Rafa um Keane

Jæja, þá er það staðfest: Keane var EKKI meiddur heldur ákvað Benitez einfaldlega að velja hann ekki í hópinn.

Ja hérna.

Á miðvikudaginn verður HEILL MÁNÐUR frá því að við unnum síðast leik í deildinni. Ef við vinnum ekki á miðvikudaginn mun ég eflaust skrifa einhverja leiðinlegustu leikskýrslu seinni tíma.

75 Comments

  1. Þetta leikskipulag Rafa hefur ekki skilað neinu á heimavelli síðan ég veit ekki hvenær…en mér finnst ein stærsta fréttin frá í gær að Keane skyldi bara fá að vera heima að skræla kartöflur (eða eitthvað annað). Um þetta segir Rafa m.a.:

    Benitez would only say: “Robbie Keane was not selected, we have a very good squad. He was not injured. “He is working hard and that is the most important thing for me. I have not seen him but it is normal for every player to want to be in the squad. “They want to be in the 11 starters so I expect him not to be happy. Ngog was in because he scored two goals for the reserves and we had (Dirk) Kuyt and (Ryan) Babel too. That was four strikers in the squad.”
    http://www.irishtimes.com/sports/soccer/2009/0126/1224239954355.html

    Bíddu, fjórir senterar? Er ekki Rafa með Babel og Kuyt á kantinum? Hann var með einn varasenter í þessum leik og það var Ngoggi.
    Það er greinilegt að Keane er kominn í hundakofann hans Rafa og ég spái því að þaðan liggi leiðin beint aftur til Tottenham. Við verðum þá bara að afskrifa einhverjar 10mills plús og Ferguson getur haldið áfram að hlæja…og það er ófögur sjón!

    ps. ég skrifaði þetta á annan þráð hér áðan, en þetta á frekar heima hér.

  2. Já, hann virðist ekki eiga mikinn séns að fá að spila eitthvað greyið. Ég er reyndar á því að hann eigi að fá að spila sig í gang því eins og orðatiltækið segir “form is temporary, class is permanent”. Reynda vilja margir sjálfsagt meina að hann hafi fengið sína sénsa, en að leikmaður taki þátt í 18 leikjum í deildinni og fái ekki að leika nema 4 heila leiki hlýtur bara að brjóta niður allt sjálfstraust. Það skyldi þó ekki vera að Rafa hafi verið að refsa honum fyrir að segja “fokk off” þegar honum var skipt út af í fyrri leiknum gegn Everton.

  3. Merkilegt hvað janúar mánuður er farinn að reynast okkur erfiður, unnum bara bikarleiki gegn neðrideildarliðum í fyrra og ef við vinnum ekki wigan á miðvikudaginn verður það sama uppi á teningnum í ár.

  4. Það eru ekki öll lið sem hafa efni á að hafa tæplega 20 mill punda leikmann útúr hóp :S

  5. 4 strikerar í hóp og aðeins einn spilar frammi….

    Er það bara ég sem er orðin leiður á framherjum sem eru spilaðir út út stöðum út um allan völl, hefur Kuyt til að mynda hlupið frammá við með boltan síðasta mánuðinn – maðurinn getur ekki tekið varnarmenn á og hefur nákvæmlega enga boltatækni. Babel hinsvegar hefur þetta allt, en er að reyna allt of mikið að sanna sig, sem skilar sér í nákvæmlega ekki neinu..

    Ngog, tveggja marka maður í Frakklandi á síðustu leiktíð er svo framar en Keane í goggunarröðinni … það var ekki einu sinni pláss fyrir Keane á vinstri kannt eins og hann hefur nú spilað nokkrum sinnum af þessum fáu leikjum sem hann actually byrjar inná.

    Það er ekki bara hægt að benda á eitt, það eru allir að drulla uppá bak í augnablikinu, dekka ekki hættulegasta skallamann Everton (ef ekki deildarinnar) trekk í trekk, skapa sér hámark 2 færi í leik , það er engin hreyfing án bolta, sóknarboltinn hjá okkar er meira niðurdrepandi en kreppuumræður, fótboltinn sem við erum dotnir í eins , að spila ágætlega í kringum miðju á köflum en snúa svo við með skottið á milli fótanna þegar við nálgumst vítateig andstæðingana er taktík sem kann ekki góðri lukku að stýra…

  6. Það voru mikil mistök að kaupa Kean. Hann hefur ekki staðið undir væntingum og Rafa ber alla ábyrgð á því. Hann bara passar ekki inn í liðið þótt hann sé ágætis knattspyrnumaður. Nú er spurning hvað Rafa ættlar að gera. Er hann fær um að stjórna liðinu áfram?

  7. Þori nú varla að svara þessari spurningu Magnús. Hr Bentiez hefur að mínu áliti gert fullt af mistökum í leikmannamálum og framkomu við leikmenn Keane er nýjasta dæmið svo er Pennant annað dæmi. Svona mætti lengi telja. Fyrir mig sem harðann Liverpoolmann í áratugi er ömurlegt að horfa upp á spilamennskuna sem einkennist af tilviljanakendum einlitum sóknarleik. Þetta var lið sem spilaði leiftrandi og árangurríkann sóknarleik hér á árum áður. Þá var lögmálið það skiptir ekki máli hvað andstæðingurinn skoraði mörg mörk viðskorum bara fleiri. en núna má teljast gott ef við drullum inn einu marki á heimavelli í leik. Nú fara menn eflaust að fela sigg enn á ný á bak við stöðuna í deildini hvað máli skiptir hún? engu það eru engin silfurverðlaun veitt í janúar. Svar mitt er því klárlega NEI

  8. Við vitum allir sem höfum fylgst með boltanum í gegnum tíðina að Robbie Keane er striker af guðs náð og hefur skorað helling fyrir þau lið sem hann hefur spilað fyrir. Ég hef endalaust pirrað mig á Keane þegar hann hefur fengið auðveld færi upp í hendurnar og klúðrað þeim en ég held að hann þurfi sinn aðlögunartíma eins og allir aðrir. Ég meina Crouch skoraði ekki í heilum haug af leikjum fyrst til að byrja með. Við höfum bara ekki efni á að leyfa mönnum að vera þarna inná á meðan þeir eru að “finna sjálfa sig” þannig að ég skil Benitez vel hvað það varðar. Hinsvegar megum við ekki gleyma því að í leiknum á móti Everton í gær voru þeir með alla menn fyrir aftan miðju og það gekk illa að brjóta þá niður. Vantar meira hugmyndaflug í sóknarleikinn. Torres og Gerrard geta ekki haldið skútunni á floti einir, þeir verða að geta treyst á aðra leikmenn. Okkur vantar bakverði, kantmenn sem geta tekið menn á og sólað þá. Það vantaði það algjörlega í gær. Um leið og einhver hefði farið framhjá fyrsta varnarmanni þá hefði annar Everton maður þurft að fara úr stöðu til að glíma við það vandamál og þá losnar um aðra leikmenn. Arbeloa t.d. gerir þetta ALDREI. Hann fer alltaf til baka eða leitar inná miðjuna.

  9. Sælir félagar
    Þórhallur þú ert hugaður að segja þetta. Nú muntu fá skammir fyrir neikvæðni og ómálefnaleg skrif. En hvað um það ég er þér hjartanlega sammála
    Það er nú þannig.

  10. Rafa er að mínu mati góður knattspyrnustjóri og er búinn að búa til flott fótboltalið hjá Liverpool sem er samkeppnishæft í öllum keppnum, en ég er hræddur um að sérviskan í honum komi í veg fyrir það að honum takist nokkurtíman að vinna ensku deildina.

  11. Sælir drengir.

    Ég er tilbúinn að gefa Keane tækifæri til loka tímabilsins til að sanna sig. Mér sýnist Benitez samt vera að missa þolinmæðina, eða öllu nær búinn að missa hana gagnvart Keane.

    Veit annars einhver hvort Everton nægir markalaust jafntefli í seinni leiknum þar sem þeir skoruðu mark á útivelli??? Bara pæling, þó ég hafi fulla trú á því að við klárum dæmið á Goodison.

  12. Er Rafa Benítez orðinn eins og hjólastólagaurinn í Little Brittain? Segir hann við Gillett og Hicks: “I want that one!”, og bendir á Keane/Dossena/et al en svo um leið og hann er búinn að fá þá þá hefur hann engan áhuga á þeim?

    Heyrði svo í hlaðvarpinu á Guardian um daginn setta fram þá kenningu að Robbie Keane kynni ekki fótbolta. Hann væri með gríðarlega góða “instinct” þannig að þegar hann hefði engan tíma og gerði bara það sem honum dytti fyrst í hug þá væri hann frábær og skoraði stórkostleg mörk þannig (t.d. gegn Arsenal) en um leið og hann hefði tíma og þyrfti að hugsa sig um þá gæti hann ekki valið rétta sendingu til að bjarga lífi sínu.

  13. Robbie Keane var val Rick Parry og stjórnarinnar að fara af krafti í sl. sumar, þó að hann væri dýrari en t.d. Gareth Barry. Á listanum sem Rafa setti upp voru þessi tvö nöfn klárlega, ekki eru allir vissir um hvort Riera var þar, eða hvort að hann kom inn þegar á sumarið leið, og Andrea Dossena.
    Ég var ekkert viss um Keane, en er heldur ekki viss um að við eigum að afskrifa hann. Þó sýnist mér hann hafa tapað trausti Benitez og þeir leikmenn fara yfirleitt fljótt frá LFC þessa dagana, nokkuð sem ég styð af heilum hug.
    Ég sagði eftir tapið gegn Barnsley í fyrra að það væri einn maður í heiminum sem hugsanlega gæti náð meira út úr liðinu en Rafa og ég teldi vera verðugan LFC. Sá maður er Martin O’Neill. Lítinn hljómgrunn fékk ég þá, en ég stend við það. José Mourinho vill ég ekki sjá á Anfield, m.a. út af því að ég er handviss um að hann mun ekki auka sóknarknattspyrnu liðsins, sem vissulega vantar uppá. Fyrir utan það að hann hefur margoft lítilsvirt Liverpool með hroka sínum, og ég ætti mjög erfitt með að sjá hann með fuglinn fagra á brjóstinu.
    Á meðan að hæfari menn eru ekki til á ekki að reka menn “bara til að reka” enda ljóst mál að Rafael Benitez hefur 95% unnið gott starf. Ég geng svo langt að klína þessu á mistök Rick Parry að klára ekki kaupin á Simao og Nemanja Vidic. Með leikmann eins og Simao myndum við klára fleiri leiki sem við sigrum en gerum jafntefli í dag.
    Aðeins að leikstíl. Auðvitað vill ég sjá sóknarfótbolta eins og allir. Skiptir engu máli hvaða liði maður heldur með. En fyrst og fremst vill ég að liðið mitt sigri.
    Liverpool hefur orðið sigursælast undanfarin 20 ár á þremur ólíkum tímabilum. Fyrst skulum við skoða ’83 – ’84, það ár unnum við titilinn, League Cup og European Cup. Meðal leikjahæstu manna voru Sammy Lee og Alan Kennedy. Á köntunum Ronnie Whelan og Craig Johnston. Tvennunna unnum við ’85 – ’86 og þar voru komnir í byrjunarliðið menn eins og Gary Gillespie, Steve McMahon og Kevin McDonald. Enn sömu vængmenn. Vissulega var Johnston fljótur og sparkviss, en leikinn var hann ekki.
    Svo unnum við fimm bikara 2001 og það lið spilaði ekki leiftrandi sóknarfóbolta. En við grétum þetta ekki, enda vann liðið fullt af titlum.
    En liðið frá ’87 til ’91 gerði það með Barnes og Beardsley í urrandi gír. Á þeim tíma unnum við titilinn tvisvar og bikarinn einu sinni, rændir titlinum auðvitað á Anfield einu sinni.
    En það lið skildi eftir sig í hugum margra minningar sem síðan þá hafa lifað hjá okkur. Við sættum okkur m.a. við mörg léleg tímabil hjá Evans af því að liðið hans gat spilað flottan fótbolta. Ekki ósvipað því sem Wenger hefur verið að gera undanfarin ár með Arsenal.
    Eitt af því sem við aldrei ræðum sem munum þann tíma er að leikkerfi “litlu” liðanna á þessum gullaldartíma var alltaf 4-4-2 og lið reyndu að sækja. Frá því upp úr 1994 hófst gósentíð varnarsinnaðra liða sem parkeruðu strætónum fyrir framan markið sitt og reyndu bara að skora úr set-piece atriðum og þaðan frá breyttist enskur bolti talsvert.
    Ég reyndar man ákaflega vel eftir liðum sem beittu þessari aðferð gegn þessu frábæra sóknarliði okkar og unnu eftirminnilega sigra á okkur, fyrst Wimbledon sem vann okkur 1-0 í úrslitum FA 1988 og síðan Crystal Palace sem vann okkur í bikarnum 4-3 1990 á sama tímabili og þeir töpuðu 0-9 fyrir okkur á Anfield!!!
    Wenger náði að stúta svona varnarliðum með hrikalegum hraða á vængjunum sínum, United með því að ná í Ronaldo og Rooney fyrir framan nefið á okkur og Chelsea með gríðarlegum líkamstyrk sem skilaði mörgum mörkum úr set-piece atriðum og ótal 1-0 sigrum. Við höfum hingað til aldrei getað séð einhverjar lausnir gegn þessum liðum og Rafa karlinn verður að fara að finna svör við þessu, annars verður þetta honum að falli. Ég held reyndar að hann sé ekki mörgum leikmönnum frá því og ég teldi best núna að hann fengi peninga til að kaupa alvöru “sprengjur” í stað þeirra manna sem hann hefur fengið peninga til á kantana hingað til, þ.e. Pennant, Benayoun, Babel og Riera.
    Við þurfum að fá öflugan kantmann/vængsenter sem stútar bakvörðum og/eða varnarmönnum. Annað ekki.
    Nema ef að Mascherano ætlar að spila áfram líkt og síðustu leiki og Alonso dettur úr gír við meiðsli. Þá þurfum við miðjumann líka!
    En þessi áhersla á varnarfótbolta er að mínu mati að eyðileggja ensku knattspyrnuna og setja hana á stall með ítölskum og þýskum fótbolta sem lengst af hefur einkennst af mikilli vörn.
    Þess vegna er það að verða mitt mat að enski boltinn sé ekki lengur sá skemmtilegasti í heimi, heldur sá spænski…

  14. Rafa er engan vegin að gera rétt í þessu máli.. það vita allir hvað Keane getur, en framherjar þurfa traust frá stjóranum ef þeir eiga að skora mörk! Það sjá allir hvað Ferguson er að gera með Berbatov.. hann spilar hvern einasta leik og það er heldur betur farið að skila sér í dag!! Finst einsog Benitez sé ekki alveg að gera réttu hlutina með þetta lið… einsog þetta var nú farið að lýta vel út um jólin!!

  15. Ekki að ég sé neinn sérstakur aðdáandi þýsks fótbolta en fyrst að Maggi (#14) setur hann á stall með ítalska og enska boltanum sem varnarsinnaður bolti þá verð ég að koma honum til varnar.
    Þegar þýska deildin var sýnd á RÚV þá voru leikirnir einmitt oft mjög opnir og merkilegt hvað eiginlega allir gátu unnið alla. Í þýsku deildinni síðustu ár hefur líka verið mun meiri fjölbreytni en í ensku eða ítölsku þar sem Dortmund, W. Bremen, Stuttgart hafa komið og nælt sér í titil.
    Ef Maggi er hins vegar að meina þýska landsliðið þá gæti ég ekki verið meira sammála að það er drepleiðinlegt 🙂

  16. Gott og vel að ekki sé hægt að gefa Keane endalaus tækifæri til að ,,finna” sig….En þá vil ég láta jafnt yfir aðra ganga í liðinu..Ef þeir standa sig ekki þá á bekkinn með þá.. Hvernig stendur þá á því að hollenska undrið spilar alla leiki?. Þetta endar með því að allir Liverpool aðdáendur verða hárlausir!! Er kannski einhver hér sem finnst hann eiga skilið að vera inni á vellinum.?

  17. Rafa frystir alla þá framherja sem byrja og skora og spila vel nema Dirk Kuyt. Skiptir ekki máli hvernig hann spilar. Hann spilaði Crouch einhverja 18 leiki í röð og þá skoraði hann 2 mörk, en um leið og það kom að þá tók hann Crouch útaf, sama með Cisse og núna Keane, menn fá að spila trekk í trekk en um leið og þeir skora fara þeir á bekkinn. Torres og Kuyt undanskyldir.

  18. Mín tvö sent: Eftir gagnrýni og marrkaþurrð skoraði Keane hvað … þrjú mörk í tveimur leikjum í röð um áramótin (nenni ekki að grafa þetta upp, en hef minnst á þetta hér áður) … svo var hann tekinn úr liðinu eftir Bolton leikinn og engin ástæða sýnileg fyrir því. Þarna fannst mér Rafa fara illa með Keane og svo hikstar hann þegar hann loks byrjar aftur og er tekinn bara algjörlega út úr liðinu!!! Það er eitthvað að … og það má alveg gagnrýna Rafa.

    Tek undir með Magga hér að ofan … tel að Martin O’Neill væri sá sem mögulega gæti fengið meira úr liðinu, en fyrst og fremst verður “sjálfstraustið” að koma og trúin. Ef við vinnum alla leiki sem eftir eru í deildinni (og United vinnur sína, fyrir utan þann á móti okkur) þá eru liðin jöfn að stigum undir lokin. – Þetta er því enn svo ótrúlega stór möguleiki og ég trúi því að við getum staðið uppi sem meistarar.

    En spilamennskan verður að batna, og þótt það sé kannski algjör tilviljun … þá hefur liðið verið að spila langt undir getu eftir “facts”-upptalningu Rafa í byrjun árs…

    Áfram Liverpool!

  19. 14Maggi skemmtilegar pælingar hjá þér 😉 eitt sem ég vil þó taka fram held að sá ítalski sé að taka fram úr enska varðandi sóknarbolta. vinsælasta leikaðferðinn í dag er 4 3 3 og mörg lið eru að spila meiri sóknarbolta heldur en í enska. ítalska deildinn fékk slæmt orð á sig í gamla daga og hefur ekki náð að losa sig við þann stimpill. persónulega fynnst mér hann vera í sókn miðað við enska. hef horft soldið á Milan og Napoli og þar fynnst mér mun meira creativty og sóknarboltinn meiri heldur en vélmennaboltinn hjá liverpool. svo eru mörg lið á ítalu sem er ekki að liggja í vörn og reyna sækja 1 stig eins og er með mörg lið á englandi. þannig að ég held að margir þurfa að fara breyta um hugsunarhátt varðandi ítalska. alla vega horfa á nokkra leiki bara til mynda sér skoðun um þetta í dag ekki lifa á skoðun um ítalska í kringum 2000 eða seinna.

    Annarrs fynnst mér sá Spænski vera sá skemmtilegasti í dag. þar er oft mikil sóknarleikur og mjög mikið af teknískum leikmönnum sem geta brotið upp leikinna, svo er líka deildinn aðeins jafnari heldur en enska. þó svo að Barcelona sé að rústa þessu þá er líka R Madrid – Sevilla – Valencia – Villareal – A Madrid öll með mjög skemmtilega leikmenn sem lið í englandi myndu njóta góðs af.

    Fynnst líka margir dæma að Enski boltinn sé sá besti útaf 3 topplið náðu í undanúrslit í meistaradeildinni á síðustu leiktíð, held að það sé ekki að fara gerast núna, hef grun á liverpool og Chelsea nái að komast í 8 liða úrslit og svo detti annahvort liðið út þar :S

    Og annað fynnst öðrum skrítið hvað Benitez á erfitt með að vinna með breskum leikmönnum öðrum en Gerrard – Carra. var alltaf hrifinn af Crouch fannst hann oft gera góða hluti fyrir liðið og allaf einhver ógnun á honum eftir að hann komst betur í spilið hjá okkur, Pennant fannst mér oft góður og var að gera meiri usla í hægri kantinum heldur en Kuyt og koma baneitraðar sendingar fyrir. Keane held að þetta sé orðið Lögreglumál með hann var að komast í fluggír fyrir jól en svo bara geldaður fyrir árangur. Warnock var mjög efnilegur komin í enska landsliðið og töluvert skárri en rise i vinstri bak þá bara seldur og er einn af bestu leikmönnum Blackburn í seinna tíma. Einhvern veginn fynnst mér að Benitez vilji bara vinna með spánverjum og suður amerískum leikmönnum svo hann geti talað móðurtungumálið sitt

  20. Maggi, þú hlítur að vita, fyrst þú fylgist svona vel með, að Evans fékk ekki að kaupa þá leikmenn sem hann vildi. Frægustu dæmin sem honum var neitað um var Thuram áður en hann fór til Juve, Desailly frá AC Milan og Sheringham áður en United tók hann. Vörnin hefði litið aðeins öðruvísi út ef hann hefði fengið að kaupa þessa tvo frakka. Mér finnst Evans oft fá ósangjarna gagnríni og menn rembast við að nota hann til að sýna að sóknarbolti gangi ekki…þvílíkt bull.

    Og með Martin O’Neill, ég bara get ekki skilið menn sem vilja fá hann. Hann hefur aldrei unnið eitt né neitt nema með Celtic fyrir utan einn deildarbikar með Leicester ef ég man rétt. Fyrir utan leiðinlegan fótbolta sem lið hans spila. Þó ég sé ekki stæsti aðdáandi Véla Benitez þá myndi ég aldrei vilja Martin O’Neill í staðin.

    En menn eru búnir að kalla þetta í allan vetur. Liðið er búið að spila frekar illa í allan vetur þó úrslitin hafi komið á fyrri hlutanum. Margir sáu þó og heyrðu í viðvörunarbjöllunum og töluðu um þetta, það fékk lítin hljómgrunn hjá öðrum. Nú er svipaður bolti spilaður, engin sóknarleikur sem heitið getur þó liðið sé með boltan, en úrslitin láta lítið á sér kræla. Spurning hvort “vælið” í manni í haust og vetur hafi átt rétt á sér?

  21. gæti ekki veri meira sammála nokkrum commentum hérna… það má alveg gagnrýna Rafa benitez, maðurinn hefur ekkert unnið ennþá á þessu tímabili og það er alveg nóg eftir! Svo er hann með Ngog á bekknum.. hvað í helvítinu er það? er hann búin að sýna eithvað í þessum leikjum sem hann hefur komið inná?? jú hann rökstuddi valið þannig að Ngog hefði skorað 2 fyrir varaliðið! Frábært val.. skil bara ekkert í manninum lengur… Svo er hann með Keane sem hefur spilað yfir hundrað leiki í ensku deildinni, neinei best að taka hann bara úr hópnum og setja Kuyt enn og aftur á hægri kanntinn og Babel á vinstri kanntinn.. svo talar hann um að það hafi verið 4 sóknarmenn þarna inná í leiknum á móti Everton! Það fór eithvað framhjá mér!! maðurinn talar bara eintóma vitleysu, hann veit ekkert hvort þeir eigi að vera frammi, á miðjunni eða á köntunum! afhverju haldiði að Berbatov sé farin að skora í hverjum einasta leik.. hmm.. kannski af þvi að hann fær að spila og fær traust frá stjóranum! eithvað sem Benitez ætti að taka sér til fyrimyndar!

  22. Eigum við nú ekki að lofa tímabilinu að klárast áður en við tökum Rafa af lífi?

    Hann gerir mistökum, bæði í skiptingum og leikmannakaupum eins og allir aðrir stjórar og auðvitað er fínt að menn gagnrýni hann fyrir það. En á meðan við erum með af alvöru á öllum vígstöðum, eins og staðan er í dag, skulum við nú aðeins bíða rólegir með að huga að eftirmanni. Það er allavega mín skoðun…

  23. Mér fannst ótrúlegt að tveimur dögum eftir að Robbie Keane setti ‘brace’ á móti Bolton þá fékk hann ekki eina mínútu gegn Newcastle fyrir tæpum mánuði… Það vissu allir sem hafa eitthvað fylgst með Liverpool í vetur að Robbie var búinn að vera í vandræðum og ef hann fær ekki tækifæri til að fylgja eftir þannig spilamennsku þá veit ég ekki hvenær menn fá ágætis run í liðinu hans Benitez.

    En sá engir leikinn á móti Preston North End… maðurinn feilaði svo mörgum deddurum að það var skammarlegt. Hefði léttilega getað sett þrennu í fyrri hálfleik.

    Hvað er hann búinn að kicksa oft fyrir framan markið í vetur?

  24. Ég verð nú að taka undir, maður er orðinn jafn þreyttur á Rafa og fyrrverandi ríkisstjórn. Spilar lélegan bolta, kann ekki mannleg samskipti, og er alveg drullu leiðinlegur virðist vera.

    Ég ætla í raun ekkert að færa nein rök fyrir þessari færslu, aðallega vegna þess að ég nenni því ekki og vill ekki eyða of miklum af mínum tíma í Rafa..

    Áfram Liverpool.

  25. Núna er það nýjasta.. Agger bíður bara og bíður eftir að Liverpool gerir eithvað í sambandi við nýjan samning en ekkert gerist?? hvað er í gangi hjá þessum heilalausu mönnum þarna!! jæja.. best að kaupa Dossena á 8 milljón pund og gefa Degen samning.. frábært Rafa! afhverju andskotanum geta þeir ekki samið við einn efnilegasta miðvörð í landinu í dag!! djöfull er ég orðin pirraður á öllu sem gerist bakvið tjöldin hjá þessu liði!! þarf að fara stokka eithvað uppí þessu sem fyrst..

  26. Fyrir það fyrsta þá fékk Evans að kaupa t.d. Phil Babb, Bjorn Tore Kvarme og Sean Dundee. Thuram var eini sem honum var neitað um, hinir völdu Chelsea (vegna þess að Desailly vildi búa í London) og United (vegna þess að hann taldi liðið þeirra betur samansett og líklegt til árangurs). Roy Evans lét liðið vissulega spila góða knattspyrnu en þegar kom að úrslitaleikjum þar sem þurfti taktíska hugsun rann hann yfirleitt á rassinn, eins og t.d. kemur í ljós í ævisögu Carra. Auk þess að hann missti algerlega tökin á aganum í kringum félagið. En ég er ekki bara að tala um hann þegar ég tala um fína knattspyrnu, og segi líka í mínu innleggi að ég vill vissulega að liðið spili góða knattspyrnu, en fyrst og fremst sigra. T.d. var 5 bikara árið ekki sýningarfótboltalið en það var verulega skemmtilegt að vera Liverpool maður það ár.
    Svo held ég að ljóst sé að innan félagsins er ekki friður. Grétar Örn nefnir þetta réttilega í sinni athugasemd #26 og þar held ég t.d. að liggi mikilvægi þess að Rafa fái að ráða málum. Það er morgunljóst að hann lítur á Daniel Agger sem lykilmann í félaginu, en snillingurinn Rick Parry virðist ekki vera sammála stjóranum þar. Það er líka ljóst að Gareth Barry var val Rafa nr. 1 í sumar en Parry og stjórnin var ekki tilbúin að eyða 18 milljónum þar. Mér finnst mikil einföldun að tala um að Alonso hefði skilyrðislaust átt að fara þar og aldrei staðfest af neinum. Það sem liggur ljóst fyrir að Parry var til í að kaupa Keane fyrir 20 millur en ekki Barry fyrir 18. Finnst mönnum það gáfulegt????
    “””Maggi, þú hlítur að vita, fyrst þú fylgist svona vel með,””” – jæja BJ #14, eigum við ekki að vera bara á málefnalegum nótum félagi….

  27. Helduru að þú ráðir við það Grétar Örn að skrifa bréf sem inniheldur minna en lágmark 10 upphrópunar og spurningarmerki og fjallar ekki um annaðhvort Rafa eða Dirk Kuyt?
    Greinarskil væru líka mjög vel þegin ásamt minni notkun á orðaleppum á borð við “í andskotanum” , “djöfull er ég orðinn pirraður” og “heilalausu mönnum”.
    Ertu kannski Man Utd-áhangandi að reyna eyðileggja umræður hér?

    Annars er öruggt að eitthvað fer fram á æfingasvæðinu sem við fáum ekki að vita af. Þjálfarinn þarf stundum að sýna leikmönnum hver ræður séu fleiri en 1 óánægðir með lítinn spilatíma. Babel og Agger væntanlega pirraðir líka en Keane reynt að ögra þjálfaranum og draga hans ákvarðanir í efa.
    Robbie Keane bara hentar ekki í þetta 4-2-3-1 leikkerfi sem Rafa spilar. Okkur skortir svo miklu betri og hraðari kantmenn til að geta spilað 4-4-2 sem er nánast það eina sem Keane þekkir.

  28. Loksins, Nemeth lánaður í coca cola deildina.. Ég var farinn að spá hvort drengnum hafi verið rænt! Eitthverjar jákvæðar fréttir LOKSINS !
    Vonandi liggur leiðin bara uppá við !

  29. Þetta átti nú ekkert að vera leiðindi Maggi, sorry ef þú tókst því þannig. Mér finnst samt eins og þú sért farin að reyna snúa öllu sem ég segji upp þannig að ég sé með leiðindi í þinn garð….kannski er það bara ég en mér finnst það. En breytir ekki öllu, skulum ekki væla yfir svona smámunum.

    En Desailly og Sheringham þóttu of gamlir og því samþykkti stjórnin ekki að kaupa þá. Þetta sagði nú bara Phil Thompson mér sjálfur, maður getur sér til að hann viti eitthvað örlítið um málið 🙂

    Einnig fannst mér allt of mikið gert úr jakkafötunum “góðu” hérna gegn Man utd í úrslitum FA bikarsins. Þetta var skítaleikur af beggja hálfu þar sem Eric Cantona laumaði einu inn. Gefum okkur að þetta hefði verið öfugt farið, Robbie Fowler hefði laumað einu inn þá hefði engin talað um þessi jakkaföt. Mér fannst eins og það vantaði sökudólg og menn klýndu þessu á Evans og jakkafötin, hversu vitlaust/snjalt það nú var.

    En að þessu sögðu, þá var ég alveg sammála á sínum tíma að breytinga var þörf, Evans var ekki að ná nógu góðum árangri. Mér finnst bara óþarfi að sverta hann alveg útí eitt. Sömuleiðis 10 ár from now ef menn ætla að fara sverta Véla Benitez(“Véla” er grín og skot á vélmennaboltan sem hann lætur okkur spila), ég mun verja hann á sama hátt. Þó þetta sé ekki minn maður þá er hann stjóri míns liðs og ég ber virðingu fyrir honum sem slíkum og þeim árangri sem hann hefur náð. Hvort þetta sé komið fínt hjá honum mun ég ákveða fyrir minn smekk í sumar.

    Fyrir utan fótboltan og úrslitin undanfarið, þá hef ég áhyggjur af Benitez. Hvernig hann fór með Babel, Pennant og núna virðist eitthvað vera að gerast með Keane. Maður hefur heyrt að hann sé ekki góður í persónulegum samskiptum, ætli það sé að koma í ljós þarna? Auðvitað veit maður ekkert um það en maður hlítur að spyrja sig.

  30. á ég að hringja á vælubílinn fyrir þig Sölvi? ..ég er bara að tjá mínar skoðanir hérna rétt einsog þú! þarft ekkert endilega að lesa þetta, en ég sé að þú hefur greinilega mikinn áhuga á þvi:D

  31. Grétar, þú mættir þá alveg hafa pláss fyrir mig í vælubílnum líka.

    Varðandi Keane þá trúi ég bara ekki að Rafa sé búinn að gefast upp á honum strax og finnst hann alls ekki hafa fengið það traust sem hann þarf til að blómstra. Vona að janúar klárist án frétta af sölu á Keane (og frekar með kaupum á hægri kannti fyrir Pennant).

    En þrátt fyrir slæman mánuð uppfullann af jafnteflum þá nenni ég ekki einu sinni að taka þátt í umræðu um að Benitez ætti að vera á síðasta séns, er því fullkomlega ósámmála og vil frekar að hann fái meiri völd en hann hefur núna, treysti honum betur en Parry, Hicks og Gillett til samans til að dæma hvað sé klúbbnum fyrir bestu, og er á því að þetta sé einn albesti stjórinn í boltanum, jafnvel þó hann fari í taugarnar á mönnum. Tomkins skrifaði góðan pistil í dag (eins og alltaf) og benti t.d. á að okkar mikilvægustu menn eru á mjög góðum aldri og klúbburinn ætti alla möguleika á að styrkjast áfram á næstunni. Hef ennþá trú á því.

    Það er á svona tímum sem reynir á þolinmæðina, ég hef nú oft þurft að reyna meira á mína undanfarin ár (áratug) á þessum tímapunkti í tímabili og hef oft haft mun minni trú á framhaldinu.

  32. Mig langar að neita því að þjálfarar og dómarar berir e.k. ábyrgð á að knattspyrnumenn, langflestir fullorðnir menn, hafa hemil á sjálfum sér. Talað um að Evans hafi misst tök á aganum í hópnum svona eins og fullorðnum mönnum sé ekki sjálfrátt nema einhverjar föður- eða valdsmyndir hafi vit fyrir þeim. Sama einkennir oft umræður um dómara sem er talað um að “missi tök” á leikjum svona eins og leikmenn beri enga ábyrgð á eigin gjörðum.

  33. Fyrir mér er greinilegt að eitthvað er að, hugmyndalaus sóknarleikur, Dirk Kuyt að spila alla leiki. Og kommon, Keane er betri en Kuyt, Babel og N’Gog til samans, og auðvitað á hann að spila frekar en þeir. Og það að hafa bara einn sóknarmann á bekknum þegar að liðið er steingelt framávið er ekkert nema kjánaskapur.

    Og það að gera aldrei skiptningar fyrr en á 70 mín, er fáránlegt.
    Alveg sama hvað Paul Tompkins reynir að fegra hlutina.

    Siggi

    p.s
    Tók eitthver eftir því frábæra augnabliki þegar að Arnar Björnsson ( var það ekki annars hann að lýsa) var að spá hvort Benitez ætlaði ekki að fara að láta Benayoun inn á til þess að sprengja upp vörn Everton?
    Ég Hló.

  34. Ok Benni. Peaceful.

    33. Sammála, en það sem við erum að tala um er t.d. að rústa flugvél á leið heim úr Evrópuleik í Rússlandi, þolinmæði gagnvart seinkomum og skrópi Collymore á æfingar, ítrekuðum brotum leikmanna á reglum á æfingasvæðinu t.d. vegna notkunar farsíma og því að bannað var að reykja þar. Paul Ince t.d. braut þá reglu oft en var fyrirliði liðsins um tíma hjá Evans. Leikmenn neituðu að spila fyrir varaliðið og undir lokin var Evans farinn að loka augunum algerlega fyrir þessum uppákomum og hafði tapað trausti flestra. Fínn kafli um kallinn í ævisögu Carragher, þ.e. lok ferils hans. Það að hann fékk ekki nein störf af viti í kjölfarið segir auðvitað sögu. En hann fór vel af stað og á auðvitað gott skilið fyrir að spila á ungu mönnunum okkar og t.d. ýta Owen af stað.

    Svo ætla ég að vera sammála Babu um það tvennt að ég vona að Keane verði með okkur fram á vor og þrátt fyrir að ég pirri mig oft á Rafa lít ég á hann sem okkar besta kost í stöðunni núna og er handviss að með réttum kaupum í sumar er liðið okkar tilbúið að taka völdin, þ.e. ef við bara byrjum ekki á því í maí!!!

  35. Sölvi, þú segir að Keane henti ekki 4-5-1 kerfinu Rafa, til hvers var karluglan þá að kaupa Keane á 20 milljónir punda ? djöfull er hann góður að fara með pening ef hann spanderar 20 millum í mann sem hann vill svo ekki nota. Rafa er löngu komin á endastöð.

    Hann sagði þegar hann kom.
    1.Tímabil = Bara vörn
    2.Tímabil= Bara miðjan
    3.Tímabil = Bara sóknin
    4.Tímabil = Samkeppnishæft lið = NEI
    5.Tímabil = Vinna deildina = NEI ekki miðað við hvað Rafa er að gera í dag
    6.Tímabil = Sama og alltaf, meðalmennska og bara einblínt á CL ? JÁ ég held það.

    Hans tími er kominn finnst mér. Martin O’Neill TAKK.

  36. 35

    Þetta segir mér að enginn þjálfari hefði sennilega gert mikið betur með leikmenn sem hafa verið svona óþroskaðir. Enda nokkrir einstaklega leiðinlegir karakterar í því liði (Ince, Collymore, Ruddock etc.) og aðrir sem voru sennilega ekki með mentalitet eða gáfnafar sigurvegara (James, Fowler o.fl.).

  37. 37 Jón

    Það hefur komið fram hér áður að Rafa reiknaði líka með kaupunum á Gareth Barry þegar R.Keane var fenginn til liðsins. Hugsanlega var ætlunin að nota annað kerfi með Barry.

    Margir hafa bent réttilega á að Dirk Kuyt skortir leikni og betri fyrirgjafir til að geta brotið niður minni lið sem koma á Anfield til að verjast. Ég skil sjálfur ekkert í því af hverju Rafa Benitez hefur aldrei sett Steven Gerrard á hægri kant/sókn með Mascherano og Alonso á miðjunni og Keane í holunni á bakvið Torres og Riera hinum megin. Þetta lið gæti með hápressu og hraðara kantspili skorað á móti hvaða varnarvegg sem er á Anfield.

    Martin O´Neill er mjög takmarkaður þjálfari, álíka ofmetinn og Alan Curbishley. Ef menn hafa ekki betri valkost en það þá er Rafa öruggur í starfi.
    Við getum enn gert gott úr þessu tímabili með innbyrðis sigrum á Chelsea og Man Utd næstu mánuði. Síðan breytist álit manna líklega á Rafa þegar hann sýnir ofurstyrk sinn í CL næstu mánuði.
    Slökum alveg á með þetta tal um að skipta þjálfaranum út. Bíðum frekar þangað til í lok leiktíðar og metum stöðuna þá. Það er þó alveg ljóst að ef við vinnum engan titil í ár og verðum c.a. 10 stig frá titlinum þá verður mjög erfitt fyrir Rafa að sannfæra nýja eigendur að hann sé rétti maðurinn.
    Slökum aðeins á móðursýkinni þangað til.

    Forza Liverpool!

  38. Sælir félagar.
    Sama gamla Kuyt umræðan. Sama gamla Babel umræðan. Sama gamla Mascherano umræðan. Sama gamla Dossena umræðan. Ég er ekki að segja að menn hafi rangt fyrir sér. Ég vil hins vegar halda því fram að við þurfum að sætta okkur við það (enn sem komið er) að það eru ekki allir leikmenn liðsins í Gerrard/Torres/Carragher/Reina klassa. Vandamálin eru til staðar og Benítez gengur hægt að leysa þau, þótt hann hafi að mörgu leyti leyst mörg vandamál.
    Dæmi:
    1.Síðustu ár hefur útivallaárangurinn verið stærsta vandamálið. Liðið náði ekki nægjanlega góðum árangri og tapaði jafnvel fyrir fallkandídötum. Þetta er mun betra í ár.
    2. Liðið tapaði of mörgum leikjum. Síðustu tímabil tapaði liðið mun fleiri leikjum en keppinautarnir og eins og í fyrra dæminu, fyrir fallkandídötum og liðum í neðri hluta deildarinnar.
    3. Liðið tapaði fyrir aðalkeppinautunum. Þeir voru með afar slakan árangur í innbyrðisviðureignum og það var það sem skildi liðið aðallega frá hinum.
    4. Liðið hefur löngum átt í vandræðum með að opna 10 manna varnir andstæðinganna. Þetta vandamál er enn fyrir hendi.
    5. Liðið á í vandræðum í föstum leikatriðum (á sig). Þetta vandamál er enn fyrir hendi.

    Auðvitað má deila um hvort hann sé að vinna of hægt úr þessum vandamálum, en það beið hans risastórt verkefni eftir stjórnartíð Houllier.

    Varðandi leikmenn, þá tek ég undir það sem hefur komið hérna fram að sumu leyti. Kuyt er í náðinni, hann hefur hugarfarið sem Benítez vill. Hann er agaður, hann gerir það sem Benítez vill að hann geri, og er ekki með múður, er algjör team-player. Babel er wild-card og væntanlega hafa menn búist við miklu af honum eftir síðasta tímabil og orðið fyrir vonbrigðum. Vonbrigðin mín tengjast kannski skrýtnum kaupum á Riera í stöðu sem að mínu mati þurfti síður að styrkja en hina kantstöðuna og þar af leiðandi var Babel orðinn annar kostur og hefur ekki fengið rönn og sjálfstraust.
    Keane er annað dæmi um Crouch, á erfitt til að byrja með en þegar hann byrjar að skora þá er honum kippt út. Algjörlega óskiljanlegt. Ég held að gamla sýstemið eigi að gilda um svona menn, ef þeir spila vel, þá eiga þeir að vera í liðinu, annars ekki. Ég skil að mörgu leyti að Keane hafi fengið sénsinn fram að jólum þrátt fyrir að hafa ekki spilað sérlega vel, liðið var á toppnum og var að vinna leiki. Síðan byrjar hann að skora og er kippt út. Algjörlega út í hött.

    Ergo: Benítez er ekki fullkominn. Það eru Ferguson, Scolari, Wenger og O´Neill ekki heldur. Sóknarleikurinn fer í taugarnar á mér. Kuyt fer í taugarnar á mér. Skiptingarnar fara oftar en ekki í taugarnar á mér. Það fer í taugarnar á mér að vinna ekki Everton í tvígang. Það verður hins vegar að horfa á það að við höfum ekki verið í þessari stöðu í árafjöld. Vorum á toppnum í 6 vikur samfleytt og erum í kallfæri við toppliðið núna. Liðið er á uppleið og Benítez veit vel um þessi vandamál sem hrjá liðið. Hann veit flest það sem hefur komið hérna fram og er að reyna að laga það. Kuyt dettur út úr liðinu fyrr eða síðar. Benítez er maðurinn til að taka liðið á toppinn, hvort sem það verður í vor (ólíklegt), vorið 2010 eða vorið 2011.

  39. Já og með leikkerfi, þá breytir það akkúrat engu hvort Keane sé aftari senter í 4-4-2 eða í “holunni” í 4-2-3-1. Þetta er nákvæmlega sama staðan.

  40. Mér finnst nú ekki hægt að kalla Martin O’Neill eitthvað ofmetinn þjálfara eða mann sem lætur liðin sín spila einhvern ömurlegan varnarbolta.
    Hann stóð sig frábærlega með Leicecster, hann stóð sig frábærlega með Celtic og hann hefur gert kraftaverk hjá Aston Villa og það lið spilar þrusugóðan fótbolta, sérstaklega miðað við að hann hefur ekki eitt stykki Torres eða Gerrard í því liði.
    Það er ástæða fyrir því að Martin O’Neill er talinn líklegastur til að taka við af Alex Ferguson.

  41. 14 : Þýski og Ítalski boltinn einkennast af mikilli vörn? Bíddu fyrirgefðu Maggi, en hvað hefur þú horft á marga leiki í þessum deildum? Þýski boltinn hefur verið sá langskemmtilegasti í Evrópu í mörg ár og sá ítalski er honum ekki langt að baki. Prófaðu að skoða einfalda tölfræði um mark per leik í þessum deildum og berðu saman við ensku deildina.

    32 : Í alvöru Babu, Paul Tomkins, ertu enn að taka mark á þeim gæja?

  42. Það verður fróðlegt að sjá hvaða snillingur koðnar næst niður í treyju númer 7 hjá okkur.

  43. Síðasta sem ég sá af þýska boltanum var þegar RÚV sýndi hann fyrir fáeinum árum. Uppáhaldsþátturinn minn þá voru Þýsku mörkin með Lárusi Guðmundssyni seint á sunnudagskvöldum.
    Þýski boltinn er bara skemmtilegur, fjölbreyttur og magnaður í alla staði, til dæmis besta áhorfendaaðsóknin þar í allir Evrópu held ég.
    Þessi klisja með þýskan varnarbolta er líka innilega dauð, sjáið bara þýska landsliðið undanfarin ár. Þrususkemmtilegt lið og þó það sé agað og kunni að verjast er það langt frá því að vera einhver varnarmúr.

  44. Er sammála þér Tómas með tvennt;
    1) Skemmtilegheit þýska boltans (sá ítalski er hinsvegar slappur þessi árin)
    2) Um froðuspekinginn Paul Tomkins. Alveg merkilegt hvað sumir spjátrungar ná miklum vinsældum með að tala jákvætt og í hringi. Paul Tomkins er eiginlega sambland af Pollýönnu, Hannes Hólmsteini og Stefáni Friðrik Stefáns Moggabloggara.

    Ívar Örn:
    Second striker t.d. hjá Tottenham og aftari sóknarmaður í 4-2-3-1 hjá Liverpool eru mjög ólíkar stöður. Hjá Rafa eru miklu meiri hlaup og allt spil fer upp í gegnum miðjuna. Keane er bara ekki sá alhliða leikmaður sem Rafa var að vonast eftir. Keane er oft ekki nógu vel staðsettur, tekur röng hlaup og nær ekki enn að vinna nógu vel með vængmönnunum.

    Nýkominn úr grjótinu:
    Martin O´Neill hefur aldrei stjórnað stóru liði. Hann er bara 1 númeri of lítill og skortir reynslu til að þjálfa alvöru stórlið eins og Liverpool að mínu mati. Er varðandi leikaðferðir svipaður One-trick Pony og Arsene Wenger. Vilji menn skipta Rafa Benitez út þá eru Hiddink, Capello, Mourinho eða Lippi einu kostirnir.

    Hér má svo lesa pistil um meðferð Rafa á R. Keane. Ýmislegt til í þessu. http://www.independent.co.uk/sport/football/news-and-comment/james-lawton-benitezs-treatment-of-keane-has-become-close-to-a-gruesome-joke-1516827.html

  45. Langar bara að benda á það að í dag er 27.Jan en leikurinn á móti Wigan er 28.Jan – Miðvikudegi. Vitlaus dagsetning hérna til hliðar á síðunni.

  46. Ef Liverpool vinnur ekki á morgunn og Dirk Kuyt í byrjunarliðinu.. þá er Benitez með drulluna uppá bak!! ég segi það bara enn einu sinni, vandamálið liggur í hægri kantmanni. Er ekki alveg að skilja afhverju hann seldi Pennant, en það virðist vera útaf þvi Benitez er leiðinlegur í mannlegum samskiptum við Enska leikmenn!! farðu úr bænum helvítis spanjóli… brosir ekki einu sinni þegar að liðið sem hann stjórnar skorar! hversu leiðinlegur er hægt að vera?

    Een Kuyt er nátturlega bestur í heimi.. og getur spilað flest allar stöður að mati Rafa! hahah svo við þurfum ekki að óttast! Halleluja…

    • 32 : Í alvöru Babu, Paul Tomkins, ertu enn að taka mark á þeim gæja?

    Ég mynda mér nú alveg mínar skoðanir sjalfur, en já mér finnst hann fínn penni og oft á tíðum gott mótvægi við svartsýnis spekina sem t.a.m. fyrirfinnst oft hérna. Það er oft gott að horfa á heildarmyndina, ekki bara síðustu 90.mín.

    • 2) Um froðuspekinginn Paul Tomkins. Alveg merkilegt hvað sumir spjátrungar ná miklum vinsældum með að tala jákvætt og í hringi. Paul Tomkins er eiginlega sambland af Pollýönnu, Hannes Hólmsteini og Stefáni Friðrik Stefáns Moggabloggara.

    Eða koma fram með góðar, nokkuð vel unnar og vel skrifaðar greinar sem make-a alveg sense. Stundum hef ég það á tilfinningunni að menn (sérstaklega hérna) líti það neikvæðum augum að það séu til menn sem vilji fjalla um Liverpool á jákvæðum nótum, ekki bara neikvæðum / ofur gagnrýnum.

  47. Legg hér með til að við sendum Keane til Tottenham, fáum Aaron Lennon og nokkrar milljónir á milli. Ef Torres getur ekki spilað verðum við að spila með Kuyt frammi, nú eða Babel, en þjónustan er þá amk vonandi til staðar.

    Í sumar getum við svo bætt við öðrum sóknarmanni.

    Miðja og sókn yrðu þá svona:

    —–Mascherano—–Alonso—–
    Lennon—–Gerrard—–Riera
    ————Torres————-

  48. Nr 48. Grétar

    • Er ekki alveg að skilja afhverju hann seldi Pennant, en það virðist vera útaf þvi Benitez er leiðinlegur í mannlegum samskiptum við Enska leikmenn!! farðu úr bænum helvítis spanjóli… brosir ekki einu sinni þegar að liðið sem hann stjórnar skorar! hversu leiðinlegur er hægt að vera?
      Een Kuyt er nátturlega bestur í heimi.. og getur spilað flest allar stöður að mati Rafa! hahah svo við þurfum ekki að óttast! Halleluja…

    Rétt upp hönd sem er kominn með leið á þessu illa ígrundaða væli Grétars út í Kuyt og Rafa. Alla í lagi að gagnrýna Grétar, en hættu að drulla svona yfir menn, þú ert kominn út í fordóma með því að kalla stjórann helvítis spanjóla og það er mikið verið að reyna að sporna við sliku, nenni annars alls ekki að svara þessu frekar…

    já og btw

  49. Hjalti: Það sem stoppar Keane – Lennon skipti er að Redknapp er ekki með loft í hausnum og vill ekki missa einn besta leikmann liðsins.

    Þó alltaf gaman að láta sig dreyma

  50. Grétar, eitt svona komment í viðbót og þá munum við einfaldlega loka á frekari komment frá þér. Þú ert ekki að bæta neinu við þessa síðu með svona kommentum.

  51. Á ansi stuttum tíma hefur magn svona þvælu aukist töluvert, hef grun um að 1 eða fleiri séu hérna undir fölsku flaggi.. if you know what I mean. 😛

  52. Veit einhver hvenær þessi blessaði félagaskiptagluggi lokar?
    Ég vil ekki missa Keane, bara trúi ekki öðru en að það rætist úr þessu öllu saman og hef enga trú á öðru en að Benitez voni það sama.

  53. Tomkins er í sjálfu sér ágætis penni og skrifar oft fína pistla, oft er ég meira að segja sammála honum. Hann á þó erfitt með að sjá hlutina svart og hvítt, yfirleitt sér hann þá bara hvítt. Einhver líkti honum við Bill O’Reilly hérna á þráðinum um daginn og það fékk mig til að brosa, enda var samlíkingin ekki algalin. Þó O’Reilly sé auðvitað vitfirrtur ofstækismaður sem ég efast um að Tomkins sé, þá eiga þeir eitt sameiginlegt – þeir eru áróðursvél og málgagn (Repúlikanaflokksins og Liverpool) og skortir alla sjálfrýni. Ekki að það sé eitthvað alslæmt, eins og Babu bendir á þá eru pistlar Tomkins oft jákvæðir og uppbyggjandi sem er í sjálfu sér ekkert nema gott mál. Umræðan er oft neikvæð og því fínt að geta lesið e-ð jákvætt í skammdeginu. Þó finnst mér einnig nauðsynlegt að umræðan sé raunsæ og oft finnst mér Tomkins skorta slíkt raunsæi. Tomkins ver t.d nánast allar ákvarðanir Rafa Benitez fram í rauðann dauðann. Gott dæmi er þegar Rafa var að rótera sem mest (sjálfur hefur Rafa viðurkennt mistök varðandi of miklar róteringar á lykilmönnum og breytingar á leikkerfum) þá var Tomkins fyrsti maðurinn honum til varnar. Það er reyndar pistill hérna til hliðar á síðunni um nákvæmlega þetta. Þar talar Tomkins um að Benitez róteri ekkert meira en t.d Ferguson og Mourinho á sínum tíma. Flestir vita þó að Ferguson og Mourinho voru með mun sterkari og breiðari leikmannhóp á þessum tíma auk þess sem þeir áttu nánast tvo jafnsterka leikmenn í hverri stöðu. Það verður ekki sama sagt um Liverpool. Reyndar man ég ekki eftir grein frá Tomkins þar sem hann hefur einhvern tímann efast um ákvarðanir hr. Benitez. Hann er áróðurspenni og ágætur sem slíkur.

  54. rétti upp hönd

    Martin O’Neill er big time motivator og hefur alls staðar náð árangri. Hann hefur stjórnað stórliði því að Celtic er ekkert annað en stórlið, með 63 þúsund áhorfendur á hverjum leik og á meðan að hann var þar sýndi hann fullkomlega að hann stæðist álagið sem fylgir því að stjórna stjörnum, var t.d. drulluóheppinn að vinna ekki Porto í úrslitum UEFA Cup auk þess sem hann vann nær alla titla sem buðust í Skotlandi. Svo hann ræður við stórlið.
    Hann hefur alls staðar náð árangri, byrjaði að byggja upp lið sem heitir Wycombe Wanderers og fór þaðan til Leicester. Náði hreint mögnuðum árangri þar með takmörkuð fjárráð en fyrst og fremst útaf frábæru leikskipulagi og motivation til leikmanna.
    Ég fer svo ekki ofan af því að lið Aston Villa er eitt hið, ef ekki skemmitlegasta lið deildarinnar og ég er sannfærður um að þeir muni keppa í Meistaradeildinni á næsta ári, sem er frábær árangur.
    Hann gjörþekkir enskan fótbolta og veit hvað þarf til að ná þar árangri.
    Ég allavegana er algerlega á móti því að fá menn sem ekkert þekkja til Englands, menn eins og Hiddink og Lippi og Capello spilar náttúrulega hroðalegan fótbolta. José Mourinho nær vissulega árangri en ég vill ekki sjá á Anfield nokkurn sem telur sig stærra en félagið. Skiptir þá engu hvort um er að ræða leikmann eða annan starfsmann.
    Ég styð Rafael Benitez enn heilshugar og er viss um að hann er stutt frá því að ná mjög góðum árangri. Ef að þolinmæði hans gagnvart baklandinu sínu þverr, eða stjórnin lætur hann fara er í mínum huga einungis Martin O’Neill fær um að taka við starfi Benitez og byggja ofan á það….

    • Hann hefur alls staðar náð árangri, byrjaði að byggja upp lið sem heitir Wycombe Wanderers og fór þaðan til Leicester

    Ég ætlaði að fara leiðrétta þig og vera voða gáfaður að segja að þú værir að rugla saman John Gregory og O´Neill……en viti menn, báðir gerðu góða hluti hjá Wycombe…..það eitt og sér talar sínu máli 😉

    En svona umræða er að mínu mati ótimabær.

    …og varðandi Tomkins þá er hann nú ekkert að segja að hann sé ekki óskeikull, hann reynir að fatta hvað stjórinn er að hugsa hverju sinni(lika Houllier) og mer finnst það allavega oft make-a sens. (nýyrði í ísl. tungu?). Hann er ekki alltaf sammála og verður að því er ég best veit líka pirraður, en treystir stjóranum.

    Hann hefur annars auðvitað passað sig töluvert þegar hann er að skrifa inn á Official siðuna og, einmitt haldið sér jákvæðum. Ég man nú annars ekki betur en að hann hafi verið ákaflega ósáttur við t.d. kananna fyrir ekki svö löngu.

    • Það er reyndar pistill hérna til hliðar á síðunni um nákvæmlega þetta. Þar talar Tomkins um að Benitez róteri ekkert meira en t.d Ferguson og Mourinho á sínum tíma. Flestir vita þó að Ferguson og Mourinho voru með mun sterkari og breiðari leikmannhóp á þessum tíma auk þess sem þeir áttu nánast tvo jafnsterka leikmenn í hverri stöðu.

    Eftir stendur engu að síður sú staðreynd að Rafa róteraði engu minna, og hefur síðan unnið að því að brúa þetta bil sem hefur verið milli leikmannahópana. Hann varð að treysta á hópinn sem hann hafði.

  55. Margir hafa verið duglegir að benda á þau slöku kaup sem Benitez hefur gert á sínum stjóraferli hjá Liverpool, en samt sem áður hefur hann gert fleiri góð kaup en þeir sem á undan sátu – við erum loksins loksins komnir með lið sem getur barist um dollur, og það er alveg ótrúlegt að menn séu að segja að hann sé komin á endastöð þegar liðið er nær toppnum í janúar en það hefur nokkur tíman verið síðustu 10 ár eða svo, og það án þess að hafa unnið deildarleik í mánuð!

    Við skulum nú bíða með að afskrifa sjálfa okkur þar til að við erum komnir 10 stigum á eftir toppnum, eins og venja er fyrir um þessar mundir hjá okkar ástkæra liði, því miður. Það er allt að spila fyrir ennþá, bara spurning um að fara að breyta þessum jafnteflum í sigra og fara að spila fótbolta sem liði á okkar standard sæmir.

    Ég er jafnpirraður á spilamennsku liðsins og næsti maður, en maður má samt ekki gleyma sér í pirringnum og drulla yfir allt, einhverstaðar hlýtur að vera ljósir punktar þar sem við erum með í öllum keppnum (nema WC) ennþá – og eigum fína möguleika á öllum vígstöðum. Vissulega er deildin forgangsatriði og við eigum ekki að vera að tapa stigum gegn þessum liðum á heimavelli, en liðin allt í kringum okkur hafa verið að gera þetta einnig, og þó að Utd sé komið á toppinn þá er það ekki beint vegna frábærar spilamennsku, þeir hafa verið að skora í lok leikja, oft eftir drepleiðinlegar 85 mínútur + og þar skilur að.

    Ekki gleyma heldur að við erum búnir að vera án Torres allan þennan tíma, og erum með menn sem geta ekki annað en batnað – sbr Keane, Kuyt, Babel og áfram mætti telja. Ef við erum í þó þetta góðri stöðu með allt “þetta drasl” í liðinu, hverju getum við þá búist við ef 1-2 af þessum leikmönnum detta í gírinn og liðið fær sjálfstraust aftur ?

  56. “Eftir stendur engu að síður sú staðreynd að Rafa róteraði engu minna, og hefur síðan unnið að því að brúa þetta bil sem hefur verið milli leikmannahópana. Hann varð að treysta á hópinn sem hann hafði.”

    Einmitt. Voru það ekki mistökin sem hann viðurkenndi svo, of miklar róteringar miðað við þann leikmannahóp sem hann hafði úr að moða?
    Það varð allavega stórmunur á spilamennsku liðsins sl. vor þegar hann hætti að rótera lykilmönnum og hélt sig við sama leikkerfi. Þetta tímabilið hefur hann nokkurn veginn fylgt því eftir, enda er árangurinn eftir því.

  57. Jæja…

    Eru ekki einhverjar jákvæðar fréttir í gangi úr herbúðum okkar manna? Höfum ekki verið í jafn sterkri stöðu á þessum tímapunkti í mörg ár en samt djúp lægð yfir landinu!

  58. Ég verð að seigja að neikvæðnin er því miður búinn að ná nýjum hæðum hérna. Eins og þessi síða er búinn að vera frábær undanfarin ár, þá er ég nánast hættur að koma hérna inn vegna eilífrar gagnrýni á liðið. Ef mér langar að lesa eintóma gagnrýni um LFC þá á ég að gera það inná manutd.is eða líknandi síðum, ekki inná stuðningsmanna síðum LFC

  59. Og það tragíska er að við erum búnir að skila besta árangri í 20 ár

  60. Við Getum ekki kennt Rafa um allt. Það eru líka margir leikmenn sem geta gert betur en eru ekki að standa sig. Kantmennirnir eru til dæmis ekki nægilega fljótir að gefa fyrir, Kuyt leitar t,d of mikið til baka, Babel klappar boltanum of mikið og missir hann oft frá sér, Riera er þeirra skástur kemst oft framhjá varnarmanni en fyrirgjafirnar eru ekki alltaf góðar en hann á eftir að bæta sig (er ekki búinn að vera lengi í Liv). Hvað heyrir maður sagt á þeim stöðum, þar sem ég hef horft á boltann, gefðann, fyrir með boltan núna strax, vertu ekki að þessyu dóli, o,s,f, já þeir eru of seinir oft og tíðum.Svo má Keane fara að sýna hvað hann kann, (við vitum hvað hann kann ekki) Mascherano var ekki neitt rosalegur í síðasta leik og Alonso er stundum seinn með boltan og er oft nálægt því að miss´ann. En áfram Liverpool

  61. Já ég er sammála. Mér hefur fundist neikvæðnin hafa verið allt of mikil hérna inni og kannski er það ástandið í þjóðfélaginu um að kenna.
    En vissulega eru neikvæðar fréttir meiri fréttir en jákvæðar.

  62. Ég held að neikvæðnin sé mikil vegna þess að við erum hræddir við það allra, allra versta.

    Það er að Man U taki af okkur titilinn. Það er ekkert svo sárt að vera í fjórða sæti og sjá Man U vinna. En að vera í raunverulegri baráttu við þá og sjá þá svo vinna og jafna þar með titlafjöldann okkar, það yrði nánast óbærilget.

    Þess vegna kemur þetta panic í hvert skipti sem við náum ekki að vinna.

    Ég verð að játa að ég er hættur að nenna að lesa flestöll kommentin. Ég skima yfir nöfn þeirra sem kommenta og les það sem að ég held að sé vit í og sleppi ansi mörgum öðrum.

    Djöfull verðum við að vinna þennan Wigan leik.

  63. Mikið til í því að neikvæðnin brjótist svona út vegna þess!

    En það er alltaf sárt að sjá mu vinna en ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda að missa af titlinum til þeirra í blálokin. Þá gerist ég 110% öryrki og vinn svart heima.

  64. Ólíkt EOE þá hef ég mjög gaman af því að lesa kommentin hér þessa dagana. Ekki vegna þess að efni þeirra eða ritstíl sé svona til fyrirmyndar heldur frekar sem e.k. félagsfræðileg stúdía. Að menn geti ekki rökrætt eins ómerkilega hluti og fótbolta án þess að fara út í e-ð persónulegt skítkast um og gagnkvæmar ásakanir um skoðanakúgun og myrkustu bölsýni er stórmerkilegt. Af hverju eru menn brjálaðir yfir því að einhverjir aðrir séu ekki sammála þeirra eigin skoðun? Ég þekki nánast enga sem kommenta hérna á þessa síðu persónulega og mér gæti ekki verið meira saman þótt einhverjir hérna séu ekki sammála þegar mér dettur í hug að leggja orð í belg. Þvert á móti finnst mér oft gaman að rökræða um málefni við þá sem eru ekki sammála og sumir hérna eru færir um það, aðrir síður.

    Menn ættu almennt að anda aðeins um nefið þegar þeir byrja að hella úr viskubrunni sínum hér og vera frekar þakklátir fyrir að yfir höfuð sé til umræðavettvangur fyrir málefni Liverpool á Íslandi heldur en að bregðast fúlir við þegar e-r dirfist að vera ósammála.

  65. Ofboðslega leiðist mér að sjá eiganda og ritstjóra síðunnar telja sig of góðan til að lesa ummæli sumra manna hérna inni.

    Ég er algjörlega sammála þeim sem finnst í lagi að gagnrýna það sem er gagnrýnivert. Rafa Benitez hefur svo sannarlega gert margt að undanförnu sem er gagnrýnivert.

    Með Paul Tompkins, þá finnst mér pistlarnir hans yfirleitt allt of hvítir og hann tekur ALLTAF málstað Rafa. Þetta er mjög góður penni en mér finnst afskaplega leiðinlegt oft að lesa pistlana hans þar sem allt er svo æðislegt og öll gagnrýni virðist ekki eiga rétt á sér. Manni finnst oft eins og þetta sé maður á launaskrá hjá Rafa og eigi beinlínis að gera allt sem í hans valdi stendur til að verja allar ákvarðanir Rafa.

  66. Vandamálið er bara að Einar Örn er ekki einn um þetta og alveg óþarfi hjá þér Benni Jón að mála þetta upp sem eitthvað að “telja sig of góðan” til eins eða neins. Skil ekki alveg af hverju þú þarft að fara niður á þetta plan.

    Ég er á nákvæmlega sömu skoðun og Einar Örn í þessu, kommentin hérna inni voru eitt það skemmtilegasta við síðuna en það er fjarri lagi í dag. Svona innlegg eins og Grétar Örn er búinn að vera að spamma með undanfarið gera það að verkum að ánægjan er núll að skoða þetta. Ég myndi t.d. harma það mjög ef þetta með kommentin hér inni endaði eins og með spjallborðið á Liverpool.is, þ.e. að maður myndi steinhætta að kíkja á það. En það stefnir hraðbyr í það og ég veit það vel að ég er ekki einn um það (eða tveir).

  67. Er sem sagt gagnrýni bönnuð en halelujatal það sem þið viljið? Ég læt nú bara komment eins og frá þessum Grétari bara ekkert trufla mig, þó það séu eitt og eitt svona inná milli. Það virðist bara vera að þið farið í fýlu um leið og menn gagnrýna Benitez eða liðið. Að ég sé að fara á eitthvað plan finnst mér alveg fáránlegt hjá þér Sigursteinn, maðurinn sagðist óbeint vera betri en sum kommentin hérna. Skildir þú þetta öðruvísi?

    Síðan veit ég ekki afhverju, en mér svíður mjög að sjá formann klúbbsins tala spjallborð hans niður. Don’t get me wrong, ég er alveg á sömu skoðun og þú með spjallið þar, það er ekki eins gott og það var hér áður, en að það sé eitthvað sandkassaspjal þar er ég alls ekki sammála. Oft fínar umræður þar þó auðvitað séu þar svartir sauðir eins og allstaðar.

    Þið viljið ekki gagnrýni og okkur leiðist haleluja, er þá ekki bara best að fara millivegin? Málefnanleg gagnrýni hlítur að vera í lagi eða er það ekki Sigursteinn? …eða bara haleluja ala Gunnar í krossinum?

    Ég sé ekkert að ummælum mínum og segi þau bara aftur, MÉR finnst kjánalegt að sjá stjórnanda og ritstjóra síðunar þykjast vera of góðan fyrir sum komment hérna. Í stað þess að tala niður til manna gæti hann bara komið fram sinni skoðun á málefnanlegan hátt og gert þannig sitt til að bæta standardinn. Hann kaus að gera það ekki.

    Hvað finnst þér Steini, finnst þér Benitez yfir gagnrýni hafin? Finnst þér hann og liðið hafa staðið sig vel að undanförnu? Finnst þér ekki réttmætt að gagnrýna á þessum tímapunkti? …eða eru það bara ummæli Grétars sem eru svona slæm? Ég bara spyr því 95% þeirra sem hér gagnrýna gera það á málefnanlegan hátt og ef þú spyrð mig þá er það bara gott mál. Ef þetta á að verða haleluja síða þá verður Einar bara að koma því á framfæri og eyða öðrum kommentum. Á meðan hann gerir það ekki verður hann að þola að menn gagnrýna þegar Benitez og liðið eiga það skilið.

  68. skamm skamm SSteinn 🙂

    Held að það hafi verið 2005 sem þú tókst mig í bakaríið fyrir að gagnrýna spjallið á liverpool.is … nú er fokið í flest skjól 🙂
    Djöfull líður tíminn hratt.

    En já það er leiðinlegt ef menn nenna ekki að lesa commentin hér því oft á tíðum beið maður já og bíður enn eftir því að ákveðnir menn tjáðu sig þar sem margir lesendur hér hafa mikið vit á knattspyrnu og mjög áhugaverðar skoðanir.

    Baráttu kveðjur Ingi T.

  69. Sammála sumum hérna með Tomkins. Hann virkar eins og hvítþvottaklútur sem notaður er til að þrífa upp skítugan áróður gegn hinum útvalda. Löngu hættur að nenna að lesa hann.

    Ég er bara alls ekki ánægður hvernig komið er fram við suma leikmenn liðsins og Benitez ber ábyrgð á því: Gerrard sumarið 05, Crouch, Alonso í sumar og nú síðast Pennant, Babel, Agger og Keane.

    Mannauðsstjórnunin á þessum annars draumastað á jarðríki er ekki í lagi – fact.

Liverpool 1 – Everton 1

Wigan á morgun