KAUPUM KUIYT NÚNA!!!

441e036de0866f0bd8d7de627dced39a.jpgOk, ég ætla að beita allri hugarorku minni næstu mínúturnar í að senda þessi skilaboð til Rafa Benitez:

HÆTTU VIÐ PETER CROUCH.
KAUPTU DIRK KUYT!!!

Sjáiði bara þessa frétt: [Kuyt admits Reds desire](http://skysports.planetfootball.com/list.asp?hlid=283475&cpid=8&CLID=&lid=2&title=Kuyt+admits+Reds+desire&channel=Football_Home)

Dirk segir:

>”Liverpool have contacted Feyenoord but no bid has been made yet by Liverpool.”

>”I would really want to go to Liverpool. **It’s a great club and I hope I can play for them.”**

Þarf eitthvað meira?

Ok, þetta er útrætt mál af okkar hálfu hér á Liverpool blogginu. Kaupum Dirk strax! Ekki bara að hann sé frábær framherji, heldur þá hefðum við Kristján loksins tækifæri á að hafa leikmann, sem spilaði bæði fyrir okkar uppáhaldsfélagslið og uppáhaldslandslið. Semsagt, Hollending, sem spilar fyrir Liverpool.

Nennirðu að drífa í þessu og klára þetta mál, Rafa minn. Ok?

24 Comments

  1. Samþykkt! Oh hvað mig langar MIKLU MIKLU MIIIKKKLLLUUUUU meira í Kuiyiyijijiyit en “Crouchy” … 😯

    Vona að þetta leysist fljótlega, á sem farsælastan hátt.

  2. Ef Crouch, sem skoraði einhver 16 mörk í vetur, kostar 7 millur … þá ætti Dirk Kuyt, sem skoraði 28 mörk í vetur, að vera á tilboði fyrir 10 millur.

    Þetta bara hlýtur að gerast, ég trúi ekki að Rafa velji Crouchy fram yfir Kuyt!

  3. ..og svo virðist sem að þið hafið séð alla leikmenn sem að hafa verið tengdir við okkur í vetur og segið að allir séu frábærir. Og þó svo að Kuyt hafi skorað 28 mörk í Hollandi í vetur þá skoraði Diego Forlán 25 mörk í spænsku deildinni, sem að er mun sterkari deild. Spurning um að fá ekki bara hann til Liverpool í staðin, hann hefur amk reynslu í ensku úrvalsdeildinni. Hvað um Kezman? Var hann ekki markahæstur í hollensku deildinni síðasta vetur?

  4. >Uppáhalds landslið? Eruð þið ættaðir frá Hollandi?

    Já, ég meina auðvitað fyrir uuuutan Ísland. Tel að flestir Íslendingar eigi sitt lið í stórkeppnum allavegana þangað til að við Íslendingar komumst þangað.

    >og svo virðist sem að þið hafið séð alla leikmenn sem að hafa verið tengdir við okkur í vetur og segið að allir séu frábærir.

    Þetta er bara rangt. Kristján horfir mjög mikið á spænska boltann og veit meira um hann en flestir. Hann hefur því talað vel um Joaquin, Reina og fleiri, sem eru góðir leikmenn.

    Ég hef séð Kuyt spila með hollenska landsliðinu, því ég missi helst ekki úr leik með þeim og hann virkar gríðarlega vel á mig. Hann er líka búinn að vera með markahæstu mönnum í Hollandi síðustu tvö ár og er núna striker númer 2 hjá Hollendingum á eftir Van Nilsteroy hjá Man U.

    Þannig að hann er góður.

    Við höfum líka séð Peter Crouch og þrátt fyrir að hann hafi verið ótrúlegur á móti Liverpool, þá hef ég mun meiri trú á Kuyt en honum.

    Við höfum þó margoft játað algjöra fáfræði okkar varðandi nýja leikmenn, svo sem einsog Scott Carson og ég þegar ég hef skrifað um leikmenn úr spænska boltanum.

  5. Til þess má gamans geta að Kuyt skoraði eitt mark í gær á móti Finnlandi, eftir frábært samspil hans, van Persie og Robben. Hann virkaði mjög vel á mig, stóð sig vel og hef ég því ekkert á móti því að fá hann til Liverpool. 🙂

  6. Miðað við hvað ég hef lesið þá eru Kezman og Kuyt allt öðruvísi leikmenn. Kezman er bara karl í boxinu sem fylgir eftir að markmaðurinn ver skot en Kuyt er Alan Smith týpa sem SKORAR! og það nóg.

  7. Já…vil fá Kuyt svona 10000000000000 sinnum meira en Crouch…virkar á mig eins og algjör trukkur og svona barráttujaxl sem gefst ekki upp…kaupa hann takk;)

  8. ehem…Albert Luque, Raúl, Luis Figo og núna Dirk Kuyt. Þið hafið slefað yfir þessum mönnum þegar að þeir hafa verið tengdir við okkur. Fyrir utan Kuyt, þá dæmið þið hina leikmennina eftir því hvað þeir gátu, ekki eftir því hvað þeir GETA. Í núna 2 tímabil í röð er Raúl búinn að vera crap fyrir Real og spænska landsliðið. Figo kemst/komst ekki einusinni inní liðið og er orðinn gamall í þokkaót og Luque er búinn að vera LÉLEGUR á þessu tímabili og vel ofmetinn í þokkabót hjá Depor síðan að hann kom þangað (Irureta á þá sök, spilaði hann alltaf í vitlausri stöðu og lét hann alltaf byrja inná þrátt fyrir að vera í hörmulegu formi).

    …og er núna striker númer 2 hjá Hollendingum á eftir Van Nilsteroy hjá Man U.

    Þannig að hann er góður.

    Hann er góður vegna þess að hann er 2. stræker hollenska landsliðsins? Hafa Hollendingar úr svona mörgum strækerum að velja? Hooijdonk er 34/5 ára, Hasselbaink er 33/4 ára gamall og Kluivert er búinn að vera. ÞVÍLÍK SAMKEPPNI :laugh:

    Ég fylgist lítið með hollensku deildinni (hún er frekar léleg í þokkabót) og sækist ekkert sérstaklega mikið eftir að fylgjast með hollenska landsliðinu þannig að ég get ekkert sett út á Dirk Kuyt en ég vill samt ekki fara að hoppa í 7. himinn útaf einhverjum sem að var markahæstur í hollensku deildinni. Hvar var markahæstur í fyrra þar á bæ og hvar er hann nú?

  9. Hvað er pointið hjá þér, Aron, fyrir utan að rakka okkur niður, eða gera lítið úr skrifum okkar eða þekkingu á fótbolta? Ég næ því ekki.

    Síðustu komment frá þér hafa verið uppfull af einhverjum leiðinlegum skotum á okkur Kristján. Ég næ ekki alveg hvað þú færð útúr þessu, þar sem að innlegg þín hafa oftast bætt einhverju við í umræðuna.

    Já, Raúl og Figo hafa átt lélegt tímabil. Það hafa líka Fernando Morientes, Ruud Van Nilsteroy og fleiri átt. Þýðir það allt í einu að menn séu orðnir lélegir. Hvurlags bull er þetta eiginlega?

    Og má ég spyrja þig einnar spurningar: hefurðu séð Kuyt spila? Ef ekki, slepptu þá þessum barnalegu kommentum. Ef það eina, sem þú hefur fram að færa er “ne nenenene, ég veit meira en þið”, slepptu því þá, því það bætir nákvæmlega engu við umræðurnar á þessari síðu. Ef þú veist meira en við, þá geturðu komið því fram á skynsamlegan hátt án þess að gera lítið úr okkur eða okkar skrifum.

  10. Ef þér finnst Figo eða hver sem er vera lélegri en okkur, þá geturðu sett það fram á skynsamlegan hátt í stað þess að segja:

    >Guði sé lof að þú ert ekki Rafa Benitez

    eða á einhvern ámóta leiðinlegan hátt. Við stofnuðum þessa síðu til að menn gætu deilt um Liverpool á skynsamlegan hátt og án þess að gera lítið úr skoðunum annarra. Ef þú getur ekki haldið þig innan þeirra marka, þá nenni ég ekki að svara þessum kommentum frá þér.

  11. >Hvað um Kezman? Var hann ekki markahæstur í hollensku deildinni síðasta vetur?

    Og hvað meinar þú með þessu? Veistu hver hefur líka verið markahæstur í hollensku deildinni? Marco Van Basten. Veistu hver líka? Ruud van Nilsteroy. Eru þeir þá líka lélegir bara útaf því að Kezman var slappur hjá Chelsea?

    Og já, Forlan var markahæstur á Spáni! Það þýðir auðvitað að markakóngstitlar í öðrum löndum eru marklausir.

  12. Ég sá Finnland-Holland í gær og Kuyt virkaði mjög vel á mig. Ekki nokkur vafi hjá mér að hann sé betri en Crouch.

  13. Hvað er pointið hjá þér, Aron, fyrir utan að rakka okkur niður

    Ég er ekki að rakka ykkur niður, ég er að benda ykkur á staðreindavillur og koma mínum skoðunum á framfæri í leiðinni. Hér ríkir málfrelsi, ekki satt?

    Og má ég spyrja þig einnar spurningar: hefurðu séð Kuyt spila? Ef ekki, slepptu þá þessum barnalegu kommentum.

    Ekki skjóta þig svona í fótinn Einar minn. Ég hélt að ég hefði sagt/skrifað að ég hefði nákvæmlega ekkert fylgst með Dirk Kuyt? Lastu það ekki? Mér finnst bara hálf undarlegt að þér finnst kappinn vera frábær eða nógu góður til þess að spila fyrir Liverpool eftir að hafa séð aðeins fáeina leiki með honum í broddi fylkinga en rakkar síðan Peter Crouch niður þrátt fyrir að hann hafi átt frábært tímabil (og ekki skjóta þig aftur í fótinn með því að halda að mér finnist Peter Crouch betri en Dirk Kuyt því að ég er ekki í neinni stöðu til þess að segja til um það).

    Ef þér finnst Figo eða hver sem er vera lélegri en okkur, þá geturðu sett það fram á skynsamlegan hátt í stað þess að segja:

    Guði sé lof að þú ert ekki Rafa Benitez

    Ekki gera svona lítið úr mér, þetta var nú bara kaldhæðni enda finnst mér leiðinlegt að endurtaka sömu orðin aftur og aftur. Þú þarft ekki að leyta langt til þess að finna þetta:

    NEI!!! Það væri stórt skref niðrávið fyrir klúbbinn að fá málaliða eins og Figo. Hvað í fjandanum á hann að bæta? Hann er ekki betri en Garcia og ekki betri en Riise og ekki betri en Kewell. Hann mundi aldrei sætta sig við það að vera á bekknum þannig að hver verður skilinn útundan í staðin fyrir hann?

    http://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/04/28/11.07.06/index.php#comments

    Þetta var mitt framlag í þá umræðu, hvort sem þér líkar betur eða ver enda sagðir þú í lok greinarinnar:

    …en ég vill vita hvað ykkur finnst.

    Hvað um Kezman? Var hann ekki markahæstur í hollensku deildinni síðasta vetur?

    Og hvað meinar þú með þessu? Veistu hver hefur líka verið markahæstur í hollensku deildinni?

    Ég veit að þú ert ekki dofinn, elsku Einar minn, en stundum þarftu að leggja aðeins harðar að þér. Með þessu á ég einfaldlega við að þrátt fyrir að leikmaður slái gegn í einni deild þarf ekkert að vera að hann muni vera frábær í annarri. Það er engin trygging að þrátt fyrir að við keyptum Dirk Kuyt að hann mundi skila frá sér 20 mörk á tímabili.

    Já, Raúl og Figo hafa átt lélegt tímabil. Það hafa líka Fernando Morientes, Ruud Van Nilsteroy og fleiri átt. Þýðir það allt í einu að menn séu orðnir lélegir. Hvurlags bull er þetta eiginlega?

    Ég segi það nú, hvurslags bull er þetta? Hvar skrifaði ég að þrátt fyrir að menn ættu lélegt tímabil að þeir yrðu sjálkrafa lélegir? Þú kannski útvegar mér tengil á það comment?

    Einar át Aron

    :laugh:

  14. Jæja, þetta er komið gott í bili. Er það ekki?

    Ég tek undir með Aron í því að auðvitað getum við ekki verið handviss um að Kuyt skori jafn mikið fyrir Liverpool og hann hefur gert fyrir Feyenoord, þar sem maður veit aldrei hvernig útlendingur kemur til með að aðlagast nýrri deild í nýju landi.

    Hins vegar verða menn að hafa það í huga, að Peter Crouch gat ekki nokkurn skapaðan hlut í tvö heil ár með Aston Villa! Hann var lélegasti leikmaður deildarinnar – ekki einn sá lélegasti, heldur SÁ LÉLEGASTI! David O’Leary hlýtur að hafa dottið í það þegar hann loksins losnaði við Crouchy fyrir ári síðan.

    Og svo á hann eitt gott tímabil fyrir Southampton, og varla það. Hann átti í raun aðeins hálft gott tímabil, þar sem hann var ekki það mikið í liðinu fyrr en James Beattie fór til Everton í janúar.

    Þannig að ég spyr, Aron, af hverju er það endilega líklegra að Crouchy – sem átti 2-3 ööömurleg tímabil og svo hálft gott tímabil í Englandi – muni reynast betur með Liverpool heldur en Kuyt – sem hefur skorað 25+ mörk tvö tímabil í röð með Feyenoord í Hollandi og er farinn að raða inn mörkum með hollenska landsliðinu?

    Það er einfaldlega það sem ég er að segja. Við getum ekki verið viss hvernig menn bregðast við nýju umhverfi, hvort sem það er Peter Crouch frá suðurströnd Englands eða Dirk Kuyt frá Feyenoord (þessi tvö svæði eru, í raun, svipað langt í burtu frá Liverpool-borg) ???

    Er þá ekki betra að meta menn bara eftir þeim gæðum sem þeir hafa sýnt, og versla þann sem manni þykir betri? Og jú, þótt Crouchy hafi skorað 16-18 mörk fyrir Southampton í vetur og átt góða 6 mánuði … þá er það lítið í samanburði við það sem Kuyt hefur afrekað meira og minna allan sinn feril.

    Kuyt er eins og Cissé – hefur skorað 10+ mörk frá því hann byrjaði fyrst að spila sem unglingur. Crouch hefur aldrei skorað meira en 5 mörk á tímabili, þangað til í vetur. Hvorn þeirra telur þú líklegri til að vera minnst sem leikmanns sem átti bara eitt gott tímabil?

  15. Aron talar um staðreyndarvillur, skoðanir eru ekki staðreyndir og einhver sem er ósammála manni þarf ekki endilega að hafa rangt fyrir sér. Bara langaði að koma því á framfæri.
    Svo vil ég líka frekar fá þennan Kuyt en Crouch, sem er nú frekar tengt því að ég vil ALLS EKKI sjá Crouch spila fyrir Liverpool fremur en að ég viti eitthvað um Kuyt.

  16. Þannig að ég spyr, Aron, af hverju er það endilega líklegra að Crouchy – sem átti 2-3 ööömurleg tímabil og svo hálft gott tímabil í Englandi – muni reynast betur með Liverpool heldur en Kuyt – sem hefur skorað 25+ mörk tvö tímabil í röð með Feyenoord í Hollandi og er farinn að raða inn mörkum með hollenska landsliðinu?

    Ég spyr þig nú bara sömu spurningar því að ég sagði það aldrei að Crouch væri betri. Var bara pirraður á því að fólk var að rakka hann niður eftir mjög gott tímabil (að hans hálfu, ekki S’hamton) en hæla Kuyt þrátt fyrir að hafa séð mjög lítið til hans. Credit where credit’s due.

    Aron?ertu ekki aðeins að gleyma Roy Makaay?

    Fjandinn hafi það! Hvernig í fjandanum gat ég gleymt Makaay? Ég biðst forláts og vill gjarnan bæta því við að þarna er andlit sem að ég væri ekkert á móti að sjá hjá Liverpool.

    Aron með comeback, þetta er að verða spennandi

    neh, efast um að Einar nenni að sóa tíma sínum í svona vitleysu.

HAMANN SKRIFAR UNDIR (STAÐFEST!)

Meistaradeildin (uppfært – VIÐ VERÐUM MEÐ!)