Wigan á morgun

Á morgun, miðvikudaginn 28.janúar kl. 19:45 hefjast leikar í ensku úrvalsdeildinni á ný eftir bikarkeppnishvíld. Okkar ástsæla lið heldur þá til útborgar Manchester og leikur gegn heimamönnum í Wigan Athletic á nýlegum heimavelli þeirra, JJB Stadium.

Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi leiksins á þessum tímapunkti, eftir tvö svekkjandi jafntefli í deildinni að undanförnu er lykilatriði fyrir Liverpool að taka stigin þrjú með sér í stutta rútuferð heim á leið og þrýsta því fast á toppsætið áfram.
Fyrst skulum við líta á liðið sem líklegt er að við stillum upp. Ég á í mjög miklum vandræðum með það, því algerlega er óvíst hvað er málið með Agger og Keane, auk þess sem að viðbúið er að stjórinn sé að horfa til leiksins gegn Chelsea um helgina með einhverja leikmannanna.

Ég er samt handviss um að stóru kanónunum verður öllum stillt upp og eftir vandlega umhugsun set ég þetta upp sem liðið sem hefur leik:

Reina

Arbeloa – Carragher – Skrtel -Aurelio

Gerrard – Alonso
Benayoun – Kuyt – Riera

Torres

Held semsagt að Dan og Rob verði hvíldir, en er alls ekki viss um það. Svo var ég að velta fyrir mér hvort Alonso yrði hvíldur og þá Masch eða Lucas á miðjunni. En allt kemur þetta nú auðvitað í ljós um klukkutíma fyrir leik.

Wiganliðið er sem stendur í fínum málum. sitja í 7.sæti deildarinnar og eiga fínan möguleika á að næla sér í UEFA sæti á næstu leiktíð. Stjórinn þeirra, Steve Bruce, hefur náð að blanda saman líkamsstyrk og leikni í liðinu og voru ósigraðir í 6 leikjum frá desember og fram í janúar, en hafa tapað síðustu tveim deildarleikjum á útivelli gegn Manchesterliðunum sem við nefnum auðvitað ekki.

Síðustu 7 daga hafa verið mjög viðburðaríkir fyrir Wigan. Á fimmtudaginn seldur þeir lykilmiðjumanninn sinn, Wilson Palacios til Spurs og daginn eftir fór Heskey til Aston Villa (sem ég var bara nokk glaður með miðað við fréttir af áhuga LFC á kappanum). Bruce beið ekki boðanna með að fá nýja leikmenn í staðinn og þrír drengir gætu leikið sinn fyrsta leik gegn okkur annað kvöld.

Fyrst fékk hann Egyptann Mido að láni, en hann hefur nú þegar skorað gegn okkur í vetur, og sá til þess að líklega verður egypskur sóknardúett sem lemur á vörninni okkar. Á síðustu dögum hafa svo bæst tveir í viðbót, efnilegur miðjumaður að nafni Ben Watson kom frá Crystal Palace og svo var gengið frá atvinnuleyfi fyrir kólumbískan landsliðssenter, Hugo Rodallega að nafni, á mánudaginn. Sá kostaði 4.5 milljónir punda frá Necaxa í Mexíkó en þó var ekki ljóst um hádegisbil í dag, á þriðjudegi, hvort öll leyfi yrðu klár fyrir leikinn. Semsagt, nýtt blóð á ferðinni í Wigan, bætast í hóp nokkuð öflugra leikmanna eins og Zaki, Valencia, Kirkland og Melchiot. Fyrri leik liðanna lauk með 3-2 sigri okkar manna, þegar gulldrengurinn Kuyt skoraði sigurmarkið í lok leiks eftir að við vorum tvisvar undir.

En þrátt fyrir að Wigan sé öflugt lið og Steve Bruce hafi gengið vel að stilla sínum liðum upp gegn Rafa er skýlaus krafa til okkar manna um sigur. Þeir hafa augljóslega tapað 4 mikilvægum stigum í baráttunni að undanförnu og ef að við ætlum að berjast um titilinn af alvöru er ljóst að við verðum að vinna leiki eins og þennan.

Margt hefur verið rætt um pressu á liðinu að undanförnu, en mér finnst sú pressa fyrst og fremst koma frá frammistöðu leikmanna hingað til. Nú er orðið ljóst að LFC er ætlað að taka þátt í titilslagnum í vetur, eftir fína frammistöðu hingað til og ef að menn ætla sér titla verða þeir einfaldlega að hirða þrjú stig á nokkrum erfiðum útivöllum, eins og í Wigan.

Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn og segja að liðið vinni 1-2 í hörku, hörkuleik sem ræðst ekki fyrr en í blálokin. United gerir svo óvænt jafntefli í West Bromvich og við förum á toppinn á ný!!!

Koma svo!

Myndin kemur frá Daily Mail

80 Comments

  1. Frábær upphitun að vanda.

    Eins og þú kemur inná, gríðarlega mikilvægur leikur!
    Ég hélt að ég myndi aldrei segja þetta, en ég myndi sætta mig við Benayoun í byrjunarliðinu á morgun – Kuyt hefur verið svo hrikalega slakur að undanförnu að ef það á að vera einhver sanngirni fyrir aðra leikmenn liðsins þá á Kuyt að missa sæti sitt.
    Ég myndi nú velja Babel á undan Benayoun að öllu jöfnu, en frammistaða Babel í þeim leikjum sem hann hefur fengið tækifæri hafa verið mikil vonbrigði…

    Ég væri tilbúin í að hafa Masch og Alonso á miðjunni, setja Gerrard út á hægri kannt (í frjálsri stöðu eins og hann lék oft þar um árið ) og Keane fyrir aftan Torres, en við erum greinilega svo vel staddir fjárhagslega að við getum leyft okkur að kaupa varmenn og squad-players fyrir 20.000.000 punda.

    Ég ætla að leyfa mér í bjartsýniskasti að spá 0-1 sigri, eftir mark frá Torres.

  2. Ég get því miður ekki horft á leikinn á morgun þar sem ég verð vant við látinn. Það verður þá fyrsti Liv leikurinn sem ég missi af á þessari leiktíð en það verður bara að hafa það. Ég hinsvegar er ekkert voðalega bjartsýnn fyrir leikinn á morgun. Kannski það sé bara gott því þegar ég hef verið of bjartsýnn þá gerum við jafntefli, þannig að kannski fáum við sigur ef ég er svartsýnn á gang mála. Wigan hafa misst miðjumanninn Palacios og það er þeirra hættulegasti maður fyrir utan Valencia. Sá ágæti herramaður er hægri kanntur og því er Dossena ekki nógu góður á móti honum (hann snýtti t.d. O’Shea hjá UTD). Ég hef tröllatrú á því að við séum að fara rífa okkur upp úr lægðinni og komast aftur á sigurbrautina. Veit hinsvegar ekki hvort það gerist á morgun. Sorrý ég er bara svartsýnn.

  3. Til fróðleiks 🙂 – ekki illa meint en stingur í réttritunaraugun mín. Kantur er bara með einu n-i.
    * Hér er kantur
    * Um kant
    * Frá kanti
    * Til kants

  4. Hef á tilfinningunni að þetta verður erfiður leikur. Wigan eru líkt og Everton hættulegir í föstum leikatriðum jafnframt því sem Liverpool hefur gengið illa að verjast föstum leikatriðum. Ef Liverpoolmenn mæta einbeittir og á fullum krafti á liðið að fara með 3 stig.
    Kuyt og Riera verða í byrjunarliðinu á köntunum. Gerrard, Masche og Alonso taka miðjuna og Torres verður einn frammi.
    Held að orðið “Hvíldur” eigi ekki við í tilfelli Keane og Agger. Hvíldir frá hverju spyr ég. Held að orðið frystir eigi betur við 😉
    Mín tilfinning fyrir þessum leik er 1-1 jafntefli.

  5. Lyktar eins og jafntefli. 1-1. Bramble jafnar fyrir þá með hjólhestaspyrnu. Kuyt kemur okkur yfir eftir frábæran einleik. (Spáið í því sorglega að hið fyrrnefnda er mun líklegra).

  6. Ég veit ekki hvort þetta var tilraun til fyndni Maggi en ég actually hló tvisvar þegar ég las upphitunina.

    “gulldrengurinn Kuyt” og svo “eftir fína frammistöðu hingað til” 🙂

    Ég hélt að flestir væru sammála um það að Kuyt sé lítill gulldrengur og frammistaðan hingað til hefur einfaldlega ekki verið nógu góð, þó vissulega hafi úrslitin komið á fyrri hluta tímabilsins. Ég allavega gat brosað af þessu, kannski er það bara ég 🙂

    En ég er bjartsýnn eins og fyrir alla leiki og spái 0-2 sigri þar sem Torres og Babel skora.
    Ef það er einhver sangirni í Rafa þá fær Babel traust og fær annan séns á morgun. Er alveg sammála mönnum að hann hefur ekki spilað vel undanfarið, hann getur svo miklu miklu betur. En menn hafa fengið að hanga í liðinu þrátt fyrir ansi lélegar framistöður oft á tíðum þannig að það er bara sangjarnt að hann fái séns áfram.

    Svona vil ég sjá liðið á morgun:
    Reina
    Arbelona, Carra, Skrtel, Aurelio/Dossena(er ég sá eini sem fannst hann góður gegn Everton?)
    Gerrard, Alonso
    Babel, Keane, Rieira
    Torres

    …svona held ég að liðið verði:
    Reina
    Arbeloa, Carra, Skrtel, Aurelio
    Mascherano, Alonso
    Kuyt Gerrard, Rieira
    Torres

  7. Dossena var ekki góður á móti Everton. Það á ekki að vera mælikvarði á gæði leikmanns sem splar fyrir LFC að hann geri ekki stór mistök í leik. Dossena var þokkalega duglegur að sækja en hann kæmur boltanum ekki fyrir markið fyrr en það verður fært uppí stúku.
    Torres og Stevie klára þetta á morgun.
    Come on you reds!

  8. Kolbeinn, mér fannst Dossena rosalega duglegur að koma fram og studdi mjög vel við sóknarleikinn og boltinn fór mikið og mjög vel í gegnum hann. Jújú einhverjir krossar voru ekki nógu góðir og það reyndi lítið á hann varnarlega en hann var gríðarlega vel spilandi og mjög ógnandi á vinstri kantinum.

    En eins og ég sagði, það er allavega mín skoðun. Mér finnst menn oft dæma hann af fyrri framistöðum og gera það klárlega í þessum leik.

  9. Það að Dossena hafi ekki gert alvarleg mistök á móti Everton þýðir ekki að hann hafi staðið sig vel. Krossarnir hans voru ekki bara ekki nógu góður, þeir voru hlægilega, ömurlega lélegir. Auk þess þurfti hann lítið að verjast í leiknum, sem var fínt því því að verjast er eitthvað sem maðurinn gæti ekki gert þó lífið lægi við. Sem sagt: vonlaus sóknarlega og vonlaus varnalega. What else is new?

  10. Var að enda við að klára að horfa á P.mouth-aston villa og var nokkuð skemmtilegt að sjá 5 fyrrum Poolara spila þarna. Annars bara verð ég að segja að þótt að ég hafi aldrei verið einhver Pennant maður að þá skapaði hann meira í þessum leik heldur en Kuyt hefur gert á öllu tímabilinu!!

  11. Utanveltuábending:
    Bellamy fór til Manchester City út af íslensku bönkunum:
    Hans eigin orð

    Varðandi leikinn sjálfan þá tel ég að Benni Jón sé með liði rétt, Benayoun út og Masch inn, þó ég vona frekar að það sé Keane inn. Þetta er sigur, engin spurning og sannfærandi í þokkabót.

    (Vinsamlegast eyðið ef linkurinn er í rugli hjá mér)

  12. Mín hávísindalega spá segir 0-0 en hún byggist á því að spila leikinn í FIFA. Veit ekki hvort það segir meira um mig eða væntingarnar til liðsins eftir gengið í Janúar?

    Allavega ljóst að Manure er búið að skipta um gír og því ekki seinna vænna en fyrir okkar menn að láta hendur standa framúr ermum og vinna einsog einn fótboltaleik til tilbreytingar. Það er að detta í febrúar og það að hafa setið á toppnum í nokkrar vikur á miðju tímabili gefur okkur ekki leyfi til að slaka á það sem eftir er!

  13. Pennant átti mjög góðan leik. Hreint ótrúlegt að sjá til hans þegar hann fær að spila sinn leik……..
    En við sitjum uppi með Kyut, eða Kuyt eða hvað sem hann heitir !

    0-2 á morgun, Torres 2

    Áfram Liverpool !!!

  14. Vel mælt nafni.

    Það væri nú ekki vont að fara að sofa annað kvöld eftir stórsigur okkar manna á Bruce og co. Það er ljóst að fyrr en síðar þá brestur stíflan… Torres og Keane byrja að skora og geta ekki hætt fyrr en í æfingalandsleikjum sumarsins.

  15. Nokk sammála með Reina, Arbeloa, Carra og Skrtel; ekki eins viss um hver spilar vinstri bakvörðinn, í ljósi þess að Valencia er klárlega þeirra sterkasti leikmaður. Líklegast er það þó Dossena, þar sem mikilvægt er að Fabio sé heill um helgina.

    Jefecito hélt ég að sé nokkuð öruggur með að byrja á morgun, gæti vel trúað því að Lucas spili með honum.

    Í næstu línu sé ég frá vinstri: Babel, Benayoun, og Kuijt og Keane frammi.

    Gerrard og Torres hefja leikinn á bekknum með það fyrir augum að þeir séu heilir næstu helgi.

    Og þessu ótengt, ég er ekki einn um að kunna að meta framlag og framistöðu Kuijt, sjá http://actimindex.files.wordpress.com/2008/08/premover_index_top10011.gif .

  16. Nokkuð ljóst að Kuyt verður aldrei í holunni og Yossi á kantinum, ef þeir spila báðir verður það öfugt.

    Held annars að Rafa hafi bara verið að senda Keane skýr skilaboð: Þú átt ekkert öruggt í þessu liði, stattu þig eða þú verður seldur.

    Rafa lætur hann byrja gegn Wigan, stór prófraun fyrir hann.

  17. þú getur allavena bókað Kuyt í byrjunarliðinu.. hvort sem það verður hægri kantur, framherji! eða jafnvel bakvörður.. en það tel ég nú reyndar vera hans besta staða!

  18. Eftir úrslit gærkvöldsins er alveg klárt að Liverpool verður að taka 3 stig. Man Utd yfirspilaði WBA, reyndar með smá hjálp frá Tob Styles, get ómögulega skilið rauða spjaldið sem hann gaf Robinson.
    Aston Villa komið á hörku skrið með marki frá Heskey.
    Skiptir engu hvort að Kuyt, Benayoun eða Ngog byrjar inná…Liverpool á að vinna Wigan, allt annað er skömm!!!

  19. Steindautt Jafntefli þar sem Steve Bruce fer á kostum á hliðarlínunni, þrátt fyrir að Wigan sé búinn að missa 2 öfluga leikmenn þá sýna þeir hvað þeir eru bestir í. Þeir munu reyna spila leikaðferð sem kennd er við Berlínarmúr 11-0-0 og það vita allir að liverpool hefur ekki riðið feitum hest á leiktíðinni þegar við lendum á móti liði sem spilar Berlínarmúraaðferðinna.

  20. Eins og Gaui Kóngur myndir orða það: “Nú kemur í ljós úr hverju menn eru gerðir.”

  21. Sammála # 27 , það er leikur sem þessi sem sýnir okkur hvort að Liverpool FC sé tilbúið í baráttuna um titilinn. Aston Villa búið að ná okkur að stigum, Utd vann góðan sigur í gær, Wigan búnir að vera heitir síðustu vikur , pressan er á okkur!

    Menn verða að stíga fram og vilja fá boltan á svona tímum, ekki bara þegar við erum að spila óaðfinnanlega!

    Kanski bjánalegt að segja svona í janúar, en ég tel að leikir sem þessi (og við þessar aðstæður) komi til með að sýna okkur hvort við verðum í baráttum um fyrsta sæti, eða annað til fimmta.

  22. getur eitthver bent mér á slóð á netinu sem er hægt að sjá leikinn á?

  23. Hlakka mikið til að sjá þennan leik. Ég er nokkuð sammála Magga með byrjunarliðið nema þá að ég held að Keane verði í holunni í stað Benayoun (með Kuyt og Riera á vængjunum) og Mascherano jafnvel inni fyrir Alonso, sem spilaði ekki beint vel í leikjunum tveimur gegn Everton.

    Annars vil ég þakka þér Varnarmenni (#21) fyrir að finna þessa tölfræði fyrir mig. Ég var að leita að henni um daginn en fann hana ekki. Þarna kemur skýrt fram að Kuyt er í 10. sæti yfir bestu leikmenn deildarinnar, tölfræðilega, í vetur. Gerrard er í 6. sæti. Auðvitað er Kuyt ekki fullkominn leikmaður og það er margt sem maður myndi vilja sjá hann gera betur, og auðvitað þýðir svona tölfræði ekki að hann sé 10. besti leikmaður deildarinnar, en það er alveg ljóst að menn komast ekki í 10. sætið tölfræðilega ef þeir eru handónýtir og algjörlega ömurlegir. Því legg ég til að menn slaki aðeins á hatrinu í hans garð og reyni að átta sig á því að þrátt fyrir augljósa galla færir Kuyt liðinu ýmislegt sem engin annar getur fært því.

    Annars leggst þetta vel í mig í kvöld. Okkar menn hafa verið í vandræðum með að skora í janúar en mér finnst frekar að það styttist í að stíflan bresti en að þetta vandamál verði eitthvað langvarandi. Hérna fyrir tveimur árum fórum við til Wigan eftir svipaða markaþurrð og vorum komnir í 4-0 í hálfleik (takk, Bellamy). Ég hefði ekkert á móti því að sjá svipaðar tölur í kvöld, en þetta verður þó erfiðara.

    Bruce hefur gert góða hluti með þetta lið og ég á von á spennandi leik. Vonandi markaleik þó. Eigum við að segja 3-1 sigur okkar manna? Það myndi duga mér, verðum að halda pressu á United-menn í toppbaráttunni. 😉

  24. Svartsýnin ræður ríkjum hjá mér um þennan leik, ég kalla okkur góða að ná 1-1 jafntefli. En sigur væri yndislegur.

    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!

  25. Ég vil alls ekki vera með leiðindi og koma af stað enn einni Kuyt umræðu, (enda að verða ansi þreytt) en hvað er verið að taka saman í þessari tölfræði sem Varmenni bendir á? og tekur maður mark á þeirri tölfræði sem setur Kuyt í 8 sæti en Alonso í 69 sæti. Alonso er að mínu mati búin að vera langbesti maður liðsins, svona heilt á litið, yfir tímabilið, en hvað veit ég?
    Annars fín upphitun, held samt að Rafa fari í 4-4-2, Keane inn fyrir Bennajón og kyut verði á kantinum öllum til ánægju og yndisauka 😉 Hef það líka á tilfiningunni að það muni opnast einhverjar gáttir í kveld.

  26. Sælir félagar
    Kristján#30! það er ansi mikill munur á orðunum varnarmenni og varmenni. Nýyrðið varnarmenni mun að öllum líkindum þýða varnarmaður að eðlisfari en varmenni er hreinlega óþokki. 😉

    En að alvörunni. Það kemur ekki til greina að tapa þessum leik eða hálftapa (jafntefli). Sigur er það eina sem er ásættanlegt. Mér er alveg sama hvort það verður 0-1 eða 0 – 5. Ég krefst þess að okkar menn vinni þennan leik. Annað er ekki í myndinni. Við eigum leik heima næst og það verður að öllum líkindum jafntefli. (af hverju held ég það? Skrítið!!!)

    Staðan er einfaldlega sú að við missum MUUUUUU of langt frá okkur ef við gerum jafntefli eða töpum. MU liðið er að leika af þeim gæðum um þessar mundir að fátt virðist geta stöðvað þá. Vonandi eiga þeir eftir drulluleiki en varla á næstunni. Þess vegna verðum við að vinna og vinna og vinna.
    Það er nú þannig.

    YNWA

  27. Sigkarl, ég var bara svo ánægður með linkinn hjá Varmenni að ég gat ekki farið að kalla hann óþokka. 😉

    En já, ég er sammála mönnum í því að Kuyt-umræðan er orðin ansi þreytt. Hann er í liðinu og ég legg til að menn leiði það hjá sér fram að leiknum í kvöld og einbeiti sér frekar að því að hugsa jákvæðar hugsanir. Það getur ekki sakað.

  28. Dóri G #29
    Leikurinn gæti verið sýndur á þessari slóð:
    http://myp2p.eu/index.php?part=home (setjið hana í favorites)

    Veldu linkinn live sports efst á síðunni. Ath. að þú verður að hafa viðeigandi software sem leikurinn er sýndur í hverju sinni (velur þá bara software linkinn efst og downloadar þar).

    Reyndar er leikurinn ekki settur inn á dagskrá hjá þeim í dag en það gæti þó breyst seinnipartinn, hef ekki trú á öðru þar sem að það á að sýna Liverpoo-United reserves seinna í vikunni á þessari síðu.

    Hef notað þessa síðu mikið til þess að horfa á nba leiki og er þetta besta síðan sem ég hef fundið

  29. Við höfum ráðið ferðini í flestöllum leikjum, sem segir okkur það að við erum með gott lið, vandamálið er að setja boltann inn. Ég held að þettað vandamál sé að leysast með Torres og að Keane sé að fara í gang, hann bara verður og menn verða að fara að gefa meira á hann og peppa upp sjálfstraustið. tökum þettað 3-0 KOMA SVOOOOOOOOOO

  30. Takk fyrir þetta Reynir. Ég get ekki betur séð en að Kuyt sé svona ofarlega vegna þess að hann hefur ekki fengið spjald á tímabilinu og er nánast alltaf í liðinu. Greinilega prúðasti piltur sem leggur sig allan fram. Gott hjá honum. 😉

  31. Einmitt, Baldvin. Hann er þarna bara af því að hann spilar leiki og fær ekki spjöld, á meðan allir hinir leikmennirnir í kringum hann eru þarna af því að þeir eru að leika vel. Þessi staða Kuyt á listanum tengist því alveg örugglega ekkert að hann hefur skorað fimm mörk og átt fjórar stoðsendingar í deildinni í vetur, né þeirri staðreynd að liðið leikur betur þegar hann er inná vellinum, né þeirri staðreynd að hann hefur skorað sigurmarkið á lokamínútunum í tveimur leikjum (Man City og Wigan) og breytt tveimur stigum í sex. Neibb, þetta er bara af því að hann er prúður og duglegur smalahundur.

    Sko, Kuyt er ekki fullkominn leikmaður. Ég sé það sama og þið; fyrsta snertingin hjá honum er slöpp, hann skortir hraðann sem t.d. Torres hefur og hann mætti vera eigingjarnari í teignum stundum. En ég sé líka það sem hann gerir vel og mér gremst þegar menn eru að koma hér inn á hverjum einasta degi í einhverri áróðursherferð gegn einum af lykilmönnum liðsins og reyna að snúa öllu sem sagt er um hann upp í andhverfu sína til að rökstyðja þá fáránlegu skoðun að hann sé ekki sokka sinna virði. Hann er ekki fullkominn leikmaður en hvernig væri nú að gefa honum samt smá séns?

  32. Calculation 3 – Allocates points based on time on the pitch.
    Calculation 4 – Allocates points for goal scorers.
    Calculation 1 – Assesses a player’s contribution to a winning team, based on points won by the team when he appeared.
    Calculation 2 – Assesses a player’s performance in each game, by allocating points for actions that positively contribute to a winning performance such as shots, tackles, clearances and saves. It also takes points away from players for negative actions such as yellow/red cards and shots off target.
    Calculation 5 – Allocates points for assists.
    Calculation 6 – Allocates points for clean sheets.
    08/09 Appearances: 30 (1 from bench)
    08/09 Goals: 7
    08/09 Assists: 5
    Minutes on pitch: 2597 mins
    Minutes per goal: 371 mins
    Yellow Cards: 0
    Red Cards: 0

    Í þessari Actim tölfræði er tekið inn í hversu margar mínútur viðkomandi leikmaður spilar. Rafa sér til þess að Kuyt fái hátt í þeirri tölfræði þar sem hann hefur aðeins einu sinni komið inn á sem varamaður í vetur í 30 leikjum. Hann hefur spilað 2.579 mínútur en aðeins Carra og Reina hafa spilað meira.

    Actim tekur einnig í reikninginn spjöld og hefur Kuyt ekki fengið eitt einasta spjald í vetur, hvorki gult né rautt.

    Actim reiknar út stig byggt á hversu mörg stig lið viðkomandi fékk meðan hans naut við inn á vellinum. Liðinu gekk vel framan af móti og hefur gengið vel í vetur og þar sem hann hefur spilað nánast alla leiki fær hann fjölmörg stig.

    Einnig eru gefin stig fyrir tæklingar, hreinsanir, markvörslur og að halda hreinu. Þar ætti Kuyt að vera með mestu stigin af öllum leikmönnum deildarinnar. Hann tæklar, hreinsar, ver skot og heldur hreinu þar sem hann, jú, verst meira heldur en hann sækir.

    Það að Dirk Kuyt sé í 10. sæti í tölfræði ensku úrvalsdeildarinnar segir ekkert um getu leikmannsins.

    Þetta var fyrir þá sem vilja fræðast frekar um Actim tölfræðina.

  33. Lýður V. Þessi síða sem þú bendir á er hætt að linka (vonandi tímabundið) á leiki í m.a. ensku deildinni “pending legal issues” eins og má sjá á forsíðunni. Hún virkar þ.a.l. ekki lengur til að horfa á þetta. Heyrði í dag af annarri síðu sem gæti e.t.v. virkað: atdhe.net

  34. Maður spyr sig, ætli leikmenn WBA eigi ekki erfitt með að ganga í dag eftir leikinn í gærkvöldi á móti Man Utd ??? Þetta var svakaleg útreið sem þeir fengu í gær. Þetta þýðir bara að Liverpool verður að sigra í kvöld til þess að halda pressu á Man Utd og að við missum þá ekki of langt frá okkur í baráttunni. Ég held ennþá í þá von að Fulham muni stríða Man Utd í febrúar og þá mun þetta jafnast út en þá verðum við líka að klára okkar leiki. Látið svo Kuyt í friði :0)

  35. 33

    Það að Dirk Kuyt sé í 10. sæti í tölfræði ensku úrvalsdeildarinnar segir ekkert um getu leikmannsins.
    Hvað segir það þá?
    Hvað tölfræðin sem virtasta tölfræðiskrifstofa Bretlands í íþróttamálum sé marklaus? Ég sé ekkert í henni sem er gagnrýnivert, hvaða þætti viltu losna við Lýður og hverjum viltu bæta við í staðinn???

  36. Það að Dirk Kuyt sé í 10. sæti í tölfræði ensku úrvalsdeildarinnar segir ekkert um getu leikmannsins.

    Ok, semsagt segir það ekkert um getu leikmanns að

    1. Hann er alltaf í liðinu
    2. Liðið vinnur oft með hann í liðinu
    3. Hann hefur skorað mörk
    4. Hann hefur gefið stoðsendingar.
    5. Hann fær aldrei spjöld.

    ?

    Mér finnst það bara segja ansi margt um leikmanninn.

    Já, þetta segir svo sannarlega ekki allt um leikmannin og tölfræði um fótbolta er mun ófullkomnari en t.d. bandarísku íþróttirnar. En það er langt frá því að þetta segi ekkert um manninn.

  37. Skil samt ekki af hverju Pennant fékk ekki fleirri sjénsa á kantinum hjá okkur, var að horfa á Portsmouth leikinn í gær og fannst Pennant vera að gera geggjaða hluti í leiknum.
    Finnst ótrúlegt að við höfum ekki haft not fyrir hann í þessum hóp okkar.
    En burt séð frá því ÁFRAM LIVERPOOL, kominn tími til að vakna af þessum rosa fegurðarblundi. KOMA SVO…………………..

  38. Grolsi vill væntanlega að hlutir eins og sigurhlutfall, tæklingar, mörk og stoðsendingar séu teknir út og í stað þeirra teknir með í reikninginn hlutir eins og hversu hratt leikmaður hleypur 100 metra, hversu margar brellur úr FIFA Street leikmaður kann, og hversu fallegur hann er á plakati. Því aðeins með því að breyta tölfræðinni þannig gæti t.d. leikmaður eins og Ryan Babel skorað hærra en leikmaður eins og t.d. Dirk Kuyt í vetur.

    Mikið óskaplega er ég orðinn þreyttur á þessu. Kantmaður (já, hann spilar á kanti hjá okkur) sem skorar fimm mörk og á fjórar stoðsendingar í vetur „verst meira en hann sækir“ skv. Grolsa og fleirum og á helst heima í bakverði. Hvað er langt síðan við áttum vængmann sem skoraði jafn mikið og Kuyt gerir? Hvað hafa Riera, Benayoun, Babel og Pennant skorað mikið í vetur? Hvað skoruðu Heskey, Cissé og Diouf – allt framherjar sem voru settir á hægri vænginn, eins og Kuyt – mikið í þeirri stöðu fyrir Liverpool?

    Þreytt umræða. Virkilega þreytt. Það er ENGINN að gefa í skyn að Kuyt sé hinn fullkomni vængmaður, en sumir eru bara ákveðnir í að sjá ekkert gott í fari hans, sama hvað á dynur.

  39. Liðið er ekki búið að vinna einn leik á þessu ári.. og þið skammið alla þá sem eru að gagnrýna liðið? á maður bara alltaf að hrósa leikmönnum?? Þeir eru jú að spila fyrir liðið sem þú elskar! ..kannski voru menn bara orðnir of góðu vanir eftir síðasta ár! auðvitað verður maður nett pirraður þegar að svona illa gengur! sérstaklega ef spilamennskan er einsog hún er búin að vera þennan mánuð! En ég óska mér ekkert heitar en að Liverpool vinni í kvöld.. þó svo ég gagnrýni ákveðna leikmenn þá elska ég þetta lið!!

    Áfram Liverpool..

  40. Það er margt gott í fari Kuyt.

    Hann er ósérhlífinn leikmaður, duglegur, vinnusamur og gefur sig allan í leikinn. Ekki leggja mér orð í munn Kristján. Ég gaf honum hrós að hann verðist vel, hreinsaði mikið og tæklaði mikið. Er það niðurrif?

    Ég sagði að liðið ynni með hann innanborðs en bað aldrei um nein helvítis kæri eða neitt slíkt. Slíkir útúrsnúningar Kristján eru barnalegir og ómálefnanlegir. Þú mátt vera í slíkum barnaskap.

    Aftur á móti er Dirk Kuyt ekki leikmaður sem hæfir Liverpool. Við eigum að sætta okkur við betri leikmann en Kuyt og þegar við kaupum framherja þá er óþolandi að sjá hann settan á kantinn og skora eitt mark á 371. mínútna fresti.

    En 10. sætið segir ekki að hann sé 10. besti leikmaður deildarinnar eða viltu halda því fram Kristján? Það er það sem menn eru að setja út á þessa tölfræði.

    Endilega komdu með fleiri ómálefnanleg og barnaleg comment eins og FIFA Street. Ég sit hér með stóískri ró á meðan menn æsa sig yfir smávægilegum athugasemdum. Verð að viðurkenna að ég bjóst við meiru frá manni eins og þér, Kristján. Rithöfundur verður að vanda til verka og sýna fagmennsku.

  41. Maggi!

    Þú sem fyrrum leikmaður og þjálfari ættir að vita að tölfræði segir ekkert rosalega mikið. Tölfræðin hjá Heimi Karls sýndi að liðið hans var afar vel í stakk búið til að takast á við tímabilið forðum daga en annað kom á daginn. Ekki var nóg að hlaupa alla daga án bolta.

    Af hverju eru ekki tapaðir boltar t.d. þarna inni? Kuyt tapar urmul af boltum með lélegum móttökum og sendingum. Hann sendir undantekningarlaust aftur á völlinn því eins og einn góður maður orðaðir það hérna á spjallinu um daginn; “Góðir menn gefa fram á völlinn því það er erfitt en lélegir leikmenn gefa aftur á völlinn því það er erfitt”. Orð að sönnu.

    Eins og ég sagði við Kristján, Kuyt hefur sína kosti en mér finnst gallarnir margfalt fleiri og ekki réttlæta veru í sigursælasta knattspyrnuliði Bretlandseyja fyrr og síðar.

  42. Grétar Örn – auðvitað má gagnrýna og við gerum það sjálfir, en umræðan síðustu tvær vikurnar eða svo hefur nær algjörlega snúist um einn leikmann, Kuyt. Þar er ekki bara verið að úthúða frammistöðum hans síðustu fjórar vikurnar heldur tala niðrandi um getu hans almennt. Því er eðlilegt að maður svari því og reyni að verja hann aðeins, en það er EKKI þar með sagt að við leyfum mönnum ekki að gagnrýna þegar illa gengur. Þetta er tvennt ólíkt.

    Grolsi – má ég ekki túlka orð þín og svara þeim með minni skoðun af því að ég er rithöfundur? Mætti ég það eitthvað frekar þá ef ég væri nemi, alþingismaður eða afgreiðslumaður á kassa? Hvað kemur mín persónulega iðja umræðu á knattspyrnubloggsíðu málinu við? Haltu persónuárásum utan við þetta.

    Og nei, svar mitt var ekki barnalegt og því síður ómálefnalegt. Ég svaraði þér með rökum og mótmælti skoðun þinni, í stað þess að persónugera hana. Ég er ekki barnalegur og/eða ómálefnalegur þótt þú segir það, þú hins vegar ert það ef þú reynir að blanda minni persónu í umræðuna í stað þess að halda þig við málefnin. Það er nefnilega ómálefnalegt að ræða eitthvað annað en málefnin, skilurðu.

  43. Grolsi – á meðan ég er að skrifa svar mitt til þín (hér að ofan) gerirðu það sama við Magga og þú gerir við mig. Má Maggi ekki vera ósammála þér af því að hann er þjálfari, og ég má ekki svara þér af því að ég er rithöfundur? Hættu þessu og haltu þig við að ræða um málefnin. Ég skal ræða við þig um Kuyt í allan dag en haltu persónum okkar utan við þetta. Ég veit ekki einu sinni hvað þú gerir og mér er sama, ég er að ræða málefnin við þig en ekki þína persónu.

  44. Maggi, má ég setja aftur á hérna í þínum pósti regluna um að þeir sem tali um glókollinn okkar, með eða móti, megi eiga það yfir höfði sér að fá ófriðlega mótmælendur heim til sín, tveggja tíma einkatónleika með Herði Torfa og strax í kjölfarið á því tveggja tíma eintal með Kolfinnu Baldvins um pólitík og jafnrétti?
    (á auðvitað ekki við þegar talað er um líklegt byrjunarlið).

    Þessi umræða skapar óskaplegan pirring orðið og endar allajafna alveg án nokkurar niðurstöðu. Það má alveg hvíla þetta smá…..dugar kannski fram á kvöld alveg ef maður er bjartsýnn :p

    Liðið í kvöld væri ég annars til í að sjá svona (líkur 5%)

    Reina

    Arbeloa – Carragher – Agger -Aurelio

    Gerrard – Alonso
    Babel – Keane – Riera

    Torres

    Ég vil sækja svolítið á Wigan og virkilega vinna þá sannfærandi, það hefur vantað trú undanfarið og alla grimmd sem nauðsynleg er til að klára þessa leiki. Mér þætti það stórundarlegt ef Keane verður ekki í hópnum í kvöld og helst byrjunarliðinu, bæði miðað við ummæli Benitez um hann í þessari viku og einnig vegna þess að hann ætti nú aldeilis að vera ferskur eftir hvíld í síðasta leik.
    Torres er lykilmaður í einmitt svona leikjum og ætti því að byrja upp á topp. Babel hef ég þar sem ég vil fá að sjá hann mikið meira og þá í þessum stöðum sem miða að því að sækja að markinu, hvort sem það er hægra/vinstramegin eða frammi. Sama á við um Riera þó ég yrði ekki hissa á að sjá Benayoun í liðinu í kvöld á hans kostnað (eða á kostnað Babel).
    Stilli þessu svo upp með Gerrard og Alonso á miðjunni þar sem ég á erfitt með að ímynda mér deildarleiki án þeirra þegar báðir eru heilir, en gæti alveg trúað að Gerrard fái hvíld í kvöld eða verði auðvitað á sínum stað í holunni.

    Ég veit ekki hvernig staðan er á Agger en vona að hann verði þarna í kvöld með Carragher. Aurelio þarf svo að sjá um Valencia enda betri varnarlega…og bara almennt heldur en Dossena og Arbeloa er sjálfkjörin hægra megin.

    Eitt er allavega alveg pottþétt, Reina verður í markinu.

    Spá:
    Ég er SKÍTHRÆDDUR við þennan leik og jafnteflisfnykurinn er afar sterkur…..þessvegna spái ég 0-2 sigri eftir erfiðan leik 😉

  45. Ég er ekki að skilja hvað menn eru að taka Kevin Costner á þetta úr The Bodyguard og verja Kuyt svona rosalega.

    Diouf, Cissé og Heskey, Kuyt, Pennant = Ekki nógu mikil gæði enda allir nema Pennant að spila úr stöðu.

    Kuyt er rosalega vinnusamur eins og Grolsi bendir réttilega á. Gerir hann fullt af góðum hlutum varnarlega en sóknarlega verður ekki vikist undan þeirri stóru staðreynd að hann er einfaldlega takmarkaður og það sést langar leiðir hvað hann á erfitt með að skapa e-ð eða vera teljandi ógn. Spilar þar vissulega inní hraði, fyrsta touch og einfaldlega það að hann er með svipaða hreyfigetu og Richard Dunne eða Sol Campell.

    Ég bíð hálfpartinn eftir því að sjá Robbie Keane prufaðann þarna hægri megin, ég meina – fordæmin eru til staðar að þegar menn bliva ekki frammi þá er þeim ýtt til hægri í veikri von um að það gæti virkað…..þar sem við höfum jú engan natural hægri kannt.

    Við Liverpoolmenn getum bara ekki sætt okkur við þessa skjóna lengur – gæði, hraða, möguleikann á að taka menn á 1on1 og hærra football IQ er það sem við þurfum í þessa stöðu. Riera hefur gæðin og IQ´ið. Babel hefur hraðann og 1on1 option´inn.

    Kuyt hinsvegar hefur ekkert af þessu….og satt best að segja, þrátt fyrir mikilvæg mörk þá getum við ekki lengur sætt okkur við að hafa brotalöm sóknarlega sem hann er. Líki ég honum við Luis Garcia að mörgu leyti. Skelfilegur langtímunum saman en skorar svo af og til mikilvæg mörk sem slá ryki í augu þeirra sem voru byrjaði að safna upp pirring í hans garð…..sama gerði Riise um árabil, nema hann skoraði stöku fallegt mark milli þess sem hann fékk menn uppá háa c-ið af pirring.

    Sem temp lausn já, en sem maður sem byrjar inná í hverjum einasta leik þarna hægra megin meðan Babel fær varla séns til að sýna hvað hann getur og byggja upp einhvern vott af sjálfstrausti, það fer í mínar fínustu…..

    Út með Kuyt og inn með Babel eða Keane þarna hægri megin…

  46. Þetta eru skelfilegar fréttir með myp2p, sem hafa bjargað lífi manns í dýrtíðinni síðustu misserin. Takk fyrir hinn linkinn, en svo hef ég líka heyrt talað um einhverja rússneska síðu sem margir nota – ég gef 10 stig fyrir þann sem skellir þeim link hér inn! 🙂

  47. Grolsi, já sæll!
    Held við ættum ekki að vísa neitt í mín störf sem þjálfari, hvað þá þegar við Heimir vorum saman, ég lærði ýmislegt af Heimi og hvernig hann lagði hlutina upp, þó samspil hans og leikmannanna hafi ekki virkað er klént að klína því á hann og okkur tvo held ég. Hvað þá að tölfræðin hafi verið eitthvað sérstök! Takk samt fyrir að muna eftir þessu, komið langt síðan 😀
    Kaupi það að tapaðir boltar gætu verið með, en við getum samt ekki bara skvett því út um gluggann að Kuyt skori svona hátt í tölfræði sem er byggð á þessum grunni, það væri sérkennilegt í besta falli! Kuyt er enginn snillingur, en hann er að mínu mati “unsung” hetja, sem erfitt er að þýða á íslensku og hann myndi henda sér fyrir lest ef það hjálpaði Liverpool.
    Það met ég við hann, og vill því heldur betur ekki krossfesta hann eða tala niður til hans. Ég er algerlega inná því að við þyrftum öflugri kantmann en Kuyt, en á meðan svo er ekki er að mínu mati strákur sá kostar sem skilar mestu miðað við þá sem þarna hafa leikið.
    Bara mitt mat.

  48. Hvað helvítis bull er í þér Kristján?

    Fyrir utan síðustu setninguna til þín þá var ég einungis að ræða um Kuyt sem leikmann!! Þú svarar ekki neinum af þeim röksemdarfærslum. Bíð spenntur eftir svörum. Hér að neðan vitna ég í fyrri skrif mín á þig og Magga. 99% er um Kuyt eða eitthvað tengt því. Ekki reyna að fela þig á bakvið einhverjar persónuárásir. Svaraðu frekar eða reyndu að koma með rök. Segðu mér hvar ég er að ráðast á ykkar persónu? Fyrir utan að hafa kallað þig rithöfund. Skelfilegt af minni hálfu. Af hverju tekur þú einungis þessa einu setningu?

    Af hverju eru ekki tapaðir boltar t.d. þarna inni? Kuyt tapar urmul af boltum með lélegum móttökum og sendingum. Hann sendir undantekningarlaust aftur á völlinn því eins og einn góður maður orðaðir það hérna á spjallinu um daginn; “Góðir menn gefa fram á völlinn því það er erfitt en lélegir leikmenn gefa aftur á völlinn því það er erfitt”. Orð að sönnu.

    Eins og ég sagði við Kristján, Kuyt hefur sína kosti en mér finnst gallarnir margfalt fleiri og ekki réttlæta veru í sigursælasta knattspyrnuliði Bretlandseyja fyrr og síðar.

    Það er margt gott í fari Kuyt.

    Hann er ósérhlífinn leikmaður, duglegur, vinnusamur og gefur sig allan í leikinn. Ekki leggja mér orð í munn Kristján. Ég gaf honum hrós að hann verðist vel, hreinsaði mikið og tæklaði mikið. Er það niðurrif?

    Ég sagði að liðið ynni með hann innanborðs en bað aldrei um nein helvítis kæri eða neitt slíkt. Slíkir útúrsnúningar Kristján eru barnalegir og ómálefnanlegir. Þú mátt vera í slíkum barnaskap.

    Aftur á móti er Dirk Kuyt ekki leikmaður sem hæfir Liverpool. Við eigum að sætta okkur við betri leikmann en Kuyt og þegar við kaupum framherja þá er óþolandi að sjá hann settan á kantinn og skora eitt mark á 371. mínútna fresti.

    En 10. sætið segir ekki að hann sé 10. besti leikmaður deildarinnar eða viltu halda því fram Kristján? Það er það sem menn eru að setja út á þessa tölfræði.

    Endilega komdu með fleiri ómálefnanleg og barnaleg comment eins og FIFA Street. Ég sit hér með stóískri ró á meðan menn æsa sig yfir smávægilegum athugasemdum. Verð að viðurkenna að ég bjóst við meiru frá manni eins og þér, Kristján

  49. Og ég vil taka það fram Kristján að þetta var engin árás á Magga né hans persónu. Hvernig færðu það út?

    Tek það fram að mér líkar afar vel við Magga og fyrir utan að vera aðeins ósammála um Kuyt þá eru okkar skoðanir um Liverpool svipaðar. Ekki reyna að koma einhverjum deilum á milli manna. Dapurt.

  50. Ég ætla nú ekki að skipta mér of mikið af þessari Kuyt umræðu en mér finnst Grolsi vera að koma hlutunum virkilega vel frá sér. Af sama skapi finnst mér þessir útúrsnúningar hjá KAR leiðinlegir, en Grolsi svarar honum vel með það.

    En ég vil samt spyrja KAR einnar spurningar. Þú sagðir að Kuyt væri að skora meira en Rieira og Babel. Gott og vel, það er erfitt að vera á móti því, en finnst þér samanburðurinn eðlilegur þegar annar leikmaðurinn hefur spilað alla leiki en hinn fengið örfáar mínútur hér og þar?

    Kuyt hefur heldur betur fengið tækifæri á að koma sjálfstraustinu sínu í botn á meðan Babel var brotinn algjörlega niður. Nær væri held ég að skoða mörk/per mín en það er þó líka í raun ósangjarnt sökum þessa með sjálfstraustið. Ég er ekkert að reyna hýfa Babel upp eða rakka Kuyt niður með þessu, mér fannst þetta bara ósangjörn samlíking. Ég er alveg sammála þér og öðrum að Babel hefur ekki spilað vel að undanförnu(sjálfstraust?) og getur svo miklu miklu betur. Ég vil Babel í liðið í kvöld á kostnað Kuyt. Með Mascherano og Alonso í liðinu eigum við ekki að þurfa varnarsinnaðan kantmann á móti liðum eins og Wigan.

    Staðreindin er sú að Kuyt byrjaði þetta tímabil ágætlega og skoraði nokkur mörk en hefur lítið getað eftir það.

  51. Ég vill fá að vita hvað #55 er að meina með myp2p?
    Babu, ég sá ekki regluna og biðst afsökunar, er sammála þessu og vill alls ekki fá Hödda og Kolfinnu. ALLS EKKI!
    Svo held ég að Babelumræðan sé að hefjast og kannski ráð að senda Vilhjálm Bjarnason heim til þeirra sem demba henni í gang. Hann getur frætt menn um t.d. lánskjaravísitöluna.
    En kannski á að velja í lið LFC út frá öðru en getu í leikjum, því t.d. er Babel flottur í FIFA 2008….

  52. Ef ég fæ grænt á þetta frá Magga er Hörður Torfa uppantaður út febrúar og Kolfinna líka 😉

    Reyndar finnst mér þessi umræða á nokkuð hærra plani en hún hefur oft verið undanfarið, þó enn sé hún um sama manninn (kannski skiljanlegt þar sem hann er umdeildasti leikmaður Liverpool í seinni tíð).

    En, ég er til í smá spjall við Villa Bjarna, sérstaklega um láns…….ahh fór að hugsa um skútu

    En kannski á að velja í lið LFC út frá öðru en getu í leikjum, því t.d. er Babel flottur í FIFA 2008….

    Babel hefur nú alla tíð sýnt að hann er mjög mikið potential og bara alls ekki alltaf eins lélegur og af er látið, hann er einn af fljótari mönnum liðsins og manni finnst hann alltaf líklegur. Hann getur skotið og tekið menn á…og skorað fái hann þjónustu og að spila rétta stöðu.

    Honum vantar mikið meira traust, meiri spilatíma og jafnvel aðeins minni varnarskyldur í sumum leikjum. Hann tekur ekki alltaf réttar ákvarðanir og fær sjaldan eitthvað run til að sýna hvers hann er megnugur. (en kannski er hann vonlaus á æfingasvæðinu og með slæmt viðhorf!)
    Ég hef ekki séð hann í FIFA 2008 en hef bullandi trú á honum þar líka ;P

  53. Ég er hættur. Tilhugsunin um Hörð Torfa er nóg til að fæla mig frá. Þetta er mikið ógnarvald sem þú hefur, Babu, ekki misnota það. 🙂

    Annars er óþarfi hjá mér að tjá mig frekar um Kuyt hér inni (hvað þá að stuðla að Babel-umræðu). Orð sumra dæma sig sjálf.

    En já, Hörður Torfa. Algjör þögn. 😉

  54. “Orð sumra dæma sig sjálf”!

    Æðislegt setning.

    Þú hefur engu svarað og þykist vera yfir það hafinn að ræða þetta. Þetta er dapurt, virkilega dapurt. Snýrð þessu yfir í eitthvað allt annað og talar um persónuárásir.

    Þú hefur beðið um málefnanlega Kuyt umræðu og um leið og þú færð hana þá forðastu umræðuefnið eins og heitan eldinn. Er það kannski út af því að þú ræður ekki við málefnanleg rök og rökfærslur? Það er erfitt að gera þér til geðs.

    Framvegis máttu kljást við þá sem ata Kuyt út í skít, þú getur svarað þeim auðveldlega en erfiðara að kljást við þá sem koma með rök fyrir máli sínu. Sannleikurinn er sagna sárastur.

  55. Maggi # 60: Ég #55 var að vísa í Ólaf #42, sem var að svara Lýð #37, sem var að svara Dóra G #29. 😀 En sem sagt, virðist vera sem myp2p sé komið í eitthvað lögfræðidrama (má sjá á forsíðunni þeirra) sem gerir það að verkum að leikir í ensku deildinni séu ekki lengur aðgengilegir. Skelfilegt mál og nær örugglega tengt veru Davíðs Oddssonar í Seðlabankanum!

  56. 64. Verstu fréttir lengi. Verðum að láta berast nýjan svona tengil. STRAX!!!

  57. Mér finnst þetta dapurt útspil hjá þér Kristján Atli – ég veit ekki betur en að þetta hafi verið einkar málefnaleg umræða sem þarna fór fram og þú málar þetta upp eins og lágkúrulegt fyllerísröfl þegar þú skrifar; “orð sumra dæma sig sjálf” eins og það sem á undan hefur komið frá Grolsa, Benna Jón og fleirum sé einfaldlega ekki svaravert? Úr hvaða hásæti ert þú að horfa niður til okkar hinna að þú sért á þeim villigötum að dæma fullkomlega heilbrigða umræðu “sem algjörlega óþarfa frekari þátttöku” eða eins og þú orðaðir það líka “Orð sumra dæma sig sjálf”

    Miðað við það sem fram hefur komið hér þá get ég hreinlega ekki séð betur en að þú hafir gert tilraun til að gelta eins hátt og þú gast (persónuárása-vörnin sem þú beittir hér að ofan) en svo séð að þú varst ekki í stakk búinn að svara þessum punktum sem þarna voru útlistaðir og því dregið þig útúr umræðunni á þeim forsendum að þetta ekki svaraverð umræða.

    Ég held þú ættir að segja hlutina frekar eins og þeir eru.. í staðinn fyrir að mála þetta upp sem ósvaraverða umræðu, byggða á rökleysu, persónuárásum og almennum kjánaskap.

  58. Strákar plís hættið að tala um FIFA 2008, FIFA 2009 er löngu kominn út og það vita allir alvöru fótbolta-tölvuleikja-nördar!

    og já, Kuyt er alls ekki svo slæmur í honum.. samt enginn Babel ! 😀

  59. Í sambandi við myp2p.eu , þá gat ég horft á Man u leikinn á sop cast. Sem sagt adressunar haldast inni, svona eins og með internetið, adressunar save-ast inni. Hjá mér eru þetta einhverjar 8 adressur(Númer) og ég bara vel
    einhverja þer til ég finn leikinn. Setanta, adressan á henni heitir soccer higlights. Tékkið á þessu, þetta vonandi virkar.
    YNWA

  60. 68. Finnst þér þú hafa bætt umræðurnar með þessu innleggi þínu?

    Mér leyfist kannski að minna þig á að þú ert að blogga á síðu sem umræddur Kristján stofnaði og ritstýrir. Hans rödd á að sjálfsögðu að heyrast hæst, þ.e. hans og Einars Arnar!
    Komið mál að þessu rifrildi linni. Látum fótboltann í kvöld duga!!!!!

  61. Í dag, sætti ég mig við sigur, í hvaða formi sem hann verður…

    Mér væri m.a.s. sama um markaskorara í dag…

    Plís…bara sigur…

    YNWA

  62. The Liverpool team in full: Reina, Arbeloa, Carragher, Skrtel, Aurelio, Benayoun, Lucas, Mascherano, Babel, Gerrard, Torres.
    Subs: Cavalieri, Dossena, Agger, Keane, Alonso, Riera, Kuyt.

  63. Hmmm, ætli og Kuyt og Benitez hafi verið að rífast?

    Líst samt ágætlega á þetta lið. Þetta er í mínum huga lokaséns fyrir Babel að sína eitthvað, bara eitthvað. Annars má hann fara að undirbúa brottför ef hann fer ekki að lyfta leik sínum á annað level.

    En ég spái ótrúlegu 0-0 jafntefli þar sem ekki eitt einasta markstkot lítur dagsins ljós.

  64. Kuyt, Alonso og Riera hvíldir, Benayoun, Lucas og Babel inni í þeirra stað. Annars okkar sterkasta lið í dag. Líst vel á þetta, Rafa er greinilega að rótera aðeins í þessari leikjahrinu þessa dagana en hann á þá líka Kuyt, Keane og Riera á bekknum ef með þarf.

    Flott mál. Game on!

  65. Andsk….það er fullerynt að Lucas og Masch virka ekki saman

    The Liverpool team in full: Reina, Arbeloa, Carragher, Skrtel, Aurelio, Benayoun, Lucas, Mascherano, Babel, Gerrard, Torres.
    Subs: Cavalieri, Dossena, Agger, Keane, Alonso, Riera, Kuyt

  66. Ég vona auðvitað það besta en ég býst við enn einum leiknum sem endar 0-0 og fyrsta skipting verður á 75. mínútu – Kuyt kemur þá inn fyrir Torres sem veldur pirringi hjá púllurum um heim allan.

    …en auðvitað vonast ég eftir stórsigri!

Rafa um Keane

Liðið gegn Wigan