Landsleikjahléið

Sælt veri fólkið.

Þar sem að ég fékk ekki að setja inn upphitun ákvað ég aðeins að rýna í landsleikjahléið sem er framundan. Byrjum á að skoða hvaða leikmenn munu verða á Anfield næstu daga.

Daniel Agger og Xabi Alonso eru að jogga sig til baka í form. Sama má segja um Fernando Torres sem ætti að verða fullkomlega klár á St. James laugardaginn 24.nóvember í hádegisleiknum. Jermaine Pennant og Yossi Benayoun eru meiddir. Carragher hættur með landsliðinu og Arbeloa, Itandje, Lucas og Aurelio voru ekki valdir í landsliðshóp sinna landa. Semsagt um 10 manns úr aðalliðinu, í raun óvenju margir.

En þá kemur að því að skoða þá sem verða í burtu. Ég fer aðeins yfir það hvar löndin eru að spila, hvaða líkur eru á að menn spili og síðan fór ég á dohop.com og skoðaði heimleið drengjanna eftir landsleiki. Reikna má með morgunæfingu á fimmtudegi og föstudegi áður en keyrt verður upp til Newcastle. Byrjum þá yfirreiðina.

Steve Finnan
Er fastamaður í írska landsliðinu sem reikna má með að spili leik Íra við Wales þann 17.nóv. í Cardiff. Írarnir eiga ekki miðvikudagsleik og þar sem leikið er stutt frá Liverpool má reikna með Finnan aftur heim á sunnudag, svo hann geti verið með á öllum æfingum vikunnar.

Harry Kewell
Búist er við því að Kewell taki einhvern þátt í landsleik Ástrala við Nígeríu í London 17.nóv. Þó er ekki talið líklegt að hann byrji. Eins og Finnan ætti Kewell því að vera kominn á mánudagsæfingu á Melwood.

Momo Sissoko
Momo er í landsliðshóp Malí sem leikur við Senegal í Banako í Malí á laugardaginn. Ef maður ætlaði að fljúga með almennu flugi frá Banako til Liverpool sunnudaginn 18.nóv er reiknað með 11 og 1/2 klukkustund á ferðinni. Því má reikna með þreyttum Momo á mánudagsæfingu, tilbúinn af viti á þriðjudagsæfingunni.

Sami Hyypia
Sami er fastamaður í finnska landsliðinu, þeir leika gegn Azerbaijan í Helsinki á laugardag og síðan gegn Portúgal í Lissabon á miðvikudagskvöld. Vaninn hefur verið hjá skandinavísku landsliðunum að kalla leikmenn sína heim og síðan til liða sinna. Ef við reiknum með því er ljóst að Sami mun varla mæta á fimmtudagsmorgun, en koma á föstudagsæfingu eftir að hafa spilað 2 heila leiki í vikunni. Verður MJÖG erfitt fyrir þann gamla held ég. Þó er Sami á 2 gulum spjöldum, þannig að ef hann fær spjald gegn Azerbaijan er hann í banni í Portúgal. F

John Arne Riise
John Arne er fastamaður í norska liðinu. Mun leika gegn Tyrklandi (h) á laugardag og Möltu (ú). Engin bönn nálæg þar, strákurinn spjaldalaus. Líkt og Sami má reikna með að hann fari heim til Osló eftir leik, til að fagna ef þeir komast áfram sem verulega er líklegt. Viðbúið að hann mæti ekki á æfingu fyrr en á föstudag, en ætti að vera betur undir það búinn líkamlega en Sami.

Steven Gerrard og Peter Crouch
Í enska hópnum sem mætir Austurríki á föstudag og Króatíu á miðvikudag. Stevie pottþéttur í liðinu báða leikina, þó væntanlega ekki lengi í Austurríki. Eftir meiðsli Rooney’s held ég að við séum að fara að sjá Crouch og Owen saman frammi á móti Króötunum. Huggun er þó að leikurinn er á Wembley og drengirnir komnir á æfingu á fimmtudagsmorgunn, þó ekki sé nema bara til að teygja og hlusta á uppleggið.

Andriy Voronin
Voronin byrjaði síðasta leik Úkraínumanna og eftir góða frammistöðu að undanförnu ætti að vera ljóst að hann verði í liðinu bæði gegn Litháen (ú) og Frakklandi (h). Andriy hoppar svo upp í flugvél í Kiev á fimmtudegi og eftir um 11 klukkustunda ferðalag verður hann kominn til Liverpool seint á fimmtudegi, mætir til að teygja á æfinguna á föstudeginum.

Ryan Babel og Dirk Kuyt
Hollendingar leika heima gegn Lúxembúrg á laugardegi og í Minsk í Hvíta-Rússlandi á miðvikudeginum. Dirk Kuyt hefur ekki verið að fá margar mínútur með landsliðinu en Babel komið inná oftast í leikjum eftir um klukkustund. Ekki væri ólíklegt að hann fengi að byrja gegn Lúxembúrg og hugsanlegt að Kuyt komi við sögu. Það tekur svo drengina 10 klukkustundir að komast frá Minsk til Liverpool á fimmtudeginum svo þeir mæta fyrst á föstudagsæfinguna.

Pepe Reina
Pepe karlinn verið á spænska tréverkinu en þar sem ég held að Spánverjar hafi tryggt sér þátttöku eftir sigur á Svíum á laugardag fái hann að spila gegn N.Írum á miðvikudagskvöldið. Þrátt fyrir að aðeins taki um 3 klukkustundir að fljúga frá Madrid til Liverpool verður hæpið að hann nái á fimmtudagsæfinguna því leikur Spánverjanna er ekki búinn fyrr en um kl. 22 að enskum tíma. Því líklegt að hann mæti fyrst á föstudag, en ferðalagið ætti ekki að fara illa með hann.

Javier Mascherano
Argentínumaðurinn smái fer í alvöru ferðalag. Fyrst heim til Argentínu þar sem hann spilar við Bólivíu í Buenos Aires á föstudagskvöldið. Þá flýgur hann til Bogota í Kolombíu og mun þar spila í um 2000 metra hæð við heimamenn á þriðjudagskvöldið. Ekki veit ég hvort hann þarf að fara til Argentínu áður en hann fer til Englands en ferðalag frá S.Ameríku til Englands tekur um 20 tíma. Því má reikna með að Masch komi til Liverpool aðfaranótt fimmtudags, verður látinn sofa á fimmtudagsæfingunni og svo á æfingu á föstudag.

Ef við tökum þetta svo saman verða Kewell, Finnan og Sissoko komnir á mánudag. Reikna má með Gerrard og Crouch auk hugsanlega Reina og Mascherano á fimmtudag. Hyypia, Riise, Voronin, Kuyt og Babel veit Benitez ekki mikið um fyrr en á föstudag, sennilega ekki Reina og Masch heldur. Ég held að þetta muni hafa áhrif á hann og ætla að gerast svo djarfur að spá Kewell í byrjunarliðið í Newcastle og Crouch og Torres frammi. En sjáum til. Ljóst að oft hefur landsleikjahléið verið erfiðara en er sko ekki létt samt.

17 Comments

 1. Flott samantekt.
  Vonum að Englendingarnir klári Króatana og festi sig á EM næsta sumar.

 2. Nei, Torres var ekki valinn í hópinn útaf meiðslunum. Spánverjar eru jú öruggir áfram.

  Annars frábært að fá svona samantekt.

 3. Frábært að fá svona sundurliðaða grein um ferðalög leikmanna. Í raun ótrúlegt hvað sumir leikmenn þurfa að ferðast rosalega lengi.

 4. takk fyrir góða samantekt. Nokkuð ljóst að þeir leikmenn sem eru “heima” spila á móti Newcastle Torres, Arbeola,Charrager og Aurielo en spennandi að sjá hvernig liðið verður að öðru leiti

 5. Snilldargrein. Væri gaman ef einhver nennti að fara yfir landsliðsmenn Newcastle.

 6. mundi skjóta á þetta lið að því gefnu að Xabi og Daniel jafni sig af meiðslum í landsleikjahléinu

  Reina
  Finnan Agger Carragher Arbeloa
  Gerrard Alonso Sissoko Kewell
  Crouch Torres

 7. Hæ.
  Ákvað að renna aðeins í Newcastle, ekki eins vísindalega en til að skoða þeirra útkomu.
  Shay Given og Stephen Carr. Eru fastamenn í írska landsliðinu – leika bara laugardagsleik við Wales í Cardiff. Damien Duff væri þarna líka, en hann er meiddur.
  David Rozehnal er fastamaður í tékkneska liðinu. Þeir leika heima við Slóvaka á laugardag og fara svo til Kýpur á miðvikudeginum. Hann semsagt þreyttur heim.
  Habib Beye og Abdoulaye Faye munu leika við Momo Sissoko sem leikmenn Senegal í Malí og fara svo heim.
  Emre er í tyrkneska landsliðinu sem leikur í Noregi og svo heima gegn Bosníu-Hersegóvínu. Kemur væntanlega fyrst á æfingu á föstudagsmorgun. Gott.
  James Troisi og Mark Viduka. Eru ástralskir landsliðsmenn. Troisi ekki mikið spilað fyrir Newcastle og Viduka að stíga upp úr meiðslum. Viduka fer og æfir með Áströlum en óvíst hvort hann spilar.
  Obafemi Martins. Nígería spilar við Ástrala í London á laugardag og síðan í Sviss þriðjudagskvöldið 20.11.
  Michael Owen og Alan Smith eru í enska hópnum sem mætir Austurríki á föstudag og Króatíu á miðvikudag. Spegla Gerrard og Crouch.
  Því má segja að staðan í þessum málum sé 13 – 11. Hins vegar eru bara tveir leikmenn í Newcastle, Emre og Rozehnal sem munu ekki mæta á æfingu fyrr en á föstudag, en sennilega sex hjá Liverpool. Því held ég að við getum talið það ljóst að álagið verður minna á Newcastle en okkur, en þeir eiga jú líka að vera með slakari leikmenn.

 8. Vá hvað ég hata þessi helv…. landsleikjahlé. Það þarf að fara að gera byltingu í þessum málum. Mér finnst fátt skemmtilegra en að fylgjast með HM og EM því það er alltaf ákveðinn sjarmi yfir þeim mótum. En þessi stanslausu landsleikjahlé, stundum á mánaðarfresti á haustin eru að gera mig bilaðan. Hvað er til ráða?

  Hér er ein hugmynd. Lausnin fælist þá í að fækka, eða jafnvel hætta með vináttuleiki, og þjappa betur saman tímabilunum þar sem verið er að spila landsleiki sem einhverju máli skipta. Þannig mætti kannski hugsa sér að landslið spili 3 leiki í 10 daga lotu, nýti tímann betur og þannig mætti ná meiri samfellu í deildarkeppnir.

  Hvað segið þið? Er þetta bull í mér?

 9. Flottur pistill
  Vil sjá Xabi og Agger fara að koma inn í liðið í næstu leikjum, verða fully fit í vikunni eins og Torres.

  Svo vil ég láta Babel vera fastan í liðinu í nokkrum leikjum í röð í sömu stöðu, hann græðir svo agalega á því eins og Kewell myndi gera líka.

 10. Það er nú því miður lítið hægt að gera með þessi landsleikjahlé. Það væri helst að færa miðvikudagsleikina fram um viku. Vissulega myndi æfingatími landsliðanna skerðast eitthvað við það, en ekki eru það þau sem borga mönnum launin. Veit að Benitez hefur talað fyrir þessu fyrirkomulagi við dræmar undirtektir. Þá mætti alveg skoða að færa deildarleikina yfir á sunnudaga, líkt og gert er þegar lið eru að leika í UEFA keppninni. Allavega eins og þessu eru stillt upp núna þá kemur það bara niður á sterkustu liðunum.

 11. Góð samantekt og klárt mál að þeir leikmenn sem spila mest og fara í löng ferðalög eru ekki 100% klárir í leikinn gegn Newcastle.

 12. Væri til í liðið svona gegn Newcastle. Kannski of snemma að spá í því en maður verður að pæla lengi í hlutunum 🙂

  ——————Reina
  —-Arbeloa Carra Hyypia Aurelio
  ———-Sissoko Mascherano
  ——————Gerrard
  ——Babel——————- Kewell
  ——————Torres

Massi og Yossi

Nýtt lén!