Morientes frá í nokkrar vikur.

Fréttir þess efnis að Morientes verði frá í nokkra vikur vegna meiðsla er ein af ástæðunum sem ég þoli ekki landsleiki, hin því þá er enginn enskur bolti. [Skv. síðustu uppl. þá tognaði Moro aftan á læri](http://skysports.planetfootball.com/list.asp?hlid=305173&CPID=4&CLID=&lid=2&title=Morientes+injury+worry&channel=football_home) á æfingu með spænska landsliðinu í dag. Andskotans djö…. þetta var einmitt það sem Moro mátti ekki við eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í fyrstu leikjunum. AAARRRGGGG

14 Comments

  1. Jæja byrjar meiðslasagan en einu sinni. Er ekki Crouch líka meiddur ? OG Cisse ?! og núna Morientes….

  2. Núna hefði verið gott að hafa mann að nafni Baros í hópnum í stað þess að selja hann á útsöluverði til Aston Villa!

  3. Ljósi punkturinn í þessu er að nú fær Cissé að spila eins mikið og hann getur… :confused:

  4. ANDSKOTANS!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

    Deja vu anyone? Þetta er hið allra versta mál. Nú erum við ekki svo ríkir af framherjum, Cissé fyrstur inn og líklega Pongolle #2 eins og staðan er í dag.

    Liverbird, Baros var ekki seldur á útsöluverði! Þetta var ágætt verð miðað við þann stutta tíma sem eftir var af samningi hans við Liverpool.

  5. frábærar fréttir fyrir liverpool og stuðningsmenn..erum laus við sleðann morientes alla vega út september..nú ætti að vera hægt að raða inn mörkum..bravo bravo

  6. Síðan hvenær er Cisse meiddur ?
    Það var viðtal síðast viðtal við hann í gær þar sem hann segist hlakka til að mæta Steve Finnan í landsleiknum á morgun !
    Nema að þið séuð skyggnir og hann meiðist á morgun :confused:
    Cisse er framtíðin !

  7. Ef hann hefði meiðst í leik hefði það kannski verið eitthvað, en að meiðast á æfingu… hefði það ekki alveg eins komið fyrir á æfingu með Liverpool?

  8. Þessi tíðindi eru ekki alslæm því nú fær Cisse að spila sína stöðu. Morientes á enn eftir að sanna sig og hefur hreinlega virkað úr takti við liðið hingað til. Hugsanlega ekki alfarið við hann að sakast því að hann þrífst á að hafa skapandi leikmenn í kringum sig og hugmyndaflugið í sókninni hefur ekkert verið neitt stórbrotið það sem af er. En auðvitað er alltaf leiðinlegt þegar menn meiðast og Morientes á væntanlega eftir að hressast þegar líður á veturinn.

  9. Andsk… í alvöru, hvað er í gangi hjá okkar mönnum? Helvítis landsleikjahlé.

    Nú óttast ég að Morientes muni eiga enn erfiðara uppdráttar í vetur. Ég hafði áður spáð því að Crouch & Cissé myndu ná það vel saman í vetur að þeir yrðu á endanum aðal framherjaparið okkar – nú fá þeir séns á að þróa það samstarf í nokkrar vikur.

  10. Gunnar Aron: Ég sé engan ljósan punkt við að maður meiðist hjá okkur og allra síst ef það sker niður af breiddinni hjá okkur. :confused:

    Liverbird: Get over it. Milan Baros er farinn og við fengum góða ávöxtun á upprunalegu verði. Hann hentaði ekki hjá okkur og Rafa vildi hann ekki. Good riddance! :tongue:

  11. Eiki Fr, ég sé ljósan punkt. Auðvitað er breiddin minni en það var heldur ekki ljósi punkturinn sem ég var að tala um.

  12. Banna þessa Hel”$/(( landsleiki og sérstaklega á að banna Íslendingum að keppa undir stjórn knoll og tott!

    Allavega við verðum þá að nota yngri og óreyndari menn ef því er að skipta. Neill Mellor getur alveg klárað leiki sem dæmi! Moro hefur nú ekki beint verið að spila með brjillantínið í hárinu undanfarið.

Ramon Calliste: frá Man U til Liverpool

Martin Jol og lærisveinar hans