HAMANN SKRIFAR UNDIR (STAÐFEST!)

Jæja, þá er það komið á hreint. Didi Hamann hefur skrifað undir [eins árs samning við Liverpool](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/4077300.stm). Hann segir:

>”Once Liverpool made me an offer, there was only one place I wanted to play my football.”

>”I always said the first club I would speak to about my future was Liverpool because I wanted to stay.

>”The manager said we would wait until after the final before we had a meeting and that’s what we did. We came to an agreement instantly.

Þetta eru frábærar fréttir, því það er ekki fræðilegur möguleiki á að okkur hefði tekist að fá betri miðjumann en Hamann ókeypis. Víst að Biscan er farinn, þá var ég nú nokkuð öruggur með að Didi yrði áfram:

>The Premiership is the only club competition I haven’t won since I joined Liverpool. I’m desperate for us to do it.

>”The manager has achieved great things already by winning the Champions League and I know he’s planning to bring in new players for next season.

>”If we can settle quickly and everyone starts working together tactically early on, who knows what can happen?

Við vonum auðvitað að Didi loki hringnum með enska meistaratitlinum næsta vor. Er það ekki? 🙂

2 Comments

  1. Frábærar fréttir! Þetta kemur nú ekki beint á óvart, eftir Úrslitaleikinn fannst mér ekki séns að Rafa myndi láta hann fara. En samt … hann er okkar í 1-2 ár í viðbót og vill bæta lokadollunni í safnið.

    Vonum að honum takist það!

  2. Þetta er gott mál… sérstaklega þegar við þyrftum að eyða minnst 5+ mill. punda í leikmann á sama kaliberi…

    Biscan farinn ok… kannski ekki skrítið og vonandi að honum gangi vel á nýjum vinnustað… vonandi fer hann samt til liðs utan Englands… þoli ekki þegar fyrrum leikmenn skora gegn okkur…

    Núna vill ég að við förum að loka einhverju stóru nafni… því ég er fullviss um að þegar fyrsta stóra nafnið er komið þá komi 2-3 í viðbót… 100%

    Eitthvað slúður í gangi meira?

Kirkland til W.B.A. (að láni)

KAUPUM KUIYT NÚNA!!!