Arsenal á morgun í FA Cup

Fyrsta viðureign Arsenal og Liverpool í FA Cup fór fram á Manor Ground þann 1.febrúar árið 1913, Liverpool vann þar Woolwich Arsenal 1-4. Allt í allt hafa þessi lið spilað 16 leiki í þessari elstu og virtustu bikarkeppni í sögu fótboltans og margir þeirra hafa verið mjög eftirminnilegir. Arsenal kom í veg fyrir fyrsta bikar Liverpool í þessari keppni árið 1950 með sigri í fyrsta úrslitaleik þessara liða. Sama gerðist árið 1971 er Arsenal tryggði sér tvennuna með því að koma til baka eftir að hafa lent 1-0 undir í framlengingu.

Líklega bera þessi lið einhverja ábyrgð á því að vítaspyrnukeppni var tekin upp í fótbolta enda einvígi liðanna ótrúlegt í undanúrslitum árið 1980. Liðin gerðu 0-0 jafntefli á Hillsborough, tvö 1-1 jafntefli á Villa Park í framlengdum leikjum áður en Arsenal vann loksins 1-0 í fjóðru viðureign liðanna á Highfield Road (Coventry).

Síðan þá hafa liðin mæst þrivar og allir muna eftir tveimur af þessum leikjum. Líklega hefur Liverpool aldrei verið eins hressilega yfirspilað eins og í úrslitum árið 2001 áður en okkar menn snéru dæminu stórkostlega við á síðustu tíu mínútunum.

Arsenal hafa unnið síðustu tvær viðureignir, önnur þeirra er fræg fyrir það að Carragher skilaði áhorfendum Arsenal smápeningi sem þeir ”misstu” úr stúkunni.

Arsenal

Gengi Arsenal hefur verið gott í vetur en mögulega smá villandi. Þrátt fyrir að hafa lengst af verið á toppnum og bætt hópinn verulega milli ára hafa þeir fengið tveimur stigum færra á þessu tímabili heldur en m.v. sömu viðureignir í fyrra. Þeir eru núna að ganga í gegnum hrikalega erfitt prógramm áður en þeir fá annað eins leikjaprógramm í mars. Eins og áður kemur það í ljós í þessum mánuði og næsta í hvaða baráttu Arsenal er að fara taka þátt.

Það þarf ekkert að taka það fram að þeir eru bæði særðir og gjörsamlega brjálaðir eftir leik liðanna um síðustu helgi og Liverpool þarf að búa sig undir allt annan leik. Liverpool vann ekki bara 5-1 á Anfield, þeim var gjörsamlega slátrað í þessum leik og mega þakka fyrir að hafa bara sloppið með 5-1 tap. Þessi leikur var sá fyrsti í erfiðu prógrammi Arsenal sem núna þarf að horfa til bæði deildarinnar og meistaradeildarinnar. Þeir spiluðu erfiðan leik við svipað illa sært United lið á miðvikudaginn þar sem hvorugt lið virtist þora að taka áhættu og 0-0 jafntefli kom ekki mikið á óvart.

Núna eiga þeir Liverpool aftur og FC Bayern bíður svo á miðvikudaginn, besta lið í heimi í dag. Arsenal langar svo sannarlega að hefna ófaranna gegn okkur og líklega lætur Wenger megnið af sínu besta liði spila þennan leik og líka leikinn gegn Bayern. Sigur gegn Liverpool væri líklega móralskt mjög sterkur fyrir Bayern leikinn

Þannig að ég tippa á að Wenger stilli upp sínu sterkasta liði og Arsenal verði meira en up for it. Meiðslalistinn þeirra er líka aðeins að minnka og Flamini kemur til baka úr leikbanni. Þessir eru fjarverandi hjá þeim núna Diaby, Vermaelen (óvíst), Kallstrom, Ramsey and Walcott.

Ég myndi tippa á að Gibbs, Rosicky og Flamini komi inn í byrjunarliðið hjá þeim í þessum leik.

Liverpool.

Það er alveg sama hvað við tölum þessa bikarkeppni upp, það eru nánast allir að spá í gengi okkar í deildinni, bikarinn mætir gjörsamlega afgangi.

Ekki misskilja mig það langar öllum að sjá Liverpool vinna Arsenal og fara áfram en tap væri enginn heimsendir og alls ekkert óhugsandi á Emirates. Fyrir mér fer Liverpool inn í þennan leik með nákvæmlega engu að tapa, sérstaklega eftir að hafa jarðað þá fyrir viku.

Tap á Emirates er ekkert til að skammast sín fyrir þannig og að falla úr bikarnum væri svekkjandi en líklega gleymt strax í næsta deildarleik.

Sigur á Emirates væri mjög öflugt, áfram í bikar væri auðvitað ánægjulegt og gæfi okkur alvöru séns á titli á þessu tímabili.

Núna loksins eigum við líka svona leik með nægan tíma til að jafna sig fyrir næsta leik. Liverpool getur farið í þennan leik með fókusinn á engu öðru en þessum leik. Arsenal verða klárlega með Bayern leikinn aðeins í huga líka í undirbúningi sínum.

Að sigra þá aftur eftir niðurlæginguna um daginn væri líka helvíti sætt, sigurinn og spilamennskan á Anfield var statement frá okkar mönnum og risastór sigur á liði sem okkur hefur ekkert gengið gegn í mörg ár.

Rodgers hefur gefið það út að hann þarf ekkert að hvíla menn fyrir þennan leik og að hópurinn sé í góðu standi. Liðið ætti því að vera nánast óbreytt nema hvað við erum að endurheimta tvo leikmenn sem gætu komið beint inn. Eins er Henderson nýbúinn að fara í aðgerð og gæti mögulega fengið hvíld í þessum leik enda Joe Allen einmitt ekki upptekinn á sunnudaginn og getur því tekið vaktina fyrir hann.

Persónulega myndi ég aðeins spara þá menn sem hafa verið að spila alla leiki liðsins undanfarið. Þetta eru þriðji leikur liðsins á viku og meiðslahættan er því töluverð, en ég er líka litaður af því hversu mikið mér er sama um FA Cup m.v. deildina. Rodgers hefur alls ekki náð góðum árangri í bikarnum hjá Liverpool og langar pottþétt lengra núna og fer því all in í þennan leik eins og aðra.

Tippa á að svona verði liðunum stillt upp.
15.02.14 Ars - Liv FA Cup

Það var bara hægt að setja Suarez inn einu sinni í þessu forriti sem gefur auðvitað ekki rétta mynd af því hvar hann spilar. Flanagan fer út skv. þessu fyrir Kelly og Agger kemur inn fyrir Toure ef hann er tilbúinn. Glen Johnson er svo vonandi tilbúinn á bekkinn og þá með gegn Swansea.

Spá.

Það eina sem ég vill alls ekki sjá er jafntefli og líklega vilja Arsenal menn það ennþá minna en við. Eigum við ekki bara að segja að ísinn hafi verið brotinn um daginn og við vinnum þá aftur, 0-2 með mörkum frá Sturridge og Sterling.

35 Comments

 1. Vil sjá unga leikmenn á bekknum, Teixeira og Ibe allavega. Henderson og Toure út (af mism. ástæðum). Vil helst ekki hafa Kelly í liðinu.

  Sammála með … að allt sé skárra en jafntefli, þó jafnteflið sé talsvert verra fyrir Arsenal en okkur.

  Eitthvað segir mér að með komu Flamini inn í lið Arsenal verða engin 5 mörk skoruð.

  Mikið væri nú gott ef MC – CFC endaði með jafntefli, þó ég vilji að City vinni viðureignina (ef við vinnum okkar þeas – annars er mér alveg sama).

 2. eg er eimmitt akveg til i að na jafntefli og fa þa aftur drulluhrædda a anfield.

  vissulega er deildin nr eitt en kommon við erum með viku a milli leikja og eigum alveg að heta klarað deildina a fullu gasi og bætt við 4-5 leikjum til að landa FA bikarnum 😉

  eg er enn svekktur að hafa tapað FA bikarnum fyrir 2 arum og eg vil fa hann i hús nuna asamt topp 4 og þa er þetta season algerlega stórkostlegt ..

 3. Algörlega fáránlegt að setja Flanagan á bekkinn trúi því ekki. persónulega held ég að Kelly sé ekki nógu góður fyrir Liverpool en það er bara mín skoðun Y.N.W.A

 4. Nr. 4

  Hugsunin hjá mér var bara að hann er kannski ekki alveg klár í svona álag á einni viku, má vera að það sé bull en hann er bæði ungur og hefur alls ekki spilað mikið fyrir Liverpool.

  Hann átti ekki góðan leik í síðasta leik t.a.m.

 5. Gæti orðið eðal leikur, Arsenal munu selja sig dýrt eftir niðurlæginguna á Anfield. Ég ætla að vera bjartsýnn og spá að við höldum hreinu og vinnum 0-2 eða 0-3. Það segir hjartað, hausinn býst þó við jafnari og erfiðari leik! Arsenal eru aldrei að fara að bjóða upp á aðra eins frammistöðu og um daginn.

  Það væri stórgaman að fá gott run í FA cup í ár, þetta lið hefur alla burði til að klára það dæmi. Á góðum degi getur þetta lið unnið hvaða lið sem er í heiminum, en skortir e.t.v. stöðugleika alls staðar nema fram á við. Akkúrat þannig lið geta farið langt í bikarkeppnum, ef motivationið er til staðar.

  “Markaþurrðin” hjá Suárez endar jafnframt á morgun!

 6. Þessi keppni snýst bara um það að komast áfram. Svo að mér er drullu sama hvernig það verður gert á meðan að liverpool fara í 8.liða úrslit.

  Mér er alveg sama ef þessi leikur fer jafntefli því að leikjaálag er ekki að drepa okkur og við erum að fá inn menn(Agger, Sakho og Glen) en Arsenal myndu varla ráða við en ein leikinn og ég tala nú ekki um ef það væri reynt að troða honum inn í febrúar eða byrjun mars.

  Við erum að spila vel þessa dagana og á ég von á því að Rodgers gerir bara eina breyttingu á liðinu og færi Agger inn í liðið á kostnað Toure.

  Ég tel að þetta sé 50-50 leikur(hefðir þú spurt mig að þessu fyrir c.a vikur þá hefði ég sagt þetta vera 70-30 fyrir Arseanl) og allt getur gerst. Það væri mikið áfall fyrir þá að tapa þessum leik og eiga það í hættu að detta úr öllum bikarkeppnum og falla af toppi deildarinar á skömmum tíma.
  Það sem gerir þennan leik enþá stærri er að það eru ekkert rosalega stór nöfn sem eftir eru í þessari keppni og gæti þessi leikur verið dauðafæri til þess að komast á Wembley, sem væri algjör snilld.
  Man City eru með gott lið en við sýndum það gegn þeim um daginn að við getum vel staðið í þeim.
  Sunderland er ekki lið sem við ættum að hræðast(en við að sjálfsögðu gefum öllum liðum virðingu og vitum að við þufum að hafa fyrir hlutunum gegn öllum liðum).
  Wigan – er ekki að hræðast þetta lið
  Everton/Swansea – væri gaman að mæta Everton aftur.
  S Wed / Charlton – er ekki að hræðast þessi lið
  S Utd/ Forest – er ekki að hræðast þessi lið
  Brighton/Hull – er ekki að hræðast þessi lið.

  Auðvita er bikarkeppnin þekkt fyrir óvænt úrslit en EF(stór ef) við náum góðum úrslitum á morgun þá finnst mér Man City og Everton einu liðinn sem gætu komið í veg fyrir að við gætum unnið bikarinn góða(lið eins og Tottenham, Man utd, Chelsea og Southampton eru öll úr leik).

  Ég ætla að spá 1-1 leik þar sem Arsenal nær forustu en Suarez jafnar seint í síðarhálfleik og við klárum þá svo á Anfield, svo verður það Wigan, Sunderland og í úrslitum Man City og við klárum þá með því að Toure skorar sjálfsmark(en þessi Toure er í liði andstæðingana til tilbreyttingar).

  😉

 7. Hefði verið sáttur með jafntefli hjá city og chelski Þeas auka leikjaálag. Vona bara að við tökum þetta, alveg sama hvernig. Vill ekki auka leikjaálag á okkar menn verði jafnt á morgun, þó að leikið verði á Anfield seinni leikurinn.
  Ætla spá samt.
  1-2 í óspennandi leik,
  fyrra markið úr óvæntri átt Cissoko og seinna Suarez.
  YNWA

 8. Það er alveg klárt mál að Arsenal eru ekki að fara að selja sig ódýrt á sínum heimavelli og á móti liðinu sem gjörsamlega snýtti þeim illa um daginn.
  Ég held að endalokin okkar í þessari keppni renni upp á morgun því miður en þá geta menn einbeitt sér 100% að deildinni.
  Ég væri þó vel sáttur ef að félagar okkar myndu koma mér á óvart og skella skyttunum á þeirra vell ien ég á ekki von á því.

  Þær breytingar sem verða gerðar á miðjunni munu veilja liðið, þ.e Allen kemur inn fyrir Hendo en Agger mun vonandi styrkja varnarleikinn.

 9. Myndbandið sem ég linkaði í síðustu færslu:

  Eyjolfur-Gardarsson-Macbook-Air:~ root# tail -5000 /private/var/log/apache2/access_log | grep masterclass | awk ‘{print $1}’ | sort | uniq | wc -l
  96
  Eyjolfur-Gardarsson-Macbook-Air:~ root#

  96 mism IP tölur hafa sótt krossakennslu meistaranna. Þessa tölu ættu Liverpool aðdáendur að kannast við. 🙂

 10. Er ótrúlega rólegur fyrir þennan leik. Spái tapi á morgun og vona að BR hvíli helst 4 lykilmenn (Gerrard, Sturridge, Henderson o g Coutinho). Á reyndar von á að Wenger hvíli sömuleiðis lykilmenn, en munurinn á liðunum er sá að Arsenal er með mikið meiri breidd en við. Þeir mæta dýrvitlausir í leikinn og vinna hann 2 – 1. Leiðinlegt, en eins og Babu nefnir þá verðum við búnir að gleyma þessu þegar við mætum Swansea eftir rúma viku.

  Meistaradeildarsæti er númer 1, 2 og 3 hjá LFC um þessar mundir og þannig á það að vera!

 11. Nú er ég alveg týndur, afhverju eru menn að tala um að Henderson verði ekki með? Búinn að vera fyrsti maður á blað í þessu liði í allan vetur!

 12. Trausti #13,

  Hann var víst í einhverri smávegis aðgerð á úlnlið.

 13. Sælir félagar

  Það er svo skrítið með það allt saman að mér er nokk sama um þennan leik. Ars má vinna mín vegna og það mun bara viðhalda leikjaálaginu á þeim út leiktíðina sem er okkur í hag.

  En þar sem þetta er mitt lið sem er að spila við nallana þá spái ég okkars auðvitað sigri eins og siðferðiskennd hins sanna stuðningmanns segir að maður geri. Sem sagt – niðurstaða þessara hugleiðinga er því 1 – 3 hvort sem þið trúið því eða ekki. Ég veit að þetta er óvænt en svona er það bara.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 14. Þetta er ein af ástæðum fyrir því afhverju ég vill að liverpool vinni á morgun, til þess að halda í vonina að fá fleiri frábærar minningar.
  http://www.youtube.com/watch?v=IISJfDnOnJE

  Hvort sem menn hugsa vel til fyrsta bikarins 1965, Shankly að vinna sinn fyrsta og eina FA Cup loksins 74, double 86, Rush innákomuna 89, Glæsimark Thomson eða Rush að lyfta bikarnurm 1992, Owen 2001 eða Gerrard 2006. Þá eru þetta stórkoslegar minningar og þegar upp er staðið þá snýst þessi leikur um bikara.

  Hverjum er ekki drullu sama að Arsenal hafa verið reglulega í meistaradeildinn undanfarinn ár 8 en hafa ekki unnið eina helvítis dollu. Þetta fellur allt í gleymsku, þetta snýst ekki um að komast sem lengst í keppnum eða vera næstum því búnir að vinna bikar. Sagan talar um ár og sigurvegara og efast ég um að margir gætu nefnt mér hverjir eru búnir að ná síðasta meistaradeildarsætinu síðustu 10 árinn(án þess að nota netið eða bækur) en það væri líklega auðveldara að segja hvaða lið hafa orðið meistara, bikarmeistarar eða unnið meistaradeildina.

 15. Henderson er brákaður á hendinni og spilaði seinasta leik í gifsi en ég á von á því að Allen komi inn fyrir hann á morgun.

 16. Hvaða helvítis rugl er þetta í sumum. Við vinnum þennan leik, þetta er FA Cup, þessi leikur skiptir máli og þessi leikur er ekki í neinu samhengi við deildina.
  Setjum okkur í stellingar og vinnum þetta. Svo má spá í Swansea seinna.

  YNWA

 17. #16 þetta mark Stevie G …. þvílík gæsahúð. Ég skoðaði líka leikinn 2001 gegn Arsenal. Owen með tvennuna eftirminnilegu. Sama tilfinning. Þetta er það sem fótboltinn snýst um, lyfta bikurum og skapa minningar.

  Fjandakornið, við tökum þennan leik á morgun! Núna er ég sannfærður.

 18. Verð að viðurkenna að ég missti af fulham -Liverpool en Flanagan var frábær í 5-1 sigrinum á Arsenal.Verðum að vinna ég er búinn að veðja við Arsenal mann 🙂

 19. haha hvað er brendan rodgers að missa sig í að hrósa mönnum….. var að seigja að hann myndi ekki vilja skifta á mata eða ozil fyrir coutinho … coutinho er buinn að vera allt annað en góður a þessu timabili.. kominn með 4 assist í 21 leik og 3 mörk…
  Juan mata er kominn með 3 assist í 4 leikjum

 20. Babu, ég skulda þér 6 bjóra fyrir þessa. SNILLD, við vinnum þetta 1-3. Kolo með mark arse, en Sturridge, Moses og Suraez með okkar.

  YNWA

 21. Mikið væri gaman að jafntefli yrði niðurstaðan og fá Wenger aftur á Lime Street til að veltast eins og róni eftir brauta pallinum

 22. Var á staðnum í Cardiff maí 2006. Ógleymanlegt þegar næsti maður við hliðina á mér faðmaði mig af gleði við þetta jöfnunarmark Gerrard… reyndist 400 punda risi, ber að ofan og löðrandi sveittur – en manni var bara alveg sama því maður bara vissi að nú myndum við taka þetta.

  Væri alveg til í þetta aftur – það er að segja bikarinn.

 23. Þetta verður bara flottur leikur. Það væri auðvitað skemmtilegt að komast í úrslitaleikinn, þeir hafa alltaf sinn sjarma. En þessi leikur er samt einhvern veginn þannig að maður yrði ekkert sérlega súr og svekktur yfir tapi. Arsenal eru þrátt fyrir allt sigurstranglegri í þessum leik. En ég held að við séum að ansi góðu rönni núna, menn að koma til baka úr meiðslum og momentumið svolítið með okkur eftir tvo frábæra deildarsigra í röð. Það væri fínt að ná jafntefli og salta þá síðan á Anfield í miðri törn hjá þeim.

 24. 21
  Coutinho er lika bara 21 árs og hefur hæfileikana til þess að verða í sama klassa og özil og mata ef ekki betri

 25. hah og hvað með það ertu samt ekki að seigja að ozil og mata séu betri þá hlítur að vera betra að skifta a þeim sama hvað þeir eru gamlir meina mata er fjórum árum eldri en coutinho samt miklu betri

 26. Ég er nokkuð viss um að Arsenal koma dýrvitlausir í þennan leik og vilja hefna ófaranna frá Anfield þar sem þeir voru niðurlægðir. Ég er ekkert svakalega bjartsýnn fyrir þennan leik en vona þó það besta auðvitað. Mikilvægast er þó að okkar menn leggi sig alla fram hver sem úrslitin verða.

 27. #28 Smári, ertu ekki í smá mótsögn við sjálfan þig með að segja að Mata sé betri en “samt 4 árum eldri” en okkar maður? Ímyndaðu þér hvað leikmenn þróast mikið frá 20/21 árs til 24/25 ára og bættu því við hæfileika Coutinho í dag! Ég persónulega myndi velja okkar mann miðað við getuna í dag.

 28. 3 ass í 4 leikjum það er alveg stórbrotið afrek. Sé að þú nefnir ekkert á móti hvaða liðum þær komu. Munurinn er sá að annað liðið hefur skorað 66 mörk og hitt 41. skil ekki alveg pointið með þessum ummælum gamli þú.Semsagt heldur þá fram að Mata sé betri. Ó ég las nefnilega út úr þessu að hitt liðið hlyti þá bara að vera með 11 frábæra leikmenn. En hitt 1 þokkalega góðan og 10 lélega. En hvað veit ég svo sem um fótbolta eina sem þú fæð út úr þessu að annar er frábær leikmaður í frábæru liði á meðann hinn er góður leikmaður í ömmurlegu liði. Hell yeah

 29. Þetta verður virkilega erfitt og ég er að reyna að sanfæra mig um að þessi leikur skipti ekki það miklu máli og ég er saddur eftir 5-1 sigurinn og 3-2 Fulham dramað en ég er það samt eiginlega ekki.
  Þegar vel gengur þá vill maður halda áfram að standa sig vel. Liðið er með mikið sjálfstraust og andstæðingarnir okkar voru lélegir gegn okkur og lélegir gegn Man utd, svo að þeira sjálfstraust er ekki í botni.

  Ég er viss um að þetta verður hörkuleikur.
  Höfuðið segjir mér að Arsenal vinni í dag , Hjartað segjir Liverpool en rassgatið segjir að þetta verður prump leikur og endi með jafntefli.

  p.s ég ætla að tippa á rassgatið því af þessum þremur þáttum þá er það alltaf stöðugast.

 30. Segi ad vid verdum med obreytt lid frá siðustu leikjum nema Agger i stad Toure. Held að BR spili med Henderson þratt fyrir að hann hafi farid i þessa aðgerd. Spái tvi ad Arsenal stilli upp nokkud sterku liði: Fabianski, Sagna, Mertesacker, Kosielny, Gibbs, Arteta, Flamini, Rosisky (eda Gnabry), Ozil, Podolski og Bendtner. Leikurinn mun enda 1-1

 31. Arsenal: Fabianski, Jenkinson, Koscielny, Mertesacker, Monreal, Flamini, Arteta, Oxlade-Chamberlain, Ozil, Podolski, Sanogo. Varamenn: Viviano, Sagna, Gibbs, Wilshere, Cazorla, Gnabry og Giroud.

  Liverpool: Jones, Flanagan, Skrtel, Agger, Cissokho, Gerrard, Allen, Coutinho, Suarez, Sterling, Sturridge. Varamenn: Mignolet, Toure, Moses, Henderson, Kelly, Aspas ogTeixeira.

 32. @21, Smári
  Þú tekur það þó ekki fram að fyrir áramót var hann með 2 assist í 13 leikjum.

  Það er ekkert óalgengt að leikmenn taki góða rispu þegar þeir eru nýkomnir í eitthvað félag og ólmir í að sanna sig.
  Coutinho skoraði 3 og lagði upp 7 í 13 leikjum eftir komu hans frá Inter fyrir rúmu ári síðan.
  Þýðir ekkert að bera saman 4 leiki við heilt tímabil hjá Coutinho.
  Coutinho er með 2 assist og mark í síðustu 4 leikjum… það er sanngjarnari samanburður.

  Skólaður.

Leikur framundan og blaðamannafundur Rodgers (opinn)

Liðið gegn Arsenal