Harry! Hver er það aftur?

Jæja, fregnir sem margir hafa beðið ansi lengi eftir. Harry Kewell er að nálgast endurkomu í liðið. Maður er eiginlega búinn að gleyma hversu góður sá leikmaður er, maður var hreinlega að verða búinn að gleyma því að hann væri leikmaður Liverpool FC. Mikið lifandis skelfingar “boost” væri það nú ef hann myndi klára tímabilið með sínum gamla stæl (þá er ég ekki að meina það að hann muni meiðast). Það eru bara hreinlega ekki margir betri vinstri kantmenn í deildinni og við höfum saknað krafta hans geysilega mikið. Rafa staðfestir þetta:

>”Harry is getting closer all the time,” said the manager. “He’s had a long injury so we have to manage the situation properly, but he is almost ready.

>”At the moment he can take part in parts of the training sessions, such as the warm-ups or when we work on passages of play, and he’s probably ten days or so away from being able to take a full part.

>”I would think he will be ready to play football for us within the next two to three weeks. If he is fit then of course we can use him. It will be good for us and for him.”

Það er einnig gaman að geta þess að einn hægri kantmaður sem við eigum fór hreinlega á kostum í varaliðsleik í gær. Hann átti þátt í 3 mörkum og skoraði svo sjálfur eitt kvikindi í 4-1 sigri á varaliði Blackburn.

7 Comments

  1. Ég vissi ekki að Liverpool ætti hægri kantmann hvað þá það marga að það þyrfti að tala um “einn” af kanntMÖNNUM okkar! :biggrin:

  2. :biggrin2: Kannski þess vegna setti ég einmitt ekki inn einn AF kantMÖNNUM okkar. Sagði bara EINN hægri kantmaður sem við eigum, gaf ekki til kynna hvort fleiri væru til staðar hjá okkur 😉

  3. Já, ég vil sjá Pennant fá að spreyta sig í deildinni alveg til loka tímabilsins. Hefur fundist hann afar sprækur þegar hann hefur komið inná í undanförnum leikjum.

    Og auðvitað frábært með Kewell.

  4. Þetta eru mjög góðar fréttir. Með leikmann eins og Kewell í formi er liðið í allt öðrum klassa. Ógnuninn verður mun meiri, þannig að þetta eru frábærar fréttir. Nú er bara að vona að hann haldist heill út tímabilið.

    Krizzi

  5. Vonandi að Kewell nái sér heilum og haldist heill! Hann er búinn að vera ótrúlega óheppinn með meiðsli og fer að komast á svipaðan stall og Redknapp ef heldur fram sem horfir :confused:

  6. Já vissulega væri það frábært ef að Kewell kæmi til baka og komast í gott form.
    Og svo vill ég fara að sjá Pennant á kanntinum út leiktíðina.

  7. Ég hafði nú bara ekki tekið eftir því að Kewell hafi gert nokkrun skapaðann hlut fyrir Liverpool. en fínt að hann sé að ná heilsu.. hann má þá líka fara sína okkur hvað hann getur í leiðinni.

    áfram Liverpool..

Momo kvartar undan augunum

Pennant: “Ég á skilið tækifæri!”