Reina

Hérna í Echo er [ágætis grein um Pepe Reina](http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2007/11/19/how-derby-blunder-was-making-of-pepe-reina-100252-20125435/), þar sem Rafa fjallar um það hvernig mistökin gegn Everton í fyrra hafa gert Reina að enn betri markverði.

Í sömu grein segir Jamie Carragher að Reina sé einn af þrem bestu markvörðum í heimi ásamt Cech og Buffon. Það eru eflaust fáir Liverpool aðdáendur ósammála þeirri greiningu, enda er Reina með ólíkindum góður markvörður. Ég áttaði mig ekki almennilega á því hversu vel mér líður með hann í markinu fyrr en ég sá Dudek í markinu í einhverjum bikarleik í fyrra.

Það furðulega við þetta mat margra okkar Liverpool aðdáenda er þó auðvitað að þrátt fyrir að vera svona frábær markvörður, þá er Reina enn varmaður í landsliðinu sínu. Rafa segir að þetta eigi að breytast:

>”So, if you take all that into account you have to say he is a very good keeper. For me he is the best keeper in Spain. There are many good keepers in Spain – Casillas, Valdes and so on – but Pepe has everything.”

Vandamálið með Casillas er auðvitað að hann hefur aldrei spilað illa fyrir spænska landsliðið og sem fyrirliði þess landsliðs, þá er ólíklegt að hann missi sæti sitt í liðinu. Auk þess er Casillas bara 26 ára (Reina er 25 ára) og því gæti vel farið svo ótrúlega að þessi magnaði markvörður yrði aldrei byrjunarmaður í sínu landsliði. Ef Reina heldur áfram á sömu braut held ég að erfitt verði að finna annan markvörð í slíkum klassa sem nái ekki að vera byrjunarmaður í sínu landsliði.

34 Comments

  1. Ótrúlegt en satt og leiðinleg staða fyrir Reina en ætti einungis að efla hann og herða.
    Fyrir mitt leiti verð ég að viðurkenna að Reina hefur staðið sig miklu betur en ég átti von á. Hann er orðinn miklu betri í teignum og er ávallt að bæta sig.

  2. Reina er frábær markvörður og algjörlega í heimsklassa. Það eru bara fjórir til fimm markmenn í sama klassa og hann en ég myndi ekki vilja skipta Reina út fyrir neinn af þeim! Það sem gerir Reina sérstakan, og afar mikilvægan fyrir vörnina, er að hann spilar mjög framarlega og er á stundum ígildi frábærs sweepers. Þennan eiginleika hafa ekki margir markmenn og þessi eiginleiki hans kemur í veg fyrir nokkur mörk á hverri leiktíð!

    Einfalt mál: Reina rúlar!

  3. Ég held allavegana að það sé ekki til sá leikmaður sem minna er deilt um á þessari síðu en Pepe Reina. Það segir ansi margt.

  4. Það að hann fái ekki tækifæri með landsliðinu ætti að gera hann graðari í að ná árangri með félagsliði sínu. Gott mál.

  5. Samt það er aldrei að vita hvort hann fái séns hjá næsta þjálfara ætlar ekki gamli gaurinn (man ekki hvað hann heitir akkurat núna) að hætta eftir EM 2008?

  6. Ég hef sagt það áður og ég segi það aftur: Reina er snillingur! Eins og Einar segir, þá áttar maður sig á því hversu góður Reina er um leið og einhver annar fer í markið, hvort sem það er Dudek, Carson, Itandje eða e-r annar, því þá byrjar maður strax að naga neglurnar.

    Að mínu mati mætti telja til hálfgerða elítu af markvörðum í heiminum. Sú elíta myndi þá innihalda t.d. Petr Cech, Iker Casillas, Gianluigi Buffon, Paul Robinson (nei djók!), Edwin Van der Sar og Pepe okkar Reina. Það skrýtna við þetta, eins og komið hefur verið inná áður, er að Spánverjar eiga þarna tvo menn og að þar sem annar þeirra hefur verið aðallandsliðsmarkvörður Spánverja frá tvítugsaldri og er nú fyrirliði landsliðsins á Pepe ekki mikinn séns í að vera annað en afleysingaritari fyrir Casillas.

    Það er spurning hvort Pepe geti ekki skotið sér inn í enska landsliðið eftir nokkur ár? Það yrði öllum til góða. 🙂

    Er nokkuð ljótt af mér að vona að Casillas fótbrotni svona mánuði fyrir EM á næsta ári?

  7. Já, við erum líka án efa þakklát þeim manni sem ákvað að Victor Valdez ætti meiri framtíð hjá Barca heldur en Reina.

  8. Það að Reina sé og verði varamarkmaður hjá Spáni segir mest um hvað Casillas er fáránlega góður. Ef það hefði ekki verið fyrir hann og van Horsefaced hefðu Real aldrei orðið meistarar í vor.

    Svo vil ég líka bara koma til varna Víctor Valdéz, hann er frábær shot-stopper alveg sama hvað hver segir!

  9. Er of mikið að segja að Reina sé besti varamarkvörður allra tíma? Ég er ábyggilega að líta framhjá einhverjum.

    Æ, já! Auðvitað! Daði Lárusson halló.

  10. Við megum ekki gleyma því að Casillas er líka fyrirliði spænska landsliðsins. Reina verður seint annað en varamaður fyrir hann.

  11. Hvort viljum við frekar að Casillas meiðist illa eða falli á lyfjaprófi? Ég vil ekki sjá neinn leika góða strákinn og segjast ekki vilja óska neinum það, þið verðið að standa með ykkar manni.. hehe.

  12. Sælir dreingir. Ég er að fara á Anfield í fyrsta skifti í næstu viku (alla vikuna) til að horfa á LFC-Porto og LFC-Bolton.

    Ég veit að hér eru menn sem þekkja borgina vel, komið þið nú með ráðleggingar fyrir first timer hvað maður á að skoða í Liverpoolborg

  13. Ef þú ert að fara að vera í Liverpool alla vikuna:
    Albert’s dock er niðri við Mersey ána. Flottir veitingastaðir og skemmtilegar krár, eilítið dýrar en mér finnst það yfirleitt vel virði.
    Bítlasafnið er þar líka, algert möst finnst mér, vissulega eilítið langdregið að skoða allt, en mjög skemmtilega uppsett safn um þá félaga.
    Miðborgin er full af verslunum, þú átt eftir að finna allt þar sem þig langar til að taka með þér heim. Mér hefur yfirleitt fundist aðeins ódýrara að versla þar en í suðrinu.
    Liverpool er auðvitað ákaflega mikil skemmtanaborg og margar krár og klúbbar sem gaman er að heimsækja. Mér finnst Cavern algert möst, þó að ekki sé upprunalegi næturklúbburinn sem var sá heitasti í heimi á tímabili, er endurgerðin alger snilld. Cavern er í Matthew Street sem inniheldur margar skemmtilegar krár. Gamalt neðanjarðarbyrgi og bara stemming.
    Ég hef líka farið á Living Room, en þá sá ég nú ekki leikmenn Liverpool, þeir voru þá reyndar að spila á laugardegi og svo aftur á mánudag þannig að það var ekki að marka. Samt gaman að hafa komið þar. Þar sem Bolton er sunnudagsleikur myndirðu nú sennilega bara sjá þá sem ekki eru í hóp, Pennant líklegastur…..
    Svo áttu að fara í túrinn og búðina utan leikdags finnst mér. Þá er nægur tími til að versla, engin örtröð og ekkert vesen með poka á leikdegi. Þá finnurðu líka The Park, sem stendur bakvið Kopstúkuna, beint á móti Liverpoolbúðinni. Þangað skaltu vera mættur vel fyrir leik, ég myndi segja 3 tímum til að ná í sæti og vera tilbúinn í stuð!!!
    Góða skemmtun, þetta er guðdómlegur staður að vera á og ég öfunda þig mikið! Á enn eftir að upplifa Evrópukvöld á Anfield, ætla að gera það næst þegar ég fer.

  14. Annars um þráðinn, spái að Reina fái að spila annað kvöld gegn N.Írum, Aragones hefur verið duglegur að leyfa honum að spila leiki sem ekki eru í harðri keppni.
    Snillingur þessi drengur, vona að hann verði á Anfield í minnst 10 ár í viðbót. Auðvitað vont að Carson vilji fara, en Reina er að mínu viti að ná titlinum “besti markvörður á Englandi” af Petr Cech.
    Ekki til veikleiki hjá honum finnst mér sem hægt er að benda á.

  15. Takk Maggi, ég mun fylgja ráleggingunum útí smáatriði. Ef einhverjir aðrir luma á einhverju endilega láta það koma

  16. Ég hitti þig bara á The Park fyrir leikinn gegn Porto og við getum farið yfir þetta.

  17. Mér lýst vel á það, ég verð með bleika jólasveinahúfu og 17 júní blöðru í hendini, hvernig þekki ég þig

  18. Jónas, það er mynd af Steina á prófíl-síðunni hans sem þú finnur hérna efst til hægri á þessari síðu.

    Ég ábyrgist hins vegar ekkert hvort hann líti alltaf svona vel út þegar hann er inni á The Park. 😉

  19. Jónas: Heitasti staðurinn á svæðinu er Alma de Cuba og er mjög flottur veitinga og skemmtistaður, hann er nýr í Liverpool og er mikið sóttur af leimönnum liðsins. Fullt af flottum skonsum sem eru dansandi í suðrænni stemmningu. Svo ef þú ert ekki á því að fara heim þá gætiru kíkt á Angels, en þegar þú kemur þaðan út þá verður þú annaðhvort með bullandi samviskubit eða með félagann …í loftið.

  20. sælir liverpool aðdáendur
    ég verð staddur þarna á anfield með föður mínum sem er gallharður poolari á liverpool-porto í næstu viku. verða einhverjir fleiri íslenskir poolarar á svæðinu?

  21. Það er eitthvað svo skrítið, súrrealískt að sjá þetta saman: Doddi og United 😀 … en sannarlega öfunda ég nafna minn, þar sem ég hef ekki enn komið þarna út!

  22. Er eitthvað vitað á hvað hann kom til Liverpool? er hann búinn að hækka tífallt í verði eða hækkað lítillega?

  23. þú vilt kannski fara í minn stað Doddi. ég tel mig ekkert öfundsverðan af því að fara í þessa borg, á þennan leikvang, að sjá þetta lið!

    en þeir sem hafa farið, hafið þið einhverja reynslu af gististöðum þarna?
    er að skoða eitt núna sem ég panta líklegast á, Dolby Hotel við Albert Dock.
    það er í stuttu göngufæri við miðbæinn.

  24. Mér finnst menn full oft gleyma Steve Staunton þegar verið er að tala um klassa markverði

  25. Mér finnst menn full oft gleyma Steve Staunton þegar verið er að tala um klassa markverði

    Priceless 😀

  26. Líklega er það helsta sem Reina hefur framyfir aðra markmenn heimsins er þessi ótrúlegi árangur í að verja vítaspyrnur. Að öðru leiti stendur hann jafnfætis þeim öllum. Ergo: Við erum með besta markmann í heimi í dag!!
    Verð annars á Liverpool-Bolton en ÍT ferðir neyða okkur til að gista í Scum City:(

  27. Hvernig var það aftur mðe Staunton 🙂 varði hann ekki vítaspyrnu eða var það aukaspyrna rétt fyrir utan teig?

  28. það hlýtur að hafa verið aukaspyrna rétt fyrir utan teig, því ég man að það var alls ekki víti

  29. ok ég mundi bara eftir rauða spjaldinu og þegar hann fór í hina gullfallegu grænu markmannstreyju

Football weekly

Carson gegn Króatíu