Tottenham 1 – Liverpool 1 (Tottenham 3 – Liverpool 4)

_40587177_pongole_getty.jpg

Ok, í kvöld þá vann þetta lið:

Dudek (fyrirliði)

Raven – Henchoz – Whitbread – Warnock

Núnez – Biscan – Diao – Potter

Mellor – Pongolle

aðallið Tottenham. Semsagt, unlingalið Liverpool vann Tottenham lið með þá Defoe, Kanoute, King, Robinson og Keane innanborðs. Mikið var það nú gaman!

Ég og Kristján sátum saman á Players og létum okkur leiðast í sirka 90 mínútur. Útsendingarskilyrði voru slæm og auk þess virtist ekki nokkur skapaður hlutur gerast allan leikinn. Tottenham var eilítið sterkara, en náði þó aldrei neinum tökum á leiknum og Henchoz og Whitbread stöðvuðu flest, sem á þá kom. Ef þeir voru ekki til staðar, þá var Dudek *mjög* öruggur í markinu.

Allavegana, leikurinn var býsna tíðindalítill og endaði 0-0. Í raun vonaði ég innilega að Liverpool myndi skora í venjulegum leiktíma til þess að ég kæmist heim og slyppi við frekari leiðindi. En í staðinn fékk ég nokkuð miklu betra.

Leiknum var framlengt og þegar þá var komið við sögu voru Nunez, Mellor og Diao farnir útaf og í stað þeirra þeir John Welsh, Richie Partridge og Mark Smyth (sem lék sinn fyrsta leik og var mjög sprækur). Þannig að liðið var orðið ennþá óreyndara en í byrjun.

Liverpool menn stjórnuðu spilinu algerlega í framlengingunni einsog þeir höfðu reyndar gert mestallan seinni hálfleikinn og áttu Biscan, Flo-Po og Diao ágætis hálf-færi. En gegn gangi leiksins þá komust Tottenham menn í sókn, Henchoz gleymdi sér alveg og Michael Brown komst upp kantinn, hann gaf fyrir á Defoe, sem skoraði á þriðju mínútu í seinni hálfleik framlengingarinnar.

Við héldum að þetta væri búið og vorum svona sæmilega sáttir við að unglingaliðið okkar hefði staðið sig svona vel gegn aðallið Tottenham.

En þá var komið að kafla **Freddie Kanoute**. Liverpool menn fengu hornspyrnu. Sinama gaf fyrir og þar reis Kanoute hæst og kýldu boltann frá marki, þrátt fyrir að hættan hafi verið nokkurn vegin engin. Snilldar tilþrif hjá Kanoute.

Við Kristján höfðum talað um það hversu mikið það væri nauðsynlegt fyrir Flo-Po að skora mark til að fá sjálfstraust því hann hafði virkað mjög þreyttur í framlengingunni. Allavegana, hann tók vítið og skoraði örugglega framhjá Paul Robinson: 1-1.

Því varð að grípa til vítaspyrnukeppni. Við hlógum að þeirri tilhugsun um hverjir ættu að taka fyrir vítin fyrir Liverpool, því ekki var beint offramboð af öflugum vítaskyttum. Defoe tók fyrsta vítið fyrir Tottenham og skorar. Og spennan magnaðist að sjá hver myndi taka fyrsta vítið fyrir Liverpool. Og ímyndið ykkur fögnuðinn þegar við sáum hver labbaði að punktinum.

Enginn annar en **Stephane Henchoz**! Og hvað gerði þessi alþekkti markaskorari? Jú, hann skoraði auðvitað örugglega úr vítinu”. Carrick skoraði aftur og Richie Partridge jafnaði.

Þá var komið að Jerzy Dudek, sem varði frá Freddie Kanoute. Robinson varði næst frá Darren Potter. Michael Brown skaut síðan yfir og John Welsh skoraði örugglega. Staðan orðin 3-2 fyrir Liverpool. Ziegler jafnaði svo fyrir Tottenham.

Og aftur, þá var leikurinn á herðum Flo-Po litla. Hann gat tryggt Liverpool sigurinn með því að skora og það gerði hann örugglega. Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út og það var augljóst að unglingarnir í liðinu nutu þessa sigurs til hins ítrasta. Frábær stund!

Það er svo sem erfitt að velja menn leiksins, en Dudek stóð sig mjög vel, sem og Whitbread. Einnig hlýtur Sinama-Pongolle að fá fá kredit fyrir að hafa klárað vítin sín af öryggi þegar öll pressan var á honum.


Viðbót (Kristján Atli): Jamm, þetta var frábær sigur hjá litlu heimalingunum okkar í kvöld og gaman að vita að starfið í Akademíunni undanfarin ár var að skila ávöxtum eftir allt saman, þótt Houllier hafi haldið öðru fram.

Og til að kóróna kvöldið í kvöld þá mætum við WATFORD í undanúrslitunum í janúar, á meðan Chelsea og Man U mætast í hinum undanúrslitaleiknum. Þetta þýðir að við erum langlíklegasta liðið af þessum fjórum til að komast alla leið í úrslitaleikinn. Mikið væri það nú gaman! 😀

Skrýtið að segja frá því, en William Hill veðbankinn í Englandi uppfærði sigurlíkur liðanna fjögurra eftir leiki kvöldsins. Og þeir telja CHELSEA sigurstranglegasta liðið í þessari keppni.

Uuuu, hvernig virkar það? Chelsea og United eiga erfiðustu leikina framundan, við Chelsea og United, á meðan við eigum neðrideildarlið sem við eigum hreinlega að vinna. Þannig að eins og ég sagði áðan erum við langlíklegasta liðið af þessum fjórum til að komast í úrslit, sem hlýtur að gera okkur líklegasta sigurliðið eins og staðan er í dag?

Í alvöru, ef þú ætlar að veðja 10 pundum á lið núna, í kvöld, myndirðu veðja því á Chelsea eða United sem er óvíst að komist í gegnum undanúrslitin, þar sem viðureignir þeirra verða mjög tvísýnar, eða myndirðu veðja á Liverpool sem á að mæta neðrideildarliði?

Skrýtið. En allavega frábært kvöld hjá okkur í kvöld. Maður bjóst ekki við neinu í þessum leik en þetta fór vel að lokum, þökk sé Flo-Po, Dudek … og Freddie Kanouté, sem fær vitleysuverðlaun mánaðarins … og það er ennþá bara fyrsti desember. 🙂

5 Comments

 1. Gríðarlega skemmtilegt og jákvætt að komast svona langt með b-liðið okkar í þessari keppni.

  Allt frábært við það, unglingarnir fá reynslu, meiri peningur kemur í kassann og allir verða glaðari! 🙂

  Væri nú gaman að sigra júnæted á Cardiff aftur.

  Er ekki bara jákvætt að menn séu ekkert að spá okkur titli og árangri?

 2. reyndar held ég að Liverpool og Chelsea mætist í úrslitum, spurning hvort Benitez noti þá sterkasta liðið gegn sterkasta liði Chelsea: :confused:

 3. Ein spurning til ykkar sem allt vitið.

  Er þetta ekki fyrsta mark sem Henchoz skorar fyrir Liverpool eða yfirhöfuð á Englandi ?

  Gæti jafnframt orðið það eina ef hann fer um áramót sem flest bendir til.

  Að lokum flott síða, mikil tilbreyting frá CM- gelgjustandinu sem ríkir á spjalllborði liverpool.is þótt það hafi skánað þar s.l. mánuði.

 4. Takk fyrir hrósið.

  Ég held reyndar að mark í vítaspyrnukeppnum sé ekki talið með þegar mörk á ferlinum eru talin saman. Annars held ég að þetta sé örugglega fyrsta “alvöru” mark Henchoz fyrir Liverpool. Hann skoraði reyndar líka á þessu undirbúningstímabili.

  Annars veit ég ekki meir. Kannski að einhver annar viti betur?

 5. Frábær úrslit hjá varaliðinu okkar! Hreint frábært að sjá Herra Benitez gefa ungu strákunum þennan séns sem þeir eiga loksins skilið að fá. “Foolier” hafði ekki hjarta í sér (hehe ok smá nasty joke) að gefa ungu strákunum sénsinn og spilaði oftast með sitt sterkasta lið í öllum bikurum sem í boði voru. Ok, annað sjónarmið sem verður að virða. Bikar er bikar sama hvað hann er stór eða hvað hann heitir. Það skal enginn segja mér að M** U** eða $$$$$ ætli sér ekki að vinna bikarinn sama hvort þau spili með sitt sterkasta lið eður ei. Ég sá viðtal við Ray Lewington þjálfara Watford á SKY í gær eftir dráttinn og sagðist hann ætla að njóta viðureignanna við LFC og fara einu lengra en lið hans gerði fyrir einhverjum árum.
  Þetta með að LFC sé sigurstranglegast að fara áfram er nú bara vegna þess að við keppum við Mr. Helguson og félaga en það má ekki vanmeta þá þar sem þeir hafa verið að rota The Saints og Pompey í sl 2 leikjum. Annars vonast ég bara til að Herra Benitez spili áfram á ungu strákunum og leyfi þeim að klára þessa keppni hversu langt sem við förum. Það yrði alls kosta ósanngjarnt ef við kæmumst í úrslit og létum síðan aðalliðið spila úrslitaleikinn á kostnað þeirra sem komu okkur þangað…..eða það finnst mér. Reynsla yngri strákanna er meira virði fyrir mér þessa stundina en þessi bikar þetta árið ÞRÁTT FYRIR að þetta sé bikar sem gott væri að vinna! :biggrin:

Líklegt byrjunarlið:

Traoré, Josemi og Baros heilir! (+viðbót)