Pennant: “Ég á skilið tækifæri!”

Í dag leikur enska landsliðið mikilvægan útileik gegn Ísrael í Tel Aviv, og þar sem maður er að drepast úr leikjaskorti Liverpool þessar vikurnar neyðist maður til að hafa áhuga á þessum leik til að fá einhvern fótbolta í æð.

pennant_england_onestar.jpgAllavega, Jermaine Pennant situr hálfsvekktur heima og finnst hann eiga skilið tækifæri til að sanna sig með enska landsliðinu. Hann segir meðal annars:

>”Some players aren’t playing week in and week out and yet they’ve been called into the squads. No disrespect to them at all, but I think I deserve a chance.”

Að vissu leyti held ég að þetta sé rétt hjá honum, eitt af því sem hefur háð enska landsliðinu undanfarin ár er að menn sem hafa ekki verið í neinu leikformi hafa samt verið valdir til að spila. Hélt t.d. einhver virkilega að þeir myndu vinna HM í fyrra með Rooney hálf-meiddan og Owen, Ashley Cole og Ledley King í nánast engu leikformi?

Hvað Pennant varðar held ég að hans tími með enska landsliðinu muni pottþétt koma. Það er svo sem enginn skandall að hann hafi ekki enn verið valinn í vetur, en það kemur að því. Pennant hefur að mínu mati aðlagast liðinu mjög vel í vetur og Rafa er farinn að treysta honum meira og meira. Ef við berum hann saman við t.d. Shaun Wright-Phillips á sínu fyrsta tímabili fyrir Chelsea, eða Damien Duff á sínu fyrsta tímabili fyrir Newcastle, held ég að við getum ekki annað en verið sáttir með strák. Þetta er hörkuleikmaður.

Jafnvel þótt Rafa kaupi einhvern eins og Daniel Alves á hægri hliðina í sumar held ég að við getum bókað það að Pennant er kominn til að vera, allavega í einhver ár. Hann er ungur, hann er áræðinn og honum vex ásmegin með hverjum leik sem hann spilar. Og þess verður ekki langt að bíða áður en hann er farinn að spila með enska landsliðinu.

10 Comments

 1. Altaf sama ruglið í þér, Pennant getur ekki rassgat. Þetta er bara meðal leikmaður sem Arsenal gat ekki einu sinni notað, og ekki segja að hann hafi farið frá Arsenal út af agamálum eða einhverju rugli.
  Óþolandi þessi gjörsamlega blindni á getu leikmanna á þessari síðu.

 2. >”Alltaf sama ruglið í þér.”

  Fokkaðu þér. Eða, sýndu í það minnsta smá kurteisi. Eða, ef þú ætlar endilega að vera dónalegur, sýndu mér þá hvar ég hef ruglað áður. Nei annars, fokkaðu þér bara.

  >”Pennant getur ekki rassgat.”

  Mjööög raunhæft mat hjá þér. Hver er stuðullinn? Eu menn annað hvort Diego Maradona eða aumingjar? Hann er enginn Maradona en það að segja að hann geti ekki rassgat segir meira um þig en hann.

  >”Þetta er bara meðal leikmaður sem Arsenal gat ekki einu sinni notað,”

  Rökleysan í þér. Geta meðalleikmenn sem sagt ekki rassgat? Hvað geta þá leikmenn sem eru undir meðallagi? Og hversu marga meðalmenn geturðu nefnt sem hafa slegið Petr Cech við fyrir utan teig?

  >”og ekki segja að hann hafi farið frá Arsenal út af agamálum eða einhverju rugli.”

  Nei, ég ætla ekkert að segja það. Hann fór frá Arsenal af því að hann var tvítugur og gerði þau mistök að heimta fast sæti í aðalliði Wenger. Gerðir þú engin mistök þegar þú varst tvítugur? Eða ertu þrettán ára?

  >”Óþolandi þessi gjörsamlega blindni á getu leikmanna á þessari síðu.”

  Hættu þá að lesa. Það neyðir þig enginn.

  Stundum skil ég ekki til hvers við rekum þessa síðu eiginlega. Geta Íslendingar ekki skilið hugtakið Umræða?

 3. Held að Valtyr hafi ekki verið að skrifa doktorsritgerð sem ætti að útskýra lið fyrir lið. Málið er að Pennant var keyptur á fáránlegu verði og getur mjög lítið, aðeins að koma til, en að hann eigi eftir að vera alvöru leikmaður þarna er mjög ólíklegt.
  Umræða? Valtýr sagði sína skoðu, það er umræða. En það má aldrei segja neitt hérna án þess að sumir fari í óþolandi leiðinlega vörn með tárin í augunum

 4. Ég fór ekki í leiðinlega vörn. Valtýr sagði sína skoðun en gat ekki sleppt því að skjóta að mér skítkasti í leiðinni, þannig að ég svaraði í sömu mynt. Ef hann hefði einfaldlega sagt að Pennant væri lélegur leikmaður og/eða að hann myndi aldrei meika það hjá Liverpool hefðum við getað rætt það. En hann kaus að snúa þessu upp í rugl og heimsku hjá mér og loks að hrauna yfir okkur aðstandendur síðunnar í heild sinni, og því svaraði ég fyrir mig.

  Við megum svara fyrir okkur án þess að vera sakaðir um vænisýki. Fólk má vera okkur ósammála, lestu nær allar færslur á þessari síðu og þá sérðu að við brjálumst ekkert þegar fólk er okkur ósammála heldur ræðum hlutina. EN þegar fólk sýnir dónaskap svörum við harkalega fyrir okkur, og þá bregst það ekki að fólk kallar okkur vælukjóa fyrir.

 5. Æi fokk it, hvað er ég að gera hérna á laugardagskvöldi? Ég vissi að ég átti ekki að enda daginn á því að kíkja hérna inn.

 6. Ég er búinn að horfa á alla leiki Liverpool í vetur og var fullkomlega sammála þessari færslu þegar ég las hana og hafði ekkert útá hana að setja. Ég ímynda mér að það sama gildi um alla sem lásu hana þangað til þessi Valtýr kom.

  Ekki dæma okkur öll útfrá þessum eina aðila, hvað þá Íslendinga í heild sinni! :biggrin:

  Við skiljum flest hugtakið “umræða” og tökum glöð þátt í henni! 🙂

 7. Það er alveg spurning um að hvort ekki ætti að loka fyrir comment eftir kl 11 á föstudags og laugardagskvöldum.
  Ástæða:
  1. Þeir sem eru heima eru líklega annað hvort fúlir yfir því að vera heima hjá sér og hafa ekkert annað að gera en að lesa fótbolta blogg.
  2. Þeir tækluðu heimaveruna með því að fara á kojufyllerí og eru þess vegna ekki færir um gæfuleg samskipti 🙂
  Ekkert röfl, verum glaðir enda njótum við þeirrar blessunar að vera Poolarar og það er aldrei leiðinlegt !

 8. Þá hefði verið betra að nýta réttinn sem aðstandendur síðunnar, sem má sjá í orðunum að neðan, og eyða ummælunum:

  [i]”Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.”[/i]

  Svo við nefnum samt möguleika Pennant á að komast í landsliðið, þá vill McClaren ekki nota Gerrard og Lampard saman á miðjunni, en þó nota þá báða inni á vellinum. Gerrard hefur því verið notaður hægra megin, og Aaron Lennon er betri en Pennant, plain and simple.

  Pennant er búinn að standa sig ágætlega með Liverpool, en David Bentley hefur að sama skapi verið mjög góður með Blackburn í vetur í sömu stöðu sem og James Milner með Newcastle. Spurning um að velja og hafna.

 9. Hvað á Jamie Carragher þá að segja sem hefur spilað eins vel og mögulega hjá LFC. Ekki vælir hann. Það er alveg sama hver spilar fyrir Englands hönd. Þetta lið mun ekki ná neinum árangri.

 10. Pennant hefur valdið vonbrigðum og landsliðssæti varla inní myndinni í dag. En hann á vonandi eftir að koma til, og eiginlega verður að fara gera það, svo eftir verður tekið, ætli hann ekki að láta selja sig í sumar.

Harry! Hver er það aftur?

Eyðsla?