Líklegt byrjunarlið:

Ókei, skv. The Liverpool Way, sem er mjög áreiðanleg síða, mun David Raven fá sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Liverpool í kvöld. Þá virðist sem Rafa muni spila með Mellor og Flo-Po í framlínunni í 4-4-2 kerfi:

Dudek (fyrirliði)

Raven – Henchoz – Whitbread – Warnock

Núnez – Biscan – Diao – Potter

Mellor – Pongolle

Þannig að Josemi er ennþá frá vegna andlitssaumaskaps. Þá finnst mér líklegt að Flo-Po gæti dottið niður á vinstri vænginn, þar sem ég held að Potter sé enginn vængmaður. 4-4-2 eða 4-5-1, það kemur í ljós í kvöld … en þetta er allavega liðið. Blanda af reyndum mönnum og ungum strákum, um leið og lykilmennirnir okkar fá hvíld.

Einnig: Mig langar til að segja þetta áður en við spilum leikinn í kvöld, svo að það virðist ekki sem ég sé að væla yfir hugsanlegu tapi. Þannig að ég ætla bara að segja þetta núna, á meðan menn eru enn í vímu yfir markinu hans Mellor…

…ég sakna Milan Baros svo mikið að það er ekki fyndið! Ég var að leita að tómri spólu í vídjóskápnum heima hjá mér áðan og rak augun í markið sem Milan skoraði á móti Mónakó í september, og það fór um mig einhver spenna bara við að sjá hann skora þetta mark. Ég er sannfærður um að liðið eins og það var á móti Arsenal hefði unnið svona 4-1 en ekki 2-1 ef að Baros hefði verið með. Með fullri virðingu fyrir Mellor þá er Milan Baros einn af þrem-fjórum bestu framherjunum í Úrvalsdeildinni núna og – að mínu auðmúka og “hlutlausa” mati – einn af svona tíu bestu framherjum í heiminum í dag. Það hefur komið bersýnilega í ljós eftir að Owen fór.

Ég bara sakna hans, í raun eins mikið og hægt er að sakna leikmanns í fótboltaliði. Geri fastlega ráð fyrir að gráta af gleði ef/þegar tilkynnt verður um endurkomu hans gegn Olympiakos eftir viku…

Tottenham í kvöld!

Tottenham 1 – Liverpool 1 (Tottenham 3 – Liverpool 4)