Newcastle kemur á laugardaginn

Það er stutt á milli leikja hjá Liverpool þessa dagana og er það ekkert annað en frábært þegar svona vel gengur. Liðið er búið að vera á svakalegu skriði undanfarið og eru að gera það heldur betur gott þrátt fyrir nokkur afar óheppileg meiðsli og miklar róteringar á liðinu á milli leikja.

Liðið vann hádramatískan – og alveg draumkenndan – sigur á Dortmund í Evrópudeildinni fyrir ekki svo löngu síðan og hefur síðan unnið útileik gegn Bournemouth með afar breyttu liði og gjörsamlega valtað yfir Everton í miðri viku. Liðið er á afar góðu skriði og ef ekki væri fyrir þennan helvítis seinni hálfleik gegn Southampton um daginn þá væri liðið í bullandi baráttu um fjórða sætið.

Næsta viðureign er um miðjan laugardag þegar Rafa Benítez snýr aftur á Anfield með lærisveina sína í Newcastle en hann freistar þess að ná að halda þeim uppi í deildinni. Lið Newcastle, sem hefur heilt yfir verið skítlélegt í vetur, eru í fallsæti eins og staðan er og þurfa nauðsynlega á stigunum að halda úr þessum leik en sorry Rafa, þú ert frábær, við elskum þig og vonandi heldurðu þér í deildinni en þú átt ekki að fá þessi stig á morgun.

Newcastle komu nokkuð mikið á óvart í miðri viku og gerðu 1-1 jafntefli við Manchester City svo það má alveg halda því fram að þetta lið sé að mjakast í rétta átt en það er engu að síður afar brothætt og ætla ég að telja þetta sem skyldusigur hjá Liverpool.

Það hafa verið gerðar einhverjar 6-8 breytingar á milli leikja hjá Liverpool undanfarið og virðist sem svo að mesti fókusinn hjá Liverpool sé á því að vinna Evrópudeildina og þar sem “sterkasta” liðið byrjaði gegn Everton á miðvikudaginn þá er kannski ekki ólíklegt að það verði einhverjar róteringar aftur í þessum leik til að reyna að draga úr líkunum á því að einhverjir ákveðnir lykilmenn meiðist fyrir Villarreal leikinn. Við megum nú ekki við því að missa fleiri lykilmenn í meiðsl eftir að Emre Can, Jordan Henderson og Origi hafa allir hlotið meiðsli sem þýðir að þeir spila líklega ekki meira með í vetur. Frábært, alveg hreint frábært!

Klopp gaf í skyn að róteringar á liðinu gætu verið afar algengar út leiktíðina enda margir leikir eftir á fremur skömmum tíma og margir leikmenn í liðinu komnir með ansi margar mílur á mælinum á leiktíðinni.

Skellum okkur í að giska á byrjunarliðið. Ég gæti alveg trúað að Klopp geri einhverjar 4-5 breytingar á liðinu fyrir leikinn. Spurning hvort að Toure, Allen, Smith, Sturridge og kannski Ibe komi inn í liðið. Spurning hvort að Ward fái aftur tækifæri í markinu en hann stóð sig vel í leiknum gegn Bournemouth.

Mignolet

Clyne – Toure – Sakho – Smith

Allen – Lucas

Ibe – Firmino – Coutinho
Sturridge

Giskum bara á þetta svona, maður hefur í raun ekki hugmynd um þetta. Gæti líka alveg trúað að Firmino byrji upp á topp ef það er planið að hvíla Sturridge fyrir Villarreal. Lucas og Milner verða líklega á miðjunni í þeim leik og spurning hvort Milner fái smá hvíld á laugardaginn. Firmino virðist þurfa leiki svo hann verður líklega í liðinu.

Liverpool mun engu að síður taka þennan leik mjög alvarlega þó svo að liðið gæti verið smá breytt frá því á miðvikudaginn. Sigur og hagstæð úrslit annars staðar gæææææti komið Liverpool í fjórða sætis baráttuna svo stigin gætu endað á að telja – svo ekki sé talað um mikilvægi þess að halda þessu góða formi gangandi.

Sorry Rafa, Liverpool á eftir að gera verkið erfiðara fyrir þig með því að taka öll þrjú stigin. Leikir þessara liða eru oft mikil skemmtun og eru oft hellingur af mörkum í þeim – vonandi verður það tilfellið á laugardaginn en þau koma öll frá Liverpool!

23 Comments

 1. Ég fæ léttan hroll þegar ég les orðið skyldusigur!! Hef samt fulla trú á Liverpool í þessum leik en þetta verður slagur… Verður fróðlegt að sjá hvernig Klopp stillir upp… hrikalega gaman að fylgjast með þessa dagana og sjá hvernig honum hefur tekist að nýta breiddina. Vonandi heldur það áfram að ganga eftir. Vont að missa Origi … (Takk þarna blái grjóni -_-) en það verður leyst. Það er í það minnsta bara spenna og fjör framundan… 🙂

  YNWA

 2. Það er nú nær lagi að segja að breytingar milli leikja undanfarið hafa verið 8-10 ! 🙂 Fínasta upphitun, Nú styttist í Benteke, hvern hefði grunað að hann yrði mikilvægur á lokasprettinum (mun spila þá leiki sem Sturridge hvílir).

 3. Sælir félagar

  Það verður erfitt að mæta Rafa í þessum leik. Hann mun leggja áherslu á að halda stiginu og reyna að stela tveimur í viðbót með því að breika hratt á sóknarsinnað lið Liverpool. Þetta verður því taktísk barátta og fáir standa Rafa á sporði í taktisku uppleggi.

  Vonandi tekst okkar mönnum þó að landa 3 stigum en það verður púlsvinna. Spái 2 – 0 en hefi ekki hugmynd um ennþá hverjir skora en Sakho kemur sterkur inn ásamt Lovren. Sem sagt skorum úr föstum leikatriðum.

  Það er nú þannig

  YNWA

 4. Ég myndi helst vilja að Sturridge yrði á bekknum til að byrja með og helst ekkert koma inná, þetta er sá leikmaður sem má alls ekki meiðast enda engin annar sem leysir hann af fyrst að Origi er meiddur. En sá sem er líklegastur og hefur reyndar verið ansi lunkin að koma tuðrunni inn er Firmino og vona ég að hann verði í fremstu víglínu.

  ………..—-…..Ward
  Clyne…Lovren…Sakho…Moreno
  —…..—–Lucas….Stewart
  Jordan Ibe…Allen…Sheyi Ojo
  ………………Firnino

  Halda vörninni og nota ungu snöggu strákana á kantana með Firmino fremstan.

 5. #4 Ertu staddur í Húnavatnssýslu, austan Blöndu?

  Fæ aldrei nóg af fjórum núllum.

 6. Ég á von á fullt af breyttingum fyrir þennan leik.

  Flanagan, Allen, Ibe, Skrtel, Smith, Steward, Ojo, Toure(ef heill) ef heill koma allir inn.

  Ég held að hann hafi Sturridge á bekknum útaf meiðslum Origi og ég held að hann hvíli alla varnalínuna, Milner, Coutinho og Lallana.

  Ég sá Newcastle – Man City og var barátta og vilji til staðar hjá heimamönum og ég er viss um að þetta verður gríðarlega erfiður leikur fyrir ungu strákana og miklu erfiðari heldur en gegn Bournmoth um daginn því að Newcastle eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og Benitez er einn sá skipulagðasti í bransanum og við vitum að hann horfir á alla liverpool leiki og verður engin Everton veisla á boðstólnum.

 7. @Elideli. Eina örugga notkunin á Skrtel í þessum leik er að Newcastle fái að nota hann. Ég dýrkaði Rafa, skil ekki þá sem sjá tíma hans hjá Liverpool í neikvæðu ljósi og vil honum allt hið besta. En hann fær ekkert stig um helgina en vonandi nógu mörgum fyrir lok leiktíðar til að Newcastle haldi sæti sínu. Hann gæti gert þrælflotta hluti með þetta lið svo fremi að þeir haldi sæti sínu og hann fá vinnufrið í kjölfarið.

 8. Er Flanagan heill heilsu ?
  Gæti ekki verið að Clyne þurfi að fara að fá smá hvíld?

 9. Örlítið “off topic”.

  En af öllum þessum fregnum um leikmannakaup og áhuga LFC á leikmönnum þessa dagana, sjáið þið einhverjar fréttir um enska stráka í sigtinu sem næðu að spila með aðalliðinu næsta vetur?

 10. Ég er obbóslega huxi eftir Dortmund og eftir Everton, sem reyndar var nú aldrei von.

  Nú mun minn kæri Rafa mæta á þann stað og horfa á skiltið sem er blessað. Snertir hann það? eins og Klopp gerði forðum?

  Við munum setja fjögur, nebblega það er vor. Faðir vor …

 11. Maggi, þú serð leikinn á Bryggjunni sem er neðarlega á Strandgötunni.

 12. Maggi #16

  Bryggjan veitingahús. Einnig gæti Ölstofan í gilinu sýnt leikinn.

 13. Flott hjá liverpool að taka svona afstöðu til Sakho.

  Það er ekki búið að dæma hann í bann en Liverpool ákveða að spila honum ekki þar sem hann féll á lyfjaprófi og er hann í banni þangað til að niðurstaða næðst í málið.

  Sögu sagnir segjir að þetta hafi verið eitthvað fat burn töflur sem innihéldu örvandi efni sem voru ólögleg. Þetta er mikil missir fyrir liverpool þar sem liðið er að fara að spila sinn stærsta leik á tímabilinu á miðvikudaginn og verða án Sakho, E.Can, Henderson, Origi, Benteke, Gomez og Ings.

 14. Sakho skorar tvisvar á einni viku og tekinn unsvifalaust í lyfjapróf! 🙂

Liverpool 4 Everton 0

Byrjunarliðið gegn Rafa og lærisveinum.