Paletta til Spánar

Chris Bascomber hjá Echo heldur því fram að [Gabriel Paletta gæti verið](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_headline=paletta-may-help-spanish-strugglers%26method=full%26objectid=18339507%26siteid=50061-name_page.html) á leið til Spánar að láni út tímabilið.

Gimnastic, sem er í botnbaráttunni, hefur víst áhuga á að fá hann. Ef að Lucas Neill kemur í janúar, þá er ljóst að Paletta á ekki von á að fá mörg tækifæri, svo það gæti verið spennandi kostur að hann færi að láni út þetta tímabil.

Ein athugasemd

  1. Þetta er hið besta mál. Hann fær leikreynslu í Evrópuboltanum og vonandi lærir að skila boltanum aðeins betur frá sér en hann hefur sýnt í þeim leikjum sem hann hefur spilað.

Blackburn 1 – Liverpool 0

Tottenham á morgun!