Nýtt lén!

Eins og glöggir lesendur síðunnar hafa eflaust tekið eftir höfum við verið að stíga hæg skref upp á næsta stig með síðuna undanfarnar vikur. Fyrst bættum við við okkur þremur nýjum bloggurum sem hafa komið með ferska strauma á síðuna og svo höfum við síðustu daga gengið í gegnum ákveðinn hreinsunareld í leit okkar að stöðugri hýsingu svo að síðan verði sem minnst – helst ekkert – niðri vegna utanaðkomandi aðstæðna.

Nú gleður mig að tilkynna að enn eitt skrefið hefur verið stigið og það er nokkuð stórt. Þið getið kvatt **eoe.is/liverpool** í bili. Við höfum fært síðuna yfir á nýtt og glæsilegt lén. Héðan í frá má nálgast þessa síðu á …

kopis.png

… **KOP.is!**

Sem sagt, eftir talsverð heilabrot og umræður okkar á milli sættumst við á nafn sem hefur nú litið dagsins ljós. Framvegis verður þessi síða þekkt sem Liverpool Bloggið, Kop-stúka Íslands!

Hvernig líst mönnum á nýja nafnið?

**Viðbót:** Já, og ég var víst búinn að lofa að minnast á það hver átti hugmyndina að nafninu. Einar Örn átti hugmyndina að nafninu. 🙂

21 Comments

 1. Þetta er svona fullorðins :c)

  Til hamingju allir sem einn

  AVANTI KOP LIVERPOOL

 2. Ég á náttúrulega eftir að sakna þess að setja ekki upphafsstafina mína í hvert sinn sem ég kem inná þessa síðu.

  EOE.is er náttúrulega besta lén í heimi, en kop.is er líka helvíti gott. 🙂

 3. Flott nafn.
  Fer á þessa síðu 2-3 á dag.
  Gangi ykkur allt í haginn.
  Liverpool kveðjur frá Eyjum.

 4. bara snilld ! til hamingju með þetta.

  næst er þá að fá fréttafundi með leikmönnum og taka viðtöl við þá beint og birta hér 🙂 … “the http://www.kop.is exclusive interview”

 5. Algjör snilld…….

  Til hamingju með þetta frábæra lén bloggarar……

  Liverpool

 6. Til lukku með lénið, afar viðeigandi fyrir samkomustað hörðustu Púllarana : )

 7. Djöfullsins snilldar lén, fyrst þegar ég sá var fyrsta hugsunin :O guðlast en þegar þetta síaðist inn gæti það ekki verið betra til hamingju 😉

 8. Flott nafn strákar.
  Skrítið að engum hafi dottið í huga að taka það frá fyrr !!

 9. Gummi Halldórs, af hverju? Þetta er ennþá íslensk aðdáendasíða besta félagsliðs í heimi. Getur síðan ekki verið bæði það og Kop-stúka Íslands? 🙂

 10. Snilldarnafn 🙂 og til hamingju með nýja lénið
  vonandi á síðan eftir að dafna vel í framtíðinni 😉

  þessi síða er einn af uppháldssíðum mínum og fynnst mér alltaf
  gaman að lesa hvað þið bloggarar hafið að segja um málið.
  ekki alltaf sammála ykkur en oft er ég það 😉

Landsleikjahléið

Rafa á eftir Garay? (uppfært)