool FC og það kemur okkur ekki á óvart að þeir geta leikið eins vel og þeir hafa gert í fyrri hálfleik en líka skotið sig rækilega í fótinn. Tense 45 mínútur framundan.

0-1 – 34 mín JÁ!!!!! Daniel Sturridge að sjálfsögðu eftir magnaða sendingu frá Coutinho, átti verk eftir en þetta er hann, þvílíkur klárari. Aðeins getum við slakað á í bili, þetta þurftum við.

30 mín Hraðinn og lætin hafa minnkað, sennilega hafa aðstæður eitthvað þar um að segja, færum fækkað en við höfum náð að vinna boltann nokkrum sinnum á hættulegum stöðum og Sturridge er mjög líflegur…

15 mín Fjörleg byrjun, bæði lið búin að eiga þrjár tilraunir og sitt hvort dauðafærið, West Ham þrumuðu framhjá eftir skyndisókn og Matip skallaði í þverslá eftir horn frá Coutinho.

8 mín

Erum semsagt í demanti…

Mignolet

Clyne – Matip – Lovren – Milner

Can
Wijnaldum – Coutinho
Lallana

Origi – Sturridge

Það þýðir að á mót 3-5-2 kerfi West Ham ætti að vera mikið af svæðum fyrir bæði lið að spila inní og skapa færi og mörk.

Byrjunarlið dagsins er sem hér segir:

Mignolet

Clyne – Matip – Lovren – Milner

Wijnaldum – Can – Lallana

Origi – Sturridge – Coutinho

Bekkur: Karius, Moreno, Grujic, Alexander-Arnold, Lucas, Klavan, Woodburn.

Enginn Firmino í hóp, Sturridge byrjar í fyrsta sinn síðan á síðustu öld bara held ég…bekkurinn líklega ekki mikið notaður í dag.

Þetta er mesti must win leikur tímbablisins, það er einfaldlega allt undir í dag. Koma svoooooooo!

Við minnum á tístkeðjuna okkar. Takið þátt í umræðum yfir leik með því að nota #kopis með tístum ykkar.Þá er komið að næstsíðasta leik okkar rauðliða á tímabilinu og það er stórt verkefni, að fara til austurhluta London og leika við West Ham á ólympíuleikvangi þeirra Breta.

Eftir leiki gærdagsins getum við lagt húsið okkar og bílinn undir að bæði Arsenal og Manchester City munu enda tímabilið með 75 stig a.m.k. svo að verkefni okkar manna er mjög skýrt. Sex stig úr síðustu tveimur leikjunum munu ákvarða tímabilið. Hvort að við munum í júní geta rifjað upp stórkostlega frammistöðu fyrir áramót og í lykilleikjunum eftir þau…eða þurfum við að velta upp í huganum ömurlegri frammistöðu í janúarmánuði og síðan nokkur epísk klúður á heimaVivelli undir lok tímabilsins. Um það snýst málið krakkar.

Við uppþræðum þennan leikþráð í gegnum daginn og breytum í atvikalýsingu. Styttist í tístkeðjuna.

Þangað til skulum við senda strauma til drengjanna í sólinni í London. Það er bara ekki annað í boði en að vinna Hamrana, nokkuð sem okkur hefur ekki tekist í síðustu sex viðureignum okkar í deild og bikar.

67 Comments

 1. Firmino ekki með,Lallana inn og Sturridge fyrir Origi. WH með vængbrotið lið , tökum þetta 2-0 KOMA SVOOOOO.

 2. Sturridge og Origi byrja saman frammi. Lallana í demanti á miðjunni. Hljómar ágætlega.

 3. Mér skilst að þetta sé fallegur dagur í London og hann verður enn fallegri þegar við fögnum frábærum og öruggum sigri á móti Hömrunum kl. 15:05 í dag!

  Líst ljómandi vel á byrjunarliðið, það á að hjóla beint i laskað West Ham liðið. Leitt að Firmino geti ekki verið með en það kemur maður í manns stað og þetta lið er alveg nógu sterkt til að vinna öruggan sigur á eftir. Origi og Sturridge báðir í byrjunarliðinu! Nú skal spilað til sigurs. Engin fucking varfærni. Get ekki beðið og hlakka til.

  3 – 0 (Origi, Sturridge og Lallana)

 4. Bilic hefur hefur grettistak á Liverpool, hvort sem hann hefur verið með Besiktas og West Ham. Þetta verður risastór áskorun. Giska á 2-1 fyrir West Ham og þetta er búið…..

 5. Þetta er einfaldlega okkar sterkasta lið í dag. Ég er 100% viss um að ef Firminho væri heill þá væri hann í liðinu á kostnað Origi en maður ætti að vera búinn að venjast því að við erum sjaldan með alla heila.

  Koma svo Liverpool þið getið þetta en muna að standa saman hvernig sem fer.
  https://www.youtube.com/watch?v=ZRwDLZ88FdE

 6. Mér finnst þetta mest spennandi uppstilling sem ég hef séð eftir áramót allavega.

 7. Úff ég held að ég sé spenntari og smeykari fyrir þessum leik heldur en mörgun united leikjum. Allt tímabilið er undir í þessum leik, það er ekkert flóknara.
  Pressan gríðarleg og menn verða að koma á fullum krafti í þennan leik allir sem einn.
  Við eigum að vera með gæðin en pressan er á okkur en west ham spila pressulausir og á heimavelli.

  Koma svo Liverpool menn.

 8. All in guns blazing það er það eina sem ég bið um í dag frá strákunum. Koma svo.

 9. ” Hvort að við munum í júní geta rifjað upp stórkostlega frammistöðu fyrir áramót og í lykilleikjunum eftir þau…eða þurfum við að velta upp í huganum ömurlegri frammistöðu í janúarmánuði og síðan nokkur epísk klúður á heimaVivelli undir lok tímabilsins.
  Um það snýst málið krakkar.”

  Þetta….nákvæmlega þetta er það sem þessi leiktíð hefur verið og kemur til með að vera í minningunni.

  Annars er ég mjög ánægður að sjá báða strikerana okkar inná á móti þessu varnarliði. Vonandi sjáumv við áhersluna á grimman sóknarleik.

  COME ON YOU REEEEEEEDS !!!

  😉

 10. Mig dreymdi að liverpool lendir undir 2-1 snemma og vinna leikinn 2-4…… er ekki berdreyminn en samt gaman ef satt reynist 🙂

 11. Þetta verður einn af þessum glimrandi leik þar sem við rúllum yfir mótherjann. Mikill hraði og 2-3 mörk hjá okkur í fyrri hálfleik. Svo ekkert nema jákvæð komment eftir leik og sumir komnir langt í Meistaradeilædinni á næsta tímabili. Við þekkjum þetta…en svo er einn leikur eftir ;-/

 12. Get staðfest + 20 C hiti hér í London. Glæsilegar kellingar og vonandi glæsilegur fótbolti. Plís Liverpool ekki klúðra þessu.

 13. Er ég sá eini sem hef það á tilfinningunni að áhugi leikmanna á að vinna þennan leik sé ekkert að drepa þá?

 14. Glæsileg sending hjá Coutinho og glæsilega klárað hjá Sturridge!

  Svona án gríns, er ekki hægt að láta Sturridge sleppa æfingum og bara spila leikina? Er ekki hægt að gera eitthvað svo hægt sé að nota hann meira? Hann er alltaf baneitraður þegar hann er heill. Striker af guðs náð.

 15. Stoppar allt á origi.

  Halda studge næsta tímabil, selja origi og kaupa einhvern alvöru striker.

 16. Væri tíl i að sjá Marko Grujic i staðinn fyrir Origi, hann a flotta innkomu i síðasta leik.

 17. já, já, þetta er enn allt í samræmi við spánna mína (#3). Nú eiga bara Lallana og Origi eftir að skora mörk.

 18. Heppnir að vera yfir í hálfleik. Frábært.

  Helvíti er samt alltaf stressandi þegar við fáum á okkur föst leikatriði, það er nánast eins og við séum að fá á okkur vítaspyrnu í hvert skipti.

 19. Rosalega var þetta vel klárað hjá Sturridge eftir frábæra sendingu hjá Coutinho, alvöru slúttari hann Sturridge.
  Menn verða að halda haus og klára þetta verkefni og passa varnarleikinn. Clyne og Milner þurfa ekki alltaf að vera með fremstu mönnum á meðan við erum með forystu.
  Svo hlýtur Matip að fara að hitta í netið eftir 3 góð færi.

 20. Já er ekki bara málið að henda Grujic á miðjuna í seinni fyrir Origi sem er einfaldlega allt of slakur leikmaður, ég hef haft trú á þessum strák en hann er bara ekkert að bæta sig heldur þvert á móti.

 21. Obrigado Coutinho!! Allt önnur vídd í þessu með DS inná frá byrjun. Koma svo – siglum þessu í höfn.

 22. ok minni á spá mína enn og aftur #3 . Gersamlega klúðraði markaskoruninni. Afsakið það. Má enn breyta spánni? 🙂

 23. Mér er skítsama hverja Liverpool kaupir í sumar svo lengi sem Coutinho verður áfram

 24. Nú er bara að hamra inn 3 í viðbót, laga markatöluna til að eiga séns í 3sætið.

 25. Nú brosir maður. Loksins er heppnin með okkur. WH átti alltaf að fá víti þarna á Wijnaldum.

  Koma svo, ekki gefa neitt eftir núna, bæta við og/eða halda hreinu!

 26. Alltaf gott að vera vitur eftirá. En sólríkur sunnudagur og maður bettar ekki á að Coutinho skori..glatað.

 27. Fyrst að staðan er svona þá má taka Sturridge útaf og pakka honum inní bóluplast fram að næsta leik þannig að hann fari nú ekki að slasast.
  Allt annað að hafa hann inná vellinum.

 28. Í dag er gaman að vera Poollsri ! Meistaradeildin handan við hornið ! Oddi spáði 4-0 !

 29. Frábært að sjá þetta burst.

  En ömurlegt að sjá Origi ekki gefa hann á Sturridge 🙁

 30. Ekkert að þakka

  Minni á comment #15

  Lottó potturinn 5 faldur næstu helgi
  5-14-17-21-34 og bonus talan 23

 31. já, aðeins öruggara en ég reiknaði með. Spáði 3-0. Liverpool er c.a. tveimur klössum fyrir ofan þetta laskaða West Ham lið.

  Heyrist ekki mikið í neikvæðispésunum á síðunni núna.

 32. Sæl öll.

  Ég fór hingað inn fyrir leik og hugsaði með mér Guði sé lof að leikmenn Liverpool lesa ekki kop.is þvílíkt niðurrif og vantrú á liðið. Ef þeir hefði lesið þetta hefðu þeir gjörsamlega misst trúnna. Fer maður í próf og hugsað ég fell….ferðu í keppni og hugsar daginn fyrir keppnina ég tapa ef svo er það gerir þú ekki þitt besta.

  Klopp hefur greinilega sagt þeim að þeir gætu þetta,þær væru bestir og ég sagði það í morgun þegar ég vaknaði…í dag vinna drengirnir mínir Westham og ég ætlaði að trúa því þar til lokaflautið kom.

  Og maður minn hvað þeir tróðu rauðum sokk upp í suma alveg ofan í kok..dásamlegur sigur og nú verður gaman að vera á Anfield um næstu helgi og fylgjast með lokaleiknum. Ég hét Strandarkirkju eins og svo oft áður ( gæti líklega byggt mína eigin kirkju fyrir öll áheitin) ég útvegaði mér aukavakt á eftir til að gera allt eins og vanalega og það virkaði.

  Krakkar liðið okkar vann stórkostlega sigur og sýndi að þeir eru með í baráttunni….

  Þangað til næst

 33. Hefði viljað sjá síðustu skiftingarar ca kortéri fyrr, en liðsuppstillingin með Orgi og Stu saman breytti jöfnunni mikið og bætti fyrir að það sem hefur vantað í leik liðsins að fá hraða bolta upp kantana og upp endamörkin til að brjóta niður parkeraðar varnir.
  En að hafa Stu með það breytir ansi miklu, takk.
  Björn

 34. Algjör snilld. Áfram Liverpool. Meistaradeildin bíður!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 35. Þrátt fyrir þungmanaleg andrúmsloft á þessari síðu og heimsendaspár og að Klopp gæti aldrei unnið úrslitaleiki en viti menn 0-4 sigur og sokkarnir farnir uppí nokkra.

  Munum bara að þetta er ekki komið fyrr en þetta er komið en ég tæki alltaf Boro heima í loka leik til þess að tryggja okkur inn í meistaradeildina ef það væri í boði fyrir tímabilið.

  YNWA

 36. Yes! Frábær frammistaða en núna verða þeir að klára þetta og vonandi taka þriðja sætið.

  YNWA

 37. Maður er búin að bíða eftir að Liverpool liðið sem við fylgdumst með fyrir jól myndi mæta á svæðið í dag kom maður inná sem heitir Daniel Sturridge hann gjörsamlega sprengdi alla vörn westham í tætlur og Coutinho sýndi heimsklassa snilld sína og gerði slíkt hið sama ,þetta upplag og þessir menn inná voru ástæðan fyrir þessu.
  ÉG skrifa það og segja ég vill nýjan samning á Sturridge þó hann verði meiddur 25 leiki af 38 á næsta tímabili líka mér er sama hann er það góður þegar hann er heill!

 38. Sælir félagar

  Þúngu fargi af manni létt. Sáttur við frammistöðu allra og útkoman frábær. Nú er aðeins smá hjalli eftir til að tryggja 3. til 4. sætið. Látum það gerast og verum glaðir því þessi niðurstaða fór fram úr öllum væntingum.

  Það er nú þannig

  YNWA

 39. Nuna er bara að klára middlesb. heima og helst stórt. Svo er það 90 þús manns down under og svo byrjar Klopp að versla. Lifið gæti verið verra.

 40. Vonandi að WBA stríði City nk. þriðjudagskvöld. Ef WBA nær þar stigi þá eru City og Liverpool jöfn að stigum, City með markatöluna +34 og við með +33. Við erum hins vegar búnir að skora fleiri mörk.

 41. Margt jákvætt, sérstaklega úrslitin. Boltinn rúllaði samt ekki nógu vel og margir hikandi í einföldum sendingum. Flóknar sendingar varla reyndar og misheppnuðust yfirleitt nema hjá meistara Coutinho.

  Ekki meistarabragur á þessu. Virðast eiga efitt með þurra velli!
  Hundheppnir að lenda ekki undir og fá ekki jöfnunarmargt. West ham átti klárt víti til að minnka í 2-1.

  Við megum vera einu sinni á öld með dómarann með okkur.

  Coutinho frábær, jafn frábær og Origi var lélegur (selja hann á morgun takk).

  Jákvætt að sjá Lucas á bekknum.

  Vantar mikið þegar Firminho er ekki með. Ekki síst í pressunni.

  Sturridge, stífur, stirður, meiddur og úthaldslítill betri en Origi í sínum besta leik.
  Feitur Eiður Smári hjá KR líka.

  Lokaleikurinn verður bara erfiður. West Ham pakkaði ekkert í vörn sem betur fer.

Upphitun: Úrslitaleikur gegn West Ham

West Ham 0 – Liverpool 4 (skýrsla)