Massi og Yossi

Eftir leikinn gegn Fulham eru tvær athygliverðar fréttir af leikmönnum Liverpool, ein er frábær en hin er algjörlega hræðileg.

Sú fyrri er góð og fjallar um það að Javier Mascherano, tígurinn á miðjunni hjá okkur, vilji einungis spila fyrir Liverpool á Englandi. Hann gæti aldrei hugsað sér að spila fyrir annan klúbb í landinu vegna virðingunnar sem hann ber fyrir Liverpool liðinu. Hann segir jafnframt að hann vilji halda áfram að spila við hlið Steven Gerrard og sé tilbúinn að skrifa undir langtímasamning við félagið. Eins og flestir vita þá er Mascherano á láni hjá Liverpool, en ég held að mjög margir séu sammála mér þegar ég segi að það sé engin spurning fyrir Liverpool um að kaupa þennan leikmann. Hann er ungur að árum, eða 23. ára, búinn að spila 33 A-landsleiki fyrir Argentínu og er að brillera hjá Liverpool, ég get hins vegar engan vegin gert mér grein fyrir því hvað hann myndi kosta okkur en það ætti ekki að skipta máli finnst mér, svona leikmaður er hverrar krónu virði. Það er hreinlega frábært að sjá svona flutningabíl þeysast endalínanna á milli tilbúinn til að tækla og snúa vörn í sókn og fyrir mína parta er hann orðinn lykilleikmaður sem erfitt verður að slá úr byrjunarliðinu. Svo er þetta líka algjör sjókókóngur!
Hér má lesa viðtalið.

Hin fréttin er af Ísraelsmanninum Yossi Benayoun en fram kemur á opinberu síðunni að Yossi verði frá næstu 3 vikurnar.

” Club spokesman Ian Cotton said: “A scan has confirmed Benayoun sustained a tear against Fulham.”

Þessar fréttir af Yossi eru virkilega slæmar fyrir okkur því hann hefur verið að spila óaðfinnanlega í síðustu leikjum. Fyrir mér er hann okkar besti vængmaður í augnablikinu miðað við frammistöðu síðustu leikja en þessar fréttir þýða bara eitt. Ryan Babel og Harry Kewell hljóta að fara að koma aftur inn í byrjunarliðið og vonandi að Kewell haldist heill kallinn. Pennant er ennþá meiddur sem er mjög slæmt og þessi meiðslahryna verður að fara að enda!

En við verðum að horfa á björtu hliðarnar, Agger fer að koma inn, Kewell fer að komast í form og Babel fær að sýna sig og sanna. En fyrst þurfum við að bíða eftir að þetta árans landsleikjahlé klárist.

11 Comments

  1. Ég las eitthverstaðar að Liverpool ætti kaupréttt á Mascherano á 17m.

  2. Já það er rétt, við eigum forkaupsrétt á honum minnir mig, ef að við bjóðum 17 milljónir í hann, þá er hann okkar 😉

  3. Það eru tvær vikur í næsta leik svo Yossi missir líklega bara af Newcastle leiknum og svo hugsanlega Porto leiknum. Svo það er ekki svo slæmt, Ryan Babel tekur þetta bara í sýnar hendur. Svo gæti verið að Alonso verði ready svo Stevie gæti farið á kantinn.

  4. Stevie á ekki að fara á kanntinn, hann er pjúra miðjumaður. Kewel og Babel á kantana og Gerrard og Lucas á miðju, það held ég.

    Persónulegt álit!

  5. 17 milljónir…..ég held persónulega að hann sá alveg þess virði. En ég er ekki viss um að eigendur Liverpool sé til í að borga þetta. Ég er einnig ekki alveg viss um að hann vilji vera hjá Liverpool meðan allir þessir miðjumenn eru hjá þeim. Spurning hvort hann vilji frekar vera fastamaður hjá t.d. AC Milan??

    Ég hélt reyndar að Xabi vildi fara vildi fara í sumar….þannig að líklega er þetta ekki rétt hjá mér.

  6. mache er búinn að segja SJÁLFUR að hann vilji vera hjá liverpool, svo það þarf ekkert að efast um það. En það er lán í óláni að þessi meiðslu yossi áttu sér stað á þessum tímapunkti, hinsvegar ekki jafn mikið lán fyrir enska landsliðið sem þarf að treysta á ísraelana og yossi klárlega þeirra besti maður. En flott að sjá að síðan sé komin í gang aftur, ótrúlegt hvað maður getur orðið háður einni síðu…. kanski að það þurfi að setja svona aðvörunar pop-glugga áður en maður kemur hingað, svona eins og á sígarettunum 😉

  7. Spurning hvort hann vilji frekar vera fastamaður hjá t.d. AC Milan??

    já af því að þeir hafa svo fáa miðjumenn?? Kaka, Gattuso, Pirlo, Seedorf, Ambrosini o.s.frv.
    Ég er ekki að segja að hann sé betri eða verri en þeir, en fjandakornið hafi það ef AC Milan er vel mannað einhversstaðar á vellinum þá er það á miðri miðjunni.

  8. Ef Milan eru vel mannaðir eitthverstaðar á vellinum þá er það ekki á miðjunni kæri vin heldur er það vörnin sem hefur verið sterkasti hlekkur Milan manna í mörg ár, sem og flestra ítalskra liða:)

  9. Gattuso, Pirlo, Seedorf ? Allt miðjumenn sem sinna varnarvinnuni svo vel að Darby vörnin mundi líta vel út með þá fyrir framan sig.

    Hvað er annars með Liverpool og að ef kantmaður fer að standa sig vel hjá þeim þá meiðist hann? Orðið frekar þreitandi.

    Annars er “Massi” að vinna sig i hug og hjörtu allra poolara með frammistöðuni á vellinum og svo því sem hann er að láta út úr sér utanvallar. vona bara innilega að hann verði kominn með langtímasaming fyrr heldur en seinna.

  10. @ Fan
    Vörnin var sterkasti hlekkur þeirra, það er rétt en er það ekki lengur.
    Í rauninni er ekkert ítalskt lið sem hefur sérstaklega sterka vörn í augnablikinu (þá er ég ekki að tala um markmenn).
    Stóru liðin fjögur á Englandi eru öll með vörn sem er miklu betri en sterkasta varnarlínan á Ítalíu í dag.

Síðan komin í loftið á ný

Landsleikjahléið