Byrjunarliðið gegn Aston Villa

Taktu þátt í jólaleik Merkjavara og Kop.is. Verðlaunin eru ferð á Liverpool-leik! Sjá nánar hér!

Þá er orðið ljóst hverjum Rodgers treystir til að koma okkur enn ofar í slagnum í EPL þennan daginn.

Liðið er:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Downing

Gerrard – Lucas – Allen

Shelvey – Suárez – Sterling

Bekkurinn: Jones, Wisdom, Suso, Cole, Carragher, Henderson og Coates.

Enrique stóðst ekki læknisskoðun í morgun og Shelvey er framar en Cole og Suso á kantinum.

Skítakuldi á Anfield að sögn, en jólastemming kringum völlinn, nú er bara að vona að við fáum fyrstu stigajólagjöfina í dag frá drengjunum.

KOMA SVO!!!!!!!!!!

134 Comments

 1. Ég hefði alveg viljað sjá Cole þarna inni frekar en Shelvey eða Sterling, Cole hefur verið að koma sterkur inn í liðið undanfarið og hann hefur reynsluna. Einnig tel ég að Sterling hefði haft gott af smá hvíld til þess að geta skrifað undir þennan helvítis samning.

  En ég er nokkuð bjartur og spái þessu 3-1 sigri en óttast að við verðum kýldir niður á jörðina með jafntefli.

 2. Vona að Shelvey og Gerrard verði fljótandi eða Gerrard úti hægra megin. Spurning líka hvort Shelvey verði meiri “inside” forward ef Johnson er frekar uppálagt að koma að utanverðu. Annars köttar Johnson mjög vel inn líka. Þá gætu þessir þrír, Gerrard, Sterling og Shelvey allir svissað grimmt um stöður, meðan Downing og Johnson eru fljúgandi upp kantana. Koma svo, þetta verður hörkuleikur!

 3. Lið Villa mann er svona.

  Aston Vlila (4-5-1)
  Guzan – Lowton, Baker, Clark, Lichaj – Holman, Westwood, Bannan, Herd, Weimann – Benteke

 4. Gaman að sjá City spila,, þó þeir séu 2 mörkum yfir hætta þeir ekki í sóknarbolta, eru ekkert að drulludúllast með bolta og reyna að halda, hvernig væri að Liverpool mundi taka þetta til fyrirmyndar þá mundi þeir kannski hætta að missa svona marga leiki í jafntefli á loka mínutum. Þoli ekki þegar Liverpool fer í hlutlausagírinn þegar þeir eru bara 1 marki yfir,, búnir að missa það niður allt of oft því hitt liðið hættir ekki.
  En kominn spenningur varðandi leikinn á eftir,, hefði viljað sjá Cole eða Henderson inn á,,,, en þeir eiga pottþétt eftir að koma til sögu…. KOMA SVOOOO YNWA

 5. Þetta lið á að sigra Aston Villa alla daga.

  Spurning bara að nýta svona 8% af dauðafærunum okkar.

 6. Liverpool á vinna þetta villa lið. Nú er bara að vona að kuldinn í Liverpool nái ekki að kæla Suarez niður í markaskorun. Vona að spá mín um 3-0 sigur gangi eftir.

 7. Akkúrat. Kæru bræður og systur. Please bendið okkur risaeðlunum á gott stream á leikinn.

 8. Halló… hræðileg aukaspyrna og ein hræðileg sending hjá gerrard eftir aðeins 2 min??’

 9. Downing byrjar þetta vel og spilar af sjálfstrausti, áfarm með þetta drengur :).

 10. mikið fer það í taugarnar á mér hversu svakalega lélegar sendingar og boltameðferð leikmanna er slöpp í kringum teiginn. mikið af lofandi sóknum en nánast ekkert sem maður getur kallað marktækt færi

 11. Ef þeir skora innan við 5mín eða svo, þá býst ég við að það opnist flóðgáttir. Það er bara eitt lið á vellinum.

 12. Ég held að við fáum víti í þessum leik, má ekki seinna vænna með heimsendi yfirvofandi 🙂 annars búnir að spila vel, vonandi að við komum tuðrunni í markið nokkrum sinnum í leiknum.

 13. Sama sagan ! ! við skjótum aldrei á markið fyrir utan teig, en þeir gera það og … skora :-(((

  ANDsk

 14. Djöfull er þetta lélegt hjá Liverpool. Þeir hljóta að vinna þetta og þetta er spark í rassgatið á SUAREZ.

 15. Frábært hjá Suarez að vera að reyna eitthvað hælspyrnukjaftæði inná okkar vallarhelmingi… Fáum þetta svo í andlitið hvað við getum ómögulega nýtt þessu færi sem við fáum…

 16. ALLTAF sama sagan.. eigum leikinn en svo komast andstæðingarnir í eina sókn og BANG-MARK!!!!!!!

 17. Gat verið, nýbúinn að skrifa komment í smá bjartsýniskasti þá kemur þetta einsog blaut tuska framan í mann. Megum samt ekki hengja haus, nóg eftir ennþá bara.

 18. Gerrard var góður leikmaður – liv með boltann allan tímann en hitt liðið skorar úr sína eina færi.

 19. Voðalega eru menn að flýta sér við mark Villa, aðeins meiri yfirvegun og Liverpool væri komið með 2-3 mörk. Annar getur Shelvey EKKERT út á kanti, hrikalega vantar að versla alvöru kanmenn í þetta lið okkar.

  Svo er góð regla að pressa sóknarmenn þegar þeir hafa boltan fyrir utan teig, ekki leyfa þeim að snú sér við og stilla upp í skot. Hræðileg varnarvinna í markinu hjá Villa.

  Koma svo Liverpool ekki taka þetta típíska og skíta upp á bak eftir yfirlýsingar um 4 sætið.

 20. Er bannað að skjóta að marki fyrir utan teig hjá LFc eða hvað ??? djöfull er það pirrandi að þeir reyna alltaf að spila inní markið hjá andstæðingnum.

 21. Djöfull er þetta hrikalega lélegt!

  Held ég myndi taka og sparka í nokkra inní klefa ef ég væri Rodgers.

 22. Gerrard og Allen eiga þetta mark skuldlaust… Gerrard rennur á rassinn og skokkar til baka og Allen eltir ekki sinn mann…

 23. Lélegsta A.Villa lið sem menn muna eftir og að niðurlægja okkur á Anfield.

 24. Hvað er að gerast? Fengum fjögur potential dauðafæri áður en að þeir skoruðu sitt fyrra. Verðum að fara að nýta þetta.

 25. Eru þessir menn gjörsamlega heilalausir þarna á vellinum ?
  Af hverju eru menn ekki að elta sóknarmennina inní teiginn. Djöfulsins getuleysi alltaf hreint hjá þessum mönnum.

  Mér finnst að Rodgers og hans menn eigi að læra að halda kjafti í fjölmiðlum og hætta þessu tali um 2-4 sæti.

  Sýnið það á vellinum eða haldið kjafti.
  Djöfull er ég pirraður á þessu.

 26. Deus # 32: “History repeats itself, first as tragedy, second as farce.”

 27. 0-2 fyrir Villa. Þetta er alveg eins og þegar við vorum 2-1 undir gegn West Ham. Þessi vörn hjá andstæðingunum er svo slöpp að við bara hljótum að geta sett 3-4 mörk í seinni hálfleik. En hræðileg varnarvinna okkar í þessu marki Benteke. Þetta er svæði sem Lucas á að sinna og gerði ekki. Í marki tvö er Gerrard á rassgatinu eins og venjulega, Lucas lokar ekki nógu snemma og miðverðirnir okkar láta teyma sig endalaust útúr stöðum. Hef sagt það áður hér að Skrtel og Agger eru bara ekki nógu gott combo þegar við höfum svona sókndjarfa bakverði. Við verðum að fá alvöru miðvörð, engu minna mikilvægt fyrir framtíð Liverpool en nýr sóknarmaður.

 28. Eru ekki tveir djúpir miðjumenn í liðinu, Lucas og Allen. Þeir eiga að sinna varnarvinnu.

 29. Við erum með sterkari miðju,, en gæði Villa á síðasta þriðjungi er bara klössum fyrir ofan gæði okkar. Það gerir þessa forustu verðskuldaða.

 30. Jæja ! ! ! ! Vildi vera fluga á vegg inní búningsherb Liverpool núna í hálfleik.

 31. Tvær sóknir, tvö mörk! Ef menn drullast ekki til að ná amk jafntefli úr þessu þá hafa menn gjörsamlega ekkert hungur né áhuga að ná árangri með þessu liði.

  Þetta er algjörlega óþolandi að þurfa horfa uppá þetta aftur og aftur.

 32. Vinnum þennan leik 4-2, hafið ekki áhyggjur af þessu, Gerrard,Cole og Suarez 2 mörk

 33. Við erum bara svo lélegir frammi á vellinum.
  Flott spil oft á tíðum en svo koma alltaf einhverjar fáranlega sendingar sem skemma allar sóknir.
  Það þarf eitthvað rosalega mikið að breytast ef við eigum að fá eitthvað úr þessum leik.

 34. Núna er Roders örugglega að segja þeim hvað þeir hafi verið frábærir og eigi ekki skilið að vera að tapa…

 35. Possession í hálfleik. Liverpool 60%-Aston Villa 40%
  Þetta sýnir það svart á hvítu að possession boltinn skiptir engu máli ef að þú nýtir ekki færin þín.

 36. Liverpool eru svo hrikalega góðir að þeir nenna ekkert að spila vörn. Nú er spurning hvort þeir eru jafngóðir og United og geta dúndrað 3 inn í seinni hálfleik.

 37. Það er alveg magnað með Liverpool liðið, um leið og leikmenn og þjálfari fara að tala um að liðið eigi alla möguleika á því að ná einu af 4 efstu sætunum í deildinni þá kemur skita. Fyrir leikinn er Liverpool 4 stigum frá fjórða sætinu eins menn hafa verið að ræða í vikunni, það sama á við um West Ham og Norwich ekki heyrum við þjálfa þeirra eða leikmenn tala um að fjórða sætið innan seilingar. Liverpool er líka 2 stigum frá 13 sæti.

  Kannski er ágætt að fá smá kalt vatn í andlitið til að eigendurnir haldi ekki að þessi hópur nái inn í meistaradeildina. Það vantar svo grátlega mikið breidd og gæði á kantinn að hver heilvita maður sér það með bundið fyrir augun.

  Það er ekkert gefið í fótbolta og enginn leikur unnin fyrirfram eins og menn héldu fyrir heimaleikina við Aston Villa og Fulham.

 38. Kannski langsótt pæling, en gæti verið að lélegur varnarleikur sé afleiðing þess að vera með Downing í bakverðinum í stað Enrique? Enrique er betri varnarlega en Downing og það vita samherjarnir, þar af leiðir þarf Downing meiri aðstoð og menn fara frekar úr stöðu en ella.

 39. AEG #43 ekki reyna að kenna Lucas um þessi mörk… Mér sýndist þetta nú vera Allen sem var að pressa í fyrra markinu og svo átti Johnson að vera kominn framar til að loka betur. Í marki nr 2 þá er það aftur Allen sem er að elta leikmanninn en stoppar svo og klárar ekki hlaupið.

 40. Ég sé ekki mér ekki fært um annað en að breyta spánni hjá mér 🙁 Þetta fer 3-2 fyrir LFC.

 41. Síðustu sendingarnar eru til skammar!! Það er eins og menn vita ekki hvað á að gera inní vítateig andstæðingana. Djöfull hlýtur Suarez að vera orðin pirraður á samherjum sínum. Vantar klárlega klassa í sóknarlínuna hjá okkur Shelvey og Sterling eru bara ekki nógu góðir á þessu leveli.

 42. Þessi leikur endar 1-2 fyrir Villa sé okkur ekki setja 2 hvað þá 3 mörk í þessum leik.

 43. Menn þurfa að enda sóknirnar á því að skjóta á markið, það er ekki flóknara en það.
  Þetta endalausa helv bolta kitl skilar engu.

  Skjóta á markið dugar í það minnsta alltaf fyrir mótherja Liverpool.

  Koma svo!!!!!!

 44. Hata að þurfa að minna á komment mitt nr. 6 í upphitun fyrir leikinn. Rosalega er búið að vanta upp á gæðin upp við markið. Suarez með fíflalæti í fyrra markinu, fjandans hælsendingu. Fannst reyndar að Reina hafi einnig átt að gera betur. Í seinna markinu klikkar varnarlínan alvarlega. Hvað um það, þetta er hörmulegt AV lið og við getum örugglega sett á þá 5 mörk í seinni hálfleik. Þess helvítis leikur verður bara að vinnast og ekkert meira. Ætla rétt að vona að Suarez & co. fái hárblásarann frá BR í seinni hálfleik. Nú er að bretta upp ermarnar og sýna karakter! Koma svo LFC, þetta er langt frá því að vera búið!!

 45. Ég er búinn að fá mig fullsaddan af B.Rodgers og það á að vera löngu búið að reka manninn!!! Algjör skita hjá okkar mönnum sem virðast ekki hafa viljann til þess að skora mörk lengur. Shelvey er sá eini sem er að sýna einhverja takta þarna og það má henda Gerrard í varaliðið til þess að hann læri að skora mörk aftur!

 46. Jæja já, magrir hér sem hafa verið hér á síðunni hafa verið að bíða eftir Lucasi. Mín skoðun er sú að hann er stórlega ofmetinn sem leikmaður. Það gengur allavega ekki að hafa tvo djúpa miðjumenn í þessu liði, síst þó á heimavelli.

 47. Fæ alltaf hnút í magann þegar Liverpool fær mætir botnliði á heimavelli.

 48. Í marki 2 þá var Allen með manninn sem skorar, og hættir síðan bara að elta hann, nennti því ekki. Algerlega honum að kenna. Akkurat þetta hefur verið okkar veikleiki varnalega séð í vetur, Sigurviljinn virðist ekki vera til staðar í liðinu sem heild.

  En auðvitað er þetta bara óheppni er það ekki.

 49. Við erum ekkert að fara skora 4 eða fleiri í seinni. Til þess eru menn alltof ragir í sóknarlinuni hjá okkur. Núna er komin tími fyrir þessa kana að fara að taka upp helv. veskið og fá smá gæði inn í þetta lið. Við sættum okkur ekki við miðlungsleikmenn.

 50. Númer #63 ertu eitthvað þroskaheftur. Brendan Rodgers er búinn að gjörbylta þessum klúbb og er með nefið ofan í öllu sem skiptir máli enda er það ekki skrítið þar sem hann er með stærra nef en flestir í þessum grimma heimi.

 51. Aldrei átti ég von á að segja þetta en fín skipting… Shelvey ekkert búnað gera í þessum leik og er ekki að fitta í þessari stöðu.

 52. Léleg gæði í sóknarleiknum að gera það að verkum að staðan er ekki 3-0 fyrir Liverpool heldur 0-2 fyrir Villa. Punktur

 53. það þarf að versla ALVÖRU sóknarmann í Jan. ekki einhvern Sturridge eða slíkt heldur einhvern alvöru sem kostar pening. En þarf Sterling ekki að fara að fá hvíld? finnst hann ekki geta mikið orðið eins og hann kom af miklum krafti í byrjun tímabils

 54. Hvernig væri ef við færum að nota Barcelona taktíkina?

  Allir að ráðast á dómarann þegar hann dæmir ekki augljóst víti?

  Svínvirkar hjá þeim…

 55. A Villa 4 skot á mark 3 mörk. Liverpool 6 skot á mark, 0 Mörk… segir alla söguna,, ég er farinn að gera e-ð skemmtilegt í dag, eigið góðan dag. Og til að toppa þetta eru margir meiddir hjá A Villa en við með okkar sterkasta lið,,, eða þannig

 56. Ég held að þetta hafi verið lélegasta vörn sem ég hef séð lengi hjá Skrtel þarna, þvílík jólagjöf.

 57. Henderson hefur lítið fengið að spreyta sig eftir fína frammistöðu um daginn.

 58. Held án gríns að Liverpool gengi betur að vera einum færri frekar en að hafa Alenn inná.

 59. Held að leikmenn og þjálfarinn ættu að tala minna og einbeita sér að því að spila. Nokkrir leikmenn búnir að tala um að ná 4. sætinu og þjálfarinn stefnir á 2. sætið, það er eins og þeir hafi ekki tekið eftir því að þegar þeir verða of bjartsýnir þá gera þeir venjulega í brók

 60. Jæja pollýönnur, eru menn ennþá á BR er rètti maðurinn er starfið !

 61. Jæja, fá á sig 3 mörk á móti liði sem er svo lélegt að það er ekki hægt að tala um það einu sinni. Fyrir þennan leik var A.villa búið að skora 4 mörk á útivelli. !

  Anfield völlur er að verða hlægilegur, því miður ekki virki fyrir LFC heldur fyrir andstæðinga okkar. Ég vona að þetta sé bara martröð og að ég fari að vakna bráðum 🙁

 62. Best að ég endurtaki það sem ég var gagnrýndur fyrir að segja í leiknum á móti West Ham. Joe Allen er ömurlegur.

 63. Ég er búinn að sjá í gegnum þetta.. þetta er ekki Aston Villa, þetta er Barcelona.. hlaut að vera, gat ekki verið að Aston Villa væri búið að skora 3jú mörk í 4 skotum á markið hjá okkur………………………

 64. Líklega lélegasta liðið í deildinni í dag og við erum að tapa 3-0. Hvað er að? Hvað er Skrtel að gera? Afhverju eltir hann menn alltaf í staðinn fyrir að stíga út á móti? Joe Allen er alls ekki nógu góður fyrir okkur og Shelvey á að spila miðju og Suso á kanti.

 65. Hvað er samt Liverpool búið að eiga að fá mörg víti á tímabilinu?? Þetta er nú hætt að vera fyndið.

 66. Trausti #86 Já BR er rétti maðurinn í starfið, það eru leikmennirnir sem eru margir hverjir ekki réttu mennirnir í þetta lið.
  Í staðinn fyrir að spila einfaldan bolta, láta hann fljóta þá eru menn að taka allt of margar snertingar og hlaupa með boltann sem þýðir að vörn andstæðinganna getur stillt sér upp og lokað á menn.
  Það þarf að láta boltann vinna betur í staðinn fyrir að hlaupa með hann til næsta manns…

 67. Dreymdi í nótt að Reina fengi rautt og LFC var búið m skiptingarnar og ALLEN fór í markið og mörkin hrúguðust inn á okkur… það virðist ekkert langt frá því sem er að gerast, Allen hleypir öllum boltum í gegn..

 68. Jahérna. Menn töluðu um þá ósk að fá að vera fluga á vegg í búningsklefanum í hálfleik. Ræðan var svona: "Lads, we need to go out there and fight for every ball, not only for ourselves, but for our families, for our children", í staðinn fyrir að segja "lads, pull your f#**ing thumbs out of your asses and play football. This is Anfield"

 69. Mikið rosalega er þetta lélegt lið hjá Liverpool, sóknaleikurinn er einhæfur og hægur. Miðjan er langt frá því að vera í takti, Joe Allen er ekki með nógu góðan leikskilning.

  Vörnin er hæg, gefur eftir bakkar og staðsettningar ömurlegar.

  Nú biður maður bara efitir að heyra skýringu frá BR sem ég líki við skraddarann í Nýju fötum keisarans, sem alltaf var að benda á silkið sem enginn sá

 70. Hvernig ætlar þetta lið að skora 3-4 mörk þegar það mætir ALDREI neinn inn á teig…

 71. Þetta er eins og hjá Daglish, þegar maður sá í 4.sæti, þá byrjuðu alir að tala liðið upp, stefna hátt, koma úr skugganum, undan steininum, fóru svo út á völl og töpuðu.

  Þetta er einfalt, liðið er í dag ekki nógu sterkt til að komast í meistaradeildina, með eða án Lucas. 10m punda leikmaður í janúar breytir litlu þar um.

 72. Sáuði skyndisóknina rétt áðan? Markmaðurinn missir boltann, 7 gular treyjur en aðeins 2 rauðar. Vandamál Liverpool kristallaðist í þessari sókn.

 73. Jæja, eitt Istanbul comeback á leiðinni? Inná með Suso engu að tapa.

 74. Búinn að gefa Brendan Rogers hált ár en nú er komið nóg. Þessi maður er bara ekki góður þjálfari. Gerir að minnsta kosti ein mistök í hverjum leik. Það að Joe Allen spilar alla leiki 90 min þrátt fyrir að vera lélagasti maður LFC í seinustu 6-7 leikjum segir sitt. Hversu lengi á hann að fá að lifa á 2 góðum leikjum í september.

  LFC er með hóp sem ætti að vera í 5-6 sæti í dag, ekki 10 sæti og tapa 3-0 á heimavelli fyrir Aston Villa.

 75. Jesús minn, ég hef meiri trú á að villa skori fleiri heldur en að við drullumst til að girða okkur í brók og skora eitt.

  Sá áðan að Downing mætti fara frá liverpool í janúar, getur ekki einhver borgað flug fyrir draslið hann Joe Cole líka??

  ps að verja boltann inni í teig með hendi er víti er það ekki???

 76. Var að koma að skjánum. Hvernig getum við verið að tapa fyrir Villa á heimavelli 0-3?

 77. Fyndið að Liverpool hefur náð að skrapa í stig undanfarið með baráttu og svo núna fyrir þennan leik þar sem örlaði á bjartsýni og menn kannski aðeins slaka á þá er skitið á sig. Eigiði góða helgi stuðningsmenn það kemur leikur eftur þennan leik.

 78. eins og mér þykir leiðinlegt að sjá liðið mitt tapa, þá þoli ég ekki þegar það er talað niðrandi um mína menn.
  reka þennann, reka hinn!!….
  B. Rodgers er á réttri leið, það er engin spurning.
  En í leiknum í dag, set ég spurningarmerki við J. Allen sérstaklega….

 79. Flott að vera með 3. varnarmenn á bekknum á heimaleik þar sem að það yrði max notaður einn af þeim í staðinn fyrir að hafa Morgan,Assaidi eða Sahin, menn sem geta jafnvel breytt einhverju í sóknarleik liðsins ef svo ber undir !!!!

 80. Menn 0-3 undir á heimavelli og bara að dútla með boltann. Þetta gengur ekki.

 81. Mátti ekki miklu muna að þetta frábæra skot frá Agger hafnaði í netinu

 82. slökkkti á sjónvarpinu. Þetta er lélegasti leikur LFC í vetur fullyrði ég. Þörf lexía og vonandi kemur þessi rassskelinng mönnum harkalega niður á jörðina. BR og allir leikmenn, í guðanna bænum einbeitið ykkur að því að spila fótbolta. Takið einn leik fyrir í einu og sparið yfirlýsingar í fjölmiðlum. Það er enn mjög langt í land hjá liðinu og hrikalega vantar okkur mikið alvöru hreinræktaðan markagráðugan striker sem hangir í sníkjunni allan leikinn. Það er enn nóg eftir að þessu móti og við skulum heldur ekki missa okkur í einhverju svartsýnisböli.Það eru líka bara 16 dagar í janúargluggann.

 83. 110 Hvernig er hægt að tala um að Br sé á réttri leið? Þetta er LIVERPOOL FC en ekki eitthvað Ungmennafélag þar sem beðið er eftir uppbyggingu.

 84. Liverpool aðdáendur að yfirgefa völlinn á 82 mínútu, það er eitthvað sem ég hef ekki séð í mörg mörg ár 🙁

 85. Djöfull er ég ógeðslega ánægður með þá ákvörðun hjá mér að sleppa því að horfa á þennan leik en fara í staðinn i ríkið og kaupa mér 30 jólabjóra.

 86. þessi leikur er að eyðileggja daginn fyrir mér, en það er nátturulega bara hálfivitalegt að segja að það eigi að reka Brendan Rogers hann er á réttri leið asnalegt að kenna honum um hörmulegt tap. Joe Allen er með kúkin upp á hnakka. Afhverju er Sahin ekki í hóp!?!?!

 87. of seint að ætla að girða sig í brók núna, of mikill kúkur í henni og engin önnur til staðar

 88. 120 Hver er þessi rétta leið? Er það að halda boltanum 90% og tapa ? Er það að mæta í viðtöl eftir hvern tapleikin og tala um frábæra spilamennsku ? þrátt fyrir að vera með allt niðurum sig.

 89. Joe Cole er flottur í sókninni finnst mér. Hann er búinn að spila sig inn í byrjunarliðið. Það vantar reynslu og yfirvegun í liðið . Það eru allir að læra og reyna en betur má ef duga skal.

 90. Liverpool verður að gera góð kaup í janúar ef ekki geta þessir eigendur fundið sér eighvað annað að gera.

 91. Thetta er i fyrsta skiptid sem eg er alveg tritilodur yfir urslitum minna manna undir stjorn BR!

  Hvad var i gangi i thessum leik??

 92. Þetta var til háborinnar skammar, og þörf lexía fyrir BR og co. Betra að spara yfirlýsingar í blöðum og einbeita sér að því sem fer fram inná vellinum !!!

 93. Joe Cole verður að víkja fyrir betri manni. og hvíla sterling ekki seinna en strax hann hefur ekkert getað undanfarna leiki.

 94. Horfið ekki á þennan leik og sé ekki eftir því. Það var líka alveg ritað í skýin að liðið myndi tapa þessum leik. Þeir voru hræðilegir á móti West Ham og raun algjör grís að sá leikur vanst síðan fara menn að gaspra um að þeir séu á leið í 4.sætið og liðið er líka að spila á móti liði í neðri hlutanum sem hefur nú ekki gengið neitt sérlega vel á móti undan farin ár. En það er nú samt skammarlegt að tapa 3-1 fyrir Aston Villa.

 95. Ekkert í gangi BR er ekki með Lpool í neinum framförum,gefa honum tíma?
  Janúar gluggi? Allen og Borini voru keyptir held því miður að ég geti ekki tekið
  undir bartsynisraddir með janúrglugga,
  Ég er einn af þeim sem er ekki hrifin af Allen ,hann skilar flestum sendingum á
  samherja en með 5 til 10metra sendingum til hliðar og til baka, ég er búin að taka það saman,nánast engar frammá við ,hann hefur tapað flestum boltum og nær öllum á miðsvæðinu eða á eigin vallarhelming,og Borini þarf ekki að ræða.
  Semsagt ég hef ekki trú á galdrakaupum og er mjög áhyggjufullur Poollari
  sem vonar að þið getið allir sem einn drullað yfir mig fyrir svona svartsýnisböl þegar talið er úr pokanum með vorinu.

 96. Jaja er ekki kominn tími á þennan blessaða Allen oh hvíla hann í svona sexmánuði

 97. Afhverju eru menn að kenna Allen um mark 2, þessi Bentdeke miklu sterkari og steig hann út. Skrtel hleypir honum hinsvegar óráreittan að vítapunktinum??

  Annars las ég einhversstaðar að einkennismerki hinna “sterkari” liða er að byrja leiki af krafti og enda leiki með hápressu sömuleiðis. Liverpool spilar þessa taktík ansi ömurlega finnst mér. Nánast aldrei mörk í byrjun leikja og andstæðingarnir virðast alltaf fá sjálfstraust í rassgatið ef þeir geta haldið í við Liverpool fyrsta korterið. Þá er eins og allur vindur er úr okkar mönnum. Þetta er búið að vera rispan í plötunni helvíti lengi.

  Er ekki bara málið að slaka aðeins á i byrjun leikja og leyfa mönnum að koma sér hægt og rólega inn í leikina? Nei ég bara spyr…

Aston Villa á morgun

Liverpool 1 – Aston Villa 3