Ýmislegt föstudags

Í dag er föstudagur og frekar lítið að frétta, þar sem okkar menn spila ekki fyrr en á mánudag. Englendingar eru enn á nornaveiðum, í þetta sinn samþykkja þeir ekki frestun á máli John Terry og vilja sakfella hann strax. Hann missir væntanlega fyrirliðabandið í enska landsliðinu í dag og hver veit hvort honum verður endanlega úthýst úr landsliðinu. Ég hef ákeðna skoðun á þessu, bæði með og á móti Terry. Mér finnst alveg fáránlegt að Terry hafi fengið frestun á sínu máli til að trufla ekki tímabilið hjá honum á meðan Suarez-málið var afgreitt strax og við misstum hann í átta leiki. En að sama skapi finnst mér fáránlegt að ætla að útdeila einhverjum refsingum á Terry þegar það er ekki komin niðurstaða í mál hans. En enska almenningsálitið virkar ekki þannig og allt bendir til að hann verði fundinn sekur í almenningsaugum án þess að málið gegn honum hafi verið sannað, rétt eins og Suarez. Tvö ólík mál sem fá ólíka meðferð en niðurstaðan er sú sama – saklaus uns sekt er sönnuð og hvorugur þeirra fær að njóta vafans.

Nóg um það, samt.

Liverpool gerði lítið í janúarglugganum, eins og Dalglish lofaði. Ungur markvörður, Martin Hansen, yfirgaf liðið og hélt til Danmerkur og í staðinn fékk 19 ára velskur markvörður samning. Svo var Joao Carlos Teixeira keyptur á spottprís (1m punda að sögn) frá Sporting Lissabon. Hann er 19 ára miðjumaður, helst líkt við t.d. Andres Iniesta eða Xavi á velli, eða Danny Murphy (!?). Hann á þó langt í land með að standast samanburð við slíkar hetjur, þótt efnilegur sé, en hann er allavega svipaður á velli. Ég sá þennan fræga leik á Anfield í september, þegar unglingalið Sporting kom og rústaði unglingaliði Liverpool í NextGen-seríunni. Teixeira skoraði þar mark og var það góður að ég mundi eftir honum þegar við vorum svo orðaðir við hann í desember. Vonandi reynist þetta hafa verið Moneyball-kaup (ungur og ódýr, verður súperstjarna) en ekki önnur Dani Pacheco-kaup.

Talandi um NextGen-seríuna: Liverpool féll út í 8-liða úrslitunum á miðvikudag eftir 1-0 tap gegn Tottenham í London en þar sem Tottenham notuðu ólöglegan leikmann í þeim leik voru þeir dæmdir úr keppni og er Liverpool því komið í undanúrslitin. Þar gætu þeir m.a. mætt liðum eins og Barcelona eða Ajax. Spennandi verkefni það, fyrir ungu strákana. Vonandi fá þeir Barcelona á Anfield, það yrði erfitt en reynsluríkt.

Já, og svo var Dalglish rétt í þessu að staðfesta á blaðamannafundi að Steven Gerrard verður með gegn Tottenham á mánudag. Luis Suarez líka, hann er búinn að afplána leikbann sitt. Þið megið byrja að telja niður núna.

44 Comments

 1. Mér finst nú vera rétt áhvörðun að taka af honum fyrirliðabandið, væri svoldið kjánalegt ef þeir mundu á einhvern óskiljanlegan hátt takast að vinna þetta mót að hafa hetju englands mann sem er við það að verða dæmdur fyrir rasisma.Ef hann væri dæmdur þá væri rasistinn ný búinn að lyfta fyrsta bikar enska landsliðsins í knattspyrnu í 46ár og ef hann væri sýknaður væri það alla tíð talið tengjast því að hann hafi verið að lyfta þessum sama bikar ;)En aftur á móti væri það út í hött að banna hann frá liðinu sjálfu.

 2. Sælir drengir -Vitiði hvernig hlutirnir virka í Englandi með beinar útsendingar frá enska boltanum?  Einhversstaðar heyrði ég að þeir væru almennt ekki sendir út til að auka aðsókn á vellina, en svo hef ég líka heyrt um það gildi aðeins um laugardagsleikina.Hvað sem það varðar, þá verð ég á ferð í London á mán.kvöldið og vantar endilega uppástungur af einhverri góðri “Górillu” þar sem ég get séð leikinn á mán.kvöldið.Getiði stungið upp á einhverjum?

 3. @Johnny #3

  Ég held að þetta eigi bara við um leikina sem eru klukkan 2-3 á laugardögum, já einmitt til þess að hvetja fólk að fara á völlinn.

 4. Það er ekkert merkilegt að gerast í dag hjá Liverpool nema að einn af þeim dyggustu aðdáendum á afmæli í dag. Ég býst við hamingju óskum frá Kenny Dalglish fljótlega en kallinn hlýtur að hringja í mig eftir æfingu í dag 🙂

 5. Ég hló nú að þessu í pistlinum:
  “En að sama skapi finnst mér fáránlegt að ætla að útdeila einhverjum refsingum á Terry þegar það er ekki komin niðurstaða í mál hans. En enska almenningsálitið virkar ekki þannig og allt bendir til að hann verði fundinn sekur í almenningsaugum án þess að málið gegn honum hafi verið sannað”
  Án þess að málið gegn honum hafi verið sannað haha. Hann sagði “You fucking black cunt” og það náðist á video. Gríðarlega erfitt mál að sanna! Auðvitað fáránlegt hjá almenningi að bara dæma manninn strax útfrá svona þunnum sönnunargögnum haha.

 6. Það verður í það minnsta forvitnilegt og um leið næsta ómögulegt að spá í sóknarhlutann í liðsuppstillingunni á mánudag. Carroll á skilið að halda sæti sínu, sem og Kuyt og Bellamy. Spurning hvort Gerrard komi inn á miðjuna fyrir Spearing og Suarez fyrir Bellamy sem þarf líkast til hvíld…Eða að annar eða báðir færu á bekkinn. Gerrard gæti líka komið út hægra megin fyrir Kuyt. Ég væri til í að sjá Gerrard-Suarez-Bellamy fyrir aftan Carroll og Adam og Henderson þar fyrir aftan…

 7. Nenni nú ekki að eyða meiri tíma í þetta Terry mál. Ég var með spurning hér í öðrum þræði en hún kom sennilega of seint þar sem það var kominn nýr pistill klukkstund eftir að ég setti það comment. En ég var að einmitt að spá í þessu með unglingaliðið og varaliðið þar sem ég var veikur í viku og horfði því töluvert á LFCTV hjá Stöð 2 og sá nokkra leiki með varaliðinu og einn með unglingaliðinu og ég verð bara að segja að það sem ég sá var ekki til að hrópa húrra fyrir.

  Þannig mig langaði að vita af mér fróðari mönnum hvað það efni er í þessum liðum sem menn eru svona æstir í að fá á bekkinn hjá aðaliðinu. Ég veit um Sterling og sá strákur hefur hæfileika en hann minnir mig svolítið á SW-Philips. Síðan er einhver framherji þarna sem heitir Ngoo og hann hefur nákvæmlega ekkert heillað mig. Menn tala um Conor Cody líka. Var að skoða töfluna þar er varaliðið í 4. sæti ef ég skil töfluna rétt og búnir að tapa síðustu tveim leikjum. Þannig þeir sem eru mikið að fylgjast með þessu þá langaði mig að vita hvort það væri einhverjir leikmenn sem væru líklegir í aðaliðið. Menn töluðu fyrir ári síðan um undrabarnið Pacheco sem átti bara að vera ótrúlegur en hann kemst nú varla í liðið hjá Rayo Vallicano og því ekki líklegt að hann eigi eftir að vera mikill burðarás hjá Liverpool.

  Væri rosa mikið til í að heyra hvað menn hafa að segja um þetta og þá ekki með einhverju Liverpool gleraugum heldur hvort það sé í raun eitthvað efni þarna. Og er ekki einhver Íslendingur enn á samning hjá Liverpool?

 8. #8 Liverpool maður tekur ekki niður Liverpool glerugun.það væri heimska.tek heilshugar undir með þeim sem hafa kommentað áður um edit vandamálið hér áttu að vera 3 greinaskil.

 9. Hvernig er það? voru miðarnir til united fækkaðir um eitthvað þegar bikarleikurinn var á Anfield út af þessu hitamáli á milli liðanna?Ef svo var ekki af hverju er þá verið að gera það við Liverpool aðdáendurna fyrir leikinn á old trafford????Reyndar er þetta frétt á .net og er tekin með fyrirvara:P

 10. Eins og stendur í fréttinni þá eru miðum fækkað til að tryggja öryggi aðdáenda. Hins vegar hafa United fengið færri miða á flesta leiki í deildinni í vetur þar sem aðdáendur þeirra hafa ekki geta farið eftir þeim reglum sem heimaliðið setur. Það var frétt um það í byrjun tímabillis sem ég nenni ómögulega að leita að.

  Bjarni Már ég skil pointið þitt 🙂 en ég vildi líka fá einhverja raunhæfa sýn á þessi mál ekki bara að þessir leikmenn séu bestir af því að þeir eru hjá Liverpool þó það ætti vissulega að vera þannig 🙂

 11. Við létum manutd fá 3000 fleirri miða en venjulega í FA Cup, semsagt 6000 miða. Og þeir gefa okkur 1000 miða færri en venjulega, um 2000 semsagt..

 12. Að hugsa sér…við létum man utd fá 6000 miða og í staðinn fengum við níðsöngva og færri miða?

 13. Miðamálið kemur ekki á óvart, er fyrst og síðast vegna þess að það eru litlir kærleikar á milli liðanna og það var 1000% ljóst eftir að við unnum þá í bikarnum undir dynjandi Hillsboroughsöngvum þeirra þá yrði okkar miðafjöldi fækkaður og gæslan margfölduð. Sem er bara ágætt mál held ég, nú verða þeir í sviðsljósinu.

  Er ferlega glaður að sjá okkur fara áfram í NextGen seríunni. Búinn að fylgjast með þar í vetur – finnst þetta frábær skemmtun og vona innilega að Borell spili við Barca í næstu umferð.

  Það er ansi erfitt að lofa einhverju um framtíð leikmanna sem spila á þessu leveli. Lucas Leiva t.d. var yfirburðamaður frá degi eitt með varaliðinu og Neil Mellor virkaði flottur. Þetta er bara allt annar level. En það er þó morgunljóst að það eru margir leikmenn í okkar varaliðum sterkari heldur en leikmenn sem eru t.d. að spila töluvert með slakari liðunum eins og Bolton, Stoke og Wigan. Leikmenn sem geta alveg náð ágætum árangri hjá slíkum liðum. Getum t.d. bent á Danny Guthrie sem dæmi um slíkan gaur sem við gátum ekki notað.

  Raheem Sterling bara hlýtur að verða góður. Það eru margir sem tala um hann sem Wright-Phillips. Skil það alveg en sé hann líka mögulega sem Owentýpu, væri til í að sjá hann í senter. Gífurlegur hraði og flott tækni setja hann sem prospect no. 1 hjá mér, vona að hann fari á lán núna í vor til Championshipliðs og síðan bara í hópinn hjá okkur næst.

  Hin nöfnin sem ég held að gætu orðið grimm eru Flanagan, Robinson og Coady. Við gleymum þeim fyrstnefndu tveimur of oft því þeir hafa fengið athyglina áður í aðalliðinu. Ég spái því að Aurelio fái að fara og klúbburinn kaupi ekki vinstri bakvörð í hans stað. Flanno og Robinson bara verði færðir upp í aðalliðshópinn. Coady verður hjá LFC meðan við erum í NextGen en svo vill ég lána hann. Þetta er að mínu mati næsti DM-C hjá okkur en hann þarf tvö ár í fótbolta áður en hann tekur það hlutverk að sér. Hann hefur allt sem slíkur maður þarf.

  Sá sem mest hefur bætt sig er án vafa Ngoo. Slánalegur og vissulega ekki silkitýpan sem margir vilja sjá, en þessi strákur er mjög hraður miðað við hæð, fínn með bakið í markið og er stöðugt að verða betri í tækninni. Hann hefur ekki náð að nýta færin nægilega vel en ég segi það sama með hann og hina. Lána hann og sjá til. Þessir eru allir í U-19 og sumir í U-21s árs landsliðum Englands. Shelvey og Wilson bætast svo við og þá erum við í raun fínt settir.

  Svo eru önnur nöfn sem maður batt vonir við sem hafa ekki náð að stíga upp. Andre Wisdom, Suso, Jakob Sokolik og Stephen Sama held ég að muni ekki ná eins langt og ég vonaði. En það er bara eðlilegt, þeir gætu flestir held ég spilað fyrir ágæt lið, en ekki topplið. Toni Silva er svo stærsta spurningamerkið í mínum huga – mjög spennandi, en líka frekar latur á köflum.

  Í vetur keyptum við ungan N.Íra sem ég held að geti orðið mjög sterkur. Sá strákur er 17 ára og heitir Ryan McLaughlin. Spilaði hægri kant heima fyrir en hefur verið látinn spila bakvörð hjá okkur. Lítur afskaplega vel út finnst mér og hefur mjög margt. Svo er ég viss um að það voru gríðarlega góð kaup í Jordan Ibe frá Wycombe, gríðarlega fljótur, sérstaklega með boltann í fótunum.

  En það er alveg ljóst að unglingarnir okkar og varaliðið standa öllum liðum snúning og það er auðvitað afskaplega jákvætt að öllu leyti, vonandi þýðir það að við fáum afburða leikmenn sem er það sem við þurfum til að menn fái leiki fyrir Liverpool Football Club.

 14. @Johnny #3Sá staður sem stendur fremst í London er Walkabout. Þetta er flottur sportbar sem er gefinn út sem Liverpool vænn af Liverpool félaginu í London. Leikurinn verður pottþétt sýndur það…Þeir sýna nær alla leiki nema þá sem eru kl15:00 á laugardögum. En samt hægt að sjá þá á öðrum stöðum.
  Hérna er heimasíða staðarins http://www.walkabout.eu.com/venues/

  Þar velur þú bara þann stað sem er næstur þér.

  Ég verð á Walkabout á Finchley Road

 15. Bíddu nú er ég alveg ruglaður!

  Hingað til hefur guardian ekki talist traustur miðill en núna þegar það hentar þá er þetta það traustasta sem til er eða hvað?

 16. Samkvæmt því sem ég hef lesið í dag virðist sem Tottenham Hafi sjálfir tilkynnt mótshöldurum frá því að þeir hefðu gert mistök og spilað leikmanni sem var ólöglegur og sjálfir dregið lið sitt úr keppninni. Sem er mjög svo virðingarvert.

 17. ég heyrði einhvers staðar varðandi miðana að það væri skilda að gefa út 10% miða til útiliðs í premier en 15% í FA cup til liða sem spila á útivelli. þannig að man utd er bara skítalið sem kann ekki að tapa en tapar alltaf á móti okkur undanfarin ár and i enjoy it.

 18. #21  Enjoy what?
  ALLTAF??
  Þið vinnið á heimavelli og tapið á utivelli…
  einfalt

 19. Þetta má kannski túlka sem vænisýki en ég skil ekki alveg myndavalið með þessari frétt: 
  http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=121041 Stuðningsmaður scum handtekinn fyrir rasisma á leik gegn Stoke. Hmmm….já auðvitað passar best að nota mynd tekna á Anfield!!!! Fótbolti.net er ágætis vefur en seilast þarna fulllangt við að reyna að tengja Liverpool við svona bull. Já já, ég er paranoid, ég veit. 

 20. Ég hugsaði þetta eimmitt líka þegar ég las þessa grein! til hvers þessi mynd ! kemur þessu bara ekkert við !!

 21. Kemur fréttinni við að því leiti að hún sýnir United stuðningsmenn styðja sitt lið á útivelli.

  Menn eru kannski að festa sig í einhverri smámunarsemi hérna;)

 22. er að spá í þetta Terry mál, afhverju taka þeir  ensku ekki bara íslendinginn á þetta og setja bara LÍMMIÐA yfir TERRY 🙂

 23. Ef Guardian telst ekki sem traustur miðill þá veit ég varla hvaða miðill telst það. Hættið þessu paranoiu og áróðursrugli, ef við Poolarar hættum ekki að sjá samsæri í hverju horni þá fellur trúverðugleiki okkar alveg.

   Auðvitað eru sumir miðlar ósanngjarnir en það á nú ekki bara við um gagnvart okkur.
  Sama á við um FA.

   Það eru ekki allir á móti okkur og með öðrum!
  Dettum ekki í það að hljóma eins og þeir sem hringja inn á Útvarp Sögu.

 24. Held að Liverpool þurfi alvarlega að skoða kaup á Gylfa Sigurðssyni næsta sumar.. Drengurinn er búinn að vera svaakalegur í deildinni eftir að hann kom!

  Þeir lentu einu marki undir í leiknum áðan og svo skoraði Gylfi og lagði upp markið sem kom þeim yfir og þeir unnu leikinn. 
  Sendingarnar hjá drengnum eru náttúrlega sjúkar, tala nú ekki um hornin, allir boltar góðir frá honum þar. Væri ljóst að hann gæti matað Carroll..
  Plús að hann er bara 22 ára og virðist aðlagast deildinni mjög fljótt

 25. Eg var búinn að tala að fá Gylfa á láni til Liverpool en enginn hlustaði  🙂 , hann mun blómstra hjá Swansea

 26. Róbert 31: Hringduru í Kenny? Ég nefnilega reyndi að ná í hann og það kom bara alltaf ‘utan þjónustusvæðis’.. En það er líklega því hann er í himnaríki, öðrum orðum Anfield/Liverpool.

 27. Man einmitt að fólk var að tala um að Gylfi væri ekki í Liverpool klassa… Sumir sjá bara alltaf grasið grænna hinum megin við girðinguna en ekki í eigin garði. Gylfi er bara pure class! Ekkert annað hægt að segja um það, er samt svo ánægður að hann sé í Swansea, því þeir eru að spila þvílíkt skemmtilegan bolta og hann er að fitta inn í þetta þvílíkt vel. 

 28. Jordan Henderson: 23 leikir – 1 mark – 1 stoðsending
  Gylfi Þór Sigurðsson: 4 leikir – 1 mark – 3 stoðsendingar
  enough said  

 29. Nú er spurning hvort hatrið á United er yfirsterkara voninni um 4. sætið fyrir leik þeirra á  Brúnni í dag. Jafntefli væntanlega skást en ef það er ekki í boði vil ég frekar sjá Chelsea sigra heldur en United, ég afber ekki að sjá United á toppnum hvað þá taka deildina.

 30. Newcastle er að klára jafntefli, Chelsea tapar á eftir, sigur á morgun þýðir þá fimmta sæti og bara einn punkt í meistaradeildarsæti…… læk á það!!

 31. Gylfi kemur aldrei til Liverpool hugsa ég. Hann er harður man utd stuðningsmaður og lýsti því meðal annars yfir þegar hann skoraði vítið gegn Liverpool með Reading á Anfield að það hefði nú ekki verið leiðinlegt að skora gegn erkifjendum man utd.

 32. Vissulega, en Owen er ekki úr Hafnarfirðinum, þeir kunn vera klikkaðir sem eru þaðan 😉

 33. Finnst þetta vera besta lausnin, bæði lið tapa stigum og styttra í fjórða sætið fyrir okkur. Var ég einn um að taka eftir því að chelsea menn voru að púa á Ferdinand ?Ekkert smá lágkúrulegt.

 34. Babu, Owen er reyndar uppalinn Everton aðdáandi 😉 En það var Carragher reyndar líka og svo hef ég séð mynd af Gerrard í Everton búningi líka, hann var reyndar um 6 ára aldurinn á þeirri mynd 🙂

Opinn þráður – John Terry málið vs Suarez málið

Tottenham á morgun!