Tímabilið hingað til [myndband]

Það er föstudagur og lítið að frétta enda enn níu dagar í næsta leik Liverpool. Ég er ekki vanur að setja inn færslu undir myndband en þetta myndband er of gott til að deila því ekki með ykkur. FullScreenið þetta og hækkið í botn:

Flanno gegn Spurs. Cissokho gegn Stoke. Hendo gegn Swansea. Sterling gegn Southampton. Gerrard gegn Fulham. Skrtel gegn Arsenal. Sakho gegn West Ham. Suarez og Sturridge gegn öllum.

10 leikir eftir. Come on you Reds!

Þetta er opinn þráður – ræðið það sem þið viljið.

78 Comments

  1. Við verðum að halda áfram að gera það sem við höfum gert fyrir hvern einasta leik á þessu tímabili, og það er að passa að fara ekki fram úr okkur sjálfum. Höldum okkur á jörðinni og tökum einn leik í einu, En ég viðurkenni það alveg að hugsunin um einn Englandsmeistaratitil gefur manni smá vatn í Munninn!

    In BRendan We Trust!

  2. Ég kveikti á heimabíóinu, hækkaði allt í botn, konan inní eldhúsi með hrærivélina í gangi….. kom hlaupandi og vildi vita á hvaða stórmynd ég væri að horfa….. ég sagði henni að ég væri að horfa á STÓRVELDIÐ Liverpool með gæsahúð og tárin í augum……. ég elska liðið mitt í gegnum súrt og sætt…. takk fyrir mig þetta var/er unaðsleg áhorfun YNWA!!!!!!

  3. Nú er verið að orða Liverpool við Alexandre Lacazette framherja Lyon hver er það ?

  4. Hvort a madur ad vona ad tjelski vinni eda tottenham smurfs meinar hann audvitad!

    Thetta verdur 0-0 hundleidinlegt jafntefli enda bædi lid leidinleg 🙂

  5. Kobbih (#7) spyr:

    Hvort á maður að halda með Tottenham eða Chelsea á morgun?

    Jafnteflið. Alltaf jafnteflið. Þá getum við komist 2 stigum á eftir Chelsea sem þýðir að við getum farið fram úr þeim á Anfield. Og þá tapar eina liðið sem ógnar topp-4 stigum. Jafnteflið alla leið.

    Sissi (#9) spyr:

    Nú er verið að orða Liverpool við Alexandre Lacazette framherja Lyon hver er það ?

    Nú, hann er framherji Lyon. 🙂

    Nei ég hef annars ekki hugmynd um það. En það er enn bara mars og það er búið að orða Liverpool við svona 20 leikmenn frá því að janúarglugginn lokaði. Maður verður óður ef maður ætlar að elta allt slúðrið. Bíðum aðeins og sjáum hvað af þessu verður líklegast eða háværast þegar nær dregur maí/júní og þá getum við farið að sjá betur hvað er satt og hvað er logið.

  6. WE ARE LIVERPOOL
    We can be beaten but we will never break, we will fight to the end, we will never surrender and we never walk alone.
    COME ON YOU REEEEEEEDS !!

  7. Frábært myndband!
    Sterling er kominn með 6 mörk í deildinni á leiktíðinni og skoraði 2 mörk á síðustu leiktíð sem sagt 8 mörk og Luis Suarez er búin að leggja upp öll mörkin hans nema 1 !
    Erum með S&S &S frammi 🙂

  8. Chelsea vs Tottenham

    Það verða blendnar tilfiningar að horfa á þenann leik.
    Öryggi gaurinn vill Chelsea sigur þannig að við færumst nær aðalmarkmiði tímabilsins
    Drauma gaurinn vill Tottenham sigur þar sem við færumst nær titlinnum
    Pólitíski ógeðisgaurinn vill bara jafntefli á þetta og fá sitt lítið af hvoru og sjá svo bara til með framhaldið.

    Ég er samt á því að þetta verður ekki merkilegur leikur og verður mestalagi skorað eitt mark í þessum leik(sjá Chelsea – Everton)

    Hvað finnst ykkur?

  9. Mikil “undiralda” sem er með okkur núna, á meðan það fjarar undan man utd. 🙂 Það er bara gaman, næsti leikur er sá mikilvægasti og vonandi heldur moyes áfram að slá met í “the theatre of nightmares”.

    Get ekki beðið eftir næsta leik. 🙂 vonast eftir jafntefli hjá celski og smurfs.

  10. Í sambandi við Rodgers þá hef ég verið sáttur við hann frá fyrsta degi þrátt fyrir skelfilega byrjun á síðasta leiktímabili. Hann kom vel fyrir, talaði um sögu klúbbsins og virðingu gangvart öllu og öllum sem koma nálagt liðinu. Mér fannst það vera frábært byrjun á hans ferli og hann hefur hugsjón sem hann er að ná fram.

    Við erum með Shankley, Paisley, Daglish, Benitez og svo kæmi það mér ekki á óvart ef við bætum Rodgers inní þennan pakka.

    Houllier er á mörkunum en hann stóð sig mjög vel að rífa þetta lið upp.

  11. Best að vera neikvæður í dag, til málamynda….
    Ég hræðist leikinn þann 16 á móti Man Utd, ef við töpum honum og Tottenham kemst á run, þá gæti komið upp panic á hópinn. Svo taka við erfiðir leikir á móti, Tottenham Chelsea og Man City heima sem verða ekki léttir. Síðustu tvö liðin eru ekki að verja neitt sæti eins og við, þeir eru að gera það sem þau eru vön, að stefna að sigri og fá sæti í CL í bónus á meðan okkar menn eru margir hverjir í nýjum sporum og eru að “verja” núverandi árangur.
    Ef við náum 3 stigum á móti Man Utd og vinnu Cardiff og Sunderland, þá gæti verið kominn pungur á mína menn að standa í lappirnar á móti TH, MC og Chelski.
    Annað má, hafa menn verið að heyra með Gerrard að hann sá kíkja á sitt lið……og þá er ég ekki að tala um fótbolta ?
    Er að sjá e-a umræðu um málið á netinum í dag.
    Spyr sá sem alls ekki veit.

  12. hnjah. Ég held bara að raunverulegar líkur á því að stökkva úr slöku sjöundasætisliði – í það að taka deildina sé svo rosalega “out there”. Auðvitað langar mann og dreymir. En mér finnst soldið eins og að Chelsea sé komið á svona þýskt grjótmulningsmall. Gerir það sem þarf. Þá vil ég frekar sjá Tottenham hverfa yfir hólinn og úr augsýn og einbeita mér að 2.-3. sæti – til að fá auðveldari andstæðinga í umspili í sumar. Fjórða “seed” í fyrrasumar var bara alls ekki að fá fyndna andstæðinga, – og CL skal verða á Anfield næsta vetur! Svo – að þessu sögðu – Chelseasigur -?

  13. # 17 – “Annað má, hafa menn verið að heyra með Gerrard að hann sá kíkja á sitt lið……og þá er ég ekki að tala um fótbolta ….”

    que?

  14. Vinstri bakvarðastaðan hjá okkur til vandræða síðustu misseri, hvað finnst mönnum um Luke Shaw hjá S´hampton?? Mér fannst hann helv…. seigur á móti okkur, kominn í enska landsliðshópinn, slúðrað um hann í toppliðin og eitt miðlungslið (MU). En ekkert slúður um Liverpool. Er ekki spurning um að bjóða í kappann í sumar??

  15. Snilldarmyndband, eftir áhorfið segjir maður bara :bring it on! IN BRENDAN WE TRUST !

  16. Luke Shaw og Lallana eru frábærir leikmenn sem myndu smellpassa í liðið okkar og gott fyrir enska landsliðið

  17. Já og myndbandið KRISTJÁN ATLI………. hrikalegt! Ég hélt ég væri alvöru karlmaður en djö…. …….. ég táraðist!

  18. Fyrir þá sem finnst þessi bið eftir lfc leikjum alveg ómöguleg, þá er lfc.tv að fara að sýna u-21 árs leik kl. 7, Sakho og Lucas báðir í byrjunarliðinu. Stream hér .

  19. Kaupa Luke Shaw, setja’nn á kantinn og vona svo eftir einhverskonar Bale syndrome.

  20. Frábært myndband. Vona að Rodgers spili það fyrir leikinn gegn Man U – ásamt ýmsu öðru góðu myndefni sem er vel til þess fallið að peppa sigur í okkar menn.

    Takk líka Jón#26, ég sá góðan sigur U21, þar sem Lucas Leiva spilaði 90 mínútur og Sakho 70. Mér brá reyndar verulega þegar ég sá hann halda um aftanvert lærið á sér og vera skipt út af í kjölfarið en það var nokkuð ljóst að þetta var krampi, ekki tognun. Hann á þess vegna nokkuð lengra í land en Lucas sem kemur örugglega inn í hóp á móti Man U.

  21. Þetta myndband er Gæsahúð FC. Fékk alveg mýkt fyrir hjarta og rakamyndun við auga. Það að eina sem sannur púlari þarf er stolt, trú og tryggð. Fràbært tímabil à alltaf möguleika à að verða fullkomið. Þurfum að þora að trúa à hið ómögulegu àn hræðslu. Ég er reyndar fullur núna en þó stútfullur af trú à okkar menn og von um góðan endi fyrir góðu gæjana.

    I believe.

    YNWA

  22. Mig langar til að spyrja sömu spurningar og ég spurði á reddit áðan: mynduð þið ennþá taka fjórða sætið ef það byðist? Og hverju haldið þið að Gerrard myndi svara núna ef hann yrði spurður að þessu?

  23. Hér er að mínu mati góð greining á stöðunni. Við eigum alveg séns en Chelsea klárlega mun líklegri miðað við leikjaprógrammið sem er eftir. Það er ólíklegt að Chelsea tapi mörgum stigum í síðustu 10 leikjunum.

    http://espnfc.com/blog/_/name/liverpool/id/2622?cc=5739

    Ég held samt enn í vonina held að ég myndi ekki taka fjórða sætið ef það byðist í dag. Er að hugsa upp en ekki niður. Hugsa að Tottenham muni ekki vinna upp 6 stiga forskot okkar í síðustu 10 leikjum. Það gerist ekki nema okkar menn hiksti verulega. Tottenham á eftir að tapa einhverjum stigum í viðbót. Held klárlega frekar með þeim heldur en Chelsea í leiknum í dag en jafnteflið væri fínt.

  24. Horfi á leikinn með örðu auganu og fæ ekki varist syfju. Þvílíkur hægagangur og hugmyndaleysi. Við sem fylgjumst með Liverpool, erum greinilega góðu vön!

  25. Chelsea – Tottenham 2- 0 og Spurs manni færri. Well, maður fær ekki alltaf það sem maður vill. Það verður erfitt að ná Chelsea en áhyggjur okkar af Spurs fara minnkandi.

  26. Younes Kaboul verður svo í banni á móti okkur.

    Því að hann fær líklega 3 leikjabann fyrir beint rautt, er það ekki?
    Næstu þrír deildarleikir Tottenham
    Arsenal heima
    Southampton heima
    Liverpool úti

    Baráttan um meistaradeildarsæti (tel Chelsea og Man city örugg)

    Liverpool 28 leikir 59 stig
    Arsenal 28 leikir 59 stig
    Tottenham 29 leikir 53 stig
    Man utd 28 leikir 48 stig
    Everton 27 leikir 48 stig

    Þetta er alls ekki búið. eitt tvö töp í röð og þá þéttist pakkinn aftur en á meðan að okkar helsti keppinautur Tottenham er að tapa stigum(töpuðu gegn Norwitch um daginn og svo Chelsea í dag) þá fer þetta að líta ágætlega út en alls ekki búið(fótbolti er stórskrítinn íþrótt)

    Dawson líka að fara af velli meiddur.

  27. Nú er bara að vinna rest – Chelsea mun tapa stigum t.d. gegn Arsenal…

  28. Tottenham gátu chelsea markið á fáranlegan hátt og svo var víti og beint rautt á Younes Kaboul og núna er Dawson að fara útaf meiddur hjá þeim.
    Ég hef meiri áhyggjur af United heldur en Tottenham eða Everton.

  29. Ekki hafa miklar áhyggjur af Man utd. Þeir eru ekki að spila sanfærandi þessa dagana. Sá þá í hádeginu og þótt að leikurinn hafi farið 0-3 fyrir Man utd þá fékk WBA nokkur mjög góð færi og náðu að nokkrum sinnum að halda boltanum mjög vel gegn þeim.

    Fyrir utan að þeir eiga fullt af erfiðum leikjum eftir t.d
    Liverpool heima
    Man City heima
    Newcastle úti
    Everton úti
    Southampton úti

    Fáránleg tölfræði í úrvaldsdeildinni aðeins 7 lið í deildinni hafa skorað fleiri mörk en þau hafa fengið á sig

  30. Meira møkkalidid thetta chelski. Leikaraskapurinn er slikur ad thad mætti halda ad Didier Droppa væri thjalfari theirra.

    Fyrst ad leikurinn for svona tha verdum vid bara ad nyta okkur medbyrinn og tryggja okkur topp 4, helst topp 3. Vil helst ekki sja storhættulegt umspil i CL.

    Afram LFC!

  31. Englendingar med 5 pulara i byrjunalidinu hja ser…lidid greinilega a rettri leid! (sakna samt Flanagan)

  32. #42 Held að lið númer 3 og 4 fari í umspil. Ég held að Utd verði í baráttunni um 4 sætið. Lykilatriði að tapa ekki þeim leik.

  33. Nr. 43

    Nei, fyrsta, annað og þriðja fara beint í Meistaradeildina, fjórða sætið þarf að fara í umspil.

  34. Til að MU komist upp fyrir okkur þurfum við að tapa heilum 12 stigum í síðustu 10 umferðunum og enn meira nema þeir vinni alla sína leiki. Sé það ekki gerast. YNWA.

  35. #44 og fleiri
    Voðalega eruð þið bjartsýnir fyrir hönd manchester united. Til þess að ná 4.sætinu þurfa þeir að byrja á því að ná Everton og Tottenham (Everton á leik til góða) Þegar og ef það næst þurfa þeir að ná í skottið á einhverjum af núverandi topp fjórum sem eru chels4ki, Liverpool, Arsenal og city. Það eru 11 stig sem skilja að Arsenal, Liverpool og united. Tek city ekki með því þeir ná örugglega meira en tveimur stigum í þessum tveim leikjum sem þeir eiga inni. Ellefu leikir eftir. 33 stig.

    Segjum að United taki 2 stig að meðaltali úr leik þá krækja þeir í 22 stig sem skilar þeim í 70 stig.

    Arsenal og Liverpool hafa í dag 59 stig. Til þess að ná í 70 stig dugar þeim 11 stig eða 1 stig að meðaltali í leik.

    Finnst ólíklegt að United nái svona góðu skriði í 11 leiki í fyrsta lagi. Í öðru lagi er ég bara ekki að sjá Arsenal og Liverpool síga svona langt niður. 1,5 stig skilar okkur og Arsenal í 75 stig. United þyrfti tæplega 2.5 stig til að jafna það, sjáið þið það gerast?

    United verður í 5-7. sæti, aldrei hærra og líklega ekki neðar.

  36. strákar er buinn að vera lesa það að Brendan Rodgers fái í kringum 60 kúlur í sumar sem veitir á gott en hvaða leikmenn viljiði sjá.. Ef þið megið velja þrjá til fjóra leikmenn sem þið viljið fá til liverpool með þennan penning þetta verður að vera raunhæft ??

  37. ég myndi vilja sjá
    Ezequiel Garay frá benfica
    reyna við luke shaw ef ekki hann þá fabio conetrao frá real madrid
    selja aspas og kaupa Luiz Adriano frá shaktar donetsk virkilega spennandi leikmaður og góður væri góður 3 kostur fyrir okkur, hraður og góður finisher
    http://en.wikipedia.org/wiki/Luiz_Adriano

  38. Er ekki líklegt að Rodgers fari á eftir Caulker frá cardiff.
    Einnig væri ég til í að sjá Micha Richards frá City.
    Svo reyna að stela Luke Shaw áður en Chelsea fær hann.

  39. Ég var að skoða árangur Tottenham gegn efstu liðunum fjórum í vetur og nú hef ég engar áhyggjur af þeim, þeir munu aldrei ná fjórða sætinu.

    Í þessum leikjum hafa þeir aðeins náð einu stigi (gegn Chelsea heima) og eru með markatöluna 2-22 í sex leikjum (meðal markaskor 0,33 – 3,67). Í þeim níu leikjum sem þeir eiga eftir í deildinni eiga þeir eftir að spila við Liverpool (úti) og Arsenal (heima) þannig að ég er tiltölulega rólegur gagnvart Tottenham.

  40. Það eru 10 leikir eftir en ekki 11, nenni ekki að setja þetta upp aftur en þetta er þá aðeins óhagstæðara fyrir utd heldur en ég lagði upp með 🙂

  41. Skrýtnar þessar reglur í Englandi þegar kemur að úthluta sætum í UEFA-league. Það liggur nú fyrir að Hull eða Sheffield United fá sæti í þeirri keppni næsta haust.

  42. úps, ég hljóp heldur betur á mig. Wigan var að slá City út úr bikarkeppnninni á Ethiad! Það verða því eitt af þessum þremur liðum, Wigan, Hull eða Sheffield United sem taka þátt í UEFA-league næsta haust.

  43. Eru ekki reglurnar orðnar svoleiðis að þú verður að vinna F.a. cup, ekki bara komast í úrlitaleikinn, ég held ef Arsenal vinnur og þeir fara í meistaradeild þá færist evrópusætið í deildarkeppnina ?

  44. Daníel #56. Ég gef mér það að Arsenal verði í efstu 4 sætunum. Það verður nú að teljast ansi líklegt.

    Baddi #57
    Ef Arsenal verður í 4 efstu sætunum í deildinni þá er alveg ljóst að liðið sem Arsenal mætir í úrslitaleik fer í UEFA-league hvernig sem leikurinn fer. Sama regla gildir hins vegar ekki um deildarbikarinn (Mikka mús-bikarinn)

  45. Sæl öll.

    Veit einhver hérna hvert er best að fara og horfa á leikinn næstu helgi ef maður er staddur í New York City?

  46. Það er mikið talað um að Howard Webb muni dæma leikinn um helgina.

  47. #62, jæja þar fóru líkurnar á sigri í þessum laik úr 80% í 40%

    það er sannað að við fáum færri stig að meðaltali úr leikjum sem webb dæmir, auk þess að eftir þann síðasta var hann gagríndur af Rogers og þar sem webb er lítill maður þá tekur hann þá gagríni örugglega með í leikinn sem auka lóð á skálar man utd

  48. Þá verðum við væntanlega “webbaðir” í næsta leik. FA enn og aftur að gefa Liverpool langt nef. Senda trúðinn á leik hjá Liverpool enn og aftur. Menn úr dómarastéttinni í UK hafa nú verið að gagnrýna hann undanfarið líka, spurning hvort hann skítur aftur uppá bak hvað varðar dómgæslu.

  49. Er einmitt buinn ad hugsa thetta tøluvert, hvort Cowardinn verdi ekki settur a thennan leik. Eg held ad thad muni bara virka sem vitaminsprauta a okkar lid, ef svo verdur.

    Eg get ekki bedid eftir thessum leik!

  50. eg sagði herna fyrir nokkru vikum að það væru allar líkur a þvi að webb dæmi leikinn a old trafford eins óþolandi og það er nú. gan virðist ansi oft dæma leiki man u og liverpool a old trafford.. af hverju i andskotanum eru okkar menn ekki búnir að hrauna yfir webb og koma malum þannig fyrir að hann dæmi ekkert fleiri leiki með okkar mönnum ? djofull ógeðslega fer það i taugarnar a mer ef þessi maður verður a flautunni næstu helgi…

    við þurfum að fa LAGMARK 1 STIG en helst 3 stig gegn man utd og þvi miður eru hverfandi líkur a að fa eitthvað útur leiknum ef webb er að flauta..

  51. Nei, common maður djokar ekki með svona hluti. Það gengur aldrei neitt þegar kojak dæmir

  52. miðað við það sem á undan er gengið þá hef ég enda trú á því að Webb dæmi þennan leik. Það er bara verið að byggja upp spennu og reyna að taka okkur á taugum.

  53. Já, Mark Clattenburg er það og lausir við Howard Webb. Vinnum við þá leikinn??

  54. 71#

    Kannski, það eru allavega tölfræðilega meiri möguleikar að við vinnum þennan leik þegar Clattenburg dæmir en Webb, hversu sjúkt er það samt?

  55. gleðifrett dagsins að webb dæmi ekki a old trafford…

    held það seu mun meiri gleðifréttir en margir gera ser grein fyrir.

    eg er allavega i skyjunum með þetta

  56. no 59 ég horfði á leik liverpool-arsenal
    á hótelherbergi í new york kl 7.30 að morgni.
    Þinn leikur er kl 8 .30 að morgni.færð vonandi eins skemmtileg úrslit eins og ég fékk.

  57. Jebb, er það ekki einmitt merki um taugaveiklun fyrir ákveðna leiki þegar menn og konur tengja óhagstæð úrslit okkar manna við ákveðna dómara? Ætli ég flokkist ekki þar á meðal, farinn að skoða hvaða leiki Clattenburg hefur dæmt á þessu sísoni og hvaðan þessi vonandi ágæti dómari er ættaður á breskri grundu! :0)

    En ég er farinn að telja niður til sunnudags og get ekki beðið eftir því að Rauði Herinn jarði djöflanna og bæti fleiri nöglum í kistu David Moyes!

  58. Haukur J

    Skoða vanalega ekki helstu afglöp dómara í leikjum Liverpool en við hljótum að eiga inni pásu frá Coward Webb í stórleikjunum á þessu tímabili og Rodgers kom vonandi í veg fyrir fleiri leiki með Lee Mason á flautunni gegn liðum af stór Manchester svæðinu.

Peningahliðin

Kop.is Podcast #54