Opinn þráður – John Terry málið vs Suarez málið

Máli gegn John Terry fyrirliða Enska landsliðs var í dag frestað til 9.júlí á þeim grundvelli að erfitt væri að fá vitni í málinu til að bera vitni fyrir dómi sökum anna og að sú dagsetning hentaði vel fyrir ákærða, hann var kærður fyrir nokkrum mánuðum fyrir einn alvarlegasta glæp sem hægt er að fremja á knattspyrnuvellinum, kynþáttaníð gagnvart svörtum leikmanni andstæðinganna.

Enska knattspyrnusambandið hefur sýnt það í verki svo um munar að það er engin þolinmæði fyrir slíku í enska boltanum og dæmdi m.a. leikmann Liverpool á dögunum í eitt lengsta bann sem Liverpool maður hefur fengið í seinni tíð plús peninga sekt. Það gerðu þeir án þess að sanna mál sitt á nálægt því nægjanlega góðan hátt til að hægt væri að taka fyrir innan dómskerfisins, raunar var sá dómur eingöngu byggður á því að snúa útur orðum hins ákærða (Suarez) eftir grunsamlegri hentisemi og taka öllu trúanlegu sem kærandinn (Evra) hélt fram. Jafnvel þó að hans framburður hafi upphaflega verið byggður á misskilningi sem hann samþykkti seinna. Eins var ekki orð dregið í efa í framburði Evra þrátt fyrir fyrri sögu hans hjá enska knattspyrnusambandinu sem árið 2008 lýsti honum sem ótrúverðugu vitni sem ýkti mál sitt töluvert.

Suarez viðurkenndi, sem eftir á að hyggja voru mistök, að hafa sagt á spænsku það sem á íslensku myndi útleggjast sem “Ahverju, Svarti?“ Þeir sem unnu málið fyrir enska knattspyrnusambandið heyrðu bara annað orðið og var þetta orð það eina sem þeir tóku trúanlega frá Suarez í öllum hans vitnisburði. Evra sakaði Suarez um að hafa kallað sig þessu orði yfir tíu sinnum og þá hélt hann því fram að orðið væri n****er. Hann breytti seinna framburði sínum í fimm sinnum þannig að eðlilega komst enska knattspyrnusambandið að því að Suarez hefði sjö sinnum sagt svarti við Evra í samhengi sem Evra einn “heyrði”! Magnað alveg.

Það er aðdáunarvert að skoða hvernig enska knattspyrnusambandinu með góðri hjálp enska fjölmiðla tókst að fara svona sitthvora leiðina með þessi ákaflega keimlíku mál. En maður fær óneitanlega æluna upp í háls við að sjá hversu rosalega öll málsmeðferð svo ekki sé nú talað um fjölmiðlaumfjöllun hefur fallið með fyrirliða enska landsliðsins. Mál Terry er ekki komið frá Anton Ferdinand, hann heyrði ekkert í umræddum leik og var jolly inni í klefa Chelsea manna eftir umræddan leik. Enska knattspyrnusambandið stóð því frammi fyrir því að þurfa að ákæra fyrirliða landsliðsins fyrir kynþáttaníð, ekki bara það heldur fyrir níð á bróður Rio Ferdinand sem lengi hefur staðið við hliðina á Terry í vörn enskra. Vandræðalegasta mál.

Einhver góðhjartaður bjargaði þeim þó fyrir horn og kærði Terry út frá upptöku sem hann sá af þessu atviki. Því fór mál Terry beinustu leið til dómstóla sem þurfa að taka á málinu. Þetta var ekki lítið grunsamlega hentugt fyrir enska knattspyrnusambandið sem þar með getur ekki dæmt í málinu á meðan. Eins var þetta gott fyrir bresku pressuna sem allajafna er ákaflega óvæginn í allri sinni umfjöllun, þeir fela sig á bak við það að mega ekki fjalla um þetta mál meðan það er í dómskerfinu.

Það hefur reyndar meira farið fyrir því að vinir Terry í blaðamannastétt, sem hafa farið hamförum í gagnrýni á Luis Suarez, hafi velt því fyrir sér á Twitter hvort það sé í raun rasistaháttur að öskra black cunt í áttina að svörtum manni? Sá sem ég er að tala um heitir Oliver Holt, yfirmaður á íþróttadeild Mirror. Hann hefur m.a. skrifað æviminningar Terry og því eðlilega alveg hlutlaus. Athugið að það eru greinar eftir t.d. þennan Oliver Holt og hans kollega sem fréttamiðlar eins og fotbolti.net hefur verið að matreiða beinþýtt ofan í íslenska áhugamenn um þetta mál og því ekki að furða að þeir hafi fengið á sig gagnrýni fyrir vikið.

Kaldhæðni örlaganna varð til þess að QPR fékk Chelsea í bikarkeppninni sama dag og Liverpool fékk Man Utd í heimsókn. En þetta voru fyrstu leikir þessara liða eftir að þessi mál komu upp. Munurinn á umfjöllun sem þessi mál fengu var ævintýri líkastur. Liverpool og allir tengdir félaginu voru undir þvílíkri smásjá að það var í alvörunni gert mál úr því að baulað væri á Patrice Evra, leikmann sem stuðningsmenn og leikmann Liverpool álíta lygara og hafa lítið fengið að sjá sem sannar að þeir hafi rangt fyrir sér í þeim efnum. Versta sem hann fékk var baul frá stuðningsmönnum sem er ein friðsamlegasta aðferðin til að mótmæla einhverju á fótboltavelli. Auk þess mátti næstum heyra pressuna fagna því er 59 ára hálfviti frá Wales fór að leika apa í stúkunni (sá var handtekinn eftir leik í samvinnu við Liverpool FC). Flestir svosem með á nótunum að þetta var einn asni meðal 40.þúsund annara en sá fékk athyglina eftir leik og meðan á leik stóð.

Ekkert fór fyrir því hvernig stuðningsmenn United höguðu sér á meðan leik stóð en þeir sungu í hundraða ef ekki þúsunda tali níðsönga um Hillsborogh slysið sem ennþá er mjög viðkvæmt mál í Liverpool borg og hvað þá á Anfield.

Umfjöllunin var heldur betur ekki svona fyrir leik Chelsea og QPR, vissulega minni leikur en það mál varðar ennþá fyrirliða enska landsliðsins. Stuðningsmenn Chelsea sáust syngja níðsöngva um blökkumenn og þ.á.m. Anton Ferdinand í lest fyrir leik, þeir voru svo elskulegir að senda Ferdinand, sem kærði ekki einu sinni Terry, byssukúlu í pósti fyrir leik, en morðhótanir eru sérgrein stuðningsmanna Chelsea. Þetta fékk alveg umfjöllun en hún var lítil og hvarf fljótt. Leikmenn liðanna voru beðnir um að vera ekkert að heilsast fyrir leik og einhversstaðar var John Terry hrósað fyrir það hvernig hann hefur tekið á þessu leiðindamáli. Orðið “brave” kom þar fyrir. Magnað alveg.

Elvar Geir einn ritstjóra Fótbolta.net skrifar pistil um þetta málefni á síðu .net í dag. Fín grein sem er á svipaðri línu og ég horfi á þetta nema ég er mjög ósammála þessari línu:

Mikið var gert úr því máli í enskum fjölmiðlum og Suarez og Liverpool fengu harða gagnrýni í blöðunum, mestmegnis réttilega gagnrýni að mínu mati, meðan John Terry var ekki stimplaður. Ekkert samræmi í því.

Það er fyrir mér með ólíkindum hversu lítið Liverpool og/eða Luis Suarez mátti verja sig í þessu máli, það var bara ein lína sem hægt var að taka til að fá fjölmiðla með sér (m.ö.o. vinna PR „stríðið“). Það var að segja já og amen við öllum ásökunum enska knattspyrnusambandsins og Patrice Evra og lúta öllum þeim dómum sem koma skyldu. Breska pressann gerði upp sinn hug um leið og ásakanir Evra fóru í loftið og stimplaði Suarez um leið sem rasista og öll umfjöllun eftir það hefur verið lituð af þessari línu.

Eftir að hafa heyrt hlið Suarez á þessu máli ákvað félagið að styðja þétt við sinn mann og gagnrýndi mjög vinnubrögð enska knattspyrnusambandsins áður dómur var felldur. Þegar dómur féll, án útskýringa, urðaði félagið hressilega yfir hann en sagðist hlakka til að sjá útskýringarnar.

Breska pressann átti góðan dag þá og hver snillingurinn á fætur öðrum gagnrýndi Liverpool harðlega fyrir að una ekki dómnum sem á þessum tíma var ekki búið að birta. Suarez/Liverpool átti m.a. að biðjast afsökunar og hætta að reyna að verja sig og fleira í þeim dúr, svona eins og einhver maður í heiminum sem telur sig hafa verið ranglega sakaðan um eitthvað hafi dottið slíkt í hug.

Hér á Íslandi sá meira að segja sig einhver snillingurinn sig knúinn til að senda aðsenda grein á .net um það hvað félagið væri með mikla sjálfseyðingarhvöt fyrir að hafa stutt sinn mann, PR deildin væri að skíta á sig og fleira á þeim nótum en skoðaði ekkert málið frá hinni hliðinni, sama á við um flesta sem fjallað hafa um þetta mál.

Dómurinn kom loksins í loftið nokkrum dögum seinna, n.t.t. 31.des, seinni partinn og var 116 blaðsíður. Glætan að breska pressan sem þegar hefur gert upp sinn hug er að fara lesa þetta og hvað þá á gamlaárskvöld. Nei það var fín samantekt í restina og hún var lesin og út frá henni smíðuð frétt.

Punktur basta, búið að dæma, Suarez er rasisti og Liverpool og stuðningsmenn þess eru laumu rasistar. Svo notum við næstu vikur til að finna einhverjar sannanir á þessu, t.d. úr stúkunni. Já svo var nefndinni sem vann þetta erfiða mál hrósað og skýrslan talin taka af allann vafa því hún var bæði löng og vel skrifuð. Flestir hugsandi menn sem lesa þessa skýrslu með örlítið gagnrýnum hug sjá fljótt að niðurstöður nefndarinnar og sannanir halda reyndar engu vatni en eins og ég segi, þetta er langt og vel skrifað. Svo er þetta orðin svo þreytt frétt og kominn tími á næstu stórfrétt.

Liverpool og Suarez reiknuðu dæmið þannig út að best væri að áfrýja þessu ekki. Enska knattspyrnusambandið er dómari, lögregla og kviðdómur í öllum sínum málum og ótrúlegt satt eru þeir með rúmlega 99% vinningshlutfall í sínum málum. Þeir bjóða heldur ekki upp á það að áfrýja dómum per ce heldur bara lengd bannsins. Þetta var útskýrt og félagið tók dómnum þvert gegn sínum vilja og sannarlega án þess að samþykkja hann.

Því meira sem maður les um þetta mál og auðvitað með því að lesa blessaða skýrsluna því furðulegri verður þessi dómur fyrir mér og ég efast um að ég muni nokkurntíma kyngja þessari niðurstöðu. Það að breska pressan hafi ekki svo mikið sem reynt að gagnrýna neitt í þessari skýrslu er með ólíkindum og vægt til orða tekið mjög grunsamlegt. Hér er t.d. fín færsla á Tomkins Times um þetta mál og úr henni linkar á fleiri góðar færslur. Allt eitthvað sem komið hefur áður hingað á kop.

Hefði John Terry fengið sömu meðferð? Væri Patrice Evra ekki öllu tortryggilegri ef það væri John Terry sem hann væri að ásaka, ekki Suarez? Væri ekki skoðað þessa skýrslu betur og farið betur yfir þær niðurstöður sem í henni er að finna? Þó ekki væri nema að láta löglærða menn lesa þetta yfir! Ég bara spyr.

Því hefur verið haldið fram, m.a. á twitter að hroki breta og álit á eigin ágæti eigi sér lítil takmörk, gamla heimsveldið hefur ekki mikla þolinmæði fyrir öðrum menningarheimum og þeir voru heldur betur tilbúnir að dæma útlenskan leikmann í bann sem var að tala við annan útlenskan leikmann á útlensku tungumáli, bannið var m.a. byggt á því að í þessu samtali kom fyrir orð sem er bannað að segja á Englandi en hefur allt aðra merkinu á því tungumáli sem þessi ágæti útlendingar voru að tala á. Nei þennan útlending var mikið í lagi að dæma í langt bann og hann verður stimplaður af þessu fyrir lífstíð.

En Englendingur sem öskrar kynþáttaníð að öðrum enskum leikmanni á kjarngóðri ensku, fyrir framan myndavél, það er ekki alveg það sama skv. dómstóli bresku pressunnar. Hann meinti þetta líklega ekki og það er frekar óþægilegt að fjalla um það mál. Er black cunt í raun rasistaháttur?

Fjósafýlan af þessu máli nær frá Englandi til Íslands, lengri leiðina og ég er a.m.k. eftir daginn staðfastur í þeirri trú minni að innan enska knattspyrnusambandsins og bresku pressunnar sé að finna töluvert meiri og alvarlegri rasista heldur en Luis Suarez og John Terry.

Enska knattspyrnusambandið getur haldið því fram að þeir séu hvítþvegnir af þessu John Terry máli þar sem það er ekki ennþá komið inn á borð til þeirra, en það er augljóslega eitthvað mikið að í þessu kerfi þeirra í Englandi þegar hægt er að skaða tímabil Liverpool gríðarlega með því að setja þeirra besta mann í bann á meðan Chelsea hefur sinn lykilmann út tímabilið án truflana og fær heilt sumar til að bregðast við fjarveru hans, verði hann dæmdur sem er alls ekkert öruggt.

Ég á ekki von á því að skrifa annan svona pistil um þetta Suarez mál, þetta mál eru engu að síður geymt en alls ekki gleymt. Hinsvegar fagna ég endurkomu okkar manns gríðarlega og vona að þetta mál hætti að hafa áhrif á hann. Mest allt tímabilið hefur verið litað af þessu og þetta hafði augljóslega smá áhrif á hann áður en hann tók út samtals 9 leikja bann vegna þessa máls. Hann fékk einn leik í bann fyrir að bregðast eitt augnablik við níðsöngvum stuðningsmanna Fulham rétt áður en hann tók út þetta átta leikja bann sem enska knattspyrnusambandið bauð uppá. Það bann var reyndar annað dæmi um mismundandi meðhöndlun sem útlenskir leikmenn fá m.v. þá bresku enda Suarez ekki sá fyrsti sem gefur stúkunni óviðeigandi merki, það eru bara ekki allir dæmdir fyrir það.

Orðum þetta svona, ef mamma og pabbi hefðu skýrt mig Jón væri ég að læra til prests núna.

71 Comments

 1. Þráðrán:

  Eru þið að sjá suma af þessum leikmönnum í varaliðinu? Raheem Sterling er ótrúlegur! Hann er þvílíkur talent sem örlítið að fínpússa til þess að hann gæti orðið einn af þeim betri. Ngoo minnir mig á Adebayor nema hann þarf bara að bæta við svolítið af kjöti á sig. Einnig má nefna Toni Silva, Suso, Coady og Flanagan auðvita.

  Björt framtíð!

 2. ” …þar eru vil ég meina að mikið meiri rasistar séu að störfum á föllum miðlum heldur en nokkurntíma Luis Suarez.” Sammála þessu, en annars er mér sama um þetta Terry mál, huggar mig nákvæmlega ekkert ef hann fær sömu meðferð og Suarez.
  Er á þeirri skoðun að hvorugur þeirra eigi að fá sekt eða bann, svona mál eiga einfaldlega að hafa upphaf sitt og endi milli leikmannanna sem umræðir (Evra vs. Suarez og Ferdinand vs. Terry).
  FA á aldrei að koma nálægt hvorugu málinu… en ég hef ekki nægan skilning á þessum lögum og reglum þarna úti – eina sem ég veit er að það er gríðarlega mikil skítalykt af þessu öllusaman…

 3. FA hefur nú ekkert gert ennþá, ef ég man rétt ætla þeir að tækla þetta eftir að dómstólar taka á því. Terry hlýtur að fá bann, annað er ómögulegt. En það tekur sinn tíma greinilega, eins og hjá Suarez.

  Þetta mun hafa neikvæð áhrif á Terry og enska landsliðið og er þeim ekki endilega í hag held ég. Ef Terry hefði farið í 10 leikja bann núna gæti hann bara verið klár í sumar og gleymt þessu, eins og Suarez gerir núna. Kemur hungraður til baka.

  Nú munu allir velta sér upp úr því hvort þetta sé ástæðan fyrir því að England löðrar upp á bak á EM í sumar.

 4. Málið er að Terry fær að tala sínu máli fyrir framan óháðan dómsstól, ekki dómsstól sem þyrstir í að setja fordæmi.Alvöru dómstóll hefði ALDREI dæmt orð gegn orði, það einfaldlega er ekki gert.

 5. Er ekki málið fyrir útlendinga í enska boltanum að koma sér í burtu frá þessu landi ?Það er ömulegt að sjá hversu lélegt viðhorf er gagnvart mönnum frá öðrum löndum !Þetta viðhorf er líka hjá dómurum í leikjum !

 6. Er málið ekki það að Terry var fyrst kærður til lögreglu (sem Suarez var ekki) og það þarf fyrst að dæma í því máli áður en FA getur dæmt?  Annars hef ég ekki áhuga á að fylgjast með þessum leiðinlega þurs sem Terry er.  Hann hefur fyrir löngu sannað það að hann er ekki með toppstykkið í lagi.  En að öðru.  Ekkert af liðunum sem erum í efstu 7 sætunum eyddi pening í janúar (chelsea keypti jú einhver ungling á 7m, aðrir fengu unglinga ókeypis og Tottenham Saha ókeypis) ætli liðin séu farin að finna fyrir miklum launakostnaði?  Eða eru þau öll svona fjandi vel mönnuð?

 7. Getur einhver sagt mér hvar ég get hlustað á podcast þætti hjá ykkur? 

 8. Þetta er nátturulega rugl og skandall en svoleiðis er allstaðar í kringum okkur og við getum ansi lítið gert nema að einhver góður fréttaritari, helst enskur geri eitthvað og hræri upp í þessu.

 9. Haraldur #8

  FA mun auðvitað ekki dæma í málinu EFTIR að dómskerfið í Bretlandi er búið að dæma, nema auðvitað að Bretar vilji setja enn eitt heimsmetið í hræsni og hendi öllum viðurkenndum lagareglum út um gluggann og dæmi mann tvisvar fyrir sama brot.

  Munurinn á þessum tveimur málum er auðvitað það að Terry-málið er orðið að opinberu máli, þ.e. opinberri rannsókn. Lögregluyfirvöld ákváðu, á grundvelli áreiðanlegra vísbendinga (eða sönnunargagna) að hefja slíka rannsókn.

  Suarez-málið varð aldrei opinbert mál með aðkomu lögreglu eða annarra yfirvalda. Þegar þannig horfir við, þá er ekkert óeðlilegt að málið sé rannsakað á þeim vettvangi sem FA er.

  Við skulum ekki láta óeðlilega niðurstöðu í Suarez-málinu blinda okkur. Niðurstaðan þar var algjörlega andstætt öllu því sem teljast má eðlilegt í réttarríki, þar sem einn maður er dæmdur sekur þar sem orð stendur gegn orði. Alveg yfirmáta hallærislegt, svo ekki sé dýpra í árinni tekið.

  FA má alveg vera ánægt með sjálft sig. Málið er dautt fyrir öllum nema stuðningsmönnum Liverpool. Aðrir hafa ekki áhuga á því. Þeir settu líka RISA-fordæmi með þessum “dómi”. Það er samt ekki gott fordæmi.

  Góðu fréttirnar eru samt þær að Suarez verður kominn aftur, og ég er svo viss um það að við eigum eftir að sjá alveg hreint magnaðan Suarez snúa aftur til leiks. Sanniði til, okkur fannst hann alltaf frábær leikmaður, en núna verður hann bara enn betri og enn sterkari 🙂

  Homer

 10. Gjörðu svo vel Dabbi http://www.kop.is/gamalt/podcast/En varðandi þetta Terry dæmi finnst mér magnað að þetta sé bara ekkert mál að fresta þessu. Liverpool keppir við Chelsa um 4. sætið og missir einn besta mann liðsins út í níu leikja bann. Fyrir utan það að málið hefur haft gífurleg áhrif á félagið, leikmenn og Suarez sjálfan allan þennan tíma. Hann var t.d. ekki líkur sjálfum sér þá leiki sem hann spilaði þangað til dómurinn var kveðinn. En Chelsea sleppur við að missa fyrirliða sinn í keppnisbann þrátt fyrir upptökur af atvikinu.
  Tilviljanir og skrýtnar verklagsreglur FA eru of margar til þess að maður geti hunsað þær.
  Liverpool klúbburinn, stuðningsmenn og aðrir honum tengdir berjast við bakkafullan lækinn í allri umfjöllun fjölmiðla og spjalli við kunningja til þess að sýna fram á óréttlæti sem þeir verða fyrir. En í staðin kemur lítið til baka nema “aldrei ykkar sök ávallt fórnarlömb”.
  Ég hlustaði t.d. á Podcast Guardian í gær þegar ég ætlaði að sofna en reiddist svo að ég var nálægt því að henda iPodinum í vegg vegna útúrsnúnings þáttastjórnenda og einn gestanna var t.d. Liverpool maður (minnir mig).Enski boltinn er fyrir mér að missa sjarma sinn og eins og Babú segir þá eru FA að setja met í hræsni og eru að gera sjálfa sig að mestu rasistunum….án þess að um það verði fjallað.Einhverstaðar las ég að fjölmiðlar þyrðu ekki að gagnrýna FA vegna ótta við að vera meinaður aðgangur að enska landsliðinu í sumar á EM…..eitthvað virðist vera til í því.

 11. Maður er nú kannski svo reiður enn eftir þennan farsa FA í Suarez málinu….. en maður vonar ef Terry verður dæmdur í samfélagsvinnu(verður aldrei meira en það ef hann verður eitthvað dæmdur) og FA láta það þá duga eða hitt hann verður sýknaður og FA gerir ekkert þá vona ég að einhver leggi fram ákæru gegn FA fyrir rasisma því þetta er ekkert annað en rasismi gegn útlendum leikmönnum.
  Alveg orðið óþolandi hvernig þeir fara með útlendinga sem oftast eru bestu menn deildarinnar og það fer kannski svona rosalega í pirrurnar á þeim.
  Hættur að hugsa um þetta því það gerir ekkert nema pirra mig….. að öðru máli þá hef ég verið óvæginn í gagnrýni minni á Kuyt og Adam og eins og margir aðrir í liðinu þá hafa þeir verið úti að skíta en ég í síðustu leikjum þá eru þeir að stíga upp og spila eins og þeir eiga að spila og er ég mjög sáttur með það.

  Hins vegar varð ég frekar svekktur með eitt í leiknum í gær (hvernig er það hægt??? unnum 3-0) það var enginn sóknarmaður á bekknum, suarez að klára síðasta leik í banni og restin inn á vellinum, afhverju var þá ekki einn graður varaliðs-unglingaliðsmaður þá kallaður inn í hópinn? Við eigum fullt af þræl efnilegum sóknarmönnum en þeir fá enga sjénsa hjá Kenny sem vonandi á eftir að breytast á næstunni. Þeir þurfa ekkert að byrja leiki en að fá kannski síðustu 5-10 mín gefur þeim ómetanlega reynslu.

 12. vá hvað þetta er góð grein!takk fyrir góð skrif, djöfull er þetta ósanngjarnt 🙁

 13. Babu, þú talar út úr mínum munni.Því miður leiðir þetta líka til þess að umræðan verður svo skökk. Allir trúa þessu sorpmiðlum og ,,hin hliðin” er einfaldlega ekki til og ekki rétt. Ekki lýgur enska pressan virðist vera orðið að löggiltu máltæki.FA batteríið er búið að fylla mig af þvílíkum viðbjóð að það hálfa væri nóg. Það er ekkert fair í gangi þarna og menn haga sér eins og þeir vilja. 

 14. En ef dómstólar dæma, er þá nokkuð um leikbann að ræð? Einungis fjársekt eða samfélagsvinnu? Eða munu FA (sem framvegis mætti skrifa með mjög smáu letri) dæma hann í bann líka?

 15. Það var eitt sem kom mér sérstaklega á óvart í þessu öllu. Afhverju eru breskir dómstólar að fresta þessu fyrir Terry? Ef hann væri í venjulegri 9-5 vinnu væri þá séð til þess að lögsækja hann þegar hann væri í sumarfríi ? Ég sé ekki fyrir mér starfsmann í plani á bensínstöð í London fengi frest fram í sumarfrí því það væri bara svo mikið að gera og hann mætti ekki vera að þessu!

 16. Eins ósanngjarnt og þetta kann að vera þá græt ég þetta ekkert. Terry er búinn að vera skugginn af sjálfum sér og ef hann færi í langt bann þá færi Cahill líklega inn í liðið á hans kostnað og vörnin þeirra batnað þó að hann sé mistækur líka. Að minnsta kosti yrði hún ekki verri.

  Hugsa að það yrði einmitt hollt fyrir Chelsea liðið og búningsklefann þeirra að losna undan oki Terry og að sjá að hann er ekki lengur ómissanlegur og leyfi öðrum að stíga upp rétt eins og í tilfelli Lampard.

  Rétt að taka það fram að mér finnst Terry mest óþolandi knattspyrnumaður ensku úrvalsdeildarinnar sem ég man eftir, Gary Neville verður hálfger dýrlingur í samanburði við hann. Bara svo það sé á hreinu.

  Gott fyrir Liverpool í baráttunni um fjórða sætið.

 17. Svakalega góður og flottur pistill! Og gjörsamlega eins og talaður frá mínu hjarta, hvert einasta orð.
  En yfir í annað.. Mikið svaaakalega var gott að taka Suarez af bekknum hjá mér í Fantasy deildinni og setja hann inn í byrjunarliðið sem fyrirliða!
  Já ég var með hann á bekknum allan tíman á meðan hann var í banni..

 18. Takk meistari fyrir þennan pistil.   Dregur þetta mál alveg snilldarlega saman.YNWA

 19. Ég er algjörlega brjálaður út af þessu. Ég meina lesið þið þetta:The prosecution had initially hoped the case would be heard in mid-March, but the trial has instead been held over until the summer after the judge considered Terry’s playing commitments for club and country over the course of the next four months. The district judge also took into account a letter submitted to the court by the Chelsea chief executive, Ron Gourlay, in which he had appealed for the trial to be delayed given the defence counsel intend to call a number of Chelsea players and staff as character witnesses.The club were concerned that their preparations for matches might be disrupted by the case. Chelsea could potentially be involved in the Champions League final on 19 May, with England then due to play two friendly fixtures – against Norway and Belgium on 26 May and 2 June – before departing for Euro 2012 in Poland and Ukraine, a tournament which does not end until 1 July.http://www.guardian.co.uk/football/2012/feb/01/john-terry-pleads-not-guilty

 20. Og nei, það eru engin lög eða reglur í Bretlandi sem banna FA að taka á máli John Terry áður en að dómstólar gera það. Árið 2010 voru þrír Pakistanskir krikketleikmenn teknir fyrir að hafa riggað úrslitum í krikketleikjum fyrir pening. Þeir voru dæmdir í 5 – 10 ára bann af ICC áður en að málið fór fyrir breska dómstóla þar sem þeir voru einnig fundnir sekir.

 21. Það er ekki oft sem ég hlæ upphátt við að lesa The Daily Fail en það gerðist núna! Ég eyddi bróðurparti kvöldsins í að skrifa grein hingað inn um Terry vs Suarez málið og ótrúlega hræsni bresku pressunnar sem hefur leitt fjölmiðlaumfjöllun annarsstaðar (lesist hér á landi).

  Eins og ég segi Suarez var dæmdur eins og skot af pressunni, pottþétt sekur og þetta var strax spurning um að sanna sakleysi hans frekar en að það þyrfti að sanna hans sekt. 

  En þegar málið snýr að fyrirliða Englendinga þá er er hljóðið heldur betur annað í pressunni og þessi grein er bara frábær ef þú hyggur á nám í Hræsni 203.
  http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-2095143/Martin-Samuel-Spare-Strictly-Come-Racism.html?ITO=1490
 22. Góður pistill Babu, og eins og talað úr mínum munni.  Ég er búin að vera með ógleði yfir þessu Suarez máli svo lengi að ég var farin að halda að ég væri óléttur ;-).  Svo kemur þetta útspil frá fíflunum í FA.   Það versta við þetta er að flestir enskir fjölmiðlar eru ekki einu sinni að setja út á þessa gjörninga hjá þeim.  Svo #8 Haraldur, celski keypti líka Cahill frá bolton, ekki bara guttann frá genk. Kannski hugsuðu þeir hann fyrir terry ef hann yrði dæmdur í bann, sem verður núna KANNSKI á næsta tímabili.  úff.  YNWA

 23. Mér finnst þessi klippa úr Blackadder lýsa ágætlega því hugarfari sem Bretar hafa gagnvart útlendingum í enska boltanum (skiptið bara þýskum njósnurum út fyrir útlenska fótboltamenn)

  http://www.youtube.com/watch?v=1qCx-xiz1F0 (atriðið sem ég er að vísa í er á sirka 09:30 mín í myndbandinu)

 24. Mjög góður pistill Babu og þú ert alveg að draga þetta vel saman. Ég tek undir með þér og ég held að ein mesta “ástæða” fyrir þessu máli sé eðli Englendinga, ekki Breta þar sem t.d. Skotar eru ekki svona innrættir, sem er akkúrat hroki og yfirgangur Englendinga í garð fólks af öðru þjóðerni. Nánast viss um að það sé ekkert annað sem er drifkraftur þessa fólks í að “taka á málum” sem þessum. Saga Breska heimsveldisins talar sínu máli.

  Ég nánast legg til að Liverpool borg segi sig úr lögum við Englendinga og sameinist Skotum 🙂

 25. Bjartmar, fyrir það fyrsta mæli ég ekki með þessari síðu.

  En ok, hér er frétt um 4 leikja bann og sekt sem Evra fékk:
  http://www.guardian.co.uk/football/2008/dec/16/patrice-evra-manchester-united

  Þessa setningu er síðan að finna í niðurstöðumFA:

  We find Mr Evra’s account exaggerated and unreliable. It is an attempt to justify a physical intervention by him which cannot reasonably be justified

  http://www.dailymail.co.uk/sport/article-1097030/The-Football-Association-v-1-Patrice-Evra-2-Chelsea-Football-Club.html

  Hljómar ekki eins og þeir hafi tekið honum sem trúverðugu vitni.

 26. Bíddu, ertu í raun á þeirri skoðun að hvorki ætti að sekta Suarez fyrir að kalla Evra ‘negro’ (viðurkenndi amk einu sinni, mögulega oftar), né Terry fyrir að segja ‘black cunt’? Fyrir mér ætti að nægja að kalla einhvern ‘cunt’, til að slá á höndina á honum. Það er ekki til mikils ætlast að menn sýni hvor öðrum virðingu á vellinum. Tek það fram að Rooney fór í bann fyrir f-orðið í myndavél. FA verður auðvitað að bregðast við Terry málinu og setja hann í veglegt leikbann. Það ætti að nægja til að svona mál komi vonandi ekki upp aftur. 

 27. Shearer, hvað ertu að fara með þessu? Hvar sagði ég það?

  Ég er svo sannarlega á því að 8 leikja bann og há sekt á Suarez hafi verið rosalegt kjaftæði. Hann viðurkendi að hafa sagt negro við Patrice Evra á spænsku einu sinni, ekki mögulega oftar heldur bara einu sinni.  Eins og Suarez lýsti því þá er það ekki refsivert í spænskumælandi löndum, það er það eina sem FA hafði í höndunum og þeir sneru hressilega út úr því og bættu við öllum ásökunum Patrice Evra við án þess að draga orð af þeim í efa. Lestu dóminn og þá sérðu að Suarez er ekkert dæmdur fyrir að hafa einu sinni sagt orðið negro við Evra, hann er dæmdur fyrir það samhengi sem Patrice Evra smíðaði í kringum þetta orð sem hann heyrði. Já og skv. skýrslunni sagði hann negro 7 sinnum. Skv. Evra var það 5 eða 10 sinnum, eftir því hvenær var talað við hann.

  Varðandi Terry þá er ég augljóslega að gagnrýna það hvernig fjölmiðlar taka á hans máli m.v. hvernig þeir tóku á Suarez málinu. Eins finnst mér magnað að sjá hversu mismunandi vinnubrögð FA er í þessum keimlíku málum.

 28. Flottur pistill Babu! Mér finnst að allir rökhugsandi einstaklingar, sama með hvaða liði þeir halda, ættu að lesa þetta og reyna að halda því fram að Liverpool hafi ekki farið frekar ósanngjarnt og illa út úr þessu, þá sérstaklega Suarez. FA ætti með réttu að vera FR: F-ing Racists!

 29. Bjammi, þessi grein er hrikaleg. Vissulega hafa einhverjir haldið því fram að Evra hafi áður logið rasisma upp á einhvern, en punkturinn er, eins og Babu bendir á í ummælum hér að ofan, að Evra laug vissulega, það var hinsvegar um ástæður þess að hann lenti í stympingum við vallarmann. Næsta setning á eftir við tilvitnunina sem Babu bendir á: “It is an attempt to justify a physical intervention by him which cannot reasonably be justified.”

  Hér sjáum við að Evra hikar ekki við að hagræða sannleikanum í vitnisburði frammi fyrir rannsóknarnefndinni. Þessvegna er punktur fjögur í greininni sem þú bendir á bara kjaftæði, og í rauninni svívirðilegt af svokölluðum Liverpool-aðdáanda að ráðast svona á klúbbinn (efast reyndar um að þetta sé Liverpool-aðdáandi sem skrifar).

  Það er sorglegt (eftir á að hyggja) að lögmaður Luis Suarez hafi ekki tekið vitnisburð Evra fastari tökum í yfirferð málsins. Ég held, eins og mér finnst Babu ýja að í greininni, að menn hafi kannski haldið að það væri bara nóg að vera samvinnuþýðir, og þá myndi nefndin taka á málinu á sanngjarnan hátt. Eftir á er augljóst að það var ansi mikil bjartsýni. Býst ekki við því að okkar menn geri nokkurn tímann þau mistök aftur að búast við sanngjarnri málsmeðferð frá FA.

 30. Babu,Ég hef misskilið þig vegna “Er black cunt í raun rasistaháttur?“. Ég held að allir geti verið sammála um að það verði að vera samræmi frá FA, það er alls ekki ný krafa (sbr. Rio fékk töluvert lengra bann fyrir að mæta ekki í lyfjapróf heldur en t.d. Kolo Touré fékk fyrir að falla á lyfjaprófi). Varðandi dóminn hjá Suarez, þá getum við bara verið sammála um að vera ósammála. 

 31. Ég er á því að best sé að gleyma þessu ekki en geyma þetta í bili. Hræsnin og yfirdrepsskapurinn í þessu máli er allt saman yfirgengilegt hneyksli. Samt er það þannig að ruglið slær yfirleitt til baka. Dómgreindarleysi FA er að búa til vandamál fyrir Capello eins og hann hafi ekki nóg á sinni könnu með þetta enska landslið.

  Þetta er samt sem betur fer búið fyrir okkar mann og nú er að halda áfram. Vera má að ruglið í Terry málinu og hræsnin taki kastljósið af okkar manni og minnki þrýstinginn. Í það minnsta held ég að flestum sæmilega réttþenkjandi mönnum ofbjóði sama hvaða lið þeir styðja.

 32. Nr. 39 Shearer
  Ahh sorry, það var háð á Oliver Holt blaðamann Mirror sem hefur farið hamförum í Suarez málinu, hann velti þessu fyrir sér á Twitter þegar vinur hans John Terry var sakaður um kynþáttaníð. Fannst þetta enn eitt úrvalsdæmið um hræsni bresku pressunnar.

 33. Ég las úrskurðinn í þessu Chelsea máli Evra (margfalt styttri en Suarez úrskurðurinn) og þar fer ekkert á milli mála að þeir segja hann vera mjög óáræðanlegt vitni sem ýki hlutina – hvað sem er svo til í því, ekki treysti ég þessu sambandi vel þessa dagana amk.

 34. Frábær grein og vel skrifuð, enska knattspyrnusambandið ætti að sjá sóma sinn í því að lesa svona gagnrýni á netinu og taka til sín, jafnvel englendingar allir. #YNWA

 35. Frábær pistill hjá Babú og mál þessar tveggja mann eru bara fáránleg og öll framkvæmd og vinnsla til háborinarskammar fyrir FA.

  Ég kíkti aðeins eina af þessum greinum sem Babú setti og hætti eiginlega að lesa eftir þessa setningu “Terry could lift England’s first trophy since 1966 as the hero of a nation on July 1, and be branded a racist in Westminster Magistrates’ Court less than two weeks later; a horrible prospect.”

  Þetta segir allt sem segja þarf um þessa blaðamenn. Halda menn virkilega að England sé að fara vinna þetta mót!!!! Lið sem hefur ekki einu sinni leikið til úrslita síðan 1966 á stórmóti. Var t.d ekki með á síðasta EM og hefur best náð 3. sæti á stórmóti eftir 1966 og það var 1996. Held að Breska pressan sé veruleika firtari en sú Íslenska.

  Ég bara get ekki séð hvernig maður á að geta tekið nokkuð trúanlegt sem þessir menn segja sem tengist fótbolta.

 36. Sæll,Takk fyrir ábendinguna. Eins og kom fram í þessari frétt, þá var flestum stuðningsmönnum hrósað fyrir góða framkomu. Hins vegar höfum við ekki séð neina frétt um að lögreglan sé að rannsaka hillsboro söngvana, eða rasista söngva um evra sem einhverjir áttu að syngja.Það er enginn að segja að allir liverpool menn séu eins og apamaðurinn þarna, en hann var vissulega með rasisma.
  kv alexander

  Þetta eru svörin frá fotbolta.net sem ég fékk við því afhverju einungins var fjallað um “apamanninn” en ekki níðsöngva stuðningsmanna manut. Þeir á fótbolta.net hafa engan áhuga á því að vinna vinnuna sína, heldur einungis taka fréttir frá mjög slökum síðum og þýða þær. 
  Takmörkuð fréttamennska og oft virðist beinlínis ætlunin að æsa upp stuðningsmenn Liverpool. Allt þetta þrátt fyrir að margir af pennum og stjórnandi síðunnar eigi að vera Liverpool stuðningsmenn 

 37. Virkilega virkilega vel skrifaður pistill og ég er 100% sammála honum !

 38. Veit einhver hérna hvenær heimaleikurinn á móti Everton í deildinni verður, eða hvenær það kemur í ljós hvenær hann verður spilaður ?
  Honum var frestað vegna úrslitaleik Carling cup.

 39. Verð að skrifa þetta áður en ég held áfram að lesa:

  Ég er hættur að lesa greinar / fréttir sem Elvar Geir póstar á .net, þessi náungi veit ekki neitt og er alltaf að reyna að troða einhverjum helvítis skondnum innskotum í fréttirnar ..djöfull sem það fer í taugarnar á mér.. örugglega fínn gaur, en þú getur verið með fyndin innskot og leiðinlegt persónulegt mat á þinni eigin bloggsíðu.

 40. “We need hard facts, not vague implorations.” Einmitt 🙂 Hefði mátt skrifa þetta þegar Suarez var dæmdur 

 41. Nenni varla að ræða þetta Suarez mál en held ég geri það aðeins í ljósi þessarar langloku (alls ekki meint sem neikvæð merking).
  Í fyrsta lagi þá held ég að það sé ekki hægt að neita því að Suarez hafi verið með nokkurs konar rasisma. Hans hlið á málinu er afar vafasöm, og að hann hafi átt að segja “afhverju, svarti” meikar bara alls ekkert sens í ljósi þess að Evra spurði hann af hverju hann sparkaði í sig.Trúlegasta sagan af þessu er að Suarez hafi svarað Evra við fyrrnefndri spurningu “af því að þú ert svartur”. Suarez breytti framburði sínum oft og síðasta útgáfan (afhverju svarti) er eiginlega bara fáránleg. (Sem betur fer eru ekki allir svona “viðkvæmir” því þegar eh spyr mig afhverju ég gerði þetta eða hitt þá svara ég oft í sama dúr nema þá nefni ég mömmu einstaklinganna og það er yfirleitt bara svarað með yo mama bröndurum)
  Ég er nokkuð sammála enska sambandinu að setja Suarez í bann, til að skapa pínu fordæmi, en ekki svona langt! Lengdin á því er hlægileg og þetta var alls ekkert grófur rasismi. Að mínu mati 2 eða 3 leikir MAX. Hann sagði aldrei n-orðið og notaði engin blótsyrði og var í raun ekki með neinar fordómafullar lýsingar á svörtu fólki svo þetta er í raun rasismi í allra vægasta formi, en rasismi engu sem áður.
  Ég minntist á fordæmi áðan og ég væri sammála banninu í sambandi við það. En því miður þá gildir fordæmið bara um útlendinga í augnablikinu, svo að þó ég sé sammála banninu (ekki lengdinni eins og ég sagði líka), þá fer það óneitanlega í taugarnar á manni þegar að Suarez var dæmdur í langt leikbann fyrir, að mínu mati, vægan rasisma (miðað við það allavega annað sem að fólk lætur út úr sér) að Terry skuli sleppa svona vel við umfjöllun á málinu og ekki síst að málinu sé frestað svona hentuglega. Sérstaklega því það eru afgerandi sannanir og að hann notaði nokkur niðrandi orð í sama mund og hann minntist á “black”.
  Síðan þá er sagt að FA taki hann ekki fyrir því að málið sé komið til yfirvalda. Hvaða rugl er það?? Af hverju ætti dómstóllinn að banna FA að rannsaka málið og dæma Terry í leikbann? Ekki myndi það trufla rannsókn réttarins um málið, er það nokkuð??
  En allavega. Lokaorð.
  Suarez var með rasisma. Hann er samt sem áður ALLS enginn rasisti.&nbsp
  ;Ég er sammála þvi að hann átti að fara í bann, en bara ekki svona langt.
   Með þessu banni átti að setja fordæmi, sem ekki er farið eftir þegar kemur að englendingum.&nbsp
  ;Umfjöllun um mál Suarez var svo sem réttlætanleg, en henni var heldur ofaukið oft á tíðum.
  Suarez á vissulega skilið gagnrýni fyrir að láta þetta út úr sér, Hann er fyrirmynd margra og margir krakkar og unglingar herma eftir leikstíl hans og líta upp til hans.
  Dómurinn er vafasamur og hefði verið meira réttlætanlegur ef að farið væri eftir andskotans fordæminu sem var sett með honum.
  Man ekki hvað fleira ég ætlaði að skrifa.
  Ég nenni ekki að rifja það upp.
  Er kominn með ritstýflu líka.
  Helvíti er þetta orðið langt.
  Hafið það gott.
  Kv.

  EDIT: Af hverju koma greinaskil ekki??

 42. Sælir félagar. Frábær pistill og orð að sönnu.  Hræsni og yfirdrepskapur FA í þessu máli og mismunun sem þar viðgengst á vart sinn líka í gjörvöllu universinu og þó víðar væri leitað.  Einnig er sú mismunun sem viðgengst í dómgæslu á enskum knattspyrnuvöllum allrar athygli verð.  Þar hefur maður æði oft séð enska dómara fá í hnéin þegar enskur landsliðsmaður brýtur af sér (Gerrard þar meðtalinn) en vera fljótur og óhræddur við að dæma útlendan leikmann og jafnvel reka viðkomandi útaf fyrir sama brot.  Í sannleika ömurlegt. Það væri gott mál ef einhver vel mæltur og skrifandi á enska túngu tæki að sér að skrifa um þessi mál og segja frá því hvernig þetta horfir við áhugamönnum um knattspyrnu hér norður á hjara veraldarinnar.  Eitthvert blað í þvísa landi ætti að hafa bakfisk í að birta þá grein. Það er nú þannig. YNWA. ATHUGA EDITERINGU

 43. Frábær pistill Babu.

  Þetta er auðvitað ástæða þess að Liverpool FC var bara ekki mikið að hugsa út í PR eða FA eða hvað við viljum ræða.  Hræsnin og ósamræmið sem stöðugt er í vinnubrögðum þessa apparats er náttúrulega bara alltaf með hreinum ólíkindum og það held ég að hafi haft áhrif á það að félagið vildi láta sinn mann vita af stuðningnum við sig.

  Það er allt rétt sem þú skrifar og það hlýtur okkur öllum að vera ljóst að málflutningur Londonblaðanna er á þann hátt að það er ekki á nokkurn hátt hægt að líta framhjá því að þar verður ekki oft að finna sanngjarnan fréttaflutning gagnvart norðurliðunum.  Það er líka hægt að finna greinar þessara blaða sem tala um vonleysi Carroll en segja á sama tíma frá því hvað Torres sé á réttri leið.  

  Þetta eigum við að fatta elskurnar, Martin Samuel, Oliver Holt og ansi margir fleiri eru ekki blaðamenn sem munu í alvörunni flytja svo glatt réttar fréttir af LFC.  Sum þeirra bjuggu svo líka til fréttir af því að Suarez væri undir smásjá Real núna í janúar.  Sem var uppspuni frá rótum.En þetta er mjög flott lesning Babu og bara sannfærir mann um að halda áfram að verja okkar mann, sem er by the way á leið úr banni og verður sérlega gaman að sjá hvernig dómararnir taka á honum, hvernig OT mun taka á móti honum og hvernig verður fjallað um þau viðbrögð.

  Enn einu sinni.  FA er hræsnarar í þessu máli eins og í 85% tilvika að mínu mati og lesið Liverpoolblöðin ef þið viljið fá líklegar fréttir af liðinu.

 44. # 52 Freysi

  Þetta er ágætis innlegg hjá þér en ég skil það samt ekki hvernig þú færð út að Suarez hafi verið með rasisma þegar það er dagljóst að skv. þeim málvenjum sem tíðkast í Úrúgvæ og fleiri Suður Ameríku löndum þá er orðið negro notað líkt og við myndum nota orðin “félagi” eða “vinur”. Samtalið fer fram á spænsku, Evra hefur samtalið á spænsku og því finnst mér ekkert undarlegt við það að Suarez noti þær málvenjur sem hann er vanur þegar hann talar spænsku. Í þessu samhengi þýðir “afhverju svarti” einfaldlega það sama og “afhverju félagi” eða “why mate”. 

  Suarez er síðan líka ekki dæmdur fyrir að nota negro aðeins einu sinni heldur fyrir að nota orðið sjö sinnum þrátt fyrir að það sé aldrei sannað að hann hafi sagt það oftar enn einu sinni. Að dæma mann í átta leikjabann á líkum er algjörlega óásættanlegt og mér finnst að það hefði einnig verið hæpið að dæma hann í bann fyrir þetta eina skipti sem hann viðurkennir að hafa notað orðið negro þar sem það fellur undir menningarlegan misskilning (þ.e.a.s. að Evra skildi orðanotkunina sem níð um litarhátt sinn) og það var enginn illur ásetningur sem fólst í notkun þess.

 45. Evra misskildi þetta ekki rassgat, maðurinn er kallaður þetta af Hernandez og fleirrum. Hann einfaldlega sá höggstað á Liverpool og nýtti sér hann

 46. Rasismi og kynþáttaníð er fyrirlitlegt athæfi. Sagan er full af viðurstyggilegri mannvonsku í nafni fasisma þar sem menn eru flokkaðir eftir uppruna, litarhætti, trúarskoðun og lífsskoðun. Þessi flokkun verður síðan uppistaða að einhvers konar stigveldi þar sem þeir útvöldu tróna efst og þeir óæðri neðst. Hrein geðveiki, ógeðslegt og eins langt frá The Liverpool Way eins og hugsast getur þarf ekki að ræða það neitt frekar.

  Hitt er síðan annað mál að almenna samstaðan um að kynþáttaníðingar séu einskis verðir vitleysingar getur verið skjól fyrir menn í herleiðangri. Þessu liði er í raun slétt sama um kynþáttaníð eða ekki kynþáttaníð en sjá á hinn bóginn tækifæri til að spila á strengi almennrar vandlætingar góðra manna á misrétti og skara um leið að eigin köku. Þetta fyrirbæri eru vitanlega ekki einskorðað við rasisma.

  Við sjáum sama tendens þegar allir karlmenn er flokkaðir eins og nauðgarar af sjálfskipuðum ofurfeministum og svo allir feministar flokkaðir sem afturbatapíkur af Gillzvannabíum.Þetta er einskonar öndverður Darwinismi; neikvætt ógeðslegt fyrirbæri er notað að lifa af í nafni réttlætisins þótt tilgangurinn sé sá einn að koma höggi á andstæðinginn. Dálítið flókið en nákvæmlega það sem Ferguson gerði þegar hann ýtti peðinu Evra á undan sér til að skáka í skjóli antirasisma til að koma höggi á LFC.

  Á nákvæmlega sama hátt og rasismi er viðurstyggð, sem og allt óréttlæti sem gerir út á mismunum út frá öðru en verðleikum, er framkoma Ferguson hrein viðurstyggð sem ég ætla rétt að vona að púllarar gleymi aldrei.

  Hræsni blaðamannanna og FA er síðan enn ein staðfesting þess að það er nákvæmlega ekkert á bak við þetta annað en skítbuxnaskapur dauðans. Þetta lið er ekkert skárra en vitleysingarnir sem hrópa að okkar svörtu bræðrum og meina það! 

 47. Legg til að allir Liverpool aðdáendur um heim allann rísi úr sætum sínum fyrir leikinn gegn Tottenham og hlæji, að enska knattspyrnusambandinu, í eina mínútu.
  Þetta gerum við til að mótmæla heimskulegum vinnubrögðum þeirra.

 48. Nr.50 og fleiri
  Hvað mig varðar hef ég alls ekkert á móti Elvari Geir sem fréttaritara á .net og get ekki séð að hann halli viljandi meira á Liverpool frekar en önnur lið í sínum fréttaflutningi. Ég hef a.m.k. séð verri stuðningsmenn United fjalla um Liverpool. Ég benti aðallega á þennan pistil þar sem mér fannst hann góður og er sammála öllu að ég held nema við erum ósammála um sanngirni í fréttaflutningi og gagnrýni á Suarez og Liverpool. Fótbolti.net hefur tekið þá línu í fréttum sínum að birta fréttir (frá misgóðum miðlum) af þessu máli sem og öðrum málum. Þeir færa rök fyrir því að þeirra fréttaflutningur sé í takti við umræðuna úti og það er vissulega rétt. Persónulega væri ég vandlátari á fréttir en á móti er ég ekki með vinsælasta íþróttavef landsins, þannig að eitthvað er þetta að virka hjá þeim.

  Auðvitað falla þeir í áliti í takti við þá miðla sem þeir eru að taka fréttir frá en línan sem þeir taka er nokkuð í takti við erlenda miðla að mínu mati. Pistlahornið er síðan fín viðbót finnst mér þó þetta sé ekki fullkomið. Það er mjög mikið leyft og krafan á réttann fréttafluting er ekki alveg skilyrði eins og við höfum séð í wind-up pistlum um okkar lið. En þetta eru pistlar sem lýsa skoðunum þess sem skrifar en ekki endilega skoðunum miðilsins og besta svarið við skrifum sem okkur mislíkar er að hunsa þau alveg eða svara þeim og við höfum sannarlega rétt á því á þessum vettvangi.

  Ef kop.is væri ekki til væri mjög líklega komið meira af pistlum um þetta mál frá sjónarhóli LFC og það er spurning um að sjóða saman í einn í anda þessa hér og sjá hvort það komist í gegnum síu .net.

  Fyrir mér er það enginn skandall að hlutlausir fréttamiðlar (eins og .net gefur sig út fyrir að vera) sem byggja erlendan fréttaflutning sinn mikið til upp á því að þýða greinar frá erlendum miðlum taki þá línu og birti fleiri fréttir sem eru neikvæðar fyrir Suarez, breska pressan hefur matreitt þetta þannig nánast einhliða og því ekki furða að margir haldi að allt sem þar komi fram sé satt og rétt. Þær greinar sem reyna eitthvað að verja Suarez eða Liverpool rata allajafna ekki í stóru landsmiðlana sem hafa tekið skýra stefnu í þessu máli og haldið henni frá upphafi.

  Nr. 45 sendir fyrirspurn inn og ég get ekki beint mótmælt svari þeirra hjá .net, það er alveg í takti við þeirra stefnu. Það hefur mjög lítið farið fyrir umfjöllun um önnur atvik úr stúkunni á leik LFC og United en baul á Evra og mynd af apamanninum. Ekkert talað um níðsöngva um Hillsborogh eða Munich slysin (ef þeir voru sungnir) og því alveg hægt að skilja að .net taki það ekki upp m.v. þeirra stefnu, enda pressan úti ekki að því heldur.

  Á móti hef ég sjálfur sent pistil sem var hliðhollur Suarez og Liverpool á Elvar Geir sem setti frétt inn út frá honum um leið á .net.

  Bottom line ég get verið ósammála mörgu hjá t.d. Elvari Geir, Freysa #52 og fleiri sem eru ekki sammála mér í þessu máli án þess að fara persónugera það við þá aðila. Meðan við öskrum á að það sé horft á báðar hliðar í Suarez málinu verðum við líklega að gera það sama. Miðað við hvernig þetta mál hefur verið matreitt ofan í almenning sem kannski nennir ekki að grandskoða málið frá öllum hliðum er ekki erfitt að sjá afhverju þeirra skoðun er eins og hún er, neikvæð gagnvart Liverpool og Suarez.

  Viðbót: Meðan greinaskil í ummælum eru í rugli mæli ég með því að þið takið afrit af þvi sem þið hafið skrifað áður en þið sendið færsluna inn. Þegar hún kemur inn í belg og biðu farið þið í edit og paste-ið textann inn aftur og ýtið á Save. – Helvítið hann Einar Örn er að fara út (ásamt njólanum honum SSteini) á Spurs leikinn og ég á því ekki von á að þetta komist í lag strax.

 49. #59 Ég get bara ekki skilið hvernig þeir á fotbolta.net geta búist við því að vera teknir alvarlega sem síða þegar að þeir birta aðra hlið sögunnar oft, og leggja engan metnað í sína eigin fréttamennsku. 

  Þrátt fyrir að Enska deildin sé ekki okkar deild , þá er klárlega hægt að leggja meiri metnað í vinnu sína heldur en það að láta matreiða allt fyrir sig af ákveðnum erlendum fjölmiðlum og skoða ekki málin heilt yfir. Og með þessa aðsendu pistla, margir af þeim eru mjög góðir, en of mikið af þeim eru ætlaðir einungis til þess að æsa upp menn, ef það er tilgangur síðunnar, þá er hún að standa sig mjög vel. 

  Ég persónulega veit um afskaplega fáa sem taka .net gríðarlega alvaralega, og leita oftast annað á traustari miðla en þangað. Eitthvað sem þeir gætu hæglega breytt ef metnaðurinn væri til staðar.

 50. Talandi um fréttamennsku Daily Fail. Þessi “frétt” er bara endanleg sönnun þess að þeir hata Liverpool og eru með agenda í gangi til að hrekja Suarez frá Englandi. 🙂http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-2095819/Luis-Suarez-target-Juventus.html?

  Annars góður pistill og það virðist engin takmörk fyrir því hvað enskir landsliðsmenn komast upp með rétt fyrir stórmót. Það er útaf svona tvöföldu siðgæði sem maður þolir Englendinga varla sem þjóð. Þvílíkt hrokafullt þjóðernismúgsefjunar hyski sem þessir uppskafningar eru upp til hópa. Þetta myndband súmmerar þessa þjóð og blaðamanninn Oliver Holt nokkuð vel upp! http://www.youtube.com/watch?v=k5ba1OKY7Xc

 51. Af hverju lesið þið eiginlega fotbolti.net? Eins og svarið sem birt var hér að ofan sýnir skilmerkilega þá er alveg ljóst að þeir þýða bara greinar úr enskum fjölmiðlum og svo eru nokkrir skoðanapistlar sem í næstum öllum tilvikum eru skrifaðir af mönnum sem vita minna um fótbolta en maður sjálfur. Notið bara newsnow.co.uk og hættið að lesa þetta bull.

 52. Það er alveg rétt að fótbolti.net hefur dalað mikið að undanförnu og heimsóknir manns þangað hafa minnkað mikið. Ég er sammála að þeir mættu vera krítískari á að birta aðsendar greinar þar sem að menn hafa fengið að láta gamminn geysa án nokkurra röksemda en það ber þó að hrósa þeim fyrir margt gott sem þeir hafa gert líka t.d. varðandi umfjöllun um íslenska boltann í heild sinni og pistlasamantektina um Steina Gísla.
   
  Fáranleiki Suarez málsins var kórónaður með þeirri meðferð sem Terry málið fær. Ég ætla ekkert að fara tjá mig frekar um þessi mál enda fyrir löngu kominn með uppí kok af þessu máli, auk þess sem mér sýnist allt það markverðasta sé komið fram hér að ofan.
   
  Ég vil hins vegar horfa fram á veginn og jákvæðar hliðar þess sem þetta bann kann að hafa gagnvart Suarez og Liverpool. Ég tel að þessi rúmar mánaðar “hvíld” gæti hafa gert Suarez gott af því gefnu að hún hafi verið vel nýtt. Sumarið 2010 lék Suarez á HM eftir langt tímabil í hollandi, um mitt tímabil fór hann í bann með Ajax og hóf leik með Liverpool þar sem hann kom geysilega sterkur inn eftir hvíldina. Sumarið 2011 keppti hann í Copa America og fékk þar af leiðandi enga hvíld. Suarez byrjaði þetta tímabil vel en síðan fór að draga af honum og um leið dróg það vígtennurnar út sóknarleik Liverpool. Sá tími sem hann hefur fengið núna í hvíld frá keppnisbolta ætti að nýtast honum og Liverpool í endasprettinum. Loksins eftir eitt ár, fáum við að sjá Gerrard og Suarez spila saman í Liverpool treyjunni. Ég hef trú á að því að sóknarlína með Bellamy, Suarez, Kuyt og Gerrard fyrir aftan fái varnarmenn andstæðingana aðeins til þess að svitna og pirrast.

 53. Eins og sést á umfjölluninni núna er Terry bara  að tapa á því að málið frestast. Best fyrir hann hefði verið að klára þetta af, fá sekt frá dómstólum, fara svo í bann frá FA. Búið fyrir EM, hann hefði etv misst fyrirliðabandið en amk tekið út sína refsingu.

  Getur hann farið á EM núna? Spilað við hlið hins þeldökka Rio Ferdinand, bróðir leikmannsins sem hann kallaði “black cunt”? Sé ekki annað en að það var slæmt fyrir Terry að klára þetta ekki bara, hlýtur að hafa einhver áhrif á hann. Eins og með Suarez, Liverpool sagði að það væri best að ljúka þessu bara af.

 54. Babu þú segir ”
  Ef kop.is væri ekki til væri mjög líklega komið meira af pistlum um þetta mál frá sjónarhóli LFC og það er spurning um að sjóða saman í einn í anda þessa hér og sjá hvort það komist í gegnum síu .net.”

  Er ekki pistillinn kominn, þessi skýrla sem við erum að commenta við hérna ætti að sóma sér vel á .net 🙂

 55. Aðeins varðandi þessa .net umræðu sem hér er.
  Nú er ég sammála mörgu af því sem hér hefur komið fram varðandi þann ágæta fótboltafréttamiðil, eins og t.d. að þeir mættu vera betur á tánum með að sigta betur frá hvaða erlendu miðlum þeir þýða fréttirnar.

  Eins mætti ritstjórnin huga betur að hvernig gesta pistlarnir eru skrifaðir, en eins og við Poolarar höfum tekið eftir þá hafa ansi margir pistlar ratað inn sem virðast vera skrifaðir í þeim eina tilgangi að pirra Poolara ; )

  En fótbolti.net er samt í raun að gera nákvæmlega það sama og allir aðrir fréttamiðlar hér á landi, þ.e. að pikka upp fréttir frá misgóðum miðlum á Englandi.
  Þannig að að mínu mati er ósanngjarnt að skammast út í .net fyrir það eitt og sér, það er ekki eins og þeir séu með fréttaritara starfandi erlendis.

  Styrkur fótbolta.net er að mínu mati umfjöllun um Íslenska kanttspyrnu, og landsliðunum okkar. Þar reynir á sanna íþróttablaðamennsku, sem hefur tekist vel hjá þeim að mínu mati, t.d. með videó viðtölum fyrir og eftir leiki og f.l.

  Ég hef oft pirrast á .net, en svo áttar maður sig á því að þrátt fyrir að síðan sé ekki fullkomin…….eins og kop.is : ) þá er .net fyrir mig ómissandi partur af net rúntinum, þrátt fyrir að síðan sé löðrandi í óþolandi Flash auglýsingum sem blikka og stinga í augun.

  En einhvern vegin þarf auðvitað að borga reikningana, rétt?

 56. Mun aldrei lesa fotbolti.net aftur eftir þetta fiasco með Suarez….ég veit um nokkra félaga mína sem hafa gert það sama og maður heyrir af fólki sem er mjög óánægt með þá. Enda hef ég aldrei skilið afhverju menn ættu að lesa fréttir frá enskum slúðurblöðum, þýddar af krökkum yfir á íslensku. Afhverju ekki bara að lesa alvöru miðla? Slúður getur verið skemmtilegur, en áróður eins og enska pressan stóð fyrir gegn Liverpool, og .net tók þátt í, er bara langt því frá að vera eðlilegur. fotbolti.net er dauð fyrir mér!

 57. @ 71 Mikið vona ég að ég muni aldrei vita hver “Mephz” er í raunveruleikanum, það myndi ekki enda vel.

Wolves – Liverpool 0-3

Ýmislegt föstudags