Blackburn 1 – Liverpool 0

Rafael Benitez veit það vel að þegar hann gerir róttækar breytingar á liði sem hefur verið á góðri ferð, þá býður hann uppá þann möguleika að hann verði annaðhvort kallaður snillingur ef að liðið vinnur, eða skúrkur ef að liðið tapar.

Jæja, Rafa ákvað af einhverjum ástæðum að gera breytingar á liðsuppstillingu Liverpool. Af hverju veit ég ekki. Liðið byrjaði nokkurn veginn svona.

Reina

Carragher – Hyypiä – Agger

Finnan – Gerrard – Alonso – Riise
Gonzalez
Crouch – Bellamy

32 Comments

  1. ósanngjart að telja upp þá leikmenn sem gátu ekkert. Crouch fékk allavega að byrja inná eins og margir vildu. Ég verð að segja að maðurinn yrði snillingur ef hann gæti skallað boltan, en hann kann víst bara að fá boltan í hausinn..

    arrrg pirraður….

  2. :sad:Því miður verð ég að skrifa benites með litlum staf eftir þennan leik. Innáskiptingar hans og skipulag voru með þeim hætti að ekki er ásættanlegt. Að vera marki undir og leggja ekki meira í sóknina er slappt. Innáskipting Aurelio var enskisvirði og skipa sóknarmönnum fyrir sóknarmenn í stað þess að þyngja framávið var ömurlegt. Loksins þegar maður var farinn að vona að hann mundi spila slagþungan sóknarbolta eins og í undanförnum leikjum þá leggst hann í gamla farið og allt fer í sömu dru… og í upphafi þessa tímabils. 😡

  3. Fínn leikur. Vorum miklu betri. Fengum trilljón færi.

    Óheppni?

  4. Sigtryggur, þetta að skrifa Benitez með litlum staf og s-i hlýtur að vera eitthvað það allra barnalegasta sem sést á þessari síðu.

    Þessi “varnarbolti” skilaði 18 Liverpool skotum í leiknum.

  5. sigtryggur (með litlum staf) Benitez lagði ekki upp með neinn sérstakan varnarbolta í þessum leik. Hann vildi vera þéttur fyrir en ekki þannig að við ætluðum okkur ekki sigur í leiknum. Hann hefur skipt í þetta kerfi nokkrum sinnum á þessu tímabili og hingað til hefur það gengið vel upp.
    Gamall vinur okkar Houllier var gjarn á að hrúga sóknarmönnum inná völlinn í lok leiks þegar illa gekk og liðið var undir. Þá voru oftar en ekki komnir inná fjórir sóknarmenn á kostnað varnarmanna og miðjumanna. En það sem menn verða að skilja er að tveir sóknarmenn eru alveg nóg og ættu þeir í raun ekki að vera fleiri þar sem það er bara ekki pláss. Þeir þurfa aftur á móti þjónustu og vel spilandi lið fyrir aftan sig. Það sem Benitez var að reyna að gera með Aurelio var líklega að fá sendingar frá honum inná framherjana. Garcia komst síðan í eitt af fáum færum sem við fengum þegar líða tók á leikinn og BB lögðu allt kapp á að halda stigunum.
    Það má að einhverju leiti kenna óheppni um úrslitin í dag. En það hefur sýnt sig of oft í vetur að ef liðið mætir þéttum andstæðingum sem loka vel í vörninni þá einfaldlega ná þeir ekki að brjóta þá á bak aftur. Það er að miklum hluta karakter og skorti á sjálfstrausti um að kenna. Ég vonaðist til þess að við værum búnir að vinna bug á þessum draug en svo virðist ekki vera. Við verðum að finna svör við þessu hvernig við getum jafnað og unnið leiki sem við lendum undir í þar sem við getum ekki treyst á að komast alltaf yfir í upphafi.

    Það verður fróðlegt að sjá okkar menn á WHL í næsta leik þar sem tottenham hafa unnið einhvern slatta í röð og verið mjög góðir.

  6. :smile:Það er ýmislegt barnalegt í henni versu Einar minn. Ég veit að álit mitt á benites fer ekki saman við þitt og margra annara. En við það verður að una og hann á eftir, og það vantar talsvert uppá, að sanna að hann sé og verði eitt af stóru nöfnunum í sögu þessa liðs. Ennþá er hann í mínum huga á sama palli og Gerard Houllier og þar verður hann þar til hann sannar annað. Tek það fram að ég skrifa nafn GH með stórum staf vegna þess að hann er farin og tími hans er liðinn. Blessuð sé minning hans.

  7. :smile:Takk fyrir gott innlegg Jóhann en ætti sjálfstraustið ekki að vera í toppi eftir síðustu sigurhrinu liðsins. Ef svo er ekki hvernig er þá með mótiveringu stjórans???

  8. Ég er nokkuð sammála þér, Jóhann. Málið er bara að ef að Liverpool hefði skorað fyrra markið þá værum við pottþétt að fagna 3-0 sigri.

    En þegar liðið dettur undir á útivelli þá er einsog allt hrynji. Það má eiginlega segja að maður geti slökkt á sjónvarpinu eftir að fyrsta markið í Liverpool leik hefur verið skorað. Ef Liverpool skorar fyrst, þá vinna þeir. Ef ekki, þá tapa þeir. Það virðist allavegana vera býsna algengt.

  9. Kuyt á að byrja inná. Alltaf. Crouch er framherji númer þrjú og er að mínu mati alls ekki nogu góður þó svo hann sé óneytanlega oft réttur maður á réttum stað. Það var svo líka merkilegt að sjá viðbrögð hans þegar honum var skipt út. Settist einn í fýlu og bara Dudek reyndi að hressa hann við. Sömuleiðis Gonzalez, hann fékk ekki klapp á öxlina frá Benitez, bara frá Dudek.

    Annars á Blackburn skilið hrós. Gott lið og gaman að sjá hvað það er alltaf góður mórall í liðinu og barátta.

  10. Það sem mér fannst standa upp úr í þessum leik var hikstandi vörn hjá okkar mönnum. Það hefur sýnt sig að það gengur illa hjá okkar mönnum að spila 3-5-2. Hefði viljað að Benitez (með stórum staf) hefði haldið sig við 4-4-2 og reynt að nota kantana meira.

    Það hafa allir séð hvað Gonzales er snöggur og hann nýtist betur á kantinum en í þessu frjálsa spili fyrir aftann framherjanna. Það er staða sem Luis GArcia á að vera í eða þá Gerrard ef hún á að vera notuð. Mér fannst soldið magnað að sjá hvað hægri kanturinn okkar kom illa út. Nokkuð ljóst að okkur vantar enn hægri kantmann sem getur leysy Pennant af ef hann meiðist eða það á að hvíla hann eins og í þessum leik.

    Það voru þó góðir hlutir að gerast líka. Mér fannst gaman að sjá Kuyt og Bellamy berjast og vera mjög duglega og líka að Crouch blötaði og var fúll að vera skipt útaf. Menn eiga ekki að vera sáttir að vera teknir útaf. Þeir eiga að berjast fyrir sæti sínu og vera duglegir.

    Rush orðaði þetta vel einhvern tímann: Hann sagði að þegar hann meiddist þá átti hann sjaldnast fæst sæti aftur í liðinu heldur þurfti hann að berjast fyrir því. Þannig á það að vera.

  11. >Það var svo líka merkilegt að sjá viðbrögð hans þegar honum var skipt út. Settist einn í fýlu og bara Dudek reyndi að hressa hann við.

    Ég var mjög ánægður með að sjá þetta til Crouch. Heldurðu að hann hafi verið fúll útí Benitez? Nei segi ég. Hann var ábyggilega fyrst og fremst fúll útí sjálfan sig fyrir að klára ekki sín færi.

    Ég vil sjá menn fúla þegar þeir eru teknir útaf. Annað myndi gilda ef hann sýndi Benitez óvirðingu eða færi inní klefa eða eitthvað slíkt. En þegar menn eru kallaðir útaf þegar að 35 mínútur eru efrtir, þá eiga þeir að vera svekktir.

  12. Bara merkilegt, það má eflaust lesa margt út úr þessu en aðallega fannst mér þetta gaman. Sýnir smá sál. Held reyndar hann hafi verið ósammála ákvörðun stjórans og verið ósáttur.

  13. Góð leikskýrsla.

    Þegar hálftími var liðinn fór að fara um mig. Fékk einhvernveginn á tilfinninguna að þetta yrði einn af þessum leikjum. Fullt af færum en ekkert vill inn.

    Þrátt fyrir slatta af færum þá var ég ekki alveg að “gúddera” þetta leikkerfi gegn Blackburn. En það er alltaf gott að vera vitur eftir á.

    Það er svo sem ekkert meira um þennan leik að segja. Best að reyna að halda í jólaskapið.

    Við erum í blóðugri baráttu um meistardeildarsæti næstu leiktíð. Og það verður greinilega ekkert gefið eftir í þeirri baráttu. Portsmouth og Bolton greinilega með CL-hungur þessa dagana.

    Tveir næstu tveir leikir í þeirri baráttu eru ótrúlega mikilvægir. Ef við viljum ekki missa Tottenham upp fyrir okkur líka er okkur eins gott að hysja okkur í brók og ná eins fjórum stigum úr þessum leikjum.

    Spennan eykst…..

  14. Mér fannst Liverpool spila vel í dag, betur en gegn Watford. Það er algjör vitleysa að kenna liðsuppstillingunni um tapið. Liðið spilaði ágætlega og skapaði sér fullt af færum. Það má samt alltaf búast við því að andstæðingurinn fái 1-2 góð færi, sama hversu vel við spilum, og því miður þá nýttu Blackburn sitt færi í dag. Ég vil ekki vera að gagnrýna menn mikið fyrir þetta, en mér finnst samt alltaf með ólíkindum hvað ákveðin himnalengja í okkar liði er ótrúlega lélegur skallamaður! Ég vil samt hrósa mönnum fyrir að hengja ekki haus þrátt fyrir að lenda undir og halda áfram að sækja. Ef við spilum svona á móti Tottenham þá hef ég ekki miklar áhyggjur af þeim leik. Við klúðrum ekki svona mörgum færum tvo leiki í röð, ég trúi því ekki. Rafa á hrós skilið fyrir að hafa náð að rífa liðið uppúr þessari lægð sem það lenti í, eitthvað sem forveri hans gat aldrei gert. Við missum 3 sætið núna í bili, en ég hef fullu trú á því að við endum í 3 sæti vor, og það verður að teljast gott miðað við þessa hörmulegu byrjun í haust.

  15. Liverpoolmenn í fríi í køben eða sú flóra sem þar býr.

    Ætlaði bara láta menn vita af því að Liverpoolmenn safnast saman í kjallara southerncross á Løngangstræde. Rétt hjá Ráðhústorginu. Sama gengi og var á John Bull sáluga (ef þið eruð einhverju nær). :confused:

    25 kall 1/2 L bjór 🙂

  16. Nú er vonandi að þessar Pollý-Önnur sem stjórna þessari síðu hætti að missa úr honum ef einhver dirfist að gera lítið úr sigrum á smáliðum. Gleðileg Jól

  17. jæja 6 tapleikurinn á leiktíðinni staðreynd. get ekki sagt að þetta hafi verið skemmtilegur leikur. þegar rafa hefur stillt liðinu eins og hann gerði í dag þá hefur það ekki verið vænlegt til árangurs. ég held því fram að hann hafi verið að spila 5-3-2 og þegar hann spilar þessa leikaðferð þá hverfa miðjumennirnir í leiknum, eins og þeir viti ekkert hvaða hlutverk þeir hafa. sást vel með Gonzales sem var bara í farþegasætinu, gerrard og Alonso sáust ekki mikið, annars fannst mér liverpool liðið andlaust í dag á köflum, komu stundum góðir kaflar en jafnharðan slæmir andlausir kaflar, en vonandi rífa þeir sig upp fyrir tottenham og bolton því það er skylda 6 stig í næstu 2 leikjum annarrs erum við komnir í erfiða 4 sætis baráttu, ég er stoltur af því að vera á móti 5-3-2 aðferðinni vil sjá 4-4-2 eða 4-3-3 því Gerrard nær bara að blómstra með nóg af mönnum við hliðinna á sér ekki fyrir aftan 😉

  18. Helv… ég hafði þessa tilfinningu eftir að Bellamy og Crouch klikkuðu í fyrri hálfleik. Við erum mjög brothættir á útivelli og ef við lendum undir þá töpum við (nema jafntefli gegn Sheff Utd) Loksins þegar Chelsea tapar stigum þá fjarlægjum við þá um eitt stig.

    Ég er farinn á barinn… helv. rugl! Vantar eitthvað í þetta lið, einhvern sem lemur drengina áfram í svona tussu leikjum.

  19. Loksins þegar Chelsea tapar stigum þá fjarlægjum við þá um eitt stig.

    Og hvað með það??
    Lfc er ekkert að fara að ná Man U. eða Chel$ki!! :biggrin:

  20. Það er ekkert hægt að gagnrýna Benítez fyrir þessa uppstillingu, við áttum að vera löngu búnir að klára þetta. Mér fannst Bellamy vera í vitlausum búning í dag…hann á hvergi annarstaðar heima en í þessu leiðinlegasta liði deildarinnar (Blackburn) en maður verður víst að fyrirgefa honum það ef hann fer að skora reglulega. Og mér fannst þetta ekkert víti þegar hann og Savage voru eitthvað að togast á í teignum. Hann átti bara að skora og halda kjafti.
    Annars fannst mér Xabi bestur í dag.

  21. Nokkuð rétt allt saman. Ég botna ekki alveg það að skella Crouch inn í liðið núna þegar Bellamy og Kuyt hafa verið að smella saman undanfarið. Ef menn spila vel að þá tekurðu þá ekki úr liðinu no matter what! Það er akkúrat sem Ferguson og Moaning-hoe eru að gera…þeir láta þá spila sem eru að spila vel og nýtir þeirra góðu spilamennsku í staðinn fyrir að taka þá úr liðinu eins og einhvers konar refsingu líkt og Martin Jol og Rafa Benitez gera. (Jol með Defoe og Rafa með….alla þá sem spila vel).
    Við áttum aldrei að tapa þessum leik og þess má geta að Bburn fékk 1 færi í leiknum og skoraði. Við fengum 5 dauðafæri og skoruðum að sjálfsögðu ekki.
    Ég ætla rétt að vona að Rafa fatti það að hann er ekki að gera okkur neinn einasta greiða með því að halda Robbie Fowler á launum hjá klúbbnum þegar hann er aldrei notaður. Það er bara waste of launa-space (og rassaplássi á bekknum) að hafa hann þarna. Ég er orðinn pirraður á þessum “sófasettum” sem Rafa hefur klárlega búið til á Anfield (sófasett=leikmenn sem Rafa er með á samning en notar ekki vegna þess að hann treystir þeim ekki), og því ætti hann að fá sér leikmenn sem hann getur treyst. En þetta var sanngjarnt tap í dag þar sem við vorum hrikalega lélegir og gátum ekki skorað.

  22. >Það er akkúrat sem Ferguson og Moaning-hoe eru að gera…þeir láta þá spila sem eru að spila vel og nýtir þeirra góðu spilamennsku í staðinn fyrir að taka þá úr liðinu eins og einhvers konar refsingu líkt og Martin Jol og Rafa Benitez gera.

    Hvaða bull er þetta eiginlega? Hvar var Ronaldo í fyrri hálfleik í leiknum í dag? Og hvar var Rooney í síðasta leik?

  23. Sælir veriði Púllarar, kveðju sendi ég frá USA. Ég sá því miður ekki þennan leik, enda kannski bara gott mál… slæmt að tapa jú, en baráttan um þriðja sætið verður grimm og það er bara gaman. Hef engar áhyggjur af því að Portsmouth endist þarna … þetta verður barátta hjá Liverpool, Arsenik og Tottenham.

  24. Ok, ég ætla ekki að neita því að Bellamy hefur verið heitur upp á síðkastið. En með hann frammi er sóknarleikur Liverpool alltof tilviljanakenndur og laus við alla yfirvegun.

    Í stað þess að spila boltanum á næsta mann, höggva hægt og bítandi á varnarleik andstæðinganna er alltaf leikið eins og næsta sókn sé sú seinasta. Desperasjón og æsingur, boltanum kýlt á þann mann sem er líklegastur til að skora í það skiptið í stað þess að spila boltanum innan liðsins þangað til menn eru á endanum komnir í gott færi.

    Þetta var sóknarleikur Liverpool í hnotskurn í dag og hefur verið í seinustu leikjum. Gott dæmi er Charlton leikurinn sem hefði átt að vinnast 10-0 ef menn hefðu nennt að hugsa í sóknarleiknum. Þá saknaði ég manns eins og Robbie Fowler. Í dag saknaði ég Dirk Kyut. Að mínu mati á Kuyt og Crouch að vera okkar helsta framherjapar. Bellamy getur síðan komið inná á 80. mín til að drepa leikinn(pirra andstæðingana, röfla í dómaranum…etc) ef til þarf.

    Með Bellamy í sóknarleiknum byggist okkar spil á heppni. Sleppur hann í gegn eða ekki? Sóknarleikur byggður á Craig Bellamy er einhæfur sóknarleikur sem auðvelt er að verjast.

    Meðan leikirnir tapast á óheppni, þá vinnast þeir á heppni. Það er eitthvað sem er ekki góðum liðum bjóðandi. Knattspyrna er eins og skák. Við öllum leikjum eru til vissir mótleikir. Fyrir lið jafnsterkt og Liverpool að mæta liði eins og Blackburn er eins og að tefla með 16 drottningar á móti 16 biskupum. Með því að nota hausinn á ekki að vera hægt að tapa. En með því að spila uppá heppni, þá bjóðum við óheppninni heim.

    PS. Auk þess sem dómarinn var alger fokkin fáviti!

  25. Afsakið…það vantaði víst kóngana í þessar skálíkingar mínar.. 🙂

  26. Þetta er hárrétt hjá þér Kristinn og þetta hefur í rauninni verið svona alltof oft á tímabilinu. Eins og gegn Wigan – þar var tilviljandakenndur sóknarleikur í hnotskurn nema í þriðja markinu.

  27. Jújú…það er alveg hægt að líkja fótbolta við skák, en í fótbolta þá skiptir heppni miklu máli þar sem ótal atriði geta farið úrskeiðis en í skák er enginn bolti og aðeins einn maður er hreyfður í einu….en það skiptir ekki öllu.

    Persónulega vildi ég frekar hafa Crouch en Bellamy og Fowler til samans. Ef Fowler spilar ekki þá pirrar hann mig ekki jafn mikið og Bellamy. Ef ég væri Benítez þá myndi ég skylda Bellamy til að spila með boxgóm eins og Eiður Smári gerði um tíma bara til að fá hann til að halda kjafti…..ég er viss um að hann yrði betri fótboltamaður fyrir vikið!!!

  28. hæ. toppsíða sem þið eruð með og ekkert út á hana að setja. hef semasgt verið að lesa þessa síðu í rúmlega 2 ár núna þrátt fyrir það að vera Manchester United maður (sérstaklega finnst mér vera mikill karakter í því að skrifa man utd alltaf með minni stöfum en annað, það sýnir ástríðuna í því að styðja þessi lið) og alltaf hef ég hamið mig við að skrifa komment þegar mér finnst um of vegið að mínu liði, því oftast hefur það verið málefnalegt og sanngjarnt. en anyways, einar örn, rooney var ekki með í seinasta leik vegna dauðsfalls í fjölskyldunni og sögur herma að ronaldo hafi verið hvildur í dag afþví að Ferguson á víst að vera hræddur um að þræla honum of mikið út, sem mér finnst vel skiljanlegt.

    en að öðru. þið sem eruð a móti Benitez, það er ekkert skrítið við það að rúlla liðinu svona. bara nákvæmlega ekki neitt. Liverpool á að hafa næga breidd í þetta, og ég er ekki frá því að þegar mannskapurinn smelli saman þá fari sigurleikirnir að detta inn hver á eftir öðrum. persónulega vona ég að það gerist ekki en hver veit.

    Svo er annað sem mér finnst flestir stuðningsmenn enskra liða vera að gleyma, ekki bara þið poolarar heldur líka nallarar og man utd menn. deildin hefur verið að styrkjast gríðarlega á árunum eftir að Roman kom til Chelsea. liðin eru að spila betri tímabil heldur en oft áður og það er ekkert óeðlilegt við það að það taki tíma í því að aðlagast stjörnubruðlinu hja Chelsea sbr. Manchester í fyrra. Mér finnst persónulega Liverpool vera að spila eitt af sínu bestu tímabilum síðan ég byrjaði að fylgjast reglulega með leikjum. þolinmæði þrautir vinnur allar, en þó er ég sammála því að ákveðin mörk séu fyrir henni. þessum mörkum er þó langt í frá náð hjá Benitez, þetta er frábær þjálfari sem hefur tekist merkilega vel að aðlaga sig, gefið honum séns.

  29. Nokkur atriði:

    1) Leikskipulag Liverpool í gær var ekki að virka sem skildi. Liðið varð undir í baráttunni á miðjunni og því leit Tugay út fyrir að vera í heimsklassa (ömurlegt). Eins og Einar nefndi þá virkar þetta kerfi best ef þú spilar með tvo mjög sókndjarfa bakverði/wing man. Finnan er allt of passívur, honum hentar mun betur að verjast. Í gær voru hann og Carra oft fyrir hvor öðrum þar sem þeir lentu í því að vera að dekka sama svæðið og manninn. Riise getur ekkert þessa dagana, hvorki skotið né sent boltan, stoppað menn eða þvælt. Af þeim sökum sótti Liverpool á of fáum mönnum, sem var miður því þessi Blackburn vörn er ekki traust. Í stöðunni 1-0 átti Benites að taka út varnarmann fyrir sóknarmann. Ég veit að menn hugsa að það er hægt að vera vitur eftir á, en ég sagði við félagana um leið og Blackburn skoraði, úr af með Hyypia eða Agger (frekar Hyypia þar sem við þurftum að sækja) og inn á með Kuyt. Og breita þessu í 4-4-2 eða 4-3-3 því Liverpool hafði engu að tapa.

    2) þegar C$$$$$$$ tapar stigum og við höfum möguleikan á því að saxa á forskot þeirra og nálgast 2 sætið þá þurfa menn að klúðra því. Ekki nóg með það að missa manu og c$$$$$ lengra frá okkur heldur komust Bolton, P’mouth og Arsenal öll upp fyrir okkur og næsti leikur er á útivelli gegn Tottenham þar sem Liverpool hefur verið í basli síðustu ár, ÖMURLEGT.

    3) Breiddin er ekki til staðar eins og menn höfðu vonað fyrir tímabilið. Menn eins og Pennant, Zenden, Aurelio, Fowler, Gonzalez, Paletta er ekki nógu góðir til að skipta sköpum fyrir Liverpool, Gonzalez gæti að vísu orðið það með góðri aðlögun. Auk þess er Riise mjög einhæfur og slakur leikmaður.

    Tekur undir með Einari að við þurfum fleiri mörk af köntunum og meiri ógnun, Pennant er aldrei líklegur til að skora enda sýnir tölfræði hans það svo bersýnilega. Gonzalez er ennþá að aðlagast, Aurelio kemur með litla hættu út á kanti, enda bakvörður. Í fyrra vorum við með Gerrard á hægri kanti með 23 mörk, Cisse 19 mörk flest þeirra komu þegar hann spilaði á hægri kantinum. Á vintri kanti vorum við svo með Kewell að vísu setti hann bara 3 mörk en öll réðu þau úrslitum. Auk þess bjó hann til fullt af færum fyrir liðið og var mikil ógn fyrir andstæðinginn.

    4) Síðan skil ég ekki tal sumra hér um Bellamy, hann var okkar besti maður í gær og helsta ógnunin kom í gegnum hann. Í síðustu leikjum er Bellamy búinn að koma mér mjög á óvart (hafði ekki mikla trú á honum) og hefur verið okkar besti maður. Hraði hans og hreifanleiki án bolta veldur öllum varnarmönnum miklum vandræðum. Hvað er boltin sem LFC spilar með Crouch frammi annað en tilviljanakenndur og laus við alla yfirvegun. Með hann sem fremsta mann dælum við háum boltum fram í þeirri von að Crouch nái að skalla þá, og ef hann nær að skalla þá er það sjaldnast svo að boltinn detti fyrir lappirnar á samherja. Ef það er ekki einhæfur, tilviljanakenndur og fyrirsjáanlegur sóknarbolti þá veit ég ekki hvað það er.

    Í liðið í dag vantar fleiri klassa leikmenn sem geta unnið leiki upp á sitt einsdæmi. Það er stór munur á því að kaupa Pennant eða Alves, Gonzalez eða Simoa. Hve margir leikmenn Liverpool í dag haldi þið að kæmust í liðið á manu eða C$$$$$$$?

    Á meðan að hópurinn er ekki sterkari en raun ber vitni þá verðum við í baráttunni um 3-4. sætið við Arsenal, Bolton, P’mouth og Tottenham.

    Krizzi

  30. Júlli ég veit að þetta er aðeins off topic en geturu sagt mér einhverja flotta sögu um boxgóminn hans Eiðs smára?

    Og Krissi einu leikmennirnir sem gætu verið í liðinnu hjá manu eða chelski, Eru Alonso eða Gerrard , Gerrard væri fastamaður í liðinnum en Alonso væri Super sub á miðjunna ef þið getið nefnd einhverja aðra hverja þá ?

  31. Við áttum einfaldlega að vinna leikinn. Maður hefði haldið að Crouch væri nægilega hungraður til að klára allavega eitt færi. Landsliðssæti hans hlýtur að vera í stórfelldri hættu. Kuyt kemur svo inn á en hann hefur alls ekki verið heitur fyrir framan markið undanfarið þannig að þessi breyting var í lagi. Ég spái því að við vinnum bæði Spurs leikinn og Bolton. Látum þessa timburmenn ekki á okkur fá.

Liðið gegn Blackburn

Paletta til Spánar