Burnley 1 Liverpool 2

0-1 Mané 60′

1-1 Jóhann Berg 87′

1-2 Klavan 94′

Liverpool mætti á Turf Moor í dag og náði að sækja þrjú mjög dýrmæt stig á erfiðum útivelli. Jorgen Klopp gerði sjö breytingar á byrjunarliðinu frá því að liðið spilaði gegn Leicester 30.desember meðan að Burnley stillti nánast upp sama liði, eina breytingin var að Tarkowski kom inn úr leikbanni.

Leikurinn

Fyrri hálfleikur var frekar daufur, Liverpool hélt boltanum mest megnis en Burnley átti betri færi. Á 20. mínútu leit út fyrir að Jóhann Berg myndi sleppa einn í gegn en Lallana náði að renna sér í boltann á síðustu stundu. Stuttu seinna missti Can boltan á hættulegum stað og Arfield komst í ágætis skallafæri en Mignolet varði vel og leikurinn hélst markalaus í hálfleik.

Eftir klukkutíma leik vann Chamberlain boltann á miðsvæðinu og kom boltanum út á Trent sem var með mikið svæði fyrir framan sig. Hann reyndi fyrirgjöf sem hafði viðkomu í varnarmanni barst til Mané á D-boganum sem snéri í fyrstu snertingu og hamraði boltanum í netið. Loksins vaknaði Mané til lífsins en hann hafði verið frekar slakur í leiknum fram að þessu, líkt og undanfarna leiki, og ég skal vera fyrstur til að viðurkenna að ég var farinn að vona að Klopp færi að skipta honum útaf rétt áður en þetta átti sér stað.

Þegar tók að líða á leikinn opnaðist hann töluvert og var ekki að sjá að Burnley hafði spilað leik aðeins 48 tímum fyrir þennan. Þeir börðust um hvern bolta og ullu miklum urlsa. Það bar svo ávöxt á 87 mínútu þegar Sam Vokes vann skallaeinvígi við Klavan eftir fyrirgjöf og flikkaði boltanum á fjærstöngina þar sem Jóhann Berg hennti sér á boltan og skallaði honum í netið. Flott sókn en var slæmt að sjá Joe Gomez sofna á verðinum en hann elti ekki hlaup Jóhanns á fjærstöngina. Einnig er orðið dálítið þreytt hvað íslensku landsliðsmönnunum gengur vel gegn Liverpool.

Á þessum tíma var maður farinn að sætta sig við enn eitt jafnteflið en í uppbóta tíma fengu Liverpool aukaspyrnu sem Chamberlain tók fann höfuðið á Lovren sem átti frábæran skalla sem var á leiðinni í netið en Ragnar Klavan tryggði markið.

Bestu menn leiksins

Liðið vann góðan sigur og maður verður að gefa kredit fyrir mörkin. Mané skoraði flott mark en átti erfitt með að fóta sig á löngum tímum í leiknum. Klavan skoraði sigurmarkið og átti flotta björgun í leiknum. Maður leiksins að mínu mati var þó Alex Oxlade-Chamberlain sem átti stóra hluta í báðum mörkum liðsins og spilaði vel í leiknum og er að mínu mati að stimpla sig mjög vel inn í þetta lið.

Umræðan eftir leik

Liverpool er búið að ná í 2 stig að meðaltali í leik með 44 stig eftir 22 leiki og venjulega værum við í baráttu um titilinn með þessa stigasöfnun en eins og oft hefur verið nefnt er City að brjóta alla skala á þessu tímabili og við sitjum í fjórða sæti og erum aðeins í baráttu um meistaradeildarsæti. Nú ætti bara setja allt í gang ná öðru sætinu og fara að festa sig í sessi bæði sem meistaradeildarlið og sem topplið í þessari deild.

Liðið er búið að vinna fjóra og gera eitt jafntefli í síðustu fimm leikjum þrátt fyrir miklar róteringar, nú eru tveir erfiðir leikir framundan gegn Everton og Man City en menn vera að reyna að taka sjálfstrausið sem við höfum byggt í síðustu leikjum inn í þá leiki. Liðið er fært um að sigra hvaða lið sem er á góðum degi og það væri ekkert leiðinlegt að vera liðið sem stoppar City sem er vonandi pínu vængbrotið eftir jafntefli gegn Palace í síðasta leik.

Að lokum erum við nú búnir að vinna tvo erfiða karakter sigra í síðustu tveimur leikjum, leiki sem við vorum að missa í jafntefli og vonandi heldur þetta áfram!!

45 Comments

  1. Það var mjög djarft hjá Klopp að hvíla ekki sína bestu menn – Lovren og Klavan – en það var veðmál sem gekk upp!

  2. Þessi fallegi dagur….Frábær sigur komnir í 3 sætið…vonandi skorar Gylfi sigurmarkið fyrir Everton i dag…

  3. Þetta er eitt mesta rán sem hefur átt sér stað síðan Tyrkir stálu Guddu hér um árið.
    En hverjum er ekki sama.
    Gleðileg ár til ykkar.

  4. Algerlega geggjaður sigur og sá laaaangsæatasti á tímabilinu. Það er kominn karakter í þetta lið sem vísar á gott. Erum með 44 stig og aðeins einu stigi minna en eftir 22 umferðir á síðasta tímabili.

    Maður verður samt að hrósa Burnley sem var að keyra nánast á sama byrjunarliðinu og spilaði fyrir tæpum 2 sólarhringum síðan.

    Erfitt að gera upp á milli leikmanna. Þetta var baráttu- og karakter sigur. Ungu bakverðirnir stóðu fyrir sínu en samt áhyggjuefni að Gomes er að gefa annað mark á stuttum tíma (einnig á móti Arsenal). Uxinn frábær en ég verð að gefa Lovren mitt atkvæði sem maður leiksins. Hann var varnarlega mjög sterkur og átti auðvitað risa, risa þátt í sigurmarkinu. Er alls ekki viss um að Matip verði sjálfkrafa fyrsti kostur með Virgil í hafsentinum.

    Frábær byrjun á árinu. Gleðilegt nýtt ár Poolarar um allt land!

  5. #3 af hverju var þetta rán, leikurinn var í nokkru jafnvægi, eg er ekki að segja að við vorum að brillera í þessum leik en sigurinn var sangjarn, við höfum misst mun verri leiki í jafntefli þannig að það var allveg kominn timi á að hlutirnir falli með okkur,

  6. Gomes er ekki að heilla mig, en er ég einn um að sakna ekki Henderson ?

  7. Ragnar Klavan er búinn að skora fleiri mörk á árinu en Messi og Ronaldo samanlagt!

    En að öllu gramni slepptu var þetta frábær sigur með svona myndarlega róterað lið. Útileikur við erfiðar aðstæður á móti liði í efri hluta deildarinnar, sigurmark í uppbótartíma o.s.frv. Gerist ekki mikið sætara!

    Gleðilegt ár!

  8. Hver sá það fyrir, að til þess að skapa pláss fyrir VVD yrðu aðrir varnarmenn settir í sóknina?

  9. Hvað er hægt að segja um svona leik, allt í járnum. En viljinn er allt sem þarf, og hann höfðum við í þetta skiptið. Klavan af öllum að skora sigurmark, bara frábært, enda er ég að taka hann í verulega sátt. Er ekkert að gera neinar rósir, bara allt rétt og þekkir sínar takmaranir.
    Óska öllu LFC fólki Gleðilegt Nýtt Ár, með von um frábæra komandi tíma.
    YNWA

  10. Þetta var verulega sterkur sigur.
    Menn unnu eins og þeir gátu fyrir hvorn annan.
    Eini sem var ekki með hugarfarið í lagi var Mané. Bjargaði sér fyrir horn með frábæru marki.

    Lallana var virkilega góður og hélt ákveðinni dínamík uppi. Ox var kröftugur. Can var nokkuð solid, ekki áberandi þó.
    Solanke vantar aðeins uppá.
    Trent átti frekar erfitt og Gomez “röngu” megin en varnarlega voru þeir þokkalegir.

    Miðverðirnir voru samt bestir. Skyldi vera komin pressa á þá 🙂
    Þurfum Kútinn og Salah í næstu tveimur leikjum,
    Þeir verða rosalegir.
    YNWA

  11. Flottur sigur!!!
    Burnley sem er búið að vera sterkt í vetur…
    Salah og couto ekki með bobby á bekk náum samt að klára.. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst eftir komu dijk sem kemur inn í þetta fljótlega og vitandi af keita vera pakkandi í töskur
    Að Klopp og hans menn séu að búa til virkilega spennandi lið… leikur liðsins er að þroskast og það vantar svo sáralítið uppá að maður fari að trúa á að liðið sé samkeppnishæft við hvaða lið sem er.

  12. Þigg með þökkum þennan sokk sem Mané tróð í kjaftinn á mér.
    Og það að miðverðirnir okkar hafi í sameiningu lagt upp og skorað sigurmark í fyrsta leik ársins hlýtur að vita á bjarta tíma.
    Gleðilegt 2018!

  13. Sælir félagar

    Sá ekki leikinn en fylgdist annað slagið með á Fotmob. Gífurlega var ég svekktur þegar J.Berg jafnaði og ég gaf leikinn þar með en gat svo ekki stillt mig um að kíkja og sá þá að við höfðum unnið 1 – 2. Þvílík gleði og léttiir. En litla liðið í Liverpool tapaði svo 0 – 2 og átti víst ekki skot á rammann. Djö . . . hefur verið gaman hjá Rooney ræflinum eða hitt þó heldur.

    Það er nú þannig

    YNWA

  14. Frábært að vera búinn að fá Adam Lallana sprækan tilbaka.
    Hann var einn af okkar bestu leikmönum á síðustu leiktíð með því að hlaupa úr sér lungun og vera sífelt ógnandi fyrir liðið.
    Hann var að byrja sinn fyrsta leik í deildinni og átti hann mjög góðan leik og á bara eftir að verða betri með meiri leikæfingu.
    Hlutirnir eru samt fljótir að breyttast í boltanum og snýst þetta um að reyna að ná stöðuleika en eins og staðan er núna þá erum við klárlega að bæta okkur og Klopp finnst mér vera að gera frábæra hluti með þetta lið.

  15. Ég var næstum genginn af göflunum þegar Burnley jafnaði, fór í gegnum allt tilfinninga litrófiið mínúturnar á eftir eins og svo oft áður í vetur þegar Liverpool hefur misst unninn leik niður í jafntefli á síðustu stundu . Ég gafst upp á 92 mín á að horfa á leikinn og rauk allt í einu út úr herbeginu þar sem ég horfði á leikinn og skammaðist í konunni minni yfir því hvað þetta væri dæmigerður Liverpool leikur, nijunda jafnteflið staðreynd eftir að hafa leitt leikinn og misst niður í jafntefli a síðustu stundu. Ég var við það að tapa mér í geðshræringu yfir úrslitunum. Konan mín sagði róleg og yfirveguð “þetta er bara fotbolti” Já en nijunda skiptið ! Þetta getur bara ekki verið satt sagði ég ! Náði mér niður en þegar ég kom inn aftur var verið að endursýna mark Klavans. Þvílík góð tilfinning að þeir náðu að kynja fram sigur. Ekki auðvelt að halda með Liverpool en þvílíkt gaman þessa dagana . Þessir ljótu sigrar gefa mest.

  16. Fyrir mér er Klavan maður leiksins með solid performans, skorar sigurmarkið, á flotta tæklingu þegar hann potar boltanum í horn og svo þegar hann spilar þríhyrning með Firmino og vippar boltanum (Coutinho style) yfir vörn Burnley þvílíkt augnakonfekt

  17. markið hjá mane var geggjað!…lovren og klavan síðan að redda málunum á 93.min…ef þetta er það sem koma skal verðum við a.m.k. evrópumeistarar.

  18. Langar að spyrja hvað ykkur finnst um þetta nýjasta útspil Nike að auglýsa Coutinho í treyju hjá Barcelona. Annaðhvort er þetta frágengið núna í janúar, hlýtur að teljast helvíti líklegt. Eða að Liverpool fer í mál við Nike því þetta hlýtur að vera kolólöglegt fyrir utan gjörsamlega siðlaust.

    Skrítið að það hefur ekkert heyrst (eða hef ég rangt fyrir mér?) frá klúbbnum um þetta mál. Ég man ekki eftir að hafa séð svona áður. Mér finnst þetta verra heldur en að Klopp hringi í Van Dijk að útskýra hans hlutverk meðan hann er Southampton leikmaður.

    Hérna erum við að tala um opinbera hluti, opinberan sponsor sem er að brjóta allar reglur að auglýsa leikmann í öðru liði.

  19. 1. Liverpool var með sirka euro 3-400 milljónir af sóknarmönnum á bekknum eða heima en skoraði samt 2 mörk á móti liði sem hafði einungis gefið 17 mörk í 21 leik, og ekki fengið á sig mark í 10 leikjum.
    2. Liverpool spilaði gamaldags fótbolta án heavy metal aðferða og hélt boltanum um 60% af tímanum. Mörkin sem liðið skoraði voru bara dæmigerð fótboltamörk — ekkert þríhyrningaspil á ljóshraða, ekki hælspyrna, ekki Coutinho bolti sem fór fet útfyrir stöngina áður en hann snérist inn aftur.
    3. Í byrjunarliðinu voru 3 leikmenn (Gomez, Solanke, TAA) sem eru allir 20 ára eða yngri, þar af voru tveir þeirra varnarmenn, sem eru alla jafna eldri en meðalaldur liðs.

    Liverpool er núna smá óheppni frá því að vera í 2. sæti í deildinni, er komið áfram í Championship League, og er að fara bursta Everton í bikarnum. Allir helstu leikmenn liðsins eru í toppformi og meiðsli ekki meiriháttar vandamál, enda enginn að spila 270 mínútur á 7-8 dögum.

    Er séns að *sumir* hætti að tuða um hvort eigendurnir séu með’etta, hvort Klopp sé með’etta, osfrv? Liverpool er á besta róli sem liðið hefur verið á í um 10-15 ár–ó, já ég gleymdi að segja: við vorum að kaupa dýrasta varnarmann sögunnar og leikmann sem passar eins og síðasta púsluspilið í kerfi Klopp. QED.

    Gleðilegt nýtt ár.

  20. Nr.30.

    Aftur á skömmum tíma nokkuð mögnuð vinnubrögð á Mogganum. Það hefur enginn áreiðanlegur fjölmiðill komið með þessa frétt staðfesta, ekki einu sinni staðarbalaðið, Liverpool Echo.

    En Mogginn hendir í svona frétt án þess að vísa í nokkra einustu heimild eins og þetta sé bara 100% öruggt mál.

    Er ekki endilega að segja að þetta sé bull, en þetta dugar mér ekki til að treysta því.

  21. Síðan Liverpool tapaði fyrir Spurs er Salah með flestar mínútur spilaðar,Firmino í öðru og herra Klavan í þiðja yfir flestar spilaðar mínútur.

    Frábær barátta og gaman að sjá liðið berjast.

    Neverton næst….

  22. Nr.31

    Ég tékkaði nú ekkert sérstaklega að heimildum frá mbl. Ég bara vona innilega að annað hvort mike gefi út gilda útskýringu eða lfc geri mál úr þessu þessi herferð er að verða óþolandi.

    Annars google aði ég þetta en fann engann merkilegan miðil koma með þetta.

    Og ef þú ert að tala um frétt mbl varðandi goretzka fyrr í vetur þá var bild með sömu frétt nú nýlega en veit ekki hversu mikið er að marka þann miðil

  23. Lélegi brandari dagsins….

    Maðurinn fór til læknis eftir að hafa tekið Viagra.

    “læknir, mér hefur staðið í tvo daga, geturðu hjálpað mér?”

    Já ekki málið, vefðu bara Mogganum utan um vininn.

    Ha… hvernig hjálpar það?

    Nú , það stendur ekkert í Mogganum….. múhahaha.

  24. Skil ekki þá umræðu að við hefðum stolið þremur stigum. Ég sá bara hörkuleik tveggja mjög góðra liða og sigurinn gat hafnað báðum megin, nú eða með jafntefli. Trúlega hefur það eitthvað með það að gera að Íslendingur spilar með burnley. Annars ber maður virðingu fyrir svona liði, eins og Burnley, sem berst með hjartanu og er með kaldan haus.
    Þessi sigur okkar var magnaður og sýnir okkur hversu langt Klopp er kominn með hópinn okkar. Ég man ekki eftir svona mikilli og jafnri breidd frá miðju til sóknar. Auðvitað má bæta/breyta í markmannsstöðunni og í vörninni en það er allt á réttri leið. Mignolet hefur tekið stórt stökk til framfara og Karius er töffari sem ætlar sér stöðuna þegar tækifærin koma.
    Eg er spenntari að sjá Virgil spila fyrir okkur en ég var fyrir ferminguna mína!

  25. Frábær sigur!

    Loksins sáum við liðið sýna alvöru karakter.

    Maður sá vísi af þessum karakter þegar liðið kom til baka á móti Leicester og svo kom hann sterkur fram í lok þessa leiks þegar við skorum sigurmarkið. Algjörlega frábært!

  26. Ef að Coutinho verður seldur í janúar, sem mér finnst ólíklegt en ef það gerist þá verður Liverpool að ná í Riyad Mahrez. Hann má spila í meistaradeildinni sem er crucial.

  27. Ef Coutinho reynist hafa sagt ekki villja spila meira fyrir Liverpool, þá þarf að láta hann standa við það og spila ekki leik næstu fjögur árin, eypðileggja fyrir honum tvö HM, Leikmaður má einfaldlega ekki getað sett stólinn svona fyrir dyrnar og að koma þeim skilaboðum til annara leikmanna kostar 140-160 milljónir en til langs tíma verður það þess virði.

  28. Barcelona fá kannski Coutinho núna og þeir eru á góðri leið með að vinna deildina heima fyrir. En hvaða máli skiptir það?
    Þeir eru búnir að sanna að þetta er skítaklúbbur. Djöfull vona ég að Liverpool dragist gegn þeim í meistaradeildinni. United rivalry my ass, niður með Barcelona!

  29. Eins gaman og það er nú að horfa á þessar sirkus slátranir sem liðið sýnir okkur núna með reglulegu millibili, þá fannst mér persónulega meira til þessara tveggja leikja gegn Leicester og Burnley koma. Þetta er einfaldlega eitthvað sem hefur vantað soldið, að sækja 3 drulluskítug stig og drusla þeim heim. Virkilega vel gert .

    Varðandi Coutinho þá eru bara tvær útkomur mögulegar.
    1. Hann fer ekki = Win
    2. Við seljum hann fyrir ruglupphæð = Win/Loose.

    Mér finnst ólíklegt að Klopp sé með staðgengil fyrir Coutinho í Janúarglugganum, í það minnst ekkert augljóst. En mér finnst samt líklegt að einhverskonar samkomulag hafi verið gert í sumar á milli Coutinho og Klopp um að hann mætti fara á ákveðnum tímapunkti (Janúar eða sumar 2018) sem þá hefði gefið Klopp tíma til að finna staðgengil.

  30. Að Liverpool geti ekki haldið í sína bestu menn er orðið svo óþolandi. Myndu Utd selja Pogba í janúar? Myndu City selja De Bruyne í janúar? Myndu Chelsea selja Hazard í janúar? Svarið er einfald. Nei.

    Það verður rosalega erfitt að landa þessum blessaða titli ef þetta er staðan. Það verður erfitt að halda manninum þegar hann er óánægður. Þetta verður samt að gerast hratt og örugglega. Verðum að finna réttan mann STRAX Í hans stað. Nenni ekki einhverju klúðri eins og þegar Suarez fór. Erum á réttri leið og megum ekki skemma það aftur.

  31. Varðandi Coutinho þá get ég ómögulega ímyndað mér að hann fari í janúar.
    Held að öllu líklegra sé að hann verði seldur fyrir háa upphæð og fari svo í sumar, svipað og kaupin hjá Liverpool á Keita.

  32. Væri ágæt sárabót að fá Sanchez ef Coutinho fer, eins og slúður dagsins ýir að. Væri þá ekki til peningur fyrir Trapp eða Oblak + djúpan miðjumann og liðið orðið komplett?

  33. Þessi Coutinho umræða er ekki alveg svona einföld eins og margir hér vilja meina. Við skulum ekki gleyma því að klúbburinn stóð í lappirnar á síðasta tímabili. Verðum því að gæta sanngirni í garð eigenda.

    Það eru líka takmörk fyrir því hversu lengi við getum haldið óánægðum leikmanni. Er samt sammála Carragher og fleirum um að það væri ekki skynsamlegt að selja hann núna í janúar en það eru víst verulegar líkur á því að það muni koma risatilboð í hann á næstu dögum.

Liðið gegn Burnley

Sala bestu leikmanna