Hoffenheim 1 – 2 Liverpool

Mörkin:
0-1 Trent Alexander-Arnold
0-2 Nordtveit (sjálfsmark)
1-2 Uth

Bestu menn Liverpool
Trent Alexander-Arnold hlýtur að vera þar ofarlega á blaði. Þessi drengur er hlaupandi allan leikinn, og er greinilega þarna inná til að gera gagn, sem hann svo sannarlega gerir. Jú það má færa rök fyrir því að hann hefði ekki átt að kvarta yfir mögulegri rangstöðu í marki Hoffenheim, heldur hlaupa bara á eftir manninum. Gerum okkur samt grein fyrir því að þetta er 18 ára strákur sem á margt eftir ólært. Nú er hann semsagt sá sem tekur hornspyrnurnar öðru megin (á móti Moreno að því er virðist), og þetta var alveg örugglega ekki síðasta aukaspyrnan sem hann tekur. Og þvílík spyrna. Við skulum bara orða það þannig að Clyne er svo fjarri því að fara að labba eitthvað beint inn í liðið þegar hann kemur aftur til leiks.

Simon Mignolet verður að fá kredit fyrir að verja víti sem og að eiga 2-3 góðar vörslur til viðbótar. Jú vítið var lélegt, en það er auðvelt að segja það eftirá. Ef Mignolet hefði skutlað sér til hægri þá hefði líklega enginn kvartað yfir því hvernig vítið var tekið, bara dæmigert víti beint á miðju. Hann hinsvegar beið, og uppskar eftir því. Hins vegar er ennþá mikið óöryggi í varnarleik liðsins, hluti af því liggur í því hvað hann er ennþá ragur að hlaupa út í boltann. Eins mætti hann alveg vera fljótari að koma honum í leik. En í dag stóð hann sig vel.

Aðrir leikmenn sem nefna mætti eru Mané sem átti góða spretti, Can sem var sami trukkurinn og oftast, og Matip sem er líklega besti varnarmaður liðsins.

Hvað varamennina varðar, þá kom Milner inná og stóð sig vel, átti vissulega sendinguna sem gaf seinna markið. Solanke virkaði ferskur í þessar mínútur sem hann fékk, og ég væri alveg til í að fá að sjá meira af honum. Grujic átti fína innkomu, þar á meðal fína blokkeringu í uppbótartíma.

Hvað hefði mátt betur fara
Það voru of margir leikmenn sem voru ekki nægilega sýnilegir. Firmino sást lítið, en hann átti vissulega sendinguna á Milner sem gaf seinna markið, og þó hann hafi e.t.v. ekki sést mikið þá sá maður ekki heldur mikið af mistökum hjá honum. Ég ætla því ekki að kvarta yfir honum. Salah var hins vegar mistækur, átti nokkur færi sem hann hefði örugglega getað afgreitt betur. Miðjan virkaði ekki nógu vel á mig í þessum leik, það er eins og það vanti einhvern neista í Henderson og Winjaldum. Þá var Lovren mistækur fyrri hlutann, fékk jú á sig þetta víti, en átti svo tvo góða skalla úr hornspyrnum sem hefðu með smá heppni getað gefið mörk. Moreno var svo bara Moreno, hættulegur fram á við en óöruggur í varnarvinnunni.

Umræðan eftir leik
Það er auðvitað gríðarlega sterkt að hafa unnið á þessum heimavelli Hoffenheim, en þetta var fyrsti tapleikur Hoffenheim á heimavelli síðan í maí 2016. Tvö útivallamörk gætu vel skipt máli þegar upp er staðið, þó það borgi sig alls ekki að stóla á það. Ég er nokkuð viss um að við hlökkum öll til seinni leiksins, en spennustigið verður sjálfsagt nálægt því að vera óbærilegt.

Í millitíðinni fáum við svo Crystal Palace í heimsókn kl. 14 næsta laugardag. Þá fáum við að sjá nýja grasið á Anfield. Munum við fá að sjá einhverja nýja leikmenn? Ég stórefast um það, en það væri gaman að fá að sjá litla galdramanninn okkar.

66 Comments

  1. Sælir félagar

    Leikurinn fór eins og ég spáði – bara með öfugum formerkjum TA-Arnold skioraði frábært aukaspyrnumark sem hann gaf svo til baka. Þá gjöf má skrifa á reynsluleysi hans því í stað þess að verjast fór hann að dæma leikinn og því fór sem fór. Það hefði verið frábært að geta skipt Clyne inná í stöðunni 0 – 2 því hann er ágætis varnarmaður og það þurfti helst að verja þessa tveggja marka forustu.

    Þetta Hoffenheim lið er skemmtilegt og sókndjarft og menn verða að vera á tánum á Anfield ef þeir ætla að halda þessu. Mér fannst liðið okkar spila mjög vela lungann úr leiknum en besti maðurinn fannst mér Firmino – hreint út sagt ótrúleg vinnsla og sóknarhugur í drengnum og þáttur hans í seinna marki okkar manna enn ein stoðsending frá honum. Markið hjá Milner flott þó hann hafi fengið smá aðstoð frá andstæðingunum við það.

    Niðurstaða þessa leiks ekkert nema dásamleg og töluvert betri en ég þorði að vona. Eins og venjulega fóru menn dálítið illa með nokkur færi og Minjo varði tvisvar eða þrisvar frábærlega. Miðverðirnir dálítið skjálfandi á köflum en það bjargaðist allt svona nokkurn veginn nema í þessu eina marki. Sem sagt sáttur og sæll.

    Það er nú þannig

    YNWA

  2. Frábær sigur. Ekkert hægt að kvarta yfir því EN og þarna kemur það….. þessi leikur sýndi það nkl eins og Watford leikurinn að okkur vantar varnarmenn og mann á miðjuna. Vörnin er vægast sagt sheikí og miðjan er ekki að gera sig. Við erum með sama lið núna 2 leiki í röð og álagið á eftir að aukast og aukast. Vonandi koma einhver kaup fljótlega.

    2-3 góð kaup, sigur gegn Palace og klárum svo Hoffenheim. Þá má veturinn koma. Við verðum að styrkja liðið í þeim tilgangi að ætla að berjast um alla titla í boði. Ekki bara sætta okkur við meðalmennsku.

  3. Gríðarlega sterk úrslit í útileik sem var langt frá því að vera fullkominn hjá Liverpool. Mjög margt sem má bæta og og ég hlakka til heimaleiksins þar sem ég ætla að vera á staðnum og horfa á okkar menn sigla þessu heim.

  4. Góð úrslit og vel spilaður leikur en Lovren verður að fara hann er ekki nóu góður fyrir liverpool ef hann fer þá náum við að berjast um titla en ef hann verður áfram þá vinnum við ekki neit

  5. Lovren spilar Hoffarann réttstæðan í markinu þeirra… Línan flott þess utan…

  6. Góð úrslit og vel spilaður leikur en Lovren verður að fara hann er ekki nóu góður fyrir liverpool ef hann fer þá náum við að berjast um titla en ef hann verður áfram þá vinnum við ekki neit hann á þetta mark og svo er hann alltaf mjög órugur í sínum leik

  7. Númer 1,2 og 3 frábær úrslit gegn liði sem hefur ekki tapað leik á heimavelli í 15 mánuði og voru mjög sterkir í föstum leikatriðum en það hefur verið veikleiki liðsins.

    Mignolet 8 – besti maður liðsins í kvöld. Varði víti og átti svo 2-3 góðar vörslur. Ætlar ekkert að gefa þessa stöðu eftir.
    Moreno 5 – sókndjarfur en missti menn stundum of auðveldlega framhjá sér og var heppinn að það kostaði okkur ekki mark þegar hann gleymdi sér í síðari.
    Lovren 5- var nálagt því að skora og bjargaði tvisvar vel en þarf að vera traustari.
    Matip 6 – seldi sig tvisvar mjög illa en heilt yfir ágætur leikur en þarf að stjórna vörninni betur.
    Trent 7 – stórkostlegt mark , mjög sókndjarfur og lítur vel út en gerði slæm misstök þegar hann fór að bíða eftir flauti en hann hefði þá átt góðan möguleika að koma í veg fyrir markið.
    Henderson 5 – átti ekki góðan leika
    Winjaldum 6 – mikil vinsla en skilaði ekki miklu.
    Can 5 – átti ekki góðan leik.
    Salha 7 – mjög ógnandi allan leikinn
    Mane 7 – mjög ógnandi allan leikinn.
    Firminho 5 – náð sér alls ekki á strik.

    Millner 7 – miðjan virkaði sterkari eftir að hann kom inná og hann átti auðvita hlaupið og fyrirgjöfina sem endaði í markinu(eftir smá viðkomu).
    aðrir spiluðu of lítið.

  8. Fór ekki Klopp beint og gaf markmannsþjálfaranum fimmu eftir vítið? Eg er ekki viss um að það sé tilviljun að Migno hafi staðið i staðinn fyrir að velja horn, grunar að þar hafi góð heimavinna skilað sér

    Annars Hoffenheim þrælflott lið en virkuðu sprungnir síðustu 20

  9. Frábær leikur hjá okkar mönnum á móti mjög svo flottu liði Hoffenheim. Held þetta sé komið hjá okkur og það þarf strókostleg mistök í seinni leiknum til að klúðra þessu.

    Jákvætt í flesta staði, TAA stóð sig vel þótt hann hafi gert mistök í marki Hoffenheim.

    Verum jákvæðir, hefðum getað tapað þessum leik í dag, en vorum góðir og 5 mörk í tveim leikjum er ekkert til að kvarta yfir ; )

  10. Ég sé að í leikþræðinum er verið að kalla eftir því að ég sjái bara um leikþræðina fyrst þetta gekk svona vel í fyrstu tilraun, og ég skal glaður taka það að mér ef það er það sem þarf!

    Annars var eitt sem ég gleymdi að minnast á í leikskýrslunni, og það var að okkar menn voru óvenju lítið með boltann, ég sá tölurnar 60-40 seint í leiknum, veit ekki hvort það eru endanlegar tölur. Þetta var líklega það sem var lagt upp með, enda verið að mæta liði sem er í líkamlega góðu formi á þeirra eigin heimavelli, og því hefði það sjálfsagt tekið of mikla orku að pressa jafn mikið og venjan hefur verið.

    Þetta gæti vel snúist við í næsta leik, þ.e. að þá muni Hoffenheim liggja meira til baka. Hins vegar er jú leikur í deildinni næsta laugardag, og líklegt að Klopp spili á sama liði eins og í dag, tæpast fleiri en 1-2 breytingar. Það þarf því að passa að keyra menn ekki gjörsamlega út á fyrstu vikunum.

  11. það var bara svo ógeðslega fallegt að heyra þetta stef og liverpool liðið að fara spila! vá hvað maður hefur saknað þess og mikið djöfull verður það flott stund þegar það verður spilað á Anfield þegar liðið ætlar sér að tryggja sæti sitt í riðlakeppnina…

    það er ekkert annað en gleði í dag og aðrar spugleringar settar á hilluna í bili!

    1-2 úti sigur er ekki sjálfsagður hlutur og liðið kann að skora mörk og því ber að fagna.

  12. Ég sagði það fyrir, að ég hefði tilfynningu fyrir þvi, að þetta væri besti drátturinn fyrir LFC. Sérstaklega í ljósi þess, að Klopp og félagar þekkja þessi þýsku lið út óg inn. Heilt yfir stóðst LFC prófið, þó að setja megji formerki á leikinn. En, 1-2 á útivelli er bara vel gert, sem þíðir að Hoffenheim þarf að vinna 0-2, no way hosey. Eða amk 2-3, ekki að gerast. Að endingu, aukaspyrna Trents var mögnuð.

  13. Sælir félagar

    Mér finnst hlutur Firmino gleymast dálítið þegar menn tala um frammistöðu einstakra leikmanna. Ég nenni ekki að höggva í sama knérörið með vörn og miðju. Ég er einfaldlega sammála því sem komið hefir fram. Hinsvegar virðist mér að þeir sem finnst Firmino hafa staðið sig laklega átti sig ekki á skítavinnunni sem hann er að vinna frammi í vörn andstæðinganna.

    Stöðug og uppihaldslaus hlaup hans er sífelld ógnun og truflun fyrir varnarmenn andstæðinganna og truflar þá verulega í þeirra vinnu. Um leið losnar um menn eins og Mané og Salha og skapar þeim færi í löngum bunum. Fyrir svo utan stoðsendingarnar sem nálgast að vera ein í hverjum einasta leik, að minnsta kosti.

    Það er nákvæmlega svona maður – bara með öfugum formerkjum – sem okkur vantar fyrir framan vörnina okkar. Maður sem les leikinn og er þindarlaus og brýtur niður sóknir andstæðinganna. Klopp sá þetta allt og skipti enda Firmino útaf enda var hann búinn að hlaupa úr sér lungun og þindina. Þetta er auðvitað bara mín skoðun en samt . . .

    Það er nú þannig

    YNWA

  14. Mér fannst þetta líta sannfærandi út. Klopp greinilega að spila þetta taktíst, það gekk í dag. Við verðum samt að fara að spila betur og margir leikmenn virðast slappir og eiga mikið inni. Það er ekkert gefins í þessum heimi og við verðum að klára þetta á Anfield. Held að það henti okkur ágætlega að vera varkárir fyrir næsta leik. Þolinmæðin og reynslan umfram Hoffenheim mun skila okkur áfram. Ég spái því að það séu margir skemmtilegir hlutir framundan hjá Liverpool, það er eitthvað að fara að gerast í leikmannamálum og vonandi verða miðvikudagarnir veislan í vetur.

    Já ég er bjartsýnn, það má líka.

  15. Sterkur sigur á erfiðum útivelli.

    Mané og Mignolet voru frábærir og sömuleiðis geggjuð spyrna hjá TAA. Moreno komst þokkalega frá sínu, einkum í síðari hálfleik. Hann þurfti a.m.k. 3-4x að díla við 2 á 1 eftir langar skásendingar sem voru klárlega teiknaðar upp til að targetta hann. Miðjan (Hendo og Wijnaldum) voru ekki að hjálpa nóg við að verja þau svæði og Klopp treysti Moreno bara fyrir þessu (virtist a.m.k. ekki breyta neinum áherslum til að veita honum aðstoð). Lovren og Wijnaldum áttu ákaflega erfitt kvöld.

    Salah var hrikalega óheppinn með fyrstu snertinguna þegar hann komst einn í gegn, boltinn fór allt of langt til hægri (á veikari fótinn í ofanálag) sem gerði honum ókleift að stinga af og þurfti því að taka erfitt hægri fótar skot undir pressu.

    En já, sigur og tvö mörk á útivelli – þigg það!

  16. Sá ekki leikinn en hjó eftir því í samantektinni að Salah klikkaði á 3 færum þar sem hann neyðist í skot með hægri fæti og Mané sömuleiðis einu. Ég held að það kæmi ekkert minna út úr þeim og að þeir væru jafnvel meiri ógn á “réttum” vængjum.

    Annars var magnað að horfa á samantektina. Hjó eftir því í síðasta leik að TAA tók hornspyrnurnar frá vinstri og hafði gaman að en datt ekki í hug að hann fengi strax að taka aukaspyrnur. Hann er að stimpla sig rækilega inn eins og Daníel nefnir og ef hann hleður hratt í reynslubankann og sleppir mistökum eins og í marki Hoffenheim þá á hann eftir að eigna sér bakvarðarstöðuna og sjá til þess að Clyne fái setsár á rasskinnarnar.

    Get ekki beðið eftir seinni leiknum!

  17. Já þetta fór mun betur en maður óttaðist fyrir leik. Ég var svona aðalega að vona að við gætum farið í heimaleikinn á jafntefli en sigur er það og það er vel.

  18. Frábær úrslit en guð minn góður hvað miðjan er slök og þá sérstaklega fyrirliðinn okkar.

  19. Flott skýrsla, Daníel, og gaman að fá link á mörkin og vítið á þennan hátt svona fyrir okkur sem ekki náðum að sjá leikinn.
    Er planið að þetta verði svona í vetur?

  20. Ég veit ekki með hina skýrsluhöfundana, en ég ætla a.m.k. að setja inn linka á mörk og helstu atburði eins og ég get. Þess ber þó að geta að svona klippur eru ekki endilega löglegar, og gætu verið teknar niður fyrirvaralaust.

  21. Okkar menn voru ekki uppá sitt besta í kvöld og náðu sjaldan að spila sinn bolta en unnu samt og því ber að fagna, þetta þýska lið er að spila fanta flotann fótbolta og hefur ekki tapað á heimavelli síðan elstu menn muna.
    Er ekki frá því að Kúta málið sé að hafa áhrif á liðið okkar til hins verra og því fyrr sem það fæst botn í það því betra.

  22. Be happy…unnum lið sem hefur ekki tapað einum einasta leik í 16 mánuði á heimavelli…ekki fyrir Bayern, ekki fyrir Dortmund, ekki fyrir Leipzig, ekki fyrir neinum….bara meiriháttar sigur og mikið djöf.. er mikið af fýlupúkum hér inni….

  23. Ég vil taka undir með Sigkarli að Bobby standi sig vel nánast alltaf,alger klassi og ef maður tekur með í reikninginn að hann er góður vinur Choutinio þá virðist sem hann hlaupi bara meira í vandræðum sem eru í kringum hann , 100% fagmaður .
    Mér finns svolítið skrítið með Lovren sem er mjög hættulegur og agressivur í hornspyrnum sem okkar menn fá og var tvisvar sinnum nálagt því að skora í gærkvöldi með skalla.
    En svo er eins og hann þori ekki í boltann þegar hann er að verjast,maður trúir því að hann geti varist betur en hann gerir en hann virðist ekki þola pressuna og gerir nánast mistök sem kosta mörk í hverjum einasta leik. Vonandi verður Van Dijk kominn í seinni leikinn, þá held ég að þetta sé komið.

  24. Flottur sigur.
    Fullt af fínu stuffi en fullt af slöppu líka.
    Teppið er götótt.
    Ræsið faxtækið eins og skot og gangið í málin.
    Vil fá læknisskoðun fyrir helgi.
    YNWA

  25. #14 Það er knérunn í þolfalli.

    Mér fannst Mane og Salah standa sig vel. Þeir ná oft til boltans þó að sendingarnar séu lélegar og tekst gjarnan að skapa eitthvað. En oft léttu þeir bara pressunni með því að halda boltinum hinu megin á vellinum. Ég tel allar líkur á að það komi meira út úr Salah þegar hann er farinn að þekkja liðsfélagana betur. Það er stórhættulegt fyrir okkar andstæðinga að sækja á mörgum mönnum þegar við höfum svona snögga sóknarlínu.

  26. Athyglisvert, þegar Klopp var spurður eftir leikinn hvernig TAA hafi litist á að taka aukaspyrnuna þá sagði þann að TAA hafi ekki ráðið því, Klopp sjálfur ákvað það, síðan þegar Winjaldum var spurður um það sama sagði hann að það hefði þurft að sækja hann. Mikið traust lagt á ungar herðar.

  27. Flottur leikur, gott upplegg og góð úrslit, með smá heppni hefðum við getað skorað meira. TAA algjör snilld, hlýtur að eigna sér þessa stöðu. Hoffenheim virkar bara flott lið og Baumann mjög flottur markinu hjá þeim, mjög snöggur út og óhræddur. Verður varla sakaður um mörkin sem þeir fengu á sig. Því miður þá er okkar markmaður ekki svona öruggur í úthlaupum sem smitar gríðarlega út í vörnina og gerir alla hálf taugaveiklaða í föstum leikatriðum. Maður var að vona eftir flotta leiki síðasta vor þá væri hann loksins kominn yfir þetta en nú virðist sem sama gamla línan sé föst undir skónum hans. Gerði samt vel í gær. Lovren er svo sér kapítuli út af fyrir sig. Henderson, Henderson, Henderson er bara ekki nógu góður og alls ekki þessi fyriliði sem við þurfum, einhverra hluta vegna hefur hann aldrei heillað mig þó hann hafi átt góða spretti á milli. Vonandi slípast þetta samt allt betur saman í næstu leikjum. En þetta var heilt yfir góður leikur hjá okkar mönnum.

  28. opp topic. Gylfi er að koma til Liverpool…. til að spila með Everton !!?!!

  29. Sælir félagar

    Ég gleymdi í öllum æsingnum og ánægjunni vegna leiksins í gær að þakka Daníel fyrir flotta skýrslu og það er ánægjulegt hvað nýir pennar koma sterkir inn í kop.is

    Hvað athugasemd Snorra varðar þá á hún rétt á sér því ég hefði átt að setja “gæsafætur” utan um “knérörið”. Þetta átti að vera fyndið hjá mér en hefir líklega “farið fyrir ofan garð og neðan”. En honum til upplýsingar þá ræð ég alveg við að fallbeygja nafnorðið runni en það er þessu algerlega óviðkomandi.

    Þessi framsetning á orðtakinu “að höggva í sama knérunn” er höfð eftir manni sem ég vil ekki nefna því ég er ekki 100% viss um nafn hans. En hann hafði orðtakið á sinn hátt “að höggva í sama knérörið” af því hann skildi ekki orðið knérunn. Að höggva í sama knérunn merkir að gera aftur eða endurtekinn miska á einhverjum eða gera það sama aftur. Knérunnur merkir í orðtakinum “ættarlína” eða ætt mann fram af manni.

    Það er nú þannig

    YNWA

  30. Vel gert Daníel, frábær úrslit. Þú mátt endilega skrifa Liverpool alla leið í úrslitaleikinn….

  31. Frábær úrslit sem maður hefði allan daginn þegið fyrirfram, pínu skuggi vegna marksins sem Hoffenheim skoraði en klárlega hægt að draga lærdóm af því. Einnig var það alltaf ljóst að klúbburinn þyrfti að eiga tvo flotta leiki til að fara í gegnum þetta einvígi og einungis hálfleikur núna.

    Firmino var mjög góður fannst mér, hann skapar svo mikið þessi drengur og skilar rosalegu vinnuframlagi. Hann mun alltaf fá á sig gagnrýni þar sem hann mun vera í erfiðleikum með að verða 20 marka maður og það verður bara tíminn að leiða í ljós hvort það skipti öllu máli.

    Mané og Salah eru síðan svo rosalega góðir að koma sér í færi að það er unun að horfa á, Salah fær held ég miklu fleirri færi heldur en hefðbundin striker og er í raun nokkurskonar svindl kantari þar sem mér finnst hann ekki síður spila sem framherji. Það voru nokkur færi sem hefði mátt nýta betur en þannig er það alltaf.

    Ég tek undir það sem hefur verið nefnt að ofan að það er eins og vanti einhvern neista á miðjuna, mér finnst hendo, can og Gini ekki alveg tilbúnir í þetta. Í þessum fyrstu tveimur leikjum hefur mér þótt Gini einfaldlega ekki alveg í formi….í raun mjög ólíkur sjálfum sér. Það mun rosalega mikið hvíla á þessum þremur í vetur, ég á bágt með að trúa því að klúbburinn ætli sér ekki að bæta einum miðjumanni við (hvort sem að Coutinho fer). Taktur liðsins verður svolítið skrítinn þegar Lallana vantar og munar um minna.

    En þessi staða í hálfleik er frábær og gott veganesti fyrir Klopp og hans menn inn í rosalega erfiðan og mikilvægan leik á laugardag. Það verður áhugavert að sjá liðið þá. Svaka álag á menn í upphafi leiktíðar, leikurinn í gær var á mjög hröðu tempói þótti mér.

  32. Og vitandi hvað Kopp gerði Sako þá kæmi það mér ekki svo á óvrt að hann myndi vera frystur.

  33. Ég náði ekki að horfa á leikinn en var að horfa á upprifjun á YouTube og hér eru nokkrir punktar:

    – Mignolet virðist hafa átt glimrandi leik … eru menn að kredita hann nægilega? 😉 (sérstaklega þeir sem hafa oft horn í síðu hans)
    – Mané og Salah eru eitruð blanda en hefðu þó getað nýtt færi og hálffæri betur
    – Lovren og þetta fjandans víti … hvað var hann eiginlega að gera???
    – þessi aukaspyrna frá Alexander-Arnold fer í sögubækurnar, mögnuð sveigja og flug á boltanum
    – rugl að fá á sig þetta mark svona seint … og í raun heppni að síðasta færið hjá Hoffenheim (skallinn) fór ekki í netið

    Heilt yfir er ég spenntur fyrir vetrinum en það vantar þéttari vörn og meiri grimmd í lok leikja, sbr. Watford-klúðrið.

  34. Ekki trúa öllu sem þú lest Jói, síður eins og Teamtalk sem ég hélt að væru ok, eru að vísa beint í miðla sem eru í eigu Barcelona. Þeir eru að búa til fake news.

  35. Sælir félagar

    Mikið rosalega finnst mér Emre Can fá að sleppa við gagnrýni m.v Gini og Henderson, Emre Can er sennilega með langmestu hæfileikana af þeim þremur en gerir minnst með þá og var gagnslaus annan leikinn í röð og virðist hreinlega ekki með hausinn á réttum stað.

    Því miður er enginn leikmaður leikfær sem getur komið í hans stað en vonandi fer hann að skrúfa á sig hausinn og fara að geta eitthvað einsog kannski hinir tveir félagar hans á miðjunni.

  36. Afhverju getur ekki verið 1.sept í dag. Er farinn að opna fréttaveiturnar með sama hnútinn í maganum sem maður náði í síðasta janúar djöfull er þetta vont.

  37. Barcelona að klófesta Ousmane Dembele á 90 milljónir punda plús 30m í bónusgreiðslur. Þannig að nú fara Dortmund á fullt í leit að eftirmanni sem fækkar skotmörkum fyrir okkur eftir söluna á Coutinho.
    Fari svo að LFC selji hann á minni pening en Dembele. Þá geta FSG einfaldlega pakkað saman.

  38. Sæl og blessuð.

    Er mjög ánægður með þessar lyktir. Veikleikar liðsins í gær eru svo augljósir að þá hlýtur að mega bæta. Það að Salah nýti ekki færin er í sjálfu sér ekki svo alvarlegt. Hann heldur bara áfram að lesa, hlaupa, taka á móti og skjóta. Svo smám saman finnur hann rétta taktinn. En maður spyr sig … hvar er njósnarafélagið hjá okkar mönnum???

    Ég get nú ekki sagt að þessir kandídatar sem allt hefur snúist um, hafi legið undir steini. Það er öðru nær. Af hverju finnum við ekki týpu sem er eins og þessir ofprísuðu leikmenn voru hér fyrir fáeinum misserum?

    Hvers vegna finnur South’ton leikmenn á færibandi sem þeir selja á tugföldum prísum ári síðar en við erum alltaf að eltast við þá sem þegar eru orðnir ómetanlegir? Þar að auki mega þeir ekki vera orðnir miklu eldri en tvítugir svo úrvalið er nú ekki beysið.

    Hvernig væri nú að fara í skreppitúr til Ítalíu að leita að efnispiltum í vörnini, Afríku sunnan Sahara fyrir DM osfrv. ?

    Annars bara góður.

  39. Hvenær er mark sjálfsmark? Mér finnst ég hafa séð leikmenn skjóta í mark með smá viðkomu í varnarmanni og fá samt markið skráð á sig… af hverju fær Milner ekki markið skráð á sig?

  40. boltin verður að vera á leið á markið ef við tölum um þetta dæmi með milner í þessu tilfelli mátu menn það svo að viðkoman í varnarmannin hafi áhrif á það.

  41. Ef Barcelona kaupir Ousmane Dembele þá hætta þeir væntanlega að eltast við Coutinho, a.m.k. í bili. Dembele myndi spila stöðu Neymars í 433 og aðrar stöður hjá þeim væru þá dekkaðar, þannig lagað. Þetta Barcelona lið hefur reyndar enga dýpt þannig að þeir mega ekki við miklu ef illa á að fara.

  42. #46, ég held að áhugi Barca á Kútnum sé ekki bundinn við brotthvarf Neymar, ég held þeir sjái hann sem arftaka Iniesta.

  43. #46 Það væri alveg vit í því en þá eru þeir augljóslega að ljúga að Coutinho þegar þeir segja að það sé núna eða aldrei þar sem Iniesta á nú sennilega a.m.k. eitt gott tímabil eftir. Mér finnst áhuginn hafa aukist eftir að Neymar fór. A.m.k. kom ekki tilboð fyrr en eftir að hann fór.

  44. Hann tæki þá stöðuna hans Rakitic sem kæmi trúlegast til Liverpool í staðinn.

  45. Sem aðdáandi annars toppliðs en Liverpool myndi ég óttast að sjá Liverpool fá 120m fyrir Coutinho og ná í staðinn að kaupa topp CD (t.d. VVD f. 70m), alvöru CDM og jafnvel líka nýjan bakvörð í staðinn. Liðið yrði miklu balanseraðra.
    En auðvitað er Coutinho frábær leikmaður sem getur galdrað fram hluti sem fáir geta. Slíkt er gríðarlega verðmætt hjá stórum liðum.
    Mitt persónulega mat er þó að Mane haldi áfram að vaxa og taki yfir þetta lykilhlutverk í sóknarleiknum (ásamt Firmino).

  46. FSG gaf út fréttatilkynningu að Coutinho yrði ekki seldur, og ef þeir gera það svo þá er allur trúverðuleiki farinn hjá þeim.

    Svo var Southampton chairman Ralph Krueger að gefa það út að Virgil van Dijk yrði ekki seldur í þessum glugga.
    Þetta skrifaði James Pearce sem skrifar fyrir Liverpool ECHO.

    http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/transfer-news/liverpool-transfer-news-coutinho-barcelona-13480086

    Það verður áhugavert að sjá hvort FSG standi við þessa yfirlýsingu sem kom um daginn.

    http://www.liverpoolfc.com/news/first-team/271620-fsg-statement-on-philippe-coutinho

    The club’s definitive stance is that no offers for Philippe will be considered and he will remain a member of Liverpool Football Club when the summer window closes.

  47. #45 .. frábær grein. Eiginlega snilldargrein! No way in hell Coutinho is leaving! Núna er tíminn til að standa í lappirnar. Draga línuna í sandinn. Ef Liverpool vill láta taka sig alvarlega þá er þetta tækifærið. Mikið vona ég innilega að Coutinho verði “Kloppaður” í tætlur næstu vikur og mánuði ef hann ætlar sér ekki að standa við gerða samninga. Annars held ég það komi ekki til þess. Um leið og það er búið að loka sumarglugganum þá birtist Coutinho grátklökkur á blaðamannafundi og biðst velvirðingar á afleitri hegðun sinni! Liverpool áhangendur verða fljótir að gleyma .. svo lengi sem hann skilur allt eftir sem hann í inni í knattspyrnugæðum eftir á vellinum í hvert skipti sem hann klæðist Liverpool treyjunni.

    YNWA

  48. Fá Alexis yfir og bjóða honum laun sem hann getur ekki neitað !!
    hann er frír ef eitthvað er að marka fréttir.

  49. Svo að ég nái þessu rétt.

    Coutinho skrifar undir 5 ára samning. Segjist vera mjög ánægður og ætlar að vinna bikara með liðinu.
    Coutinho fær góða launahækkun í þessum samning en hann fær rétt rúmar 8m punda á ári.
    Liverpool á mjög solid tímabil og nær 4.sætinu og meistaradeildarsæti.
    Coutinho enþá mjög ánægður og liðið greinilega á uppleið.
    Neymar er seldur frá Barca.
    Barca vill fá Coutinho – skiljanlega enda góður leikmaður
    Coutinho fer í fílu að Liverpool vill ekki selja hann og fer fram á sölu.
    Liverpool segjir Neibb þú varst að skrifa undir samning og það ber að virða
    Coutinho sem fær margar milljónir á viku fyrir að sparka í bolta hótar að fara í verkfall og er sagður ekki vilja spila aftur fyrir liverpool.

    = Ég veit að þetta er ekkert nýtt í nútímaknattspyrnu en þetta er auðvita fáranlegt ef maður pælir aðeins í þessu. samningsbundinn leikmaður sem fær margar milljónir á viku fyrir að sparka bolta fyrir stórlið eins og Liverpool getur hagað sér eins og ofdekrað barn af því að hann fær ekki það sem hann vill(svona eins og grenjandi barn sem fær ekki ís í búðarferð).

    Liverpool þarf einfaldlega að standa mjög fast á sínu og ég vona líka að Leipzig og Southampton gera það líka með sínar stjörnur.
    Þegar samningar eru skrifaðir þá eiga þeir að virka í báðar áttir en ekki bara fyrir leikmanninn.
    Ef hann ætlar að fara í verkfall þá er það brot á samning og ætti hann að vera launalaus á meðan og ef hann vill æfa þá getur hann verið með Sakho sem er ekki í náðinni hjá Klopp þangað til að hann fer að haga sér eins og karlmaður og spilar fótbolta en fyrir það fær hann borgað þennan penning.
    Jája einhverjum finnst þetta kannski hart og að svona er þetta bara í nútímafótbolta en það þarf ekki að vera svona ef liðinn fara aðeins að bera virðingu fyrir sjálfum sér og standa bara á sínu og fá valdið til sín. Það sem leikmenn geta gert er að hugsa sig tvisvar um áður en þeir skrifa undir samning og ef þeir líta á þetta sem stökkpall þá þurfa þeir að fá klásúlu sem liðið er sátt við og einfaldlega spila það vel að eitthvað lið er tilbúinn að borga þá upphæð.

  50. Mér sýnist þetta lið okkar ætlar að vera í meðalmennsku enn eitt árið. Engu fjármagni eitt í alvöru leikmenn. Nú verð ég að viðurkenna að þessum klúbbi verður ekki bjargað fyrr en við fáum eigendur með alvöru fjármagn sem eru tilbúnir að kaupa alvöru leikmenn. Því miður er ég kominn á þessa skoðun.

  51. Bæði Insigne hjá Napoli og Seri hjá Nice sem hafa verið orðaðir við félagið undanfarið eru í byrjunarliðinum í kvöld í Cl og því ættu þeir hvorugir að vera líklegir til að koma.

  52. #59 lið fá að skila inn nýjum leikmannalistum til uefa eftir undankeppnina þannig að leikmenn sem spila í undankeppnini verða ekki cup tied 🙂 …coutinho fengi ss að spila í meistaradeildini með barca þótt hann myndi spila með liverpool í seinni leiknum við hoffenheim

  53. Lucas er nú þegar búinn að vinna jafnmarga titla (1) með Lazio og hann gerði á 10 árum með Liverpool og ítalska deildin er ekki einu sinni byrjuð.
    Skrítin staðreynd

  54. Og hvernig er með sölur á Markovic og Sakho? Er allt stopp allstaðar orðið?
    Hélt þetta yrði gluggi áratugarins..

  55. Verið að tala um Seri frá Nice sem replacement í í í staðinn fyrir Keita og Nice séu jákvæðir að selja fyrir mun minna verð að viðurkenna veit lítið sem ekkert um hann.

  56. Sæl öll.

    Það er auðvitað löngu orðið tímabært að leikmenn virði samninga. Reyndar minnir mig að hann John W. Henry hafi rétt eftir kaupin á Liverpool talað um að hann skildi ekki þessa leikmannasamninga, leikmenn þyrftu ekkert að uppfylla þá. Nú er lag!

    En hvar á að draga línuna. Eiga neðrideildarfélög að standa í vegi fyrir því að leikmaður komist í lið í efstu deild? Lið í neðrihluta efstudeildar að koma í veg fyrir að leikmaður komist í lið sem er stöðugt í Evrópukeppni? Eða á lið eins og mitt ástkæra lið til áratuga (Liverpool, svo það misskiljist ekki) að koma í veg fyrir að leikmaður þess komist til eins sigursælasta og besta liðs í heimi? Hjartað mitt segjir “Já, auðvitað” en hugur minn segjir annað.

    Þó svo að Liverpool hafi gert Coutinho að því sem hann er í dag með miklum spilatíma, er það í raun ekkert merkilegra og annað né meira heldur en um allra aðra leikmenn sem fara á milli liða. Ofan á allt er minn elskaði klúbbur mjög óstöðugur hvað CL varðar og þar vilja allir bestu leikmenn vera alltaf, stõðugt. Coutinho er í augnablikinu okkar skærasta stjarna og skv. fréttafluttningi vill komast til liðs sem held mér sé óhætt að fullyrða að flestir fótboltaunnendur telja sterkara og betra lið en Liverpool.

    Hvað er það sem gæti haldið hausnum á dtengnum í Liverpool? Það hafa verið þrjú lið, hingað til að staðaldri síðustu árin í ensku úrvalsdeildinni, sem sýnt hafa þann metnað í leikmannakaupum sem stuðningsmenn annara liða öfunda þau af. Liverpool er ekki eitt af þeim og þarf að vera “klókara” heldur en þau og liðið í raun alltaf í uppbyggingaferli. Ætli Coutinho geri sér grein fyrir að Barca er á barmi bullandi endurnýjunar. Næsta tímabil á Spáni er það fyrsta þar sem sjónvarpstekjum verður skipt jafnar á milli allra liða. Það er búið að kippa einokun RM og Barca á sjónvarpstekjum undan þeim og önnur lið farin að frá stærri hluta af þeirri köku. Ég er bara alls ekkert viss um að Barca verði þetta sama veldi eftir fimm ár, annað en maður hugsaði fyrir fimm árum. Sú uppbygging sem þegar hefur átt sér stað hjá Barca hefur að mínu mati mistekist.

    Mér finnst Liverpool vera á uppleið og tel það vera mistök hjá drengnum að fara (nú er hjartað mitt búið snúa hug mínum með nokkrum ómerkilegum línum). Við erum með þjálfara og sömu aðstoðarmenn sem hafa sýnt það ekki einu sinni heldur tvisvar í einni bestu deild í Evrópu ef ekki heiminum að hann getur búið til mjög svo samkeppnishæft lið úr “no names”.

    Þetta er hvað….. sjötta heila tímabil hjá FSG og annað heila (vonandi, það er alveg ótrúlegt að lesa sumar athugasemdir hér inni stundum) tímabil með Klopp. Fowler minn góður (mér finnst þetta orðbragð aaaalger snilld!), munurinn á stöðu klúbbsins inn á við og ég er sannfærður innan skamms, út á við líka.

    Ef Coutinho vill fara “so be it” fyrir 100M og Klopp treystir sér að finna arftaka, klúbbur ofar öllu. Ef tekst að sannfæra hann um að vera, enn betra.

    Að lokum vil ég viðra þá skoðun mína að ég er bara alls ekkert viss um að Sakho sér lausn allra vandamála í vörninni. Ég minnist þess ekki að liðið hafi “tæklað” betur föst leikatriði með hann innanborðs. Reyndar man ég eftir því hvað mikil ónotatilfinning fór um mann þegar hann var með boltann. Þetta er gæi sem altaf hefur verið með vesen þar sem hann er, virkar ágætlega í þriggja miðvarða varnarlínu að mínu viti og það er langt í að Klopp fari að leggja leiki upp á þann veg, ég sakna hans ekki.

  57. frábær sigur, en ég hef sagt þetta áður og segi enn , við vinnum ekkert með Henderson í liðinu
    liðið gjörbreyttist með innkomu Milner
    ef Henderson byrjar inná á móti Palace og Milner vermir bekkinn. þá er Klopp ekki að horfa

  58. Líst ekkert á þetta. Varnarlega séð er liðið vængbrotið og Cothino-málið er að fara til andskotans, hverjum sem er um að kenna. Látum strákinn fara og fáum 3-4 varnarmenn í staðinn.

Liðið gegn Hoffenheim

Podcast – Benteke var eins og að kaupa kúluvarpara í Harlem Globetrotters