Gullkastið – Sprengidagur á Anfield

Þetta bara gat ekki farið neitt mikið verr eftir að hafa byrjað svo vel. Gjörsamlega óþolandi kvöld á Anfield sem var eins og brot af því versta frá öllu tímabilinu hjá Liverpool. Liðið sýndi hinsvegar lífsmark um helgina í Newcastle og næsti leikur er orðin gríðarlega mikilvægur. Þetta og fleira í þéttum pakka vikunnar

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og SSteinn

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


 Egils GullHúsasmiðjanMiðbarJói ÚtherjiÖgurverk ehf

MP3: Þáttur 417

19 Comments

 1. Fínt podcast eins og venjulega, en ömurleg úrslit gegn Madrid auðvitað.

  Útivallarmörk gilda EKKI í þessari keppni. Hvernig er þá þetta 2-5 tap, versta tap Liverpool í Evrópukeppni ?

  Er það eitthvað verra en 3-0 tap gegn Barcelona ? Eða
  4-1 gegn Napoli ?

  Reyndar tapaði Liverpool 5-1 gegn Ajax ‘66, en þá hét þessi deild auðvitað eitthvað annað.

  Insjallah
  Carl Berg

  1
 2. Sæl og blessuð.

  Takk fyrir að gráta með okkur aðdáendum. Þetta var skrifað í skýin – svona eftir á amk. Yfirburðir liðsins fólust í því að þeir voru ,,manni fleiri” í hverjum leik m.v. atorku og hlaup. Andstæðingar gátu vart svarað spurningum sjónvarpsmanna að leikjum loknum, þeir voru úrvinda. Nú eru okkar menn úrvinda. Tankar eru tómir. Pressuboltinn hefur að endingu tekið af þeim slíkan toll að þeir eru ýmist meiddir, veikir eða spila á mörkum líkamlegrar og andlegrar kulnunar.

  Það er og verður rannsóknarefni hvernig sú staðreynd gat farið framhjá þjálfurum liðsins og læknastaffi.

  Ef þeir hefðu opnað skilningarvit sín fyrir þessum veruleika hefðu þeir annað hvort breytt um aðferð (sem hefði ekki verið vænlegt til árangurs eins og þetta tímabil hefur leitt í ljós) eða selt lykilmenn og byrjað upp á nýtt og byggt upp lið með sprækum leikmönnum sem hefðu þá enst í 2-3 ár í viðbót.

  5
 3. Vissulega drullaði Gomez á sig í þessum leik og það ekki í fyrsta skipti í vetur.

  Ég er á því að Liverpool hafi gert rétt með að bjóða Joe Gomez nýjan samning.

  Gomez er enskur og einungis 25 ára gamall. Þegar hann skrifaði undir samninginn var hann fjórði kostur í sinni stöðu og það segir okkur að hann er tilbúinn að berjast fyrir sæti sínu og liðið þarf breidd.

  Þó að Gomez hafi alltaf farið inn fyrir skinnið á Magga og fleirum á þessu spjallborði þá er það varla tilviljun að maðurinn hefur þegar spilað 170 leiki fyrir Liverpool og langoftast staðið sig vel.

  1
 4. Hvernig virkar þetta, ef lið frá Englandi nær topp 4 og vinnur Evrópudeildina, gefur 5. sætið í deildinni þá Meistaradeildarsæti?

 5. Takk fyrir gott podcast. Sammála Magga í flestu.

  Fyrir mér er þessi leikur svona “end of an era”. Uppsveifla okkar að mínu mati byrjaði í frægum 4-3 leik gegn Man City í janúar 2018. Þá var Salah nýkominn til liðsins og Mane og Firmino á sínu öðru og þriðja ári. OX var nýkominn og leit vel út. Hann meiddist síðan fljótlega og hefur ekki náð sér á strik síðan. VVD var líka nýkominn en spilaði ekki þennan leik.

  Sóknarkrafturinn í þessu liði var ótrúlegur. Ef við fórum yfir miðju vorum við líklegir til að skora. Við komumst í 5-0 gegn Roma í undanúrslitum CL. Þeir voru nýbúnir að slá Barcelona út.Gleymum því ekki heldur að við vorum með Karius í markinu. Spiluðum síðan við aftur við City í 8 liða úrslitum og rúlluðum þeim upp en á þessum tíma var City langbesta liðið á Englandi.

  Við erum á allt öðrum stað í dag. Liðið er orðið hægt gamalt og leikmenn orðnir lúnir eftir eftir öll þessi endalausa hlaup í gegnum árin. Kannski eru menn orðnir mettir og hættir að hlusta á Klopp eftir öll þessi ár.

  Ég ætla ekki að kenna Klopp eða FSG um á hvaða stað við erum í dag. Að sjálfsögðu hefðum við átt að að versla inn fleiri leikmenn þegar það þurfti. Þar koma eigendur að málum. Klopp er þrjóskur og vill litlu breyta. Getur verið kostur en líka galli. Svo eru líka fullt af mönnum sem við höfum keypt sem ekki hafa staðið sig vel eða eru alltaf meiddir.

  Ég hef litlar væntingar um sumarkaup og tel það afrek ef við náum 4 sæti. Verðum bara að vona það besta.

  14
 6. Þarf herra John Henry nýjan mann til að þjálfa liðið? Ég held ekki, en það er bara ég…

  1
 7. Við getum lært mikið af Manchester United. Þvílíkt lið sem Erik Ten Hag er að byggja upp. Barcelona að rúlla upp spænsku deildinni, en þeir virðast vera að tapa einvíginu við Manchester United. Allavega eins og staðan er núna. Barcelona mun betra lið en Real Madrid sem gersamlega rúlluðu okkur upp. Það þýðir ekki að væla. Horfast í augu við staðreyndir. Okkar tími er liðinn. Skemmtilegt meðan það lifði.

  4
  • Sú hugsun læðist því miður að manni að gullöldin sé liðin. Ætli Klopp nenni að standa í þessu lengur ef hann fær enga peninga til að kaupa menn í sumar? Liðið er bókstaflega athlægi eins og er, mennirnir eru svo lélegir – fyrir utan einhverja fimm kannski.

   3
 8. Innáskiptingarnar hjá Ten Hag virkuðu talsvert mikið betur en skiptingar Klopps í fyrradag! Andskotans.

  5
 9. Sælir félagar

  Það er svona álíka gaman að horfa á MU vera að skeina Barca og að horfa á Liverpool skíta uppá bak á heimavelli gegn Real. Það er flest við þessa leiktíð sem gleður mann eða hittó. Það að horfa á MU berjast til síðasta blóðdropa í hverjum leiknum á fætur öðrum og horfa svo á Liverpool liðið hjassast um völlinn, hver silkihúfan á fætur annari að hengslast um og verða sér til skammar, er meira en ég get afborið. Af hverju geta þessir leikmenn Liverpool ekki lagt allt á sig sem þeir eiga til? Ef það er þannig að stjórinn getur ekki fengið þá til þess þá verða annað hvort þeir að fara eða hann. Munurinn á frammistöðu leikmanna þessara liða er ógeðslegur og liggur fyrst og fremst í vinnuframlaginu.

  Það er nú þannig

  YNWA

  FSG out og það STRAX

  8
 10. Alveg er það merkilegt hve margir stuðningsmenn Liverpool Fc eru ekki að skilja það
  að leikmenn liðsins eru algjörlega búnir á líkama og sál.Leikmenn hafa síðustu árin
  lagt allt á sig til að ná í eftirsóttustu tittlana og eiga nú ekkert eftir.Leikmenn eru engar vélar,
  heldur eru þeir af holdi og blóði.Þó að það sé erfitt að skilja það, þá á það einnig við
  Herra Klopp.

  12
  • Ég nefni þetta í kommenti mínu og furða mig um leið á því af hverju þjálfarar átta sig ekki á þessu!

   6
 11. Ég ætla að taka undir skoðanir Palla og Lúðvíks. Liverpool er með mikið af heimsklassaleikmönnum, en miðjan er auðvitað of þunn. Hápressubolti Jurgen Klopp er augljóslega búinn að keyra þennan mannskap í þrot og endurtekin meiðsli. Klopp virðist líka vera búinn að keyra sjálfan sig i þrot. Það er ekki hægt að kenna FSG um allt og skauta alveg framhjá Klopp, ábyrgðin er mest hjá honum.

  4
 12. There is no way that this can happen. It’s not possible. China is a huge country and they can easily building a large city the size of Liverpool. It’s not possible.

Liverpool 2 – 5 Real

Undir ljósum Selhurst Park (Upphitun)