Kop.is Podcast #54

Hér er þáttur númer fimmtíu og fjögur af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 54. þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru Maggi, SSteinn, Einar Örn og Babú.

Í þessum þætti ræddum við sigrana á Swansea og Southampton, Kop.is-ferðina á Swansea-leikinn og titilbaráttuna.

41 Comments

 1. Fari það grábölvað, ég á næturvakt og með batteríslausann síma. Verður enn erfiðara að halda sér vakandi hugsandi um það að ég gæti verið að hlusta á podcast.

 2. Takktakktakk!

  Búinn að vera veikur í allan og var kominn í þá hræðilegu stöðu að vera búinn að horfa á alla þættina mína og ég bara nennti ekki að liggja uppí rúmi og stara á loftið svo í von um að finna svar bæna minna fer ég á kop.is (en ekki?) og þá er þetta yndislega podcast komið.

  Aftur, takk fyrir mig.

 3. Snilldin ein. Hlakka til að hlusta.
  Síðan er bara að bíða spenntur eftir upphitun helgarinnar. Það er orðið alltof langt á milli leikja og við bara verðum að komast í CL á næsta tímabili og enga helv… undankeppni bara beint í riðlana takk.

 4. Lokaorð Kristjáns eru alveg frábær 🙂 “Vinnum á Old Trafford því ég nenni ekki öðru.”
  Djöfull vona ég að það sé rétt hjá þér, enda nennir enginn að tapa fyrir Man Utd.

 5. Þið eruð of bjartsýnir strákar mínir. Derby-leikir og bikarleikir geta laðað fram það besta í þreyttustu og útbrunnustu stjörnum. Og gleymum því ekki að Man U á nokkrar svoleiðis. Þess vegna held ég að þeir komi dýrvitlausir til leiks, Rooney, Van Persie og Mata eigi góðan leik og við munum þurfa a.m.k. þrjú mörk til að fara heim með þrjú stig.

  Þ.a. ég spái því að þetta verði enn einn leikurinn sem sóknin okkar þarf að vinna fyrir okkur.

 6. Ein spurning varðandi Flanagan. Hann virðist ekki mjog hatt skrifaður hja ykkur, hvers vegna? Mer synist enginn sola hann og hann tapar ekki navigi. Skemmgilegt podcast!

 7. alan pardew með 7 leikja bann ..

  biddu sorry er semsagt minna slæmt að skalla mann en að bíta mann ?

  aftur og enn eina ferðina synir enska knattspyrnusambandið það að þeir eru mestu kynþáttahatararnir i þessu landi…

  sja bara bæði malið með terry og pardew en þeir fa baðir mun styttra bann en suarez i tvígang fyrir að gera það sama og þeir….

  annars hlakka eg til eins og alltaf að hlusta a podcastið og ætla byrja a þvi i kvöld 😉

 8. Rétt Babu, þú ert undanþeginn.
  Tek undir með Viðari – væri fróðlegt að sjá rökstuðninginn fyrir aðeins sjö leikja banni Pardew. Óskiljanlegt.

 9. #12 og #13
  Ég held að þetta sé nokkuð augljóst. Atvikið hjá Pardew trendaði ekki eins mikið á Twitter.

 10. Ætli ástæðan sé ekki að það að skalla mann sé ekki jafn afbrigðilegt og það að bíta annan mann. Einnig var Suarez að bíta leikmann í annað sinn. Ekki það að ég verji þessa hegðun hjá Pardew finnst eiga skilið lengra bann en held að þeir feli sig á bak við þessi rök.

 11. Pardew er síbrotamaður á hliðarlínunni þannig að þau rök halda hvort eð er ekki.

 12. Frábært hlaðvarp, takk fyrir mig. Staðan á liðinu endurspeglast í hrikalega léttu spjalli ykkar enda hefur staðan á liðinu okkar mikil áhrif á skapið hjá manni, eins geðveikt og það virðist vera 🙂

  Get algjörlega tekið undir þessa umræðu hvað varðar spurs. Þetta eru klárlega vonbrigði ársins ásamt manjú, sko hjá þeim, ekki okkur. Það er nefnilega ekkert alltaf hægt að kaupa sér árangur. Það er hreint með ólíkindum hvað spurs spila leiðinlega bolta og þeir eiga ekkert skilið að vera þarna í fimmta sætinu, hvað þá ofar!

  Var að tala við einn norðverja hérna um norska fótboltann og gott dæmi um peningalegt klúður er Rosenborg. Þeir voru í CL í mörg ár í röð og rökuðu inn peningum, unnu norsku deildina 13 sinnum í röð en skulda núna töluverðan pening og eru ekkert líklegir til að vinna deildina. Ef þetta heitir ekki að kúka upp á bak þá veit ég ekki hvað!

  Annars er ég algjörlega klár á að liðið okkar mæti hrikalega vel stemmt til leiks á old toilett og við munum vinna þann leik 1-3. Vona innilega að Suarez skori hat trick og að hann muni fagna framan í fíflið hann evra. Djöfull á sá gutti það skilið!

  YNWA!

 13. Nr. 15

  Það er alveg sama hvað menn reyna að gera öll afbrot og meint afbrot Suarez alvarleg þá eru nánast alltaf til vægari dæmi um nákvæmlega sama hlut.

  Síðast þegar leikmaður var bitinn á Englandi var hlegið að því og gult spjald látið standa. En þegar þetta var Suarez var þetta auðvitað risamál og helst átti að hengja hann opinberlega. Fáránlegt hjá honum auðvitað og gaf færi á sér en róum okkur í dramakastinu yfir þessu…og 10 leikja banninu. Ef hann verðskuldaði 10 leikja bann opnaði FA fyrir gagnrýni á sig þegar þeir eru ekki samkvæmir sjálfum sér þegar aðrir gera eitthvað álíka heimskulegt eða enn heimskulegri hluti.

  Á sama tíma og Suarez var sakaður um kynþáttaníð sem var í mesta lagi misskilningur og meira að segja viðurkennt að hann væri ekki talinn rasisti þá fékk hann 8 leikja bann. Fullkomlega á orði gegn orði gegn leikmanni sem aldrei yrði tekinn trúanlega í réttarsal og samin einhver ótrúlegasta skýrsla sem ég hef lesið, toppaði þegar trending worldwide (semsagt á Twitter) var ein af ástæðum þungrar refsingar. Á sama tíma náðist fyrirliði enska landsliðsins greinilega á video fyrir mun verri ummæli og fékk 4 leikja bann. (hann trendaði líka á twitter)

  Núna er enn á ný tapað sér í dramatíkinn og pólitískum réttrúnaði yfir því að Pardew hafi snappað í augnablik og gert tilraun til að skalla leikmann. SKALLA LEIKMANN! Hann hefur margoft verið aðvaraður, sektaður og jafnvel settur í bann fyrir læti á hliðarlínunni og hann fær þremur leikjum styttra bann fyrir að reyna að skalla leikmann heldur en Suarez fyrir að natra í Ivanovic.

  Verð að taka undir með Viðari, mestu rasistarnir eru þeir sem stýra FA og þessum hentistefnu dómstól sem þeir notast við. Dómstóll sem virkar mjög svipað og kosningakerfið í Írak gerði undir stjórn Hussein. 99% árangur.

 14. Flott podcast og þakka fyrir. Fannst markt fróðlegt og skemmtilegt sem kom fram.

  Ég verð að vera sammála Kristjáni Atla (minnir mig) að komumst við í meistaradeildina á næsta ári þá eigum við að eltast við alla stærstu bitanna og láta ekkert standa í vegi hjá okkur. Núna er engin afsökun. Þeir ættu að byrja á Luke Shaw strax 9. júní og reyna ganga frá því eins fljótt og hægt er. Ef það gengur ekki þá skal leita að næsta manni og verð ég að segja að mér lýst hörku vel á hugmyndina sem Ashley Cole er. Þótt hann yrði á háum launum þá gæti hann komið með mikla og góða reynslu í annars mjög erfitt og strembið tímabil sem 2014/2015 gæti orðið. Með hann í vinstri höfum við Enrqiue númer eitt og hann númer tvö. Svo gæti Flannó verið númer þrjú ef útí það er farið.

  Svo ég haldi áfram að tala um félagsskipti. Ég vil að Liverpool reyni aftur við Konoplyanka. Ég horfði á báða leiki Tottenham vs Dnipro og hann var á því 2-3 leikmenn þar. Hann gæti orðið frábær viðbót í annars mjög góðan hóp. Ég vil svo fá jarðýtu á miðjuna. Nýjustu fregnir herma að Alex Song vill til Englands. Af hverju ekki? Hann heillaði mig mjög í Arsenal og ég man þegar Arsenal vann 0-2 á Anfield síðasta tímabil þá rústaði Song miðjunni okkar.

  Með þessa þrjá leikmenn gætum við bætt liðið mjög mikið. Svo koma Suso og Borini aftur og mér finnst að þeir eiga skilið allavega eitt tímabil hjá okkur aftur. Ég væri því gjarnan til í að sjá liðið svona á næsta ári:

  ——————Mignolet————————

  Johnson — Skrtel/Agger — Sakho — Enrique

  Konoplyanka — Gerrard — Henderson/Lucas — Sterling
  —————–Suarez —————————
  ———————-Sturridge——————–

  Bekkurinn væri því:
  Jones / Nýr varamarkvörður
  Agger/Skrtel
  Ashley Cole
  Lucas/Henderson
  Song
  Coutinho
  Borini

  Fyrir utan hóp ættum við þá Suso, Allen, Toure, Aspas, Alberto, Flanagan og fleiri unga stráka. Ég á von á því að við skilum Cissokho (sorry Babu) og Moses. Það væri líka fínt ef við myndum finna ungan og efnilegan sóknarmann sem gæti verið tilbúinn í að vera rotation leikmaður sem væri frábær eftir 3-4 ár. Ef hann er til mætti kaupa hann líka. Hann fengi þá að spila ef Sturridge eða Suarez gætu ekki spilað.

  Þetta er vissulega ekkert alltof mikil bæting. Hér hef ég nefnt einn vinstribakvörð, einn miðjumann, einn kantmann og mögulega ungan sóknarmann. En er það ekki nóg? Við megum ekki gleyma ungu strákunum sem munu aldrei vaxa nema fá sénsinn og það gera þeir ekki ef við fyllum liðið af stjörnum rétt eins og City og Chelsea gera.

  En takk aftur fyrir podcastið.

 15. Flott podcast!

  Sammála ykkur um Cissokho, loksins þegar gæinn á góðan leik er honum skutlað út úr byrjunarliðinu.

  Ég hef hins vegar alltaf verið á þeirri skoðun að þegar reynsluboltar eru að eiga slæma leiki (leik eftir leik) að gefa ungu strákunum tækifæri, þeir læra þá allavega af mistökunum og koma til baka sem sterkari leikmenn, reynslunni ríkari.

  Á mjög bágt með að sjá Spurs berjast um meistaradeildarsæti þetta tímabil. Ekki aðeins eiga þeir erfitt prógram eftir heldur eru þeir enn í Evrópudeildinni og Sherwood virðist ekkert vera að ná að loka vörninni hjá þeim. Svo eru þeir í líka vandræðum með sóknarleikinn og þessar 100m.+ punda hafa litlu skilað.

  Nú er bara að mæta dýrvitlausir á Trafford með þriggja manna miðju (Gerrard, Henderson og Allen) og stoppa vel í þessi göt sem hafa verið á vörninni, SAS skora alltaf!

 16. Merkileg frétt sem Svavar hlekkir á um Rooney.

  Þar er talað um að möguleikar Manchester United til að verja titilinn séu „nánast úr sögunni“ og að liðið eigi „það á hættu að komast ekki í Meistaradeildina á næstu leiktíð“.

  Eru þetta í alvöru orðin til að lýsa því hvernig komið er fyrir Manchester United?

 17. Sæl veriði poolarar

  Ég veit að ég verð ekki vinsæll hjá síðuhöldurum fyrir þetta en ég hreinlega verð.

  Mig sárvantar aðstoð við að redda 3 miðum á Liv vs Che 27 apríl. Þannig er mál með vexti að ég var kominn með miða á leikinn í gegnum fyrirtæki sem félagi minn vinnur hjá í Liverpool en það klúðraðist á síðustu metrunum. Það sem verra er að ég er búinn að bóka allt annað, flug, hótel og bíl. Ég er búinn að hafa samband við VITA ferðir, Gaman ferðir og Luka hjá Úrval Útsýn og þeir geta ekki aðstoðað mig, eða þeir eru búnir með þá miða sem þeir fengu úthlutað.

  Ég er að gefa gamla þetta í 65 ára afmælisgjöf og það væri mjög pínlegt að vera búinn að fljúga kallinum út á sinn fyrsta leik og þurfa svo að horfa á leikinn á einhverjum pub.

  Öll hjálp væri vel þegin, Sorry KAR og EÖE

 18. Frábært podcast að vanda!

  Ég er einn af þeim sem er drulluhræddur við leikinn nk. sunnudag og býst við magalendingu. Ástæður:

  1) United er sært ljón og eru ansi lengi búnir að bíða eftir þessum leik. Þeir þurfa enga sérstaka motiveringu til að mæta í þennan leik. Þeir munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna þennan leik og reyna að koma í veg fyrir að við komumst í UCL. Þó þeir eigi gríðarlega mikilvægan leik á móti Olympiakos nk. miðvikudag þá hef ég enga trú á því að Moyes hvíli lykilmenn fyrir þennan leik. Þeir munu mæta dýrvitlausir í þennan leik.

  2) Búið að vera fullmikið hype (að mínu mati allavega) í kringum okkar lið undanfarið. Við höfum ekkert unnið enn og þó að þetta líti óneitanlega frábærlega út hjá okkur á pappírnum þá er ekkert í höfn ennþá. Er hræddur um að við mætum full cocky í þennan leik. Óttast líka að við munum missa menn í meiðsli eftir þennan leik.

  3) Old Trafford. Okkur hefur gengið skelfilega á þessum velli og ég held að ég hafi lesið einhvers staðaðar að við séum búnir að tapa 6 leikjum þarna í röð.

  Vonandi er þetta allt saman svartsýnisröfl í mér og við bara vinnum helvítis leikinn. Það yrði heldur enginn heimsendir að tapa þessum leik.

 19. Það er svo fínt að hlusta á þetta á meðan maður spilar Football Manager til þess að reyna drepa þennan tíma sem er að næsta Liverpool leik, Þessi “Mini-Pása” getur alveg farið með mann, Bring on the Mancs!

 20. Enrique er farinn að minna svolítið á Fabio Aurelio, Flottur Vinstri Bakvörður en er alltof oft meiddur.

 21. Hvernig líst ykkur á val á dómara fyrir leikinn, Mark Clattenburg?

 22. # LFC forever

  Ágætis pælingar hér að ofan. Ég vona að Evrópuleikurinn verði ofarlega í huga ManU og gefi okkur hagstæð úrslit. Best væri ef þeir töpuðu báðum leikjum! Bara sætt!

  Mark Clattenburg er held ég bara fínasti náungi enda ættaður frá Durham sýslu á norðaustur Englandi. Svo á kallinn fertugsafmæli á morgun og verður því kátur og glaður alla vikuna og mun að öllum líkindum dæma okkur í hag á sunnudaginn!

 23. Skil alveg að menn séu stressaðir fyrir United leikinn. Ég neita þó að taka þátt í tali um að leikmenn verði eitthvað cocky eða værukærir. Þetta er Man U á Old Trafford. United mæta klárlega grimmir til leiks, en ég er sannfærður um að við gerum það líka. Leikmenn munu allan daginn mæta mótveraðir til leiks og ætla að sanna það enn frekar að við erum ekki í toppbaráttu fyrir ekki neitt.

  Klárlega að fara að vera hörkuleikur og bæði lið hafa mikið að sanna. Man U verða extra grimmir, og við líka. Aldrei mun ég kaupa það að okkar menn mæti ekki brjálaðir til leiks. Við erum líka með Rodgers- hann er ekki að fara láta menn komast upp með neitt rugl.

  Spennustig rétt stillt, einn leikur í einu, við tökum þennan leik.

 24. Finnst rosalega gott að vita af því að “vinur minn” Webb dæmir ekki þennan leik.
  En eftir klúðri hans í Arsenal vs Liverpool hefur hann dæmt 3 leiki og öllum hjá minni liðum í þessari deild. Þannig það er eitthvað verið að ranka karlinn niður því hann mun ekki dæma hvorugan stórleikinn um þessa helgi.

 25. Reyndar höfum við tapað síðustu 7 leikjum á OT, unnum síðast 1-4 árið 2009. En á þessu tímabili var Utd einfaldlega sterkari en við og fæstir sóttu stig á OT. Nú er öldin önnur og svona tölfræði skiptir engu máli. Verður hörkuleikur en við tökum þá.

 26. Babu númer 19 svo ég svari þér þá er ég ekki að reyna sverta ímynd míns ástkæra leikmanns Suarez, heldur meira að segja að það er mun afbrigðilegra að bíta mann en að skalla.
  Málið með Defoe og Masch, þá var Defoe refsað með gulu spjaldi og því gat FA ekkert aðhafst meira í því máli, þó þeim reglum hafi nú verið breytt. Svo þau rök falla algjörlega úr gildi.
  En nóg um þetta og takk fyrir flott podcast, bjargið alveg ömurlegum mánudagskvöldum með að henda þessu inn á þeim 🙂

 27. Svavar sig 24#
  Talaðu við þá í 2 do in london
  Þeir eiga miða þennan leik.

 28. List vel a Alfred Finnboga, hann skorar skorar og skorar. Tharf bara ad safna yfirvaraskeggi og hann verdur okkar næsti Ian Rush.

 29. #24 Ég hugsa að ég geti reddað þér en miðarnir myndu sjálfsagt kosta 200 – 250 pund stykkið

 30. Það geta flest allir litið vel út í Hollensku deildinni. Alfreð er svo ofmetinn, enda getur hann aldrei rassgat með Íslenska landsliðinu.

 31. var að klara podcastið, frabært eins og alltaf 😉

  sammala magga með leikinn a sunnudag, þetta verður annaðhvort eða. annaðhvort faum við skell og töpum leiknum eða þa að okkar menn keyra yfir united liðið og vinna sannfærandi..

 32. # 36 Bond Og #38 Jón R.

  Takk kærlega fyrir aðstoðina strákar en kærastan var víst eitthvað orðin þreytt á því að hafa mig í stresskasti hérna heima dag eftir dag og tók sig því til og keypti 3 rándýra miða á leikinn.

  Þannig að ég nú get ég andað léttar og farið að hlakka til 🙂

One Ping

 1. Pingback:

Tímabilið hingað til [myndband]

Kristján Atli vs Tryggvi Páll