Ramon Calliste: frá Man U til Liverpool

calliste_for_united.jpgÍ öllum Owen/Sabrosa/Bonera hamagangnum í síðustu viku má segja að ein athyglisverðasta fréttin hjá okkar mönnum hafi hreinlega orðið undir og gleymst. Það gerðist nefnilega, í fyrsta sinn í talsvert langan tíma, að leikmaður sem lék fyrir Man U gekk til liðs við Liverpool FC.

Þessi strákur heitir Ramon Calliste og er 19 ára gamall velskur unglingalandsliðsmaður. Hann mun spila frammi í varaliðinu okkar í vetur (væntanlega ásamt Neil Mellor) og fær því séns fram á vorið til að sanna sig. Hann er á eins árs samningi en Rafael Benítez hefur möguleika á að framlengja þann samning um eitt ár næsta vor, eins og segir ef strákurinn stendur sig vel.

Í dag hrósaði landsliðsþjálfarinn hans, Brian Flynn, honum svo í hástert og hafði meðal annars þetta um strákinn að segja:

>”He has had an eventful summer. It was a difficult time for him. At one stage it looked like he was going to Colchester and then he ends up at Liverpool.

>Let’s hope he progresses. Maybe he wants to prove a point to Manchester United by doing well at Liverpool. The ball is in his court.

>He has great talent; he’s just 19 with ability, pace and an eye for goal. When we played Germany 12 months ago he impressed everybody on the night in a difficult role up front.

>But with the ability he has got he must have a chance of making it. He needs advice and help, it’s not just an iron fist but also an arm around his shoulders sometimes.

>I met him a few times in the summer to discuss his future and I do that with lots of the lads if I can help. I just hope Ramon takes this great chance to make something of his career.”

Ég vona svo sannarlega líka að Ramon standi sig vel hjá okkur! Það yrði í raun tvöföld ánægja: ekki aðeins væru Liverpool komnir með nýjan, efnilegan framherja heldur myndi það örugglega spæla Man U menn endalaust mikið.

Calliste mun víst spila fyrir U21s árs landslið Wales í kvöld gegn Pólverjum, og svo mun hann spila sinn fyrsta varaliðsleik fyrir Liverpool í næstu viku. Það verður gaman að fylgjast með kauða næstu misserin, en ég vona að hann standi sig vel!

Welcome to Liverpool, Ramon. Glad to see you escaped from the dark side… 😉

3 Comments

  1. Vonandi er hægt að nota hann strax. Því mori… VAR að meiðast 😡

  2. Hann er búinn að spila 2 varaliðsleiki og skoraði í sínum fyrsta leik gegn newcastle en sa leikur endaði 2-2 :tongue:

  3. var ekki eitthvað Hobbs kvikindi sem kom líka frá united fyrr í sumar?

Fowler er, var og verður ávallt hetja í Liverpool.

Morientes frá í nokkrar vikur.