Gullkastið – Forsætisráðherra á lokaorðið

Katrín Jakobsdóttir tók á móti Kop.is í Stjórnarráðinu

Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar er í Madríd annað kvöld, það er loksins komið að þessu. Til að  reka endahnútinn í upphitun Kop.is fyrir þennan risaviðburð héldum við félagarnir í Stjórnarráðið á fund Forsætisráðherra sem er að sjálfsögðu stuðningsmaður Liverpool.

Stjórnandi: Einar Matthías

Viðmælendur: Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Maggi og SSteinn

MP3: Þáttur 241
 
Bónusefni – Sneak preview á Hellirinn og miðinn á leikinn í Istanbul

19 Comments

  • Vantaði ekki broskall þarna hjá þér Svavar ? Eða heldurðu að Sigursteinn hafi bara týnt miðanum sínum og photoshoppað sér nýjan ??? Það vita sirka allir á Íslandi að Sigursteinn var á þessum leik !! 🙂

   2
   • Ég var snarlega að hugsa um að setja það í sviga þarna á eftir að hann hafi verið á þessum leik 🙂 … kunni ekki við það:) .. orðin nokkur ár síðan maður fíflaðist síðast í ykkur… en þú last huga minn, klárlega..3stig 🙂

    1
 1. Fyrsta skipti í podcasti sem maður heyrir ekki í Einari opna einn ískaldan Gull lite . Þetta var nú samt staður og stund . Eða nei þetta var ekki tekið upp á K-bar ??

  3
 2. …………… og sólin kom upp. Hjúkk. Þessi dagur, þessi dagur, þessi dýrðlegi dagur. Loksins komst þú. Nú mun ég ganga með þér veginn, Ó, sól, Ó sól —–> til sigurs. YNWA. 3 – 1, það er bara þannig, nebblilega og akkúrrat.

  3
 3. 1.6.2019
  Verður vonandi upphafið af nýjum gullaldar tímum hjá Liverpool Fc.
  YNWA.

  1
 4. Kominn er dásemdar dagur,
  dregin upp fegursta mynd.
  Syngjandi geng ég um glaður (ennþá),
  að gaspra við menn, er það synd?

  3-4 í háspennuleik, en ég vona að hjartað muni slá hægar yfir leikinn.
  Koma stundir koma ráð, nú er tíminn!!!
  YNWA

  2
 5. I get pleasure from, cause I discovered just what I used to be taking a look for. You have ended my four day long hunt! God Bless you man. Have a great day. Bye

Upphitun: Liverpool vs. Tottenham í Madrid

Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar – liðið gegn Tottenham